Lögberg - 20.01.1955, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955
Trúarhreyfingar . ..
Framhald af bls. 2
spásagnamenn Rwala-hirðingj-
anna, hlýtur ósjálfrátt að minn-
ast orða Mika spámanns um
falsspámennina, þá, „er boða
hamingju meðan þeir hafa nokk-
uð tanna milli, en segja þeim
stríð á hendur, er ekki stinga
neinu upp í þá.“ (Mika 3, 5.).
Spásagnamenn Rwala-hirð-
ingjanna — „Þjóð leyndardóm-
anna“, eins og þeir kalla sig,
minna að mörgu leyti á spá-
menn ísraels á frumstigi spá-
mannsþroskans. Aðaláherzlan er
lögð á, að spásagnamaðurinn
gefi goðsvar. Hann sækist eftir
hrifningarástandinu til þess að
öðlast vitneskju frá æðra heimi,
þar sem alla þek'kingu og allan
fróðleik er að finna.
Dervischar
Múhammeðstrúin er lögmáls-
og helgisiðatrú. Innileiki og
hrifnæmi er henni eiginlega
mjög fjarlæg hugtök. Hún
krefst þess, að ákveðnum fyrir-
mælum sé hlýtt, en talar lítt til
tilfinninganna. Sé farið eftir
hinum ytri fyrirmælum, er öllu
óhætt og um hugarfarið eða hug-
hrif er sjaldan spurt.
Þó hafa komið fram ýmsar
hreyfingar og stefnur meðal
Múhammeðstrúarmanna, sem
ganga í aðrar áttir. Þrám hjart-
ans skal engu síður svalað en
spurningum heilans. — Múham-
meðstrúarmenn eru snillingar að
svara trúfræðilegum spurning-
um og er það heil vísindagrein
hjá þeim, hin svokölluðu „fiqh“-
vísindi. Fiqh þýðir fræði, og síð-
an svar við trúfræði- og lög-
fræði-spurningum. — Hin þekkt-
asta af þessum stefnum er hreyf-
ing dervischanna, sem náð hefur
mikilli útbreiðslu hvarvetna
löndum Múhammeðstrúarmana,
í heimi Araba. Orðið dervich er
persneskt og þýðir: fátækur.
Dervischarnir mynda með sér
félög, ekki óáþekk klaustur-
reglum Vesturlanda. Flestir búa
saman í eins konar klaustrum,
°g nefnast þau „tekije“ á arab-
ísku. Aðrir eru kvæntir og búa
með fjölskyldum sínum. En allir
koma þeir iðulega saman til
helgihalds og guðsþjónustu-
iðkana. — Þeir hafa um hönd
ýmsar siðvenjur og iðka margs
konar æfingar. Tilgangurinn
með þessu er þó sá fyrst og
fremst að komast í hrifningar-
ástand. Þá hrópa þeir og kalla,
gera líkamsæfingar, syngja og
dansa. Á stöku stað er hljóð-
færasláttur, og fyrir kemur það
einnig, að æsandi lyf eru notuð,
eða þátttakendurnir særa sig
með beittum hnífum eða gló-
andi járnteinum. — Hitt er og
algengt að meinlæti eru um
hönd höfð: Fasta eða þjálfun í
því að halda niðri í sér andanum.
Fyrir hverju klaustri eða
dervisch-hreyfingu er foringi,
„sheik“. Hann stjórnar æfingun-
um og hann kennir meðlim-
unum, hversu þeim megi auðnast
að ná sælu hrifningarástandsins,
og er öðrum fróðari í öllu, sem
lýtur að leyndardómi þess. Hann
er þess vegna fær um að inna
af hendi ýmis konar máttarverk,
sem öðrum eru um megn. Hann
getur læknað, séð sýnir, horft
inn í framtíðina, haft áhrif í
órafjarlægð. — Sál hans getur
yfirgefið líkamann og farið um
ríki og álfur. Hann getur upp-
hafið þyngdarlögmálið og svifið
í lausu lofti. Meðal dervisch-
anna eru slöngutemjarar al-
gengir, sverðagleypar og þeir,
sem neytt geta elds án þess þá
saki. — Hver dervich reynir að
líkjast foringja sínum og öðlast
sama mátt sem hann.
Þegar dervischinn er í hrifn-
ingarástandi flytur hann iðulega
goðsvör og þá eru ýms vanda-
*nál borin undir hann og hann
Jeysir úr þeim. Hafa sumir
„sheikanna“ orðið allvoldugir
sfjórnmálaleiðtogar og gjarna
verið ráðamenn í herferðum eða
Þegar önnur stórmál kröfðust
úrlausnar.
Það má þekkja dervischana á
klæðaburði þeirra. Hver der-
visch-regla hefur sinn sérstaka
búning. Sumir dervischar klæð-
ast skinnfeldi, aðrir ekki, en
allir hafa þeir eitthvað, sem
greinir þá frá öðrum mönnum,
hvort sem það nú er höfuðbún-
aðurinn, möttlarnir, mittisborð-
arnir eða eitthvað annað.
Ýmislegt í fari, framkomu og
skipulagi dervischanna og reglna
þeirra bendir greinilega í átt til
spámannsstefnanna. Þrennt er
þó skýrast: Samlífið í klaustur-
húsunum ,foringinn, sem ræður
starfi og stefnu manna sinna og
síðast en ekki sízt hinn sérkenni-
legi klæðaburður og tilhneiging-
in til að skera sig úr að því
leyti. — En að hinu leytinu er
augljós munur á þessu tvennu,
spámannahreyfingunum annars
vegar og dervischa-reglunni
hins vegar. Æfingarnar, sem
dervischarnir hafa um hönd og
hrifningarástandið, sem þeir
leitast við að komast í, er ekki
fyrst og fremst eftirsóknarvert
til þess að öðlast þekkingu og
reynslu, sem komi öðrum og
samfélaginu að haldi, heldur er
tilgangurinn sá að njóta dýpstu
sælu og unaðar í algleymi hrifn-
ingarinnar.
Boðskapur eða kenning og
fræðsla skipar ekki sama rúm
hjá dervischunum og hjá spá-
mönnunum, heldur er þráin að
njóta og hverfa á vit guðdómsins
komin í þess stað. Mun hér gæta
persneskra eða indverskra á-
hrifa. Dervischahreyfingin hefur
orðið fyrir áhrifum víða að og
gætir þess að sjálfsögðu. Hitt
er jafnljóst, að forn hugsunar-
háttur semitískur og gamlar
venjur eru þar varðveittar og
geymdar. Horfins tíma gætir í
hugsun og siðum.
—Alþbl., 14. des.
Forspá Jónasar Grjótgarðs
Jónas bjó á Grjótgarði í Glæsi-
bæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu.
Auknefni þetta var af því komið,
að hann var meistari að hlaða
grjóti og fást við það. Fékkst
hann víða við garðhleðslu og
vatnsbólagröft. S t e r k u r var
hann mjög og heilsuhraustur,
greindur að eðli, sérlundaður
nokkuð, ölkær mjög og þótti
stundum blendinn í lund.
Nú var það sumarið 1877 að
hann var að grjóthleðslu norður
í Laxárdal í Þingeyarsýslu og
Hermann Jónasson (síðar bú-
fræðingur) með honum. Var á
kalt veður og unnu þeir naumast
sér til hita. Þótti Hermanni sem
Jónas væri eitthvað fályndur og
annarlegur þenna deg. Segir Her
1 mann við hann, er þeir voru
sestir að snæðingi:
— Það er mikill kuldi um
þennan tíma árs, að maður skuli
ekki geta unnið sér til hita. Það
er skárri veðráttan á þessu land!
— Já, segir Jónas, þú segir
það áður en lýkur. Það fer nú að
byrja hið vonda, svo að á þessari
öld hefur eigi annað eins komið.
Fólk mun flýa unnvörpum til
Ameríku, skortur og harðæri
vofir yfir og jafnvel deyr fólk
úr harðrétti.
Hermann segir: — Þetta getur
ekki orðið, þar sem góðæri eru
og menn standa sig nú vel.
— Jæja, svona verður það nú
samt, sagði Jónas. Allt mun ama
að, aflaleysi sum ár, gróðurleysis
og óþurrka sumur og þar af leið-
andi fjárfellir, hafísár hin
mestu, afar frostharðir vetur, ill
verzlun og skuldabasl. Og sótt
kemur upp svo manndauði verð-
ur.
—Hve lengi mun þetta standa?
spurði Hermann.
— Tíu ár. Þá batnar að fullu
og þá rennur upp blómaöld Is-
lands, og þarf þá eigi að kvíða
um sinn. Þá eykst menntun og
framfarir, menn verða gætnari í
búskap sínum, því óárin og skað-
inn hafa gert menn hyggna.
Ætli ég lifi það? spurði Her-
mann.
— Að líkindum, en ég ekki,
sagði Jónas.
— Þetta er nú vitleysa úr þér,
sagði Hermann, þú ert hraustari
en ég, þótt yngri sé, og er allt
þetta næsta ótrúlegt.
Þá svaraði Jónas:
— Hafðu það þá til marks um
að þetta mun fram koma, að inn-
an skamms muntu frétta lát mitt
og mun þá fleira eftir fara.
Skildu þeir svo talið.
Að 12 dögum liðnum frétti
Hermann lát Jónasar. Hann
hafði riðið í Húsavíkurkaupstað,
drukkið sig fullan, er oft bar við,
datt af baki á heimleiðinni og
lenti með höfuðið á steini, svo
að það varð hans bani.
☆
Sögu þessa ritaði Jón Borgfirð
ingur eftir Hermanni og árið
1888 bætir hann þessu við:
— Þykir nú allt þetta fram
komið. Frostaveturinn mikli var
1880-81. Hafísár voru og fram á
sumar, gróðurleysi einnig og ill
nýting 1882 og 1886. Dílasóttinn
var sumarið 1882 og jafnvel
deyði fólk úr harðrétti, 2 eða 3
menn í Fljótum og Aðalvíkur-
sókn, 2 á Akranesi sökum bjarg-
arleysis; undir Jökli og á Nesjum
suður alls um 8 manns.
Eftir vonda sumarmálakastið
og einkum uppstigningardags-
kastið 1887, skifti um ársæld til
lands og sjávar. Seirini hluti vor-
sins var góður, sumarið einhver
mesti grasvöxtur (síðan 1877),
sumarið afar gott til heyverkun-
ar. — Aflabrögð heldur góð.
Veturinn 1887-88 meðalvetur
og góður sums staðar, en vorið
þá kalt. Sumarið eitthvert hið
bezta á öldinni, heyin ágæt og
nýting þeirra, en þó voru þau í ir
minna lagi. Veðráttan (um haust
ið) sem á vordag, oft 5-8 st.
(nema nokkra daga um réttirn-
ar). Mokfiski uppi í landsteinum
á Suðurlandi og Vestfjörðum.
Heilbrigði almenn og góð höld
á skepnum.
(I.B. 520, 4to—Sj,á ennfremur
Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar
II, bls. 198-199).
Dvergarnir, sem lifa flökkulífi
í frumskógum Afríku
Þykir sjálfsagl að eiga hálfa
lylft eiginkvenna, sem keyptar
eru fyrir vægt verð, en krefjast
hárra skaðabóta, ef einhver
konan strýkur heim
Grein þessi fjallar um líf og
hætti hins dvergvaxna negra-
ættbálks, Pygmeanna, er hafast
við í frumskóginum meðfram
Ituri-fljótinu í miðri Afríku.
Greinin er rituð fyrir Tímann af
sænska blaðamanninum Axel
Eriksson, sem er mjög víðförull
og hefir ritað fjölda ferðagreina
fyrir mörg blöð í heimalandi
sínu og víðar.
I iðrum, frumskógarins við
Ituri-fljótið nyrzt í Belgiska
Kongó búa nokkrir ættbálkar
Pygmea. Á landssvæði þessu,
sem er að mestu óþekkt hvítum
mönnum, er þögnin tíðum rofin
af ópum Pygmeanna og fjölda-
söng apanna, og stundum, þegar
fyrstu geislar sólarinnar eru að
reyna að brjótast inn í dimman
skóginn ,yfirgnæfa öskur hlé-
barðanna og ljónanna öll önnur
hljóð skógarins.
Þetta drungalega umhverfi,
sem liggur langan veg frá höf-
uðstað hinnar víðlendu nýlendu,
er að mestu órannsakað, og lands,
svæði hvíta mannsins eru víðs
fjarri. Jafnvel trúboðarnir hafa
ekki sýnt neinn sérstakan áhuga
fyrir Pygmeunum, en þrátt fyrir
það hendir það einstöku sinnum
að ferðalangar fái nokkur kynni
af þessum frelsiselskandi, frum-
stæða þjóðflokki.
hinum frumstæðu bogum sínum
að vopni, lagt að velli ótrúlega
stór dýr. Enda verður hverjum
sönnum Pygmea ekki skotaskuld
úr því að hæfa fugl á flugi með
boga og ör.
Fiskimenn eru þeir einnig góð-
ir. Net sín gera þeir úr sterkum
og seigum viðartágum, leggja
þau síðan hlið við hlið í árnar og
verður yfirleitt gott til fiskjar,
án nánari fyrirfram rannsóknar
á því, hvár veiða sé helzt að
vænta.
„Heilagur trjábútur"
á flakkinu
meðferðis
Kaupið Lögberg
VIÐLESNESTA
ÍSLENZKA BLAÐIÐ
Á stöðugu ferðalagi
Pygmearnir kalla sig „batwa“,
sem þýðir á máli þeirra „lítill
maður.“ Enda eru þeir lágvaxn-
verða sjaldan hærri en 1
metri og 42. sentimetrar, en lík-
amir þeirra eru fagurskapaðir.
Lífsbarátta þeirra gerir það að
verkum, að þeir eru vöðvastælt-
ir. Eins og flestir aðrir negra-
ættbálkar, hafa þeir sterkar og
skjall hvítar tennur. Og stóru,
svörtu augun þeirra endurspegla
að jafnaði góðvild og lífsgleði.
Pygmearnir líta á þá negra,
sem hafa fasta bústaði og reglu-
legt samneyti við hvíta menn,
sem sér æðri. Samt taka þeir
flökkulífið og frelsið fram yfir
annað, enda þótt lífsbaráttan í
frumskóginum sé æði hörð. Þeir
lifa af veiðum, og staldra sjaldan
lengi við á sama stað. Þeir eru
leiknir veiðimenn, og geta með
Á flakki sínu hafa Pygmearnir
ávallt meðferðis hinn „heilaga
trjábút.“ Það eru helzt konurnar,
sem fá að snerta þennan dýrgrip,
sem er notaður til að dansa kring
um í tunglskininu, þegar skíra
skal börnin, eða þegar eldri með-
limir fjölskyldunnar koma í
heimsókn.
Fjölkvæni er alsiða meðal
Pygmeanna. Sjálfsagt þykir að
eiga „hálfa tylft“ eiginkvenna,
sem yfirleitt eru keyptar frá
nágrannaættunum. Verðið, sem
greitt er fyrir unga stúlku', er
venjulega tvær geitur, eða tíu
húðir. Brúðkaupið er hátíðlegt
haldið að næturlagi með dansi og
trumbuslætti.
Stundum kemur það fyrir, að
eiginkona h 1 e y p u r burt frá
manni sínum og leitar skjóls hjá
foreldrunum. Þegar slíkt skeður
safnast ættin saman kringum
„trjábútinn heilaga,“ og eru þá
notaðir þrír bananar til að ganga
úr skugga um, hvað gera skuli í
málinu. Þeir eru grafnir í jörð
á einhverjum þeim stað. Þar sem
vitað er að rottur hafast við.
Eftir fyrirfram ákveðinn tíma
eru þeir svo grafnir upp aftur,
og eftir því hve mikið hefir ver-
ið nagað af ávöxtunum er tekin
ákvörðun um, hvort heimta skuli
konuna aftur, eða skaðabætur í
hennar stað. Ef nágrannaættin
neitar að skila konunni eða
greiða skaðabætur, er venjulega
gerður út leiðangur til hefnda.
Floknar venjur
I viðskiptum Pygmeaættbálk-
anna í Belgiska Kongó ríkja all-
flóknar venjur. Áður en boðberi
er sendur til nágrannaættbálk-
sins, er ófrávikjanleg regla að
senda mann til að boða komu
hans. Þessi venja á að tákna að
það, sem boðberinn hefir að
flytja, sé friðsamlegs eðlis. Ef
fyrri sendimaðurinn fær innileg-
ar móttökur og er leystur út með
gjöfum, er fengin full vissa fyrir
því, að þeir, sem á eftir koma
eru velkomnir, en komi hann
aftur með tómar hendur, er það
merki þess að nágrannaættbálk-
urinn æskir ekki- neinna heim-
sókna.
Eftir það leiðir af sjálfu sér
að um frekara samneyti er ekki
að ræða milli ættbálkanna, þótt
ekki sé stofnað til ófriðar fyrir
þessar sakir. Verða ungu menn-
irnir þá að leita sér kvenna hjá
öðrum ættbálkum, sem ekki eru
óvinveittir.
Þ e g a r Pygmeahöfðingi sér
fugl setjast á „trjábútinn helga,“
er það tákn þess að ættbálkur-
inn semji frið við alla granna
sína. Þeirri reglu fylgir höfðing-
inn skilyrðislaust.
Áætlað £r, að tala Pygme-
anna, sem búa við Ituri-fljótið,
sé um það bil 30 þúsund. En
þeim fer stöðugt fækkandi, og
með þeim hverfa einnig mögu-
leikar hvíta mannsins til að rann
saka nánar þennan hluta af
Kongó. — TIMINN, 24. des.
Þegar
lífsmagnið
þverrar
Miðaldrl verSa samfara
ýmis vandamál varðandi
heilsu og lífsmagn. Og þá
kemur til greina Wam-
pole’s þorskalýsi. ÞaS er
ekki einungis hressilyf,
heldur, verulegur
heilsugjafi þrung-
inn auðugum bætiefnum svo semD, járni og
öðrum málmefnum, er koma í veg fyrir óþæg-
indi, sem frá fæðu stafa, en, endurvekja áhuga
og starfsþrótt. Kaupið flösku— yður fellur hið
ljúfa bragð í geð.
EXTRACT
0F COD LIVER
fXTRBCT
COD LtVER
T".; ©
....
5
ON U ‘I?5
H KW-I
Meðal hlunninda í viðskiptum við bankaútibú . . .
Nœsti hanki yöar er nauösynlegur hlekkur milli bygöarlags
yöar og aUra bankaviöskipta i heiminum
Eftr því sem bygöarlog þróast, fœrir bankaþjónustan út
kvíar til aö fullnœia vaxandi þörfum
f^afskektum bygöum njóta Canadabúar hinnar fullkomnustu
bankaþjónustu og sama öryggis
Bankaviðskiptum í Canada er þannig háttað,
að forstjóri hins næsta útibús veitir yður aðgang
að öllum fríðindum, þekkingu og reynslu,
sem bankinn í heild sinni táknar.
Hann hefir útibú alt yfir Canada, er hafa
sambönd um allan heim. Hlunnindin,
sem útibúin veita til að fullnægja
viðskiptaþróun Canada, koma daglega í ljós
vegna hinnar ágætu þjónustu, er
útibúið veitirvyður.
Bankarnir, sem þjóna bygðarlagi yðar