Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954 JÓN KRISTGEIRSSON: Drottning Um hádegi 31. ágúst s.l. hringdi Hákon bróðir minn til ^ín og bað mig að lána sér sjón- auka. Sagði hann mér að hann hefði nú fengið svo mikinn á- huga fyrir svörtu kindinni T Her- * dísarfjöllum, að hann hefði þá þegar ákveði^ að fara að leita hennar við þriðja mann. Ég átti engan kíki, og' dró þá félaga sundur og saman í háði fyrir þetta tiltæki þeirra. Hákon tók íram, að það væri ekki launin, sem freistuðu sín. Heldur væri það hitt, að sig langaði til að sjá framan í þá sauðkind, sem ekki væri hægt að handsama hfandi. Samtalinu lauk þannig, að ákveðið var að ég yrði einn af þátttakendum í þessari Bjarmalandsför, enda tók Hákon þáð fram, að ég myndi ekki taka sætið í bílnum frá neinum. — heir félagar voru þegar að leggja af stað. Mér gafst rétt aðeins tóm til að smeygja mér í göngu- skóna, án þess þó að geta reim- að þá að mér, er þeir voru komn- ú að húsdyrum mínum og þeyttu bílhornið ákaft. Auðséð' var, að alvara var á ferðum. Lá við að það færi að fara um mig, þegar ég sá hinn mikla ákafa þeirra og alvöru, því satt að segja hafði ég lagt frekar litla alvöru í þessa ráðagerð. Þegar þeir sáu skóna mína, þykka og lárnslegna mjög höfðu þeir orð a því, hvort ég ætlaði að vera á þessum skóm. Kvað ég já við því °g settist inn í bílinn, hress og hinn brattasti á yfirborði, enda þótt hið innra með mér vaknaði uokkur sjálfsásökun um fyrir- hyggjuleysi, þegar ég leit hinn létta búnað sumra félaganna í klæðaburði og til fóta. Við urðum fjórir í ferðinni. Voru það bræður mínir tveir, Hákon og Hallgrímur, báðir starfsmenn Steindórs Einarsson- ar, bílstöðvareiganda, óskar Ólafsson brunavörður og ég. Ók- Um við í bíl Hallgríms. Hann sat sjálfur við stýrið og fór toikinn. Var nú haldið viðstöðu- laust áfram sem leið liggur og ekki staðnæmst fyrr en innan við girðingu, sem er á vestri Isndamerkjum jarðarinnar Her- úísarvík og liggur frá sjó og UPP í hamrabrúnir. Þar var hílnum lagt utan vegar og haldið «1 fjalls á tveimur jafnfljótum. Stefndum við upp hrauntungu Sem runnið hefur vestan hamr- auna, er þar taka að rísa hátt i austurátt og gnæfa yfir hlíðun- Um austur úr. Var þar þung- ferið. Mosinn þykkur og gljúpur °g hraunnibburnar voru ekkert feimnar við að sýna kollana og uúnna okkur á að við værum ekki að ganga á dúnsæng einni Sanian. Þegar upp fyrir brúnir kom, fór hjarðmennskan að vakna í okkur, og þá fyrst rann þsð upp fyrir mér, að ég var þátttakandi í starfi, sem krafðist ailra hæfileika og krafta ó- skiptra, ef það ætti að fá við- unandi lausn. — Við bræður höfðum í uppvextinum numið traeðin um viðskiptin við sauð- kindina af föður okkar, Krist- geiri Jónssyni, bónda í Gil- streymi, sem var manna mestur tjármaður. í smalamennsku hinna víðlendu heimahaga og í leitum hjá honum giltu þau skil- yrðislausu lög, að sleppa aldrei Ueinni sauðkind, hvernig sem á staeði. Nú reið á að láta svörtu kindina ekki draga undan. Var óskar, félagi okkar, enginn eítirbátur í áhuganum. Á meðan við lásum okkur upp ^osaþemburnar, tókum við að ræða verkaskiptingu og fyrir- komulag leitarinnar. Jafnframt reyndum við eftir föngum að ®era okkur grein fyrir landslagi °g gróðurfari. Allir vorum við Vlta-ókunnugir á þessum slóð- Leituðum við til austur- Jsðars hraunsins. Ekki virtist mjog langt þangað. Við vissum þar myndi gróðurríki. breyt- ast. Og eftir venju væri þar inda að leita eða ummerkja fjallanna þeirra, ef nokkur kind væri uppistandandi. Þetta brást okk- ur heldur ekki. Þegar í hraun- röndina kom, tóku við yndislegir valllendisbollar og lautir þakt- ar fjölskrúðugum gróðri. Þarna var gott að hvíla sig og gæða sér á berjum, sem gnægð var af. — Allt var hér hreint og ósnortið. Auðséð var að ekki höfðu nú margir úr hinni lagð- prúðu hjörð átt hér leið um þetta sumar. Þeirri hjörð, sem um undanfarnar aldaraðir hafði notið þarna hásumardýrðar ís- lenzkrar náttúru, og gætt hana lífi og fyllingu. Ef svarta ærin var orðin að moldu einhvers staðar í nágrenninu, hlaut hún að hafa lagt leið sína hér um. Ekki höfðum við lengi litast um, þegar við fundum kinda- för. Skoðuðum við þau vandlega. Voru þau á að gizka tveggja til þriggja daga gömul. Reyndi nú á hæfileikann að rekja spor. Langt er nú síðan að ég hafði iðkað listina að rekja sauðkinda- för og greina þau í sundur. Aðal- einkenni þessara fara var það, að innanfótarklauf vinstra aftur- fótar var mjög miklu lengri en utanfótarklaufin. Þetta var svo greinilegt, að auðvelt hefði verið að þekkja förin meðal þúsunda, en hér var því ekki til að dreifa. Aðeins einstæðingurinn mikli gat átt þessi för. — Erfitt er að rekja spor þarna um þetta leyti árs í þurrkatíð. Bezta ráðið er að gera sér grein fyrir staðhátt- um, árstíð og eðli kindarinnar og fara eftir því í aðaldráttum. Þetta tókst okkur svo vel, að við gátum rakið förin langa leið meðfram hraunrönidnni allt fram á brúnirnar, sem þarna eru snarbrattar með hengiflugi, en þar hafði hún rásað nokkuð fram of aftur og haldið sig þar um hríð. Sennilegt er að kindin hafi gengið hærra upp til fjalls í sumar, en hafi runnið ofan frostnóttina miklu, aðfararnótt síðastliðins fimmtudags. Aldur faranna var í samræmi við þetta og engin eldri för fundum við þar. Var nú setzt á ráðstefnu og liði skipt. Skyldi hver okkar halda sína línu í austlæga átt eða svipaða stefnu og hamrarnir hafa. Sá syðsti átti að ganga eftir brúnum hamranna, en hinir þar norður af hlið við hlið, með hæfilegu millibili. Mæltist ég til að fá að fara syðstu leiðina á þeim forsendum í orði, að ég væri þyngstur í spori. Þetta var tilliástæða, því að með sjálfum mér treysti ég mér til að halda í við hina. Hitt var aðalástæðan fyrir þessu vali mínu, að ég var nokkurn vegin sannfærður um, að ærin myndi vera þar skammt fram undan. Sú varð líka raunin á. Ég hafði ekki farið langt, er ég kom auga á hina svörtu drottningu fjallanna. Stóð hún á hárri klettanípu, sem gnæfði út úr berginu alllangt niðri. Fremst á gníputotunni var þúfa eða klettaþyrping, sem fól kind- ina sýnum neðanfrá. Var þetta því gott fylgsni, sem gaf þó gott útsýni. Sennilega hefir það oft verið notað áður og þá með góð- um árangri. Verið getur að kind- in hafi verið orðin okkar vör nokkru áður, því að við gengum undan golunni og fórum ekkert hljóðlega. Hefur hún þá valið þennan stað og beðið átekta. Þarna stóð hún, hin ofsótta, stolt og hrein. Bar höfuðið hátt, grafkyrr, eins og steingerfingur Ein af meistaramyndum skapar- ans, mátturinn greiptur í hold og blóð. Hún var hrafnsvört á lagð- inn og féll dásamlega saman við umhverfið. Það var auðséð, að hér var hennar rétta heim- kynni. — Hafði ég rétt til að rjúfa það dásamlega samræmi. Ætti ég ekki að halda ferð minni áfram og láta sem ég hefði einskis orðið var. Það hefði ég efalaust, ef ég hefði vitað hvaða örlög kvöldið myndi færa að höndum. En ei má sköpum renna. Ég gerði Hallgrími að- vart. Og hann náði í hina félaga okkar. Enn var hin svarta hreyfingarlaus og horfði út á hafið, sem blasti við fram undan í nokkurri fjarlægð, blikandi tært og bjart, kyrrt sem storkið gler. Það breiddi hinn víða faðm sinn út í óendanleikann og sam- einaðist himninum yzt við sjón- arrönd svo að ekki mátti greina skil þar á milli. Hafði sauð- kindin hugboð um að nú runnu út síðustu augnablik frelsisins. Var hún að kveðja hina ríkulegu fegurð haganna og gnægðagnótt, sem hafði veitt henni meira þrek og atgerfi en öðrum stall- systrum hennar, eða var hún að færa höfundi lífsins þakkarlof- gjörð fyrir vernd og handleiðslu til þessarar stundar. Allt í einu tók skepnan við- bragð mikið og geystist ofan og vestur bergið. Hallgrímur, sem var frakkastur okkar í björgum, fór niður á eftir henni. Við hinir tókum til fótanna vestur brún- irnar, og ætluðum ekki að láta okkar eftir liggja. En við höfð- um ekki reiknað dæmið rétt. Fögur kvenrödd hrópaði til okk- ar neðan frá undirléndinu, að ærin hefði snúið aftur og væri að komast upp fyrir brúnina. (Gaman væri að vita, hver á þessa fögru rödd). Við Hákon snérum þá við, en vorum of seinir. Ærin náði að komast upp fyrir brúnina. Var hún fasmikil, lyfti sér hátt upp að framan í hlaupinu og rann til fjalla. Gömul ull var nokkur á herðum hennar og síðum. Var hún laus að framan og flagsaðist fyrir vindinum í hlaupinu. Var þetta til að sjá sem vængir væru. Við Hákon veittum eftirför, en Ósk- ar tók sér stöðu þarna véstur frá, tilbúinn til varnar, ef leikurinn bærist þangað, en til þess kom aldrei, svo að hann tók ekki frekari þátt í eltingaleiknum í þessari ferð. Landslagi hagar þannig til fyrir ofan brúnir á þessum stað, að hraunbreiða mikil hefur runnið fram og stöðvast nokkru fyrir ofan brúnir. Þetta hraun varð nú á leið kindarinnar. Rann hún ekki á það, en tók boga á leið sína fyrir hraunoddann og freistaði að sleppa upp með því að austan. Sá ég glöggt, hvað hún hafði í huga. Lögðum við Hákon í hraunið í von um að draga á keppinautinn. Hákon var fjær brún en ég og átti því lengri leið að fara. Ég aftur á móti, átti hægara með að fylgj- ast með ferðum flýjandans. Gaf ég Hákoni merki um, hvernig hann skyldi haga hlaupunum eftir því, sem leiðin sóttist fram. Þungt var við fótinn þarna í hrauninu. Tókum við mjög að mæðast og vörpuðum af okkur klæðum þeim, sem auðvelt var að losa sig við. Ekki kom til mála að gefast upp. Loks sáum við austur af jaðri hrausins og urðum við þá léttari í spori. Vorum við þá komnir mjög á hlið við þá svörtu, sem hafði farið mjög miklu lengri leið en við. Er hún skynjaði nærveru okkar, breytti hún um stefnu í austur í von um að losna við okkur. Fann ég nú, hversu auð- «velt hefði verið að ráða ferðum hennar, ef við hefðum haft með okkur góðan hvolp, og nú sá ég fram á, hversu vesæll hundlaus maður er. — Ryfjuðust nú upp fyrir mér margar sælar sigur- stundir, sem ég hafði átt með hinum horfnu, ferfættu vinum mínum og félögum undir slíkum kringumstæðum. Hvernig þeir höfðu leyst vandann, þegar mest reið á með hógværð og festu, án allrar grimmdar og hörku, eins og háttur er vel vandra fjár- hunda. — Eltingaleikurinn hélt áfram. Nú voru góð ráð dýr fyrir ofsóttu sauðkindina. Leikinn vildi hún skakka. Snarbeygði hún þá í suður og tók strikið beint á hamraeggjarnar. Svifti hún sér fram af brúninni í miklu heljarstökki. Bjuggumst við ekki við að sjá hana í tölu lif- enda aftur. En það fór á aðra leið. Þegar við litum fram af brúninni, stóð sú svarta á kletta- snös niðri í berginu, grafkyrr sem af steini væri gjörð og starði á haf út, á sama hátt og er við fyrst sáum hana. — Þetta var varnarstaða hennar fyrst í stað, en þegar fór að líða á daginn, breytti hún aðferð og tók að reyna að fela sig í skútum og lægðum. Það var gott að kasta mæðinni þarna á brúninni. Tók ég nú eftir því, að Hákon var orðinn allfagurrjóður í kinnum, og innan skamms kom Hall- grímur einnig á vettvang. Ekki skorti hann heldur rauða litinn. Ekki tjáði að hvíla lengi, því hvíldin kom fleirum að gagni en okkur. Við gerðum hark nokkurt. Kindin tók leiftrandi viðbragð, beygði inn að berginu, hljóp utan í því nokkurn spöl og fótaði sig í stórgrýtisurðar- skriðu, snarbrattri, sem teygði sig upp eftir skoru í hengiflug- inu. — Síðan þaut hún beint niður skriðuna, stórgrýtta, í miklum loftköstum. Slíkt hef ég aldrei séð kind gjöra áður. Hér var teflt um lífið sjálft. Þegar niður fyrir bergið kom, beygði hún austur með, neðan undir því, ofan við skriðurnar. Þarna hagar þannig til, að þegar berg- inu sleppir, taka við fyrir neðan það snarbrattar skriður, víðast mjög stórgrýttar. Þær náðu niður á undirlendi, en eftir því liggur hinn frægi Krísuvíkur- vegur. Eftir þetta fór leikurinn fram í hömrunum og skriðunni fyrir neðan. Fólk, sem statt var á veginum og undirlendinu fyrir neðan, fylgdist með honum. Tal- aði það til okkar og sumir reyndu að gefa okkur bendingar og leiðbeiningar um ferðir kind- arinnar. Hljóðbært var þarna í veðurblíðunni. Margir bílar stað næmdust á veginum fyrir neðan skriðurnar. Hallgrímur fór niður fyrir bergið á eftir ánni og fylgdi henni eftir austur, en við Hákon fylgdumst með ferðum hennar frá brúnunum og vörð- um henni uppgöngu. Fært er þarna upp á stöku stað. Gekk þannig um stund, en loks snér- um við henni alveg til baka fyrir fullt og allt, og rákum hana vestur með berginu. Við vorum nú orðnir kunnugir vesturhluta þess og vildum frekar fást við ána á kunnum slóðum. Þokuð- um við henni vestur með berg- inu og gekk það eftir áætlun. Þegar viðureignin hafði staðið eitthvað fimmtu klukkustund frá byrjun, vorum við staddir í berginu ekki langt gegnt Her- dísarvíkurbænum að vestan á leið vestur og ærin er á kletta- syllu, þá verður nokkur kyrrð á, því að við þurfum að þrengja hringinn. Hákon er að leita nið- urgöngu til Hallgríms, sem heldur vörð fyrir neðan og bíður eftir að Hákon komi sér til að- stoðar. Af háttum kindarinnar vitum við bræður fyrir víst, að hún muni ekki án styggðar hreyfa sig úr fylgsni sínu fyrst um sinn. Það ber svo lítið á henni þarna, að illt er að koma auga á hana úr fjarlægð, nema fyrir þá, sem vita hvar hún er. Við teljum okkur nú hafa algert vald á ferðum hennar. Hún getur ekki komizt burt, nema að snúa til baka sömu leið og hún kom. Þetta var væi) kind og falleg. Andlitið er mikið og frítt og sérstaklega gáfulegt. Þegar hér er komið sögu, myndast allt í einu nýtt og ó- vænt viðhorf í málinu. Þá ber að fjóra menn, vopnaða byssum, neðan frá undirlendinu, þrjá úr Reykjavík og einn úr Sandgerði Svellur þeim veiðibræði mjög í huga, er þeir sjá ána. Einn er svo óðfús að skjóta, að hann gáir þess ekki, að þegar hann miðar á ána, þá hefur hann Hákon líka í sigti. Hallgrímur bendir honum á þetta og biður hann blessaðan að skjóta ekki bróður sinn. Lét þá skyttan byssuna falla. Hákon ávarpar aðkomumenn og biður þess að ærin sé ekki skotin. En orð hans báru sama árangur og orð Snorra forðum, er hann sagði í Reykholti: „Ei skal höggva“. Skotin gullu við hvert af öðru. Loks tókst Sigurgeiri Stefánssyni að fella hana í þriðja skoti. Var það eina skotið, sem hæfði sem betur fór. Aldrei áður hefur kind verið skotih í smalamennsku, nema að hún hafi verið hindruð. Alveg eins og Snorri, mesta skáld Islands allra alda, féll fyrir öxinni, þannig lá nú ein- stæðingurinn, dæmdi útlaginn, svarta sauðkindin, sem frægust hefur orðið allra íslenzkra sauða, fallið fyrir kúlunni. Er það síð- asti fulltrúi þess kynstofns á Suð-Vesturlandi, sem um alda- raðir var meginbjargvættur fólksins, og veitti því fæði, klæði, skæði, akur, fénað og öll gæði. Galt hún sín gjöld á sama hátt og ættingjar hennar og félagar gjörðu. Lét líf sitt til velfarnaðar mannkindinni. Ég harma það, að skapadægur hennar urðu þessa stund og mér þykir miður, að ég skyldi verða þátttakandi í þessum örlögum hennar, enda þótt það hafi orðið án vilja míns. Við Hákon lögðum nú af stað til hraunsins að leita fata okkar. Reyndist það torsótt, löng leið og seinfarin, þegar allur spenn- ingur var horfinn. Myrkur datt nú óðum á. — Hraunið tók á sig alls konar undramyndir, Sem við könnuðumst ekki við. Saknaði ég nú á ný hundsins. Sá hefði ekki verið lengi að finna klæði okkar. Leitin varð árangurslaus. Vorum við frekar framlágir, GYLFIÞ. GÍSLASON kominn frá Þýzkalandi Meðal farþega með Gullfossi til Reykjavíkur s.l. fimmtu- dag var próf. Gylfi Þ. Gisla- son. Hefir Gylfi dvalizt í Þýzkalandi í sumar til þess að ganga frá doktorsritgerð um hagfræðilegt efni. Varði Gylfi ritgerðina við háskól- ann í Frankfurt am Main, en þar stundaði hann nám fyrir stríð. Doktorsritgerð Gylfa fjallar um þróun íslenzkra peningamála. Alþýðublaðið átti í gær tal við Gylfa og innti hann frétta úr ferðalagi hans til Þýzkalands. Gylfi lauk kandidatsprófi við háskólann í Frankfurt sumarið 1939 og ætlaði utan aftur um haustið til að vinna að doktors- ritgerð, en styrjöldin kom í veg fyrir það. Strax eftir stríð eða 1946 fékk Gylfi ársleyfi frá kennarastörfum sínum við há- skólann og fór þá utan til að vinna að ritgerð. En framboð til þings o gsíðan þingseta um haustið kom í veg fyrir, að Gylfi gæti hagnýtt sér frí sitt til fulls og lokið verkinu. Varði rilgerðina í september Drógst því til s.l. vors að Gylfi kæmist út til að fullgera ritgerðina. Hélt Gylfi utan í apríl s.l. og dvaldist meginhluta sumarsins í Frankfurt að undir- búningi ritgerðarinnar. Var rit- gerðin tilbúin í septembermán- uði s.l. og varði Gylfi ritgerðina um miðjan máðuninn. A þýzku heitir hún „Die Entwiklung und Problematik der islandischen Wahrungspolitik und ihre mits- chaftichen Grundlagen". And- mælendur voru prófessorarnir Otto Veit, sem sérfræðingur í peningamálum og fyrrverandi bankastjóri landsbanka sam- bandsríkisins Hessen, og Carlo Schmid, sem jafnframt er kunn- ur stjórnmálamaður og varafor- seti þýzka sambandsþingsins. Fréttamaður blaðsins spurði Gylfa um uppbygginguna í V.- Þýzkalandi. Kvað Gylfi henni miða mjög hratt áfram. Kom hann síðast til Frankfurt 1949. Var þá þar ægilegt um að litast, enda höfðu um 80% húsa í borg- inni hrunið eða skemmst. En nú þegar við snérum heimleiðis. Það voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu fáklæddir fram á brúnirnar á heimleið í kveldhúminu. Við leituðum niðurgöngu í lausaskriðu, sem við höfðum veitt athygli um daginn. Þar svifum við niður í stórum stökkum. Þá hlýnaði okkur í hamsi. Það er gaman að hlaupa niður lausa skriðu fyrir þá, sem það kunna. Komu nú járnuðu skórnir í góðar þarfir eins og fyrri daginn. Við náðum heilir á húfi til bílsins. Þar var Óskar kominn og hann færði okkur þær fögru fréttir, að hann hefði tínt saman föt okkar. Þótti okkur gott að fara í þau, enda þótt veðurblíðan héldist. — En hvað um víggjöldin, spyrja menn? Að því er okkur fjór- menningana snerti, þá lékum við hlutverk trygga fjárhunds- ins, sem eltir hjörðina, safnar henni saman og svo að segja leggur hana að fótum smalans, húsbónda síns, sem einn fær þakkir fyrir vel unnið starf. Það er því söguleg þörf að skot- mennirnir fái einir lof og laun fyrir þetta verk. Þannig lýkur ævisögu þessar- ar frægu sauðkindar. En ei er nema hálfsögð sagan ef einn segir. Hvernig hljóðar sagan frá sjónarmiði svörtu ærinnar, og hvernig ber hún okkur söguna, þegar hún mætir frammi fyrir dómaranum mikla. er að verulegu leyti risin þar ný borg. Gylfa virtist þjóðin leggja mjög mikið að sér. Lífskjör fara mjög batnandi, en uppbyggingin kostar gífurlegt fé, og eru skattar því geysiþungir. Verka- lýðsfélögin hafa til skamms tíma verið mjög hófsöm í launa- kröfum sínum, en nú telja þau fjárhag landsins kominn á svo traustan grundvöll, að tími sé kominn til að verkamenn fái aukna hlutdeild í hinum sívax- andi þjóðartekjum. Um húsnæðismálin sagði Gylfi ða hann teldi ýmsar ráðstafanir Þjóðverja í húsnæðismálum hafa verið mjög til fyrirmyndar og löggjöf þeirra um hlutdeild verkamanna í stjórn stórra fyrirtækja stórathyglisverða. — Hélt erindi um ísland Gylfi hélt nokkur erindi í Þýzkalandi. Hélt hann m. a. er- indi um ísland í útvarpið í Frankfurt og varð var við áhuga á meiri fræðslu um Island. Þá hitti Gylfi ýmsa af leið- togum jafnaðarmanna og heim- sótti tvo af skólum þýzka al- þýðusambandsins. Hélt hann einnig erindi um jafnaðarstefnu á Norðurlöndum í jafnaðar- mannafélagi í Frankfurt. Eins og fyrr segir kom Gylfi heim með Gullfossi. Tók hann sérstaklega fram að sér þætti afbrags gott að ferðast með skipinu. Finnst honum skipið ekki aðeins glæsilegt, heldur að- búnaður allur og þjónusta af hálfu skipverja, sem hann telur framúrskarandi og ekki á betra kosið. —Alþbl., 3. okt. Jói kom út úr járnbrautarlest- inni og var náfölur og veikinda- legur. Vinur hans, Axel, tók á móti honum og sagði: — Verðurðu alltaf svona veik- ur, þegar þú ferðast með járn- brautarlest? — Nei; ekki nema þegar ég sit þannig, að ég ek aftur á bak! — Hvers vegna baðstu ekki þann, sem sat á móti þér að skipta um sæti við þig? spurði Axel. — Mér datt það í hug, svaraði Jói, — en það var ekki fram- kvæmanlegt, þar sem enginn sat á móti mér! 2.-9. ’52. —STEFNIR Varði doktorsritgerð um bróun íslenzkra peningamóla

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.