Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955
3
ERSKINE CALDWELL:
Þegar við pabbi hringdum
kirkjuklukkunni
Gamansaga
Þegar ég kom heim úr skólan-
um, stóð séra Hákon, lúþersku
presturinn okkar, í sólbyrginu
og var að tala við pabba. Ég
veitti þeim ekki mikla athygli í
fyrstu, vegna þess að séra Hákon
var sífellt að koma og reyna að
fá pabba til að lofa að koma til
kirkju næsta sunnudag, en pabbi
hafði ætíð góða afsökun á tak-
teinum, stundum sagði hann að
Ida, múlhrossið okkar, væri með
hrossasótt og hann gæti ekki
farið að heiman og skilið hana
eftir eina, eða að svínin hans
Jessa Jóns léku lausum hala, og
hann yrði að vera heima til að
gæta þess, að þau rótuðu ekki
upp garðinum okkar, svo ég hélt
að þeir væru að rífast um þetta,
eins og endranær.
Ég stanzaði til að heyra, hvað
afsökun pabbi myndi nota í
þetta sinn ,og það fyrsta, sem ég
heyrði, var það, að séra Hákon
sagði, að Jeffi gamli Davíðs,
svarti meðhjálparinn í kirkjunni
væri farinn í aðra sveit í heim-
sókn, og nú væri enginn til að
hringja kirkjuklukkunni síðdeg-
is, á meðan ungfrú Súsí Þing og
Húbert Vilhjálms aðstoðarpóst-
sendill, yrðu gefin saman í heil-
agt hjónaband. Pabbi hlustaði á
allt, sem séra Hákon hafði að
segja, en hann lét ekki í ljós
neina löngun til að hringja fyrir
hann klukkunni.
„Ég skal segja þér nokkuð,
hr. Strúp,“ sagði séra Hákon,
eftir að hafa beðið þess lengi, að
pabbi segði eitthvað. „Ef þú vilt
hringja klukkunni á meðan
vígslan fer fram í dag, skal ég
ekki nauða á þér ipn að koma
til kirkju, það sem er eftir árs-
ins. Nú, er þetta ekki sanngjarnt,
hr. Strúpp?“
„Það væri miklu sanngjarnara
ef þú lofaðir að nauða aldrei
framar á mér um að koma til
messu — hvorki þetta ár né
nokkurt annað ár,“ sagði pabbi.
„Það er fram á fullmikið far-
ið,“ sagði hann hægt. „Það er
skylda mín að fá fólk til að koma
til kirkju.“
„Ef þér liggur mikið á að fá
klukkunni hringt, myndir þú
hætta að reyna að fá mig til
kirkju, til að hlusta á þig préd-
ika.“
Séra Hákon hallaði sér upp að
þilinu, eins og hann væri dauð-
þreyttur, og hugsaði langa lengi.
Pabbi sat kyrr á handriðinu og
beið þess að hann tæki ákvörð-
un.
„Við skulum ekki tala meira
um það,“ sagði hann að lokum.
„Ég er dauðþreyttur og ég verð
að framkvæma þessa hjóna-
vígslu innan hálftíma. Það er
orðið of seint fyrir mig að leita
að einhverjum öðrum til að
hringja klukkunni, og ef þú ger-
ir það ekki fyrir mig, lendi ég í
slæmri klípu.“
Pabbi stóð upp af handriðinu
og gekk niður þrepin í garðinn.
Séra Hákon fylgdi á eftir honum
eins og hann komst.
„Ég skal hringja fyrir þig í
þetta sinn, bara til að bjarga
þér,“ sagði pabbi. „Enginn hefur
getað brugið mér um, að ég hafi
verið óhjálplegur þegar mikið lá
við.“
„Það er ágætt!“ sagði séra
Hákon og brosti feginsamlega
til pabba. „Ég vissi alltaf að ég
gat reitt mig á þig, Strúpp!“
Hann dustaði fis af fötunum
sínum og lagaði á sér bindið.
„Þetta er svo sem ekki mikill
vandi,“ sagði hann. „Það eina,
sem þú- verður að muna, er að
byrja að hringja í sömu andrá
°g ég byrja hjónavígsluna, og
halda áfram að hringja, þar til
brúður og brúðgumi eru komin
út úr kirkjunni, og horfin sýnum
niður götuna, þegar þú sérð
ekki tangur né tetur af þeim
lengur, er kominn tími til að
hætta. Þetta liggur alveg ljóst
fyrir, er ekki svo, hr. Strúpp?“
„Ég gæti ekki ruglast á svo
einföldum hlut,“ sagði pabbi.
„Það er ekki nokkur minnsti
vandi.“
Presturinn bjóst til að fara.
„Ég verð að flýta mér til
kirkjunnar,“ sagði hann. „At-
höfnin á að hefjast eftir tuttugu
mínútur. Þú býrð þig og flýtti
þér þangað, eins og þú getur.
Ég bíð í ganginum, rétt hjá
klukkukaðlinum.“
Séra Hákon flýtti sér í átt til
kirkjunnar, sem var spölkorn
utar með götunni. Pabbi fór inn.
„Komdu, sonur sæll,“ sagði
hann við mig og veifaði hend-
inni. “Við skulum búa okkur til
að fara til brúðkaupsins. Ég þarf
þig til að hjálpa mér að hringja
þessari klukku. Áfram nú!“
Við fórum inn, og pabbi skvetti
framan í sig vatni úr krananum
og greiddi niður strítt hárið.
Að því búnu vorum við tilbúnir.
„Viltu lofa mér að hringja svo-
lítið einum, pabbi?“ spurði ég
og hljóp við hliðina á honum til
að geta fylgt honum eftir. „Má
ég það, pabbi?“
„Við sjáum til, þegar við kom-
um þangað, sonur sæll,“ sagði
hann. „Ef það er ekki of þungt
fyrir þig einan að toga í.“
Fólk var nú farið að tínast til
kirkjunnar, og við fórum fram
úr því og flýttum okkur, svo við
kæmum nógu snemma til að
hringja. Það var hópur af fólki
fyrir framan kirkjuna, þegar við
komum, en pabbi bara veifaði til
þess, og við flýttum okkur inn.
Séra Hákon stóð rétt hjá
klukkustrengnum, eins og hann
hafði sagt. Hann var all tauga-
óstyrkur, þegar hér var komið,
og hann átti fullt í fangi með að
standa kyrr. Jafnskjótt og hann
sá okkur, tók hann að ganga um
gólf, fram ag aftur, og leit allt
öðru hvoru á úrið sitt.
„Þetta er mjög þýðingarmikið
brúðkaup, hr. Strúpp,“ hvíslaði
hann hátt að pabba. ,Aðilarnir
eru fultrúar tveggja sterkustu
stoðu kirkju minnar. Ég gæti
hreint ekki afborið, að nokkur
mistök ættu sér stað. Þetta brúð
kaup er mikilvægt fyrir mig.
Það samtegir tvær stríðandi
fjölskyldur og á að hreinsa það
illa blóð, sem eitrað hefur allan
söfnuðinn undanfarið.“
„Þú þarft ekki að hafa áhyggj-
ur út af mínu hlutverki,“ sagði
pabbi. „Þú skalt bara taka til við
hitt, og ég skal sjá um hring-
inguna. Ég var vanur að hringja
skólabjöllunni, þegar ég var
dyravörður þar, og ég veit allt,
sem vert er að vita um hring-
ingar.“
„Það gleður mig að heyra, hr.
Strúpp,“ sagði hann og þurrk-
aði sér í framan með vasaklút.
„Það léttir af mér þungu fargi
að geta falið klukkuhringinguna
manni, sem kann réttu tökin á
því.“
Fólkið var nú byrjað að ganga
inn í kirkjuna, og organistinn
tók að leika lag. Brátt sá ég ung-
frú Súsí Þing, prúðbúna, í hvít-
um, flaksandi fötum, með fullt
fangið af blómum, koma inn um
a ð r a r hliðardyrnar. Næstum
samtímis kom Húbert Vilhjálms
inn um hinar hliðardyrnar. Þetta
benti til þess, að vígslan væri að
hefjast, og ég sagði pabba, að svo
virtist sem þá og þegar mætti
byrja að hringja. Séra Hákon
kom hlaupandi inn kirkjugólfið,
lítandi á úrið sitt, og var næstum
dottinn um fót, sem einhver
sperrti út úr einum bekknum.
„Allt í lagi, hr. Strúpp!“ hvísl-
aði hann hásri, hárri röddu til
pabba. „Um leið og þú sérð mig
rétta út höndina og taka litlu,
svörtu bókina af altarinu, veiztu
að tími er kominn til að hringja.“
Pabbi kinkaði kolli og tók föst-
um tökum um sveran kaðalinn,
sem lafði niður um kringlótt
gat ofan úr klukkuportinu.
„Taktu góðu taki á því, sonur,“
sagði hann. „Það veitir ekki af
okkur báðum til að koma þessu
af stað. Þessi klukka er eitthvað
annað en skólabjalla.“
Báðir tókum við um kaðalinn,
eins hátt uppi og við náðum.
„Svona,“ sagði pabbi, „horfðu
á séra Hákon og segðu mér þegar
tími er kominn til að toga í.“
Ungfrú Súsí Þing og Húbert
Vilhjálms gengu fram fyrir séra
Hákon. Andlitið á Húbert var
rautt eins og karfi, en ég sá ekki
framan í Súsí, af því andlitið á
henni var næstum á kafi í stóra
blómavendinum. Séra Hákon
rétti út höndina og tók upp litlu,
svörtu bókina, sem hann hafði
minnzt á.
„Nú er tíminn, pabbi!“ hvísl-
aði ég eins hátt og ég þorði. „Þau
eru að byrja!“
Við toguðum í kaðalinn þang-
að til við fengum klukkuna til að
sveflast fram og aftur uppi í
portinu. Pabbi sýndi mér, hvern-
ig ég ætti að toga niður, eins fast
og ég gæti, og gefa síðan eftir og
láta kaðalinn dragast aftur upp
um gatið á loftinu. Eftir fimm
eða sex atrennur tók kólfurinn
að slást í klukkuna, og kaðallinn
gekk upp og niðúr eins og vera
bar.
Klukkan hringdi með löngum
hljómi, sem lét dálítið einkenni-
lega í eyrum, en ég leit upp í
andlit pabba, og hann var svo
ánægður á svip, að ég áleit að
við hringdum forkunnarvel. Mér
varð rétt í því litið fram í kirkj-
una, og ég sá séra Hákon hvísla
einhverju að manni, sem hann
benti að koma til sín. Maðurinn
kom hlaupandi til okkar og hvísl
aði einhverju í eyra pabba.
Margt fólk hafði snúið sér við í
sætunum og horfði á okkur, rétt
eins og við værum að aðhafast
eitthvað rangt.
Pabbi hristi bara höfuðið og
hélt áfram að hringja á sama
hátt og hingað til.
Maðurinn flýtti sér til baka,
til séra Hákons, þar sem hann
stóð fyrir framan Súsí og Hú-
bert. Séra Hákon hafði þegar
hætt að lesa upp úr litlu, svörtu
bókinni, og þegar maðurinn
hvíslaði einhverju að honum,
lagði hann frá sér bókina og kom
hlaupandi til okkar.
„Svona nú, hr. Strúpp!“ sagði
hann hátt. „Hættu að klingja
klukkunni!“
„Um hvað ertu að tala?“
spurði pabbi. Við héldum áfram
að toka í klukkustrenginn, rétt
eins og áður. „Ég hringi klukk-
unni alveg eins og þú sagðir mér.
Hvað er að?“
„Hvað er að!“ sagði séra Há-
kon og renndi fingrinum eftir
innanverðum kraganum sínum,
til að losa um hann. „Heyrirðu
ekki þetta ding—dong, ding—
dong þarna uppi?“ Allir kirkju-
gestirnir höfðu nú snúið sér við,
og sumir voru að benda okkur
með handatilburðum.
„Þú klingir klukkunni. Það er
gert við jarðarfarir. Hættu að
láta hand ding—donga!“
„Hvern sjálfan viltu láta mig
gera?“ spurði pabbi. „Þegar ég
var dyravörður í skólanum,
hringdi ég alveg eins og núna.
Enginn brá mér um að klingja.
„Skólabjallan er ekki af sam-
bærilegri stærð við þessa klukku
hr. Strúpp,“ sagði séra Hákon.
„Það pr allur munur á þeim.
Skólabjalla hringir eins, hvern-
ig sem með hana er farið. Svona,
hættu nú að hringja klukkunni
eins og þú gerir. Það gerir fólk
dapurt. Það hljómar ekki rétt
við brúðkaup.“
„Hvað viltu þá að ég geri?“
spurði pabbi.
„Láttu hana gjalla!“
,Gjalla?“ sagði pabbi. „Hvað
er það?“
Séra Hákon snéri sér við og
leit snöggvast til fólksins í
kirkjunni. Súsí og Húbert stóðu
enn uppi við altarið og biðu þess
að séra Hákon kæmi og lyki að
þylja vígslutextann, en Súsí
virtist að því komin að líða út
af þá og þegar, og Húbert virtist
hafa í hyggju að hlaupa út í
gegnum litaðar gluggarúðurnar.
„Hafið þér aldrei látið bjöllu
gjalla á ævinni?“ spurði séra
Hákon.
„Ödungis ekki,“ sagði pabbi,
„og hef heldur aldrei heyrt þess
getið.“
„Það heyrist ding-a-ling, ding-
a-ling,“ sagði hann.
„Einmitt það,“ sagði pabbi og
togaði enn í spottann, eins og við
höfðum gert frá byrjun. „Þetta
hef ég heldur aldrei heyrt getið
um.“
„Jæja, hættu þá að klingja og
byrjaðu að gjalla, hr. Strúpp!“
sagði séra Hákon. „Sumt fólkið
hérna er þegar byrjað að gráta.“
„Ég get bara alls ekki breytt
um í miðju kafi,“ sagði pabbi.
„Ég myndi þurfa að æfa mig.
Ég verð bara að halda áfram
eins og horfir. Næst skal ég gera
það öðruvísi fyrir þig.“
Séra Hákon rétti út höndina
Framhald á bls. 7
Erlendur Einarsson ráðinn forstjóri
Sambands íslenzkra samvinnufélaga
Stjórn Sambands íslenzkra
samvinnujélaga samþykkti á
fundi sínum 17. des. s.l. að
ráða Erlend Einarsson sem
forstjóra frá næstu áramót-
um, en þá lætur Vilhjálmur
Þór af því starfi til að taka
við bankastjórastöðu í Lands
bankanum.
í framkvæmdastjórn SÍS voru
kjörnir, auk forstjóra, sem er
sjálfkjörinn, þeir Helgi Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri inn
flutningsdeildar, og er hann
varaformaður framkvæmda-
stjórnarinnar; Helgi Pétursson,
framkvæmdastjóri útflutnings-
deildar; Hjalti Pálsson, fram-
kvæmdastjóri véladeildar, og
Hjörtur Hjartar, framkvæmda-
stjóri skipadeildar. Varamaður í
framkvæmdastjórn var kjörinn
Harry Frederiksen, fram-
kvæmdastjóri iðnaðardeildar.
Hinn nýi forstjóri
Erlendur Einarsson er 33 ára
gamall Skaftfellingur, fæddur í
Vík í Mýrdal 1921, sonur hjón-
anna Einars Erlendssonar, sem
verið hefir starfsmaður Kaup-
félags Skaftfellinga í fjóra ára-
tugi, og Þorgerðar Jónsdóttur.
Framháldsnám í Harvard
Erlendur réðist 15 ára gamall
til starfs hjá kaupfélaginu í Vík
og vann þar til ársins 1942, nema
hvað hann stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum veturna 1939—
1941. Eftir það varð hann starfs-
maður Landsbankans, en fór
vestur um haf til framhaldsnáms
1944—1945. Lagði hann þá fyrir
sig bankamál og starfaði jafn-
framt við banka í New York.
Síðan hefur Erlendur dvalizt eitt
missiri við framhaldsnám í
Harvard háskólanum vestra, og
var það veturinn 1952.
Árið 1946 var Erlendur ráð-
inn til að veita forstöðu Sam-
vinnutryggingum, sem settar
voru á stofn það ár. Dvaldist
hann þá um hríð í Englandi við
undirbúning tryggingarfélagsins
og hefir veitt því forstöðu síðan.
Það er, eftir aðeins átta ára starf,
annað stærsta tryggingafélag
landsins.
Jón Ólafsson forstjóri
Samvinnutrygginga
Stjórn Samvinnutrygginga
hefir samþykkt að ráða Jón
Ólafsson lögfræðing sem fram-
kvæmdastjóra félagsins frá ára-
mótum í stað Erlendar Einars-
sonar. Jón verður eftir sem áður
framkvæmdastjóri líftrygginga-
félagsins Andvöku.
—Alþbl., 18. des.
Susiness and Professional Cards
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Heip Eliminate
Condensation
832 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
SEWING^MACHINES
Darn socks in a jiffy. Mend,
weave in holes and sew
beautifully.
474 Portage Ave.
Winnipeg, Man. 74-3570
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræðingur í augna. eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimasími 40-3794
Dunwoody Saul Smilh
& Company
Chartered Accountants
Phone 92-2468
10« Princess St. Winnipeg, Man.
And offices ati
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
Hafið
Höfn
í huga
Heimili sólsetursbarnanna.
Icelandic Old Folks’ Home Soc ,
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
ARLINGTON PHARMACY
Prescription Specialist
Cor. Arlington and Sargent
Phone 3-5550
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
Muir's Drug Store Lld.
. J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422
Ellice & Home
Thorarinson & Appleby
Barristers and Solicitors
S. A. Thorarinson. B.Sc., L.L.B.
W. R. Appleby, B.A., L.L.M.
701 Somerset Bldg.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Acccuntant
505 Confederation Llfe Buildlng
WINNTPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Rank of Conunerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Simi 92-6227
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphln. Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON Jr.
Van's Eíectric Ltd.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
Deálers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
108 AVENUE BLDG. WINNIPEU
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
yega peningalftn og eldsábyrgC,
bifreit5aábyrg8 o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick. Reliable Service
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
Thorvaldson, Eqgertson,
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOIIA Bldg.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Dlrector
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur lfkkistur ogQhnnast um tkt-
farir. Allur ötbúnaCur sá bezti.
StofnaC 1894
SÍMI 74-7474
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOm BUTTONS
324 Smith St. Wlnnlpeg
PHONE 92-..Í24
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaelningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hlta frá aC rjúka út
meC reyknum.T—SkrifiC, simiC til
KELLY SVEINBSON
625 WaU St. Winnlpeg
Just North of Portage Ave.
Símar 3-3744 — 3-4431
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Real Eitate - Mortgages - Rental*
210 POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-3480
LET US SERVE YOU