Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR 1955 VIKULOK Eftir PALMA VERKAFÓLKIÐ hafði tekið a móti vikulaunum sínum og hafði yfirgefið verkstæðið, alt nema Frank. Hann hafði tafist við eitthvað, sem hann hafði ætlað sér að fullgera það laugardagskvöld. Hann var van- ur að verða seinn til verka á mánudagsmorgna og þá hafði hann ávalt einhverjar afsakanir. Að verða seinastur frá vinnu t. d., fanst honum góð og gild afsökun fyrir það, að hann hafði verið seinn til vinnu á morgn- ana. Frank var að mörgu leyti góður félagi, léttlyndur og glað- vær, skipti fljótlega skoðunum, en var þó ávalt úrræðagóður Áður en hann kom í mína þjón- ustu hafði hann verið áfengis smyglari í Detroit, því á þeim dögum var það mjög algeng og umfangsmikil atvinnugrein á margan hátt. Jafnvel þó áfengis- lögin hefðu náð gildi, voru þau í reyndinni mjög óvinsæl og náðu því ekki samúð almenn- ings. Allskonar fjárgróða-félög spruttu upp, og jafnvel lögregl- an, í mörgum atriðum, lék leik- inn með lögbrotsmönnunum. Á þessu voru þó margar heiðar- legar undantekningar. Máttur og mútur gróðrafélaganna náðu ekki alstaðar rótum, svo þau voru langt frá því að vera ein- völd. Óeyrðir og bardagar á milli áfengisfélaganna sjálfra, varð stundum meiri hömlun á áfengisviðskiptunum en lög- reglan var, því eftir óeyrðir og morð, tóku yfirvöldin vanalega í taumana og hreinsuðu upp hreiður áfengisframleiðslunnar að minsta kosti um stundar sakir. Frank var ungur og ævintýra- gjarn og þar að auki hafði hann þá verið atvinnulaus. Vegurinn til ævintýra og efna virtist hon- um því opinn og auðveldur í slíkum kringumstæðum, á þeim dögum, svo hann hafði tekið að sér áfengisumdæmi. Að líkind- um hafði hann verið duglegur í þessari lífsframleiðslu sinni, því þar sem hann var vanalega vel til fara og kurteis í framgöngu, skorti hann ekki viðskiptamenn og fyrir þær ástæður hafði hann tekið annan mann í þjónustu sína. Þar sem alt gekk nú svona vel, hafði honum orðið það á, að brjótast inn í umdæmi annars smyglara og undirselja varning sinn. Þetta var auðvitað dauða- sök. Frank var að verða of stór fyrir skóna sína og á það varð að binda enda. Keppinautar hans náðu honum einhvernveg inn á vald sitt, börðu hann miskunnarlaust, bundu hendur hans og fætur og skildu svo við hann á eyðisvæði langt úti á landi, nær dauða en lífi. Eftir þessar hrakfarir, hætti Frank að mestu leyti vínsölu- viðskiptunum og var hann nú daglaunamaður í þjónustu minni og þetta laugardagskvöld, þegar hann loksins kom út á afgreiðslu stofuna til að taka á móti viku- kaupinu, virtist hann fremur „daufur í dálkinn“. „Nú getur þú keypt þér á glasið, til að lyfta þér upp,“ sagði ég um leið og ég rétti hon- um umslag, sem innihélt viku- laun hans. „Það er einmitt vel við eig- andi, — ég var að hugsa um það,“ sagði hann um leið og hann stakk umslaginu í vasa bætti hann svo við eftir litla sinn án þess að opna það. „Ég fer líklega til Detroit í kvöld,“ Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið þögn. Svo stóð hann upp og nam staðar fyrir framan mig við skrifborðið mitt. „Varstu annars ekki að tala um það, að þú hefðir sjálfur í huga að skreppa til Detroit?“ — Ég hafði í raun og veru ekki haft neinar áætlanir fyrir þessi vikulok svo uppástunga Franks lét mér vel í eyrum. „Þú þekkir knútana þar,“ sagði ég blátt áfram, um leið og ég tók til á skrifborðinu mínu. „Við getum notað bílinn minn,“ bætti ég við, „þú ert ágætur bíl- stjóri, svo ég get sjálfur setið við hliðina á þér nokkurn veginn áhyggjulaust áleiðis til Detroit.“ Þetta vissi ég að mundi verða Frank geðfelt, því bíllinn minn var nýr, og Frank var altaf hrifinn af nýjum bílum. „Já,“ sagði hann og hló fegins- lega, „ég er allvel knútunum kunnur í Detroit. Ég get stýrt gegnum boðana og ég veit hvar höfnin er bezt.“ Ég þóttist vita við hvað hann átti, og svo hlógum við báðir. Hálfum klukkutíma seinna vor- um við á leið til Detroit. Eftir að við höfðum fengið okkur herbergi á góðu gestgjafa- húsi í miðborginni stakk Frank upp á því, að við færum nú að líta eftir „hressingu“, enda bar hann þess merki, að hann var dálítið þreyttur, sem eðlilegt var, eftir að hafa ekið meira en 2 klukkutíma um umferðaríkar götur og vegi. Við snerum því til bílsins okkar og réði Frank auðvitað ferðum. Hann þurfti ekki að aka lengi, en nam fljót- lega staðar við steinbyggingu á einni aðalgötu borgarinnar. Þar skildum við við bílinn, eftir að hafa lokað honum vandlega og lagði nú Frank leið sína inn í eina hálfdimma hliðargötu. Þar við hornið á þessari steinbygg- ingu fann hann afgreiðslubúð fyrir eitthvert þvottahús og sá ég greinilega gegnum gluggana, sem voru stórir og hreinir, að þessi afgreiðslubúð virtist vera í góðra manna höndum, því allir bögglarnir í skápunum, sem voru vel fyltir, voru hreinir á að líta og alt bar þess merki að afgreiðsla búðarinnar var í bezta lagi. „Er það mögulegt, að þú hafir fataböggul hér?“ hvíslaði ég að Frank, er hann nam staðar við búðardyrnar og bjóst til að opna hurðina. „Þetta er fyrsti knúturinn, sem við verðum að leysa,“ sagði Frank um leið og hann leit til mín yfir öxlina á sér og brosti glettnislega. Við gengum nú inn í búðina og sneri Frank sér fljót- lega að einu hornherbergi sem var afhólfað, mestmegnis með glasrúðum. Fyrir innan þessa glugga, sat miðaldra maður við dálítið skrifborð. Á skrifborðinu voru alskonar bækur og blöð, sem í fljótu bragði virtust til- heyra viðskiptum hans. Þegar Frank nam staðar við þessa glugga, hallaði þessi maður sér fram yfir skrifborðið og sagði, gegnum hringmyndaða holu, sem hafði verið skorin úr glas- inu, fyrir samtal við viðskipta- mennina: „Þvottur?" „Rétt!“ sagði Frank: „Númer?“ spurði maðurinn innan við gluggann. „Nærföt,“ sagði Frank. „Ull eða silki?“ Það brá fyrir dálitlu brosi á andliti mannsins fyrir innan gluggann og nú starði hann á mig. Totty,“ sagði Frank. „Þú þekkir mig. Þetta er vinur minn,“ og Frank benti á mig. „Er klúbburinn í góðu gengi?“ „Alt er í bezta lagi,“ sagði Totty. Svo studdi hann fingri á dálítinn knapp, sem var á skrif- borði hans, og um leið lyfti hann símatölina og beið svo litla stund eftir samböndum og sagði svo: „Góðir gestir.“ Nú benti hann okkur á hinn enda búðarinnar, sem var illa upplýstur og þar að auki voru þykk gluggatjöld dregin þar fyrir helminginn af gluggunum, svo ekki var hægt að sjá frá götunni inn í þann helming búðarinnar. Þar opnuð- ust nú dyr, sem lágu að dimmum göngum og inn í þessi göng stýrði Frank leið minni. Hurðin lokaðist nú á eftir okkur og ég fann að Frank tók í öxlina á mér og leiddi mig áfram nokkur fet, svo barði hann tvisvar sinn- um á þilið um leið og hann hvísl- aði að mér: „Þetta mun nú leysa fyrsta knútinn að fullu.“ Þá opnuðust dyr fyrir framan okk- ur og nú lá leið okkar inn í vel upplýstan sal, sem að öllu bar merki þess að vera fyrsta flokks áfengissölukrá. Tveir veitinga- menn stóðu fyrir innan veit- ingaborðið og bak við þá voru vel fyltir skápar með alskonar vínföngum. Fyrir framan borð- ið stóðu nokkrir gestir við drykkju og hér og hvar um allan salinn sátu bæði menn og kven- fólk við sérstök borð, sem virtust vera vel hlaðin með glösum og flöskum. Frank gerði mig nú fljótlega kunnan veitingamönn- unum og svo fengum við okkur sæti afsíðis í salnum þar sem við nutum afgreiðslu frá ungri stúlku, sem bæði var háttprúð og vel til fara. Frank virtist vera í góðu skapi. Honum fanst að alt hefði tekist að óskum, og ég gat greini- lega séð það í svip hans, að hann var að bíða eftir hrósyrðum frá mér, eða að minsta kosti verð- skulduðum viðurkenningum. Ég lyfti því glasi mínu og sagði: „Skál, Frank. Ég vissi, að þú varst knútunum kunnur og nú sé ég að þú hefir leyst þá vel.“ „Ha, ha,“ hló Frank, „þetta er ekkert. Þegar á lcvöldið líður, hefi ég í hyggju að sýna þér aðra staði, sem hafa meira fjör og líf en þessi knæpa.“ Hann þagði um stund en svo sagði hann: „Það er ekki mikið um hljóðfæraslátt hérna og svo eru engar dasmeyjar hér til sýnis. Ég þekki annan stað, sem hefir alla þessa hluti sér til ágætis.“ „Hvers 'vegna léstu þann stað ekki verða fyrsta áfangastað okkar?“ spurði ég. Frank hló og tæmdi svo glas sitt. „Það er nú ekki svo auð- velt,“ sagði hann, „aðgöngumiða að þeim stað verða menn að fá hjá veitingamönnunum hérna.“ Hann benti á annan manninn, sem stóð fyrir innan veitinga- borðið. „Aðgöngumiðarnir kosta líklega um $10.00 og þeir eru aðeins seldir til manna, sem hafa haft viðskipti við þennan sal og sem eru vel þektir af eigand- anum.“ „Það er þá líklega bezt að gera sig kunnan hérna,“ sagði ég og svo benti ég veitingastúlku að koma okkur til afgreiðslu, sem auðvitað var Scotch og Soda. Ég fór nú að líta í kringum mig þarna í salnum. Mér fanst það vera vel þess vert að líta á fólkið sem þarna var saman- komið, sem virtist vera að fela sig frá daglegum önnum og um- svifum og sem nú sat þarna í smáhópum við borð, sem dreifð voru um allan salinn. Samræð- urnar runnu saman í langdregna suðu og aðeins við og við urðu orð og hendingar skiljanlegar, þegar einn talaði öðrum hærra. Allir virtust vera vel til fara og hér var mestmegnis ungt fólk saman komið. Þegar ég var nú að líta yfir þetta fólk, varð ég var við það, að ég einnig hafði dregið athygli að mér frá manni, sem sat gagnvart mér með öðr- um manni og tveimur stúlkum. Augu okkar mættust, en hann leit undan ofan í whiskey-glasið, sem hann hafði fyrir framan sig. Ég var viss um að ég hafði mætt þessum manni fyr, og svo hafði ég tilfinningu um það, að hann þekti mig. Ég braut hug- ann um það um stund, hver þessi maður væri, en þegar ég leit yfir til borðsins hans næst, sá ég að hann hafði dregið athygli félaga síns og einnig beggja stúlknanna að mér, því að nú höfðu þau öll snúið sér dálítið í sætinu og horfðu yfir til okkar Franks, sem sneri bakinu að þeim. Ég hallaði mér nú fram yfir borðið og hvíslaði að Frank: „Færðu stólinn þinn dálítið til hliðar og snúðu þér í sætinu og líttu svo með hægð yfir að hinu þilinu, beint gagnvart mér, til borðsins þar sem tveir menn og tvær stúlkur sitja, og láttu mig svo vita, hvort þú þekkir nokkurn af þeim sem þar eru.“ Frank skildi á augabragði til- lögu mína. Hann sneri stólnum með hægð og hagaði sér svo í sætinu, að hann gat auðveld- lega séð þá, sem áður höfðu verið bak við hann, við þilið, hinu megin í salnum. Ég þekkti Frank vel og við svipbrigði þau, sem ég sá á and- liti hans, vissi ég vel, að hann hafði séð eitthvað, sem honum þótti mikilsvert. Hann fölnaði fyrst, og svo, er hann leit til mín yfir borðið, sá ég roða færast í andlit hans, augu hans drógust saman og hann hvíslaði hálf hás: „Þetta er einn af undir-sýslu- mönnum Mr. Stoddards í Jack- son, nafn hans er Bradley, og með honum er Miss Pitit , , , ,“ Hann þagnaði skyndilega. „Hvað þá?“ spurði ég, „kær- astan þín?“ Ég hafði vitað til þess að Frank hafði oft reynt til þess, að ná samböndum við þessa stúlku síðastliðna viku, gegnum símann á afgreiðslustofunni minni, en altaf snúið frá þess- um viðtölum súr á svipinn. Ég þóttist því vita, að ekki var alt með feldu. Frank svaraði engu, en starði á whiskey-galsið sitt, sem var nú tómt. Mér til gleði, sá ég að veitingastúlkan hafði tekið eftir þessu svo glösin voru nú fylt að nýju. „En hver er hinn maðurinn og hin stúlkan?“ spurði ég. „Hann þekki ég ekki“, sagði Frank og tæmdi glasið sitt og benti veitingastúlkunni á að fylla það að nýju. Gleðisvipur- inn var nú horfinn úr andliti hans, og ég þóttist vita, að allar samræður við hann mundu verða stirðar um stund, svo að ég þagði og sötraði úr glasinu mínu, hálf lystarlaust. Að þarna gagnvart mér sat undir-sýslu- maður úr minni borg, voru í sjálfu sér dálítið óþægilegar ástæður, sérstaklega fyrir hann, sem að mörgu leyti gátu komið sér illa, því ég var borgari þar en hann lögregluþjónn. í raun og veru höfðu allir undirsýslu- mennirnir og einnig sýslumaður- inn sjálfur ilt orð á sér í Jack- son, og sögur gengu um það, að þeir höguðu sér í mörgum til- fellum líkt og stigamenn, sem sátu fyrir smyglurunum, sem fluttu vínföng um borgina og tóku vörur þeirra og seldu þær fyrir eiginn ágóða, en létu lög- brotsmennina fara sína leið. Fyrir þessar ástæður var al- mennt álitið, að flestir vínsölu- menn í stærri stíl, gerðu fyrst samninga við sýslumanninn um hindrunarlausa umferð í hans umdæmi. Þetta kom seinna í ljós, er sambands-lögreglan tók þá alla fasta, og sendi þá í nokk- urra ára fangavist. Þar sem allar samræður við Frank virtust vera óaðgengileg- ar um tíma, datt mér í hug að heilsa upp á samborgara minn, Bradley. Ég stóð því upp og gekk til hans og heilsaði honum glað- lega. Hann tók þurlega kveðju minni en Miss Pitit brosti hlý- lega. „Mér datt í hug“, sagði ég, „að það mundi verða sameiginlega skemtilegra fyrir okkur öll, ef þið vilduð gera svo vel og koma yfir til borðsins míns, sem gestir mínir, og tæma fáein staup með mér?“ Bradley leit upp, og svipur hans var alt annað en vingjarn- legur: „Þess gerist engin þörf — við erum ánægð við okkar eigið borð“, sagði hann kuldalega. „Ó, Bradley“, sagði Miss Pitit í ávítunarróm, „hvað gengur að þér í kvöld? Þú hlýtur að þekkja Mr. Hanson?“ Ég flýtti mér að afsaka mig fyrir það, að hafa raskað félags- skap þeirra með minni nærveru, en Miss Pitit stóð upp og rétti mér hendina brosandi og sagði: „Allar afsakanir eru alveg ó- þarfar. Ég fyrir mitt leyti þakka þér kærlega fyrir tilboðið að sitja við borðið þitt“. Ég var gramur í geði við Mr. Bradley, og þó ég á engan hátt vildi vera ókurteis við hann, leitaði ég í huga mínum að ein- hverju, sem gæti orðið honum ógeðfelt. Einmitt þá sá ég að eitt hornið á veitingasalnum var af- rúmað og að nokkur pör, menn og stúlkur voru að dansa þar við hljómplötutóna. Mér kom ráð í hug, og ég sneri mér að Mr. Brandley, og beygði mig, líklega of djúpt og spurði mjög auð- mjúklega: „Má ég dansa við stúlkuna þína?“ Ég sneri mér að Miss Pitit, — hún brosti, en þegar ég smeygði hendi minni undir arm hennar, sneri hún mér að hinum mannin- um og stúlkunni, sem við borðið sátu, og sagði: „Þetta er Miller frændi minn og Agnes, stúlkan hans“, og svo sneri hún sér beint að mér: „Og þetta er Mr. Hanson frá Jack- son“. Ég hneigði mig, og svo geng- um við út að svæði því, sem af- markað var fyrir þá, sem vildu dansa. Þegar við höfðum stigið nokkur stig af hægum valsi, sagði ég: „Frank er með mér“. Hún nam staðar og leit yfir til borðsins míns og mætti þar augum Franks, sem var að fylgj- ast með dansi okkar. Hún sagði: „Nú fer ég að skilja þetta alt. Ég sá Frank ekki fyr, því hann sneri bakinu að mér. Bradley og hann eru engir vinir. Ég ætla að dvelja hér í Detroit um tíma hjá frændfólki mínu. Bradley hafði boðist til þess að taka mig með sér hingað, en það virtist ekki eiga vel við Frank . . . .“ „Afbrýðissemi“, hvíslaði ég og svo stigum við dansinn áfram. Þegar við hættum að dansa, hallaði hún sér dálítið að mér og hvíslaði: „Sjáðu um það, að Frank fari varlega, — Bradley hefir altaf byssu í fórum sínum og hann er ákaflega ósvífinn“. „0“, sagði ég, „það eru ekki miklar líkur til þess, að þeir eigi nokkra leið saman í kvöld, — eins og sakir standa“. Þegar ég kom að borðinu mínu, sá ég strax að Frank var farinn að verða dálítið hreyfur af áfenginu, sem hann hafði neytt ríkulega á meðan ég var að dansa við Miss Pitit. „Ég vissi ekki, að þið Pitit væruð svona góðir vinir“, sagði hann, og ég fann til þess, að það var hreimur af afbrýðissemi í málróm hans. Ég flýtti mér því að segja, að alt væri í góðu lagi, og að ég þekti Miss Pitit mjög vel, — hún væri þarna í félags- skap með frændfólki sínu. Það virtist létta yfir svip Franks, þó að hann sýnilega væri ekki vel ánægður með það, að Miss Pitit var í félagsskap með Mr. Bradley. Hann strauk hárið frá enninu og hallaði sér fram yfir borðið og tautaði: „Bradley, — undirsýslumaður, embættismaður eh? Hérna á þessari vínsöluknæpu! — Hann getur sagt það, þegar hann kem- ur heim til Jackson, að hann hafi verið í embættiserindum hér, — að hann hafi verið hér sem njósnarmaður til þesS' að koma í veg fyrir whiskey-söluna í Jack- son og whiskey-umferð frá Detroit um borgina til annara borga lengra til vesturs. Já — hann getur sagt það, en hann getur ekki sagt mér það“. Hann þagði um stund en svo leit hann upp: „Ég ætti að ná í fáeina gamla vini mína, og segja þeim hver hann er svo að þeir gætu gefið honum dálitla siðfræðis- lega mentun! Ha — látum okkur nú fá dálítið meira í staupinu“. Ég sá fljótlega að nú var nóg komið, svo ég sagði blátt áfram: „Nei, Frank. Við ættum ekki að dvelja lengur her. Það væri betra fyrir okkur að fá aðgöngu- miða til hins staðarins, sem þú sagðir mér frá, og líta þar dálítið á þessar dansmeyjar, sem þú varst að tala um. Kvöldloftið mun hressa okkur og svo getum við fengið okkur í staupinu aftur“. Frank þagði um stund og leit yfir til borðsins, þar sem Miss Pitit sat og gretti sig. Svo sagði hann: „Jæja, kapteinn — þú ert við stýrið“. —Niðurlag í nœsta blaði Jólagjafir til Hafnar, Vancouver Dr. B. T. H. Marteinsson, Vancouver, $100. Mr. Valdimar Johnson, Wyn- yard, $100.00 í kæra minningu um ástkæra eiginkonu og frá- bæra móður, Margréti Berg- sveinsdóttur Johnson. Mrs. Ingibjörg Johnston, Kee- watin $100.00 í minningu um kæran bróður, Björn Magnús- son, dáinn 26. jan. 1954, og í minningu um kæran frænda, Sigurð Magnússon, dáinn 26. okt. 1951. Mrs. Leifur Summers, Van- couver, $40.00 í kæra minningu um ástkæran eiginmann, Leif Summers, dáinn í apríl 1954. Mr. og Mrs. J. R. Goodman, Selkirk, $15.00 í kæra minningu um Sigríði Stefánsson. Mr. og Mrs. S. Thorkelsson, Victoria, $10.00 í kæra minningu um Mr. og Mrs. Jón Anderson, Vancouver. Mr G. Thorsteinsson, Los Angeles, $10.00 í kæra minn- ingu um Björn Thorvaldson, Los Angeles. Miss Ena og Miss Lilian Jó- hannson, Vancouver, $25.00 í minningu um ástkæra móður, Mrs. E. Jóhannson. Mr. Th. Bergmann, Van- couver, $5.00 í kæra minningu um sonarson, Maurice Berg- mann, dáinn 1 júní 1954. Scandinavian Business Men’s Club, Vancouver, $50.00 Mr. Ófeigur Sigurdson, Vancouver, $25.00; Mr. og Mrs. Mundi Egilsson, Vancouver, $10.00; Victoria Women’s Icelandic Club, Victoria, $25.00; Icelandic Ladies Aid, Leslie, Sask., $10.00; Icelandic Ladies Aid, Church- bridge, Sask., $10.00; Icelandic Ladies Aid „Framsókn“, Wyn- yard, Sask., $10.00; Mr. Jóhann Kristjánsson, Mozart, Sask., $50.00; Mr. T. J. Gíslason, Morden, Man., $10.00; Mr. og Mrs. K. Einarsson, Prince Rupert, $10.00; Mr. M. G. Guð- laugsson, White Rock, B.C., $25.00; Mr. Steini Jónsson, Os- land, B.C., $10.00. Turkeys, kjöt, fiskur, aldini og sælgæti frá Mr. John Sigurd- son, Mr. George Ólafsson, Mr. Vatnsdal, Lutheran W. A., Reliance Fish Co., Mrs. Finn- son, Mrs. S. Polson, Mrs. Gud- johnsen og Mrs. Jamieson. Til allra þeirra góðu íslend- inga, sem svo göfuglega hafa styrkt Höfn er okkur nú hið mesta fagnaðarefni að geta hér með lýst því yfir að s.l. desem- ber-mánuð var $10,000.00 (tíu þúsund dollara) lánið frá Betel borgað að fullu. Nú er Elli- heimilið Höfn skuldlaust. Þrátt fyrir þetta hefur Höfn daglega mörgum þörfum að mæta, og vonast er til að íslend- ingar haldi áfram að styrkja þetta nauðsynlega fyrirtæki með vinarhug og peningagjöfum. Nefndin þakkar ykkur inni- lega fyrir alla hjálpina og óskar ykkur allra heilla á nýja árinu. Fyrir hönd nefndarinnar, EMILY THORSSON féhirðir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.