Lögberg - 20.01.1955, Page 8

Lögberg - 20.01.1955, Page 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JANÚAR 1955 Úr borg og bygð Þann 3. jan. s.l. lézt á Almenna spítalanum í Winnipeg, konan Margrét Guðmundsdóttir, til heimilis í Garðar-byggð í N. Dak. Hún var fædd 19. jan. 1885 að Hreinsstöðum í Norður- Múlasýslu, og uppalin þar: kom vestur um haf árið 1913 og hefir lengst af átt heima að Garðar. Jarðarförin hófst með húskveðju á heimilinu, en fór síðan fram í hinni gömlu Garðar kirkju þann 7. jan.; var hún mjög fjölmenn. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. ☆ — ÞAKKARORÐ — Við viljum votta innilegt þakklæti séra Valdimar J. Ey- lands og séra Rúnólfi Marteins- syni fyrir fögur kveðjuorð við útför föður okkar og bróður, séra Sigurðar Christopherssonar. Ennfremur viljum við þakka af hrærðum hug söngkonunni, Mrs. Pearl Johnson, söngflokknum og söngstjóranum, Mrs. Eric Isfeld, fyrir yndislegan söng, og ölltun þeim, sem heiðruðu minningu hins látna með nærveru sinni þennan dag. Guð launi ykkur og blessi. Mr. og Mrs. Luther Chrislopherson Gerða Christopherson w FRÓNS-fundur Síðastliðið mánlidagskvöld, 17. þ. m. efndi Þjóðræknisdeildin Frón til skemmtifundar í Góð- tmeplarahúsinu. Jón Jónsson, forseti deildar- innar, stýrði fundinum. — Að fundarstörfum loknum hófst skemmtiskráin. 1. Glímusýning: — Nokkrir drengir undir umsjón Art Reyk- dals og Jóns Jóhannssonar sýndu glímuna og var hressandi að sjá þessa drenghnokka reyna sig í þessarj fögru og þjóðlegu íþrótt. — Þvínæst flutti próf. Finnbogi Guðmundsson fyrirlestur um uppruna og sögu íslenzku handritanna. Var erindi próf. Finnboga ítarlegt og af vandvirkni samið, eins og hans er venja.Einnig sýndi hann nokkrar myndir af handritun- um, og hefir frágangur þeirra vissulega verið listrænn mjög og vandaður. Hr. Jóhann G. Jóhannsson kennari kvaddi sér hljóðs og þakkaði ræðumanni fyrir hönd fundarmanna. Einnig var staddur á fundin- um hr. Jón Kristgeirsson kenn- ari frá Reykjavík, Islandi, en hann hefir nokkuð ferðast um Bandaríkin og Canada undan- farnar vikur og kynnt sér menntamál og kennsluaðferðir í skólum. Mælti hann nokkur orð til fundarmanna og flutti kveðj- ur að heiman. ☆ Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til spilakvölds (bridge) á föstudaginn 28. janúar kl. 8 í neðri sal kirkjunnar. — Allir boðnir og velkomnir. Tækifærin fyrir vestan haf . Framhald af bls. 5 og mun það engum undrunar- efni, sem þekkir sögu hans. Soffónías býr nú í fallegu hvítu húsi, sem hann hefur sjálfur byggt, í útjaðri Victoria-bæjar. Hefur hann valið sér mjög fallegan stað. Nemur garður hans við lygna vík og þar hafði hann áður hraðbát sér til ánægju og hressingar, en hefur nú látið af þeirri sjósókn. I stað þess hefur hann snúið sér að land- búskap, enda mundi mörgum ís- lenzkum bónda þykja þar gott til starfa sakir gróðursældar og veðurfars. Þessi búskapur hans gæti litið út sem lítið brot af Islandi, þótt ekki sé hann stór í sniðum. Hann dundar við það að gamni sínu að slá lendur sín- ar umhverfis húsið og þurrka og hirða heyið á gamlan og góðan íslenzkan máta. í horninu hjá sér hefur hann geit, er hann hirðir og gefur heyið, en mjólk- in úr henni er hin mesta heilsu- lind, segir Soffónías. Soffónías brosir í kampinn, er hann sýnir mér lönd sín og útihús, eins og hann vilji ségja, að munur sé nú orðinn á umsvifunum síðan hann var athafnasamur iðju- höldur í Winnipeg og stjórnaði stóru fyrirtæki með atorku og framsýni. En þó var ekki hér allt talið. Seinna sá ég innan dyra marga vel gerða og smekklega smíðisgripi, er hann hefur gert til prýðis og gagns og er því augljóst, að þótt aldurinn sé hár, á iðjuleysið ekki upp á pall- borðið nú frekar en fyrrum. Soffóníasi sýnist sama sagan hafa verið að gerast heima á Is- landi síðan frelsið kom. Það fór eins og vorþeyr um landið og hvarvetna brustu bönd minni- máttarkenndar og athafnaleysis. Hinn sami kraftur fékk útrás og þessi kraftur er í íslendings- eðlinu, segir Soffónías, á því er ekki nokkur vafi. Þið eruð búnir að skila Dönum minnimáttar- kenndinni og vonandi fær hún aldrei friðland á íslandi. Og mér hefur aldrei komið í koll að vera íslendingur, þvert á móti hefi ég fengið að njóta þess, að íslenzkt ætterni vekur traust innlendra manna hér. Þetta eru ummæli, sem gott er að heyra, því að hér talar enginn flysjung- ur heldur maður, sem má trútt um tala og er einn af þeim, sem hafa barizt áfram með fádæma dugnaði og þreki. Bréfkorn frá Skoflandi: DEYJANDI TUNGA HI-SUGAR New Hybrid Tómata Svo auðug aS sykurefnl, a?S bragBið minnir á vfnþrúgur. StærS á viÖ golf- boita, dökkrauðar, hraustar og bráð- þroska; alveg óviöjafnanleg fyrir niöursoöna ávexti, ávaxta- mauk, eftirmat ig fleira þess háttar. Þetta eru stórar plöntur alt aö sex fetum um- máls. Einstakar plöntur gefa oft af sér bushel af þroskuöum ávöxt um. Ný tegund, sem prýöir hvaöa garö sem er. — Pakki af 35 fræ- um á 35c póst- frítt. ókeypis stór 1955 fræ- og bióma- nektunarbók. Aldrei komið mér í koll að vera íslendingur" Soffónías hefur nú dvalið hartnær hálfa öld í Canada og hefur séð þar tíma tvenna. Hann sagði mér, að er hann liti yfir farinn veg og hugleiddi störf Is- lendinga og framsókn heima og erlendis virtist sér alveg aug- ljóst, að í íslenzku þjóðinni býr feikilegur kraftur til athafna og framsóknar. Á fyrri tíð, meðan ófrelsið grúfði eins og dimmur skuggi yfir þjóðinni, var þessi kraftur stunginn svefnþorni. Öll orkan fór þá til þess að viðhalda lífinu og má kalla það krafta- verki næst, að það skyldi þó takast gegnum þrengingar ald- anna. En þeir, sem vestur fóru, fundu þar tækifæri, sem ekki voru til heima. Af þeim leystust viðjar og þeir hófust handa af djörfung og miklum dugnaði. Heildarútkoman á þeirri sókn íslendinga í Ameríku er sú, að kynstofninn nýtur álits og trausts, mjög margir hafa brot- izt áfram til mikilla trúnaðar- starfa og efnahagslegrar vel- megunar, enda þótt samkeppni á þeim vettvangi sé harðari þar en annars staðar og í rauninni nái fáir langt á opinberum vett- vangi, sem ekki eru af brezku eða frönsku bergi brotnir. ICELANDIC CANABIAN CLUB Banqmiet amiJ Dance BLUE ROOM, MARLBOROUGH HOTEL FRIDAY, JANUARY 21st, 1955 PROGRAM Guest Speaker Piano Violin * Accompanist COMMENCING- Banquet Dance Rev. Stefan Guttormson Albert Braun Miss Joan Negrych Miss Konrad 6.45 p.m. 9.00 p.m. ADMISSION— Banquet and Dance Dance $2.50 per person $1.00 per person Dress Optional JIMMY GOWLER’S ORCHESTRA Frá tóvélum til kassagerðar Soffónías kom Ungur maður hingað til Akureyrar úr Svarf- aðardal og var hér árin 1905— 1908 og vann með Aðalsteini Halldórssyni við að koma upp tóvélunum á Gefjuni. Um svip- að leyti hóf hann að læra járn- smíði, en hvarf frá þessu hvort tveggja og fór vestur um haf. Hann fór með tvær hendur tómar eins og flestir Vestur- fara, en kom brátt fótum fyrir sig vestra, stofnsetti kassaverk- smiðju í Winnipeg og stýrði henni um marga áratugi og gerði að stóru fyrirtæki og traustu. Það fyrirtæki hefur hann nú fengið í hendur sonum sínum, og nýtur þeirrar hvíldar, sem hann hefur vel til unnið, í þessu kyrrláta og fallega umhverfi við Kyrrahaf. Fylgist með málum heima Þegar talið berst frá baráttu Vestur-íslendinga að starfinu heima, *er ekki komið að tómum kofanum hjá Soffóníasi. Hann er vel heima í öllu, sem gerist á íslandi og í frásögur er fært. Hann heldur og les mörg ís lenzk blöð og ef út kemur góð bók um íslenzka sögu og menn' ingu eða athafnir samtímans, þá er eins líklegt að hún lendi inn- an tíðar í bókaskápnum hans Victoria. Soffónías kom fyrst heim 1913, eftir fárra ára dvöl í Canada. á fannst honum lítið hafa rofað til. Aftur á móti voru mikil umskipti 1930, en þó enn miklu meiril940. Síðan virðist honum framsókn Islendinga á öllum sviðum ævintýri líkust og þó skiljanleg og skýranleg. Þetta gat aldrei öðruvísi farið. Kraft- urinn var alltaf til. Hin ytri að- staða þurfti að breytast og það gerðist með komu stjórnarfars- legs frelsis. Þessum aldur- hnigna víkingi verður tíðrædd- ast um ísland, er gest að heiman ber að garði, en vissulega er hann góður sonur fóstru sinnar og er bjartsýnn á framtíð Canada og canadisku þjóðarinn- ar. Menning Vestmanna er ung og ótamin á ýmsan háft, en þjóðin er full af kappi unglings- ins og atorkan við framkvæmd- irnar í þessu stóra og auðuga landi er mikil. Kvöldstund á þessu íslenzka heimili á Kyrrahafsströnd er eftirminnileg og eldlegur áhugi húsráðandans fyrir íslenzkum efnum styrkir þá skoðun, að í íslendingseðlinu sé fólginn þróttur og dugur, sem duga mun einstaklingum og þjóð til farsældar á ókomnum árum. — H. Sn. —DAGUR, 17. nóv. ÍSLAND er eina ríki Evrópu, þar sem allir tala sömu tungu. Við erum því blessunarlega lausir við öll þau átök, sem skapast við hatramlega bar- áttu þjóðarbrots fyrir tilveru- rétti tungu sinnar. Á Bretlands- eyjum horfir öðruvísi við, þar hefur að minnsta kosti eitt tungumál liðið undir lok á hverj- um hundrað árum, og að meðal- tali, um nokkrar aldir. Og enn eru þar talaðar tungur, sem hjara, berjast vonlítilli baráttu fyrir tilvist sinni. Á Skotlandi voru til skamms tíma töluð fjögur tungumál: enska, lág- skozka, norræna (norn), og gelíska. Norrænan, sem töluð var í Orkneyjum og Hjaltlandi, dó út á síðustu öld, en þó eru þar enn notuð í talmáli fjölda mörg tökuorð norræn. Bók- menntaleifar á „norn“ eru ekki ýkja miklar. Auk fornbréfa er þar um fátt að ræða nema dans- kvæði eitt, Hildinakvæðið. A síðustu árum hafa hjaltlenzk skáld tekið að skrifa og yrkja á nýrri mállýzku, sem þeir hafa sniðið eftir glataðri tungu for- feðra sinna. Fimmtugasti hver Skoti talar gelísku, en áður fyrr voru þeir miklu fleiri hlutfallslega. Nú er gelískan einkum töluð í Suður- eyjum og í hálöndunum á af- skekktustu stöðum. Á hverju ári flytzt fjöldi manna þaðan til stórborganna, þar sem gelískan kemur þeim að litlu betra haldi en íslenzka í New York. Hitt er þó miklu ískyggilegra, að enska vinnur jafnt og þétt á, þar sem gelíska hefur verið töluð um margra alda bil. Þessar tvær tungur eiga ólíka aðstöðu: enska er ríkismál, kennd í öllum skól- um, og bókakostur og blaða á ensku má heita óþrjótandi; gelískan á hinn bóginn á í vök að verjast: hún er réttlítið mál, kennd lítilsháttar í fám skólum og bókakostur takmarkaður. Þó eru til ágætar bókmenntir á gelísku, sumar geymdar á mygl- uðum handritum, sumar í minni fátækra fiskimanna og kotkarla, sem byggja' strandir og eyjar við yzta haf. Eins og að líkum lætur er ríkisvaldið tómlátt um örlög gelískrar tungu. Embættis- mönnum í Lundúnum liggur í léttu rúmi, þótt enn ein minni- hluta tunga hverfi, þeir bera lítið skyn á, að Skotland — og raunar heimskringlan öll — verð ur miklu fátækari, þegar gelísk tunga og öll sú margvíslega menning, sem við hana er bundin, hættir að vera lifandi mál. Því Bretland er auðugt að dauðum málum, og stjórnmála- menn harma ekki, þótt eitt bætist við. Til þess að efla gelíska tungu var fyrir nokkrum áratugum stofnað félag áhugamanna, og heitir það An Comun Gaid- heálach (Félag Gela). Félag þetta heldur þing á hverju ári, og er nú skammt um liðið síðan þessa árs þing var háð. Þingin eru kölluð Mód, sem er gelískt töku- orð úr norrænu, sama og ís- lenzka orðið mót. Á „mótum“ þessum er fyrst og fremst rætt um hag gelískrar tungu, en auk þess fer fram samkeppni í söng þjóðlaga, og alls konar skemmt- anir, sem Gelum eru tamar, svo sem dans og drykkjur. Mótið stóð sex daga. Pilsumklæddir Hálendingar lifðu nokkurs kon- ar Valhallarlífi þann tíma: körp- uðu um gelísku, dönsuðu og sungu, meðan sól var á lofti, en drukku svo og sungu, unz nýr dagur rann. Og þeir, sem féllu í valinn fyrir dögun, risu jafn- góðir upp að morgni til að taka iátt í baráttunni fyrir viðhaldi linnar deyjandi tungu. Því hver er svo heimskur, að hann vilji móðurmál sitt feigt? Við þekkj- um átakanlegar lýsingar á því, hvernig tugumál deyja. Nú á tímum upprætast tungur fyrir tilverknað opinberra aðila, sem reyna að þvinga heilar þjóðir til að tala annað mál. Hætt er að kenna það í skólum, klerkar pré- dika ekki á því lengur, guðsorð fæst ekki prentað á því. Litið er niður á þá, sem tala mál minni- hluta, þeir eiga erfiðara um að lifa, af því þeir tala móðurmál sitt. Loks kemur að því, að ein- ungis elzta kynslóðin skilur og talar hið deyjandi mál, og börn- in hætta að skilja vögguljóð ömmu sinnar, sambandið við fortíðina er rofið að fullnustu, og þjóðarbrot hættir að vera til, drukknar hljóðalaust í þjóða- hafi. Og yfir leifunum af horf- inni tungu hlakka nokkrir sér- vitrir málfræðingar, sem eyða fánýtri ævi sinni í að skýra hana. Svo fer deyjandi tungum. Gelískan er að vísu ekki komin svo langt. En hve lengi má hún sín gegn ofureflinu? Nú er orðið erfitt að fá gelískumælandi klerka til að þjóna þar, sem gelískan er enn töluð. Og svip- uðu máli gegnir um barnakenn- ara, þeim fækkar óðum, sem gelísku kunna. Nú getur vel verið, að einhverjir óvitrir menn spyrji: Hvers vegna á að halda lífinu í feigri tungu? Svo ófróðlega getur enginn íslend- ingur spurt, því að íslenzkunni hefði orðið ólífvænlegt, ef danskan hefði náð meiri fótfestu með forfeðrum okkar en raun varð á. Við eigum ósköp auðvelt með að skilja tilfinningar Suður- eyinga, sem óttast um afdrif móðurmáls síns. Við þurfum ekki annað en líta í eigin barm, og ef það hrekkur ekki til, þá skulum við kynna okkur laus- lega, hvernig horfir við með Gelum um þessar mundir. Meginhluti gelískra bók- mennta er þjóðlegs eðlis: þjóð- sögur, þjóðkvæði, verk löngu liðinna kynslóða varðveitt höf- undarlaust um margar aldir. Sumum nútímamönnum hættir til að líta niður á þess konar bókmenntir, og stafar það meir af fáfræði en skilningi. Eða hverjum þykir minna koma til „Vísna Fiðlu-Björns“, af því að þær hafa varðveitzt sem þjóð- kvæði? Er sagan af Galdra-Lofti lélegri bókmenntir af því hún er þjóðsaga, en þótt Skúli hefði ritað hana og kallað smásögu? 1 þjóðlegum bókmenntum á gelísku bera mörg verk þann frumstæða þokka, sem er aðal þess konar bókmennta hvar sem vera skal. Nú er mikið um þjóðsögur og þjóðkvæði í Suðureyjum, sem hafa ekki verið skrásett. Á hverju ári deyja sagnaþulir, og með þeim hverfur til moldar mikil gnótt lifandi bókmennta, af því að bókmenntir þessar eru komnar úr tízku og safnendur þeirra eru höndum seinni að koma þeim á blað eða segulband. I fyrra lézt Duncan MacDonald, gamall maður, fæddur og alinn upp í Suðureyjum. Hann var fátækur leiguliði, og svo höfðu forfeður hans verið, maður fram af manni. Með dauða hans var meiri harmur kveðinn gelískum bókmenntum en nokkurn les- anda þessa bréfkorns getur rennt grun í, því að Duncan kunni sjóð óskráðra bókmennta, og hann kunni að segja sögur sínar eins og listamaður af guðs náð einn getur gert. Við svarð- ar eld í afskekktu koti voru sögur þær í minnum hafðar um aldaraðir, sem Duncan einn kunni, og þær guldu þess, að sagnaþulurinn lifði á röngum tíma: hann var of seint uppi til að samtímamenn hans kynnu að njóta þeirra, og hann hvarf til feðra sinna áður en fræðimenn gætu náð öllum sögum frá honum. Þjóðkvæði eru sungin, og í Orkneyjum eru til þúsundir af þjóðlögum, sem myndu hverfa jafnskjótt og fólk hættir að MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 23. jan.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 23. jan.: Kl. 3 í Riverton, á íslenzku og ensku. Séra Bragi Friðriksson frá Lundar prédikar. Kl. 8 í Árborg á íslenzku og ensku. Séra Bragi Friðriksson frá Lundar prédikar. Robert Jack kunna kvæðin. Nú er reynt að bjarga því frá gleymsku, sem bjargað verður, með því að láta sagnaþuli segja sögur og fólk syngja á segulband. Þannig verður hægt að varðveita sögur og söngva um aldaraðir. En hverjum til gangs? Þessi starf- semi stuðlar ekki að því að halda lífinu í gelískri tungu, heldur miklu fremur til að draga úr því tjóni, sem þjóðin bíður við dauða tungunnar. En þó er rétt að minnast þess, að gelíska er töluð víðar en í Skotlandi, því að fleiri tala hana í Nova Scotia (í Canada) en í Skotlandi sjálfu. Margir Gelir fluttust þangað árið 1772, og síðan hafa þeir varðveitt málið afburða vel, raunar miklu betur en Vestur-íslendingar móðurmál sitt, og er þó skemmra síðan þeir fóru vistferlum vest- ur. Og þegar leiðin lá frá gamla Skotlandi til Nýja-Skotlands, þá fóru fornar arfsagnir með. I Nova Scotia hafa safnendur þjóðlegra fræða ærið að starfa, svo að vel hafa Gelir haldið þar á arfi fátækra forfeðra. Magnús Magnússon —Lesb. Mbl. Nýr sparisjóður Um helgina var stofnaður Sparisjóður Kópavogshrepps. — Komu saman á stofnfund 30 hreppsbúar. Mun öllum undir- búningi verða hraðað svo sem föng eru á og kom fram á fund- inum mikill áhugi manna fyrir því að innan þessa sívaxandi hrepps sé starfandi sparisjóður, er geti orðið lyftistöng undir at- hafnalíf hreppsbúa. Af hálfu ábyrgðarmanna var kosin fjög- urra manna stjórn, en sýslu- nefnd skal kjósa tvo. Ábyrgðar- menn kusu þá Jósafat Líndal skrifstofustjóra, Baldur Jónsson kaupmann og Jón Gauta verk- fræðing. —Mbl., 6. des. ANGEL CHIMES from Sweden Ideal Gift for Valentine $2.50 MUIR'S DRUG STORE 789 Ellice Ave. Phone 74-4422

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.