Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954 Ekkert bendir til nýrrar gengis lækkunar, ef þjóðin sjólf óskar ekki eftir henni Ríkisstjórnin leggur ýms þýðingarmikil mál fyrir Alþingi Samtal við ÓLAF THORS forsætisráðherra Guðmundur Jónsson fró Vorsabæ — MINNING — Þessi fallegu minningarorð sendi séra Einar Sturlaugsson prófastur á Patreksfirði Lögbergi til birtingar og er blaðinu það mikið ánægjuefni að verða við tilmælum hans. Ritstj. ALÞINGI, sem hóf fundi sína í gær, mun að þessu sinni eins og jafnan áður, taka til meðferðar fjölda mála, sem snerta hags- muni alls almennings í landinu. Hefur Mbl. leitað tíðinda hjá Ólafi Thors forsætisráðherra um það, hver verði helztu þingníál- in, sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir. Minntist ráðherrann þá m. a. á setningu fjárlaga, endur- skoðun skattalaga, efling fisk- veiðasjóðs, undirbúning löggjaf- ar um lausn lánsfjárvandamáls- ins, raforkumál og gengismál. Forsætisráðherra komst í upp- hafi samtalsins að orði á þessa leið: Að sjálfsögðu verða fjárlögin eitt af höfuðmálum þingsins nú eins og ævinlega. Mun fjármála- ráðherra skömmu eftir þing- byrjun gera grein fyrir fjárhags- afkomu ríkisins og horfum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ég læt því nægja að skýra frá því, að svo virðist sem afkoma ríkis- sjóðs muni verða ágæt á þessu ári. Eins þarf ég varla að geta þess, að sjaldan hefir allur almenn- ingur haft öruggari og betri at- vinnu en nú undanfarið. — Hvaða frumvarpa um ein- stök mál má vænta frá ríkis- stjórninni? — Ráðuneytin munu öll bera fram ýmis mál. Dómsmálaráð- herra mun t. d. bera fram nokk- ur nýmæli og sem menntamála- ráðherra mun Bjarni Benedikts- son einnig flytja nokkur þýðing- armikil frumvörp. Heilbrigðismálaráðherra mun m. a. leggja fram frumvarp til læknaskipunarlaga og frv. um heilsuverndarstöðvar. Iðnaðar- iðnskóla og Iðnaðarmálastofnun Islands. — Félagsmálaráðherra mun flytja frumvarp um breyt- ingu á lögunum um almanna- tryggingar. Auk þess er ráðuneyti hans nú að vinna að undirbúningi lög- gjafar um lax- og silungsveiði og mun frumv. að henni verða lagt fyrir Alþingi. Þá mun fjármálaráðherra ef til vill flytja frumvarp um ein- hverjar breytingar skattalaga, auk þess sem að enn er eftir að gjafar varðandi skattgreiðslur félaga. — Sjávarútvegsmálaráð- herra mun m. a. leggja fram frv. um breytingu á fiskiveiðasjóðs- lögunum. Felur það í sér all- miklar umbætur í þágu vélbáta- útvegsins. En þá eru ónefnd tvö stærstu málin, sem ríkisstjórnin vinnur nú að, raforkumálin og hús- næðismálin. Um þau vil ég segja þetta: Ríkisstjórnin skipaði á s.l. vori milliþinganefnd til þess að iundirbúa frv. um húsnæðismál- in og frambúðarlausn lánsfjár- vandamálsins í sambandi við byggingarframkvæmdir. Mun hún bráðlega skila tillögum, sem stjórnin mun svo taka til nánari athugunar. Mál þetta er eins og allir vita, eitt af þeim stórmálum, sem finna verður raunhæfar leiðir í. En framtíðarlöggjöf urri það er ýmsum vandkvæðum bundin, m. a. þeim, að bankalöggjöf landsins hefir enn ekki verið færð í það form, sem margir telja vera grundvöll þess, að auðið sé að setja skynsamlega og varanlega löggjöf um þessi mál. Ríkisstjórnin gaf á síðasta þingi fyrirheit um að útvega til bráðabirgða 20 millj. kr. til starfsemi lánadeildar smáíbúða á þessu ári. Af því fé hafa 10 millj. kr. þegar verið útvegaðar og þeim úthlutað til smáíbúða- eigenda víðsvegar um land. Telur stjórnin sig örugga um að geta útvegað hinn helming fjársins í tæka tíð. Spurningin er nú, hvort hægt verður og nægja þykir að ráð- stafa þessum málum með ein- hverjum svipuðum bráðabirgða- aðgerðum á næsta ári. Þyki það kleift tel ég mögulegt að ljúka þessu þingi fyrir áramót ef ekk- ert óvænt kemur fyrir. — En hvað um raforkumálin? — Um þau er hins vegar það að segja,, að óvíst er að þau þurfi að koma frekar til aðgerða Al- þingis nú. Ríkisstjórnin hefir í sumar unnið að undirbúningi framkvæmda á þessu sviði, á- samt sérfræðingum sínum í raf- orkumálum. Eitt af þeim málum, sem þingið mun fjalla um eru bráða- birgðalögin, sem út voru gefin í sumar um aðstoð við togaraút- gerðina og bílaskattinn. Ég geri ekki ráð fyrir að um þau verði verðulegur ágreiningur, þar sem milliþinganefndin, sem Al- þingi kaus í málið, var í aðal- atriðum sammála, og í henni áttu sæti fulltrúar allra flokka nema Þjóðvarnaflokksins. Mér þykir hins vegar rétt að nota tækifærið nú til þess að minnast á það, að einstaka mað- ur hefir látið í ljósi ótta um það. að þessi bjargrráð til handa togaraútgerðinni boði nýja gengislækkun. I tilefni af þessu vil ég geta þess og leggja á það ríka áherzlu, að ríkisstjórnin öll er sammála um, að þessar ráðstafanir hafi verið nauðsynlegar m. a. í því skyni að forðast gengislækkun. Og stjórnin er einnig öll sam- mála um, að ekkert sérstakt í efnahags- eða atvinnúlífi þjóð- arinnar bendi nú til nýrrar gengislækkunar, ef þjóðin sjálf óskar ekki eftir henni. Hin eina gengislækkunarhætta, sem grúf- ir yfir þjóðinni, felzt í því, að nýjar kröfur verði settar fram á hendur atvinnurekstri hennar, um útgjöld umfram gjaldgetu hans. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu í fararbroddi í baráttunni gegn Ólafur Thors forsætisráðherra að lokum. —Mbl., 10. okt. Úr borg og bygð Víðir P.O., Man. 31. oki. 1954 Kæri ritstjóri: Það voru nokkrar prentvillur í síðasta gjafalista til kirkju- byggingar Víðir-safnaðar, svo ég ætla að biðja þig að endurprenta þannig: I minningu um Mr. og Mrs. Steingrím Sigurdson frá Mr. og Mrs. K. Sigurdson $10.00. 1 minningu um Steinunni Gísla- son frá Mr. og Mrs. K. Sigurd- son $10.00. í minningu um Stein- unni Gíslason frá B. Jónasson $25.00. í minningu um Steinunni Gíslason frá Helgu Jónasson $25.00. í minningu um Guðrúnu Sveinson frá Kvenfélaginu ísa- fold $10.00. í minningu um Guð- rúnu Sveinson frá Aldís Pétur- son $5.00. I minningu um Guð- björgu Guðmundson frá Kven- félaginu Isafold $5.00. I minn- ingu um Guðbjörgu Guðmund- son frá Mr. og Mrs. H. John- son $5.00. Ónefnd $25.00. — Alls í sjóði $786.27. R. Jónasson, féhirðir ☆ Mr. Einar Magnússon frá Sel- kirk var staddur í borginni á mánudaginn; kvað hann auka- kosninguna í Selkirk sótta af kappi miklu. ☆ Mr. Walter Thorvaldson hefir verið kosinn í skólaráð Selkirk- bæjar. ☆ Mrs. Thelma Jóhannsson frá Edmonton, Alberta, er stödd í borginni um þessar mundir; hún er dóttir Árna heitins Eggerts- sonar fasteignakaupmanns og er hér í heimsókn til hinnar kunnu og fjölmennu Eggertsonfjöl- skyldu. 'Ti The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold the annual meeting Tues. Nov. 9th at 2.30 p.m. in the lower auditorium of the church. ☆ Landsstjórinn, Rt. Hon. Vin- cent Massey hefir boðið forseta Canadian Chamber of Com- merce, Mr. G. S. Thorvaldson og konu hans í veizlu, sem ekkju- drottningunni Elizabeth verður haldin í Rideau Hall í Ottawa 13. nóvember. Er þeim hjónum boðið til að kynna þau fyrir drottningunni. ☆ Vilhjálmur Björgvin Oddson, bóndi að Geysi, Man., lézt að heimili sínu á mánudaginn; hann var 62 ára að aldri. Hann var fæddur að Mountain, N.D., en fluttist til Manitoba 1902. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Emily, og þrjá sonu, Gunnlaug, Tómas og Emil. Útförin fór fram á miðvikudaginn. Séra Robert Jack jarðsöng. Einn hinna mörgu Islendinga, er ég hafði nokkur kynni af á síðastliðnu sumri, er ég ferðaðist um byggðir landa vorra vestra, var Guðmundur Jónsson, tíðast kenndur við Vorsabæ í Árnes- sýslú. Var hann þá vistmaður á elliheimilinu Betel. Hann var þá á 7. ári hins áttunda tugar, f. 3. maí 1877 að Skeggjastöðum í Flóa, og bar hið ytra ýms merki síns virðulega aldursskeiðs, en er maður tók að ræða við hann, minnti hann í tali sínu fremur á ærslagjarnan ungling eða draum óragjarnan æskumann. Honum brann enn í æðum eldur og ævintýralöngun æskumannsins, er svellur móður í barmi og langar til að yfirgefa stræti og steinlögð torg og hverfa á vit hinna villtu auðna og lifa þar frumlífi mannsins, frjáls og óháður við náttúrubarm. Hann minnti mig, þessi aldni, norræni víkingur, á sum frumskóga- og öræfadýrin’ sem forvitnir ferða- langar nútímans skemmta sér við að horfa á lokuð inni í stál- grindabúrum. Sjálfur var hann nú orðinn fangi, sem vart slyppi út, nema á einn veg, þann, sem nú er orðið. Ekki svo' að skilja, að hann væri sjálfur óánægður eða ósáttur við samferðamenn sína né tilveruna. Hann vissi, að hin volduga drottning, Elli, hafði kjörið hann til fangbragða. En eins og góðum glímumanni sæmir, þá fannst mér hann hugsa líkt og Matthías vor og vilja segja: „En fyrst um sinn að fella mig að velli skal fremur verða leikseigt, kerling Elli“. Hann þekkti hið frjálsa, ó- bundna líf. Hafði víða farið og fengist við margt um dagana. Verið klæðskeri, kokkur og landmælingamaður í mörg ár. Lifað veiðimannslífi með Indí- ánum um 7 ára bil og loks stundað ýmsa algenga vinnu í sveit og bæ. Ungur lærði Guðmundur skreðaraiðn hjá nafna sínum Sigurðssyni í Bankastræti 14 í Reykjavík. Var hann við það starf í 5 ár, en þótti sauma- stofnan þröng og vildi sjá meira af hinni víðu veröld. Var þá hinn nýi heimur, Ameríka, mörgum ungum mönnum vona- og draumalandið mikla, og 26 ára gamall hóf hann sína gæfu- leit í vesturveg. Og Vesturheimi Árni G. Eggertson, Q.C., og frú leggja af stað á föstudags- kvöldið kemur suður í Banda- ríki og er ferðinni heitið til Californíu, þar sem þau munu dveljast um all-langt skeið. Fyrir mánuði eða þar um bil, gekk Mr. Eggertson undir alvar- legan uppskurð á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, og þó hann sé á ágætum batavegi, þarf hann að taka sér hvild frá störfum um hríð til að endur- heimta að fullu krafta sína. — Lögberg árnar þeim Mr. Eggert- son og frú góðs brautargengis og heillar heimkomu. ☆ Síðastliðinn miðvikudag átti Mr. J. H. Norman fyrrum korn- kaupmaður að Hensel, North Dakota, 88 ára afmæli, en nú er hann til heimilis ásamt frú sinni að 30 Beechwood Place, Nor- wood. Mr. Norman er þjóhaga- smiður og um alt hinn mesti sæmdarmaður. Lögberg flytur honum innilegar heillaóskir í tilefni af afmælinu. Þeir, sem vilja minnast Mr. Normans vegna þessa merka áfanga á ævi hans, er vafalaust eru margir, geta símað honum, eða sent honum kveðjur á annan hátt til Mrs. Victor Hinrikson, 30 Beech- wood Place, Norwood. Sími 42-2517. — Canada og Bandaríkjunum — helgaði hann krafta sína upp frá því, eða um hálfa öld og einu ári betur. En á því tímabili fór hann fjórum sinnum heim til gamla landsins. Hvort hann hefur fundið það, sem hann leitaði og þráði, er ekki á valdi mínu að svara. Vísast hefur oltið á ýmsu með það, eins og gengur og gerist. En eitt var það, sem hann setti sér að marki, er hann hvarf að heiman: íslendingur vildi hann vera, hvar sem leiðirnar kynnu að liggja og hve mörg sem árin yrðu. Og Islendingur var hann í orði og anda. „Ég hefi alltaf verið að reyna að vera sómi míns ættlands“, sagði hann í bréfi til mín rúmum tveim mán- uðum áður en hann dó. Var það í fyllsta samræmi við vilja, hugsun og líf alls þorra Islend- inga, er vestur hafa farið. Og Islandi var hann að vinna allt til hins síðasta. — I kjallaraher- berginu sínu í Betel saumaði hann meðal annars nokkra kven- þjóðbúninga. Ekki á venjulegar fullvaxta lconur, heldur voru þetta búningar á smábrúður, sem hann síðar klæddi þessum skartklæðum. Voru brúður þess- ar meðal annars sendar á sýn- ingu eina mikla, sem haldin var í Toronto nú í sumar. Það var kanadiskur þegn, en íslenzkur andi, sem sýningarmunina gerði, og brúðurnar litlu, í þjóðbún- ingnum íslenzka, voru víst einu fulltrúar Islands á þeirri sýn- ingu. Og að því er ég hefi bezt vit á, ætla ég, að íslandi hafi verið fullur sómi að handverk- inu á sýningarmunum þeim; en samskonar brúður (búninga) sá ég heima hjá honum í fyrra sumar. Þannig reyndi hans til hins síðasta, að vera sómi ætt- lands síns. — Landsins, sem hann elskaði og aldrei gleymdi. Það var gaman að heyra Guð- mund segja frá. Var það hvort- tveggja, að hann var greindur vel og minnugur. En honum var og sú list léð, að gæða frásögn sína lífi og lit. Hann lifði at- burðina að nýju, sem hann sagði frá. Var sjálfur með í leiknum. Minnisstæðast virtist honum sumt af því, sem hann hafði heyrt og séð og lifað á þeim árunum, er hann var með Indí- ánum. Komst hann allur á loft og varð ungur í annað sinn, er hann minntist þeirra stunda, er hann með Rauðskinnum lá á mörkum úti, jafnt í bruna sólar sem í 40° frosti, og laufþakið yfir höfði hans, er hann í aftur- elding brá blundi, logaði eins og ar morgunsólarinnar mynntust við ískristalla næturinnar. Eða dýrasta persluskrúð, þegar geisl- þegar þeir félagar tóku kanóinn sinn og réru eða létu sig renna niður árnar og öfluðu sér vista með örvum og boga eða á annan hátt. • Er það ósk mín og kveðjubæn, þessam horfna viiti til handa, að dýrð þeirrar aftureldingar, er ljómar honum nú í nýrri til* veru, sé ekki síðri né óunaðs- legri en sú, er hann þekkti mesta hér á jörð. Frjáls vildi hann vera og víða fara. Nú er hinzti fjöturinn slitinn, er batt hann þessum efnisheimi, en andinn laus og ferðafrjáls. Ég kveð þig, vinur, með þökk fyrir okkar litlu kynni og segn „Flýt þér, vinur, í fegri heim Krjúptu að fótum friðarboðans. Fljúgðu á vængum morgun- roðanfe meira að starfa guðs um geim • Patreksfirði, 6. okt. 1954 Einar Sturlaugsson Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 5 Guðrún Á. Símonar er nú i söngför um Norðurlönd. Hun söng í hátíðasal háskólans 1 Osló á þriðjudaginn var og var mjög vel tekið og söngdómarar blaðanna lofuðu hana fyrir gæta tækni og listrænan flutn- ing. Hún syngur annan miðviku- dag í Kaupmannahöfn, fer það- an til Helsingfors, svo til Stokk- hólms og heim kemur hún í lok nóvember, en þá hefjast æfing* ar á óperunni Cavalleria Rusti- cana, sem frumsýnd verður r Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla> og þar fer Guðrún A. Símonar með aðal-kvenhlutverkið. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 7. nóv.: Geysir kl. 2. Ársfundur eftir messuna. Árborg kl. 8. Báðar messurnar á ensku. Robert Jack ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 7. nóv.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson •jtUPHOHB OlfiE&QW Subscribers can pick up their copies of the New Directory at local tele- phone offices, EXCEPT IN AREASSERVED BY COMMUNITY DIAL OEFICES. At such Com- niunity Dial points, please obtain your copy of the Directory from your local post office. COMMUNITY DIAL OFFICES ARE LOCATED AT TIIE FOLLOWING POINTS: Anola, Arborg, Arden, Beulah, Crandall, Fork River, Coodlands, Hazelridge, La Broquerie, Lac du Bonnet, Lockport, Lorette, Lyleton. Marquette, Medora-Napinka, Miniota, New Sarum, Oakbank, Oakbum, Pierson, Pine Falls, Petersfield, Pleasant Valley, Rivcrton, TÍlston, Vidir, Waldersee, Warren, Waskada, Whitemouth, Woodlands. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Meira en tvö hundrutS blaSsíöur. er lóta a?S beztu kjörkaupunum t jólanna —- áttatíu blaSsfSur f um litum — þetta er mikil jólab > er fiytur mikiö tftSindi af mik vöruflrvali og efnisgæöum. iV’ er nú send viöskiptavinum Eat<>n og öðrum er æskja metSan upp*as: ekki þrýtur. NotitS þessa miklu Haust og Vetra verðskrá við innkaup yðar. Þ n sannfærist um hve hagkvæmt Þa sé að verzla við Eaton’s vegna hins ðviðjafnanlega flrvals, verðlags og ábyggilegrar afgreiðslu! *T. EATON C<? WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.