Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.01.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1955 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 NÚMER 2 Séra Sigurður Christopersson lótinn Kytrumóðir Kjörin forseti Bréf fró Hindisvík, Séra Sigurður Christophersson Er líður á kveld og Ijós ég slekk hún lítur inn til mín músin. Af mönnunum reyndi hún margan hrekk og mennirnir eiga húsin. Til mannanna sœkir hún mat og skjól og mennirnir eiga bæði, þó hvorttveggja geymi hið byggða ból í búrinu er sjaldan næði. Því læðist hún inn á léttum tám að leita sér fæðu um nætur. Hún óttast mannanna skrölt i skrám á skóhljóði hefur hún gætur. Til neyzlu sér þarf hún næsta fátt, og notar það sem ég fleygi, og leitar um búrið mitt lágt og hátt þá Ijósið er horfið úr vegi. Ég bý með henni af bóndatryggð og beiti ’ana engum slægðum, og öðruhvoru í okkar byggð er enginn skortur á gnœgðum. En sé hennar matur moli smár, ég mögl hennar aldrei heyri. Það hnigi þá færri harmatár, ef húsmæður væru svo fleiri. P. G. Hólf öld síðan kveikt var fyrsta rafljósið á íslandi Síðastliðinn laugardag lézt á sjúkrahúsi hér í borginni séra Sigurður Christophers- son 77 ára að aldri, ættaður frá Ytri-Neslöndum í Mý- vatnssveit; hann kom ung- ur til þessa lands, gekk hér mentaveg og þáði prests- vígslu árið 1909. Hann hafði á hendi prestsþjón- ustu á ýmissum stöðum innan íslenzka, lúterska kirkjufélagsins, svo sem í bygðarlögum Islendinga í grend við Churchbridge, að Langruth og Silver Bay; hann var hreinskiptinn al- vörumaður, er hvarvetna lét gott af sér leiða. Séra Sigurður unni hug- ástum íslandi og íslenzkum bókmentum og var ritfær vel; liggja eftir hann margar og skáldlegar ritgerðir bæði í Lög- bergi og Sameiningunni; konu sína misti séra Sigurður fyrir mörgum árum; hann lætur eftir sig einn son, Luther og eina systur, Þorgerði, sem bæði eru búsett í Vancouver. Kveðjuathöfn til minningar um hinn látna kirkjunnar þjón fór fram í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn að viðstöddu afar miklu fjölmenni, stýrði henni Dr. Valdimar J. Eylands Við sama heygarðshornið Senator Knowland, Republi- can frá Californiu, fyrrum fram- sögumaður flokks síns í Senat- inu, flutti um síðustu helgi út- varpsræðu, þar sem hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að vafa- samt mætti telja, að Eisenhower byði sig fram á ný við forseta- kosningarnar 1956. Hann kvað litlar líkur á, að flokkurinn eða þjóðin sætti sig við forustu þess rnanns, er hikandi væri og á báðum áttum. Þessi harðsnúni og óvægni Senator telur Eisenhower hafa brugðist vonum manna varðandi Asíumálin, hik hans í sambandi við Indo-China og harmleikinn og óttinn við kommúnistastjórn- ina í Kína, væri með öllu óverjandi. Túnfíflar og bellisar springa út og brum komið á víðitré Hlýindi undanfarnar vikur hafa orkað þannig á tré og jurtir, að þær eru farnar að springa út sem um vorlag væri. Austur á Selfossi er komið brum á víðitré, að því er blaðinu var tjáð í gær. Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur skýrði blaðinu einnig frá því í gær, að bellisar væru farnir að springa út. Hefðu þeir byrjað strax að springa út, er hretunum lauk á dögunum. Enn fremur sjást nýútsprungnir tún- fíflar á blettum. Þetta á einkum við þar sem skjól er. Enginn klaki í jörð Enginn klakavottur mun vera í jörðu á láglendi hér sunnan lands, og ef til vill ekki yfirleitt á landinu. Mun vera tími til þess enn að setja niður blómlauka, og verður svo, meðan ekki kemur klaki í jörð. —Alþbl., 5. des. með aðstoð Dr. Rúnólfs Mar- teinssonar. Mrs. Lincoln Johnson var sólóisti, en við hljóðfærið var Mrs. E. A. ísfeld. Líkmenn voru þeir séra Sigurður Ólafsson, séra Jóhann Fredriksson, Séra Harold S. Sigmar, séra Robert Jack, séra Bragi Friðriksson og Jón Christophersson, frændi hins látna. Líkið var flutt til Árborgar og jarðsett þar, en þar ber kona séra Sigurðar beinin. Reynivallakirkju færð gjöf 1 dag ætlar Átthagafélag Kjós- verja hér í Reykjavík, að gefa Reynivallakirkju brjóstmynd af séra Halldóri Jónssyni, presti, sem þjónaði þar í rösk 50 ár. — Halldór lézt fáeinum dögum eftir að hann varð áttræður. í dag hefði hann orðið 81 árs, og þótti Átthagafélaginu viðeigandi að færa kirkjunni þessa gjöf á afmælisdegi hans. Stjórn Átthagafélagsins mun afhenda sóknarnefndarformanni, Steina á Valdastöðum, gjöfina að lokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 2. Geta má þess að í gærdag kom út síðara bindi af ævisögu séra Halldórs. Er það mikil bók og fjallar m. a. um starf hans að Reynivöllum og kynnum af Kjós verjum og öðrum, sem hann átti skipti við á langri ævi. Nú hafa 80% íslendinga rafmagn Á sunnudaginn, 12. des. sl. var liðin hálf öld síðan kveikt voru fyrstu rafljósin á íslandi. Gerðist þessi at- burður við lækinn í Hafnar- firði, en Jóhannes keykdal hét athafnamaður sá, er byggði þar fyrstu rafstöðina á íslandi. í tilefni af þessum atburði ræddu forustumenn raforku- mála við blaðamenn á fundi, sem haldinn var á Hótel Borg í gær. Komu þar fram ýmsar fróð- legar upplýsingar um raforkuna á íslandi. Steingrímur Jónsson, formað- ur rafveitnasambandsins, gerði grein fyrir þróun raforkumál- anna á íslandi þessa hálfu öld og sagði einnig frá upphafi um notkun rafmagnsins. Edison kveikti á glóðarlampa sínum vestur í Ameríku og 1882 var fyrsta rafstöðin tekin í notkun í New York í einu verzl- unarhverfi borgarinnar. Síðan komu margar álíkar og stórborg- ir Evrópu tileinkuðu sér fljótt þessa nýjung. Fyrst var raforkan ekki svo háspennt, að hægt væri að leiða hana langar leiðir, en síðar breyttist það, svo nú er farið að leiöa mjög háspennta raforku allt upp í 1000 kílómetra vega- lengd. Islendingar fljótir til Islendingar voru ótrúlega fljótir til að koma auga á mögu- leika raforkunnar. Að vísu var því lítill gaumur gefinn, er fyrst var ritað um þetta undraafl í íslenzk blöð fyrir aldamótin. Svo var það, að Jóhannes Reykdal setti á stofn trésmiðju í Hafnarfirði og fékk vatnstúr- bínu frá Noregi til að knýja vélarnar. Hafði hann kynnzt raf- magninu í Noregi, þar sem systir hans bjó, en þangað fór hann. Árið 1904 fékk Jóhannes rafal við túrbínuna og fór að framleiða rafmagn, og 12. des- ember fyrir réttri hálfri öld á morgun, voru fyrstu rafmagns- ljósin á Islandi kveikt frá þess- um rafal. Fljótt var önnur stöð byggð við lækinn og var hún 32 kw. en hin fyrri 9. Næstir urðu Eskfirðingar til Framhald á bls. 8 Sambandsþingið tekið til starfa Á föstudaginn var Sambands- þingið sett með mikilli viðhöfn, svo sem venja er til. Landsstjór- inn Vincent Massey hafði vita- skuld aðalhlutverkið í athöfn- inni. Var hann skrýddur lituðug- um búningi með fjaðrahatt á höfði, og ók í skrautvagni, er fjórir hestar voru spenntir fyrir, til þinghússins og flutti þar há- sætisræðuna. Var þessari athöfn sjónvarpað í fyrsta sinn. Ræðan gaf til kynna, að stjórn- in hefir í hyggju, að hefja margs konar byggingarvinnu til þess að draga úr atvinnuleysinu; enn- fremur að auka atvinnuleysis- styrkinn. Verður þetta fyrsta málið, sem tekið verður til um- ræðu á þinginu, enda talið að ástandið í atvinnulífinu sé orðið all-alvarlegt. Mrs. Nan Murphy Á fyrsta fundi skólaráðs Win- nipegborgar eftir nýárið, var Mrs. Nan Murphy, fulltrúi fyrir 2. kjördeild kjörin í forseta- embætti fyrir yfirstandandi ár; er hún önnur konan í sögu borg- arinnar, er fallið hefir slík sæmd í skaut. Akureyrarstúdentar gera Davíð frá Fagraskógi að heiðursfélaga Stúdentafélagið hér á Akur- eyri efndi til fullveldisfagnaðar að Hótel KEA hinn 30. nóv. s.l. Formaður félagsins, Steingrímur Sigurðsson, menntaskólakennari, setti hófið og gat þess að nokkur undanfarin ár hefði niður fallið hjá stúdentum á Akureyri að fagna þessum minningardegi um fullveldi íslands. Minntist hann með nokkrum orðum á hlut stú- denta í sjálfstæðisbaráttunni. Að endingu gat hann þess, að magister Ásgeir Valdemarsson, verkfræðingur myndi stýra hófinu. Þessu næst flutti formaður Davíð Stefánssyni, skáldi frá Fagraskógi, stutt snjallt ávarp í tilefni þess að félagið hafði kjörið hann heiðursfélaga sinn. Davíð þakkaði með andríkri og skemmtilegri ræðu þann sóma. Var allri þessari athöfn ákaft fagnað og mæltist hún vel fyrir meðal stúdenta. Næsta atriði fagnaðarins var að Svavar Guð- mundsson, bankastjóri, talaði. Fagnaði hann Davíð fyrir hönd eldri félagsmanna. — Þá talaði norski dýralæknirinn Guðmund- ur Knudsen og loks flutti Baldur Eiríksson gamanljóð. Að end- ingu var dansað fram á nótt og þótti þessi stúdentagleði hafa tekizt mjög vel. — Vignir. 21. desember 1954 Heill og sæll, sr. ROBERT JACK, Árborg, Man. Þökk fyrir bréf ásamt ósk um gleðileg jól og nýjár. Margir hér á landi, sem skilja ensku, hafa þakkað mér fyrir þýðinguna á kvæði Stephans G. í Lögbergi. Ég þakka þér fyrir, að þú létst setja þýðinguna fyrir mig í blaðið. Ég legg hér með vísur, sem ég gerði nú um daginn, svo sem sýnishorn á ensku á bragar- hættinum, hringhendu. Ef þér sýndist svo, þá mætti Einar Páll sjá þær og setja þær í Lögberg, ef hann vildi. Ef þú hittir Einar Pál, þá bið ég að heilsa honum. Það gæti vel verið, að Íslendingum vestra þætti gaman að sjá á ensku í Lögbergi, hvernig ort var og er gert enn á gamla landinu, þ. e. vísur með hljóðstöfum (allittera- tion) og miðrími svo nefndu í hverri hendingu, svo sem verður að vera í hringhendu, sem ég kalla á ensku A Ring Rime. — Þú hefur þetta eftir því, sem þér sýnist, séra Robert. Hug- myndin í vísunum er tekin úr Hveravallaferðinni, sem ég fór í sumar og skrifaði þér um. Að vísu er ennþá engin vínrækt á Hveravöllum, en hún getur verið þar og verður þar líklega bráðum ásamt gistihúsi, ferða- mannabæ og skíðaskálum. — Geysir og Þingvellir eru marg- skoðaðir, en nú vill fólkið sjá ný (ókunn) hverasvæði inn til jökla. Auk þessa liggur vegur- inn til Hveravalla nærri Geysi og alveg á árbakkanum við Gullfoss. Nú undanfarnar 5 vikur hefur verið hér ágætt tíðarfar, snjó- laust og næstum frostlaust, en haustið var umhleypingasamt, þ. e. mjög óstöðug tíð. Ég er nýkominn úr Rvík. Þar var verið að skreyta göturnar fyrir jólin. Var tekið upp á því fyrst fyrir jólin í fyrra. Vírar, vafðir í barri (grenitrés „nál- um“), eru strengdir yfir strætin og í vírinn fest ljósaperum gul- um, rauðum, grænum, bláum. Af Bankastræti var að sjá ofan í Austurstræti eins og eitt marg- litt ljósahaf, þegar dimmt var orðið. Bara að þessi dýrð skyggi ekki á hina sönnu dýrð jólanna. Hún gerir það vonandi ekki, því jólaljósin eru allt af fögur. Kær kveðja, Sigurður Norland —Mbl., 5. des. Heimkomin úr brúðkaupsferð Þau Mr. og Mrs. David Oakley frá Gimli komu um helgina heim úr brúðkaupsferð til New Orleans. Þau voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju þ. 27. des. af föður brúðar- innar, dr. Valdimar J. Eylands. — Mr. Oakley hefir vinnu- stofur í Árborg og Gimli þar sem hann er augnlæknir. At Hot Spring Fields in lceland (A Ring Rimej Free your heart, where fountains boil, From the dart of sorrow, Long apart from loathful toil Live for Art to morrow. So again we seek the space, ' Sun or rain, in heather, We obtain that very place, Walk our lane together. From the green near glaciers bold, Girt between the fountains, On the scene we shall behold Self the Queen of Mountains. Here in neighborhood the ground Huts for grape is warming And the vapours all around Every shape performing. They assume the shape of men, Some are blooming flowers, Others gloomy over the fen At the humid bowers. —Sigurdur Norland Þessi bragþraut á ensku er eftir séra Sigurð Norland prest að Hindisvík í Húnavatnssýslu, er hann lét Lögbergi góðfúslega í té til birtingar. —Ritstj.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.