Lögberg - 20.01.1955, Síða 2

Lögberg - 20.01.1955, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955 SÉRA GUÐMUNDUR SVEINSSON: Trúarhreyfingar með Aröbum og spómenn ísraels í grein þessari segir séra Guð- mundur Sveinsson á Hvanneyri írá trúarhreyíingum með Aröb- um og gerir samanburð á þeim og spámönnum ísraels. Kemur í ljós. að skyldleikinn er harla mikill. og er greinin mjög skemmlileg aíleslrar um leið og hún hefur athyglisverðan fróð- leik að flyija. Arabar hafa varð- veill margvíslegan fornan arf og líf þeirra er að ýmsu leyti með líkum svip í dag og fyrir þúsund- um ára. Þessum viðhorfum er prýðilega lýst í grein séra Guð- mundar, en þar með fær hún sögulegt gildi jafnframt því sem hún er fræðileg könnun á merki- legu viðfangsefni. FRÆNDUR ísraelsmanna Arabar hafa varðveitt fornan arf ymsan, þrátt fyrir umrót alda og breytingar. Líf hirðingj- anna í eyðimörk er með líkum svip í dag og fyrir þúsundum ára. Forn hugsunarháttur og fornar venjur lifa. Borgarlíf umbreytist meir. Horfins tíma getur þó engu að síður gætt í hugsun og siðum. Eðlilegt er að svipazt sé urh í heimi Araba, þegar leita skal hliðstæðna að trúarhreyfingum ýmsum meðal Israelsmanna til forna. Væri ekki ósennilegt, að sameiginlegs arfs og uppruna gætti og finna mætti fyrirbæri ýms, er verið gætu til skilnings- auka og varpað birtu yfir margt myrkri hulið. Eiginlegra spámanna getur aðeins einu sinni í sögu Araba.- En þar getur helgrar þjónustu og starfs, sem að mörgu svipar til þess, sem frá greinir um spámenn Israels. Einstaklinga getur einnig, er valda hvörfum í trú og trúarsiðum Araba og vinna eins konar spámanns- starf. Hér skal vakin athygli á nokkrum þáttum í trúarsögu Araba fornri og nýrri, er benda til spámannsstarfs og spámanns hlutverks. Kahinar Svonefndir „kahinar“ voru mjög algengir meðal Araba til fornra. Orið „kahin“ þýðir eig- inlega: Sá, sem aðstoðar, hjálp- ar. Heiti þetta festist síðar við spáprestinn. Prestsstarfið meðal Forn- Semíta var tvíþætt. Höfðu prestar á hendi fórnarþjónustu, en áttu auk þess að leita frétta af guðdóminum, veita goðsvör. Hvað fórnarþjónustuna snertir virðist fleirum en prestum hafa verið heimilt að framkvæma hana. Venjulegast mun þó hafa verið, að prestur annaðist. Fornar heimildir Israels- manna tengja upphaf prests- dóms í Israel við dvöl í eyði- mörkinni norður af Arabíu>< skaga. Móse er tengdasonur prests Medianíta, og mun læra þar helga þjónustu. Heimildir um prestsstarf með- al Araba til forna eru mismun- andi áreiðánlegar og verðmætar. Að því er viðkemur Arabia Petraea, svæðinu norður af skag- anum sjálfum, þar sem leið Isra- elsmanna lá um, er þeir héldu frá Egyptalandi, eru 'til heimildir um helgiþjónustu í Elusa og Oboda. Þá eru til frásagnir um sams konar starf meðal Edómíta og Nabatea, einkum í Petra og nágrenni Sinaiklaustursins, um helgiþjónustu á Phoinikon, er lá út við ströndina. Mun meira er um heimildir, er geta prests- starfs í Arabíu sjálfri, bæði ritaðar heimildir og áletranir ýmsar. Kahinar eða spáprestar Araba áttu að gæta helgidómanna. Sú var hin fyrsta skylda þeirra. Þeir sváfu í klefa þeim, sem guðalíkneskið var geymt í. Spá- presturinn varðveitti lykil helgi- dómsins. Helgidóminum var val- inn staður við uppsprettulind á frjósömu svæði. Var svæðið allt heilagt og mátti þar engan hlut skerða eða eyðileggja. Svo var um helgisvæðið í Mekka. Ekkert tré eða runna mátti þar höggva upp, ekki úthella þar blóði, ekki veiða villidýr, er þar kunnu að leita hælis, né styggja gazellur, er helgidóm- urinn átti. Um helgidóminn í Pheinikon ritar grískur sagna- ritari: „Nágrenni stuðarins er ófrjótt og þurrt og hitinn þar ó- þolandi. Hinn frjósami blettur, er veitir næring, er barþörunum því heilagur. Vatnslindir og upp sprettur finnast þar, og er vatn- ið svalt sem snjór. Fornt altari, klettur er þar og ber forna á- letrun, er ekki verður lesin. Karlmaður og kona hafa á hendi vörzlu hins helga svæðis. Hafa þau prestþjónustu ævilangt.“ Kahinar Arabanna virðast hafa tekið starf sitt í arf. Aðeins tignar fjölskyldur lögðu til menn til slíkrar þjónustu. Til helgidómanna streymdu menn á hátíðum. Hátíðar þessar voru mismunandi að uppruna og eðli. Er margt á huldu um sumar þeirra. Þannig getur hátíðar við döðlupálmann í Nagran, hátíðar guðsins Dusares í Petra við líkn- eski hans, klettadrang mikinn. Fimmta hvert ár var hátíð hald- in við Phoinikon. A hátíðum átti spápresturinn að hafa fórnar- þjónustu á hendi eða einhver höfðingjanna. Nilus, munkur við Sinaiklaustur, lýsir því, er elzti spápreáturinn eða höfðinginn veitir fórnardýrinu banahögg og ryðst að til þess að drekka blóð- ið, er streymir úr sárinu. Á- horfendur fylgja fordæmi hans. — Spáprestsins var að stjórna hátíðum þessum. Aðalhlutverk kahinsins er þó hitt að veita goðsvar. Til þessa notaði hann ýmis konar ytri tækni. Algengast var að frétta væri leitað með örfum. Örvar þessar voru oddlausar, líkastar litlum stöfum. Að leita frétta með örvum þekktist einnig meðal Skýþa og Germana til forna og nefndu Grikkir siðinn „belomantia“ eða „hrabdoman- tia“. Stef úr fornu ástarljóði* arabisku gefur nokkra hugmynd um venju þessa hversu hún var framkvæmd: Eins og væru meyjar mælir örva, en hann gætti og geymdi: raðaði örvum og rétta svarið fyndi. Örvarnar voru með ýmsum litum, gular, svartar, hvítar. Guðinn sjálfur var talinn eiga örvarnar. Guðinn Hubal í Mokka var sýndur með ör í hendi. Frétta var leitað frammi fyrir líkneski guðsins. Því var það, að skáldið Imrulkais sló guðslíkneskið með örvunum á eyrun, er honum féll ekki svar véfréttarinnar. Kabininn gat einnig fengið að vita vilja guðdómsins og fyrir- ætlanir með öðru móti. Er þess getið í sambandi við ýmsa helga dóma, að þar megi heyra rödd guðdómsins. Svo var um must- eri guðsins Ri’am í Jaman. Lík- neski gyðjunnar Al-’Uzza í Buss á að hafa mælt fram. Er kahin- inn svaf í mustrerinu um nætur heyrði hann rödd guðdómsins og gat því gefið svör við spurning- um, sem lagðar voru fyrir hann. Þá er þess og getið, að kahin- arnir arabisku komust í hrifn- ingarástand. Var ástand þetta talið stafa af völdum anda. Andi nefnist „djinn“ á arabisku, og var svo komizt að orði um kahininn, er hann var í hrifn- ingarástandi, að hann væri „madjnun“, þ. e. a. s. haldinn af anda. Kahininn var þó aðeins tal- inn talpípa andans eða andanna. sem töluðu í gegnum hannn. — Er kahin í slíku ástandi notaði orðið „ég“ táknaði það andann, en um sjálfan sig notaði hann orðið „þú“. Þannig var kahininn orðinn annar maður. Það var andinn, sem sá og heyrði, en kahininn lét öðrum í té reynslu hans og þekkingu. Síðan breytt- ist þó skoðunin nokkuð á sam- bandí andans (djinnans) og spá- prestsins, og á dögum Múham- meðs var svo komið, að ekki Vár lengur talað um, að spáprestur- inn væri haldinn af andanum. I þess stað var talað um náið persónulegt samband á milli. Djinninn hvíslaði í eyra kahins- ins og skýrði honum þannig frá huliðsheimum andanna. Boð- skap sinn flutti kahininn í stutt- um en oft næsta torskildum setningum á rímuðu máli. Vegna hrifningarástands síns nutu kahinar mikils álits. Þeirra ráða var leitað við ólíklegustu tæki- færi. Höfðingar og furstar höfðu oft hver sinn kahin, er voru ráð- gjafar og leiðbeinendur þeirra. Kahinar, sem sérstaklega þóttu skara fram úr, höfðu ætíð mikið að starfa, því að til þeirra var leitað víðsvegar að. Þeir þáðu laun fyrir starf sitt - og miðuðu greiðslur jafnan gjarna við á- stæður og getu þeirra, sem áttu að inna þær af hendi. Bænir kahinanna í hrifningarástandi þóttu mjög kröftugar og voru ýms undur rakin til þeirra. Eins og sjá má af því, sem nú hefur verið sagt, sameinuðu kahinar Arabanna að nokkru leyti embætti prests og starf spámanns, eins og þetta hvort- tveggja varð í þjóðlífi ísraels. Hrifningarástand þeirra og starfsemi sú, sem því var tengd, ber óneitanlega ýms einkenni, er minna á starf og hlutverk spámanna Israels. Má einnig vel vera, að spámannahreyfingin hafi á elzta stigi haft nánara samband við prestastétt og helgi dóm en ráðið verður af heim- ildum Israelsmanna sjálfra, og starf þeirra þannig verið enn líkara starfi kahinanna ara- bisku. Svefn kahinanna í helgi- dómi um nætur og röddin him- neska, sem til þeirra talar, minn- ir t. d. hvorttveggja á frásögn G. t. af köllun Samúels. Múhammeð Landar Múhammeðs litu á hann sem kahin, er hann hóf starf sitt meðal þeirra. Hann vildi þó ekki viðurkenna það heiti, en taldi sig standa sér í flokki, og starf sitt í þágu trúar- innar einstætt. En sé aðgætt kemur í ljós, að trúarhugmyndir Múhammeðs eru mjög undir á- hrifum hins forna. Hann trúir á anda eins og kahinarnir. En and- arnir voru tvenns konar: Ann- ars vegar englar, hins vegar djinnar, hinir eiginlegu andar. Mestur englanna var Gabríel, sá er opinberaðist Múhammeð. Engillinn hafði stigið niður úr hæðum himnanna, því var boð- skapur hans æðri og göfugri en djinnanna, sem komnir voru frá undirdjúpunum og blönduðu saman sannleika og lygi til þess að ginna mennina og tæla. Fleira var líkt með Múham- með og kahinunum. Hann komst iðulega í hrifningarástand. Bar þá framkoma hans og starf að mörgu leyti svip og einkenni spámanna. J. Lindblom telur hann hiklaust eiga rétt á því að vera nefndur spámaður. Arabar og með þeim aðrir Múhammeðs- trúarmenn kalla hann „innsigli spámannanna“, en með því pr átt við, að Múhammeð sé síðast- ur spámannanna, og enginn muni síðar koma fram, sem kallazt geti svo. Dyrum leyndar- dómanna hefir verið lokað og innsigli sett fyrir þær. Sænski biskupinn Andræ Toræ, sem manna mest hefur rannsakað æviferil Múhammeðs og jafnframt fengizt við athug- anir sálrænna fyrirbæra, gerir grein fyrir köllun hans á þessa leið: Múhammeð var einn á gangi úti í óbyggðum, er hann sá sýn. Hann sá hátignarfulla og dýrlega veru, og frammi fyrir henni fann hann til ótta og lotningar. Hann stóð hér frammi fyrir boðbera frá himn- inum og hinum hæsta guði. Hér var meir en andar þeir, sem kahinarnir og skáldin létu leið- ast af. Boðberinn himneski kom nær og flutti Múhammeð boð- skap. Spámaðurinn greinir ekki efni hans, en óhætt mun að draga þá ályktun, að boðskapur- inn hafi verið á þá lund, aði Múhammeð ætti að takast á hendur að verða spámaður Allah og sendiboði. Ekki er ástæða til að efast um það, að Múhammeð hafi ver- ið vitranamaður. En vitranir hans voru fremur „auditioner“ en „visioner“, þ. e. a. s. í hrifn- ingarástandinu heyrði hann meir en hann sá. Erfikenningin geymir ýmsan fróðleik um hrifningarástand spámannsins og hversu það lýsti sér, ef svo mætti að orði komast, bæði hið ytra og hið innra. 1 hrifningarástandinu var mjög nærri honum gengið. Hann blán- aði upp, féll til jarðar og svitinn draup af andliti hans. Þá fannst honum sem hann heyrði gný mikinn, en sjálfur var hann lostinn þungu höggi. Þessi lýs- ing spámannsins kemur vel heim við það, sem annars staðar frá er vitað um hrifningar- ástand spámanna, og sýnist því ekki ástæða til að draga þá á- lyktun af frásögn erfikenning- arinnar, að Múhammeð hafi verið flogaveikur. Sé starfsferill Múhammeðs rakinn og um leið athugaður boðskapur hans og sá búningur, sem hann býr honum, verður þar vart breytinga og þróunar. Boðskapurinn og þó einkum framsetningin breytist eftir því, sem frá líður spámannsköllun- inni. Múhammeð er fyrst fram- an af stuttorður og gagnorður í kenningu sinni. Leyndardóms- blær hvílir yfir orðunum og dulúð býr í þeim. Hann virðist þá fara í spor kahinanna gömlu. Hann leggur mikla á herzlu á snilld forms og stíls. Spámæli hans hin fyrstu eða elztu kaflar Kóransins, sem ritaðir eru eða sagðir fram meðan spámaðurinn býr í Mekka fyrir brottförina þaðan 622, hafa þessi einkenni. En síðar verður breyting á. Múhammeð fær meiri völd x>g orðum hans er meiri gaumur gefinn. Stjórnvizka hans kemur í ljós, stjórnmálamaðurinn verð- ur spámanninum yfirsterkari. Innblásturinn minnkar, en róleg yfirvegun og umþenking fær meira ráðrúm. Snilldin og orð- gnóttin dvín. Spámaðurinn tek- ur að teygja lopann. Hann verð- ur langprður og þrótturinn í boðskapnum er ekki hinn sami og áður. Sé starfssaga Mújiammeðs borin saman við frásagnir af spá- mönnum og spámannaflokkum annarra trúarbragða, er þrennt í henni athyglisvert og merki- legt. Hið fyrsta er köllun hans til spámanns. Sú köllun er bund- in við ákveðinn stað og ákveðna stund. Annað eru hinar stöði/gu vitranir, er spámaðurinn fær og hrifningarástandið, sem er und- anfari þeirra og skilyrði. Hiði þriðja er, hversu spámaðurinn vinnur úr vitrunum sínum og opinberunum markvissan boð- skap og hefur þær að uppistöðu í kenningum sínum og siðaregl- um, breytir að síðustu hverful- um hughrifum hrifningar- ástandsins í kenningakerfi, sem hann lætur rita niður og varð- veitast komandi kynslóðum. — Öll þessi atriði er að finna í spá- mannahreyfingu ísraels. Þunga- miðja boðskaparins er auk þess hin sama: Dómurinn og hvatn- ing til iðrunar og yfirbótar. Sjáendur Múhammeð lagði mikla á- herzlu á að ganga milli bols og höfuðs á öllu því, sem teljast mættu leifar frá eldri trúarhug- myndum Araba, þar á meðal spásagnalist kahinanna og þeirri trú á anda og sambandi við þá, sem henni fylgdi. Andarnir, sem áður voru taldir miðla af gnægð vizku og þekkingar bæði skáld- um og spáprestum, urðu djöfl- ar, sem allir sanntrúaðir áttu að forðast og fyrirlíta. Á yfirborðinu er þetta viður- kenndur trúarlærdómur í Islam, en víða aðeins á yfirborðinu. Undir niðri lifir forn átrúnaður og eldri hugmyndir eiga miklu fylgi að fagna, en eru íklæddar öðrum búningi, svo að ekki valdi hneykslunum. Þannig er t. d. meðal hinna svonefndu Rwala-hirðingja, sem búa í Araba-eyðimörkinni norðan- verðri. Rwala-hirðingjar trúa mjög á anda. En þeir gera greinarmun á tveim tegundum anda og andavera. Annars vegar eru djinnarnir. Það eru illar verur, sem bölvi valda. Þeir leitast eftir að taka sér bólfestu í mönnum og skapa ill örlög og ógæfu. Djinnarnir halda til á ákveðnum svæðum eða héruðum. Sá, sem þar leggst til hvíldar, má gæta sín. Andinn skríður í gegnum nasaholurnar eða munninn, stundum í gegnum fingurgóm eða tábrodd. Sá, sem haldinn er, missir vitið og aðeins særingar geta hrakið óboðna gestinn burt. — Annars konar andaverur eru malakarnir — englarnir. Þeir lifa í æðra heimi, en eru alla jafnan boðnir og búnir til að veita mönnum þjónustu sína og leggja þeim lið. Það er mesta gæfa að verða þeirrar liðsemdar aðnjótandi. Malakinn er sendi- boði Allah. Hann ber boð hans til mannanna og sem slíkur er hann nefndur munabi, sá, sem leitast við að flytja spámæli, ber boð. Malak-inn leítast við að hafa áhrif á mennina og forða þeim frá öllu grandi. Þess vegna birt- ist hann þeim í draumum og lýkur upp fyrir þeim leyndar- dómum hins liðna, * yfirstand- andi tíma jafnt sem hins ókomna. — Og mennirnir reyna líka að gera sitt til að öðlast þá dýrmætu reynslu, sem slíkar draumvitranir eru. — Allah er oft beðinn að birta vilja sinn á þennan hátt og ákveðnar reglur eru um það hversu draumana beri að skýra svo hin rétta merking þeirra komi í ljós. Sá, sem dreymir konur, rennandi vatn, góðan mat, fíkjur eða vín- þrúgur, mun hljóta hamingju. En að hár og skegg sé skorið í draumi, táknar dauðsfall og mun sá, er slíkt dreymir, verða að sjá á bak syni sínum, hesti eða bezta úlfalda. Allir geta orðið malak-anna varir í draumi. En sérstakt sam- band er á milli þeirra og hinnar svonefndu ,Þjóðarleyndardóma‘, á arabisku ahl as-sirr, en svo eru spásagnamenn Rwala-hirð- ingjanna nefndir. — Þeir miima að mörgu leyti á kahin-ana gömlu. Hvorir tveggja byggja starf sitt og boðskap á inn- blæstri. — Rv^ala-hirðingjarnir nefna innblásturinn og hrifning- arástandið, sem honum fylgir „íslam‘, en það orð er annars á arabiskunni haft um hina full- komnu uppgjöf mannsins frammi fyrir leyndardómi og hátign guðdómsins. Frumkenn- ingin er að undirkasta sig vilja Guðs og gefast honum á vald. — Spásagnamennirnir komast þannig að orði um sjálfa sig, að þeir „eigi íslam“, hæfileika sjálfs uppgjafar og innblásturs. Er talið, að hæfileiki þessi sé arf- gengur í nokkrum fjölskyldum. Spásagnamaðurinn getur náð sambandi við engil Allah, malak, munabi. Engillinn kemur til hans búinn sem riddari á hvít- um hesti. Hann skýrir spá- sagnamanninum frá því, sem verðá muni, hvað hann eigi að gera og boða í Allah nafni. Vei þeim, sem boðar annað en það, sem engillinn — malakinn býður honum. Spásagnamaðurinn hefur með sér lærisveina, sem eiga að hjálpa honum við að undirbúa komu engilsins. Þeir hafa með- ferðis smá-trumbur og önnur hljóðfæri. Er spásagnamaðurinn væntir þess, að engillinn komi, gefur hann aðstoðarmönnum sínum merki um að hefja hljóð- færasláttinn en sjálfur beygir hann sig niður og nýr höfði móti jörð. Brátt fer titringur um hann, hann baðar út höndum og fyrr en varir er hann kominn í hrifningarástand. Engillinn birt- ist og honum er fluttur boð- skapur. Spásagnamaðurinn á að geta flutt goðsvar. Hann á að geta komizt að vilja Allah. Hann dreymir merka drauma. Hann læknar sjúka, rekur út illa anda, og hann getur með orði sínu einu saman skapað blessun eða valdið bölvun. Maður nokkur, sem misst hafði úlfalda sinn, kom til eins þessara spásagna- manna og bað hann að hjálpa sér til að finna úlfaldann. Spá- sagnamaðurinn tók fram 23 smá- hluti, sem hann bar á sér, kast- aði þeim á jörðina og sagði: „Þú segist hafa tapað úlfalda. Ég get glatt þig með góðum tíðindum. Ég sé úlfaldann þinn liggja bak við ókunnan mann í vesturátt.“ Maðurinn hóf leit sína að þeim ókunna manni, sem gæti hafa setzt að í vesturhluta sléttunn- ar. Hann frétti von bráðar af útlendingi, sem þá um daginn hafði reist tjald sitt ekki langt burtu. Hann hélt síðan þangað, leitaði umhverfis tjaldið og fann úlfaldann sinn. Hann greiddi spámanninum vel fyrir hjálp hans. Önnur saga af spásagnamönn- um Rwala-hirðingjanna skal sögð: Hirðir, sem gætti hjarðar sinnar, datt út af örmagna af þreytu. Þegar hann vaknaði aftur, var hjörð hans horfin. Hann leitaði alls staðar í ná- grenninu, en árangurslaust. Eig- andi hjarðarinnar spurðist víða fyrir og frétti, hvort nokkur hefði orðið hennar var, en eng- inn gat leyst úr spurningum hans. Loks afréð hann að leita spásagnamanns. Hann tók fram töfraþing sín, sem hinn fyrri, fleygði þeim á jörðina og sagði: „Flýttu þér eftir hjörðinni með vindinum, með vindinum. Þú finnur helming, þú finnur einnig hinn hlutann. Þú finnur eitt með öðru.“ Er eigandinn spurði, hvað þetta ætti að merkja, þá rak spásagnamaðurinn á eftir honum með þeim munnmælum, að það vissi hann ekki sjálf- ur. Eigandinn hélt því til tjalds síns við svo búið. Að skammri stund liðinni rak á suðvestan storm. Þá mælti einn þeirra, sem í tjaldinu voru: „Allah hefur sent oss leiðsögumann. Við skulum fylgja honum.“ Þeir héldu síðan af stað og fóru und- an storminum. Eigandinn fann hjörð sína. Villidýr höfðu grand- að nokkrum hluta hennar, nokk- ur dýr höfðu dáið af þreytu og máttleysi. Þau, sem eftir lifðu, reikuðu í ráðaleysi um nágrenn- ið, — af sögum eins og þessum má það vera ljóst, að spásagna- menn Rwala-hirðingjanna njóta mikils álits. Menn leita til þeirra með ýmis konar vandamál. Á hinn bóginn óttast menn þá og vilja ógjarna hafa of mikið saman við þá að sælda. Til er frásaga um hirðingja- höfðingja, sem var orðinn þreyttur á spásagnamönnum sín- um og endalausum fjárkröfum þeirra og betli. Þess vegna hróp- aði hann: „Það vildi ég, að Allah losaði mig við ykkur alla saman. Þegar þið eruð mettir, hefur enginn frið fyrir hljóm- list ykkar og hávaðasömu látum. Þegar þið eruð hungraðir, er ómögulegt að losna við ykkur, betlararnir ykkar.“ — Spá- sagnamennirnir, sem orðið höfðu fyrir þessu aðkasti, boð- uðu til fundar og einn hinna við- stöddu lýsti bölvun yfir höfð- ingjanum í nafni þeirra allra. Fáum dögum síðar var hann dáinn. Spásagnamönnum allra alda hefur reynzt það hin mesta freisting að hagnýta sér gáfu sína í fjáraflaskyni. Hver sá, er heyrir síðustu frásögnina um Framhald á bls. 7

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.