Lögberg - 20.01.1955, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955
5
ÁtilJGAMÁL
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
MYND HALLDÓRS K. LAXNESS AF ÍSLENDINGUM
Ekki er hægt að segja, að það
hafi vakið almennan fögnuð
meðal Vestur-íslendinga, þegar
hér birtust og útbreiddust á
tungumáli þessa lands skáld-
sögur eftir Halldór Kiljan Lax-
ness. Lýsingarnar af íslenzku
þjóðinni, sem þær fluttu voru
ófagrar. Eftir mannlýsingum
hans að dæma, „eru þar flestir
aumingjar og illgjarnir þeir,
sem betur mega“. Þess vegna
vekur það nokkra furðu hverra
vinsælda skrif hans njóta á Is-
landi. Islendingar eru vandir að
virðingu sinni, en fáir munu
hafa komist lengra í því, að
breiða út óhróður um fólkið í
landinu en þessi höfundur;
vegna ritsnilli hans hafa margir
látið blindast og ekki skilið að
hann hefir verið Islandi óþarfur
maður.
I sumar, sem leið, gerði sænskt
kvikmyndafélag mynd eftir sög-
unni Sölku Völku. Einn frægasti
kvikmyndastjóri Svía, Arne
Mattson, hafði leikstjórnina með
höndum, og kunnir sænskir
leikarar fóru með aðalhlutverk-
in. Komu myndarinnar var að
sjálfsögðu beðið með óþreyju á
Islandi. Þetta var í fyrsta sinn,
sem gerð hafði verið kvikmynd
eftir íslenzkri skáldsögu.
Þetta varð merkilegur atburð-
ur að því leyti, að nú fékk þjóðin
að sjá þá mynd af sjálfri sér, er
útlendingar sáu við lestur skáld-
sögunnar.
Aður en myndin kom til lands-
ins birti Þjóðviljinn grein með
feitletraðri fyrirsögn:
„Kvikmyndun Sölku Völku
hefir heppnazt með afbrigðum
vel“, — segir H. K. L., sem nú
hefir sezt að nýju verki í gisti-
húsi í Fredensborg.“
— „Salka Valka er óvenjugóð
kvikmynd. I henni er, ef til vill
ýmislegt, er kann að koma Is-
lendingum annarlega fyrir sjón-
ir; en þess ber að gæta, að hún
er umfram allt sænsk kvikmynd
og ég held ekki, að sænsk kvik-
myndalist hafi komist hærra.“
Svo mörg eru þau orð. Skáld-
ið er hæst ánægt með kvikmynd-
unina, enda mun hann hafa
verið með í ráðum við mynda-
tökuna. Þó leggst það í H. K. L.
að landar hans muni ekki verða
eins glaðir og hann, þegar þeir
sjá í gegnum augu Svía mynd-
ina, sem hann hefir sjálfur
dregið af íslenzku þjóðinni, og
tekur því það ráð að skjóta að
þeim, að þetta sé sænsk kvik-
mynd, sem vitanlega gerir
engan mismun; hún er byggð á
íslenzkri skáldsögu og tekin í
íslenzku umhverfi.
Greinar gagnrýnenda blað
anna í Reykjavík bera með sér
að myndin hefir ollið miklum
vonbrigðum. Þess var að vænta,
en hitt er furðulegt, að flestir
gagnrýendurnir virðast taka
pfangreind ummæli H. K. L.
sem góða og gilda afsökun og
skella sökinni á höfund kvik-
myndahandritsins!
Hér fara á eftir nokkur blaða-
ummæli:
Kvikmynd þessi er fyrst og
fremst sænsk framleiðsla og
verður að líta á hana frá sænsku
sjónarmiði. Sænskar kvikmynd-
ir eru oft grófar, og ber „Salka
Valka“ þess greinilega vott. Við
íslendingar'myndum hafa tekið
kvikmynd þessa á talsvert frá-
brugðinn hátt.
—MbL, 16. des.
Er höfund kvikmyndarhand-
ritsins öðrum fremur um þetta
að saka. Hann hefir bersýnilega
Fimmlíu ára afmæli rafmagnsljósa á Islandi:
U
Frímanns verður getið" kvað Stephan
einblínt um of á þá hlið sögunn-
ar, er sýnir kynferðisofsa og
ástleitni persónanna, en átak-
anna um þjóðfélagsmál, og
hinnar römmu ádeilu höfundar-
ins í því sambandi, sem er höfuð-
atriði sögunnar, gætir sáralítið í
myndinni. Hún er því mjög ein-
hliða og ömurleg lýsing á lífi og
háttum manna í hinu litla og
fátæka sjávarþorpi, og óþarflega
langdregin, — svart í svart, —
án*þess að fyrir bregði nokkurn
tíma, að heita má, ljósglætu eða
góðri kímni, nema helzt á verk-
fallsfundinum, sem ég tel eitt
allrabezta atriði myndarinnar.
Þá hefir af ýmsum ástæðum
ekki verið hægt að gefa mynd-
inni hinn rétta ytri svip, og sú
þjóðlífsmynd, sem þarna er
brugðið upp, er mjög ýkt og af-
skræmd, en þó ekki meira en
skáldsagan gefur efni til. Þetta
kemur ekki að sök hér heima, en
erlendis gæti það vissulega
valdið leiðum misskilningi, ís-
lenzku þjóðinni til lítils sóma.
—Mbl., 7. des.
En þetta er ekki sú Salka
Valka, sem við þekkjum, ekki
þorpið Óseyri við Axlarfjörð,
ekki fólkið sem þar býr. Þetta er
erlend kvikmynd, samin af er-
lendum mönnum, og þótt efnið
sé sótt í hið þróttmikla skáld-
verk Laxness er það teglt til
samkvæmt þörfum kvikmyndar-
innar og takmarkað mjög til-
finnanlega. Mesti og alvarlegasti
munurinn er í því fólginn að
þjóðfélagsátök bókarinnar spegl-
ast aðeins að óverulegu leyti í
kvikmyndinni og þá á rangsnú-
inn hátt. Andstæðurnar milli
fólksins á Óseyri’ og Jóhanns
Bogesens birtast lítt og Bogesen
er smávægileg aukapersóna í
myndinni. Boðskapur Arnalds er
óskemmtilegt æsingaskvaldur,
stofnun verkalýðsfélagsins að
eins hjákátlegt tiltæki, verk-
fallið tilgangslaust, vaxandi
skilningur Sölku Völku fær
engan sess í myndinni. Þjóðfé
lagsátökin eru ekki undir-
straumur þeirrar sögu sem þar
er sögð, þeirra virðist aðeins
getið til þess að þræða bókar
efnið; eins og myndin er byggð
hefði hún orðið heilsteyptari ef
þeim hefði verið alveg sleppt.
Sú ósk er þó nærtækari að höf-
undur myndarsögunnar hefði
búið yfir þjóðfélagslegum skiln-
ingi; þá hefði þetta orðið meiri
mynd og algildari.
Sama máli gegnir um lýsingu
fólksins á Óseyri við Axlarfjörð.
Myndin kynnir sama og ekkert
lífsbaráttu þess, seiglu þess, von-
ir og drauma. Svið myndarinnar
er að mestu leyti bundið við
sjómannaheimili Hersins og
Mararbúð, og þar kynnumst við
frumstæðu fólki og ruddafengnu,
og lífshræringar þess eru fyrst
og fremst bundnar við drykkju-
skap og ofsalegar kynhvatir, en
inn á milli eru sungnir sálmar
og fluttar játningar á Her.
—Þjóðviljinn, 7. des.
Kvikmyndin Salka Valka er
ekki nándar nærri eins vel gerð
og skáldsagan. En þó verður
þetta að teljast „góð“ mynd, en
hitt er svo allt annað mál, hvort
hún sé sérlega heppileg land-
kynning fyrir ísland og íslend-
inga, og hún hlýtur að gefa al-
ranga hugmynd um þjóð okkar
á því tímabili, sem hún er talin
gerast á.
60 ár síðan Frímann B. Arn-
grímsson hóf barátíu sína fyrir
virkjun valnsafls og hlaul fyrir
„aðhlátur, fyrirlitningu og fá-
tækt" að' eigin sögn
„Maður að nafni Frímann
Arngrímsson er fyrsti ís-
lendingurinn, sem minnist á
raforku hér á landi,“ segir í
sunnanblaði s.l. laugardag í
tilefni hátíðahaldanna í
Hafnarfirði á 50 ára afmæli
rafmagnsins hér á landi. En
ekki er Frímanns þessa
nánar getið.
kennaraprófi. Gekk hann síðan á menn ótrú á þessari nýjung, en
sjálfur taldi Frímann, að kola-
og olíukaupmenn hefðu spillt
málinu. Varð honum þessi för
heim mikil vonbrigði og bjó sú
beiskja með honum alla ævi.
Hvarf Frímann þá til Bretlands
og starfaði þar á vísindastofnun-
um, unz hann fluttist til Parísar
og þar bjó hann til þess að fyrri
heimsstyrjöld hófst, eða 17 ár
samfleytt, en þá kom hann heim,
1914.
Er þó maklegt að minnast
hans nú. Nafn hans er tengt sögu
raforkunnar hér á landi. Hann
hóf þar upp merki löngu á
undan öðrum. En hann var í því
efni, sem sumum öðrum, á und-
an samtíð sinni. Draumar hans
og spár hafa rætzt, en fyrir
aldamót þótti tal hans stundum
með ólíkindum. Má nú minna á
orð Stephans G. Stephanssonar,
er eitt sinn kvað svo til Frí-
manns:
—Vísir, 6. des.
„Ef einhvern tíma
íslands fossar
^aldanna ókveiktu blossar
ásmegni og sólskini síma
fram í fámennis bæinn,
fjölbýlin við sæinn
þar sem hetjurnar híma . . .“
o. s. frv.
„ . . . þar sem falli og feigð
frostnóttin eygð
Fletin fyrr hafði setið
Frímanns verður geiið!"
Lærdómur undir
förumannskufli
Frímann B. Arngrímsson and-
aðist hér á Akureyri árið 1936
og er grafinn hér. Hafði hann
þá átt hér heima óslitið síðan
hann fluttist aftur til íslands í
upphafi fyrri heimsstyrjaldar. —
Hvert mannsbarn í bænum
þekkti Frímann. Hann klæddist
síðustu árin förumannsbúningi
og gekk álútur við staf, mæddur
af elli og löngu lífsstríði. En
enga uppgjöf var að sjá í svipn-
um. Andlitið var hörkulegt,
augun snör og hvöss og tungan
bitur, er því var að skipta. Börn-
um og unglingum í kaupstaðnum
um og eftir 1930 gekk illa að
skilja, að þessi maður væri ein-
hver lærðasti maðurinn í bæn-
um, maður, sem hafði dvalið
langvistum við erlenda háskóla
og vísindastofnanir, verið í þjón-
ustu erlendra ríkja, stofnað blöð
og skrifað margt um vísindi og
tækni, dvalið langvistum í mörg
um þjóðlöndum, síðast 17 ár
samfleytt í París. En staðreynd
var þetta allt eigi að síður. Sá
var maðurinn. Um hann var því,
þrátt fyrir tötrana og beiskjuna
í skapinu, talsverður ævintýra-
ljómi. Auk þessa alls var Frí-
mann einn af þeim fyrstu, er sáu
hér möguleika til stóriðnaðar á
grundvelli vatnsaflsins.
Erfið æska
Frímann B. Arngrímsson var
fæddur í Sörlatungu í Hörgár-
dal, af lærdómsmönnum kom
inn, en átti erfiða æsku, því að
foreldrar hans voru ekki gift og
voru ekki samvistum. Ólst Frí
mann upp á ýmsum stöðum
Eyjafirði og Fljótum, og mun
hafa hreppt hörð kjör. En skapið
var mikið og harkan, og bar
hann menjar uppvaxtaráranna
alla ævi. Hér heima naut hann
einhverrar tilsagnar á Ríp
Skagafirði og Möðruvöllum
Hörgárdal, en aldrei skólagöngu
hér á landi. — Frímann hélt til
Vesturheims í stórum hóp Vest-
urfara, er lagði upp héðan frá
Akureyri í ágúst 1874. Var hann
þá 19 ára gamall og blásnauður
Glæsilegur námsferill
Vestur í Canada hóf hann
þegar árið eftir skólanám, og
lauk prófi, er jafna má til stú
dentsprófs hér, og litlu seinna
háskóla og stundaði óreglulegt
nám unz hann hóf að nema
stærðfræði og náttúrufræði við
háskólann í Toronto og lauk
hann þar prófi, fyrstur Islend-
inga í Canada. — Framhalds-
nám stundaði hann svo við
Manitobaháskóla og lauk þar
einnig prófi með miklum ágæt-
um. I Winnipeg var hann um
skeið í þjónustu landsstjórnar-
innar við ritstörf, og þá stofnaði
hann blaðið Heimskringlu og
stýrði því um skeið. Ferðaðist
mikið um Canada, m. a. til ó
byggða. Árið 1889 fluttist Frí-
mann til Cambridge í Banda-
ríkjunum og gerðist starfsmaður
í frægri stofnun þar: Iinstitute
of Technology, sem er tengd
Harvard-háskóla, síðan gekk
hann í þjónustu General Electric
Co. og þar þróuðust hugmyndir
hans um framtíð rafmagns á
íslandi.
Draumur um ísland
Frímanni var búin mikil fram-
tíð í þjónustu félagsins, en svo
gagntekinn var hann af hug-
myndinni um vatnsvirkjanir á
íslandi, að hann hvarf heim 1894
með tilboð frá General Electric
um rafvæðingu Reykjavíkur. En
tilboðinu var ekki sinnt. Höfðu
Rafvæðing Eyjafjarðar
Eftir heimkomuna hóf hann
að rita um rafmagnsmál, og var
þá nokkuð öðruvísi umhorfs en
1894. Hann vildi byggja Glerár-
stöðina með allt öðrum hætti,
en gert var, en fékk engu ráðið.
Mun hugmynd hans þó hafa
verið hin athyglisverðasta, en
hann vildi virkja Glerá hjá
Tröllahyl og fá 20 metra meiri
fallhæð en við neðsta fossinn.
Rafmagnið átti ekki aðeins að
vera til ljósa heldur til hitunar
og verksmiðjureksturs. Skrifaði
hann 1915 bækling um „raflýs-
ing og rafhitun Akureyrar og
annarra kauptúna og bæja í
grennd.“ Margt fleira skrifaði
hann og ræddi í fyrirlestrum.
Sá hann þá ekki aðeins full-
virkjun Glerár, sem skammt
mundi duga að hans sögn, heldur
beizlun orku Hörgár, Skjálfanda
fljóts og Laxár. — Frímann út-
vegaði á þessum árum tilboð frá
General Electric um rafvæðingu
Akureyrar, en hlaut fyrir, að því
hann sagði sjálfur, „aðhlátur,
fyrirlitning og fátækt.“
Vildi aldrei lúta smáu
Frímann B. Arngrímsson lifði
hér heima við fátækt og um-
komuleysi, enda var erfitt að
gera honum til þægðar. Skap-
lyndi hans var þannig farið og
átti það vafalaust mikla sök á,
að hann naut aldrei hæfileika
sinna og mikils lærdóms. En eld-
heit ættjarðarást brann honum í
brjósti. Hann sá Island framtíð-
arinnar sem mikið framfararíki
nýrrar tæknialdar. Hann sá
stóriðju og nýtingu orkulinda
landsins. Draumar hans voru
stórir og ofviða þjóðinni, sem
var að byrja að rumska eftir
alda kúgun og eymd. En Frí-
mann vildi ekki lúta að smáu.
Og draumar hans urðu aldrei
annað en draumar meðan hann
átti enn óbilað starfsþrek. En nú
eru þeir að rætast. Er því mak-
legt að minnast Frímanns B.
Arngrímssonar nú, um leið og
getið er afreka annars Norðlend-
ings, Jóhannesar Reykdal frá
Vallakoti í Reykjadal, er fyrstur
kvekti hélr rafmagnsljós fyrir
50 árum.
—DAGUR, 15. des.
Tækifærin fyrir vestan haf leystu úr
læðingi kraft og dug í íslendingseðlinu
Spjallað við kunnan Vestur-
íslending, Soffónías Thor-
kelsson, á heimili hans í
Vicioria vesiur á Kyrrahafs-
sirönd Canada
Vancouver-eyja er fjöllótt
land og gróðri vafið, um 80 kíló-
metra undan Kyrrahafsströnd
Canada og er suðuroddi eyjunn-
ar á móts við landamerki Banda-
ríkjanna. Canada er norðlægt
land, en þessi eyja minnir sterk-
lega á suðrænar slóðir.
Þróttmikill gróðurinn teygir
sig sums staðar út yfir sléttan
vatnsflötinn í vík og vogi, lofts-
lag er hlýtt og hér ríkja mild
veður og góð mestan hluta árs-
ins. íslendingar hafa löngum
unað sér vel þarna við Kyrra-
hafið. Allmargir fluttust þangað
vestur þegar á öldinni, sem leið,
og búa afkomendur þeirra enn
þar, í sveit og bæ. Aðrir hafa
komið á seinni árum og hefur
virtzt landið fagurt og gott eins
og Stephani G. Stephanssyni,
sem lengi ól þá ósk í brjósti að
flytja „vestur á strönd“, er
aldur og þreyta færðist yfir
hann. Sú ósk hans rættist ekki,
en bréf hans bera vott um að
hann kunni vel við sig á þessum
vestrænu slóðum og gerði nokkr
ar ferðir þangað, er líða tók á
ævina.
Síðan Stefán velti fyrir sér
hugmyndinni um kyrrláta daga
vestur við Kyrrahaf, hafa sprott-
ið upp heilar borgir þar vestur
frá og lífshættir allir eru breytt-
ir. En marga fýsir enn vestur, er
þreyta sækir á þá. Margir bæir
á Kyrrahafsströnd eru eftirsóttir
dvalarstaðir og þar koma ekki
aðeins Canadamenn austan frá
sléttum og hafi, heldur og
Bandaríkjamenn og Evrópu-
menn, einkum Bretar fyrr á
árum, er fjárráð lands og ein-
staklinga leyfðu frjálsara líf.
A leið vestur yfir George-
sund, er skilur Vancouver-eyju
frá meginlandinu, sagði brezkur
ferðalangur mér, að mér mundi
þykja Victoria brezkari bær en
brezkir heimabæir og þótti mér
það ekki mikið tilhlökkunarefni,
en þau áhrif fóru í reyndinni
alveg fram hjá mér. Landslag
virtist mér allt fegurra og loft
mildara en ég hafði séð á Bret-
landi, en mestu mun þó hafa
ráðið, að ég átti skemmtilegt
kvöld á rammíslenzku heimili í
borginni. Þótt útsýni um glugga
væri framandi, var andinn innan
I veggja íslenzkur. Fallegt safn
íslenzkra bóka, íslenzkar mynd-
ir á veggjum, ýmsir íslenzkir
hlutir aðrir til prýði og kjarn-
mikið íslenzkt mál talað og ekk-
ert annað þá stund, sem ég
dvaldi þar. Þessi blær kom mér
raunar ekki á óvart því að hús-
ráðendur voru Soffónías Thor-
kelsson, verksmiðjueigandi í
Winnipeg, og kona hans, frú
Sigrún Sigurgeirsdóttir, en þau
hafa dvalið þarna vestra í rösk
7 ár.
Soffónías er í hópi þeirra
Vestur-lslendinga, sem kunnast-
ir eru hér um byggðir enda á
hann hingað að rekja ættir sínar
og hefur viðhaldið tengslum við
héraðið alla tíð, ýmist með því
að heimsækja okkur hér eða
sýna sveit sinni, frændum og
vinum ræktarsemi og höfðings-
lund við ýmis tækifæri. En f jöl-
margir aðrir Islendingar þekkja
Soffónías fyrir afskipti hans af
þjóðræknismálum íslendinga og
stuðningi við ýmis menningar-
mál Islendinga.
íslenzkur bóndi við Kyrrahaf
Soffónías Thorkelsson er nú
78 ára gamall, en ber aldurinn
vel, er beinn í baki og víkings-
lundin enn hin sama, en starfs-
þrek hans nokkuð tekið að bila
Framhald á bls. 8
BLOOD BANK
T H I S
SPACE
CONTRIBU+ED
B Y
DREWRYS
MAN ITOBA
D I V I S I O N
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T E D
HD-S52
SHOPandSAVE
/k
104 PAGES CROWDED
WITH MONEY-SAVING 8ARGAIN OFFERINGS
^T. EATON Cí-n-
WINNIPEG CANADA