Lögberg - 20.01.1955, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.01.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955 3 VICTOR MOGENS: flokkurinn aðeins sjö og Alþýðu- ítölsku máli heldur og ítölskum Virkiseyjan Maita „Ást Maltabúa og ákvörðun Evrópu staðfestir yfirráð hins mikla og sigrandi Bretaveldis yfir eyju þessari.“ Eitthvað á þessa leið hljóða hin latnesku orð yfir hallardyr- um brezka landstjórans á Möltu. Þetta, með ákvörðun Evrópu, árið 1814, þegar höllin var byggð er auðvitað ákvörðun sigurveg- arans, og hvað ást Maltabúa á Bretum viðkemur, þá hefur hún víst ekki ávallt verið mikil í við- skiptum eyjarskeggja við herra- þjóðina. Þvert á móti hefur sam- búðin oft verið þannig, að frem- ur hefur mátt kalla hatur en ást. Milli heimstyrjaldanna, er ít- ölsku fasistarnir efldust að magt og veldi og Mussolini hélt áróðursræður sínar gegn Bret- landi og talaði um „mara, mara nostrum,“ gáfu Maltabúar Bret- um ástæðu til áhyggju og alvar- legra öryggisráðstafana. Flokka- skipting hafði orðið, jafnvel áður en Mussolini kom til sögunnar, og var deilan um tungumálið efst á baugi og í beinu sambandi við sögulegar staðreyndir og forna síði. Þetta vekur spurn- ingu: Hvers konar fólk og af hvaða stofni eru Maltabúar og hver er þjóðtungra þeirra? Um forfeðurna er ekki vitað, enda skiptir þ^ð ekki miklu máli, því 'þeð, sem við í dag köllum Malta- búa, hlýtur að vera samband af óskyldum þjóðflokkum, sem hafa sigrað eyjunna og ráðið þar um langan tíma. f söguheimild- um segir, að hinir fyrstu ráða- menn hafi verið frá Fönikiu. Þeir ríktu þar lengi og sáðu fyrstu þjóðareinkennum meðal fólksins. Síðan komu Rómverjar með latínuna. Eftir þá Vandalar og Gotar, en þeir voru ekki nægi lega lengi til þess að frá þeim gætti varanlegra áhrifa í máli og menningu. En það gerðu vafa- laust Arabarnir. Á þessum öldum var ritmálið fyrst latína og síðan ítalska, sem einnig var talmál hinna mennt- uðu yfirstétta, en almenningur talaði arabíska mállýsku, bland- aða sikileyskum og ítölskum orð- um, eða það, sem kallað var maltiska. Það er því tæplega rétt, er Maltabúar telja mál sitt eitt hið elzta mál í heimi, en hitt er víst, að enginn utan eyjanna talar það mál. Enginn vafi er um arabískan uppruna þess, enda líkast því máli, þótt Arabi myndi ekki skilja það, fremur en ítali, janfvel þótt mörg orð eigi uppruna sinn í ítölsku og latínu. En fólkið? Þegar maður lítur Maltabúa, efast enginn um að hann er Evrópumaður af Miðj- arðarhafsættinni. Á þeim er eng- inn munur og Suður-ítölum, sér- staklega Sikileyingum, sem eru næstu nábúarnir, enda flestir innflytjendur frá Suður-Evrópu, og ítölsk áhrif einna sterkust. Annálar Möltu og lög voru skrif- uð á ítölsku, sem ætíð hefur ver- ið réttarmálið, allt til vorra daga. Þá eru það einnig ítalskar listir og byggingarstíll, sem setur svip sinn á bæina. Það' er víst, að Bretar höfðu engin áhrif á eyjunni fyrr en þeir komu þangað um 1800, og jafnvel síðan hefur áhrifa þeirra lítið gætt, því eins og í öðrum nýlendum, einangruðu Bretar sig þarna. Þeir komu ekki til þess að setjast að fyrir fullt og allt, blönduðu ekki blóði við eyj- arskeggja, hvorki þá né síðar. I deilumálum Breta og Malta- búa hefur togstreitan um málið verið einna hörðust. Bretar ergja sig yfir, að þessi litli þjóð- flokkur (nú um 275,000 manns), sem hefur lotið þeim á aðra öld, skuli ekki skilja enska tungu. Strax í stjórnartíð Sir Thomas Maitlands, landstjóra 1813 til 1824, var reynt að koma ensk- unni • á sem réttarmáli í stað ítölskunnar, en andstaðan var svo sterk, að því var hætt. Þegar málið var vakið að nýju um 1830, með sama árangri, úrskurð aði Bretakonungur: „Italska skal vera hið opinbera ritmál á allri þessari eyju vorri.“ Árið 1849 fékk Malta nokkurs konar stjórnarnefnd og málstofu Fulltrúar voru tíu, þar af skyldu fjórir útnefndir af landstjóran- um, en hinir sex skyldu kosnir af fólkinu. Landstjórinn tryggði sér auðvitað meirihlutann, því þessir fjórir útnefndu voru ein- lægir Englandsvinir og hinir skiptir, en Maltabúar voru ekki ánægðir með þetta, svo að árið 1887 varð stjórnin að ganga skrefi lengra. Hin svokölluðu „Nissi‘-lög gáfu íbúunum — að vísu ekki sjálfstjórn — en full- trúum fólksins meirihluta í mál- stofunni. Þannig gekk það til aldamóta, að deilan um tunguna reis stöðugt upp að nýju, og varð til þess að Bretar tóku upp fyrri stjórnarháttu og unnu síðan markvíst að því að auka brezk áhrif sem leiddi til þess að árið 1902 var fyrirskipað að enskan skyldi fyrst vera jafn rétthá ítölskunni, en síðar ítalskan hverfa með öllu. Þessu mótmæli menntastéttin harðlega, með prófessora, lögfræðinga og kenn- ara í broddi fylkingar. I fyrri heimsstyrjöldinni ríktu herlög á Möltu, sem voru látin gilda áfram eftir að stríðinu lauk. Þetta leiddi til skipulegrar uppreisnar á eyjunni. Stjórnar- skrifstofurnar voru teknar með valdi og brezki fáninn rifinn nið- ur. í átökunum særðust margir og nokkrir létu lífið. í slíkum til- fellum slakar Bretinn ávallt á klónni, eftir að hann hefur sýnt mátt sinn, og árið 1921 fékk Malta sjálfstjórn. Hinn 1. okt- óber það ár setti prinsinn af Wales f y r s t a löggjafarþing Möltu, í umboði föður síns. Ekki varð nú samt állt í sátt og samlyndi, því þinginu fylgdu stjórnmáladeilur. Markalínan var dregin um aðstöðuna til Eng lands og af þófinu um tungumál- ið. Öðru megin stóð kirkjan og Þjóðlegi flokkurinn í andstöðu við Breta, en hins vegar Stjórn- arflokkurinn. Báðir þessir flokk- ar voru borgaralegir, en á milli þeirra, eða réttara sagt til vinstri við þá, var mannfár Alþýðu- flokkkur, sem fylgdi Stjórnar- flokknum í vingjarnlegri að- stöðu til Breta. Kosningabaráttan 1930 var afar hörð. Kirkjan lagði fram sinn skerf, með því að lýsa yfir, að þeir, sem kysu gegn Þjóðlega flokknum, myndu ekkS öðlast syndakvittun, svipað og ítalska kirkjan gerði í síðustu kosning- um, er hún tilkynnti, að þeir, sem kysu með kommúnistum, skyldu bannfærðir. Kosningaúrslitin urðu síðan þau, að Þjóðlegi flokkurinn fékk 22 menn kjörna, en Stjórnar- flokkurinn þrjá. Landstjórinn tók nú fram fyrir hendu þings- ins og gaf út tilskipun, þar sem bönnuð var kennsla í ítölsku í aimennum skólum, á þeim for- sendum, að of erfitt væri börn- um að læra tvö tungumál, því enskan skyldi kennd. Reiðin yfir þessu broti á sjálfsákvörð- unarrétti Maltabúa var svo al- menn, að lýsa varð hernaðar- ástandi á eyjunni og afnema áðurnefnda tilskipun. Malta var nú aftUr kominn í nýlenduhóp Breta og stjórnað sem slíkri, þ.e.a.s. frá London. Nú verður að hafa í huga hvað var að gerast utan Möltu, en í næsta nágrenni hennar. Á Italíu rak Mussolini hernaðarpólitík, sem meðal annars beindist mjög að Bretum, þannig að á miðjúm fjórða tug aldarinnar var talið líklegt, að til ófriðar kæmi milli Italíu og Englands. Á Möltu var Þjóðlegi flokkurinn vinsamlegur Itölum, og sama var að segja um kirkjuna. Eftir sættina milli páfa og Mussolínis, höfðu fasistar unn ið vináttu þessa heittrúaða kaþ- ólska fólks, þannig, að ef til ó- friðar hefði komið milli land- anna, gátu Bretar ekki treyst íbúunum í þessu mikilsverðasta virki sínu í Miðjarðarhafi. Nú varð aðeins tekið tillit til hern- aðarlegra hörðu. Gáfu þeir út sérstök lagafyrirmæli, handtóku alla grunsamlega ítali, ráku aðra úr landi með atvinnutæki sín og reyndu að útrýma ekki aðeins hugsunarhætti. En svo þegar stríðið brauzt út, ekki sem einangrað uppgjör milli Italíu og Bretlands, heldur sem ný heimsstyrjöld milli ein- ræðisstefnu fasista og lýðræði- sins, þá var meirihluti Maltabúa ekki í neinum vafa um hvoru megin þeir áttu heima. Þeir báru með hetjulund, allar þær byrð- ar, sem ástandið krafðist. Unnu við hlið Breta og fundu að með þeim áttu þeir samleið. Á meðan styrjöldin stóð gátu Maltabúar að sjálfsögðu ekki látið uppi neinar skoðanir fjand- samlegar Bretum, jafnvel þótt þeir fyndu hjá’sér til þess ein- hverja hvöt. Eftir stríðið og fall fasismanns, var andstaðan mjög veik, og Bretar fundu brátt, að taka mátti stjórn landsins. Eyj- an fékk aftur sjálfstjórn og hinn 10. nóvember 1947 setti hertog- inn af Glousester hið löggefandi þjóðþing Möltu. I dag er sá hópur ekki mjög stór á Möltu, sem óskar fulls skilnaðar við England, og Malta búar eru heldur ækki í neinum vafa um hvoru megin við „járn- tjaldið“ þeir vilja vera. Þeir vita og að Malta getur ekki varið hlutleysi sitt eða sjálfstæði í nýrri heimsstyrjöld. B r e t i n n verður heldur aldrei hrakinn burtu af Möltu, nema við valdi, en því ríki, sem hefur til þess mátt og megin, vilja Maltabúar ekki lúta. — 1 dag ber lítið á Bretahatri þar. Þýll: M. Jensson Þættir um ellefu merkar konur í einni bók Elinborg Lárusdóttir: Merkar konur. Iðunnarútgáfan 1954 Frú Elinborg Lárusdóttir rit- höfundur, hefir um mörg undan farin ár haft það ígripastarf, meðal annarra, að safna heim- ildum um merkar samtíðarkon- ur og rita niður þætti um líf þeirra, starf og afrek. Því hefir löngun verið svo háttað um sagnritun okkar Is- lendinga, sem og annarra þjóða, að hún hefir að langmestu leyti fjallað um karlmenn. Mönnum er gjarnt til að líta svo á, að lífið sé það eitt, sem gerist á yfirborði þess. Koma þá einkum til greina stjórnmálaátök og styrjaldir, deilur og illindi, ofbeldisverk og glæpir, framkvæmdir og forusta í þjóðmálabramlinu og margvís- leg afrek í átökum við náttúru- öflin o. s. frv. Germanskar erfðasagnir, sem felldar hafa verið í ódauðleg söguljóð Sæmundar eddu svo og fornsögur norrænar, bæði Heims kringla og Islendingasögur votta, að forfeður okkar í heiðni og á Söguöld hafa lagt annað mat á þátt konunnar í lífi þjóðanna en nú gerum við. örlög bæði ætta og þjóða eru rakin til stórmæla, er konur valda. Hlutur kvenna Eldfjallamyndin verður tekin í júni í sumar á Mývatnshraunum Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, var um tíma nokk- ur tvísýna á því, hvort heldur Vesúvíus eða Hekla yrðu fyrir valinu hjá brezk-amerísku kvik- myndafélagi, er hefir nú fullráð- ið að taka kvikmynd, sem gerist á eldfjallalandi. Það er þó hvor- ugt þessara ágætu fjalla, sem fyrir valinu hafa orðið að lokum, heldur Mývatnssveit. Mun kvik- myndatakan fara fram þar í júní í sumar. Aftur á móti hefir Hekla ekki beðið ósigur með öllu, þar sem kvikmynd af gosi hennar verður felld inn í aðal- myndina. I upphafi var ætlunin að myndataka færi hér fram síðla í sumar leið, en af því varð þó ekki, þar sem einn aðalleikand- inn Shelley Winters fékkst ekki vegna samninga, sem hún hafði við annað félag. Nú hefir verið endanlega gengið frá því að ráða fólk til myndarinnar og ákveðið að taka innisviðsmyndir í marz- apríl, meðal annars þann kafla hennar, þar sem Heklugos kem- ur við sögu. Sagan, sem myndin er byggð á, var rituð fyrir tuttugu árum af brezkum rithöfundi. Er sagan um skipreikafólk, sem ber að nýju landi, eða landi, sem er ný- risið úr hafi vegna eldsumbrota. Stendur það í þeirri meiningu, að um heimslok hafi verið að ræða og engir nema það hafi komizt af úr því umróti. "Fór kvikmyndatöku s t j ó r i n n um landið í fylgd Guðmundur Ein- arssonar frá Miðdal þeirra er- inda að finna góðan stað fyrir töku þess hluta myndarinnar, þar sem ekki er hægt að koma við líkönum. Hefir gossvæðið milli Þeistareykja og Mývatns- sveitar endanlega orðið fyrir val inu. — TÍMINN, 11. des. Business and Professional Cards er dreginn fram til afburða í fornum sögum bæði um eggjanir stórmæli og líknarslóð. Nægir þessu til stuðnings að nefna hér nokkur nöfn svo sem: Brynhild- ur Buðladóttir, Guðrún Gjúka- dóttir, Guðrún ósvifursdóttir, Hallgerður langbrók, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Þorbjörg digra, Þórdís todda svo nokkrar séu nefndar. Við djúpa sögukönnun mun það ávallt koma í ljós, að konurn ar eiga miklu ríkari þátt í starfi ályktunum, breytni og afrekum eiginmanna sinna, en við gerum okkur ljóst og almennt er viður- kennt í yfirborðslegu raupi okk- ar karlmanna. Við erum að vísu til með að viðurkenna þetta. í stofuræðum okkar á afmælum og tyllidögum í lífi okkar. En út fyrir stofuveggina nær það sjald nast. 1 allri okkar miklu bókagerð og sagnritun er bersýnilegt mis- vægi að því er varðar hlut karla og kvenna. Bók frú Elínborgar á því réttmætu og nauðsynlegu hlutverki að gegna. I henni eru þættir um ellefu konur, sem höf- undurinn hefir gerþekkt. Eru konurnar þessar: Sesselja Guð- mundsdóttir, Guðný Hagalín, Sólveig Sveinsson, Jóhanna Guð rún Skaftason, Sigríður Bene- diktsdóttir, Jódís Sigmundsdótt- ir, Jensína Júlía Guttormsson, Jónína Líndal frá Lækjamóti, Elín Sigurðardóttir, G u ð r ú n Brunborg og Margrét Árnadóttir — Flestar þessara jívenna eru enn á lífi og atburðir þeir og staðreyndir, sem frá er greint í þáttunum, því nærri í tímanum. Er og höfundurinn, frú Elinborg, kunn að vandvirkni og samvizku semi. Rétthermi þessara þátta mun því mega að fullu treysta. Sagnaþættir verða ávallt lokk- andi lestrarefni fyrir þá sök, að þeir eru persónulegir. Þar er skyggnzt að baki þess tjalds, sem hversdagslega hylur hin innri kjör eins og sorgir og hug- arstríð, missætti og átök fjöl- skyldulífsins ellegar þá gleði og andlega sigra. — 1 þáttum frú Elinborgar er með næmleika skáldsins og hæversku fjallað um þau efni, er varpa ljósi yfir skaphöfn og innri gerð þeirra kvenna, er hún ræðir um og tel- ur merkar vera. — TIMINN, 16. des. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation S32 Simcoe St. Winnlpeg, Man. Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna. eyrna, nef og hálssjökdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimaslmi 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipe^, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandir* Old Polks’ Horne Soc 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Siore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Elllce & Home Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Acccuntant 506 Coníederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sími 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC * St. Mary’s and Vaughan, Wihnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fanteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningalán og eldsábyrgB, bifreiSaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson, Eqgertson, Bastin & Stringer Barristers and Soíicitors 209 BANK OF NOVA SCOITA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbönaBur sá bezti. SlMI 74-7474 StofnaC ^894 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-6624 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vlC, heldur hita frá aC rjúka út meö reyknum.—SkrlfiÖ, slmiC til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Real Eatate - Mortgages - Rentala 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.