Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27 JANÚAR 1955 3 HAAKON STENGERUP, dr. phil.: Ferðasaga um skóldskap, nóttúrufegurð og lifandi sögu Maríin A. Hansen: FerSabók um ísland. Geíin út á íorlagi Carii Andersen Að þessu hlaut að koma. Ein- kennilegt er að þetta hafi ekki gerzt fyrr að Martin A. Hansen heimsækti ísland. Látum önnur skáld snúa sér til suðlægari landa og njóta suðrænnar sólar. En norrænir vegir eru hans veg- ir og ekki sízt aðalstöðvarnar hér Danmörk, Noregur og ísland. Áður hafði hann skrifað bækur um Danmörk og Noreg og nú hefur hann heimsótt Island. Lýs- ir hann ferð sinni í nýrri bók er hann nefnir „Ferðalag um ísland sem Carit Andersen hefur gefið út, á viðfelldin hátt, með upp- dráttum eftir Sven Havsteen- Mikkelsen. Fyrir hugskotssjónum Martins A. Hansens er ísland hið nor- ræna kjarnaland. Það hefur hann lært í heimsókn sinni til Islands fyrir tveim árum enda kom það honum ekki á óvart, því að hann hefur lært það af íslenzkum fornsögum. Martin A. Hansen ferðaðist þar eins og hann er vanur, gaf bæjarmenningunni sem minnst- an gaum en sökkti sér þeim mun betur í tíma og rúm, kom aðeins sem snöggvast til Reykjavíkur til að svipast um í dægurmálum þjóðarinnar og komst að þeirri niðurstöðu með sínu glögg- skyggna auga, að þar er einnig svo ástatt, þróunin svo ör, að menn geta búist við áður en var- ir, séu hús í heilum götum -rifin niður og ný komin upp stærri og betri en hin fyrri áður en menn hafa áttað sig. Hann hefur líka orðið var við tilveruvandamálin á Islandi. Hvernig hægt er að varðveita klassiska menningu, s a m f a r a hinum öru breytingum á bænda- þjóð til borgarmenningar, sem lifir undir miklum áhrifum Eng- il-Saxa. Að mestu leyti fór hann þar eftir fornum slóðum. Hann ber fornsögurnar saman við upp- runa þeirra, og skilur þær eins og aðrir er hafa þar sömu reynslu og hann. Að láta þær njóta sín þegar sögusviðið sjálft er athugað og því kynnst um það leyti sem útlitsbreytingar verða í lífi þjóðarinnar. Þá renna sögu- persónurnar upp fyrir augum hans í íslenzkum sveitum og ís- lenzkri veðráttu. Hann kærir sig ekki um sögu, sem sneydd er skáldlegu lífi og telur þær eins- kis virði, séu þær ekki táknræn- ar fyrir lifandi líf þjóðarinnar. Þess vegna mótmælir hann með öllu þeim bókmenntasögulega skilningi, að likja fornsögunum við rómana. Hann skoðar sig ekki sem bókmenntalegan skemmtiferðamann. Ferð hans er söguleg og skáldleg pílagríms- ferð. ☆ Þessi pílagrímsför er í svipuðu formi og bækur Martins A. Han- sens er áður hafa komið út. Hann vill lýsa fornöldinni og á það leggur aðaláherzlu. í lýsingu sinni á Þorgeir Ljósvetninga- goða, mannin sem ákvað að Is- lendingar skyldu taka kristna trú kemur höfundur inn á fyrri slóðir í ferðalaginu um Is- land um kristnitökuna á Norður- löndum, er hann áður lýsti í „Orm og Tý“ við höfuðból, hans, Ljósavatn. Þar sem hof Þorgeirs goða var krýpur Martin A. Han- sen andlega séð á kné, en af öll- um Norðurlandavergum og álf- um og tröllum velur hann sér hið íslenzka huldufólk, er hann dáir mest. Því þrátt fyrir brott- resktur þeirra úr mannfélaginu er huldufólkið eins konar kristn- ar vofur. Hann kinkar kolli til þeirra í morgunsárinu. Aðeins þröngsýnir raunsæismenn telja að sýnir hans séu vingjarnlegar kveðjur milli skáldsins og ís- lenzka fólksins. Raunsæismaður er Martin A. Hansen vissulega ekki, og því er bók hans mikið meira en staða- og náttúrulýsing ar. Hún er sögulegar athuganir og bókmenntal'eg fagurfræði. Hér er um að ræða „existentsi- eila“ frásögn, þar sem íslenzk náttúra og íslenzkur skáldskap- ur er lifandi veruleiki, er hefur haft veruleg áhrif á anda vorn og innsta eðli. Allt'það í fortíð- inni sem ekki hefur varðveitzt í undirvitund okkar á heima í forngripasafni. I sambandi við söguna fær nú- tímamaðurinn skilning og útsýn. Þannig litur Martin A. Hansen á. Þess vegna leggur hann svo mikla áherzlu á að eyða þröng- sýni og tilbúnum skilrúmum milli nútíðar og fortíðar og því dregur hann í þessari bók sinni ísland inn í hugarheim danskrar nútímaalþýðu. Hann styðst við Johannes V. Jensen og Torkild Gravlund. Hann hefur lært af þeim báðum. Yfir söguskilning hans hvelfist hinn skáldlegi hugur hans, er hann talar um sóknina og ríkið, þá nær það yfir Sjáland og enn lengra yfir spennuna milli Jóta, Sjálendinga og Fjónbúa, milli Atlantshafsþjóðanna og Eystra- saltslanda. Þar sem Johannes V. Jensen nefnir náttúruna kinkar Martin A. Hansen kolli til sam- þykkis, en bætir guði við. Þar sem Gravlund talar um Dan- mörku, segir Martin A. Hansen að ekki megi gleyma Norður- löndum. Þess vegna skrifaði hann Noregsbók sína og bókina um Orm og Tý og bókina Ferða- lag um ísland. ☆ Látum oss ekki gleyma hinni sögulegu yfirsýn í bókinni og til- gangi hennar og hvernig hann lýsir hinum hversdagslega nú- tíma. Þar er fyrst og fremst lýst íslenzkum náttúruundrum með hinum alþýðlega „jeppa“ sem nú er orðinn staðgengill hest- anna, ferðast Martin A. Hansen um endilangt Island í margskon- ar veðráttu, safnar myndum sín- um og tilfinningum og kemur þeim fyrir í tilkomumiklum nátt úrulýsingum á svo ljósan og greinilegan hátt að menn sjá fyr ir sér viðátturnar, hraunin, fossana, fjöllin, fljótin og túnin svo lesandinn verður jöfnum höndum í Danmörku og á Is- landi. Að seinustu lýsir hann hinum mikla tengilið milli land- anna, hafinu. I bókinni er lýst ögrandi nátt- úru, er krefst svars og stílista sem svarar ögruninni. Svo bók- in minnir á Toynbee og lætur leiðast til meiri afreka í máli og lýsingum en menn áður gátu vænst. Fágætar eru náttúrulýs- ingar hans af dýrunum svo sem hestum, kindum og fuglum, með svo sterkum og karlmannlegum stíl ritar enginn núlifandi dansk- ur rithöfundur. Þótt Martin A. Hansen forðist að koma nálægt stjórnmálum og deilumálum dagsins, getur hann ekki komist hjá því að taka af- stöðu til viðkvæmra deilumála á milli Danmerkur og Islands. Hann álítur að danskir og ís- lenzkir humanistar og fræði- menn gætu leyst handritamálið, en þess er að gæta að þrætugjarn ari og ósáttfúsari menn eru ekki til en einmitt lærðir humanistar. Sennilega verða menn að treysta betur stjórnmálamönnunum. Þeir gátu ekki leyst málið við fyrstu tilraun. En þar með er ekki víst að þeim takist það ekki síðar. Þeir eru að því leyti betur staddir en lærðir fræðimenn, sem Martin A. Hansen hrósar mjög, að þeir loka sig ekki inni í fyrrum tekinni afstöðu, en eru háðir þróunarlögmálinu. Martin A. Hansen gerir það að tillögu sinni að saga Danmerkur verði athuguð betur, en áður hefur verið gert frá þeim tíma þegar Danmörk, Noregur og Is- land lutu sama konungi. Og þannig verði nákvæmar athugað bæði hin neikvæðu og jákvæðu atriði í hinni dönsku ríkisstjórn. Honum er það mjög ljóst að við Danir höfum framið rangindi, ekki sízt á íslendingum, en hon- um er það ekki í huga að hið fyrra ríkjasamband verði alger- lega dregið upp í svörtum lit. Hann segir að vafi leiki á, hvort samband milli Islands og t.d. Englands, sem eitt gæti komið til greina, við hliðina á Danmörku, hefði leitt til sömu niðurstöðu: Varðveizlu á tungu og menningu Islendinga og friðsamlegum skilnaði á milli þessarra tveggja þjóða. Er þetta sjónarmið kunn- ugt meðal áhrifamanna á íslandi. Gunnar Gunnarsson skáld lét þess getið í sumar er leið við þann er þetta ritar, ..Það var hamingja fyrir Island, að það voru Danir er við áttum að semja um skilnað við, er við óskuðum eftir að verða sjálfstað þjóð.“ Martin A. Hansens „Ferðalag um Island“ er bók sem kemur víða við. Hún markar merk tíma mót í ritmennsku hans. Bókin er ágæt lýsing á íslenzkri náttúru og hún styður að því, að brúa bilið á milli þjóðanna, á þann hátt að hinn merki höfundur hef ur eftirtektarverð sannindi að segja báðum þjóðum, þar sem hann m.a. segir að vissulega séu bjálkar í auga bróðursins en einnig sé ástæða til að þreifa í eigin barm. Hér er góð bók á ferðinni og merkilegt afrek. — Mbl. 16. des. Ljósleiðis um jólaleytið Niðurlag Svo tóku blessuð jólin við sjálf í kirkjunni. Það voru Guðsþjón- ustur í þrjá daga í röð, í íslenzku lútersku kirkjunni, í Vancouver. Fyrst á aðfangadagskveld, á ís- lenzku máli, sem söfnuðurinn virtist hafa séarstaklega mikla ánægju af. Svo á jóladaginn á ensku sem einnig var falleg og viðeigandi Guðsþjónusta. Þ á söng einsöng sú vel þekta söng- kona Mrs. Margrét Sigmar Dav- íðsson. Svo sem kunnugt er, bar annan í jólum upp á sunnudag núna. Þá var stutt en sérlega falleg, prestleg guðsþjónusta og svo var barnasamkoman. Allt fyrir fullu húsi. Börnin sungu og sögðu fram, töluvert mörg jólaljóð og greinar þar á meðal sungu þau eitt vers á íslenzkri tungu. Heims um ból. Einn drengur, um tólf ára aldur, John Hinrickson, enskur í móðurætt, söng einsöng. Hann hefir bæði fallega og töluvert mikla rödd. Það var mjög ánægjulegt að heyra hann. Svo stigu þeir tveir í stólinn, Llewellyn Hunter og John Hinrickson. Llewellyn er íslenzkur í móðurætt. Þeir gerðu upplestur í stólnum og fórst báð- um vel. Það var ánægjulegt að sjá og heyra börnin afhenda sín hlut- verk í því sem um ræddi. Reyna í sinni barnslegu einlægni, að stíga þessi jólaspor Guði til dýrð ar og sjálfum sér til þroska, og það svo snemma á æfinni. Eftir alla athöfnina í kirkjunni framreiddi Kvennfélag Safnaðar ins ágætar kaffiveitingar í sam- komusal kirkjunnar, sem menn nutu með ánægju. Jólaspjaldið og jólabjöllurnar Einn af þeim sérkennilegu geislum, sem skinu á okkur þessu jól, var jólakort, sem minnti menn á mörg framhjá farin jól og umhverfið, er við all mörg höfum dvalið á, megin þátt æfinnar. Á spjaldinu er vetrar- mynd. Vetrarklæddur maður ekur hlöðnum sleða með tveim hestum fyrir, heimleiðis, í kaf- andi snjó undir alstirndum himni. Svo glögg er myndin, að andstrokan úr nösum hestanna myndar héluskúf. Frændkona Sigurðar sendi okkur myndina, upp í gamlar jólaminningar. Sér- staklega var hljóðið frá bjöllun- um á aktygjum hestanna, henni til minningar, sem og okkur öll- um, varð að nokkurskonar jóla hringingu, á þeim tíma og alltaf til fagnaðar þegar við heyrðum í þeim, því þá vissum við, að hús- bóndinn var að koma heim. En frændkonunni, sem sendi mynd- ina, farast orð á þessa leið. „Kortið var svo ljóst tákn liðna tímans, tímans sem við lifðum á í æsku. Heimboðin um hátíðarn- ar, frá einu húsi til annars, pabbi að aka með okkur á skólann að vetrinum og aðrar vetraferðir hans í bæinn, þegar við horfðum í gegnum þumlungs stóra holu, sem við höfðum þýtt í gegnum þumlungs þykkan snjó, á eldhús- glugganum, eftir honum heim Og rétt fyrir jólin, þá ók hann upp að gamla „granaríinu'* og tók þar úr sleðanum feikna bögg ul frá Eaton’s, sem við vissum að innihélt margar dýrmætar jólagjafir. Við vorum ánægð Og jafnvel nokkrum dögum seinna, og við áttum að vera komin í rúmið og pabbi kom með böggulinn inn í eldhúsið, og við stálumst upp að lokuðum dyrunum til að hlusta, þó ekki væri nema eftir skrjáfinu í um- búða pappírnum, þegar tekið var utan af bögglunum. Tilhlökk un og forvitni var mikil, en samt sem áður kom okkur aldrei til hugar, að gægjast eftir bögglun- um. Það var bezt að geyma þetta allt þar til jólin kæmu. Alla þessa dýrð. En þegar við heyðum í hesta- bjöllunum hjá Sigga frænda, sem við vissum að myndi færa okkur eitthvað líka fyrir jólinn, þá ætluð við alveg að springa! En líka þá var bezt að halda sér í skefjum og bíða” . . . Hesi ab j öllur nar Þessar bjöllur, sem hér um ræðir, eru úr kopar. Sigurður Sigbjörnsson keypti þær á upp- boði, stuttu eftir að við komum út á landið. Þær hringdu hreim- fallegu hljóði og glöddu mann oft, sem áður er sagt, og í jóla- tíðinni, skammdeginu og fann- huldu landi, varð hljómur þeirra enn fegurri. Hvað er svo hið sláandi hjarta allrar gleðinnar? Sem gagntekur menn, eldri og yngri, í öllum stéttum og stöðum frá þeim sem minnst geta alla leið til þeirra sem mestu orka, svo að þeir kveikja ljós á týru í torfbæ og halda áfram allt upp í alljósum skreyttar hallir, kirkj- ur, borgir, þeir sem byggja hallir hafskip, lestir og loftför, leggja talþráð um sjávarbotn, yfir slétt- ur, fjöll og fyrnindi, þeir sem sækja sér lífsbjörg í sjó, land og iður jarðar, á móti hvers kyns erfiði og hættum? Já, allir sem hafa heyrt um gleðitíðindin, um jólin? Hið sláandi hjarta þessara gleðitíðinda er þetta. I dag er yður frelsari fæddur. Rannveig K. G. Sigbjörnsson JUMBO PUMKIN Risajurt, sem unnitS hefir mörg verölaun á sýninsum, getur orC- i8 um 100 hundraö pund á þyngd. EndingargóC, ágæt til gripafóCurs og eins í skorpu- steik. (Pakkinn 15c) (únza 30o) póstfrítt. Alvcg einstakt fæðujurtasafn. Jumbo Pumkin, Jumbo Cab- bage, Ground Cherry, Garden Huckleberry, Ground Almonds, Japanese Giant Radish, China Long Cucumber, Yard Long Bean, Guinea Butter Vine, Vine Peach, allar þessar 10 tegundir auCgrónar og nytsamar. Verð- gildi $1.60 fyrir $1.00 póstfrítt. Plione 74-1855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. VVInnipeg, Man. Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur I augna, eyrna, nef og hálssjökdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Prlncess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN HofiS Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soe 3498 Osler St., Vancouver, B.C. ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Elllce & Home Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson, B.Sc., L.L.B. W. R. Appleby, B.A., L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered. Acccuntant 505 Confederation Life Buildlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanason 540 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. 8c Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Manitoba Eigandl ARNI EGGERTSON Jr. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEU Pasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningal&n og eldsábyrgð, hifreiCaábyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For ck, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0L p.m. Thorvaldson, Eqgertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Re«.: 72-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur itkkistur og annast um út- farir. Allur fltbönaBur sá beiti. StofnaC 1894 StMI 74-7474 Minnisl- BETEL í erfðaskróm yðar. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smifh St. Winaipeg PHONE 92-Ó424 Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frá aö rjöka flt meB reyknum.—SkrlfiC, slmlC til KELLY 8VEINBSON (25 WmJI 8t Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all lts branches Real Estate • Mortgages • Rentals 210 POWER BUTLDING Telephone 93-7181 Res. 48-3480 LET US SERVE YOU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.