Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954 3 ÞORGRÍMUR HALLDÓRSSON: Á Indíánaþingi FLESTIR ungir drengir hafa gaman af Indíánasögum eða að minnsta kosti var svo um rciig. í æsku las ég hverja þá Indíánasögu, er ég komst yfir og þeysti um endalausar slétturn- ar í draumum mínum með tryggan Indíána sem fylgisvein og mörg voru ævintýrin sem við lentum í, barátta við óvinveitta flokka, vísundaveiðar og elt- ingaleikar við villt hrossastóð, en það var ekki fyrr erUseinna að ég fór að sjá undurfagrar prinsessur með hrafnsvart hár og tindrandi augu. Meðal Indíána En aldrei óraði fyrir því að ég ætti eftir að sitja þing reglu- legra Indíána, horfa á stríðs- dansa, hlýða á söngva þeirra í kringum eldinn og gefa prin- sessunum hýrt auga. En nú er ég staddur á þingi þessara þjóð- flokka sem ekki fyrir löngu börðust hetjulega vonlausri bar- áttu gegn tækni hvítu mann- anna. Indíánaþingið í Anadarko er mikill viðburður meðal hinna ýmsu þjóðflokka, sem byggja sléttur Vestur-ríkjanna og er það einu sinni á ári að þeir koma hér saman, minnast frægðar for- feðra sinna, klæðast fornum skartklæðum, dansa stríðsdansa og haga sér að flestu eins og forfeður þeirra, nema hvað þeir látg höfuðleður okkar fölvang- anna í friði. Hér eru saman- komnar þúsundir Indíána víðs- vegar að og hafa reist tjaldborg- ir sínar í kring um þingstaðinn °g eru þar af mörgum þjóð- flokkum svo sem Delaware, Öherokee, Seminole, Apache og Kiowa, svo nokkrir séu nefndir. Þegar ég horfi á gömlu höfð- ingjana rétta friðarpípuna á fnilli sín hverfur hugurinn aftur i tímann og svipmyndir úr sögu þeirra koma fram í hugann. Margt er orðið hér breytt síð- an þeir riðu um slétturnar og veiddu vísunda með bogum og örvum og stóð af villtum hest- nm þeystu um, frjáls eins og íuglarnir sem svifu yfir höfðum þeirra. Fyrstu kynni þeirra af „menn- ingunni“ er hvítir menn komu og reændu frá þeim landsvæð- Um og drápu niður veiði þeirra fneð eldspúandi hólkum. Skrokk or vísundanna lágu sem hráviði Um slétturnar, því þúsundir þeirra voru drepnar daglega af tómri drápsfýsn, sem kölluð var íþrótt, og gekk þetta þannig til þar til vísundunum var nærri gjöreytt. Síðan innbyrðis bardagar jafn framt baráttu við fölvangana, sem oftast báru sigur úr býtum þrátt fyrir hetjulega baráttu Indíánanna með sínum frum- stæðu vopnum. Svo flæmdir úr heimkynnum sínum inn á ókunn landsvæði þar sem lítil var veiði og léleg. Og barátta þeirra til hins síðasta unz þeir urðu loks að semja frið eftir að höfð- ingi þeirra Sitting Bull hafði verið tekinn höndum og síðan nayrtur af blóðbræðrum sínum. Hér skammt frá liggur Texas slóðin þar sem stórar nautgripa- hjarðir voru reknar til markaðs- staðanna, og síðasti bardagi Indíána í Oklahoma var háður, bardaginn við Washita, þar sem hermenn stjórnarinnar börðust við lið Cheyenne Indíána undir stjórn Svarta Ketils höfðingja þeirra ásamt sveitum úr þjóð- flokkum Kiowa, Commaces og Arapahoes. Var það mikið blóð- bað og í mörg ár lágu bein Indíána, hermanna og hesta í hrúgum á vígvellinum og ekki þykir það til tíðinda teljast að finna bein þar enn í dag. Hér bjó líka einhver mesti toenntamaður Indíána Sequoyah sn sem fann upp stafróf sem var svo auðvelt að hver maður gat Isert að lesa og skrifa á þrem högum. Er hann fór að útbreiða stafróf sitt var hann tekinn höndum og sakaður um að vera haldinn illum anda og tóku Ijöfðingjarnir sér viku frest til að dæma í máli hans, en að þeim tíma liðnum var hann ekki að- eins látinn laus heldur og heiðr- aður á margan hátt. Er það nefnt sem dæmi um ágæti stafrófs hans, að þann vikutíma, er hann var fangi, kenndi hann öllum gæzlumönnum sínum að lesa og skrifa. Margt fór miður í sambúð Indíánanna og hvítra manna, en eitt af sorglegustu atvikunum var það er friðsamir Vichitas Indíánar höfðu talið annan þjóðflokk á að semja frið við hvítu mennina. Tók flokkurinn sig upp og hélt til næsta virkis. En hermennirnir vissu ekki að Indíánarnir væru komnir í frið- samlegum erindum, réðust á flokkinn og gjöreyddu honum. Er Indíánarnir sáu fram á, að barátta þeirra var vonlaus komu þeir saman á þing og eftir að friðarpípan hafði gengið á milli höfðingjanna og gjöfum skipt ákváðu þeir að semja frið og sameiningu þjóðflokkanna. — Viðurkenna þeir vanmátt sinn með þessum orðum: „Vort gróðurríka land og auðugu veiðisvæði, gefin oss af hinum Mikla Anda, og þekkja engin takmörk nema strendur hinna miklu vatna og sjóndeild- arhring himinsins, er nú vegna vanmáttar vors orðið smátt og fátækt land, sem vér getum varla nefnt vort“. Þingið hefst Ég var vakinn upp af hugleið- ingum mínum við að bumbu- sláttur hljómar um vellina og hrynjandinn stígur hraðar og hraðar unz það virðist vera sam- felldur hljómur, og er það merki þess að nú eigi þing að hefjast. Sönglist Indíánanna er að sumu leyti lík rímnalögum okk- ar íslendinga; þeir segja frá hetjudáðum forfeðra sinna í söng og dansi óg hófst þingið með að sungnir voru gamlir söngvar og dansar stignir og eru allir dansarnir tákndansar og er oft erfitt fyrir hvíta menn að greina milli þess sem fram fer. Söngvar þessir og dansar hafa varðveitzt gegnum aldirnar og hafa öldungar kennt þeim yngri og lagt mikla áherzlu á að ekkert gleymist eða glatist. Trúarlíf Indíánans er mjög skemmtilegt athugunar. Hann tyllir sér í krónur trjánna eða á einhvern afskekktan veður- barinn klett, slær „tom-tom“ og kveður hvern sönginn eftir annan. Hann biður til hins Mikla Anda og biður eld sólarinnar að gefa sér kraft, líf og heilsu. Hann kallar sólina föður. Hvísl- andi vindkviðurnar bera orð hans til skýjanna, hann rýnir í dýpt stjarnanna, horfir á flóð skýjanna unz hinn Mikli Andi flytur honum boðskap sinn með þrumum og eldingum og full- vissar hann um að fórnir hans og föstur færi honum og fjöl- skyldu hans blessun. Þegar haustar og uppskeru- tíminn nálgast hefir mönnum löngum fundizt þörf að færa guðum sínum þakkir fyrir þann ávöxt sem jörðin hefir gefið þeim, og dansar þessir og söngv- ar túlka þakklæti Indíánanna til hins Mikla Anda sem stjórnar forlögum allra manna. — Indí- ánarnir minnast ekki á hvort uppskeran hefir verið mikil eða rýr, en flytja af auðmjúku hjarta þakkir sínar fyrir það, sem þeim hefir hlotnazt. Stríðsferðir Indíánarnir hafa löngum lifað hættulegu lífi bæði í veiðiferð- um sínum og hernaði. Þeir hafa stríðsstjörnu á himni og þegar hún hefir vissa afstöðu til ann- arra stjarna, hefur galdramað- urinn upp rödd sína og telur tima heppilegan til að hefjatil heimkynna Svartfóta, sem stríð. Ef hernaður er ákveðinn þá dansa þeir stríðsdansa sína og hvetja hermennirnir hver annan til dáða og meyjarnar gefa hinum ungu hermönnum fögur fyrirheit, ef þeir verði sigursælir. Fyrir komu hvítra manna var lítið um herferðir meðal Indíán- arma, enda var ekkert tilefni til stríðs. Smáskærur áttu sér stað, en flestar þeirra má rekja til rána kvenna eða hesta, eða þá að ættflokkur hóf veiðar á land- svæði annars, en skærur þessar geta varla talizt til hernaðar. Landið var svo stórt og löng leið milli áettflokka að lítið sam- band var á milli þeirra og er til átaka kom var ekki mikið um manndráp, því góður skjöldur gat stöðvað ör með steinoddi, og í návígi var notast við öxi eða spjót. Öðru hvoru skipulögðu þó höíðingjarnir herflokka, sem réðust inn í lönd annarra flokka, ekki þó til að eyða þeim eða til landvinninga, heldur til að ræna frá þeim hestum eða kvenfólki. Þetta hefir verið kallað rán, en frá þeirra sjónarmiði var hér um hetjudáð að ræða. , í stað þess að gefa hraustum hermönnum heiðursmerki eins og hvítir menn gerðu, var sú regla meðal Sléttu-Indíánanna að skreyta hetjur sínar arnar- fjöðrum. Hvernig þær voru skornar og litaðar eða bornar, allt hafði sína merkingu. Æðsti l.'öfðinginn hafði höfuðskraut úr fjöðrum sem myndaði hring um höfuðið og niður á bak, en aðrir höfðingjar aðeins fjaðra- hring um höfuðið, en hermenn arnarfjaðrir í hári eftir því hve miklar hetjudáðir hver um sig hafði unnið. Siður sá að flá höfuðleður af föllnum óvinum var með mjög margvíslegum hætti hér á slétt- unum. Sums staðar var það gert af trúarlegum ástæðum og voru höfuðleðrin notuð við trúarat- hafnir eftir bardaga, og áttu að vera nokkurs konar fórn til hins Mikla Anda, en eftir að þau höfðu gegnt sínu hlutverki var þeim fleygt. Aðrir skreyttu höfuðleðrin með marglitum böndum og hengdu þau við belti sér sem merki um sigra og enn aðrir skreyttu húsakynni sín með þeim, og þótti það mikil húsprýði. Var það talin mikil hetjudáð að flá höfuðleður óvinar og sér- staklega ef það var gert að hon- um lifandi. Ekki hafði það þó alltaf í för með sér dauða og var föngum oft sleppt eftir að höfuðleðrið hafði verið fláð af þeim. Lítið mun hafa verið um þann sið hérna að safna höfðum óvinanna, þótt það muni hafa verið algengur siður meðal þeirra þjóðflokka er norðar bjuggu. Einkennilegur sjónleikur Lokaþáttur þingsins var eftir- líking af hinum mikla friðaiv fundi, og hins mesta sem hald- inn hefir verið á bandarískri jörð, en hann var haldinn í „dal hins litla Stóra Horns“ í Montana. Höfðingi tekur 'íil máls og mælir eitthvað á þessa leið: búa langt í norðri. Ég mun senda þá til bústaða Apache í suðrinu. Ég mun senda þá til austurs til tjaldbúða Sioux stríðsmann- anna, sem við höfum háð marg- an grimman bardaga við. Ég mun einnig senda þá til vesturs þar sem fjöllin geyma Cayuse og Umatillas. Þá mun ég og láta sendiboða mína senda reykmerki frá öllum hæstu sjónarhólum og kalla saman höfðingja allra þjóð- flokka, svo að við megum hittast hér eins og bræður og vinir á þessu síðasta þingi, svo að við megum neyta brauðs okkar og kets saman, reykja friðarpípuna og lifa í friði í framtíðinni í landi því, sem okkar Mikli Andi gaf okkur“. Síðan eru sendiboðar sendir í allar höfuðáttir og reykmerki bera við himinn. Þá mæta höfð- ingjarnir til þings hver í sínum viðhafnarbúningi sem tilheyrði flokki þeirra. Þeir koma frá dreifðum svæðum og báru ein- kenni hver síns þjóðflokks og allir tala þeir mismunandi mál- íýzkur. Þeir eru ókunnugir hver öðrum og hafa ekki hitzt nema á vígvellinum, en nú eru þeir samankomnir eins og bræður og skýr^ hver öðrum frá sögum ætta sinna og fornum dáðum með hinu sameiginlega merkja- máli sléttubúa. Eftir að friðar- pípan hafði gengið á milli þeirra var gerður friðarsamningur við hvítu mennina, samningur sá, er aldrei hefir verið rofinn. Höfð- ingjarnir „undirskrifa“ samning- inn með fingrafari þumalfingurs, en fulltrúar hvítu mannanna með undirskrift sinni. Hvítu mennirnir afhenda Indí ánunurn bandaríska fánann, og þeir hefja hann á stöng. Indíán- arnir hefja fjaðrastafi sína á loft og þjóðsöngurinn er leikinn. Deyjandi kynstofn? Erfitt er að spá um framtíð Indíána í aBndaríkjunum, hvort þeir muni hverfa í hinar mörgu milljónir hvítra manna eða hvort þeim muni takast að varð- veita kynstofn sinn. En eitt er víst, að af hinum mikla fjölda sem upprunalega byggði Amer- íku eru nú aðeins taldir vera um 350 þúsund eftir og eru þeir orðnir mikið blandaðir við hvíta menn. — Lítið er orðið um hreinræktaða Indíána, en þó hefir nokkrum flokkum tekizt að forðast blöndun við „menn- inguna“ og halda sínum gömlu siðum og einkennum þrátt fyrir áratuga sambúð við hvítu mennina. En hvort sem þeim tekst að forðast blöndunina eða ekki, þá munu Indíánasögurnar halda á- fram að lifa, og verða til skemmtunar ungum og gömlum um komandi ár. —Lesb. Mbl. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. „Ég mun senda hlaupara mína Síðan 1910 Canadískir menn bera traust til Tip Top Tailors, elztu og stærstu fata- gerSarinnar I Canada. Tip Top föt, sniöin eftir máli, n jóta mestrar hylli i Canada vegna sniSs, gæSa og endingar. Spyrjist fyrir hjft n&granna ySar, hann veitir svariS. Beztu föt í Cnnada, seni íáanleg eru. Tip ToJ tailors Business and Professional Cards Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 r=.u.ún=!' J. J. Swanson & Co. SEWING MACHINES LIMITED Darn socks in a jiffy. Mend, 508 AVENUE BLDG. WINNIPEG weave in holes and sew Fasteignasalar. Leigja hús. Út- beautifully. vega penlngalán og elds&byrgB, bifreiBaábyrgB o. s. frv. 474 Poriage Ave. Phone 92-7538 Winnipeg. Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK Sérfræ8ingur í augna, eyrna, nef SARGENT TAXI og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. PHONE 20-4845 Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 For yuicfc, Reliable Service Heimasími 40-3794 v Dunv/codv Saul Smith & Company Chartered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Hofið Thorvaldson. Eggerison. Höfn Basiin & Siringer í huga . Barristers and Solicitors Heimili sðlsetursbarnanna. 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Icelandic Old Folks’ Hoine Soc , Portage og Garry St. 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. PHONE 32-8291 / ARLINGTON PHARMACY CANADIAN FISH Prescriplion Specialisi Cor. Arlington and Sargent PRODUCERS LTD. Phone 3-5550 J. H. PAGE. Managing Director We Handle School Supplies Wholesale Distributors of Fresh and We collect light, water and Frozen Fish phone bills. 311 CHAMBERS STREET Post Office Offlce: 74-7451 Re*.: 7Í-3917 Muir's Drug Siore Lid. Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 J. CLUBB FAMILY DRUGGIST Dr. L. A. Sigurdson SERVING THE WEST END FOR 528 MEDICAL ARTS BUILDING 27 YEARS Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phone 74-4422 Ellice & Home and by appointment. Thorarinson & Appleby Barristers and Soiicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur ötbúnafiur sá beztl. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccuntant 505 Confederatlon Life Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity PavlUon General Hospltal Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Desígns. Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank ol Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRENG Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Wlnnipeg PHONB 92-.324 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FláH 60 Louise Street Sfmi 92-5227 Gilbart Funeral Home Selklrk, Manitoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk —- EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hltaelnlngar- , rör, nf uppfynding. Sparar eldi- vlB, heldur hlta frá að rjöka út meC reyknum.—SkrifiÖ, slmiB til KELLT SVEINSSON 622 WaU St. Wlnnlpe* Just North of Portage Ave. Simar S-3744 — 3-4431 Van's Etectric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL 9:1 ,V.t :’I'RTG —- ADMiitAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in aU lts branche* Real E«tate - Mortgage* - Rental* 216 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Re*. 46-348« LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.