Lögberg - 20.01.1955, Side 1
ANYTIME
ANYTIME
ANYWHERE
— ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955
NÚMER 3
Búfjáreign íslendinga:
Sauðfjár- og stórgripaeign jókst
stórlega á s.l. ári
Eddystone vitinn
Einokunarsamtök
Mr. T. D. MacDonald umboðs-
maður sambandsstjórnar, hefir í
skýrslu sinni til nefndar þeirrar,
er Mr. Rhodes Smith skipar for-
sæti í og hafa skal eftirlit með
því, að óheilbrigðar viðskipta-
hömlur verði eigi látnar við-
gangast, er útiloki eðlilega verzl-
unarsamkepni, lýst yfir því, að
hann hafi komist að þeirri
niðurstöðu, að einokunarsamtök
hafi átt sér stað og eigi sér stað
hjá Canadian Breweries Limi-
ted, varðandi bruggun og sölu
áfengs öls. Formaður áminsts fé-
lags, Mr. E. P. Taylor, telur slík-
ar ásakanir með öllu tilhæfu-
lausar.
Skýrsla Mr. MacDonalds hefir
nú verið fengin dómsmálaráð-
herranum, Mr. Garson, í hendur
til frekari yfirvegunar og að-
gerða.
Mst sett í
sögu kafbáta
Sá sögulegi atburður gerðist á
laugadaginn var, að hleypt var
af stokkum kafbát, þeim fyrsta
í sögunni, sem knúinn er atóm-
orku; atburður þessi gerðist í
Connecticut-ríkinu, og voru að-
eins viðstaddir hernaðar- og
atómsérfræðingar auk yfir-
manna verksmiðjunnar, er smíði
bátsins hafði með höndum; kaf-
báturinn er þrjú hundruð fet
á lengd.
Nýr
yf i rrétta rdóma ri
Núverandi dómsmálaráðherra
Manitobafylkis, Ivan Schultz,
hefir verið skipaður dómari í
yfirrétti fylkisins í stað Adam-
son’s dómara, sem kvaddur hefir
verið til dómsforsetaembættis.
Mr. Schultz er fæddur að
Belmont, Man., 22. nóvember
1891, en alinn að mestu upp í
Baldur og þar hóf hann lög-
mannsstörf; hann lauk stúdents-
prófi við Wesley menntaskólann
í þessari borg, en útskrifaðist
síðan í lögum frá Manitobahá-
skóla; hann hefir ávalt fylgt
Liberalstefnunni að málum, set-
ið á fylkisþingi í tuttugu og
fimm ár fyrir Mountain kjör-
dæmið, átt sæti í ráðuneytum
þeirra Brackens, Garsons og
Campbells, ýmist sem heilbrigð-
ismála-, menntamála- og dóms-
málaráðherra; og nú, er Mr.
Schultz hverfur úr ráðuneyti
Mr. Campbells, leggur hann
þegar niður þingmensku, en
slíkt leiðir að sjálfsögðu til
aukakosningar í Mountainkjör-
dæmi eins fljótt og ástæður
leyfa.
Sendiför lokið
Aðalritari sameinuðu þjóð-
anna, Dag Hammerskjöld, er
nýkominn heim úr sendiför til
Kína, en þangað fór hann þeirra
erinda, að leitast fyrir um lausn
ellefu amerískra flugmanna, er
sakaðir voru af kínverskum
stjórnarvöldum um njósnar-
starfsemi og dæmdir til langrar
fangavistar; amerísk stjórnar-
völd telja ákærurnar tilhæfu-
lausan uppspuna. Mr. Hammer-
skjöld átti langar viðræður við
forsætisráðherra Kína um mál-
efni fanganna, og virðist hann
vongóður um málalok þó vera
megi að fullnaðarúrslita verði
nokkuð að bíða.
Geitfé og loðdýr eru að hverfa
Sauðfé fjölgaði hér á árinu,
sem leið, um rúmlega 100
þúsund frá því árið áður,
eða um fimmta hluta alls
suðfjárstofs Islendinga.
Við síðustu árslok nam sauð-
fjárstofn Islendinga 544,378 kind-
um, en var við lok næsta árs á
undan 443,466 kindur.
Þessi mikla sauðfjárfjölgun
stafaði af því, að sauðfé var
hvergi skorið niður sökum mæði
veiki haustið 1953, en heyafli
mikill um sumarið.
Hrossaeign landsmanna hefir
minnkað talsvert síðustu fimm
árin eða úr 41,807 í árslok 1949 í
38,072 við síðustu árslok.
Geitfé virðist hægt og sígandi
vera að hverfa úr eign lands-
manna. Fyrir fimm árum voru
aðeins til 290 geitur á öllu
landinu, en í fyrra hafði þeim
fækkað um nær helming, eða í
166.
Svínaeign landsmanna nam
við síðustu árslok 575 og hefir
þeim fjölgað um 120 frá því árið
áður. Á árunum 1949—’51 tók
svínaeign landsmanna stökk-
breytingum. Þannig fjölgaði
svínunum árið 1950 um tæp 300
frá því árið áður og komst þá í
719, en árið eftir fækkaði þeim
um sömu ‘tölu aftur, eða nær
300.
Hænsnum hefir stórlega fækk-
að á undanförnum 5 árum. Þá
áttu íslendingar 123 þúsund
hænsni, en nú ekki nema 77
þúsund. Svipuðu máli gegnir
um aðra alifugla, svo sem endur
og gæsir. Þeim hefir fækkað
Hækkun é
símagjaldi
C. L. Shuttleworth, ráðherra
opinberra stofnana í Manitoba,
hefir tilkynnt að sökum vaxandi
kostnaðar við talsímakerfi fylk-
isins verði ekki hægt að komast
hjá því að hækka símagjaldið.
Það hefir haldist óbreytt síðan
1921, en á þeim þrjátíu árum
hafa vinnulaun og efni hækkað
stórlega.
15,000 símatæki bættust við
kerfið á liðnu ári; innan fárra
vikna verða 200,000 símatæki í
fylkinu.
Mr. Shuttleworth lét þess
getið, að rafmagnsorka væri út-
breiddari í Manitoba heldur en
í nokkru öðru af vesturfylkjum
landsins.
„Hvergi í heiminum hafa raf-
magnsleiðslur verið lagðar um
eins strjálbyggð héruð án fjár-
framlaga frá bændum.“ Á níu
árum hafa rafmagnsleiðslur á
bændabýli aukist frá 1000 upp í
42,000, og samtímis hefir raf-
magn verið lagt inn í 490 bæi og
þorp.
Stórmerkur
maður látinn
Síðastliðinn föstudag meiddist
alvarlega af völdum flugslyss
Robert Saunders, formaður raf-
orkukerfis Ontario-fylkis og
fyrrum borgarstjóri í Toronto
51 árs að aldri, mikilhæfur
ágætismaður, er naut virðingar
og trausts innan vébanda hins
candadiska þjóðfélags hjá öllum
stéttum jafnt; flugvél þessi var.
einkaflugvél og voru fimm far-
þegar innanborðs. Mr. Saunders
var samstundis fluttur á sjúkra-
hús og þar lézt hann á sunnu-
daginn, harmdauði heilli þjóð.
jafnt og þétt síðustu árin og við
síðustu árslok voru taldar fram
254 gæsir og 261 önd.
Mest hefir fækkunin samt
orðið á refum og öðrum loð-
dýrum, því þeim hefir fækkað
úr 526 frá því í árslok 1949 niður
í 105 við síðustu árslok, enda er
refaeldi bannað.
Nautgripum landsbúa fjölgaði
um hálft þriðja þúsund árið, sem
leið, og var við síðustu árslok
45,394 gripir.
—VfSIR, 13. des.
Skipaður
dómsforseti
Samkvæmt yfirlýsingu for-
sætisráðherra sambandsstjórnar,
Mr. St. Laurents, síðastliðinn
fimtudag, hefir Mr. Justice John
Evans Adamsson, verið skipað-
ur dómsforseti Manitobafylkis í
stað Hon. E. A. McPhearsons,
er lézt seint á árinu, sem leið;
hinn nýi dómsforseti er fæddur
að Nelson, Man., 9. september
1884; hann naut alþýðuskóla-
mentunar í Manitoba og Saskat-
chewan, en hélt áfram námi við
St. John’s menntaskólann í
Winnipeg og var við skólaupp-
sögn 1907 sæmdur silfurmedalíu
landsstjórans fyrir frábæra á-
stundun og námshæfileika; hann
stundaði laganám við Osgoode
Hall í Toronto og voru að þÁ
loknu veitt málafærsluréttindi í
Manitoba. Mr. Adamson var
stofnandi lögmannafélagsins
Adamson og Adamson, síðar
Adamson og Lindsay; hann var
andvígur herskyldulögunum, er
hrundið var í framkvæmd í
fyrri heimsstyrjöldinni, bauð sig
fram til sambandsþings í Sel-
kirk-kjördæmi í almennum
kosningum 1921, en beið lægra.
hlut; upp úr því var hann skip-
aður dómari í konungsrétti
fylkisins og olli embættisveit-
ingin slíkum úlfaþyt í lögfræð-
ingafélagi Manitobafylkis, að
svo virtist sem alt ætlaði af
göflum að ganga, þótt sýnt væri.
að tilgangslítið væri að sakast
um orðinn hlut; þótti stéttar-
bræðrum hans hann of ungur til
kjörs í hina tignu dómarastöðu.
Hann gegndi dómaraembætti í
tuttugu og sex ár í konungs-
rétti, unz hann árið 1948 var
skipaður yfirréttardómari, og
nú skipar hann æðsta virðingar-
sætið, sem dómstólar þessa
fylkis eiga upp á að bjóða.
Hundrað og
tveggja ára
Síðastliðinn laugardag átti
John Lozenco, 577 Dufferin
Avenue hér í borginni hundrað
og tveggja ára afmæli og var
þá önnum kafinn við að moka
snjó af gangstéttinni framan við
heimili sitt; hann játar kaþólska
trú og hélt grísk-kaþólskur
söfnuður, er hann telst til hon-
um þá veglegt samsæti í tilefni
af afmælinu.
Mr. Lozenco kom hingað frá
Rússlandi og var um áratugi í
þjónustu Canadian Pacific járn-
brautarfélagsins og frá því nýtur
hann nokkurra eftirlauna; auk
þess fær hann lífeyri hinna öldr-
uðu borgara og segist hafa nóg
af öllu; hann varð 19 barna
faðir og af þeim eru 13 á lífi
dreifð víðsvegar um þetta mikla
meginland.
Mr. Lozenco kveðst nú í þann
veginn að verða saddur lífdaga.
Jarðarför
Guðrúnar Agústu Jóhannes-
dóttur Jónasson, sem lézt í Flin
Flon, Manitoba, þ. 14. des. s.l.,
fór fram með kveðjuathöfn í
Lútersku kirkjunni á Lundar 21.
des. s.l., en jarðsett var við Otto.
Séra Bragi Friðriksson flutti
kveðjuorð og jarðsöng.
Guðrún sál. var fædd að Enni
við Reyðarfjörð 12. ágúst 1876.
Foreldrar hennar voru Jóhannes
Jónsson frá Breiðuvíkurstekk í
Reyðarfirði, en móðir hennar
var Snjólaug Þorsteinsdóttir
frá Skuggahlíð í Norðfirði.
Guðrún giftist þ. 9. júní 1896,
Jóni Jónssyni frá Þjófsstöðum
í Norður-Þingeyjarsýslu. Þau
bjuggu síðast í Teigagerði við
Reyðarfjörð og fluttu þaðan
vestur um haf árið 1900. Settust
þau að í Argylebyggð, en fluttu
þaðan til Rabbit Point og þaðan
til Stony Hill og bjuggu þar
lengst af, unz þau fluttu til
Lundar. Jón dó þar árið 1933.
Dvaldi Guðrún þá hjá dætr-
um sínum síðustu æviárin. Þeim
hjónum varð sex barna auðið og
lifa nú þrjú þeirra: Ástfríður,
Mrs. Ver Wilghen, Wilhelm, og
Lára, Mrs. Jörundson.
Hin látna kona var vel látin
af öllum, sem henni kynntust
og vann trúlega ævistarf sitt á
þögulan en þrekmikinn hátt. —
Stór vinahópur var viðstaddur
athöfnina.
Atvinnutrygginga-
styrkur hækkaður
Sambandsþing afgreiddi sem
lög á á fimtudaginn var nokkra
hækkun á hinum svonefnda at-
vinnutryggingastyrk eða öllu
heldur atvinnuleysisstyrk yfir
þrjá fyrstu vetrarmánuðina,
þegar erfiðast er um atvinnu,
og hafa þessi nýju fyrirmæli
þegar öðlast gildi og reiknast
hækkunin frá 1. yfirstandandi
mánaðar; hækkun til heimils-
feðra færist úr $19.50 upp 1
$24.00 á viku og einhleypra
manna og kvenna að sömu hlut-
föllum.
Til þess að koma þessari laga-
breytingu í gegn þurfti afbrigði
frá þingsköpum beggja deilda.
Samgönguteppur
og fannkyngi
Síðastliðinn hálfan mánuð
hefir fannkyngi þjakað svo
kosti Vestur-Evrópubúa, að til
alvarlegra vandræða hefir horft;
rammast hefir þó kveðið að þess-
um óvinafagnaði í hinum norð-
lægu héruðum Skotlands, en
þar hafa samgöngur svo að
segja með öllu farið út um
þúfur. Koptar hafa verið notaðir
til að dreifa matvælum og
skepnufóðri yfir hin einangruðu
bygðarlög til að koma í veg fyrir
hugnursneyð.
Gifting í Riverton
Hinn 15. þ. m., voru gefin
saman í kirkju Bræðrasafnaðar
í Riverton þau Miss Lorraine
Sigvaldason og Corporal William
Matwychuc. Séra Robert Jack
gifti.
Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
A. Sigvaldson í Riverton, en
brúðguminn er ættaður frá
Edmonton, Alberta. Fjölmenn
veizla var haldin í salarkynnum
skautahringsins í Riverton, en
framtíðarheimili ungu hjónanna
verður að Gimli.
Ef litið er á kort af Englandi,
sézt að Eddystone kletturinn er
þannig staðsettur, að hann
hlýtur að vera mjög hættulegur
siglingum, sem sé á milli Start
Point og Lozand, en þessir land-
tangar mynda innsiglinguna til
Plymouth. Margt skipið á leið til
Plymouth myndi ótvírætt reka
stefnið í klett þennan, ef þarna
væri ekki viti.
Fyrr á tímum voru skip-
stjórnarmenn svo hræddir við
klettinn, að þeir tóku stefnu svo
langt úr leið, að fyrir kom að
skip þeirra strandaði á brezku
ströndinni. Með öðrum orðum:
Eddystone kletturinn er álitinn
hinn hættulegasti í heimi, í
augum sjófarenda.
Á meðan Bretar voru að
byggja vita númer tvö á klett-
inum, voru þeir í ófriði við
Frakka. Dag nokkurn kom þar
franskt herskip og tók alla
verkamennina höndum. Er hinn
franski konungur, Ludvig f jór-
tándi, frétti um atburð þennan,
skipaði hann svo fyrir, að menn-
irnir yrðu tafarlaust látnir
lausir. „Því“, sagði hann, „menn
þessir eru ekki aðeins að vinna
fyrir Bretland, heldur allan
hinn siðmenntaða heim“.
Það var árið 1606 að bygging
fyrsta vitans þarna hófst. Bygg-
ingameistarinn var Henry Vin-
stanley, sem auk þess að vera
snillingur í þeirri list, var mjög
sérkennilegur maður, og taldist
til sérvitringa. Hann var 4 ár
að byggja þennan fyrsta vita á-
klettinum. Þetta var langur
tími á okkar mælikvarða, en
með þeirrar tíðar tækni þótti
það mikið afrek. Ef haft er í
huga, að við háflóð er skerið
algjörlega í kafi, svo að það var
aðeins um nokkra tíma daglega,
sem hægt var að vinna að bygg-
ingunni, skilur maður betur
vandann. Eftir fyrsta árið var
turninn orðinn 4 metra hár yfir
sjávarmál, við háflæði. Hann
var byggður úr timbri, sem
haldið var saman með járnbolt-
um og vírköðlum. Eftir 3 ár var
vitabyggingin orðin 27 metrar,
og við lok 4 ársins 40 metrar.
Byggingunni var að fullu
lokið árið 1700, og stóðst hún
allan sjávargang og veður í 3 ár.
Árið 1703 var mjög stormasamt
við strendur Englands, og einn
morguninn, er íbúar Plymouth
litu í áttina til Eddystone, var
vitinn horfinn, ásamt vitaverð-
inum.
Strax nokkrum dögum seinna
strandaði hið fagra skip „Win-
chelsea“ á skerinu og var sá at-
burður ótvíræð bending til þess,
að þarna yrði að vera viti, og
árið 1706 fékk „Bræðrafélag“
hinnar „Þríeinukirkju“ í Ply-
mouth leyfi stjórnarinnar til
þess að byggja nýjan vita. Stjórn
þess verks var falin Lovet skip-
stjóra.
Hið fyrsta, er Lovet varð að
gjöra, var að fá einhvern til
þess að teikna mannvirkið. Nú
á dögum væri slíkt létt verk,
en árið 1706 var enginn lærður
verkfræðingur til, svo þetta var
falið manni nokkrum, John
Ruyders, sem að vísu var út-
sjónargóður maður, en hefði nú
á dögum verið kallaður fúskari.
Eins og áður er sagt, var
fyrsti vitinn byggður úr timbri,
þannig varð einnig bygging
þessa vita, og reyndin varð sú,
að hann stóðst bæði sjó og
veður, en brann í eldsvoða árið
1755. Nótt eina komst eldur í
bygginguna frá hinu opna vita-
ljósi, og þrátt fyrir harða bar-
áttu tókst ekki að slökkva eld-
inn. Brann vitinn því til kaldra
kola. Þessi viti Ruyders hafði
verið til ómetanlegs gagns, og
var því nauðsynlegt að koma
nýjum vita á Eddystone klett-
inn, eins fljótt og verða mátti.
Sá næsti, er tók að sér það verk,
var ungur maður frá Yorkshire,
John Smestone að nafni. Hann
var í vitamálum hið sama og
James Watt var eimskipunum.
Bygging vitans varð næstum
fullkomin, við fyrstu tilraun, og
er Smestone síðan kallaður
„brautryðjandi“ skerjavitanna,
með réttu. Hann var aðeins 32ja
ára, er hann tók að sér þetta
vandasama verk, sem að lokum
færði honum frægð mikla. Þótt
byggingarefni hans væri grjót í
stað timburs, fylgdi hann í
mörgu byggingartækni Ruyders,
sérstaklega hvað lögun snerti.
Neðstu 12 metrar byggingar-
innar var ein samfelld heild, að
undanteknu rúmi fyrir snúinn
stiga í miðju. Ofan á þetta
byggði hann fjögur rúm, hvert
uppaf öðru, en efst sjálft ljósa-
rúmið, sem um háflæði var 70
fetum fyrir ofan sjávarmál.
Þessi vitabygging Smestones
stóð í yfir 100 ár, og gæti svo
sem staðið þarna enn þann dag í
dag, ef sérstakar aðstæður
hefðu ekki komið til.
Það var ekkert við bygging-
una sjálfa að athuga, en í ljós
kom, að á þessu langa tímabili
höfðu straumar og bárur grafið
svo undan vitanum, að hætta var
á að hann hryndi niður í ein-
hverju stórviðrinu. Það var því
að lokum nauðsynlegt að rífa
vitann, og þá komum við að síð-
asta kaflanum í sögu Eddystone
vitans.
Árið 1778 var fyrsti steinninn
lagður að byggingu þeirri, er
enn gnæfir 50 metrum yfir rúst-
um gamla vitans, auk þess sem
ljósmagn hans er mörgum sinn-
um meira. Fjarlægðin frá sjáv-
arborði að miðjugleri ljóshússins
er 44 metrar, og kastar hann
ljósgeislum sínum 4% mílu. Vit-
inn er eingöngu byggður úr
steinsteypu og granít, og bygg-
ing hans stóð yfir í aðeins 2 ár,
en 1780 var hann tekinn í notkun
á ný.
Vitinn kostaði 3 milljónir
króna, og er traust og fögur
bygging. Þegar hinn reiði sjór
skellur á honum, stendur hann
eins og fingur upp úr hafrótinu,-
og bendir skipum á hættuna við
að koma of nærri.
Fæstir þeirra, er líta vita
þenna, gera sér í hugarlund um,
hve erfitt verk hefur verið
leyst af hendi. En dá má þá
menn, sem með framsýni og ná-
kvæmum útreikningi hafa yfir-
unnið alla erfiðleika og sigrast á
hinum sterku náttúruöflum og
náð takmarkinu að koma vitan-
um upp, en hann talar sínu
þögla máli til öryggis sjófarend-
um. Þeir eru og fáir, sem hugsa
út í hið taugaslítandi starf
þeirra manna, sem gæta vitanna
á einöngruðum klettaeyjum.
Sem dæmi um þetta er sagt,
að vitavörðurinn á Lundy-eyju
í Bristolflóa, sem áður var í
mörg ár vitavörður í Eddystone
vita, þori varla að ganga yfir
götu í Cardiff, er hann heim-
sækir heimili sitt þar. Þannig
eru taugarnar orðnar.
—Jólablað VIKINGS 1954
Manitobaþingið
kvafrt fril funda
Douglas Campbell forsætis-
ráðherra í Manitoba hefir til-
kynnt, að fylkisþingið taki til
starfa 1. febrúar. Fer fram há-
tíðleg þingsetningar-athöfn svo
sem venja er til og verður henni
sjónvarpað í fyrsta sinn.