Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 11

Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. DESEMBER 1954 11 Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna! Ég hef fellt í lag og línu Ijóðið mitt í grasi þínu. Yfir höfuð yrkir mitt aftur seinna grasið þitt. Þannig yrkir enginn, þegar honum leiðist eða hann er í ósátt við umhverfi sitt. Landnemarnir skildu, að þeim var hollast að una hlutskipti sínu og vinna hinu nýja landi af lífi og sál. Hitt var augljóst, að þeir, sem uppkomnir fóru af íslandi, hlytu ætíð að verða á báðum áttum og eins og tvískiptir milli ættjarð- arinnar og fósturlandsins. V>«teegtetetctc(eic>etete<etetetete<eteteiece>e>e<e>etete«;ieietete<eie>e<e>eteee«tetetcteicc<e<e(eici9 i I I § Megi hátið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. THE ELECTRICIAN Jochum Ásgeirsson Elecirical Wiring 685 SARGENT AVE. GuSmann Levy Supplies — Repairs WINNIPEG l»»: s Verzlunarsíml 74-8572 © Heimllissímar 83-4654 — 40-5360 »»»9)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»« Megi hátið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Allar tegundir af ÚRUM, KLUKKUM OG SKRAUTMUNUM, HENTUGAR TIL JÓLAGJAFA OG FYRIR ÖLL ÖNNUR TÆKIFÆRI THOR'S GIFT SHOP Ltd. Selkirk Jewellers SELKIRK MANITOBA Megi hátið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. NATIONAL MOTORS LTD. WINNIPEG'S MERCURY, LINCOLN AND METEOR DEALER Phone 72-2411 276 COLONY ST. (at St. Mary’s) WINNIPEG Matthías Jochumsson hafði á ferð sinni vestan hafs árið 1893 ort til Vestur-lslendinga kvæði, er honum síðar þótti lítið til koma, og gerði hann þá Bragar- bót, hringhenduna snjöllu um íslenzkuna, þar sem hann særir Vestur-íslendinga við líf og æru að gleyma aldrei tungu sinni. Svaraði Stephan þessu kvæði Matthíasar og hefur þar lýst á ógleymanlegan hátt tvískiptingu þeirri, er ég gat um áðan, þegar hann segir: En týnt er ékki tungumál — þó torkennt sé og blandið ■— hjá fólki, er verður sína sál að sækja í heimalandið. Þó hér sé starf og velferð vor og vonin, þroskinn, gróðinn, er þar vort upphaf, afl og þor og æskan, sagan, Ijóðin. Ef vér nú athugum þessa skiptingu, sjáum vér, að hún er aðeins gerð milli samtíðar og fortíðar, á framtíðina er ekki minnzt. Verðum vér því að snúa oss annað til að kynnast viðhorfi Stephans til hennar. Fyrir flest- um fer það svo, að þeim er öll- um lokið, þegar ævina þrýtur, nema að því leyti, sem þeir lifa áfram í* niðjum sínum. En Stephan setur sér og kynslóð sinni þó æðra mark, er hann lýsir í Bragamálum, sem eru eins konar einkunnarorð hans fyrir Andvökum. Segir Stephan þar svo í öðru erindinu: Líf er straumsins stundartöf, styttra vor, sem þroskar óðinn. Skammt í myrka moldargröf — moldin kæfir hljóð og Ijóðin. Sporlaust hverfur þú og þjóð þín, skilirðu ei framtíð skáldi að gjöf. Stephani er ekki nóg að yrkja fyrir samtíð sína, hann vill einnig eiga orðastað í öldinni sem kemur. Þó að Stephan væri manna bjartsýnastur, trúir hann ekki á framtíð ljóða sinna í Vesturheimi, heldur beinir hann vonum sínum hingað heim og hvergi fagurlegar en í loka- erinðum kvæðis síns um Skaga- fjörð, þar sem hann segir: Man ég forna feðratrú, þá að andar heygðra hala hyrfu í fjöllin sinna dala, kæmu þaðan þá og nú — mér finnst vögguvonin sú vænst í spásögn dýrðarsala. Getur, fagri fjörðurinn, minna beztu kvœða kraftur hvorfið heim í faðm þinn aftur, þegar munnur þagnar minn, komið aftur eitthvert sinn yngri, stærri, endurskaptur? Ber hér enn að sama brunni um hug landnámskynslóðar Vestur-lslendinga til íslands og heimaþjóðarinnar, hug, sem margir eiga bágt með að skilja, er aldrei hafa litið landið úr fjarska né séð sögu og sérstöðu þjóðarinnar í sambandi við önnur lönd og lýði. Heimaþjóðin hefur hvergi nærri gert sér glöggva grein fyrir því gagni, sem íslendingar erlendis hafa unnið landi og þjóð, fyrir þeim verði, sem þeir hafa oft á tíðum staðið um hvorttveggja meðal framandi þjóða. Enn lifir að nokkru kraftur- inn úr fyrstu kynslóðinni, þó að hann sé nú víða tekinn að dvína, enda aðstaða allt önnur eftir að kynslóð sú, er fædd var á ís- landi, er að mestu liðin undir lok og afkomendur þeirra, upp- etetetetetetete>eeeeeeeteictetetetetetctcteteteteteteeeeeteteteeetetetetetete«eteteteteteeeeetetetetei| Megi hótið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Asgeirson Paint&Wallpaper 698 Sargenl Avenue WINNIPEG MANITOBA runnir vestan hafs, teknir við. Vér getum ekki vænzt þess, að þeir líti Island eða það, sem ís- lenzkt er, sömu augum og for- eldrar þeirra. Þar hlýtur leiti að bera á milli og breyta allri út- sýn, þó að það hafi ekki byrgt hana að fullu. Hinar yngri kyn- slóðir þarf því að fræða og glæða með þeim skilning og áhuga á íslenzkum efnum eftir því sem föng eru á. Og í þeirri viðleitni er oss ómetanlegur styrkur að hvers konar hvöt héðan að heiman. Það er gömul hugmynd, er vert væri að at- huga vandlega, hvort ekki væri Framhald á bls. 15 &teteteteteeeteteteteteeeteteteteteteteteteteteteie«eteteteteteeeteteieteeeeeteteeeteteteeeteteieeet i 1 Megi hótið Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Thorgeirson Company PRENTARAR 532 Agnes St.. Winnipeg Phone 3-0971 i 1 I 1 I 1 &»x»»»»»»»»»»»*»»»»»»»»»»»»xx»»»»»»x»x»»»»»»»a»»»»»x»* Qreetinqs . . . and best wishes for an enjoyable Yuletide and a very happy and most prosperous New Year to our ICELANDIC FRIENDS l»»»»»»»»»»»»»St»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3:Í Við óskum íslendingum fjær og nær gleðilegra jóla og að órið komandi verði þeim og öllum gæfu og gleðiríkt ór. Grant’s Brewery Limited sr H. SIGURDSON & SON L I M I T E D PLASTERING CONTRACTORS Halldor Sigurdson 526 Arlington Street Sími 72-1272 Halldor Melvin Sigurdson 1410 Erin Street Sími 72-6860 Innilegustu óskir . . um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslendinga, og góðs, gæfuríks nýórs. 13a/ierie4$£imited

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.