Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954
Ferðaþæítir frá Gaulaborg:
Rætist tillaga Gunnars Gunnarssonar um
Gautaborg sem norrænan höfuðstað?
i
íslendingar geta mikið lært af Svíum í byggingarmálum
I.
I veglegu riti um Gautaborg á
ensku, sem Samband sænsku
kaupfélaganna gaf út fyrir
nokkrum árum og borgarstjórn-
in í Gautaborg skenkir nú gest-
um sínum, er þess getið í inn-
gangsorðum, að íslenzka skáldið
Gunnar Gunnarsson hafi lagt til
á stúdentaþingi í Osló 1925, er
hann bar fram hina umtöluðu
tillögu sína um bandalag Norð-
urlanda, að Gautaborg yrði
höfuðborg hins nýja norræna
ríkis.
Þessi 'tillaga Gunnars Gunn-
arssonar um höfuðborg fyrir
sameinuð Norðurlönd styðst
vissulega við gild rök. Engin
borg á Norðurlöndum liggur
meira á krossgötum en Gauta-
borg. Þaðan er nokkurn veginn
jafnlangt til Stokkhólms, Oslóar
og Kaupmannahafnar. Þar er
meiri miðstöð fyrir samgöngur
við önnur lönd en annars staðar
á Norðurlöndum. Þar hefir risið
upp mikil menningarleg mið-
stöð, sem hefir tileinkað sér
margt hið bezta úr norrænni
menningu, en jafnframt notið
góðs af hinum riánu tengslum
við fjarlægari lönd og menningu
þeirra. Gautaborg hefir á sér
norrænan svip og alþjóðlegan í
senn.
Ef norræna ráðið á fyrir
höndum að verða meiri og
traustari stofnun en það er nú,
hlýtur það fyrr en síðar að velja
sér fastan samastað. Það getur
flækst milli landa meðan það er
hvorki fugl né fiskur, eins og
það er nú, en jafnskjótt og því
vex fiskur um hrygg, kemst það
ekki hjá því að eignast varan-
legt heimili. Þá kemur tillaga
Gunnars Gunnarssonar vissu-
lega til greina í fremstu röð.
að og mun mega vænta þess, að
þær haldist áfram. íslendingar,
sem nú ferðast til Svíþjóðar,
þurfa því ekki lengur að fara
um Kaupmannahöfn, eins og
oftast áður, og fylgir þessu
sparnaður á bæði fé og tíma.
Sama gildir um Svía, er ferðast
til íslands. Jafnframt þessu hóf
svo Skipaútgerð ríkisins fastar
áætlunarferðir til Norðurlanda
yfir sumarmánuðina með við-
komu í Gautaborg. Upphaflega
mun hafa verið gert ráð fyrir
því, að Hekla, sem Skipaútgerð-
in hafði í þessum förum, myndi
fá færri farþega í Gautaborg en
í Bergen og Kaupmannahöfn,
þar sem hún hafði einnig við-
komur. Reynslan varð hins veg-
ar önnur. Af erlendum farþeg-
um, er ferðuðust með Heklu í
sumar, voru Svíar langflestir og
láta þeir yfirleitt mjög vel af
íslandsferðinni.
Sún reynsla, sem fengizt hefir
í sumar, bendir eindregið til
þess að hægt sé að auka stór-
lega komur sænskra ferða-
manna til íslands. Svíar ferðast
m e s t Norðurlandaþjóðanna,
enda bezt efnaðir. Margir þeirra
hafa þegar lagt leiðina suður á
bóginn og það oftar en einu
sinni. Þetta fólk vill gjarnan
kanna nýjar slóðir og þá ekki
sízt í norðurátt, þar sem stað-
hættir eru allt aðrir en það
hefir áður séð. Island og Norður-
Noregur eru óskalönd þessa
fólks. Af þessum ástæðum er Is-
lendingum nauðsynlegt að geta
haldið uppi föstum loft- og sjó-
samgöngum við Svíþjóð og er
Gautaborg sjálfsögð miðstöð
slíkra samgangna.
III.
II.
Af ástæðum, sem ekki verða
raktar hér, hafa samskipti milli
Islands og Gautaborgar verið
minni en ætla mætti þangað til
nú í sumar. Þá hófu Loftleiðir
vikulegar áætlunarferðir þang-
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ÍSLENZKA BLAÐIÐ
Sennilega hefir það verið
fyrirboði þess, sem í vændum
var, að stofnað var í Gautaborg
á síðastliðnu hausti sænsk-
íslenzkt félag og hefir það nú
um 70 félagsmenn. Formaður
þess var kjörinn Peter Hallberg,
sem hér var sendikennari um
skeið, en ritari þess var kjörinn
Eric Borgström, framkvæmda-
stjóri sænsku getraunanna í
Vestur-Svíþjóð. Borgström er
áhugamaður og athafnamaður
mikill, er vill stuðla að auknum
samskiptum íslendinga og Svía
á sem flestum sviðum. Fyrir at-
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK
Færið yður í nyt hina ódýrustu flugferð til
íslands til heimsókna um jólaleytið!
Sankti Kláus hefir rétt fyrir sér. Fullkomnasta
jólagjöfin, sem þér getið fært ástvinum yðar
á Islandi er helmsókn yðar sjálfra um jólin. Og
hinn mikii fjársparnaður, sem yður fellur
í skaut á þessu “The Great Circle” ferðalagi, vekur
margfaldan fögnuð, er heim kemur!
Tíðar og reglubundnar flugferðir með 4 hreyfla
Douglas Skymaster frá New York.
Milli Reykjavtkur og New York báðar leiðir —
AÐEINS $265
Leitiö frekari upplýsínya hjá umboösmanni feröa-
skrifstofu yöar varöandi fargjöld.
n /~~\ n
ICELANDSCl AIRLINES
uiAa/jo
15 West 47th S»., N. Y. 36, Pl 7-8585
beina hans buðu Sænsk-íslenzka
félagið og samtök blaðamanna
og blaðaútgefenda í Vestur-
Svíþjóð sjö íslenzkum blaða-
mönnum til kynningarheim-
sóknar í Gautaborg 18.—23.
sept., en ýms fyrirtæki, sem
hafa viðskipti við Island, tóku
þátt í kostnaðinum. Réttmætt er
að róma mjög fyrirgreiðslu og
móttökur^ Svía og þó umfram
allt hina miklu stjórnvísi Borg-
ströms, sem að vísu nálgaðist
hálfgerða harðstjórn á köflum,
en stuðlaði hins vegar að því
að gera ferðalagið lærdómsrík-
ara. Munu íslenzku þátttakend-
unrir allir kunna honum þökk
fyrir leiðsögnina og stjórn-
semina.
Ætlun Borgströms er að láta
hér ekki staðar numið, heldur að
blaðamannaheimsóknin verði að-
eins byrjun. Hann hyggst m. a.
vinna að því, að ýmsir íslenzkir
iðnaðarmenn geti fengið að
vinna' í sænskum verksmiðjum
um nokkurt skeið til að afla sér
reynslu og þekkingar. Félagar
mans í Sænsk-íslenzka félaginu
hafa og fullan vilja til þess, að
gott geti leitt af starfsemi fé-
lagsins fyrir samskipti Svía og
íslendinga.
IV.
Gautaborg stendur skammt
frá ósum Götealv, sem til forna
hét Gautelfr og gengur undir
því nafni í íslenzkum fornsög-
um. Gautelfr er mesta fljót Sví-
þjóðar og er vatnssvæði þess
álíka stórt og hálft ísland. Síðan
á dögum Haralds hárfagra og
fram til 1658 skipti Gautelfr
löndum milli Noregs og Svíþjóð-
ar, en með samningunum í Hró-
arskeldu fengu Svíar mikið af
norsku landi norðan fljótsins
(Bohuslan). Um all-langt skeið
áttu Svíar ekki nema mjóa
ræmu til hafs sunnan Gautelfur,
því að Danir, sem réðu þá yfir
Skáni, þrengdu að þeim að
sunnan.
Það leiðir af sjálfu sér, að
strax til forna risu upp meiri og
minni verzlunarstaðir við Gaut-
elfur. Fyrsti stóri verzlunar-
staðurinn við Gautelfu, sem
sögur fara af, var Konungahella,
sem alloft getur um í sögum
Noregskonunga. Hún var all-
miklu ofar við fljótið en Gauta-
borg er nú. Blómatími hennar
var skammur, því að ræningjar
lögðu hana í rúst og reis hún
ekki til fyrri vegs eftir það.
Margir fleiri verzlunarstaðir
risu víðar upp við Gautelfur, en
enginn þeirra hlaut varanlegan
viðgang.
Upphaf Gautaborgar er venju-
legast rakið til þeirrar ákvörð-
unar Gustav Adolfs II. að reisa
hafnarbæ, þar sem Gautaborg
er nú. Hann og aðstoðarmenn
gengu síðan að því verki með
bæði kappi og forsjá. Hollend-
ingar voru þá einna mestir
siglingamenn í heiminum og
voru þeir fengnir til að skipu-
leggja hina nýju hafnarborg.
Fleiri útlendingar voru hvattir
til að setjast að í Gautaborg, en
þó einkum Þjóðverjar og Skotar.
Árið 1624 var t. d. gefin út kon-
ungleg tilskipun, þar sem á-
kveðið var, að í borgarstjórn
Gautaborgar skyldu eiga sæti 4
Svíar, 3 Hollendingar, 3 Þjóð-
verjar og 2 Skotar. Brátt fór
þetta þó á þann veg, að Svíar
fengu undirtökin, en Gautaborg
hefir samt alltaf búið að því
markmiði Gustav Adolfs, að hún
skyldi í senn vera sænsk borg
og miðstöð alþjóðlegra siglinga
og viðskipta.
Hér er ekki tækifæri til að
rekja sögu Gautaborgar. Hún
hefir verið saga nær óslítandi
velgengni. Gautaborg hefir um
langt skeið verið mesta hafnar-
borg Svíþjóðar og önnur mesta
hafnarborg Norðurlanda, næst á
eftir Kaupmannahöfn. Hún hef-
ir verið miðstöð sænskra við-
skipta, er beinzt hafa í vestur-
átt. Af stöðu hennar sem mið-
stöðvar mikilla viðskipta og
samgangna hefir það leitt, að þar
hefir risið upp mikill og marg-
víslegur iðnaður. Þar eru tvær
stærstu skipasmiðjur Svíþjóðar,
Götaverken og Eriksberg mek-
aniska verkstad. Þar er helzta
bílaverksmiðja Svíþjóðar, er
framleiðir Volvobílana. Þar er
hin fræga kúluleguverksmiðja
SKF, sem hefir verksmiðjur og
útibú víða um lönd, eins og sést
á því, að árið 1952 voru starfs-
menn þessa risafyrirtækis taldir
35 þúsund, en þar af aðeins 11
þúsund í Svíþjóð. Árleg velta
þessa mikla fyrirtækis er um
1000 millj. sænskra króna. Mörg
önnur stór iðnfyrirtæki hafa
bækistöðvar sínar í Gautaborg.
íbúar Gautaborgar eru tæp
400 þús. og er Gautaborg þriðja
stærsta borg Norðurlanda næst
á eftir Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi.
V.
Það sést fljótt, að Gautaborg
er auðug borg. Byggingar bera
það með sér, að hún er tiltölu-
lega ung. Þar er lítið af þröng-
um götum og ekki mun hægt að
finna þar nein hverfi, er minna
á fátækrahverfi stórborganna.
Skemmtigarðar eru þar margir
og fallegir, enda er borgin dreifð
yfir stórt svæði beggja vegna
Gautelfar. Landslag er smáhæð-
ótt og má á nokkrum stöðum
fá allgott útsýni yfir borgina.
Þótt viðskipti og fésýsla hafi
fyrst og fremst gert garðinn
frægan í Gautaborg, hafa and-
leg málefni jafnan skipað þar
virðulegan sess. Þar hefir lengi
þróast blómlegt leiklistarlíf og
eru mörg leikhús í borginni og
sum þeirra hin veglegustu.
Söngmennt hefir verið höfð þar
í hávegum og er söngleikahúsið
þar ein veglegasta bygging
borgarinnar. 1 því eru tveir salir
og tekur annar um 1400 manns.
Þar er glæsilegt listasafn, og er
bygging sú, sem því hefir verið
reist, talin hip glæsilegasta
sinnar tegundar á Norðurlönd-
um. Siglingasafnið er mjög
merkilegt og er mesta safn
Norðurlanda í sinni grein. 1
skólamálum hefir Gautaborg
lengi þótt standa framarlega.
Þar eru þrír háskólar, einn al-
mennur, annar fyrir verzlunar-
fræði og sá þriðji fyrir verk-
fræði. Þá er þar að sjálfsögðu
víðfrægur sjómannaskóli.
Blöðin í Gaataborg hafa lengi
gert garðinn frægan. Ekkert
Norðurlandablað mun vera öllu
þekktara en Göteborgs Handels
och Sjöfarts-Tidning. Það hefir
jafnan verið mjog frjálslynt
blað og jók mjög frægð sína á
stríðsárunum með skeleggri and
stöðu gegn nazistum. Það fylgir
enn ótrautt sömu stefnu og gagn
rýnir oft harðlega hlutleysis-
stefnu Svía. Útbreiddasta blaðið
í Gautaborg er Göteborgs-
Posten, sem er annað útbreidd-
asta blað Svíþjóðar. Það er
einnig frjálslynt. Blöðin í Gauta-
borg bera þess glöggt merki, að
í Gautaborg ríkir yfirleitt víð-
sýnna viðhorf varðandi alþjóða-
mál og ýms andleg mál, en ann-
ars staðar í Svíþjóð, enda eru
þar mest tengsl við umheiminn
og því síður hætt við einangrun.
Það hefir og sennilega ekki haft
minnst að segja í þessum efnum,
að einkum hafa verið mikil
skipti milli Gautaborgar og
Bretlands.
VI.
Blaðamennirnir íslenzku áttu
þess kost að sjá margt hið mark-
verðasta, sem Gautaborg hefir
upp á að bjóða, en einna merki-
legast þótti þeim þó að kynnast
byggingarmálum þar. Talið er,
að þar vanti nú 8—10 þús. íbúðir
og að bæta þurfi við 3500 íbúð-
um árlega vegna nýrrar eftir-
spurnar. Undanfarin ár hafa
verið byggðar 3000 íbúðir á ári
til jafnaðar og hefir því hús-
næðisskorturinn heldur aukist.
Á síðastliðnu ári tókst hins
vegar að byggja 4500 íbúðir og
takist að halda því áfram, ætti
að vera búið að vinna bug á
húsnæðisskortinum eftir 10 ár.
Nú eru um 6000 íbúðir í smíðum,
en þær verða ekki allar tilbúnar
í ár. Opinbér fyrirtæki annast
byggingu um 50% af þessum
íbúðum, samvinnufélög 20%,
einkafélög 25% og um 5% eru
byggð af væntanlegum húseig-
endum sjálfum. Um 95% af
þessum íbúðum eru í sambygg-
ingum. Ríki og bæjarfélög út-
vega lánsfé, er nemur allt að
95% af kostnaðarverði íbúða í
sambyggingum. Allar þær bygg-
ingar, sem samvinnufélög ann-
ast, og 4/5 þeirra bygginga, sem
opinberir aðilar annast, eru
boðnar út og hreppir verkið sá
byggingarmeistari, sem bezt
kjör býður. íbúðirnar eru yfir-
leitt leigðar út eða seldar undir
opinberu eftirliti.
Sérstaka athygli vekur það, að
nýjar íbúðir eru yfirleitt miklu
minni en hér tíðkast. Islenzku
blaðamönnunum var sýnt nýtt
hverfi, sem er í byggingu,
Kortedala. Þar á að byggja 7.150
íbúðir, 5174 þeirra eru í þriggja
hæða húsum, en 1976 í stærri
húsum. Af þessum íbúðum eru
14.1% eitt herbergi eða eitt her-
bergi og eldhús, 58.6% eru tvö
herbergi og eldhús, 25.2% eru
þrjú herbergi og eldhús og að-
eins 2.1% eru fjögur herbergi og
eldhús. Meðalstærð íbúða, sem
eru tvö herbergi og eldhús, er
53.6 fermetrar og er ársleiga á
þeim áætluð 1900 sænskar
krónur (fullkominn eldhúsbúnað
ur, m. a. ísskápur og upphitun
er innifalin). Meðalstærð íbúða.
sem er 3 herbergi og eldhús, er
66.5 fermetrar og ársleiga þeirra
er áætluð 2.340 sænskar krónur.
Geta má þess, að meðallaun
sænskra verkamanna eru talin
10 þús. sænskar krónur.
Byggingarkostnaður virðist
vera hlutfallslega miklu lægri í
Svíþjóð en hér og er það atriði,
sem þarfnast vandlegrar athúg-
unar. Þá er það ekki síður merki
legt að Svíar, sem eru miklu
ríkari en við, byggja yfirleitt
miklu minni íbúðir.
VII.
íslenzku blaðamennirnir
mættu yfirleitt mikilli gestrisni.
Athygli ferðamanna vekur það,
hve Svíar eru kurteisir í um-
gengni. Þar er bersýnilega ekki
um uppgerð að ræða, heldur fast
mótaðar venjur. Sérstaklega var
ánægjulegt að koma í unglinga-
skóla og sjá hina prúðu fram-
komu nemenda þar jafnt i
kennslustofu og út á við. Dugn-
aður og reglusemi Svía talar
hvarvetna sínu máli. Að þvl
leyti, sem hér er greint, geta ls-
lendingar áreiðanlega lært mik-
ið af Svíum. Þess vegna væri
okkur hollt, ef skipti við þá gætu
aukist, og hefir stórt spor verið
stigið í þá átt með hinum beinu
samgöngum til Gautaborgar,
sem hafa hafist á þessu ári.
Nauðsynlegt er að vinna að þvl
að þær haldist áfram. Þ. Þ-
—TIMINN, 26. sept.
Kornuppskera í meðaMagi, ef vilHgæsir
hefðu ekki sleikt allt korn af 2*/2 ha.
— Gott grasíræ fæst í ár —
Viðtal við
KLEMENZ KRISTJÁNSSON
tilraunastjóra
f r
Vísir hefir átt viðtal í síma
við Klemenz Kristjánsson
tilraunastjóra á Sámsstöðum
í Fljótshlíð og spurt hann
um grasfræræktina o. fl. —
Kvað hann gott grasfræ
mundu fást í ár en korn-
uppskera í tæpu meðallagi.
Heyskap má heita lokið.
Talið barst fyrst að heyskapn-
um, eins og að líkum lætur og
kvað Klemenz hann hafa gengið
fremur vel og væri honum nú
lokið og hefðu hey náðst allvel
verkuð yfirleitt.
Grasfræræktin
— Við erum búnir að taka allt
grasfræ, sagði Klemenz. Þrosk-
unin varð með fyrsta móti og ég
held, að mér sé óhætt að full-
yrða, að við fáum gott grasfræ
að þessu sinni. Munum við fá
2—300 kg. I þessu sambandi vil
ég minna á, að Sámsstaðir eru
tilraunastöð, og mikill tími fer
að sjálfsögðu til tilraunanna, en
æskilegt væri að geta framleitt
meira af grasfræi innanlands en
yið höfum aðstöðu til nú.
Kornræktin
Nú var komið að kornrækt-
inni, sem aðalerindið var að
spyrja um og svaraði Klemenz
á þessa leið:
— Ég hygg, að við munum fá
um 150 tunnur korns, og er það
mest bygg og hafrar. Uppskeran
verður heldur fyrir neðan meðal
lag og valda því að vísu sérstak-
ar ástæður, að hún verður mún
minni en mátt hefði vænta. Við
höfum 5 hektara heima til korn-
ræktar, 7 hektara á sandinum,
þ. e. Geitasandi, en þangað er 15
km. leið, og því ekki eins gott
að hafa auga með öllu sem hér
heima. Heima verður uppsker-
an í fullu meðallagi, en ekki á
sandinum, svo að heildarútkom-
an verður fyrir neðan meðallag.
Orsök þess er nokkur mistök í
áburðardreifingu þar, en aðal-
lega það, að gæsirnar gerðu
okkur grikk sem stundum
áður. Grágæsirnar taka gífurlega
til fæðunnar, er þær komast í
feitt sem á kornakri, og þegar
við komum, voru þær búnar að
tína allt korn af 2% hektara.
Gæsirnar sneru á okkur
Nú var það ekki_ vegna þess,
að við ættum ekki von á, þeim
og ætluðum ekki að gera okkar
varúðarráðstafanir, að svona
fór. Gæsirnar komu nefnilega
fyrr en þær hafa nokkurn tíma
komið áður síðan þær uppgöW-
uðu kornakrana á sandinum-
Fyrst komu þær 10. september, 1
fyrra 30. ágúst og nú 24. ágúst.
Því fyrr sem kornið þroskast,
því fyrr koma gæsirnar. Þser
fylgjast með þessu eða finna það
á sér.
Mótvarnir
Við höfum ræktað korn á sand-
inum í 13 ár og gefist það V®L
Sandurinn er góður til kornrækt
unar, hitnar fyrr en akrarmr
heima, og þar eru ekki sviptý
byljir, sem stundum koma 1
Fljótshlíðinni og gera okkur
grikk, því að þótt veðurskilyrði
séú að mörgu leyti góð hér 1
sveit þá hefir veðurfarið her
sem annars staðar sínar góðu °g
löku hliðar. En til þess að korn-
ræktin heppnist vel, þegar 1
sandi er ræktað sem annars
staðar, verður að hafa hugfast
að styðjast í hvívetna við Þa
reynslu, sem fengin er við korn-
ræktina hér. ^
Hveiiirækt
Eins og að ofan greinir er
bygg og hafrar aðalkorntegund-
irnar, sem tilraunir eru gerðar
með. En það eru líka gerðar til-
raunir með fleira, og svarað1
Klemenz fyrirspurnum um þa®
á þessa leið.
— Við gerum einnig tilraunir
með hveiti, vetrarhveiti og vor'
hveiti. Vetrarhveitið lifði ekki
allt, en sumt kom upp. Vor-
hveitið ætlar að ná þroska-
Reynsla er fyrir, að hægt er að
láta rúg þrífast hér, en hér eru
engir rúgakrar nú, því að mté
vantaði hentugt útsæði, en þa®
er ég nú búinn að fá.
—VISIR, 10. sept-
"A Realistic Approach to the
Hereafter"
by
Winnipeg author Edith Hansson
Bjornsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg