Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. DESEMBER 1954
vwwwwvvwvvvwwwwvwvwwvwwww
x ÁI K iHÁL
IVtNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HÖLDUM HEILÖG JÓL
Jólaprédikun, lauslega þýdd
Alt er breytingum undirorpið.
Morgar stofnanir og siðvenjur,
er jafnan voru taldar heilagar
og friðhelgar, eru nú úr sög-
unni. Samt sem áður eru nokkr-
ar enn við líði, er staðist hafa
tímans tönn og öldurót aldanna.
Hinn forni boðskapur: „Því í
dag er yður frelsari fœddur“, er
enn kjarni jólanna. —
Og þessum boðskap er hvorki
hægt að breyt* — né gleyma
alveg, þótt margt stuðli að því
að vér gleymum honum. — Sú
hugmynd, að Sankti Kláus svífi
ofan -úr skýjunum lætur ekki
trúlega í eyra. Enginn, sem hefir
tilhneigingu til þess að skreyta
heímilin með gulum og bláum
litum um jólaleytið, gæti nokk-
urn tíma fengið mig til að segja
skilið við rauðu og grænu jóla-
litina. Ég verð að kannast við,
að hin nýtízku jólaspjöld snerta
ekki tilfinningar mínar; ég get
ekki orðið hrifinn af hinum þýð-
ingarlitlu teikningum, sem ekki
sýna hin fornu helgitákn: jóla-
stjörnuna, jötuna, vitringana á
úlföldum sínum. Og englarnir
ættu að vera þar — ekki endi-
lega nútíma-englar með litað
hár og krýft. —
Þess gerist ekki þörf að leita
að nýjum og frábrugðnum sög-
um. Að öllu athuguðu er sagan
aðeins ein og enginn nútíma-
höfundur getur endurbætt hana:
„Og í þeirri byggð voru fjár-
hirðar, er voru uti og héldu
náttvörð yfir hjörð sinni. Og
engill Drottins stóð hjá þeim og
dýrð Drottins Ijómaði í kringum
þá, og þeir urðu mjög hrœddir.
Og engillinn sagði við þá: Óttist
ekki, því sjá, ég flyt yður gleði-
boðskap um mikinn fögnuð, sem
verða mun fyrir állan lýðinn;
því í dag er yður frelsari fæddur,
sem er Kristur Drottinn í borg
Davíðs“.
Vér erum öll gripin þeim
áhyggjum, er nú virðast jóla-
hátíðinni samfara: Umferðin er
ægileg; þér getið ekki fundið
bílstæði; verzlanirnar eru troð-
fullar af fólki; kaupferðir innan
um þessa þvögu orka á mann
eins og martröð; þér eruð að
hugsa um gjafir, brjóta heilann
um, hvað í heiminum þér getið
gefið þessum og hinum. Þér
hugsið til þeirra vina og skyld-
menna, sem erfitt er að velja
gjafir fyrir. Yður hugkvæmist
ekki neitt, sem þeir þarfnast
(sem er harla undarlegt, ef vér
tökum oss tíma til að hugsa út í
þetta). Ef til vill er ekkert til í
verzluninni, sem þeir þarfnast.
En hvað þá um, að sýna þeim
vott um kærleika — hvað þá um
kærleikann sjálfan — og vinar-
þel — og skilning — og samúð
— og hjálparhendi — og bros —
og bæn? Þessar gjafir fást ekki í
verzlununum, en þær eru ein-
mitt þær gjafir, er fólkið þarfn-
ast. Vér þörfnumst þeirra öll. —
Blessaðir verða þeir, er verða
þeirra gjafa aðnjótandi á þessum
jólum, og á öllum tímum.
Leyfum ekki mannþrönginni
og hraða nútímans, að gera jólin
útlæg úr hjörtum vorum — því
þar eiga þau heima. Jólin eru
ekki í verzlununum; — þau eru
í hjörtum fólksins. Forðumst
tortryggni og kaldranahátt, og
nöldrið um, að jólin séu orðin að
kaupsýslu. Þau verða það aldrei
— nema þér leyfið það. Yðar
jól verða aldrei að verzlunar-
vöru, nema að þér gerið þau að
verzlunarvöru sjálf.
Látum engan blekkja okkur
með slagorðinu: „Jólin heyra
aðeins börnunum til!“ Þeir, sem
trúa því, hafa aldrei skilið jóla-
hátíðina rétt. Eftir því sem þér
eldist verða jólin þér þýðingar-
meiri, ef þér skiljið hvað þau
tákna. Jólin, þó þau séu altaf
ung, fylgja oss ævina á enda.
Hafið þér heyrt orðatiltækið:
„Mér finnst ég ekki geta komist
í jólaskap þetta ár?“ Það er
slæmt. Sem vantrúarjátning er
þessi setning fremur athyglis-
verð. Þér játið um leið, að þér
finnið ekki til fagnaðar vegna
komu Jesú — þér játið, að yður
finnist tilvera hans í heiminum
ekki raunveruleg.-----Ef til vill
þurfið þér að lesa jólasöguna á
ný — — setjast niður með
Lúkasar guðspjallið og íhuga
það.
Ég þakka Guði fyrir jólin;
vildi óska að þau entust árið í
kring, því að á aðfangadagskvöld
og jóladaginn er heimurinn
betri og menn og konur elsku-
legri. Kærleikurinn seytlast þá
inn í hjörtu mannanna, og
kraftaverk gerast. Er ekki dá-
samlegt að hugsa til þess, að
ekkert getur, í raun og veru,
dregið úr jólafögnuðinum. —
Jafnvel þótt þér bætið ein-
hverju nýju við jólatrésskrautið,
er yður þó kærast gamla trjá-
skrautið, sem þér hafið vand-
lega geymt frá ári til árs —
gamla máða stjarnan, sem hengd
er á trjátoppinn. — Þér sækið
litlu jötuna, fjárhúsið og litlu
líkönin af fjölskyldunni helgu
og raðið þeim blíðlega á arin-
hilluna eða mitt á borðstofu-
borðið. — Og það er viðburður
í lífi fjölskyldunnar, þegar sótt
er jólatréð; börnin verða frá sér
numin. Svo er skápur í húsinu,
sem þér hafið bannað bónda
yðar að líta inn í, og hann geng-
ur leynilega um húsið með
böggla falda undir jakkanum, og
þér þykist ekki taka eftir því.
Ilmur af kökum og alls konar
bakningu fyllir húsið; hinir
yndislegu gömlu jólasöngvar
hljóma um húsið og gera það
hlýrra. —
Loks líður að morgni jólanna.
Berið engar áhyggjur — þér
verðið reiðubúnir að taka á móti
þeim — þér munið finna jóla-
fögnuðinn, eða hann mun grípa
yður, sem er jafnvel betra. Og
þá munið þér muna hvað 'jólin
tákna: upphaf kristindómsins —
tækifæri á ný til að bæta heim-
inn, friðarboði og vegurinn til
lífsins.
Fyrirheitið, sem englarnir
sungu, er hinn fegursti söngur,
er mannkynið hefir nokkurn
tíma heyrt:
Friður á jörðu og velþóknun
yfir mönnunum! Þetta var ekki
yfirlýsing um hvernig ástatt er
í heiminum. Það er fyrirheit —
fyrirheit Guðs — um það, sem
koma skal.
Ef veraldarsagan sannar nokk-
uð, þá er það, að vegir mann-
anna liggja ekki til nokkurrar
úrlausnar. En til er vegur —
vegurinn til lífsins — óreyndur,
óprófaður^úkannaður að mestu
-----vegurinn Hans, sem fædd-
ist Barn í Betlehem.
Vér þráum, að kærleikurinn
finni leið inn í hjörtu vor þessa
hátíðadaga; vér trúum því, að
hinn helgi máttur jólanna geri
okkur móttækileg fyrir hann.
Vér viljum varðveita hina
fornu jólasiði, því þeir styrkja
fjölskylduböndin, færa oss nær
vinum vorum, og sameina oss
mannkyninu, því Barnið var
mannkyninu fætt. Þeir færa oss
aftur til Guðs, sem gaf sinn ein-
getinn Son, til þess hver, sem á
hann trúir, ekki glatist, heldur
hafi eilíft líf.
Jonas Samson
Marks 30 Years
With Edison Co.
Jónas J. Samson
Jónas J. Samson, 935 West
Grant dr., marked the comple-
tion of 30 concecutive years of
engineering service with Com-
monwealth Edison Co., Sept. 30.
He started in 1924 as a speci-
fications engineer, later became
a supervising engineer in the
equipment and research section
and is now a supervising design
engineer in the station electrical
engineering department.
A 1924 graduate of the Uni-
versity of Manitoba, Samson has
a degree in electrical engineer-
ing. He is a member of the
American Institute of Electrical
Engineers, American Standards
association, Chicago Physical
society and the American
Society for Advancement of
Science.
Mr. and Mrs. Samson have
Aictc««ctctc«te<ctetc<8te>e(Cictetete!eie!eic'eietcie«iciciKt«iet8«tcieictateietete!ctctcictste<cte<3
K
i
Að hátíð hátíðanna, sem í hönd fer
og árið komandi megi verða íslend-
ingum í Selkirk og annars staðar
gleðirík hátíð og blessað farsælt ár
óskar
THOMAS P. HILLHOUSE, Q.C.
BARRISTER
SELKIRK
MANITOBA
Phone 3051
................................................................ ■ ........................................................................»
Compliments and
Sincere Wishes
For Christmas and the New Year
DICK HILLIER
|
I
■
1
x
|
I
8
|
I
i
I
I
§
ð
2
«>t»9t>)>t>»)>tat>t»»at»9)9)>)»9)»at»atit»aia)9)9)»»9»)»at>t»»9)9)at»9)a)a)»»>)»»9i<
MANITOBA
FRAMLEIÐSLA
FÆRIR ÚT KVÍAR
Manitoba er á hraðri leið til að verða meiri-
háttar iðnaðarfylki; ný fyrirtæki benda í þá átt,
að traust iðnrekenda á framtíð fylkisins fari
vaxandi jafnt og þétt. \
Fyrir þessu eru góðar og gildar ástæður;
stöðvar fyrir verksmiðjur eru hinar ákjósanleg-
ustu, fjölhæfur verkalýður og greið markaðs-
skilyrði — alt þetta bendir til bjartrar framtíðar
í Manitobafylki.
Kynnið yður þessar staðreyndir vegna fram-
tíðarinnar. Iðnaðar- og verzlunarmálaráðuneytið
veitir með glöðu geði fullnaðarupplýsingar varð-
andi framtíðarhorfur í iðnaði. Skrifið:
DEPARTMENT 0F INDUSTRY
AND COMMERCE
LEGISLATIVE BLDG.
Hon. R. D. Tumer
Minister
WINNIPEG
R. E. Grose
Deputy Minister
lived in Des Plaines since 1938.
--------------------
Jónas J. Samson er fæddur í
20. nóv. 1898 í svonefndri Hóla-
byggð í N. Dakota, 5 mílur norð-
vestur af Hallson P.O. Hann er
sonur Jóns J. Samson, sem var
lögreglumaður Winnipegborgar
og Manitoba-fylkis í 35 ár og
konu hans Guðbjargar Ólafs-
dóttur.
Jónas innritaðist í flugher
Canada í fyrra heimsstríðinu og
stundaði æfingar í Austur-
Canada í lok stríðsins. Hann er
kvongaður og á tvær dætur.
e************^*************************************^
Christmas Wishes
FROM
The Gimli Medical Centre
DR. A. B. INGIMUNDSON
DR. C. R. SCRIBNER
DR. G. JOHNSON
DR. F. E. SCRIBNER
&»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>
»«««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««**'
WEILLER & WILLIAMS
COMPANY LIMITED
Vér grípum þetta tækifæri til að flytja hinum
Islenzku viðskiptamönnum vorum hugheilar
hátlðarkveðjur. Vér þökkum viðskiptin á und-
angengnum árum og væntum þess að geta veitt
ykkur greiða og góða afgreiðslu í framtíð.
Hafið hugfast, að vér veitum smáum gripa-
sendingum nákvæmlega sömu skil og þeim,
sem stærri eru.
WILLIAM McGOUGAN, Manager
s
I
ð
I
I
I
Union Stock Yords - St. Boniface, Mon.
& I
1»)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»^
»«*****«**«***«*«*«*«*«*«««*****««**«*************te,e^
\ i
* Merry Chrisfmos! Prosperous New Year! «
ZELLER’S
RETAILERS TO THRIFTY CANADIANS
i
I
■
8
1
■
l
8
8
»
Nationwide Retail Firm has opening for
ambitious Young Men who wish to train
for executive positions.
ZELLERS LIMITED
346 Portage Avenue
g PHONE 92-5174
WINNIPEG
'S»»»»»»»*»»»»»»»»»»»»»»»»3)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»**S
7í
Á
ea^an*
reetinaí
T
We pause a moment on the threshold of
a New Year to exchange greetings with
our lcelandic friends . . .
It is a pleasure to wish them a full
measure of happiness at this time — and
for the years ahead.
Western PublisKers Ltd.
Publishers of
“WINNIPEG AND WESTERN GROCER”
also
“WESTERN MOTOR TRANSPORTATION”