Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955 Úr borg og bygð FRÓNS-fundur Munið Frónsfundinn næsta mánudagskvöld, 17. janúar kl. 8 í Góðtemplarahúsinu við Sargent Avenue. Fyrst fara fram venjuleg fundarstörf, en að þeim loknum hefst skemmtiskráin. 1. Glímusýning. 2. Fyrirlestur, er Finnbogi Guðmundsson flytur um ís- lenzku handritin, þ. e. hin fornu handrit Islendinga, er mjög hafa verið á döfinni að undanförnu, síðan Islendingar kröfðust þeirra heim úr höndum Dana. Erindið fjallar þó ekki um þá deilu, heldur fyrst og fremst um handritin sjálf og sögu þeirra. Að loknu erindinu mun Finn- bogi sýna nokkrar myndir úr fornum handritum máli sínu til frekari skýringar. Væntir deildin Frón þess, að fjölmennt verði á fundinn næsta mánudagskvöld. Agangur er ókeypis eins og venjulega, en samskot verða tekin til styrktar starfsemi deildarinnar. F. h. „Fróns“, THOR VIKING, ritari ☆ Á miðvikudaginn hinn 5. þ. m., lézt í Chicago, 111., Valdimar Anderson 51 árs að aldri, mikil- hæfur maður, sem átti almenn- um vinsældum að fagna; hann var sonur Stefáns heitins Ander- sonar fyrrum bónda í grend við Leslie, Sask., og konu hans Gyðríðar, sem nú dvelur á Gimli. Valdimar lætur eftir sig konu sína og tvær fulltíða dætur; hann ruddi sér glæsilega braut á sviði viðskiptalífsins og gegndi ábyrgðarstöðu sem As- sistance Comptroler hjá hinu mikla verzlunarfyrirtæki Mar- shall-Fields í Chicago. Valdimar lifa einnig þrú föðursystkini, Peter Anderson fyrrum korn- kaupmaður, frú Ólína Pálsson og frú Björg Einarsson. Útför þessa mæta manns var gerð í Chicago á laugardaginn hinn 8. þ. m. Nýlega lézt að heimili dóttur sinnar hér í borginni Guðlaugur Sigurðsson fyrrum bóndi í Lundarbygð níræður að aldri, er dvalið hafði nálega hálfa öld í þessu landi; hann lætur eftir sig tvær dætur, Mrs. J. Magnússon og Mrs. August Trommberg. ☆ Frá Vancouver Ársfundur elliheimilisfélagsins verður haldinn 26. jan. kl. 8 e. h. í Swedish Hall, 1320 E. Hastings St., Vancouver. „Hafið Höfn í huga“ — og fjölmennið! OILNIIIÍIGNITE Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. . All Oil Treated. SE RAGB0R6 FUIL PHOME 74-S43I HA1LI»1ILIU«»«. PHONE 3-7340 John Olafson, Representative. — ÞAKKARORÐ — Við viljum hér tjá okkar inni- legustu þakkir frændum, vinum og nágrönnum fyrir marghátt- aða góðvild þeirra og samúð í okkar garð í tilefni af fráfalli elskaðs eiginmanns og föður, Guðmundar Jóhannessonar. — Einnig þökkum við hina miklu og fögru blómagjafir, er settu sinn milda svip á kveðju- athöfnina. Sérstakar þakkir flytjum við Dr. Valdimar J. Eylands, Mrs. Pearl Johnson, Miss S. Johnson, Mr. og Mrs. H. Danielsson og Mrs. K. Matthews. Með endurteknum þökkum Mrs. G. Jóhannesson og jjölskylda ☆ The Men’s Club of the First Lutheran Church will hold a dinner meeting January 18th, followed by an address by Victor L. Leathers, professor of French, United College. Topic will be Canadian Quartet. Price, $1.25 per person. ☆ Icelandic Canadian Club Banquet and Dance The Icelandic Canadian Club will hold its annual banquet and dance at the Marlborough Hotel January 21st. Guest speakers will be Rev. Stefan Guttormson, of Cavalier, North Dakota. There will also be vocal and instrumental selec- tions on the program. The Jimmy Gowler orchestra will play for the dance. This event has become estab- lished as one of the highlights of the season. Interest friends in attending. W. K. ☆ Mr. J. Walter Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls, Man., var staddur í borginni í byrjun vikunnar. ☆ Herbergi og fæði óskast handa roskinni konu við allra fyrstu hentugleika, helzt hjá íslenzkri fjölskyldu. Sími 40-6785. Upp- lýsingar einnig veittar á skrif- stofu Lögbergs. Hálf öld . . . Framhald af bls. 1 að byggja rafmagnsstöð 1911, síðan Siglfirðingar, Seyðfirðing- ar og Víkurbúar í Mýrdal 1913, og síðan kaupstaðir landsins hver af öðrum, ýmist vatnsafls- eða dieselstöðvar. Fyrsta diesel- rafstöðin var byggð í Vest- mannaeyjum 1915. Orkan í dag I árslok 1930 var orka raf- stöðvanna á íslandi orðin sam- tals 3000 kw., 1940 16.500 kw, 1950 44.300 og í árslok 1954 82.200 kw. Þar af eru vatnsafls- stöðvar 73.090 kw. Um 300 sveita bæir hafa heimilisrafstöðvar. Árið 1953 var orkuvinnslan samtals 230 millj. kílówattstund- ir. Þar af fóru 65 millj. kwst. til almennrar heimilisnotkunar, 15 millj. til götulýsingar, verzlana o. fl., 45 millj. til iðnaðar, 55 millj. til húsahitunar en 50 millj. kwst. í töp og eigin otkun rafveitna. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Það er borið fram FEIS-EL í þessu felast aukin þægindi, því þessir pappírs-klútar eru kunnir að mýkt og fara vel með nefið. KAUPIÐ <5ác€-elle 80% landsmanna haja rajmagn Um rafmagnsnotkun lands- manna að öðru leyti er það helzt að segja, að um 80 af hundraði landsmanna njóta nú raforkunn- ar. Rafmagnslínurnar, sem flytja orkuna um byggðir landsins, eru samtals orðnar um 2700 km. langar og fjárfesting allra raf- virkjana á landinu, samkvæmt bókfærðu verði er samtals 440 milljónir króna, en endurbygg- ingarkostnaður þessara mann- .virkja er talinn um 700 milljónir cróna. —TÍMINN, 11. des. Frú Þóra 1. október 1874 var Kvenna- skóli Reykjavíkur settur í fyrsta sinn af stofnanda hans og fyrstu forstöðukonu, frú Þóru Melsteð. Á þessu hausti er því skólinn 80 ára. Undarlega hljótt hefir verið um það brautryðjendastarf, sem þar var unnið. Ætla má, að hugir manna hafi ekki verið opnir eða móttækilegir fyrir það mál- efni, sem hafði að markmiði að auka menntun kvenna, og vekja þær um rétt sinn til náms á borð við bræður sína. Engin hefði tekizt þetta á hendur á þeim árum önnur en sú, sem bjó yfir hugrekki, áhuga og fórnfýsi. Þetta var fyrsti kvennaskóli, sem settur var á stofn í landinu, og fyrsta sporið til þess að konur færu sjálfar að hugsa og tala um sinn eigin hag og heill. Vera má, að braut þeirra, er síðar komu og vörðu ævi sinni til þess, að koma málefnum íslenzkra kvenna í betra horf, hefði orðið enn þyngri eða erfiðari, ef Kvennaskóli Reykjavíkur hefði þá ekki verið búinn að starfa í nokkur ár. Mætti þá minna á það, að kon- ur þessa lands og þjóðin öll á stóra þakkarskuld að gjalda konunni, sem átti hugmyndina um þennan fyrsta kvennaskóla og barðist fyrir stofnun hans og framgangi. Frú Þóra Melsteð helgaði ís- landi líf sitt, þótt móðurland hennar væri annars staðar. Hina ungu heimasætu á Möðruvöllum í Hörgárdal dreymdi um nýtt Island í menningu og menntun kvenna. Þann draum gerði hún að ævistarfi sínu. Gifts for Betel Framhald af bls. 5 Betel, $7; Mrs. Steinunn Vol- gardson, Betel, $4. Evening Alliance, Wynyard, Sask., $10; Icelandic Ladies Auxiliary, Flin Flon, Man., $100, and individual presents for everyone in the Home; Mrs. Inga Storm, Betel, in memory of a beloved brother S. S. Anderson, Wynyard, $5; Husavik Ladies Aid, Husavik, Man., $25; A resi- dent at Betel $5; Henrietta Johnson, Betel, $1; A resident at Betel, $5; Beatrice E. Johnson, 31 Gaspe Annex, Winnipeg, $25; Two residents donated $5 each. H. P. Tergeson & Sons, Gimli, two boxes tangerines; H. L. Mc- Kinnon Ltd., Winnipeg, box of peanuts; Womens Association, First Lutheran Church, Win- nipeg, two boxes tangerines, candy for residents and two boxes of chocolates; Langruth Ladies Aid, Langruth, from Children’s Christmas Concert, assorted canned fruit and vege- tables, fresh fruit and candy; G. F. Jonasson, Winnipeg, 60 lbs. of Whitefish; J. S. Gillies, Win- nipeg, oranges and chocolate bars for all residents; Gimli Lutheran Sunday School, in- dividually wrapped candy for residents; Tergesen Drug store, 18 bricks of ice cream; Central Bakery, Gimli, Kringlur, rusks and ice cream for all residents and staff, also chocolates for Matron and staff. Dr. and Mrs. Johnson, large box of candy; Fred Magnusson, Bellflower, Calif., a large pack- age of candied fruit; Þjóðræknis deildin, Gimli, treat for residents of the Home; Sunday School of the First Lutheran Church, 30 pounds candy, 12 boxes tanger- ines and one box of apples; Tip Top Meat Marhet, Gimli, Man., Hangikjöt, one box tangerines and chocolates for staff. —S. M. BACHMAN, Ste. 40 380 Assiniboine Ave. Winnipeg, Man. Melsteð Á þann veg svaraði hún heim- reið Norðlendinga að föður hennar, Grími amtmanni, í júní 1849. Eitt skammdegiskvöld í Kvennaskóla Reykjavíkur sagði hún þeirri, er þetta ritar, frá atburði þeim, er hún — þá rúm- lega tvítug — varð sjónar- og heyrnarvottur að. Það var ein- föld frásögn, en átakanleg. Að nokkrum dögum liðnum var hún orðin föðurlaus. Stundum eru kaldir vornæð- ingarnir, ekki sízt í Norður- landi. Manni gæti dottið í hug — og ekki að ástæðulausu, — að kulda hefði lagt að sál ungu stúlkunnar, sem árangurslaust reyndi að aftra föður sínum frá því að fara veikur út. „En hon- um héldu engin bönd“, sagði hún. Með sorg og trega yfirgaf hún þennan stað. Hún tók sér þó ekki í munn orð frænda síns, hins mikla skálds: „Kalin á hjarta þaðan slapp ég“. Þvert á móti, hún ákvað að verða kyrr í föður- landinu, og rétta þeim hjálpar- hönd, sem réttlausar voru og menntunarsnauðar. Hún vildi hefja íslenzkar konur upp til þroska og sjálfsbjargar. Og hún vann mikið starf og merkilegt í þeim efnum. Ekki mætti hún þó alltaf þeim skilningi, eða því samstarfi, sem hún átti skilið og gert hefði störf hennar léttari. Hún kunni ekki að tala eins og hver vildi heyra. Og hún vék ekki til hliðar af þeirri braut, sem hún taldi, að til farsældar leiddi. Það var brennandi hug- sjónamál hennar, að nemendur Kvennaskóla Reykjavíkur — „stúlkurnar mínar“, eins og hún kallaði þær allar, — mættu hafa sem mest og bezt not af náms- tíma sínum, bæði í andlegum og verklegum efnum. Hún hafði sjálf orðið að taka á öllu sínu þreki, gáfum sínum og kappi til þess að kvennaskóla- hugmyndin kæmist í fram- kvæmd. Og ekki að vita, hvernig farið hefði, ef maður hennarr Páll Melsteð sagnfræðingur, hefði ekki staðið við hennar hlið með ráðum og dáðum. Játar hann þó í sjálfsævisögu sinni, „að hún hefði talað kjark í sig“. „Hún trúði á Guð og gott mál- efni“, segir hann enn fremur. Þessi kona, sem svo mikið hafði lagt í sölurnar, hlaut að gera nokkrar kröfur til nemenda sinna. Hún mat hátt framgang og heiður skóla síns. Það voru nemendurnir, sem gátu gert garðinn frægan. Það orð mun fljótt hafa komizt á, að skólastýran þætti ströng, og má vera, að ekki hafi verið gert minna úr en efni stóðu til. En allir urðu að viðurkenna, að þessi skólastýra vildi engum gera rangt til, svo heil og vamm- laus var hún. Guðstrú og reglu- semi voru hornsteinar skóla hennar. Hún gekk sjálf á undan í prúðu og hóglátu dagfari. Sjálfsagi hennar var meiri en strangleikinn við aðra. Lundin var stór, en rósemi hennar og vald yfir augnablikinu mikið. Lög og reglur skólans voru henni meira en orðin tóm. Þeim varð að fylgja, ef allt átti að fara vel. Frú Melsteð gerði þar engan mannamun. Dætur vinafólks hennar eða embættismanna í Reykjavík fengu sannarlega enga undanþágu frá því að hlýða settum reglum. Sjálf var hún alin upp við skyldur og alvöru. Hún skipti sér í milli föður og móður. „Bæði voru þau mér jafn kær,“ skrifaði hún eitt sinn í bréfi. Það mun þó hafa verið henni nokkur æskuraun, að móðir hennar undi ekki á Is- landi. Hún gekk heil og óskipt að verki, hvar sem störf hennar voru, eða vegur hennar lá. „Og íslandi vil ég vinna allt það gagn, er Guð gefur mér krafta til.“ Það voru hennar orð. Og þannig óskaði hún að námsmeyj- ar hennar ræktu skyldustörf sín: Heilhuga við vinnu og nám. Glaðar og tillitssamar á skemmti stundum. — Enn munu minn- ingar lifa um margar góðar og gleðiríkar sámverustundir frá síðustu árum, er frú Melsteð stjórnaði Kvennaskóla Reykja- víkur. Hún unni söng, enda skipaði hann háan sess í skólan- um. Ætíð var hún áheyrandi, þegar sungið var saman, og kall- aði þá oft til vini og nágranna. Frú Þóra Melsteð varð ó- gleymanleg þeim, er höfðu við hana náin kynni. Vinátta hennar og tryggð var órjúfanleg. Það var mikil gæfa nýfermd- um sveitaungling að komast undir vernd hennar og hollráð. Þær nutu þess allar, sem skildu og fundu, að hún vildi af heilum hug og hjarta vera þeim móður- leg vinkona, sem bar heill þeirra og hamingju fyrir brjósti. Frú Melsteð var lág kona vexti, fríð sýnum og fyrirmann- leg. Það fylgdi henni ekki ys og þys: Hún gekk oftast hægum skrefum, með öryggi og traust í hverju spori. Vöxtur vorsins var í starfi hennar. Þar nutu sín bezt mann- kostir hennar. Yfirlætislausir — en kvikuðu ekki frá settu marki. Þannig þekkti ég hana og dáði, og blessa minningu hennar lífs og liðinnar. Sigurlaug Erlendsdóttir, Torjastöðum —KIRKJURITIÐ Höfðingleg gjöf fil sjúkra- húss Akraness Á síðastliðnu sumri barst Sjúkrahúsi Akraness gjöf að upphæð kr. 20 þúsund til minn- ingar um Sesselju Jónsdóttur og Jón Þorsteinsson, er lengi bjuggu að Kalastöðum á Hval- fjarðarströnd. Var 100. ártíð Sesselju 16. ágúst síðastliðinn og segir gefandinn, „að gjöf þessi sé mjög í anda hennar, sem öllu vildi líkna og hjálpa“. Stjórnarnefnd sjúkrahússins hefur samþykkt, að eitt herbergi í sjúkrahúsinu skuli bera nafn þessara merku hjóna um leið og hún sendir gefandanum innileg- ar þakkir fyrir gjöf þessa og hugulsemi í garð sjúkrahússins. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 16. jan.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi. Ensk messa kl 7 síðd. undir umsjón yngra fólks í Luther League, og með þátttöku þess. Stjórn guðsþjónustu, Mr. Paul Henrikson. Ávarp, Mr. Victor Erickson. Fólk boðið velkomið. S. Ólajsson ☆ Messur í Norður-Nýja-tslandi Sunnud. 16. janúar: Riverton kl. 2. Víðir kl. 8. Báðar messurnar fara fram á ensku. — Friday 14 th Meeting of Young Peoples Club at Geysir 9 o’clock. Miss Persnel from Montreal will talk. Robert Jack Lesið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið f . ^-4 ♦ m EATON'S of CANADA Hvar, sem leið yðar liggur í Canada Býður EATON'S yður þjónustu sína Með hliðsjón af því, að við hendi eru 56 búðir að viðbættum 4 póstpantanamið- stöðvum og yfir 260 pantanaskrifstofum frá strönd til strandar, er EATON’s til taks varðandi leiðbeiningar um val fyrsta flokks vörutegunda, sem seljast við sann- gjörnu verði. Þér getið verzlan í fullu öryggi þar sem þér njótið trygginga vorra síðan 1869. 'Vörur óaðfinnanlegar eða andvirði endurgreiit" <*T. EATON WINNIPEG CANADA Stærstu smásölusamtök í Canada

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.