Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 6
n / -- ...... •'V GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DALALÍF ^--------------- —..............- ■ .......-r En Þóra gleymdi aldrei æskuást sinni, þótt hún reyndi að sætta sig við sín eigin kjör. Það getur engin kona, nema því aðeins að eiginmaðurinn skyggi á elskhugann í sjón eða mannkostum. En það var nú eitthvað annað. Hún hugsaði oft um þá sólbjörtu daga, þegar hún lifði áhyggjulausu heimasætulífi og byggði sér stórar og fallegar borgir úr vonum sínum, sem allar tilheyrðu framtíðinni. Náttúrlega saknaði hún þeirra. En þó bjóst hún við að hika, ef þessi mislynda forlagagyðja kæmi allt í einu og byði henni að skipta á fortíð og nútíð. Það hafði svo margt breytzt síðan hún byggði skýjaborgirnar. Fyrst voru það nú krakka- angarnir. Hún gat ekki hugsað sér þau annars staðar en í Hvammi, trítlandi um bæinn og túnið. Ef hún væri á fjölmennara heimili, ætti hún þau ekki ein út af fyrir sig. Og svo var það Sigurður. Hún þóttist vita, að það yrði ekki með öllu sársaukalaust að skilja við hann eftir öll þessi ár, þó að sambúðin hefði ekki verið sem ákjósanlegust. Og svo var það Hvammur. Hún var alveg undrandi yfir því, að fyrr meir skyldi sér algerlega hafa sézt yfir hann. Hún gat ekki ímyndað sér, að hún hefði nokkurn tíma getað yfirgefið hann, þegar til alvörunnar hefði komið. Þá hafði hann litið út eins og tötrum klædd manneskja hjá því sem hann nú var orðinn. Það var Sigurður, sem hafði hresst hann svona við, eða „búið hann upp“, eins og kallað var þegar um persónu var að ræða. Ekki mátti gleyma því, enda var engin hætta á, að það gleymdist, sem veitti auganu ánægju dagsdaglega. Það var unaðs- legt, að koma út á björtum júnúnorgni og líta yfir túnið sitt, rennislétt og skrúðgrænt. Þá kom það oft fyrir, að hún rauk á mann sinn og kyssti hann innilega. Hann tók atlotum hennar alltaf vel, en þau voru ekki venjuleg. Eiginlega voru þessir morgunkossar það eina, sem hann þurfti ekki að biðja hana um að láta sér í té. Það var ekki sjaldan, sem samvizkan bar henni það á brýn, að maður hennar þyrfti alltaf að betla um blíðu hennar. Hann varð að biðja hana í sínum hlýjasta málróm að koma til sín í kvöld, þegar krakkarnir væru sofnaðir. „Það er leiðinlegt, að geta ekki haft þig hérna hjá mér alla nóttina. Það var svo gaman“. sagði hann, þegar hún bjóst til að fara aftur. „O, þú finnur víst lítið til þess, þegar þú ert sofnaður. hvort ég er hjá þér eða ekki. Það er bara þess rýmra um þig“, sagði hún. Hún vissi það vel, að hann hefði heldur kosið að hún segði: „Víst væri það skemmtilegra“, því að alltaf fann hún, að honum þótti vænt um hana, og var hreykinn af henni. En hún sagði það aldrei, vegna þess að henni þótti miklu notalegra að sofa hjá litlu barns- kroppunum, þó að það væri þrengra. Björn var elztur systkinanna, þess vegna litu hin yngri upp til hans. Hann var líka laglegastur af þeim. Það sáu þau sjálf, og heyrðu líka gesti tala um, að hann væri alveg eins og mamma hans og afi. Hann hafði falleg, brún augu og dökkt hár. Svo var hann líka duglegur að læra að lesa. Og ekki var það sízt til að auka álitið á honum, að hann átti peninga í sparisjóðnum, vegna þess að hann hafði átt margar botnóttar kindur, sem Magga gamla gaf honum einu sinni. Magga var dáin, en kindurnar urðu ein- hvern veginn að peningum og fóru í sparisjóðinn. Og svo átti Björn að fara í skóla, þegar hann væri orðinn stór, og verða fínn maður. Peningarnir áttu að hjálpa honum til þess. Þetta hafði Björn sagt þeim sjálfur, og mamma hafði sagt að það væri satt. „Það var skrítið, að Magga, sem var svo góð við mig, skyldi ekki gefa mér botnóttar kindur, svo að ég ætti peninga og gæti farið í skóla“, sagði Friðrik litli. „Ef þú verður eins duglegur að lesa eins og Björn, verða kannske einhver ráð með að láta þig far^ í skóla“, svaraði mamma hans. Það fannst honum þrautin þyngri, þessum viljalitla snáða, sem glímdi við að þekkja þessa afkáralegu stafi ,er voru svo nauðalíkir hver öðrum. Ef hann ætti alltaf að þreyta við svo erfið viðfangsefni, þá langaði hann víst ekkert til að fara í skóla. En það hefði verið gaman að eiga peninga í sparisjóðnum. Það voru ekki nema sárafá ár liðin frá því að Maggá gamla hætti að bera eldiviðinn á sínu mjóa, bogna baki, frá ærhúsunum og inn í eldhúsbinginn. Þó var hún að mestu gleymd og fátt eitt, sem minnti á, að hún hefði nokkurn tíma átt heima í Hvammi. Það eina, sem minnti litlu bræðurna á hana, var að hún hafði legið í rúminu sínu, og mamma hafði sagt þeim, að hafa ekki hátt, því að Magga þyrfti að sofa. En svo var hún einn morguninn allt í einu horfin úr rúminu sínu. Mamma sagði, að hún væri frammi í stofu, en þegar Björn ætlaði til hennar og gá að því, hvað hún væri að gera þarna inni. Þá kom mamma hans og sagði honum, að Magga væri dáin og gæti ekki talað við hann. En drenginn langaði til að sjá hana og reyndi að gægjast inn um gluggann, en þá var hengt fyrir gluggann að innanverðu. Þetta var allt ákaflega dularfullt. Svo var komið með kistu, svarta að utan, en hvíta að innan. í henni átti Magga að sofa. Hjónin á Hjalla og Borghildur á Nautaflötum komu. Það fór allt inn í stofu, en þeir bræðurnir fengu ekki að koma þángað, heldur var Stína frænka þeirra látin spila við þá inni í baðstofu, á ný, falleg spil, og svo var þeim gefið stórt súkkulaðistykki, svo að það borgaði sig að vera inni, þótt þá langaði mikið til að sjá, hvað væri verið að gera í stofunni. Þeir heyrðu, að verið var að syngja þar frammi. Spilin fengu þeir til eignar, en litla systir þeirra vildi rífa þau í sundur, og þá var ekkert gaman að þeim lengur. Reyndar voru það ekki nema spil Björns, sem fengu þá útreið. Friðrik tók sinn bróðurpart og faldi hann bak við gömlu klukkuna uppi á hillu. Hann ætlaði sér ekki að láta fara svoleiðis með sínar eigur, drengurinn sá. í því tók hann ekki bróður sinn til fyrirmyndar. Svo kom skemmtilegasti dagurinn í lífi þeirra Hvamms- bræðra — jaðarfarardagur Möggu. Fyrst kom margt fólk heim að Hvammi; presturinn var þar meira að segja. Allir drukku súkku- laði og kaffi, svo var sungið og presturinn talaði eitthvað mikið við kistuna, sem Magga svaf í. Björn þóttist vita, að hún væri vöknuð og heyrði til hans. Svo var farið fram að Nautaflötum. LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954 Allir voru ríðandi. Björn fékk að sitja einn á hesti. Allt var sem hátíðlegast. Kistan var flutt á einum hestanna. Þá var svolítið gaman að koma í kirkjuna. Þar var svo margt fallegt að sjá, og þar voru sungin þau ósköp, og svo fór presturinn enn að tala rétt hjá kistunni. Svo báru margir menn kistuna út, en þeir sáu aldrei fyrir víst, hvað um hana varð, því að fólkið var svo margt, en mamma sagði þeim, að hún hefði verið látin ofan í jörðina. Það var allt óskiljanlegt. En inni í fínu stofunni á Nautaflötum drukku allir þessir mörgu gestir kaffi og súkkulaði með ósköp góðu brauði, og þeir fengu að sitja við borðið hjá föður sínum, og drukku eins og fullorðna fólkið. Þeir töluðu um það sín á milli næstu daga, hvort það myndi aldrei koma fyrir aftur, að farið yrði með kistuna herinar Möggu fram að Nautaflötum og drukkið súkkulaði og kaffi og borðað fínt brauð. Einu sinni réðust þeir í að spyrja föður sinn að því. Hann sagði bara, að þeir létu eins og kjánar. Þá var að spyrja mömmu, því að hún var alltaf betri. En hún sagði, að það kæmi aldrei fyrir aftur. En það var eitt af því mikla láni, sem Björn hafði fram yfir bróður sinn, að hann varð eigandi að rúmfötunum hennar Möggu. Hann átti bara sitt eigið rúm. Friðrik sveið sárt fátækt sín, hann átti ekki nema einn koddasnepil. En af því að Björn var alltaf fjarska góður drengur, þá lofaði hann Friðriki að sofa hjá sér án þess að telja það eftir honum. Svo gleymdist það að mestu leyti, að Magga gamla hefði nokkurn tíma verið í Hvammi. En sambúð hjónanna batnaði mikið við fráfall hennar. Sigurði hafði alltaf fundizt hún þungur ómagi á heimilinu, en það vildi Þóra aldrei viðurkenna. Þóra saknaði þess einna mest frá unglingsárunum, hvað hún kom sjaldan á hestbak. Venjulega reyndi hún þó að reka féð á afréttina á vorin. Fráfærur voru nú óðum að leggjast niður, en féð var rekið úr heimahögum, þegar búið var að rýja og marka. — Það rifjaði upp margt skemmtilegt, að koma fram í afréttina. Leiðinlegast þótti henni, að sjá Selið í eyði. Við það var þó mörg skemmtileg minning bundin. Með ullarlestinni reið hún alltaf í kaupstaðinn. Það hefur lengi verið siður íslenzku sveitakonunnar. Hún þurfti heldur ekki að minnkast sín fyrir lestina sína. Það fluttu ekki aðrir á fleiri klökkum en Sigurður í Hvammi, nema stórbændurnir, Jón hreppstjóri og Bárður á Ásólfsstöðum. Hún reið alltaf á undan lestinni heim, til þess að þurfa ekki alltaf að fara lestagang. Mósi gat tekið skemmtilega spretti fram dalinn, þó að hann væri ekki lengur á léttasta skeiði. Annan útreiðartúr tók hún vanalega á túnaslætti. Þá var farið út að Hvoli og Hlíðarendakoti. Til hans var hlakkað allt vorið og sumarið. Hún fór með þau af krökkunum, sem hægt var að flytja. Hina tók Sigþrúður á Hjalla að sér. Seinna um sumarið kom svo María fram eftir með öll sín börn. Þau voru orðin æðimörg, að stjúpbörnunum meðtöldum, sem ennþá voru öll heima hjá henni. Einn túrinn var eftir ennþá. Hann var farinn gangandi. Ekki var minnst hlakkað til hans. Það var fram að Nautaflatarkirkju. Hún fann til ótuktarlegrar ánægju yfir því að sjá, hvað Jón öfundaði hana af krökkunum. „Þarna kemurðu með öll börnin þín“, sagði hann vanalega. „En hvað þau eru stór og hraustleg. Þú gefur mér eitt eða tvö, þig munar ekkert um það“. % „Ég er ósköp hrædd um, að ég tími ekki að sjá af neinu þeirra“, sagði hún. „Ég hef heldur aldrei verið gerð af gjöfum“. Hún var alveg hætt að hugsa um það, hvernig hárið á þeim væri litt, eða þó að andlitið væri með svolitlum brúnum doppum. Það var þýðingarlaust að vera að setja það fyrir sig. Ekkert annað en hégómi. Henni datt ekki einu sinni í hug að roðna, þegar gamli strákurinn kom upp í Jóni, og kam honum til að strjúka yfir rauðan kollinn á heimasætunni og líta glottandi út undan sér til Þóru. „En það skrautlega hár á þeirri litlu. Maður gæti ímyndað sér, að hún væri eitthvað í ætt við Pál, kunningja okkar, sem einu sinni var á Jarðbrú“. Þóra hló og svaraði í sama tón: „Þú gleymir varla hárinu á Páli, meðan þú fóstrar dóttur hans“. „Alveg rétt“, sagði hann. „Það þarf ennþá ekki að toga svar úr hálsi þér, Þóra mín. En svona köld hélt ég að þú værir ekki orðin. En svo er ekkert um það að fást. Rautt hár er ljómandi fallegt, og þú mátt gjarnan hafa hann rauðhærðan, krakkann, sem þú gefur mér. Maður venst því. Dísa er alveg búin að venja mig við þann háralit. Mér féll hann illa hér áður“. „Hann verður hvorki rauðhærður eða dökkhærður, sá sem þú færð frá mér. Þeir eru allir jafnskyldir mér, angarnir litlu“, svaraði hún og reyndi að láta það ekki sjást, að hann hefði getað strítt sér. „Lifðu í voninni", bætti hún við. „Kannske Dísa eigi eftir að verða tengdadóttir á Nautaflötum. Þá geturðu glaðzt yfir rauðhærðum barnabörnum“. „Ja, nú finnst mér þú fara heldur langt fram í tímann. Reyndar hefur það alltaf verið siður að gefa börn hvort öðru, en það gengur aldrei eftir, svo að við því er ekkert nema gott að segja, því að mig langar ekkert til að mægjast við Pál Þórðarson, eins og þú getur skilið. Það er Ella litla á Ásólfsstöðum, sem á að verða tengdadóttir mín. En hvað forlögunum þóknast, er eftir að vita. Þau vilja alltaf hafa dálitla hönd í bagga, eða finnst þér það ekki?“ „Þau ráða alltaf bezt fram úr“, sagði hún. „Nú talarðu þvert um huga þér, Þóra, það er ég viss um“, sagði hann. „Nei, ég meina það, sem ég segi. Forlögin eru ágæt“, sagði hún ánægð á svip. Hann skyldi fá eitthvað fyrir ertnina. „Ekki get ég sagt það sama“, sagði hann. „Ég hef alltaf verið óánægður yfir því, sem kallað er forlög“. „Menn eins og þú þurfa víst ekki yfir mörgu að kvarta“. „En þú?“ spurði hann. „Ég hef aldrei haft yfir neinu að kvarta, enda hef ég ekki gert það“. „Þú ert bara of stórlát til að gera það“, sagði hann stuttlega. Anna kom brosandi í áttina til þeirra. „Það er ég viss um“, byrjaði hún á miðri leið, „að nú er Jón að biðja þig að gefa sér einn krakkann. Það er svei mér ekki hollt, að þú komir með þessa hrúgu. Hann verður gulur af öfund. Mér finnst hann bara miklu ókátari næstu dagana á eftir. En hvað þau eru feit og stór hjá þér. Þau hljóta að vera dugleg að borða“. „Já, þau hafa ágæta matarlyst“, sagði Þóra, ekki laus við hreykni. „Manstu, Þóra“, hélt Anna áfram, „þegar ég var að segja við þig, að við ættum alltaf að búa í nágrenninu og koma hvor til annarar með krakkana, mæla þá og metast um, hver væri stærri. Og svo þegar þú kemur, hef ég ekki nema einn á móti þínum hop. En hvað hann Björn er orðinn stór. Ég held bara, að Jakob se orðinn minni en hann“. Þannig masaði Anna meðan hún fylgdi Þóru og börnum hennar til stofu. Þóra vissi ekki, hvort það var gaman eða alvara fyrir Joni, að fá einn krakkanna. En það var sama. Svarið hefði aldrei orðið annað en „nei“. Hún ætlaði sér að láta þau öll sitja við sama borð. Þau voru öll jafnskyld henni. Og sízt af öllu gat hún hugsað til þess, að þau yrðu alin upp af Nautaflataauðnum, sem gæfan hafði einu sinni hampað framan í hana, en hrifsað hann svo fra henni aftur. Nei, þau áttu að alast upp hjá henni, í þeirri erfiðu stöðu, sem forlögin höfðu úthlutað henni. Hún tók það heldur ekkert nærri sér að neita honum, nema þegar Bogi litli var skírður. Það var rétt fyrir sláttinn. Sigurður hafði stungið upp á því, að þau færu með hann fram að kirkju til að láta skíra þann. Hun þyrfti þá ekki að hafa neitt fyrir því meira. Þóra sá, að þetta var þjóðráð. Hún hafði verið stúlkulaus allt vorið og haft í mörgu að snúast. Sigurður ákvað að láta hann heita Boga, eftir frænda hans og kunningja, sem var nýdáinn. Þóra bjóst við því, að það hefði verið eini kunninginn, sem hann hefði átt. Hann hafði ánafn- að Sigurði reiðhestinn sinn. Aðrar eigur hans gengu til sonar hans, sem var barn að aldri. Sigurður reið til jarðarfararinnar, og kam með hestinn til baka. Hann var jarpur með blesu. Þóra athugaði hestinn ánægjuleg á svip: „Ósköp er hann með leiðinlega blesu, og svo er hann líka , glaseygður", sagði hún. „Ætli það sé ekki nokkuð sama, hvernig hann lítur út“, sagði Sigurður. „Það er líklega meira í það varið, að hann geti borið baggana sína. En það efast ég um, að hann geti. Þetta er hálfgerð beygja, sýnist mér“. Þóra lagði á hann hnakkinn, brá sér á bak og reið framundir Nautaflatir og heim aftur. „Hann er ósköp þýður og lipur“, sagði hún þegar hún kom heim aftur. „Þú mátt ekki taka hann undir áburð. Hann er til- valirin reiðhestur“. „ReiðhesturV“ hnussaði Sigurður. „Heldurðu kannske, að ég fari að þeysast út og suður um dalinn að gamni mínu, eins og Erlendur á Hóli og hans líkar? Honum væri nær, að reyna að hlaða saman taðinu, áður en það sekkur ofan í töðuna á hólunum, þeim argvítuga búskussa. Nei, ég hef ekkert veið reiðhest að gera- Hinu býst ég við, að það verði hægt að kenna honum að púla, greyinu. Rauður gamli er alveg að fara. Hann er ekki nema til haustsins“. Daginn eftir lagði hann reiðing á nýja hestinn. Það þurfti að fara að reiða út móinn. Þóru leiff illa vegna hestsins, en hún vissi jafnframt, að þýðingarlaust var að biðja honum griða. Sigurður átti hann, en hún ekki. En samvinnan varð stutt. Henni þótti vænt um, þegar hún sá, að Sigurður spretti af honum og let sækja Rauð. „Hann var ekkert annað en fjandans óþekktin og tafði fyrir okkur“, útskýrði Sigurður um kvöldið. „Líklega verð ég að láta einhvern reiðgikkinn hérna í dalnum fá hann í hestaskiptum, eða þá að láta hann á markað“. Næstu nótt stakk hesturinn af til átthaga sinna. „Líklega hefur honum fundizt vera tekið heldur kuldalega á móti ser, aumingja skepnunni1*', hugsaði Þóra. En Sigurður ætlaði nú samt að láta drenginn heita eftir þessum frænda sínum, hvernig sem gengi með hestinn. Það var farið gangandi til kirkjunnar. Anna Friðriksdóttir hélt á öllum börnum, sem skírð voru í kirkjunni, en þá voru flest börn borin til kirkju. Hún hafði tekið við því starfi af fóstru sinni. Þóra tók eftir því, að þau hjónin voru eitthvað að tala saman inni yfir drengnum, eftir að komið var úr kirkjunni. Hún heyrði Önnu segja: „Hann var svo góður við mig í kirkjunni og kallaði ekkert tii mömmu sinnar, og þó sat hún við hliðina á mér. Ég er líka alveg viss um, að hann verður alltaf svona bjarthærður“. Hún þóttist vita, hvað- kæmi næst. Fyrir utan gluggann sá hun Sigurð á tali við Þórarinn á Hjalla. Glugginn var opinn, en hun gaf ekkkert um að heyra hvert umtalsefnið var, fyrr en hún sa Jón hreppstjóra koma og taka Sigurð tali einslega, nær glugganum en áður. Þá hélt hún niðri í sér andanum og hlustaði með eftir" væntingu. Jón talaði alltaf hátt, svo að það fór ekki fram hjá henni það, sem sagt var. „Konunni lízt svo vel á drenginn þinn, Sigurður, að hún óskar þess, að þið gefið henni hann eða látið hann verða eftir í fostri , heyrði hún Jón segja. „Ég hef víst ekkert á móti því“, svaraði Sigurður. „Það gset1 víst hvergi farið betur um hann. Ekki á ég von á því, að hann flýt1 mikið fyrir við heyskapinn í sumar. En um það ræður Þora náttúrlega mestu“. „Ekki var hann lengi að láta barnið af hendi“, hugaði Þóra og fann beiskan kökk setjast í hálsinn á sér. Hún heyrði ekki meira inn um gluggann. Það þurfti víst ekki að orðlengja þetta meira; Undirtektirnar voru ekki svo slæmar. Nú var röðin komin a henni sjálfri. Hún færði sig inn á rúmið, þar sem nýskir i drengurinn svaf, og settist fyrir framan hann, eins og hún óttaðist, að hún þyrfti að verja hann; hún beið átekta. Hin systkinin komu til hennar og sátu eða stóðu í kring um hana. Þá kom Anna mn, rjóð í vöngum og með ánægjuglampa í augunum. „Sigurður sagði, að þú skyldir ráða“, byrjaði hún og vafði handleggjunum um háls henni. „Við höfum beðið hann að gel okkur drenginn. Hvað segirðu, góða? Vertu ekki harðbrjósta. Vi erum svo fátæk, en þú ert svo ‘rík“. Þóru fundust mjúkir handleggir vinkonu sinnar þrengja a hálsi sér eins og járnklær, en hún hikaði samt ekki eina mínutu- Hún ætlaði ekki að gefa þessari vinkonu annan ástvin. Það var áreiðanlega nóg, að slíta hjartað til hálfs úr brjósti sínu einu sinni, þó að það yrði ekki endurtekið. En samt tók hún það nserrl sér að hryggja hana. „Þú mátt ekki biðja mig svona vel um það, semi mér er ómögulegt að gera. Ekki gætir þú gefið Jakob, jafnvel þo 3 einhver, sem væri ennþá ríkari en þú, óskaði eftir því“. „Guð komi til! Hann Jakob, eina barnið okkar! En þú, sein átt svo mörg“, sagði Anna. „Mér þykir jafn vænt um þau öll, eins og þér um þitt ellia barn. Gerðu þér í hugarlund, hversu ömurlega tómt rúmið yr * ef hann væri allt í einu horfinn. Þú hlýtur að skilja þetta, Anna, sem hefur séð börnin þín hverfa“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.