Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwm
il l 4 VH VI
' I VI NNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR VESTANHAFS
Allmikið safn til sögu Vestur-
íslendinga liggur nú fyrir í bók-
um, blöðum og tímaritum. Vænt-
anlega verður unnið úr því efni
í framtíðinni, og samfelld saga
þjóðarbrotsins skráð í heild.
Þess vegna er áríðandi að allt,
sem ritað hefir verið af Vestur-
íslendingum, og um Vestur-
íslendinga, safnist saman á einn
stað, þar sem það verður til-
tækilegt fynr sagnritara. Öll
þessi skilríki ættu að sjálfsögðu
að geymast í hinu íslenzka bóka-
safni Manitobaháskóla.
Að því hefir áður verið vikið
í þessum dálkum, að framlags
kvenna til sögu Vestur-lslend-
inga, hafi ekki verið getið sem
vert er í þeim drögum, sem nú
eru til að sögunni. Ein stétt
vestur-íslenzkra kvenna á það
sérstaklega skilið, að hennar sé
minnst með virðingu og þakk-
læti, en það eru ljósmæðurnar.
Flestir Vestur-íslendingar, sem
komnir eru nokkuð til aldurs,
eiga dýrmætar minningar um
þessar kvenhetjur, sem voru
sannkallaðir máttarstólpar í hin-
um afskekktu, ísienzku byggð
um, einkum á frumbýlingsárun-
um. Þær gegndu ekki einungis
ljósmóðurstörfum, heldur voru
þær og eina athvarfið í mörgum
byggðum, er leita þurfti læknis-
hjálpar. Frú Thorstina Walters,
sagnritari, hefir skýrt ýtarlega
frá þessu starfi móður sinnar,
frú Guðrúnar Jónsdóttur
Norður Dakota, í bókinni
Modern Sagas The Story of lce-
landers in North America. Sann-
söguleg er lýsing frú Láru
Goodman Salverson í skáldsög
unni Viking Heart af hinum
erfiðu og átakanlegu kringum-
stæðum konu í barnsnauð, á
frumbýlingsárunum í Nýja-
íslandi, og hjálparhellu hennar,
Ijósmóðurinni.
Kvennasíðu Lögbergs barst
nýlega eftirfylgjandi greinar frá
frk. Halldóru Bjarnadóttur, rit-
stjóra; er þess að vænta að ein-
hverjir vestanhafs verði við
þeim tilmælum, er þær flytja.
5.
☆ ☆ ☆
ÍSLENZKA LJÓSMÓÐIRIN
Undirritaður hefir, í samráði
við Bókaútgáfuna Norðra, tekið
sér fyrir hendur að efna til safn-
rits með frásagnarþáttum af ís-
lenzkum Ijósmæðrum fyrr og
síðar, starfi þeirra og stríði. Er
tilgangurinn sá að gera, með al-
þýðlegum og skemmtilegum
hætti, grein fyrir- mannlegu
framlagi þessarar stórmerku
stéttar með þjóðinni, og gera ís-
lenzkan almenning eftir föng-
um, hluttakanda í mannlegri
reynslu hennar og þekkingu á
þjóðlífinu. Yrði þetta til að bæta
um mynd þá, sem þjóðin á af
sinni eigin fortíð, og skilning
hennar á framlagi konunnar í
þjóðlífinu. Má í þessu sambandi
geta þess, að mjög fátt er til
sagnaþátta af íslenzkum konum
í öllum þeim sæg sagnaþátta,
sem alþýðlegir fræðimenn hafa
skrifað um íslenzka einstaklinga
fyrr og síðar.
Eigi tilgangi þessum að verða
náð, verð ég hinsvegar að njóta
áhugaríks atbeina sem flestra
þeirra, sem hér gætu lagt hönd
að verki. Vil ég því leyfa mér
hér með að skora á alla, er í
fórum sínum — huga, handriti
eða prentuðu máli — eiga yfir
einhverjum þeim' fróðleik að
ráða, er stuðlað gæti að myndun
slíkrar bókar, að gera svo vel að
gera mér sem allra fyrst aðvart
eða senda mér það til athugunar.
Skal nú telja fram helztu at-
riði, sem mig fýsir að hafa fleiri
eða færri dæmi um í áminnstri
bók:
1.
Samfelld saga ljósmóður-
starfs tiltekinnar ljósmóður
— frá sem flestum þeim
sjónarmiðum, sem upp verða
talin hér á eftir; bezt eigin
frásögn ljósmóður eða skrif-
að upp eftir fyrirsögn henn-
ar — þegar slíku verður við
komið. (Eftirfarandi er eink-
um — en ekki eingöngu —
miðað við frásögn ljósmóð-
ur, hvort sem hún skrifar
sjálf eða lætur skrifa eftir
sér).
Hvers vegna gerðust þér
Ijósmóðir?
3. Er eitthvað viðvíkjandi
námstímanum, sem yður er
hugstætt? Gerið svo vel að
skýra nákvæmlega frá því,
ef svo er.
4. Hvernig var yður tekið af
konum og almenningi um-
dæmisins, er til starfsins
kom? Gerið svo vel að segja
2.
ýtarlega frá því, ef yður er
það hugstætt.
Gerið svo vel að segja frá
fyrstu fæðingarhjálp yðar —
og næstu yfirsetum einnig,
— ef minningin um þetta er
yður hugstæð eða yður
finnst til nm hana við upp-
rifjun. Gerið svo vel að
segja víðtækt frá eftir því,
sem hugur yðar stendur til:
sængurkonunni, eiginmann-
inum, heimilishögum, innra
manni sjáifrar yðar o. s. frv.
6. Gerið svo vel að segja frá
einni eða fleiri yfirsetum
seinna meir, sem fest hafa
sig öðrum fremur í minni
yðar.
7. Gerið svo vel að segja
almennt frá reynslu yðar
sem ljósmóður.
8. Gerið svo vel að segja frá
sérstaklega minnisstæðum
ferðalögum til fæðingar-
hjálpar: á hesti, fótgang-
andi, á skíðum, sleða, í bíl
(flugvél, draumi!); svo og
af sérlega minnisstæðum
fylgdarmönnum, hestum o.
s. frv.
9. Viljið þér gera svo vel að
reyna að skýra frá andlegri
reynslu yðar á vegum ljós-
móður starf sins ?
10. Viljið þér gera svo vel að
reyna að skýra frá því, sem
þér hafið lært á vegum
starfsins í vináttu manna og
vonbrigðum?
11. Viljið þér gera svo vel að
skýra frá því, sem þér hafið
lært á vegum starfans um
hamingju og óhamingju í
hjónabandi, hamingju og ó-
hamingju ógiftra mæðra,
framkomu feðra, giftra og
ógiftra, trúarlíf mæðra o. s.
frv.?
12. Gerið svo vel að segja
hispurslaust frá skoplegum
atvikum og ummælum, sem
fyrir yður hafa borið í starf-
inu og þér hafið haft gaman
af með sjálfri yður.
13. Gerið svo vel að segja nokk
uð frá lífi yðar og starfi utan
ljósmóðurstarfsins, heimilis'
högum, viðhorfi til um-
hverfisins, lífs og heims.
14. Gerið svo vel að segja frá
karlmönnum, sem innt hafa
af hendi ljósmóðurstarf, er
nauðsyn bar til, eða aðsto&
að ljósmóður svo, að orð sé
á gerandi — þar með taldir
læknar.
15. Gerið svo vel að segja frá
konum, er hjálpað hafa sér
sjálfar í neyð.
Það er ekki meiningin, að
hver og ein Ijósmóðir og fyrr-
verandi Ijósmóðir sé beðin að
svara öllum framangreindum
spurningum, heldur svo mörg-
um þeirra, sem hún getur með
nokkurum eigin áhuga.
Frásögnina má sem bezt birta
undir dulnefni 1 bókinni, í stað
höfundarins rétta nafns, þegar
þess kynni að vera óskað.
Mætti þá t. d. birta sumt undir
nafni, en taka nokkuð úr og
birta sér nafnlaust eða með dul-
nefni. Aftur á móti yrði ég allt af
að vita um nafn höfundar.
Sömuleiðis fer væntanlega á
stundum betur á því að fela nöfn,
sem í frásögn eru nefnd, með
skammstöfunum o. s. frv.
Eitt er það, sem ég vil leyfa
mér að brýna fyrir öllum vænt-
anlegum höfundum, og þó um-
fram allt þeim ljósmæðrum, sem
málaleitan minni kynnu að vilja
sinna: Segið eins ýtarlega, ein-
lœgt, hreinskilið, hispurslaust
frá öllu og þér framast megnið.
Ég get allt af strikað út, en með
engu móti bætt inn í. Sleppið
engu úr, sem þátt á í að setja
svip á minninguna í yðar eigin
huga, fyrir þær sakir að þér
ætlið, að öðrum þyki það of
smávægilegt. Það eru einmitt
slík „hégómleg“ smáatriði, sem
flestu öðru fremur gæða frásögn
lífi og þokka.
Að sjálfsögðu verður reynt að
þægjast þeim, er undir bagga
þenna hlaupa með mér, t. d. með
eintaki af bókinni eða sann-
gjarnri peningagreiðslu.
Ég leyfi mér að vænta vin-
gjarnlegra undirtekta yðar eins
fljótt og auðið er, til þess að
málinu megi miða eitthvað
áleiðis fyrir vor- og sumar-
annir.
Væntanlegt svar eða aðrar úr-
lausnir sendist til mín c/o
P. O. B., Akureyri. Að sjálf-
sögðu er ég fús að veita nánari
upplýsingar þeim, er þess kynnu
að óska.
Virðingarfyllst.
P. t. Akureyri, 25. marz 1954.
Björn O. Björnsson
☆
MEÐMÆLI
Saga íslendinga í Norður-
Ameríku á ensku
The Story of the Icelanders
in North America. — Útg.:
North Dakota Institute for
Regional Studies. — Fargo,
N.-Dakota 1953.
Það hefur lengi verið mér
mikið áhugamál, að sagan um
framlag íslenzkra ljósmæðra í
þjóðlífinu yrði rituð, áður en
það yrði um seinan, svo stór-
merk sem sú saga er. En því
miður er líklega heldur seint
hafizt handa, margt sé þegar
gleymt og glatað, sem íslenzkar
ljósmæður hafa unnið af þrek-
virkjum og hetjudáðum í ís-
lenzku þjóðlífi.
Talsvert margt hefur verið
ritað um íslenzku ljósmæðurnar,
en það er á tvístringi til og frá
í blöðum og tímaritum. Margt
er óskráð, og því miður margt
týnt. Þetta þarf að grafa upp að
svo miklu leyti sem hægt er.
Það vill nú svo vel til, að
virðulegt bókaforlag, Bókaút-
gáfan Norðri, telur sig vilja
leggja út í þetta fyrirtæki, og
má þá heita vel borgið fram-
lcvæmd þess, — því fremur sem
síra Björn O. Björnsson hefur
tekið að sér að vera ritstjóri
fyrir verkið. Hann hefur þegar
fyrir löngu sýnt hæfileika til
slíkra starfa — meðal annars
með verki sínu „Vestur-Skafta-
fellssýsla og íbúar hennar“, sem
var fyrst héraðslýsinga og safn-
rita með frásögum um ákveðið
þjóðlegt efni og náði alþýðu-
hylli. Sýndi hann með því, að
honum lét vel að skrifa um al-
þýðleg efni.
Ég óska fyrirtækinu allra
heilla. Ef vel tekst, getur þetta
orðið menningarlegt afrek.
Islendingar vestanhafs eiga og
hafa átt margar hetjur í ljós
móðurstarfi. Ekki mega þær
gleymast, þegar safnað verður í
þennan menningarsjóð.
Halldóra Bjarnadóttir
Þórstína Walters mun vera
flestum kunn, sem á annað borð
vita nokkuð um Vestur-íslend-
inga. Hún er gift Emile Walters
listmálara, en hét áður Thorstina
Jackson, og undir því nafni var
hún þekkt sem rithöfundur.
Hafði hún gefið út bók um
Norður-Dakota, og mikið af
greinum á ensku og íslenzku
Hin síðari ár hefir Thorstina
Walters verið veik og lengst af
rúmliggjandi. Það eitt út af fyrir
sig sýnir elju hennar, og áhuga,
að hún skuli skrifa slíka bók við
þau skilyrði, sem flestum mundu
finnast nægilega erfið til þess,
að ekkert yrði úr samfelldu
starfi. Slíkt mundi enginn ráðast
í, sem ekki hefði einlægan áhuga
á verkefni sínu og ynni því af
heilum huga. Og það er bezt að
segja það undir eins, að stærsti
kostur bókarinnar er einmitt sá,
að hún er rituð af mikilli frá-
sagnargleði. Málið er lipurt og
létt, frásögnin víðast hvar fjörug
og stundum krydduð léttri
kímni. Allt þetta gerir bókina
skemmtilega í lestri. Ég fyrir
mitt leyti hefði átt örðugt með
að hætta við að lesa hana, fyrr
en lokið væri.
Þetta, sem hér hefir verið
sagt, nægir til þess að menn
skilji, að ég tel útkomu bókar-
innar happa-viðburð. Hún sýnir,
að þrátt fyrir alla hina amerísku
vélatækni, sem oft er um rætt,
lifir enn með Vestur-íslending-
1 um löngunin til að halda á penna
í þágu andlegra fræða. En kostir
bókarinnar gera samt ekki að
engu nokkura galla, sem á henni
eru, að mínu áliti. Fyrst og
fremst er titill bókarinnar vill-
andi. Þetta er ekki saga íslend-
inga í Norður-Ameríku, heldur
nokkrir þættir þeirrar sögu. Mig
grunar að það sé útgefandanum
að kenna, að valinn er svo yfir-
gripsmikill titill á bókina. Aug-
lýsingatækni Eiríks rauða lifir
enn góðu lífi í Ameríku. En
meðal þeirra, sem kunnugir eru
almennri sögu Vestur-lslend-
inga, er hætt við, að titillinn
verði til þess, að menn leggi
rangan mælikvarða á bókina.
Það, sem sagt er frá, er að vísu
gott innlegg í Sögu Vestur-
Islendinga, það sem það nær.
En þó er það engin heildarsaga
af þjóðarbrotinu, heldur eins
konar útsýn úr glugga Dakota
búans yfir menn og málefni. Ég
fyrir mitt leyti hefði kosið
gleggri mynd af hinni kirkju
legu þróun, eftir að „Hið sam-
einaða kirkjufélag“ kemur til
skjalanna, og ennfremur meira
frá starfi Þjóðræknisfélagsins.
Maður eins og séra Rögnvaldur
hinn mikli höfðingi, hefði verið
skuldað meira rúm í bókinni,
Þrátt fyrir þetta vil ég meta
bókina meira eftir því, sem
henni er, heldur en því, sem
kann að vanta í hana. Og víst er
um það, að bókin veitir ensku-
mælandi fólki meiri þekkingu á
Vestur-íslendingum en nokkur
önnur bók, sem út hefir komið
til þessa.
Bókin er í tíu köflum, mis-
löngum. Auk þess er inngangur
eftir kunnan sagnfræðing, dr.
Allan Nevins, prófessor við
Columbia-háskólann, og viðbæt-
ir (Appendix) með ýmsum sögu-
legum gögnum og heimildum,
þar á meðal stjórnarbréf frá
Grants forseta, varðandi fyrir-
hugaða tilraun Islendinga til að
nema land í Alaska.
Meginefni bókarinnar hefst á
frásögninni um Vínland hið
góða, og er það út af fyrir sig
nytsamur fróðleikur fyrir þá,
sem enn reyna að berja þvf inn
í fólkið, að Columbus hafi fyrst-
ur manna fundið Norður-
Ameríku. Þá koma allrækilegir
kaflar um vesturferðir á 19. öld-
inni, landaleitir Islendinga, og
landnám, einkum í hinni merku
nýlendu í Norður-Dakota. Höf-
undur fléttar bernskuminningar
sínar inn í söguna, og eru þeir
kaflar mjög skemmtilegir. Frú
Þórstína lætur einstakar myndir
úr lífi nýlendufólksins- bregða
birtu yfir hugsunarhátt þess,
lífsbaráttu og samlíf. Hún segir
meðal annars mjög fallega frá
því, hvernig þeir reyna að
byggja á sínum fornu þjóðlegu
erfðum, samtímis því sem reynt
er að hagnýta framfarirnar
hinu nýja landi. Sérstakur kafli
er um trúarlíf nýlendunnar.
Margir virðast álíta, að trúar
legur áhugi Vestur-ísledinga
hafi yfirleitt ekki komið fram í
öðru en guðfræðilegu rifrildi og
deilum. Ef til vill er slíkt ekki
óeðlilegt, því að hávaðinn berst
langt, en þögn hinna hljóðu til-
beiðslustunda við húslestrana í
„loggakofunum“ gömlu eða í
kirkjunum lætur ekkfmikið yfir
sér. Mér virðist bókarhöfundur
lýsa því allvel, hvernig kirkjan
var hið vekjandi afl til umhugs-
unar um vandamál mannlífsins,
og opnaði alþýðunni leiðir til
frjálsrar umræðu um menning-
armálin. — Skólamálunum er
helgaður sérstakur kafli, og ætti
lesandanum að finnast nokkuð
til um þær fórnir, sem íslenzkir
alþýðumenn færa til þess að
koma börnum sínum til mennta.
Á vorri öld, þegar pína þarf
fróðleikinn ofan í fjölda ungra
manna, eins og þorskalýsi ofan í
börn, er mikill fengur að því að
fá lýsingar bókarhöfundarins á
þeim dugnaði, seiglu og atorku,
sem braust til skólagöngu við
lítil fararefni en því meiri löng-
un til að verða að manni. Þessu
lýsir höf. með einstökum dæm-
um. Þá er sérstakur kafli um
heimilislíf landnámsaldarinnar
og þjóðlegar venjur í byggðar-
lögunum. Stuttur kafli, en eftir-
tektarverður er um hin fyrstu
afskipti af opinberum málum
í hinu nýja landi. Næst-síðasti
kaflinn er helgaður þeim mönn-
um, sem í einhverju hafa skarað
fram úr í amerísku þjóðlífi. Hin
stuttu æviágrip eru stórfróðleg,
og nægja til að sýna það, að
Vestur-íslendingar hafa reynzt
liðtækir starfsmenn, og þessi
hin minnsta af innfluttum þjóð-
um í Ameríku þarf ekki að fyrir-
verða sig fyrir tillag sitt til
amerísks menningarlífs. Það er
skiljanlegt, að þegar nokkrir
menn eru valdir sem fulltrúar
úr hópi íslenzkra afburðamanna,
geti verið vandi að velja þessa
fulltrúa þannig, að öllum líki.
Ég ætla samt ekki að kjósa neinn
út, af þeim, sem þarna eru taldir,
en ég mundi kjósa nokkra fleiri
inn, ef ég mætti ráða. Sérstak-
lega hefði ég viljað fleiri „norð
an línunnar“, eins og við sögðum
fyrir vestan. En hér verðum við
aftur að hafa það í huga, a?í
glugginn, sem hún Þórstína
horfir út um, er „sunnan lín-
unnar“. — í síðasta kaflanum er
getið nokkurra atriða, sem varða
líf og starf Vestur-Islendinga
nútíðinni.
Inn í lesmálið eru víða fléttuð
íslenzk ljóð í enskri þýðingu.,
bæði veraldslegs og andlegs
efnis, og gerir það bókina meira
lifandi. Þýðingarnar eru gerðar
af ýmsum.
Bókin er fallega gefin út og el'
ég mætti skjóta því inn í, sam-
kvæmt ritúali ritdómenda fyrir
jólin, ágætlega fallin til jóla^
gjafa handa enskumælandi fólki
ekki sízt af öðru þjóðerni. —
Ég er viss um að bók þessi
gerir gagn. Sem stendur höfum
vér mikið af Ameríkumönnum
landi voru. Því nábýli er þann
veg háttað, að óhjákvæmilegt er,
að vissar hömlur séu á nánum
kynnum. Vér göngum ekki að.
því gruflandi, að slíkt veldur
nokkrum misskilningi handan
við hafið. Þess vegna ber oss að
fagna öllu, sem eftir eðlilegum
leiðum skapar heilbrigð kynni
og veitir raunhæfa þekkingu. Og
þrátt fyrir smá-annmarka sem
ég hefi getið um, mun hún verða
eitt þeirra rita, sem hjálpar ame-
rískum lesendum til þess að
þekkja íslenzkt þjóðareðli.
Hafi bæði höfundur og útgef-
andi þökk fyrir verk sitt.
Geta má þess að lokum, að í
bókinni eru nokkrar myndir,
helzt mannamyndir, en auk þess
eftirprentanir af málverkum
eftir málarann Emile Walters.
Meðal þeirra er hin fagra mynd
“The Glaciér Blink” (Jökul-
bjarminn), sem mesta athygli
vakti á sýningu málarans í
Winnipeg fyrir allmörgum árum.
Jakob Jónsson
TÍMINN, 29. nóv.
Gifts for Betel
Peter Anderson, Winnipeg,
$50; Icelandic L. A., Church-
bridge, Sask., $10; Icelandic L.A.
Leslie, Sask., $10; Icelandic L.A.
Elfros, Sask., $25; Ardal L.A.,
Arborg, Man., $25; Mrs. G.
Thomassson, Beaver, Man., $10;
From a Friend, Winnipeg, $25;
Mr. and Mrs. Ben Anderson,
Baldur, Man. $3.
GLENBORO, MAN.:
Mr. J. K. Sigurdson, $10; Mr
and Mrs. O. S. Arason, $5; Mr
and Mrs. Stefan Johnson, $5
Mr. and Mrs. Thori Goodman, $5
Mr. and Mrs. B. S. Johnson, $5
Mr. and Mrs. S. S. Johnson, $3
Mr. and Mrs. Chris Helgason, $3
Dr. and Mrs. R. E. Helgason, $3
Mr. Fred Sigmar, $3; Mr. and
Mrs. S. Arason, $2; Mr. and Mrs.
A. A. Oliver, $2; Mr. and Mrs.
J. W. Christopherson, $2; Mr.
and Mrs. John Gudnason, $2;
Mr. and Mrs. R. C. Rawlings, $1;
Mr. and Mrs. Dori Gudnason, $1.
CYPRESS RIVER, MAN.:
Kvenfelag Frikirku Safnadar
í!25; Mr. and Mrs. Ben Anderson,
in loving memory of our son,
Leonard, $5; Mr. and Mrs. Th. I.
Hallgrimson, $5; Mr. Sigridur
Helgason, $5; Mr. and Mrs. Emil
Johnson, $3; Mr. and Mrs. T. S.
Arason, $3; Mr. and Mrs. G. M.
Sveinson, $2; Mr. and Mrs. Oscar
Josephson, $2; Mr. and Mrs. B.
Sigurdson, $2; Mr. and Mrs. H. S.
Johnson, $2; Mr. and Mrs. G.
Morrisson, $2; Mr. and Mrs. B.
K. Johnson, $2; Mrs. Margrét
Josephson, $2; Mr. and Mrs.
Conrad Nordman, $2; Mr. and
Mrs. Otto Sveinson, $2; Mr. and
Mrs. Steini Johnson, $2; Mr. and
Mrs. Alvin Anderson, $1; Mr.
and Mrs. Kris Isfeld, $1; Mr.
Herman Isfeld, $1; Mr. Siggi
Sigurdson, $1; Mr. and Mrs. H.
S. Sveinson, $1; Mr. and Mrs.
Jim Ross, $1; Mr. and Mrs. T. L.
Hallgrimson, $1; Mr. Beggi
Sveinson, $1; Mr. Siggi Hall-
grimson, $1; Mr. Sigurdur Gud-
brandson, $2; Mr. and Mrs.
Rissel Hanslip, $2; Mr. and Mrs.
Bjorgvin Hallgrimson, $1; Mr.
and Mrs. Bjorn Hallgrimson, $1.
Mr. and Mrs. J. B. Johnson,
Gimli, Man. $20; Mr. and Mrs.
Steinunn Kristjanson, Betel, $5;
Mr. and Mrs. J. Reykjalin,
Langenburg, Sask., $10; Mr.
Kenny Roeves, Gimli, $1; Un-
named Friend, Gimli, $1; Mr.
and Mrs. E. Johnson, Steep
Rock, Man., $10; Gudrun Sigurd-
son, Betel, $5; Lutheran Ladies
Aid, Glenboro. Man., $25; A
Friend of Betel’s, Winnipeg, $25
Mr. Finnur Johnson, Betel, $20
Mrs. Maria Stevens, Betel, $5
Mr. and Mrs. Daniel Peterson,
Framhald á bls. 8