Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955
GUNNAR DAL:
Eldganga á Suður-lndlandi
„Vaknaðu, Shab, vaknaðu.“
Ég stakk höfðinu undan gula
mýflugnanetinu. Þetta var Mot-
ley gamli. Hann stóð þarna við
opinn gluggann og tróð upp í sig
pantuggu.
„Það fer að byrja,“ sa^ði hann.
Hitinn var kæfandi og mig
langaði til að halla mér aftur.
„Hvað fer að byrja, babuji?“
spurði ég geyspandi.
„Gangan, shab.“
„Gangan?“
„Shab,“ sagði Motley virðu-
^lega, „varst það ekki þú sem
baðst mig að taka þig með næst
þegar gengið yrði hér í Tamil?“
„Eldgangan?“
„Nema hvað,“ sagði Motley.
Ég rauk á fætur.
„Drottinn minn! Eldganga í
þessum hita!“
„Nema hvað,“ sagði Motley
aftur. „I dag er hátíð gyðjunnar
Mariömmu."
Tveim stundum síðar komum
við til þorpsins. Það var ögn
svalara nú en í hádegissólinni,
þegar við lögðum af stað. Þorps-
búar voru þegar komnir á stað-
inn og sátu flestir með kross-
lagða fætur í skugga musteris-
ins. — Við Motley fengum okk-
ur líka sæti.
„Þarna á gangan að fara
fram,“ sagði Motley. Hann benti
á stóra eldgröf, sem tekin hafði
verið fyrir framan kovil (must-
eri) þorpsins. „Hún er fjörutíu
feta löng, fimm feta breið og
þriggja feta djúp.“
Þeldökkir hofþjónar voru að
ljúka við að fylla gröfina af viði
og kolum. Flautuleikari og trum-
buslagari þorpsins voru byrjað-
ir að leika. Hljómlistin var und-
arleg og seiðþung.
Skyndilega birtist prestur í
dyrum hofsins. Hann hafði log-
andi kyndil í hendi. Það fór klið-
ur um mannfjöldann, sem breytt
ist í þrumugný þegar presturinn
bar logann að kestinum og
kveikti í — Svo var þögn. Hljóm
fall trumbunnar var hægt og
þungt.
„Þarna er hann — periya puj-
ari“ hvíslaði Motley lágt.
Gamall maður birtist á muster
isþrepunum. Hann var alvarleg-
ur og virðulegur á svip og þó
meinlætalegur og sinaber. Hann
bar líkneski gyðjUnnar á höfði
sér. Þetta var höfuðpresturinn.
Hann gekk hægt niður tröpp-
urnar. — Eftir honum fór hópur
ungra kvenna. Þessar meyar
höfðu sérstaklega verið valdar
til eldgöngunnar. Þessi hópur
nam staðar við eldgröfina. Það
var tekið að loga. Hofmeyarnar
byrjuðu að búa sig, undir altaris-
göngu sína inn að helgidóm gyðj
unnar Mariömmu, sem bjó í eld-
inum. Þær smurðu sig ilmsterkri
olíu úr sandelviði. — Þannig
segir „Kama Sutra“ að kona
skuli búast áður en hún gengur
á fund elskhuga síns. — Prest-
urinn bar fagurrauðan lit (ver-
milion) milli augna þeirra. Hann
er tákn hreinleikans. Því næst
var blómsveigur lagður um háls
þeirra — tákn ástar og virðing-
ar. — Að þessum undirbúningi
loknum hóf þessi undarlegi
flokkur dans í takt við seiðþungt
hljómfall trumbunnar. Eldurinn
var tekinn að skiðloga.
„Það veður enginn þennan
eld,“ sagði ég vantrúaður við
Motley.
Hann glotti stríðnislega.
„Alveg rétt, Shab,“ sagði hann,
„það fer enginn að ganga þenn-
an eld — glóðin er ekki orðin
líkt því nógu heit!! — Sérðu ekki
að það er enn mikið af óbrunn-
um viði!“
Það var að vísu satt, en nógu
heitt virtist mér það samt.
Periya pujari höfuðpresturinn
með líkneski gyðjunnar á höfði
sér dansar um stund við eldinn
ásamt hofmeyunum. Nú dansa
þau af stað niður götuna í áttina
að þorpstjörninni. Ahorfendur
standa upp og fylgjast með. Ekki
er numið staðar hjá tjörninni
heldur dansað út í vatnið og jafn
vel þar heldur dansinn áfram, þó
hann sé hér aðeins líkamssveigj-
ur og armhreyfingar. Þessi dans
í tjörninni er trúardans — bæn
til Mariömmu. Hver hreyfing
hefur ákveðna táknræna merk-
ingu. Eftir þessa skírn í tjörn-
inni dansa meyarnar upp úr
vatninu. Blaut léreftsfötin falla
þétt að hörundinu. Þær klæða
sig í þurran sari utan yfir og
smeygja sér síðan úr þeim
blautu. Á þann hátt hafa ind-
verskar konur oft fataskifti á al-
mannafæri.
Aftur byrja þessi seiðþungu
slög trumbunnar og dansinn
hefst að nýu. — Stefnt er að eld-
inum við musterið. En nú verð-
ur dansinn hraðari og villtari.
Við hvert fótmál verður trum-
buslátturinn þyngri og trylltari.
Loks þegar að eldgröfinni við
musterið er komið er þetta dans-
andi fólk orðið líkara trylltum
öndum en mennskum verum.
Höfuðpresturinn og hofmeyarn-
ar eru nú tilbúnar að hefja eld-
gönguna. Tveir hofþjónar fjar-
lægja alla ösku af glóðinni og nú
sést þar aðeins rauðglóandi eim-
yrjan.
Periya pujari veður frarti að
eldinum. Hann tekur ofan þetta
kynlega höfuðfat sitt, líkneski
gyðjunnar, lyftir öðrum fæti
eins og hann ætli að stíga út í
glóðina, en hikar við og hefur
yfir bænir um stund. Síðan stíg-
ur hann út á eldinn. Hann hrað-
ar sér ekki neitt. 1 miðri eldgröf-
inni nemur hann staðar um
stund, beygir sig niður, fer hönd-
um um glóðina og tekur upp
glóandi eimyrjuna og hendir f
loft upp. Um leið gefur hann frá
sér hljóð, sem ekki virðist geta
komið úr nokkrum mennskum
barka. — Hann gengur síðan
eldþróna á enda, snýr við aftur
og kemur aftur sömu leið líkt og
hann gengi á mjúku flosteppi.
Hann hefur vígt eldinn. Nú get-
ur hver, sem vill gengið til altar-
is Mariömmu. Þessi gamli, sina-
beri maður, er með öllu óskadd-
aður eftir þessa eldraun. —
Hann er aðeins móður og das-
aður.
Nú ganga hofmeyarnar ein af
annari. Þær hálda á rís, tákni
frjóseminnar, í hendi. Þær ganga
allar yfir með rólegum en þó
léttum og ákveðnum skrefum.
Enga þelrra sakar neitt.
Áhorfendum er einnig boðin
þátttaka! — Ung móðir með
kornbarn á armi stendur skyndi-
lega upp og leggur barnið frá
sér. Hún gengur eldinn. Fætur
hennar eru með öllu óbrenndir.
Skömmu síðar fer gamall maður
yfir eldinn og sakar ekki. Maður
er farinn að halda að þessi eldur
brenni ekki! Hávaxinn maður
með harðan og einbeittan svip
stígur út á glóðina en hrökklast
jafnskjótt út af henni aftur. Það
blæðir úr fótum hans. Eins fer
fyrir tveimur þeim næstu. Fleiri
reyna ekki. Gyðjan Mariamma
veitir ekki öllum blessun sína.
„Hvernig er þ e 11 a gert?“
spurði ég Motley á heimleiðinni.
„Það þarf að lyfta öðrum
fætinum fram fyrir hinn,“ svar-
aði hann spaklega. „Þetta geta
allir. Jafnvel þeir á Norður-Ind-
landi. Ég hef heyrt um mann
þar, Swami Swanand hét hann,
sem gat látið hvern sem var
ganga eld. Ég á mynd af því
heima hjá mér.“
„Hefur þú reynt?“ spurði ég.
„Nei, þeir hálfsvelta sig vikum
og mánuðum á undan eldgöng-
unni og lifa meinlætalifnaði.“
„Ég skil,“ sagði ég.
„Gangið þið eld á Islandi,
shab?“ spurði Motley.
„Nei,“ sagði ég.
„Ekki einu sinni prestarnir?“
spurði Motley.
„Nei, babuji, ekki einu sinni
prestarnir," sagði ég. Motley
hristi höfuðið.
„Þið eruð heiðingjar," sagði
hann, spýtti rauðu og fekk sér
aðra pantuggu. — Undarleg þjóð
Indverjar!
Hverju eigum við að trúa?
Geta menn í raun og veru geng-
ið eld eða eru hér einhver brögð
í tafli? Beinast liggur við að
álíta að þetta fólk smyrji fætur
sína með einhvreju efni, sem ver
það fyrir eldinum. En við nán-
ari athugun er þessi skýring
heldur ólíkleg. Efnafræðiprófess
orar á Vesturlöndum, sem langt
eru komnir í vísindum sínum,
þekkja enga slíka smurningu. —
Og ætti þetta ólæsa og óskrif-
andi fólk að vita meira en þeir?
Á máli þess, Tamil og Kannada,
er ekki einu sinni til orð yfir
hugtakið „efni“ í þeirri merk-
ingu, sem það er notað á Vestur-
löndum!
En Vesturlandamenn vildu
lengi ekki trúa eldgöngum og
vilja sumir ekki enn. Margir
halda fram að hér sé um einhver
svik að ræða. Til að fá úr þessu
skorið var Indverpi nokkur,
Khuda Bux að nafni, fenginn af
enskum vísindamönnum til að
vaða eld í Lundúnum. Við þetta
kannast margir hér á landi.
Harry Price forstöðumaður
Rannsóknarstofu Lundúnahá-
skóla lét sér detta í hug að Ind-
verjar undirbyggju eldinn ein-
hvern veginn á þann hátt að
hann brenndi ekki! Þess vegna
var eldurinn ekki undirbúinn
eftir indverskri forskrift, heldur
eins og honum sjálfum sýndist.
Hann lét bera saman sjö tonn af
eik, eitt tonn af brenni, bílhlass
af kolum, fimmtíu eintök af The
Times og loks lét hann hella yfir
allt saman um 50 lítrum af olíu.
Síðan var kveikt í. Eldurinn var
reyndur. — Vísindamennirnir
vissu að hörund brennur fyrr en
unnin bómull. Þeir bjuggu til
trémót og vöfðu baðmullarklút
utan um hann. Síðan settu þeir
hann á glóðina. Klúturinn sviðn-
aði á augabragði og eftir tvær og
hálfa sekúndu var komið gat á
klútinn.
Einn úr rannsóknarefndinni
bauðst til að reyna eldinn á sjálf
um sér. Hann gekk hiklaust út á
glóðina — tvö skref, en stökk
þá úr eldinum með brunna og
blæðandi fætur.
Khuda Bux fór nú úr sokkum
og skóm. Hann hafði þegar verið
rannsakaður af vísindamönnun-
um og reyndist ósköp venjuleg-
ur maður, líffærafræðilega séð.
Khuda Bux óð eldinn og sakaði
hvergi. Hann óð yfir aftur sömu
leið til baka. Vísindamennirnir
Myndarleg bygging, búin flest-
um nýtízku tækjum, — tekur
25 sjúklinga.
Með byggingu þessa sjúkra-
húss hefur verið náð merk-
um áfanga í sjúkrahúss-
sögu Keflavíkur.
Vísir hefir átt tal við Bjarna
Sigurðsson yfirlækni sjúkra-
hússins og fengið hjá honum
nokkrar upplýsingar um hinn
nýja spítala.
Húsið, sem er reist eftir teikn-
ingu prf. Guðjóns heitins Samú-
elssonar húsameistara ríkisins,
hefir verið all-lengi í smíðum, en
herra Sveinn Björnsson, þáv.
forseti íslands, lagði horn stein
að því í september 1944.
Þetta er hið vandaðasta hús,
er rúmar 25 sjúklinga niðri,
röntgenstofur, slysastofa og her-
bergi yfirlæknis, en uppi eru
skurðstofa og sjúkrastofur.
Lyfta er í húsinu. Þá búa í hús-
inu tvær hjúkrunarkonur, en sú
þriðja býr skammt frá spítal-
anum.
Eins og fyrr segir, er sjúkra-
húsið búið fullkomnum tækjum,
svo sem ljóslækningatækjum,
röntgen- og stuttbylgjutækjum
frá Siemens-verksmiðjunum í
Þýzkalandi, en Gísli Sigur-
björnsson, forstjóri í Reykjavík,
mun hafa haft milligöngu um
útvegun þeirra frá Þýzkalandi,
rannsökuðu og ljósmynduðu fæt
ur hans. Þeir voru óskaddaðir
með öllu. Síðan báðu þeir hann
ganga enn einu sinni.
„Ég hef misst trúna,“ sagði
hann, „ef ég geng aftur mun ég
brenna mig.“
Þar við var látið sitja. Vísinda-
mennirnir höfðu ekki komizt að
neinni „vísindalegri niðurstöðu“
en viðurkenndu að hér væri eitt-
hvað á ferðinni sem þarfnaðist
frekari skýringa. — Og við erum
engu nær. Orð eins og sefjun,
vilji og trú eru aðeins orð., en
veita ekki skilning. Eldgangan
er í andstöðu við vísindin. Sumir
segja að hún sé því ekki til, aðrir
að hún sé yfirnáttúrleg. —
Óskynsamlegt er að halda að um
nokkuð yfirnáttúrlegt geti verið
að ræða. Allt á sér orsakir, sem
byggjast á ákveðnum lögmálum.
En þekkjum við allar orsakir
þess sem er? Þekkjum við öll
lögmál, sem tilverunni stjórna?
Sumir halda að vísindin þekki
allt, viti allt. Allt sem sé í and-
stöðu við þau geti því ekki verið
satt. Aðrir halda að vísindi mann
anna séu aðeins sandkorn á
strönd hins óþekkta hafs.
— LESBÓK MBL.
Kross með NEON-ljósi
settur á kirkjuturn
á Svalbarðsströnd
Eins og Alþýðublaðið hefir
áður skýrt frá, er nú starfandi
hér í bæ fyrirtæki, er framleiðir
ljósaskilti. Nefnist fyrirtæki
þetta NEON og tók til starfa
haustið 1952. Stendur ungur
rafmagnsverkfræðingur, K a r 1
Karlsson, fyrir fyrirtækinu.
Bjó Karl til sjálfur allflest
tæki og áhöld, er þurfti að nota
við framleiðsluna, en þau eru
margbrotin og flókin í augum
leikmanns. Eitt fyrsta viðfangs-
efni Karls var Ijósaskilti Regn-
hlífabúðarinnar, sem er regn-
hlíf. Hefir það vakið mikla at-
hygli vegfarenda.
Eftirspurn eftir NEON-ljósa-
skiltum hefir stöðugt farið vax-
andi og panta æ fleiri fyrirtæki
í Reykjavík skilti frá NEON.
En nú nýlega er einnig farið
að panta ljósaskilti út á land.
Hafa nokkrar kirkjur pantað
skilti og þegar verið settur upp
kross með NEON-ljósi á kirkju
á Svalbarðsströnd.
en vélar í þvottahúsið frá Banda
ríkjunum.
Almenningur í Keflavík hefir
sýnt hinn mesta áhuga um
sjúkrahúsmálið, og fjölmargir
lagt hönd á plóginn til þess að
koma því upp og afla til þess
áhalda og útbúnaðar. Verða ekki
taldir allir þeir, sem hér koma
við sögu, en geta má þess, að
Kvenfélag Keflavíkur gaf 70
þús. til röntgentækja, Kvenfélag
Njarðvíkur 23 þús. kr. til stutt-
bylgju- og ljóslækningatækja,
Kvenfélagið Freyja í Keflavík
12 þús. kr. til húsgagna, séra
Eiríkur Brynjólfsson 5 þús. kr.
til styrktar fátækum sjúklingum
þar, en ýmsir einstaklingar
lögðu fram 20—30 þús. kr. til
fæðingarstofnunar í sjúkra-
húsinu.
Byggingameistari var Einar
Norðfjörð í Keflavík.
Við vígsluna í gær flutti séra
Björn Jónsson sóknarprestur
vígsluræðuna, en síðan var
drukkið kaffi í Tjarnarlundi og
tóku þar margir til máls, m. a.
héraðslæknirinn, Karl Magnús-
son, Karvel Ögmundsson út-
gerðarmaður, bæjarstjórinn,
Gísli Sigurbjörnsson a. fl.
Auk yfirlæknis munu að ein-
hverju leyti starfa við sjúkra-
húsið aðrir læknar á Suður-
nesjuin, þeir Karl Magnússon
héraðslæknir, Björn Sigurðsson,
læknir í Keflavík og Guðjón
Klemenzson, læknir í Njarðvík.
—Alþbl., 5. des.
Sjúkrahús Keflavíkur tók til
starfa 18. nóvember s.l.
Fljótandi gististaður
Árið 1888 var mikil deyfð í
skipasmíðum í Bretlandi, svo að
ýmsar skipasmíðastöðvar höfðu
ekkert að gera. Meðal þeirra var
Whitehaven Shipbuilding Co.
Forstöðumenn hennar réðust
þess vegna í, að smíða skip fyrir
eigin reikning, til þess að smið-
irnir misstu ekki atvinnu sína.
Svo er að sjá sem smiðunum
hafi ekki þótt mikið til þessarar
hugulsemi koma, því að í óvirð-
ingarskyni skírðu þeir skipið
„Gustukafleytu“ og máluðu það
hafn með stórum stöfum á kinn-
ung byrðingsins og stóð það þar
meðan skipið var í smíðum. En
þrátt fyrir þetta vönduðu þeir
smíði skipsins, svo að það þótti
bera af öðrum skipum, enda
reyndist það vel. Til dæmis um
það, hvað skipið var sterkt, má
geta þess, að því var ekki hleypt
af stokkunum fyr en allur reiði
hafði verið á það settur, og var
slíkt eins dæmi í sögu skipasmið
anna í Bretlandi. Skipið var
smíðað úr járni, eins og þá var
orðinn siður og talið 1400 smá-
lestir.
Skipafélagið R. Martin & Co.
keypti skipið þegar það var full-
gert, og nú fékk það nýtt nafn
og var kallað „D u n b o y n e.“
Fyrstu ferð sína fór það fullhlað-
ið stálbjálkum frá Whitéhaven
til Portland í Oregon í Banda-
ríkjunum.
Skipið sigldi undir brezkum
fána fram á árið 1909. Þá var það
selt norska útgerðarmanninum
Leif Gunderson og var haft til
timburflutninga. Árið 1915 var
það svo selt Transatlantic Ship-
ping Co. í Gautaborg. Var það þá
skírt a ðnýju og kallað „G. D.
Kennedy.“ Var það nú um hríð
skólaskip fyrir skipstjóraefni,
því að Svíar litu svo á, að enginn
gæti orðið g ó ð u r sjómaður,
nema því aðeins að hann hefði
aflað sér reynslu í sjómennsku á
seglskipum. Reyndist skipið
mjög heppilegt til þessa og sigldi
það nú víða um heim og fór
margar ferðir umhverfis hnött-
inn. Árið 1923 var talið að það
hefði siglt 200,000 mílur. Hafði
það aðalega verið í ferðum til
Suður-Afríku, Ameríku og Ástr-
alíu. Hafði það á öllum þessum
ferðum reynst hið ágætasta sjó-
skip og hið mesta happaskip, því
að það hafði aldrei hlotið nein
stór áföll.
Árið 1923 keypti sænska flota-
málaráðuneytið skipið og lét end
urbæta það að ýmsu leyti. Var
því nú gefið nýtt nafn og kallað
„Af Chapman." Og nú hófst
glæsilegasta tímabil í sögu þess,
því að nú var það gert að skóla-
skipi fyrir sjóliðsforingjaefni.
Voru þá á því 200 „kadetar“ auk
yfirforingja og var það eitthvað
annað heldur áður, er það sigldi
með 20 manna áhöfn, meðan það
var flutningaskip. En nú hætti
það langferðum. Var það oftast
suður í Miðjarðarhafi og norður-
hluta Atlantshafs, og fór aðeins
eina langferð til Vesturindía og
Boston árið 1934. Ári síðar var
hlutverki þess lokið og var því
þá lagt í Karlskrona.
Þarna lá það fram á árið 1937.
Þá var flotamálaráðuneytið í
vandræðum með að koma fyrir
herskyldum sjóliðum. Kom
mönnum þá það ráð í hug að
þeir gæti fengið samastað í „Af
Chapman." Voru þá leystar fest-
ar skipsins og það flutt til
Skeppsholmen í Stokkhólmi og
lagt þar við bryggju. Og nú var
það orðið að „sjóliðabragga". Þá
var rifin upp úr því kjalfestan
og kom þá í ljós að hún var mest-
megnis fallbyssukúlur, — þessar
gömlu, hnöttóttu járnkúlur, sem
notaðar voru í elztu fallbyssur.
Reiðinn var að mestu tekinn nið-
ur og hin miklu segl voru rist
niður í ábreiður. Neðan þilja
voru þó gerðar mestar breyting-
ar, því að bætt var við ótal
mörgum vistarverum þar.
Þegar stríðinu lauk 1945 þótt-
ist sænski flotinn ekki þurfa á
skipinu að halda lengur og aug-
lýsti það til kaups. En nú var
Stokkhólmsbúum farið að þykja
svo vænt um skipið að þeir vildu
ekki missa það. Fannst þeim sem
það hefði sett sinn svip á borgina
þessi árin, sem það hafði verið
þar, og sjónarsviftir mundi að
því verða ef það hyrfi. Hin stóru
seglskip voru nú orðin fátíð og
þetta var seinasta stóra seglskip-
ið, sem Svíar höfðu átt. Fannst
mörgum því sú tilhugsun óþol-
andi, að skipið yrði höggvið upp.
Bæjarstjórnin í Stokkhólmi á-
kvað því að kaupa skipið og
bjarga því frá glötun. Og bæjar-
stjórninni hugkvæmdist það
snjallræði að hafa skipið eigi að-
eins til sýnis sem forngrip, held-
ur og að nota það í þágu borgar-
innar. Hún bauð því Ferðafélag-
inu þar á staðnum umráð skips-
ins og hafa það fyrir gististað
handa ferðamönnum. Tók félag-
ið því með þökkum, og nú var
hafizt handa um að breyta skip-
inu svo neðan þilja, að ferða-
menn hefði þar sæmilega aðbúð.
Sá félagið um breytingarnar, en
bæjarstjórn studdi það allríflega
með fjárframlögum. Nokkur fé-
lögðu og skerf til þessa, til þess
að hugmyndin kæmist í fram-
kvæmd og skipið fengi að vera
á sínum stað.
Og þarna liggur nú hið fljót-
andi hótel, hvítamálað og fagurt
á að líta. en einkum þó glæsilegt
í augum gamalla sjómanna, og
minnir það á hina fornu frægð,
seglskipanna. Allt er þar snyrti-
legt innan borðs og þar eru svefn
klefar fyrir 130 ferðamenn,
karla og konur, unga og gamla.
Þar stjórnar ungfrú Ruth Jó-
hansson, en þjónustulið hennar
er fólk, sem skilur og talar flest-
ar tungur. Því að það eru fleiri
en sænskir ferðamenn, sem fá
þar inni. Þar hafa verið gestir
úr öllum álfum heims.
Hið eina, sem óbreytt er í
akipinu cr káeta sklpherra og
„skotfærageymslan." Þar er allt
með þeim svip er áður var, svo
að menn geti séð hvernig þar var
umhorfs fyrrum og því nokkurs
konar minjasafn. En uppi á þilj-
um eru stólar og borð og þar
geta gestir fengið hressingu.
Þeir sem ganga þar um beina,
eru í „matrósafötum.“
Það er regla að enginn fær að
dveljast þarna lengur en fimm
daga í senn. En þeir sem hafa
dvalizt þar, eru svo hrifnir af
veru sinni, að þeir vilja gjarna
komast þangað aftur. Veldur þar
um að vistarverur eru góðar, við
mót „áhafnarinnar“ þægilegt og
aðlaðandi og svo kostar gistingin
ekki nema 1.50 á sólarhring í auð
vitað í sænskum peningum).
Gamlir sjómenn héldu því
fram að skipin hefði sál. Og ef
svo er þá má „Af Chapman“
gleðjast út af því að vera komin
í hornið hjá Stokkhólmsbúum,
láta dekra við sig á alla lund, og
fá að eyða ellidögunum þarna í
hinni fögru höfn. Það er bæar-
stjórninni líka sómi að hafa varð
veitt þetta gamla og glæsilega
skip.
Ef þú kemur til Stokkhólms,
ættirðu að fara út á Stokkhólm-
en og skoða það.
— LESBÓK MBL.
^Toi
UtU Tim
Tomaio fyrir gluggakassa
Pyrir potta,
k a s s a eSa
garí. V e x
snemma. —
Litli Tim er
a 8 e i n s 8
þuml. á hæ8,
dverg vaxinn
og þéttur. —
HlaSinn klös
um af rauB-
um ávöxtum 1 þuml. 1 þvermál.
Litli Tim er smávaxinn, en gefur
þér gémsæta ávexti á undan öSrum
matjurtum og þegar aBfluttir
tomatoes eru 1 háu verBi. Einnig
litfagur og skrautlegur I pottum
eBa 1 garBi.
(20c pkt.) (75 %oz.) póstfrítt