Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.11.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGNN 4. NÓVEMBER 1954 5 wwvvvwwwwwwvw lega miljónir í fjárframlögum til fylkjanna til að reisa spítala og til annara heilbrigðisráð- stafana. AlitGAMAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON STÓR FRAMFARASPOR í CANADÍSKU ÞJÓÐFÉLAGI Það eru fáar þjóðir í heimi, sem eiga eins almennri velsæld að fagna eins og Canadíska þjóðin; um þetta verður ekki vilst og ekki um deilt, ef fylgst er með því sem er að gerast í öðrum löndum. Þétta er ekki einungis því að þakka, að land okkar er auðugt frá náttúrunnar hendi, heldur og hinu, að Canadíska þjóðin hefir borið gæfu til þess, að velja til stjórnarforustu hyggna og framsækna menn, sem stöðugt stefna að því að bæta kjör almennings í landinu, en fara þó með fullri varúð í sakirnar, þannig að þær um- bætur, sem gerðar eru í hvert sinn, raski ekki jafnvægi þjóð- félagsfyrirkomulagsins. Það er holt fyrir hvern einn °g einasta borgara að minnast eínstöku sinnum þeirra mörgu umbóta, sem gerðar hafa verið a síðari árum. Konur ættu sér- staklega að vera minnugar þeirra, því öryggisráðstafanir stjórnarinnar hafa bætt á einn °g annan hátt afkomu hvers eins einasta heimilis í landinu. F j ölsky ldusí yrkur inn Margri móðurinni myndi nú koma það illa, ef fjölskyldu- styrkurinn væri afnuminn. Sam- bandsstjórnin ver 348 miljónum dollara á ári fyrir þennan styrk, en þótt styrkurinn með hverju barni í fjölskyldunni sé ekki hár, þá munar um hann, sérstak- lega á barnmörgum heimilum og vegna hans geta nú foreldrar veitt börnum sínum ýmislegt til fæðis og klæðis, er þau annars yrðu að vera án. Ellislyrkurinn Engin lög hafa reynzt giftu- drýgri en ellistyrkslögin, ekki sizt síðan eignaskilyrðin voru afnumin, svo að allir fengju styrkinn jafnt, þannig að enginn þyrfti að finna til þess að hann væri styrkþegi. Ellistyrkslögin hafa gjörbreytt lífi tugþúsunda eldri borgara þessa lands; létt af gamla fólkinu áhyggjum; veitt því aukið sjálfstæði og öryggi. Styrkurinn er að vísu ®kki nógu hár í sumum tilfell- um, en vafalaust verður bætt úr því með tíð og tíma. Sambands- stjórnin greiðir eina miljón doll- ará á dag í ellistyrk. Atvinnu- og uppskerutryggingar Sambandsstjórnin hefir og gert ýmislegt til að auka öryggi fyrirvinnu heimilisins. Má í því sambandi nefna atvinnuleysis- tryggingarlögin — 400 miljónir dollara hafa verið greiddar til þeirra, er mist hafa atvinnu sína og 800 miljónir eru í sjóði, til taks ef á þarf að halda. — Prairie Farm assistance lögin Voru samin í þeim tilgangi að styrkja bændur, er verða fyrir Uppskerubresti vegna þurka, og nýlega hefir þeim lögum verið breytt þannig, að bændur sem verða af uppskeru sinni vegna flóða eða annara orsaka fá einnig styrk. Æskilegt væri að fiskimenn ættu tilkall til sams konar styrks þegar þeir eiga við algert afla- ‘leysi að etja. En til þess að það komist í framkvæmd, þurfa þeir samtök sín á milli, jafnframt því að kjósa mann, sem ber mál þeirra fyrir brjósti og hefir áhrif þegar hann kemur á þing. Heilbrigðistryggingar Eitt af því sem sambands- stjórnin hefir lagt á mikla áherzlu á síðari árum, er að bæta heilsufar þjóðarinnar. Heil- brigðisrannsóknardeildin veitir °keypis alls konar upplýsingar Um það efni. Stjórnin veitir ár- Tekjuskatlurinn Allar þessar tryggingar-ráð- stafanir fyrir almenning kosta vitanlega stórfé, enda væru þær ekki framkvæmanlegar, ef ekki væri um skatt að ræða, sérstak- lega tekjuskattinn; er hann, að minni hyggju, sú nauðsynlegasta og heppilegasta ráðstöfun til að jafna að nokkru lífskjör fólks- ins. Því þannig verða þeir, sem komast yfir mestar tekjur, að borga mest til þessara um bóta. Til dæmis eru lögin, Federal Provincial Tax Rental Agreements, sérstaklega hag- kvæm. Samkvæmt þeim fær Manitoba sinn fulla skerf af tekjuskatt stóru félaganna, sem hafa aðalbækistöðvar sínar í austurfylkjunum, veg'na þessara laga fékk Manitoba miljón dollara síðastliðið ár. — Hér að ofan hefir aðeins verið minst á ýmislegt, sem snertir heimílin og húsmæðurnar bein- línis, en enginn Canadískur sorgari ætti nokkurn tíma að gleyma því, hve vel Canada- stjórnin hélt öllu í horfinu á meðan á stríðinu stóð; greiddi samtímis hálfan stríðskostnað- inri og fékk afganginn að láni hjá þjóðinni sjálfri. Og að stríð- inu loknu var það aðgerðum stjórnarinnar að þakka að lítil röskun varð í fjárhagslegu og daglegu lífi þjóðarinnar; engin kreppa né almennt atvinnuleysi. Enda litu aðrar þjóðir á Canada sem fyrirmynd í jafnvægi og stjórnarhyggindum á því erfiða tímabili. Bifyélavirkinn, sem varð eftirsóttasti óperettusöngvari Evrópu „Mamma, þegar ég verð stór, ætla ég að kaupa handa handa þér fallega höll í fín- asta hverfi borgarinnar og gefa þér lúxusbíl og allt, sem þú girnist“, sagði Luis Mariano við móður sína, þegar hann var 7 ára gamall. Móður hans kom ekki til hugar að taka þetta loforð alvarlega, því hún vissi sem er, að flestir litlir drengir segja eitthvað þessu líkt við mæður sínar. — Síðan eru liðin 25 ár og Mariano Conzales, nú betur þekktur undir nafninu Luis Mariano, hefir staðið við orð sín. Gamla konan, sem nú er 65 ára gömul, býr í fallegri höll umluktri stórum skrúðgarði. fyrir hann en að fylla stétt þess- ara félausu listamarina, sem ein- att börðust í bökkum.- Mariano var5 að láta það eftir karli að fara að læra bifvélavirkjun. Hann setti samt það skilyrði, að mega stunda söngnám í frí- stundum sínum og skemmta sér við að syngja í skólaóperettum og revíum. Karl faðir hans taldi það meinlaust gaman, meðan hann gerði sér grein fyrir því, að slíkt gæti aldrei orðið fram- tíðaratvinna. Luis Mariano fæddist, sem kunnugt er, á Spáni. Spánska borgarastyrj öldin markaði tíma- mót í lífi hans. Foreldrar hans misstu aleiguna í stríðinu og urðu að lokum að hrökklast undan Franco til Frakklands. Um það leyti voru spánskir málarar, svo sem Picasso og Dali, í miklum metum þar í borg. Mariano hugðist feta í fót- spor þeirra og tók að nema málaralist. Fjárhagur fjölskyld- unnar var svo knappur, að allir meðlimir hennar urðu að vinna fyrir brauðinu í sveita síns and- lits, líka börnin. Mariano starfaði sem garð- yrkjumaður, þegar hann var ekki í skólanum. Hann söng við vinnu sína. Lífsgleði Spánverj- ans brýzt oftast nær fram með þeim hætti. Rík ekkja, sem hann vann fyrir, veitti hinni heillandi áifunni. Hljómplötur með lögum sungnum af honum, hafa selzt í mörgum milljónum eintaka. Hann hefir leikið í mörgum tylftum kvikmynda og ótal óperettum. Hann skipar nú þann sess í hugum franskra hljómlistar- unnenda, sem Kipura skipaði, meðan hann var upp á sitt bezta. Snemma fór að bera á raddfegurð Mariano, þótt fjöl- skylda hans gæfi henni lítinn gaum fyrst framan af. Faðir hans, sem var uppstökkur at- vinnubílstjóri, hafði andstyggð á söng og leikaraskap. Honum var j það því hin mesta skapraun að Alt þetta og margt fleira kann I hugur sonarins skyldi ekki hall- almenningur að meta, eins og | ast að öðru fremur. Hann var Einkasundlaug er í miðjum garðinum, ef hana skyldi langa til að synda. í bílskúr hallar- innar eru þrír bílar — þar af einn Cadillac, einn Chevrolet og einn franskur dvergbíll, allir til reiðu, ef hana skyldi langa til að fá sér ökutúr. Gömlu konunni, sem átt hefir við basl og fátækt að stríða mestan hluta ævinnar, finnst það ganga ævintýri næst, hvernig hin fagra og hljómmikla söngrödd sonarins hefir bætt fjárhag fjölskyldunnar. Mariano á merkilegan feril að baki. Hann er eftirsóttasti óper- ettusöngvari, sem nú er uppi í fögru rödd hans athygli Qg a. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands kvað að kosta hann til söngnáms. Hann kom í fyrsta skipti fram opinberlega í Chaillot-höllinni, stærsta samkomusal Parísar, árið 1942. Hann var svo hræddur við undirtektir áheyenda, að hann ætlaði að hætta við að láta til sín heyra á síðustu stundu. Framkvæmdastjóri hallarinnar gaf honum löðrung og ýtti hon- um svo inn á leiksviðið. Ótti Mariano við áheyrendur var ástæðulaus. Honum reyndist það Framhald af bls. 1 þykkt. Þegar hafa verið unnar um 200 lestir af kolum. ☆ Flugfélag íslands hefur í hyggju að kaupa millilanda- flugvél til að hafa í förum ásamt Gullfaxa. Félagsstjórnin hefur ákveðna vél í huga og hefur tryggt sér forkaupsrétt, en ekki hefur verið endanlega frá kaup- unum gengið. Væntanlega verð- ur það gert nú í vikunni. Flug- vél þessi er Skymaster-flugvél, sem tekur 60 farþega. ☆ Prestskosning fór fram á Akureyri á sunnudaginn var og voru umsækjendur fimm. At- kvæði voru talin í skrifstofu biskups í gær og hlaut enginn umsækjenda helming greiddra atkvæða. Hæsta atkvæðatölu hlutu séra Kristján Róbertsson, 1063 atkvæði, og séra Birgir Snæbjörnsson, 1043 atkvæði. Landsbanki Islands hefur á- kveðið að gefa hverju barni á landinu á barnaskólaaldri 10 krónur til stofnunar sparisjóðs- bókar, og geta foreldrar barn- anna valið um það, hvaða inn- lánastofnun þeir skipti .við og enn fremur ákveðið, hvort bókin skuli vera 10 ára sparisjóðsbók eða bundin 6 mánaða uppsagn- arfresti. Snorri Sigfússon náms- stjóri hefur beitt sér fyrir fram- kvæmd þessa máls, og haldið fundi með kennurum og skóla- stjórum og rætt framkvæmdir, og menntamálaráðherra og fræðslumálastjórnin hafa veitt málinu fylgi. Tilgangurinn er að kenna barninu að spara, láta það af eigin raun sjá gildi ráðdeildar og sparnaðar. ☆ í gær var kynningar- og fjár- öflunardagur barnaverndarfé- laganna í landinu, en þau eru nú 10 að tölu og hið ellefta sýndi sig í kosningunum fyrir hálfu öðru ári síðan, en þá var flokkurinn, sem kom öllum Dessum umbótum í framkvæmd, kosinn á sambandsþing með yfirgnæfandi meirihluta. ☆ ☆ staðráðinn í því, að þröngva Mariano til að læra bifvélavið- gerðir, nytsama iðn, sem hann gæti lifað af mannsæmandi lífi Það væri ólíkt betra hlutskipti ☆ AUKAKOSNINGIN í SELKIRK-KJÖRDÆMI Vegna fráfalls hins mæta sam- , bandsþingmanns, R. J. Wood. verður aukakosning 8. nóvember Selkirk-kjördæmi. — Vegna þess að ég er fædd og uppalin í því kjördæmi, liggur mér ekki í léttu rúmi úrslit kosninganna þar; hvort að búendur í þeim byggðum, sem margar eru ís- lenzkar, leggja sig alla fram til þess að fá hæfasta manninn, sem völ er á til að fylla hinn auða sess; mann, sem tilheyrir þeim stjórnarflokki, sem nú er við völd, og hefir því beztu að- stöðu til að koma umbótum í framkvæmd. Fyrir þessar ástæður útvegaði ég mér upplýsinga nokkurra um John Shanski, sem er Liberal frambjóðandinn í kjördæminu. Mr. Shanski er fæddur Warren 1909; hann er því aðeins 45 ára að aldri. Foreldrar hans voru innflytjendur til þessa lands og búa nú að Malonton. Fékk John Shanski mentun sína í Malonton og í Teulon. Hann er giftur og á þrjú börn. Hann hefir starfað í Teulon og Selkirk; hefir hann búið í Sel- kirk í fimm ár; var um skeið formaður hjá North American Lumber Co. þar í bæ, en hefir nú stofnað sína eigin timbur- verzlun. Fer það orð af honum, að hann sé framúrskarandi dug- legur og vandaður í öllum við- skiptum. Hann hefir alltaf búið í kjördæminu og býr þar enn og er því öllum hnútum kunn- ugur þar. "Ætti þessi hæfi og tiltölulega ungi maður að vera ágætt efni í þingmann. Geta má Dess, að bróðir hans, sem er við- skiptamaður hér í borg, nýtur svo mikils álits, að hann var kjörinn í háskólaráð Manitoba- háskólans. Af þeim þremur mönnum, sem í kjöri eru í Selkirk, hefir John Shanski, verði hann kos- inn, beztu aðstöðuna til að verða kjördæminu að liði, þar sem hann er eindreginn fylgismaður Liberal-stjórnarinnar, sem nú fer með völd í Ottawa. —I. J. Ung og falleg og mjög grönn stúlka kom inn í strætisvagninn, sem var yfirfullur af karl- mönnum, sem allir sátu. Tveir þrengdu sér saman í sætinu, til þess að unga konan gæti fengið sæti hjá þeim. — A næstu stöð kom roskin, feit kona inn í vagn- inn, og þar sem enginn af karl- mönnunum lét sér detta í hug að standa upp fyrir konunni, stóð unga stúlkan upp í þeirri von, að þeir myndu skammast sín. — Gjörið þér svo vel, frú, sagði unga stúlkap; — hérna, þér skuluð setjast í sætið mitt. Feita konan leit rugluð í kring um sig og sagði: — Þakka yður fyrir, góða mín! — en í kjöltu hvors manns- ins sátuð þér? auðvelt að syngja sig inn í hjörtu þeirra. Einkanlega var það kvenfólk- ið, sem varð snortið af hinni blæfögru,' dillandi, rödd hans. Mariano varð fljótlega einn af eftirsóttustu söngkröftum borg- arinnar. Peningunum rigndi yfir hann. Engar óperettur vöktu eins mikla hrifningu, og þær, sem hann fór með hlutverk 1. Óperetturnar „Fegurðardísirnar frá Cadez“, „Söngvarinn frá Mexikó“ og „Fiðla konungsins“, voru sýndar árum saman. Að- dáendur Mariano hafa með sér félagsskap, sem telur 800.000 meðlimi. Þótt hann sé eitt helzta kvennagull Parísarborgar, gefur hann sig lítið að ástamálum og kveðst ekki muni kvongast, fyrr en hann sé kominn yfir fertugt. Kvenfólk og sönglist geti ekki farið saman, ef vel eigi að vera. Það sé ekki hægt að gefa sig nema einu í einu. „Ég hefi á- kveðið að láta sönglistina sitja í fyrirrúmi, að minnsta kosti þangað til ég er fertugur. Þá er nógur tími til að fara að hugsa um að kvænast og setjast í helgan stein“. Mariano hefir margt á sinni könnu, auk óperetta og hljóm- leikahalds, t. d. er hann samn- ingbundinn við mexikönsk, frönsk, ítölsk og þýzk kvik- myndafélög um að leika 1 á- kveðnum fjölda kvikmynda á ári. Hann hefir líka fasta þætti útvarpi og sjónvarpi. Hann verður stofnað um mánaðamót- in í Stykkishólmi. Starfsemi fé- laganna hefur verið fjölþætt og öll hafa þau sett sér eitthvert ákveðið mark að stefna að. Barnaverndárfélag Akureyrar hefur t. d. ákveðið að koma á fót barnaheimili fyrir munaðar- laus börn, og er í ráði að þar verði börn á ýmsum aldri og dveljist þar, unz þau hafa aldur til að sjá sér sjálf farborða. Barnaverndarfélag Reykjavíkur lagði fram 100.000 krónur á s.l. ári til barnaverndarmála. Það hefur styrkt tvo menn til náms erlendis til að kynna sér kennslu aðferðir fyrir afbrigðileg börn, annar þeirra hefur einkum lagt stund á nútíma-aðferðir við kennslu tornæmra barna. Þá veitti félagið 60.000 krónur til styrktar barnaheimili, sem templarar starfrækja og ætlað er námshæfum fávitum. Enn fremur hefur félagið séð um út- gáfu fræðslurita, erindi hafa verið flutt á vegum þess og kvikmyndir sýndar. Formaður Barnaverndarfélags Reykjavík- ur er dr. Matthías Jónasson. ☆ í s.l. mánuði var haldið í Reykjavík fimmta þing Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara og var þar m. a. rætt um hlutverk fræðslukvikmynda og segulbandstækja í skólastarfinu. Taldi þingið segulbandstækin einhverja mestu og beztu nýj- ung, sem komið hefur fram í kennslutækni á síðustu árum, og nauðsynlegt fyrir hvern skóla að eignast slík tæki. Þingið taldi einnig að mikill fengur væri að því fyrir skólana um land allt, ef stofnað yrði til þess að skólaútvarp yrði hafið þegar á þessum vetri. ☆ Matthías Þorfinnsson, jarð- vegsfræðingur frá Minnesota og ráðunautur stjórnarinnar þar um varðveizlu jarðvegs, dvaldist hérlendis í sumar og leiðbeindi ungmennafélögunum í starfs- íþróttum. Hann kom hingað í apríl, ferðaðist víða um land í sumar, og hélt heimleiðis á miðvikudagskvöldið. ☆ I vor var stofnað í Reykjavík Ljóstæknifélag Isalnds, og er markmið þess að stuðla að bættri lýsingartækni í landinu og veita almenningi fræðslu um allt, sem ljóstækni varðar. Fyrir milligöngu þess hefur dr. Guth, forstöðumaður ljósrannsókna- stofnunar í Bandaríkjunum haldið hér nokkra fyrirlestra. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að fyrstu rafmagnsljósin voru kveikt á íslandi, — það raf- magn var frá stöð Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði. ☆ Með vetri hafa verið gerðar ýmsar breytingar á dagskrá út- varpsins og teknir upp ýmsir nýir þættir. Leikrit verða nú á sunnudagskvöldum en voru áður á laugardagskvöldum, í dagskrá á miðvikudögum verður yfir- leitt skemmtiefni, kvöldvökur verða á fimmtudögum, á föstu- dögum verða flutt óprentuð tón- verk eftir íslenzka höfunda og þá tala einnig fræðimenn um sérgreinar sínar. Á laugardags- kvöldum verður samfelld dag- skrá í stað leikritanna. Framhald á bls. 8 KRAFA hefir ráðstafað öllum tíma sín- um til ársins 1957. Þótt hann sé manna mest störfum hlaðinn gefur hann sér einatt tíma til að syngja ókeypis fyrir góðan málstað og leggur oft á sig mikið ómak þess vegna. — Væri ekki reynandi fyrir eitthvert íslenzkt góðgerðarfyrirtæki að leita til hans um að halda hér einn eða tvo hljómleika einhvern tíma, þegar hann er á leið milli Ev- rópu og Bandaríkjanna. Heimilis fang hans er „Luis Mariano, 84 Boulevard Carnot, Paris, France. —TÍMINN, 3. okt. "27" Ullor-fóSruS NÆRFÖT hlý og endingargóð og óviðjafnanleg að notagildi. Mjúk og skjólgóð, fóðruð með ullarreifi og ákjósan- leg til notkunar að. vetri. Penmans nær- föt eiga engan sinn líka að gæðum eða frágangi. Skyrtur, brækur eða samstæð- ur handa mönnum og drengjum. Fræg síðan 1868 Nr. 27-FO-4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.