Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955
7
Vetnissprengjan hefir vakið
ugg og úlfúð í Japan
Erlendur fréttaritari í Japan
lýsir hér þeirn ugg og ótta,
sem gripið hefir japönsku
þjóðina út af vetnissprengj-
unni og hver hætta er á, að
þjóðin snúist öndverð gegn
vestrœnni menningu ef til-
raunum með vetnissprengj-
ur verður haldið áfram.
Að morgni hins 1. marz var
skipið Fukuryu Maru að veið-
um suður í Kyrrahafi. Fukuryu
þýðir „Drekinn heppni“, og á
honum var 23 manna áhöfn.
Sólin var komin upp fyrir
nokkru, en allt í einu var eins
og önnur sól rynni skyndilega
upp á austurloftið. Og rétt á
eftir heyrðust ógurlegar þrumur
úr þeirri átt. Geisimikill mökk-
ur reis upp og fól hina réttu
sól á skömmum tíma. Og svo
féll regn — ekki venjulegt regn,
heldur hvítt duft eða aska,
„drápsaskan“. — Sjómennirnir
fundu hita færast um sig alla,
en það var aðeins fyrirboði veik-
inda, sem þeir verða máske að
ganga með í mörg ár. Og læknir
einn við háskólann í Tokyo hefir
meira að segja lýst yfir því, að
eftirköstin geti jafnvel komið
fram á óbornum niðjum þeirra.
Þennan morgun fór vetnis-
sprengingin fram hjá Bikini.
Hún varð eigi aðeins miklu
öflugri heldur en vísindamenn
höfðu ráð fyrir gert, hún olli
því einnig að 28 Bandaríkja-
menn, 236 innfæddir menn á
næstu eyjum og 23 japanskir
sjómenn sýktust af ósýnis-
geislum frá henni og hlutu
brunasár. Hún gerði sjóinn
geislavirkan á stóru svæði svo
að fiskar tóku í sig ósýnisgeisl-
ana- í Japan hefir orðið að
fleygja á annað hundrað smá-
lestum a túnfiski eftir að hann
var kominn í höfn, vegna þess
að hann var geislavirkur. Með
þessu móti voru Japanir sviftir
aðalfæðu sinni. Og með þessu
var spillt vináttu Japana og
Bandaríkj amanna.
Japanir urðu fyrstir fyrir
barðinu á kjarnasprengjunni. En
það var á stríðstímum. Nú eru
friðartímar, og nú hafa þeir
fyrstir orðið fyrir barðinu á
vetnissprengjunni.
Til þess að skilja það hverjar
afleiðingar vetnissprengjutil-
raunin getur haft, verða menn
að vita hvernig Japanir eru
staddir. Fiskur hefir verið aðal-
fæða þeirra um mörg ár, vegna
þess að landið getur ekki fram-
leitt nema lítinn hluta af þeim
matvælum/sem þjóðin þarfnast.
f Japan eru nú 85 milljónir
manna, en ræktanlegt land er
þar minna en í Californíu einni.
Japanskir togarar hafa sótt
lengra og lengra til veiða. Sjó-
mennirnir berjast harðri bar-
áttu við ómjúk náttúruöfl úti í
reginhafi og sumir geta ekki
komið heim til sín tímunum
saman. Þjóðin kann vel að meta
starf þeirra. í hennar augum eru
þeir hetjur.
Því var það, að þegar Fukuryu
Maru kom heim með geislavirk-
an afla og sjómennirnir voru
skaðskemmdir af ósýnisgeislum,
þá vanð gremjan meiri en svo'
að nokkur fyrirheit um skaða-
bætur gæti lægt hana.
Hér er um meira að ræða
heldur en veikindi sjómannanna
á Fukuryo Maru og skemmdan
afla þeirra. Hér er einnig um
frelsi úthafanna að ræða. Japön-
um hefir verið gert æ erfiðara
fyrir um fiskveiðar á undan-
förnum árum. Kommúnistar í
Hína banna þeim nú veiðar í
Kínaflóanum. Fyrir norðan Jap-
an geta þeir ekki veitt vegna
þess hve Kóreumenn hafa fært
nt landhelgi sína. Suður undir
Ástralíu er þeim bannað að
veiða, vegna þess að Ástralíu-
stjórn segir að þeir eyðileggi
perluveiðarnar þar. Og nú komu
Bandaríkin og bönnuðu umferð
á stóru svæði í Kyrrahafi vegna
vetnissprengjutilrauna. „Það er
skýlaust brot gegn frelsi úthaf-
anna“, sagði eitt japanska blaðið.
Japanir hafa ekki gleymt því,
sem gerðist í Hiroshima og
.Nagasaki á stríðsárunum. Þeir
hafa ekki gleymt múgdrápinu þá
og þeim hörmungum, sem
sprengingarnar ollu. Margir,
sem lentu í þeim ósköpum ,eru
enn á lífi, og óskelfdir geta þeir
ekki á það minnst. Þeir vita
hvernig kjarnorkusprengingar
eru. Og þeim blöskrar að heyra
talað um vetnissprengju, sem er
500 sinnum aflmeiri til tortím-
ingar heldur en þær sprengjur
voru, sem varpað var á Nagasaki
og Hiroshima.
Þegar Bandaríkjamenn komu
til Japan í lok stríðsins og gáfu
þeim nýja stjórnarskrá, átti hún
að tryggja Japan frið og bannaði
alla hervæðingu. Þjóðinni þótti
vænt um þetta. En nú, á friðar-
tímum, hefir Japan aftur orðið
fyrir barðinu á kjarnorkunni, og
þetta, ásamt öðru, hefir spillt
trausti þeirra á vestrænni menn-
ingu.
Japanir búa að rótgrónum ótta
við geislaverkanir kjarnorku-
sprenginga. Svo djúpt stendur
þessi ótti, að eftir að Fukuryo
Maru kom með hinn geislavirka
fisk að landi, þorðu Japanir ekki
að kaupa neinn fisk, hvort sem
hann var veiddur á úthöfum eða
við heimastrendur. Mikið af
þessum fiski hafði alls eigi orðið
fyrir neinum geislaverkunum,
en það var sama, menn þorðu
ekki að leggja hann sér til
munns.
Það hefir engu breytt þótt
fisksalarnir hafi látið rannsaka
fiskinn og auglýsi með vottorð-
um lækna að mönnum sé óhætt
að éta hann. Fólkið hefir ekki
trúað. Óttinn hefir gagntekið
það. Og útgerðin hefir orðið
fyrir svo miklu tjóni, að millj-
ónir amerískra dollara þyrfti til
að bæta það. En það tjón, sem
þjóðin bíður við að hætta að
neyta fiskmetis, verður ekki töl-
um talið.
Vetnissprengjan hefir haft
miklar og vondar afleiðingar í
Japan.
Fjöldi fólks í Japan er enn
mjög vinveittur Bandaríkja-
mönnum vegna þess hve vel þeir
hafa komið fram sem hernáms-
þjóð. Þetta fólk sér vel hver
hætta vinfengi þessara þjóða
stafar af vetnissprengjunni og
þeir vona að Bandaríkin geri
ekki fleiri tilraunir. Eða er hægt
að gera nokkurn samanburð á
því hvort betra er, reynsla feng-
in af vetnissprengjutilraun, eða
vinfengi 85 milljóna manna?
Kennari nokkur ritaði grein í
blaðið „Mainichi Shimbun“ og
segir þar meðal annars:
„Þegar ég kom heim úr skól-
anum var kona mín afar áhyggju
full. Hún sagði mér frá því, að
hún hefði gefið börnunum fisk'
að borða, en rétt á eftir hefði
hún heyrt í útvarpi um hinn
geislavirka fisk, og nú vissi hún
ekki hvernig hún ætti að bjarga
börnunum, hvort það mundi
duga að gefa þeim laxerolíu? Á
leiðinni heim hafði ég séð um
þennan geislavirka fisk, og ég'
vissi ekki heldur hvað átti til
bragðs að taka til að bjarga
börnunum .... Hvers vegna er
ekki hægt að stöðva framleiðslu
á vetnissprengjum? Veit heim-
urinn ekki hvernig fór fyrir
Nagasaki og Hiroshima? Eða,
hafa menn gleymt því. Það er
of snemmt. Japanir hafa ekki
gleymt því . . . . Vér skulum
reyna að koma vitinu fyrir
heiminn, reyna að vekja sam-
vizku heimsins . . . .“
í blaðinu „Asahi Simbun“
birtist önnur aðsend grein:
„Hinn geislavirki túnfiskur frá
Bikini hefir valdið skelfingu í
landinu. Og það er sannarlega
hræðilegt að hugsa sér það, að
ef til vill hafi ótaldar milljónir
fiska orðið fyrir geislum frá
drápsöskunni, og síðan verði
þessi fiskur borinn á borð fyrir
menn. Og það er eigi aðeins á
sprengjustaðnum að fiskar hafa
getað sýkzt. Askan hefir borizt
um allt í loftinu og hún getur
borizt með straumum upp undir
strendur Japans. Er því ekki
hætta á, að fiskur sem veiddur
er hér við land, sé einnig geisla-
virkur? Japanir verða að lifa á
fiski. Þess vegna er hætta á að
öll þjóðin sýkist af ósýnisgeisl-
um .... Verði framhald á
sprengjutilraunum, er hætta á
að geislasýkin breiðist út meðal
fiska í hafinu á æ stærri svæð-
um. Það er hryllileg tilhugsun“.
Þá var og aðsend grein í blað-
inu „Tokyo Shimbun“: „Ég vinn
á fisksölumiðstöðinni. Þegar
fyrsti geislavirki fiskurinn barst,
var engu líkara en fólkið ætlaði
að brjálast. Enginn þorði einu
sinni að kaupa þarafisk veiddan
við strendur landsins, né heldur
flök af fiski, sem veiddist fyrir
norðan Japan fyrir heilum mán-
uði. Ef þessu heldur áfram, er
hætt við að allur fiskmarkaður í
landinu fari um koll. Og ef ekki
verður hætt við sprengjutilraun-
ir, þá missa allir japanskir fiski-
menn atvinnu sína“.
Ný hræðsla gaus upp mánuði
seinna, er heilbrigðismálastjórn-
in tilkynnti, að hún hefði bannað
sölu á 74.000 pundum af túnfiski,
sem skipið Keoi Maru hafði veitt
suður í Kyrrahafi nokkru eftir
sprenginguna, vegna þess að
fiskurinn væri geislavirkur.
Tjónið af þessu nam 10.000 doll-
urum fyrir útgerðina. Um sama
leyti var kyrrsettur afli þriðja
skipsins, 100.000 pund af tún-
fiski, og fisksalar tilkynntu að
þeir vildu ekki sjá þann fisk,
enda þótt hann reyndist laus
við geislanir. Hinn 4. apríl var
tilkynnt að ósýnisgeislar hefði
fundizt í fötum skipverja á
fjórða togaranum, „Dai Maru“.
Stjórnin í Japan hefir farið
hægt í sakirnar. Hún hefir að
vísu krafizt skaðabóta af Banda-
ríkjunum, en hún hefir ekki
mótmælt frekari sprengjutil-
raunum.
Sumir Bandaríkjamenn hafa
reynt að afsaka hið skeða með
því að segja, að bandarískir
menn hafi einnig brennzt af
ósýnisgeislum. En þá er spurn-
ingin: Er það nauðsynlegt að
nokkur maður brennist? Og nú
er það sannað að vetnissprengj-
an var miklu öflugri heldur en
ráð var fyrir gert. Er þá ekki
rökrétt að hugsa sem svo, að
með áframhaldi í þessa átt missi
menn algjörlega vald á kjarn-
orkunni, og hvað verður þá? Er
allt mannkyn í yfirvofandi
hættu?
Þannig tala japönsku blöðin.
Þau heimta að tilraunum með
vetnissprengjur sé hætt. „Nipp-
on Times“ sagði hinn 29. marz:
„Nú er svo komið að alþjóða-
samtök, undir stjórn hinna vitr-
ustu manna, þarf til þess að
stöðva þetta“.
Vitrustu manna, segir blaðið.
Hverjir eru vitrastir, og hvar eru
þeir vitrustu. Eftir fyrri heims-
styrjöldina stofnuðu „vitrustu
menn“ lýðræðisþjóðanna Þjóða-
bandalagið. En þetta vizkunnar
barn varð sjálfdautt. í seinna
stríðinu komu vitrustu menn
fram með kenninguna um ferfalt
frelsi manna, og eftir stríðið
stofnuðu vitrustu menn banda-
lag Sameinuðu þjóðanna, sem
hefir verið vonarpeningur fram
að þessu. Er hægt að finna nú
enn vitrari menn, sem geti
stöðvað brjálæði vígbúnaðarins?
Það eru vitrir menn í báðum
herbúðum, og það er hætt við
að keppikefli þeirra sé að halda
áfram kapphlaupinu í vígbún-
aði og framleiðslu stærri
sprengja. (Úr ,,Awake“)
— Lesh. Mbl.
íslenzkir iðnaðarmenn skoða flugvelli,
flofra- og rafstöðvar í U.S.A.
Tveir hópar farnir vestur til
verklegs náms
Tveir hópar íslenzkra iðnað-
armanna eru nú farnir vest-
ur um haf til Bandaríkjanna
til verklegs náms og kynn-
ingar, samkvæmt samkomu-
lagi, er gert hefir verið um
að veita íslenzkum starfs-
mönnum, er vinna á vegum
varnarliðsins aukna starfs-
menntun,-
Undanfarið hefir annar hópur
íslenzku iðnaðarmannanna verið
í heimsókn í Kansas City og
skoðað m. a. mannvirki á al-
þjóðaflugvelli, sem liggur um
það bil miðja vegu milli austur-
og vesturstrandar ameríska
meginlandsins og ekki langt frá
borginni Kansas City. Sáu þeir
þar flugskýli og ýmsar aðrar
byggingar, sem mjög svipar til
þeirra bygginga, er þeir hafa
unnið við smíðar á hjá Samein-
uðum verktökum á Keflavíkur-
flugvelli.
„Fyrir byggingamenn eins og
okkur var mjög lærdómsríkt að
skoða þessi mannvirki og önnur,
er við höfuð séð á ferð okkar í
bandaríkjunum“, sagði Ásbjörn
Guðmundsson, sem er fyrirliði
þeirra félaga og starfar sem
verkstjóri hjá Sameinuðum
verktökum.
í þessum hópi iðnaðarmanna
eru 6 Islendingar, auk Ásbjarn-
ar, þeir Viðar Þorláksson, raf-
virki, Helgi Jasonarson vatns-
virki, Ingólfur Finnbogason, raf-
virki, Haraldur Einarsson verk-
stjóri, Garðar Sigurðsson verk-
stjóri og Hallfreður Guðmunds-
son vatnsvirki.
Áður en þeir félagar komu til
Kansas City höfðu þeir heimsótt
og skoðað bækistöð flotans í
Olathe í Kansas-fylki, þar sem
þeir skoðuðu ýmsar smærri
byggingar, vöruskemmur og
íbúðarhús, sem eru í smíðum.
„Húsin eru mjög þokkaleg og
þægileg“, sagði Ásbjörn, „en
það undrar mig, hve lítið þið
notið steinsteypu, nema þá við
alstærstu byggingar ykkar“.
Eftir heimsókn sína til al-
þjóðaflugvallarins í nágrenni
Kansas City munu þeir skoða
bækistöðvar flughersins í Grand
View og viðgerðarstöðva TWA
flugfélagsins.
Helgi Jasonarson minntist
sérstaklega á hinar miklu raf-
orkustöðvar, sem reistar hafa
verið víðsvegar um hinar víð-
feðmu sléttubyggðir Bandaríkj-
anna, en þeir heimsóttu sumar
þessara stöðva, sem allar fram-
leiða raforku með diesel-afli. —
„Við erum auðvitað vanari
vatnsaflsstöðvum, en á Kefla-
víkurflugvelli munum við einnig
vinna við dieselstöðvar“, sagði
hann!
Enda þótt þeir félagaf hafi
víða farið, hafa þeir þó dvalið
lengst í borginni New London,
þar sem þeir sóttu námskeið við
verkstjóraskóla, sem rekinn er
af verkstjórasambandi Banda-
ríkjanna. Létu þeir allir í ljós
óskipta ánægju yfir námsför
sinni og sögðu, að það, sem þeir
h^fi heyrt og séð, ætti eftir að
koma þeim að góðu gagni við
þau störf, sem þeirra bíða hér
heima.
Hinn 25. nóvember s.l., sem
var almennur frídagur í Banda-
ríkjunum (Thanksgiving Day)
dvöldu íslendingarnir hjá ýms-
um fjölskyldum í New London
og létu þeir mjög vel yfir þeim
viðtökum, sem þeir höfðu fengið
á hinum bandarísku heimilum
og lofuðu gestrisni alla og beina.
—Alþbl., 8. des.
. . . Kirkjuklukkan
Framhald af bls. 3
til að toga sjálfur í spottann, en
rétt 1 því óð Júlli, bróðir Súsí
Þing, að Húbert og stjakaði hon-
um fram í líkhúsið, og ásakaði
hann um að hafa hönd í bagga
með því, hvernig klukkunni var
hringt. Áður en nokkur fékk
nokkuð að gert, voru þeir komn-
ir út í kirkjugarðinn og í hör-
kuslagsmál, yfir grafir og leg-
steina. Það lagaði blóð úr nefi
Húberts, og Júlli reif buxurnar
sínar á járnskilti á einni gröf-
inni, hvar á stóð: „óviðkomandi
bannaður aðgangur.“
Pabbi sagði mér að halda á-
fram að hringja á meðan hann
færi út að horfa á slagsmálin.
Séra Hákon fór líka, og það
gerðu allir í kirkjunni. Ég hélt
áfram að hringja á sama hátt og
við höfðum gert frá byrjun, og
nú heyrði ég greinilega, að
klukkan sagði ding—dong, alveg
eins og hjá Jóa gamla Davíðs,
þegar hann hringdi við jarðar-
farir.
Bæði Júlli og Húbert voru nú
orðnir sæmilega illa útleiknir,
en enginn reyndi að kakka leik-
inn, því allir töldu réttast að lofa
þeim að slást að vild. ng hætta,
þegar þeir gætu ekki meira, sök-
um þreytu.
Ég togaði í kaðalinn eins og
pabbi hafði sagt mér, og velti
því fyrir mér, hvernig sama
klukkan gæti gefið frá sér ýmist
ding - a - ling, ding - a-ling - ding
hljóð, eða ding—dong, og rétt í
því kom séra Hákon inn og hrifs-
aði spottann úr greipum mér.
Klukkukólfurinn sló tvö högg 1
viðbót og stanzaði svo.
Þetta er nóg, Villi/ sagði hann,
þreif í hálsmálið á skyrtunni
minni og fleygði mér út úr kirkj-
unni, og niður framþrepin.
heyrði ekki klukkuna hringja,
andi fyrir kirkjuhornið. Hann
Rétt í þessu kom pabbi hlaup-
og snarstanzaði.
„Af hverju hættir þú, sonur?“
spurði hann.
„Séra Hákon sagði mér það,“
sagði ég. „Hann rak mig út.“
„Svo hann gerði það!“ sagði
pabbi og varð illur.
Séra Hákon kom út um dyrnar
og stanzaði á efsta þrepinu.
Hann virtist slituppgefinn.
„Heyrðu nú, prestur!" sagði
pabbi. „Þegar ég tók að mér að
hringja klukkunni, ásetti ég mér
að gera það, eða slíta af mér
allar tölur við að reyna það. Ég
ætla inn og ljúka verkinu, eins
og ég lofaði. Ef þér líkar það
ekki, hvernig ég hringi, get ég
ekkert gert að því.“
„Ó, ég held nú ekki,“ sagði
séra Hákon, og varnaði honum
inngöngu. „Þú hefur þegar látið
brúðkaup fara í hundana og or-
sakað svívirðileg slagsmál í
kirkjugarðinum. Þingarnir og
Vilhjálmarnir hafa tekið upp
fyrri fjandskaj, einungis af því
að þú líkhringdir klukkunni. Ég
vil ekki að þú snertir framar á
þessum klukkustreng.“
„Hvernig í fjandanum átti ég
að vita, að þú vildir láta ding-a-
lin'g-ding hringja í stað ding—
dong, ding—dong?“
„Almenn skynsemi hefði átt
að geta sagt þér það,“ sagði hann
og ýtti pabba frá dyrunum. „Auk
þess ætti maður, sem kann ekki
greinarmun á líkhringingu og
brúðkaupshringingu, e k k i að
koma nærri klukkustreng.“
Fólkið, sem komið hafði til
kirkjunnar til að sjá vígsluna,
fór að tala um ,hvernig pabbi
hefði komið Þingunum og Vil-
hjálmunum til að taka upp forn-
an fjandskap á ný. Ungfrú Súsí,
sem hafði setið grátandi allan
tímann, uppi á söngloftinu, hljóp
niður götuna í áttina heim til sín,
enn með stóra blómvöndinn í
fanginu. Ég sá ekki Júlla eða
Húbert framar, en ég býst við að
þeir hafi farið heim til að þvo
sér.
„Þú meinar, að þér falli blátt
áfram ekki í geð, hvernig ég
hringdi fyrir þig?“ spurði pabbi
séra Hákon.
„Það er alveg rétt, hr. Strúpp,“
sagði hann og stjakaði hastar-
lega við pabba, svo hann hoppaði
aftur á bak niður þrepin, til að
missa ekki jafnvægið.
„Komdu þá aldrei framar til
mín og biddu mig að koma til
kirkju og hlusta á þig messa,“
sagði pabbi. „Ef þér líkar ekki
hringingin hjá mér, líkar mér
ekki betur að hlusta á þig pré-
dika.“
Séra Hákon fór inn. Hann var
næstum horfinn okkur, þegar
pabbi kallaði til hans.
„Hvað á ég að gera, ef mér
skyldi detta í hug að snúa mér
til drottins. Ekki langar mig að
verða skilinn eftir í reiðileysi,
þegar allir aðrir eru sendir til
himnaríkis?“
Séra Hákon stakk höfðnu út
um dyrnar.
„Ég held þú værir bezt komin
hjá aðventistum eða hvítasunnu
mönnum," sagði hann. „Mín
kirkja getur komist af án þín,
hr. Strúpp.“
BLOOD BANK
T H I S
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
Wl NNIPEG
BREWERY
IIMITED
MD-351
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK