Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 €8. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR 1955 NÚMER 4 Finnur Johnson fró Melum lótinn HEYRT OG SÉÐ í Norður-Nýja-íslandi Síðastliðið föstudagskvöld lézt á Betel á Gimli, Finnur Johnson frá Melum í Hrútafirði, fæddur 6. Marz 1868. Hann var skýr- leiksmaður hinn mesti, stundaði nám við Möðruvallaskóla, en fluttist til Winnipeg árið 1893 og kvæntist ári síðar Guðrúnu Ás- geirsdóttur ættaðri úr Borgar- firði hinum meiri, hæfileika- konu, vel að sér til munns og handa; þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Ásgeir, er féll í fyrri heimsstyrjöldinni, frú Önnu Duncan, sem búsett er í Antler í Saskatchewan- fylkinu, og J. Ragnar Johnson lögfræðing og ræðismann ís- lands í Toronto. Konu sína misti Finnur árið 1947, en þremur árum áður var þeim haldið fjöl- ment og virðulegt samsæti í til- efni af hálfrar aldar hjónabands- afmæli þeirra. Klofinn þingflokkur Þessa dagana standa yfir um- ræður í sambandsþingi í Ottawa um aðild Canada að London- París sáttmálanum, er fram á það fer, að Vestur-Þýzkalandi verði veitt fullkomið sjálfstæði og réttur til hervæðingar innan vébanda Norður-Atlantshafs- bandalagsins; utanríkisráðherr- ann, Mr. Pearson, fylgdi málinu úr hlaði með íturhugsaðri ræðu þar sem hann lagði áherzlu á það með óyggjandi rökum, hve óhjákvæmilegt það væri til að verjast rússneskri ásælni, að itreysta varnir Vestur-Evrópu svo sem framast mætti verða, en slíkt myndi eigi lánast án þátt- töku Vestur-Þýzkalands. For- ingjar Liberala, íhaldsmanna og Social-Credit sinna mæltu ein- róma með framgangi málsins og slíkt hið sama gerði leiðtogi C. C. F. flokksins, Mr. Coldwell; en er til átaka kom, klofnaði flokkur hans, og tók Mr. Stanley Knowles að sér forustu þeirra flokksbræðra sinna, er töldu endurhervæðingu Vestur-Þýzka lands harla varhugaverða eins og ástatt væri, en hvað, sem um það er, verður sáttmálinn sam- þyktur með yfirgnæfandi meiri- hluta. Tveir nýir róðherrar Forsætisráðherrann í Mani- toba, Mr. D. L. Campbell, gerði heyrinkunnugt á mánudaginn var, að tveir nýir ráðherrar tæki sæti í ráðuneytinu nú þegar, og eru það þeir M. N. Hryhorczuk þingmaður Ethelbertkjördæmis, sem tekur við dómsmálaráð- herraembætti af Mr. Schultz, og Robert W. Bend frá Rockwood, er veita skal heilbrigðismála- ráðuneytinu forustu. Mr. Hryhorczuk er lögfræð- ingur að mentun 49 ára að aldri og hefir setið á þingi síðan 1949. Hann er af Úkraníu ættum og átti faðir hans sæti á fylkisþingi í fulla tvo tugi ára. Mr. Bend hefir með höndum skólastjóraembætti í Stonewall og stendur rétt á fertugu. Mr. Morton hefir vegna heilsu- brests látið af ráðherraembætti oþinberra mannvirkja, en verð- ur framvegis í ráðuneytinu án sérstakrar stjórnardeildar; við embætti hans tekur Mr. Bell, áður heilbrigðismálaráðherra. Foreldrar Flnns voru þau Jón Jónsson bóndi á hinu kunna ættaróðali, Melum, og Sigurlaug Jónsdóttir; höfðu þau um langan aldur málaforustu með höndum í bygðarlagi sínu, voru bæði vel að sér ger og af gáfufólki komin; tvö systkini Finns urðu þjóð- kunn vegna ritstarfa sinna, þau séra Jón í Stafafelli og frú Ingunn á Kornsá í Vatnsdal. Lengstan hluta starfsævi sinn- ar í þessu landi starfaði Finnur við grávörufirma í þessari borg, en er hann lét af þeim starfa gaf hann sig við bókasölu og blaðamensku; hann var árlangt aðalritstjóri Lögbergs og í mörg ár meðritstjóri blaðsins; hann var ritfær vel og skyldurækinn um öll sín störf; iðjumaður var hann mikill og þess vegna kom hann tíðum meiru í verk en þeir, sem sprettharðari voru. Finnur var góður samverka- maður og það engu síður þó maður sæi ekki ávalt auga til auga við hann um lífsskoðanir og ýmis mannfélagsmál; hann var vel heima í íslenzkum forn- bókmentum og gat í sínum hóp verið manna fyndnastur í til- svörum; hann tók allverulegan þátt í íslenzkum mannfélags- málum, einkum þó í kirkjumál- um, bæði sem féhirðir íslenzka lúterska kirkjufélagsins og sem skrifari Fyrsta lúterska safnað- ar; slíkum málum unni hann af heilum hug og helgaði þeim óskipta krafta. Finnur Johnson lifði lífi hinna kyrlátu í landinu og að sama skapi varð ævikvöld hans frið- sælt og fagurt. Útförin var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju að báðum börnum hans viðstöddum og fjölmennum hópi vina. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál; Mrs. Lincoln John- son söng einsöng, en við hljóð- færið var Mrs. E. A. ísfeld. Ánægjuleg kvöldstund Icelandic Canadian Club hefir nú í allmörg ár haldið vandaða samkomu síðla í janúar; hafa þessi árlegu mót jafnan verið vel sótt og skemmtileg, og hið síð- asta, er haldið var á föstudags- kveldið í Marlborough Hotel, var ekki þeirra sízt. Þegar sezt var að borðum flutti Dr. Valdi- mar J. Eylands borðbæn, og meðan snæddur var kveldverð- ur var leikið á píanó. Forseti fé- lagsins, W. J. Lindal, dómari, stjórnaði samkomunni. Kynnti hann George Sharpe borgar- stjóra og Mrs. Sharpe fyrir gestunum og ávarpaði borgar- stjórinn þá nokkrum hlýjum orðum. Aðalræðumaður kveldsins var séra Stefán Guttormsson frá Cavalier, North Dakota. Flutti hann mergjaða ræðu um andlega arfleifð Vestur-Islendinga á svo áhrifamikinn hátt, að hann hreif hlustendur. Væntanlega birtist þetta ágæta erindi í Icelandic Canadian ritinu á næstunni. Mrs. Guttormsson sat mótið með honum. J. Th. Beck, vara- forseti Icelandic Canadian Club, þakkaði ræðumanni fyrir erind- ið og þeim hjónum fyrir komuna. Dr. Valdimar J. Eylands, for- seti Þjóðræknisfélagsins og Art Swainson, forseti Leifs Eiríks- sonarfélagsins, fluttu kveðjur og árnaðaróskir af hálfu félaga sinna. Jón K. Laxdal, aðstoðar- skólastjóri við Kennaraskólann, hafði fengið þrjá nemendur þaðan til að skemmta með píanó- og fiðluleik, og var gerður góður rómur að leik þeirra. Þá var stiginn dans fram undir mið- nætti, og skemmtu menn sér hið bezta. —I. J. 17YRIR nokkrum dögum datt mér í hug að heilsa upp á Snæbjörn Snorrason Jónsson í Framnesi og spjalla við hann um liðna tíð. Eins og kunnugt er var Snæbjörn oddviti í byggð- inni Bifröst um 10 ára skeið. Hann er sonur hjónanna Snorra Jónssonar og Kristjönu Sigurð- ardóttur, sem bjuggu í ísafoldar- byggð. Snæbjörn var eins árs að aldri þegar hann fluttist með foreldrum sínum til þessa lands. Hann fæddist á Fjöllum í Keldu- hverfi í Norður-Þingeyjarsýslu árið 1882. Þar sem Snæbjörn ólst að nokkru leyti upp hét í þá daga Isafoldarbyggð, en er nú ekki lengur til, og af því að Snæbjörn er einn af þeim fáu mönnum lifandi, sem tók þátt í þróun þessarar byggðar, unz hún eyði- lagðist af flóði árið 1903—1904, datt mér í hug að spyrja hann dálítið um þessa sveit. —. Hvar var þessi byggð og af hverju fékk hún nafnið ísafold? — Byggðin var á Township 24, Range 4 East, 2 mílur á norð- urbrautinni við Riverton, og byggðin var ekki nefnd fyrr en pósthúsið var reist undir hand- leiðslu Péturs Bjarnasonar. Hann var frumkvöðull að nafn- inu og var í sveitarráðinu, mælskur maður mjög og greind- ur. Sveitin fékk eiginlega nafnið sitt vegna þess að vatnið úr Winnipegvatni flæddi upp yfir landið næst fjörunni og þar fraus það þegar það haustaði að. — En hvenær settust fyrstu búendur að í þessari sveit? — Það var árið 1885; það voru tveir menn, sem hétu Jón Jónas- son, sem kallaði jörðina sína Reykhóla, og Stefán Jónsson, er nefndi sinn bæ Reynistað. — Næsta ár kom pabbi minn, Snorri Jónsson, og skírði jörð sína Hólm. Ári seinna fluttist Ingimundur Guðmundsson í byggðina og kallaði landið sitt Skarð, því kona hans, Solveig, var frá Skarði við Breiðafjörð. Þá komu Gestur Sigurður og Guðmundur Finnsson, og jörð Guðmundar hét Borgarnes. Rafn Jónsson, Breiðfirðingur, kom árið 1887 og jörð hans hét Vatns- nes. Sigfús Jónsson frá Starmýri við Álftafjörð nefndi land sitt Starmýri. Næsti bær hét Blómst- urvellir og þar var tvíbýli. Bergur Jónsson, Skaftfellingur, og Jón Hornfjörð, einnig Skaft- fellingur, bjuggu þar. Og hér mætti ég bæta við, sagði Snæ- björn, að fyrsta skólahúsið okk- ar var á Blómsturvöllum og kennarinn hét Guðrún Jó- hannsdóttir, sem giftist Ingvari Búasyni hinum greinda frá Sel- kirk. Þá var Bjarnastaðahlíð og þar bjó Björn Björnsson, Skag- firðingur. Þá næst Sigríðar- staðir, sem var tvíbýli, sem Jó- hann Jóhannsson og Páll Guð- mundsson áttu. Á Flugustöðum bjó Eiríkur Hrafnkelsson frá Hornafirði. Á Óslandi bjó Vig- fús Bjarnason, og þar fyrir norðan Agúst Magnússon og bróðir hans Guðmundur, sem komu frá Brandon í Manitoba, og kölluðu bæinn sinn Brandon. Jón Jónsson kallaði jörðina sína Framnes, og vestan við hann bjó Þórarinn Stefánsson (faðir Páls og Stefáns í Árborg) á Hey- tanga. — Já, en hvað var landið stórt hjá hverjum? — Hver bóndi fékk 160 ekrur, en enginn bætti við jörð sína sökum óhagstæðra kringum- stæðna. — Hvað áttu við? — Ég á við það, að skógur var svo mikill og lapdið blautt, að mönnum fannst það ekki borga sig að leggja meira land undir sig- — Og hvernig komust menn af í ísafoldarbyggðinni? — Býsna vel. Allir bjuggu að sínu og höfðu nóg að bíta ág brenna. — Höfðu bændur nokkrar skepnur að ráði? — Já, þegar þess er gætt, að þeir komu til þessa lands með tvær hendur tómar, var það talið gott í þá daga hjá okkur, að á hverjum bæ voru frá 6—8 kýr, dálítið af hænsnum og 10—15 kindur. Auk þess átti hver bóndi bát og fiskurinn var meiri þá en nú í vatninu. — Var ekki fiskurinn saltaður eins og heima á Islandi? — Jú, við söltuðum og reykt- um fiskinn, en á veturna var hann sjálffrosinn úti og notaður eftir þörfum. — En með hverju keyptuð þið vörur til heimilisþarfa? — Við seldum kjöt og fisk til Riverton. — Var nokkur kornrækt hjá ykkur? — Jú, á tveim stöðum, á Reyni stöðum og Reykhólum. — En segðu mér Snæbjörn, hvaða aðferð notuðuð þið til að veiða fiskinn? — Við höfðum auðvitað net, sem við riðuðum sjálfir úr sterkum tvinna og einnig öngla á línu. Á hverjum stokk voru 50 önglar, og einu sinni sem oftar beitti ég með froskum, sem var bezta beitan, og í þetta skipti fékk ég fisk á hvern öngul. Línufiskirí var á vorin, en á vetrum notuðum við netin. Bláfuglinn Eftir ARTHUR S. BONNE Þú Bláfugl, ó Bláfugl, hvert ber þig og hvetur? Hér ennþá er snjór, og enn er hér vetur. ÍÉg fljúgandi leita — og finna mun senn — þann friðsæla bústað, sem dauðlegir menn sér allflestir kjósa, og eins erum við: Við elskum þann bústað; já, rétt eins og þið. Að bústað ég leita, sem byggður er tveimur: Hann blessar og tignar hinn mannlegi heimur. Því flýg ég og hvorki ég hvílist né sezt unz hitti ég þann, sem geðjast mér bezt. En Bláfugl, ó Bláfugl, hví blístrar þú glaður, er blóm — jafnvel þistla — hér sér enginn maður? En smáviðir gulna, og lækur er laus: Ég langbezta staðinn á jörðinni kaus. Ég ástvinar leita — sú gleði! — það gaman! er gæfunnar megum við njóta þar saman. Sig. Júl. 'Jóhannesson, þýddi. — Og hvernig voru húsakynni hjá ykkur í þá daga? — Bæði íbúðarhús og útihús voru byggð úr vi§ í bjálkakofa- stíl. íbúðarhúsin voru frá 15 fetum á lengd og 15 fet á breidd allt upp í 24 fet á lengd og 24 fet á breidd. Kalk-sements- blanda var látin milli stauranna í veggjunum til að koma í veg fyrir trekk. — Og hvernig var vatn til neyzlu? — Það var tekið úr brunnum 18—20 feta djúpum; var það gott vatn og tært og ekkert kalk í því. — Geturðu sagt mér nokkuð um trúarlíf Isafoldarbúa á þess- um árum? Var nokkur prestur hjá ykkur? — Við höfðum engan prest og það var ekki messað oftar en einu sinni á ári. Fyrst var það séra Oddur Gíslason, sem annað- ist guðsþjónustur og seinna séra Rúnólfur Marteinsson, sem þá var ungur maður og búsettur í Winnipeg. — En var ekki lesinn kveld- lestur, eins og tíðkaðist heima á íslandi? — Jú, það var gert sums stað- ar. Ágúst Magnússon og bróðir hans í Brandon lásu stundum fyrir fólkið í skólahúsinu og þeir góðu menn stofnuðu einnig sunnudagaskóla, sem haldinn var á sumrin, er starfaði í 2 ár eða svo. Var nokkuð skemmtanalíf í ísafoldarbyggð? — Það var lítið um það. Stund- um var komið saman og kvæði lesin upp, og einu sinni á ári, þegar skólanum var sagt upp, var dálítil skemmtun í sambandi við það; annars var ekkert nema vinnan. — Var mikið af villtum dýr- um í byggðinni í þá daga? — Já, kanínurnar voru geysi- lega margar, sömuleiðis rjúpur, gæsir og endur. Þetta var allt björg í bú, sem menn notuð sér óspart og dýrin voru skotin með haglabyssu — þeirri einu, — sem til var í þá daga. — Geturðu ekki sagt mér eina skemmtilega sögu frá byggð- inni? — Ja, það skeði ekki mikið, en ég man að einu sinni kom mjög stórt bjarndýr með hvolpa sína úr skóginum og nam staðar við pósthúsið. Fólkið í húsinu sá dýrin í gegnum gluggana og varð þess vart, að móðirin byrj- aði að þefa í kringum húsið. Hún hafði fundið lykt af brædd- um tólg, sem lá úti og var hún ekki lengi að finna hann. Hús- bóndinn, Pétur Bjarnason, var þá ekki lengi að taka til sinna ráða. Hann gekk út með hlaðna Framháld á hls. 8 Kvæði eftir dr. Beck í amerísku Ijóðasafni Kvæði dr. Richards Beck, “Lincoln in Marble,” sem áður hefir verið víða prentað, er tekið upp í árbók skáldafélagsins “The American Poetry League” fyrir síðastliðið ár; félagið hefir bæki- stöðvar sínar í Philadelphiu. I janúarhefti hins víðlesna tímarits “Sons of Norway,” sem er málgagn samnefnds félags- skapar Norðmanna í Banda- ríkjunum og Canada og að þessu sinni helgað 60 ára afmæli fé- lagsskaparins, er birtur allítar- legur útdráttur úr fyrirlestri þeim um norrænan landnáms- hug og framsóknaranda, sem dr. Beck flutti nýlega á ríkisháskól- anum í Norður-Dakota. Er út- dráttur erindisins endurprentað- ur annars staðar hér í blaðinu. KVEÐJUMÁL Guðmundar Jóhannessonar FRA ÁRBORG Ég þekkti allan hópinn hans; þess heiðarlega og góða manns. Það ljúfa og hreina hugarfar; hvergi betur ríkti en þar. Margt var örðugt á hans leið, og undan stormum margoft sveið. Því gegnum lífsins gönguför, hann glímdi oft við mótstæð kjör. Konan var hans hjálparhönd. Hríðin hvarf, en sólarlönd lýstu upp þeirra hugarheim, og hamingjuna veitti þeim. Börnin þeirra, bú og alt blessaði Drottinn hundrað falt, og gaf þeim sannan andans auð, ást og trú og daglegt brauð. En sjálfur var hann ör á alt; og orð hans hvinu hátt og snjalt. Skinu um margan skemtifund, hin skjótu svör, hin hreina lund. \ Það var gleði í þeirra rann; og þar fór alltaf vel um mann. Samfund ef ég sat með þeim, sæll fór ég og betri heim. -------0------- Hnípinn sé ég hópinn þinn, sem harmar góða vininn sinn; og þegar tárin falla á fold þau frjóvga þessa gróðurmold. Þó er bjart um þessa stund, því þú hefur aðeins tekið blund; og vinum þínum lýsir leið um langa tíð, þó endi skeið. G. O. EINARSSON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.