Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 12

Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 12
12 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. DESEMBER 1954 Séra Robert Jack hefir skrifað bók á ensku um prestsskap sinn í Grímsey Séra Pétur Magnússon í Valla- nesi segir frá för sinni um Bandaríkin og Kanada Ssra Pétur Magnússon í Valla- nesi er nýkomii)n heim vestan um haf úr för sinni um Banda- ríkin, þar sem hann hefir dvali5 síðustu mánuðina í boði Banda- ríkjastjórnar. Hitti blaðamaður frá Tímanum hann að máli og spurði frétta úr förinni. Hvar þótti þér fegurst um að litast þarna vestra, séra Pétur? — Fegurstu borgirnar fundust mér vera Washington, San Fran- cisco og Seattle, en úti á landinu þóttu mér fegurst svæðin frá Portland og allt norður til landa- mæranna. Landslagið í Washing- ton fylkinu minnir víða á feg- urstu staðina á íslandi. T.d. er hið fagra fjall Rainier, „Snæ- fellið,“ bara í stækkaðri mynd. — Hvernig líkuðu þér móttök- urnar, sem þú fékkst þarna vestra? — Ágætlega, að því er tók til allra þeirra, sem ég hafði nokk- ur persónuleg kynni af. Ég mætti mikilli gestrisni og hlýju hjá öllum þeim, sem höfðu nokk- uð með að gera framkvæmd ferðaáætlunarminnar, og hún var í öllum atriðum undirbúin með hinni kunnu amerísku ná- kvæmni. Engu gleymt. — Hvað getur þú sagt mér frá íslendingum, sem þú hittir, bú- settum þarna vestra? — Thor Thors, sendiherra var ekki í Washington dagana, sem ég dvaldi þar. Staðgengill hans er hinn ungi, glæsilegi Pétur Eggerts, sonur Sigurðar heitins Eggertz. Hjá honum átti ég mjög skemmtilegar s t u n d i r, bæði á heimili hans og annars staðar. — Hvaða íslendinga hittir þú í Los Angeles? — Fyrst er þar að geta frú Hlífar Pétursdóttur T a 1 c o 11, hjónanna Pálínu og Egils Skjöld, Jennýar systur frú Pálínu og frú Guðnýjar Þorvaldsson, for- manns íslendingafélagsins í Los Angeles, og sem stóð fyrir kveðjusamsæti, sem mér var haldið síðasta kvöldið, sem ég dvaldi þar. — Marga aðra á- gæta menn og konur gæti ég nafngreint, ef rúmið leyfði. — En í San Francisco? — Þar vil ég sérstaklega nafn- greina læknana dr. Eymundsson og dr. Oddstað, sem ég var í heimboðum hjá á víxl og þá ekki síður ungfrú Margrete Thorlaks- son, sem, ásamt hinum fyrr- nefndu, auðsýndi mér þá gest- risni og vinsemd, sem foreldrar hennar, séra Octavius Thorláks- son ræðismaður, og frú, eru al- kunn fyrir, en þau eru um þess- ar mundir stödd í Winnipeg. — Sonur dr. Oddstað, Andrés Odd- stað, milljóneri í uppsiglingu, er sem stendur að byggja þarna bæjarhverfi. Móðurbróðir hans, Stonson, er auðugasti núlifandi maður af íslenzkum ættum og býr í San Francisco í einu bæjar- hverfanna, sem hann h e f i r byggt. Hann er talinn eiga skuld laust 30 milljónir dollara. — Seattle? — Þar vil ég fyrst nefna hin prýðilegu presthjón, séra Erik H. Sigmar og frú hans, séra Guðmund Johnson og frú, en séra Guðmundur hefir um lang skeið verið mikill forvígismaður Þjóðræknisfélags Vestur-íslend- inga, skáldkonuna frú Jacobínu Johnson, Halldór Sigurðsson, byggingarmeistara og T o n i Björnsson, óperusöngvara. Á wtcieteictcteicicicictcicicieKiciKicieteicietcicietcictcteectewiewtctcieicieictcviií1 Heilhuga jóla og nýársóskir til íslendinga CHARLES RIESS & CO. FUMIGATORS 372 COLONY ST.. WINNIPEG PHONE 3-3529 Innilegustu óskir . . um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslendinga, og góðs, gæfuríks nýórs. T O W N O F SELKIRK Hátíðirnar eru helgaðar samúðarríkum skilningi meðal allra manna án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða litarháttar. City Hydro vonar að slík hugarfarsafstaða ríki á meðal yðar eigi aðeins yfir sjálfar hátíðirnar, heldur svipmerki árið nýja, sem senn fer í hönd. teteteieteicteieieteteteteieieteeeteteieteteteieteieieteieieieeeieteieieteieieietcteteteieietetete iLLUSTRATION LAYOUT DESIGN LETTERING PHOTOGRAPHY FASHION COMMERCIAL COLOR PHOTOENGRAVING LINE HALF-TONE BLACK AND WHITE FULL COLOR Ststaiaift^aisikit&aistatstsisistsikStaiSisiaiaisiaashðiaiaiataiatsiMSistaikaiSiaiaiSisisiSiSiSt1 heimilum þessa fólks og fleiri á- gætra íslendinga, búsettra þarna n a u t ég mjög ánægjulegra stunda. Séra Erik Sigmar er á- gætur prestur og mjög sköruleg- ur ræðumaður. Ég tók þátt í tveim guðsþjónustum með hon- um í Calvary Lutheran Church, flutti ávarp á ensku við fyrri messuna en prédikaði á íslenzku við þá síðari. Á eftir síðari guðs- þjónustunni átti ég skemmtilega kveðjustund með kirkjufólkinu í samkomusal safnaðarins, þar sem kaffi var drukkið og ræð- ur haldnar. — Séra Erik Sigmar tók mér norður um hin fögru héruð, alla leið til Blaine, þar sem faðir hans, séra Harald Sig- mar, er prestur. Prestshjónin í Blaine tóku mér ógæta vel og sömuleiðis merkishjónin Jóhann Straumfjörð og kona hans. — Ég heimsótti í þessari för hið stórmyndarlega elliheimili „Staf holt“ og flutti þar ávörp til hinna háöldruðu landnema, sem dvelja þar. Ég vil taka það fram, að mest- an hluta þess tíma, sem ég dvaldi á Klrrahafsströndinni, var ég á þeirri stjórnardeild Bandaríkj- anna, sem annast ferðalag boðs- gesta ríkisins. Þeir óku mér um hina fegurstu staði, stundum klukkustundum saman og sýndu mér merkileg söfn og fágæt mannvirki. Menn þessir voru flestir hámenntaðir og mjög skemmtilegir að vera með. Minn isstæðastir eru mér Mr. G. Malk- er, sendiráðsmaður, búsettur í Los Angeles, Paul W. Kerr, lög- reglustjóri þar í borg, sem ók mér einn daginn í sjö klst. sam- fleytt um hin fögru héruð suður af borginni og Mr. Jack Wright, director við Bureau of Commun- ity Development, við háskólann í Washington-fylki. Hann ók mér um hinar fögru sveitir, sem liggja á milli borganna Sentralia og Seattle. Á leiðinni átti ég við hann hugðnæmt samtal um það, hvað reyna þurfi að gera til að varna því, að lýðræðið færi smám saman úr reipunum, eins og baggar í heylest, hjá hirðu- litlum lestamanni. — Á milli hvíldum við hugann við að horfa á hið undurfagra landslag, skógi klædd dvalverpi, hæðir og fjöll, með fjallið Rainier, Snæfell þess ara héraða, gnæfandi hátt yfir í austri, formfagurt og tignarlegt, með fannakögri. — Þú dvaldir eitthvað í Kan- GOOD KING WENCESLAUS The good King vrho went out to help a poor man’s fam- ily "though the frost was cruel” symbolizes the spirit of giving that fills the Christ- mas season. Have you an- swered your Christmas Seal letter? Give all you can to help flght TB—to prevent the sorrow and suffering that TB brings into every home that it strikes. Buy and Use Christmas Seals Always remember . . . You'll bake-it-better with FIVE ROSES ALL-PURPOSE FLOUR For more than sixty years FIVE ROSES FLOUR has been a favorite ih kitchens from Coast to Coast in Canada. Thousands of Canadian Homemakers depend on FIVE ROSES for grand results in all their baking. Listen to The FIVE ROSES HOMEBAKER'S QUIZ Every Monday through Friday over your local radio station. • Four Valuable Prizes Weekly • A Grand Prize Every Fifth Week LAKE OF THE WOODS MILLING COMPANY LIMITED . Makers of All-Purpose FIVE ROSES Vitamin-enriched FLOUR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.