Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 4t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARQENT AVENUE. WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlít ritstjðrana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0u um árið — Borgist fyriríram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Aukakosningin í Selkirk Nú eru ekki eftir nema nokkrir dagar unz gert verður út um það, hver hinna þriggja frambjóðenda fari með umboð Selkirkkjördæmis á sambandsþingi að loknum leik; kosningin fer fram þann 8. þ. m. og hefir undirbúningur hennar verið sóttur af kappi miklu frá öllum hliðum; svo átti það líka að vera og ber þess glögg merki, að áhugi á vettvangi stjórnmálanna sé ekki dauður úr öllum æðum; allir eru frambjóðendurnir góðir og gildir þjóðfélagsþegnar, er túlkað hafa málstað sinn prúðmannlega að beztu vitund hvers um sig; þá greinir alla á um stefnuskráratriði, en í þeim efnum verða það kjósendur sjálfir, sem aðskilja sauð- ina frá höfrunum, er að kjörborðinu kemur, og ábyrgðin hvílir á þeirra herðum. Ihaldsstefnan, kyrstöðustefnan, er kjósendum af langri sögulegri reynslu þannig kunn, að úr þeirri átt sé fárra róttækra umbóta að vænta, jafnvel þó flokkurinn kæmist einhverju sinni í valdaaðstöðu, þótt slíku þurfi sennilega ekki að gera skóna fyrst um sinn. C. C. F.-sinnar hafa altaf verið að tapa og eru altaf að tapa, og tekur útreið frambjóðenda flokksins við nýafstaðn- ar bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg af öll tvímæli í þeim efnum. Mr. Bryce hefir tvívegis verið kosinn á sambandsþing í Selkirk-kjördæmi þó hann yrði undir í síðustu kosning- um; framan af hinni pólitísku ævi sinni dansaði hann eftir hljóðpípu Liberala þó atvikin höguðu því síðar meira þannig til, að byrvænlegar virtist blása, að minsta kosti um stundarsakir úr herbúðum Sósíalista. Hverju myndi Mr. Bryce fá áorkað Selkirkkjördæmi til heilla yrði hann kosinn á þing hinn 8. þ. m.? Að einhverju leyti hlyti þar að lútandi svar að styðjast við fyrri reynslu. Mr. John Shanski, sá, er býður sig fram í Selkirk- kjördæmi við áminsta aukakosningu til sambandsþings, er sonur landnámshjóna innan vébanda kjördæmisins og hefir alið þar svo að segja allan sinn -aldur; hann er fram- taksmaður mikill og áhugasamur um mannfélagsmál; það veltur því naumast á tvennum tungum, að hann yrði lík- legastur þeirra frambjóðenda, sem velja skal um, til að hrinda í framkvæmd nokkurum nytjaverkum kjördæmi sínu til handa sem liðsmaður framtakssamrar stjórnar. Mr. Shanski kemur til dyranna eins og hann er klæddur, víðsýnn framfaramaður, sem veit hvað hann vill og fer ekki í launkofa með neitt. Slíka menn er holt að eiga á þingi. * ☆ ☆ Úrslit bæjarstjórnarkosninganna Kosningar til bæjarráðs í Winnipeg eru um garð gengnar og gerðist það í þeim efnum merkast, að borgar- búar fá um áramótin borgarstjóra nýjan af nálinni og er sá George Sharpe, er átt hefir sæti í bæjarráði síðastliðin átta ár sem einn af fulltrúum 1. kjördeildar; hann er enn maður á bezta aldri, framtakssamur áhugamaður, sem telja má víst, að reynist hinu virðulega embætti fyllilega vaxinn; nú hefir hann í bókstaflegri merkingu fetað í fótspor föður síns, er hafði borgarstjóraembættið á hendi á árunum 1904—1906. Mr. Coulter lætur af embætti um næstu áramót eftir 12 ára dygga þjónustu í borgarstjórasessi og enn lengri setu í skólaráði og bæjarstjórn; mun hans lengi verða minst sem hins ágætasta forustumanns í sögu Winnipegborgar. Stephen Juba, einn þeirra sex er keptu um borgar- stjóraembættið, hlaut afarmikið atkvæðamagn, og mátti um stund meðan á talningu forgangsatkvæða stóð naumast í milli sjá hvor þeirra, hann eða Sharpe yrði hlutskarpari; en er dreifingu eða niðurjöfnun atkvæða lauk, urðu það nr. 2 atkvæðin, sem Sharpe fékk frá Coulter, sem riðu baggamuninn og gerðu það að verkum, að hann var lýstur kosinn með 15 þúsund atkvæðum umfram Juba. C. C. F.-sinnar hafa lítið til að stæra sig af að afstöðn- um kosningum; frambjóðandi þeirra til borgarstjóra- embættisins, Mr. Draffin, var aðeins liðlega hálfdrættingur við Mr. Swailes 1952. Mulligan varð undir í 1. kjördeild, en í 2. kjördeild átti McKelvie fult í fangi við S. K. Johnson og hefir hann þó lengi átt sæti í bæjarstjórn. Mr. Kardash, frambjóðandi kommúnista til borgar- stjóra, hlaut sína vöru selda af hálfu kjósenda; varðandi val borgarstjóra er Winnipegborg eitt kjördæmi og að lokinni talningu kom það í ljós, að samanlagt atkvæðamagn þeirra í allri borginni nam einungis 3,800 atkvæðum; vegna framboðs Mr. Kardash fengu borgarbúar fulla vitneskju um liðsstyrk kommúnista og má það vissulega teljast góðra gjalda vert. I 2. kjördeild var Mrs. Hallonquist endurkosin í borgar- stjórn með miklu afli atkvæða; svo var og Albert E. Bennett kosinn í bæjarstjórn til eins árs með hærra atkvæðamagni, en um getur í sögu kjördeildarinnar; er hann um alt hinn mætasti maður og líklegur til nytsamra athafna í meðferð bæjarmála. Mr. Frith var endurkosinn til skólaráðs í áminstri kjördeild með geisilegu atkvæðamagni, og var það vel því sjálfur er hann ágætur skólamaður og skyldurækinn um störf. „Gott ey gömlum mönnum" Þessi fögru orð úr Landnámu rifjuðust ósjálfrátt upp fyrir mér í sumar, er Haraldur Ólafs- son, forstjóri Fálkans h.f. í Reykjavík, bað mig að koma til skila 75 íslenzkum hljómplötum, er hann kvaðst langa til að gefa Elliheimilinu Betel. En Fálk- inn hefur um langt árabil beitt sér fyrir framleiðslu á íslenzk- um hljómplötum og þannig átt drjúgan þátt í að kynna íslenzka tónlist bæði á Islandi og erlendis. Ofannefnd gjöf er nú komin til skila, og var hún afhent Betelbúum fimmtudagskvöldið 28. október. Mælti ég þar nokkur orð og skýrði frá gjöfinni, en Sigríður Hjartarson forstöðu- kona þakkaði að hálfu heimilis- ins. Sr. Sigurður Ólafsson í Sel- kirk, formaður Betelnefndar, hafði slegizt í förina með mér, og mælti hann nokkur velvalin þakkar- og árnaðarorð. Að lok- um voru leiknar fáeinar hljóm- plötur, og ómaði þá íslenzkur söngur um alla bygginguna, allt neðan úr kjallara og upp í efsta rjáfur. En Betel hefur, svo sem kunnugt er, ágætt hátalarakerfi, er útvarpar öllu því, er fram fer í samkomusal heimilisins. Ákveðið var að senda gefand- anum, Haraldi Ólafssyni, skjal með nöfnum allra vistmanna á Betel, og skrifuðu allir, sem sjón höfðu til, nafn sitt á skjalið þegar um kvöldið, en síðan var bætt við nöfnum hinna, er gátu ekkj sjálfir lengur skrifað. Mun Gissur Elíasson ganga frá skjal- inu, er á verður auk nafnanna skrautritað ávarp til gefandans og mynd af elliheimilinu. Lestina læt ég svo reka hér fáein orð, er ég mælti á Betel við ofangreint tækifæri: Margt fallegt hefur verið sagt á íslenzku um sönglistina og áhrif hennar, og detta mér fyrst í hug þessi erindi úr mansöng 8. rímu Stellurímna, þar sem Sigurður Pétursson kveður: Sönglist portin eyrna öll opnar hægum þjóti, gengur svo inn í heila höll hér tekur sálin móti. Breiðir sálin henni’ um háls hendur, mjúkt svo biður: dygg, velkomin, dóttir máls, dveldu, seztu niður. Við tökum eftir því, að Sig- urður ávarpar . sönglistina sem dóttur máls, og er það vel til fundið. Enn betra væri e. t. v. að segja, að þær væru samborn- ar systur, tungan og sönglistin, þar sem hvor efldi aðra, og hrak- aði annarri, yrði hinni hætt. Hafa Vestur-íslendingar kennt þess bezt á sjálfum sér að und- anförnu, að minna er sungið síðan þeir tóku að afrækjast tunguna til muna. En í þeim ómar þó alltaf einhver strengur, svo að þeir vakna ósjálfrátt við, þegar þeir heyra fallegan ís- lenzkan söng. Á sama tíma og það reynist torsótt verk að selja Vestur-íslendingum íslenzkar bækur, kaupa þeir íslenzkar hljómplötur jafnóðum og þær koma á markaðinn. Mun og ó- hætt að segja, að íslenzkt tón- listarlíf hafi aldrei staðið með meiri blóma né þjóðin átt betri kórum og einsöngvurum á að skipa en einmitt nú. Er ég t. d. viss um, að Hannes Hafstein mundi ekki vilja kannast við kvæði sitt, Söngkonuna, ef hann mætti nú hlýða á söng beztu íslenzku söngkvennanna, en í fyrrnefndu kvæði líkti skáldið kvenmannssöng við „kyrkings- hljóð í kisubarka“ og hélt svo áfram og sagði: Skilst mér hvílík kvalapressa kyrking þvílík er. Hví er verið að kvelja þessa kvenmannsnóru hér? 1 Safni því, er Haraldur Ólafs- son hefur sent Betel, munuð þið heyra marga helztu íslenzku söngvarana og kórana syngja. Suma þekkið þið af eigin raun, hafið heyrt til þeirra, er þeir hafa komið hingað vestur og sungið í byggðum ykkar. Hafa margir íslenzkir listamenn sótt hvöt og styrk til Vestur-íslend- inga og sumir þeirra dvalizt hér og starfað meðal ykkar um lengri eða skemmri tíma. Hefur margur góður ávöxtur sprottið af því samspili og á vonandi enn eftir að spretta. Ég veit, að þið á Betel munuð eiga marga góða sturfd við að hlýða á þessar hljómplötur og þið munuð finna til á ýmsa lund eftir því, hvernig tónarnir falla og á ykkur liggur hverju sinni — í anda hins fagra kvæðis Einars Benediktssonar, er hann nefnir í Dísarhöll og varð til í huga hans undir hljóðfæraslætti í Queen’s Hall í London. En í kvæðinu segir Einar m. a.: Ég kætist. En þrá ég ber þó í barmi svo beiska og háa, rétt eins og ég harmi. Ég baða minn hug af sora og syndum við söngvanna flug yfir skýja tindum. Og þó er sem kvíði og þraut mér svíði og þorsti svo sár um hjartað líði við teyg hvern af tónanna lindum. Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. Lát hljóma, — svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni í taugum og æðum af týndri minning og glötuðum kvæðum, svo hrífist ég með — og hefjist í geði. Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði, þær hittast í söngvanna hæðum. Ég mundi vilja leggja til, að leikið verði af hljómplötum þessum hálftíma á dag. Lætur þá nærri, að tvær vikur taki að leika allt safnið og verði þó efnið ætíð nýtt. Að svo mæltu vil ég ávarpa íslenzka sönglist, er hér hefur kvatt dyra, sömu orðum og Sigurður Pétursson fyrrum: — dygg, velkomin, dóttir máls, dveldu, seztu niður. Út er komin ný bók eftir Jakob Thorarensen. Það eru 12 smásögur, sem nefnast Fólk a sljái. Helgafell gaf bókina út. ☆ Jóhannes Kjarval listmálari hélt málverkasýningu í Reykja- vík og varð að framlengja hana hvað eftir annað vegna mikillar aðsóknar. Sýninguna sáu um 11.000 manns á fáeinum dögum. C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins Finnbogi Guðmundsson Vegna "uppvaxiar áranna" >arf æskan á bæti f I efní að halda og kemur þá oft að góðu gagni að hafa til taks aukaskerf af "D” bætiefni, sem inniheldur hina styrkjandi Walpole’s Extroct af þorskalýsi; I þessu er engin olla og ljúffengt á bragðið; 'vinur fjölskyld- unnar yfir 70 ár. HKW-j EXTRflCT -- COD LIVER © = 1 1MIW1UH EXTRACT 0F C0D LIVER . Fagnið yfir og haldið við HINNIOPINBERU STJðRNARANDSTÖ-DU í CANADA Kjósið . . . DAVE VEITCH er lætur sér ant um her- mannamólefni. * HEIMILISMANN 5SST“ ★ HEIMKOMINN HERMANN * AHUGAMANN ...........-b" '*•' ★ Tryggið styrkta stjórnarandstöðu 8. nóvember og greiðið atkvæði VEITCHr Dave PROGRESSIVE CONSERVATIVE Dave Veitch Election Committee.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.