Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR 1955 5 WVWWVWWWWVWWWWWWW'WVWW* X ÁHUGAHÁL LVLNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON B ARN A-UPPELDI Sú var tíðin að talið var sjálf- sagt að aga börnin stranglega; fólk trúði því, að ef það sparaði vöndinn, þá skemmdi það börn- in. Ef þau ekki hlýddu foreldr- um sínum eða kennurum svip- stundis, eða ef þeim urðu á ein- hver barnabrek, var ekki hikað við að löðrunga þau eða flengja. í nærveru fullorðna, máttu þau ekki hafa sig í frammi; þau máttu sjást en ekki láta til sín heyra. Þeim varð að lærast að lúta í öllu boðum hinna eldri. Svo komu sálarfræðingar til sögunnar, er sögðu að þessi upp- eldisaðferð kæfði andlega hæfi- leika barnsins því þeir fengju ekki útrás, og að barnið biði tjón á sálu sinni ef það væri þvingað á þennan hátt. Ennfremur sögðu þeir, að með þessum refsiaðferð um gerðu hinir fullorðnu sig seka um ofbeldi við þá sem minnimáttar væru, og leiddu þannig ofbeldisstefnu inn í þjóð félagið, því yngri kynslóðin ☆ myndi í framtíðinni semja sig að þessum sið í háttum sínum. For- eldrar yfirleitt tóku þessar kenn- ingar sálarfræðinganna trúan legar, og nú er svo komið, að hausavígsl hefir orðið í þessum efnum á hinum síðustu áratug- um; á mörgum heimilum virðast börnin — óvitarnir — hafa tekið við stjórn. Svo mikil brögð eru að þessu, að kunnir höfundar hafa tekið málið til umræðu, og hefi ég nýlega lesið tvær at- hyglisverðar greinar um þetta efni, aðra eftir Dorothy Thomp- son, Respect jor Law begins at Home, en hin er eftir skáld- sagnahöfundinn Philip Wylie ChilcL—Monarchy in the Home Hér fer á eftir grein, er fylgir ofangreindum kenningum sálar fræðinganna, og svo kafli úr greininni eftir Dorothy Thomp- son. Mun eríitt að rata hinn fullna meðalveg í þessu máli sem öðrum. r ☆ ER RÉTT AÐ BERJA BÖRN? AASE GRUDA SKARD er þekkt af skrifum sínum í norsk blöð um börn og uppeldismál. Nýlega hefur hún gefið út bók um þessi efni. Eftirfarandi grein eftir hana er tekin úr riti norskra jafnaðarkvenna, er heit- ir Verkakonan. ☆ Ýmsu fólki er laus höndin gagnvart börnum. Sumir slá börn aðeins í augnabliksreiði, af því að þeir missa stjórn á sjálf- um sér, aðrir aftur á móti að yfirlögðu ráði í refsingarskyni. En í báðum tilfellum er það sá stóri og sterki er neytir afls- munar gegn þeim, sem er minni máttar. Hjá því verður ekki komizt, að árekstrar myndist milli barna og fullorðinna. Þessir tveir aðil- ar eiga svo ólíkar óskir og ólíkan smekk. Fullorðið fólk vill gjarn- an vera í ró og friði, hafa hljótt í návist sinni og röð og reglu á hlutunum, sinna sínu starfi og sjá árangurinn af því. Börn lang- ar til að ólmast, kunna bezt við hávaða, vilja hafa hönd á flestu og skilja ekki starf hinna full- orðnu. Eðlilega verða þessir árekstrar tilfinnanlegastir hjá fjölskyldum, sem búa í þröngum húsakynnum, og þar sem ekki eru nein fjárráð til að kaupa nýtt í stað þess, sem barnið skemmir. Það reynir á þolin- mæðina, þegar móðirin, þreytt eftir daglangt strit hefur tekið til heima í íbúðinni og lokið við að þvo gólfið og börnin ryðjast inn, rifin og tætt eftir leik, á óhreinum skóm og spora allt út. Og ef til vill verður móðirin reið og slær. Það er engin furða °g það er mjög skiljanlegt. En það er bara ekki rétt. Það er ekki rétt af því að barnið er minni máttar og getur ekki varið sig; og af því að móðirin gerir sig seka um ofbeldi, sem barninu er óhollt að kynnast. Það er ekki hægt að neita því, að börn valda oft og tíðum svo miklum erfiðleikum, að fljótt á litið er ekki óeðlilegt, að fólk skeyti skapi sínu á þeim. En sé það talið eðlilegt, felst um leið viðurkenning á því, að það sé ekki nema eðlilegt, að hver og einn hafi enga stjórn á sjálfum sér og geði sínu, og börnin þá auðvitað ekki undanskilin. Með öðrum orðum, ef fullorðinn mað- ur hefur ekki stjórn á sér, þá er ekki von að börn geti haft það. Ef reiður maður telst hafa leyfi til að slá börn, hvernig er þá hægt að banna börnum að slá þá fullorðnu í reiði. Ekki er KAFLI ÚR GREIN EFTIR DOROTHY THOMPSON hægt að ætlast til meiri stilling ar eða sjálfstjórnar af börnum en fullorðnum. Nei, sannarlega ekki. Niðurstaðan er því þessi: Þér foreldrar og aðrir. Reynið að missa aldrei svo stjórn á skaps- munum yðar, að yður verði það á að berja börnin. Hitt er allt annars eðlis, þá er hinir fullorðnu kalt og ró lega og að yfirveguðu ráði berj börn í refsingarskyni. Sú hegn- ingaraðferð, að beita fólk líkam legum refsingum var fyrir löngu burt numin. Það voru nazistar sællar minningar, sem tóku aftur upp þá refsiaðferð, og lýð- ræðissinnar fordæma slíkt. Og þó finnast menn, sem telja leyfi- legt að slá lítil börn. Skyldi það vera sökum þess, að börnum svíði höggin eins og öðrum? Eða eru börnin mikið verri en þeir fullorðnu. Þessu er með góðri samvizku hægt að svara neit- andi. Ástæðan mun heldur sú, að hinn fullorðni telur sig eiga rétt á að koma sínum vilja fram, hvað sem það kostar. Hann telur sig betri, margfalt meira virði, hyggnari og réttsýnni. Þess vegna þarf hann ekki að skirrast við að nota hvaða aðferð, sem er sér í vil. Hann skoðar valdið sem >étt og hefur þess vegna rétt til að slá barnið. Það er laukrétt. Þeir fullorðnu hafa meiri þekkingu til að bera en börnin. Þeir vita meira um lífið og þjóðfélagið, og þekkja kjörin betur; það er staðreynd, að barnið verður smám saman að laga sig eftir þjóðfélaginu, læra að taka tillit til annarra og hlýða lögum og reglum. En það er ekki rétt að berja þetta inn í börnin. Því með þeirri aðferð brjótum við í bága við okkar fyrsta og helzta boðorð: Vald er ekki sama og réttur. Löðrungar bæta ekki börn. Þeir geta ekki kennt þeim að beygja sig, en þau beygja sig í hræðslu og viðbjóði. Börn muna lengi að þau fengu refsingu, en gleyma af hverju þau fengu hana. Hitt er enn verra, að með því að berja börn innleiðum við of beldisstefnuna í samfélag þeirra. En við viljum ekki byggja upp okkar þjóðfélag með valdi, og ekki kenna börnum okkar að trúa á það. Við viljum byggja á réttlæti og samábyrgð í virð■ ingu fyrir manngildi. En eigi það að takast, verðum við að ala börn okkar upp í þeim anda. Fyrir nokkru sagði heims- kunnur sálarfræðingur - mér jessa sögu: Hjón úr millistéttinni, faðir- inn velmegandi forstjóri, komu til mín að leita ráða varðandi einkabarn sitt, níu ára gamlan son. Sögðu þau hann þjást af alvarlegri taugaveiklun, er virt- ist knýja hann til að nota skæri alla hluti á heimilinu. Hann væri búinn að skera bólstruðu húsgögnin, eyðileggja glugga- tjöldin, klippa beztu kjóla móður sinnar til agna og nú væri hann Dyrjaður á klæðnaði föður síns; þetta æði hefði gripið hann fyrir þremur mánuðum. Ég spurði þau hvort hann hefði áður sýnt þessa skemmdar tilhneigingu. Ekki í raun og veru, sögðu þau, en játuðu samt, að í bræði hefði hann stundum brotið diska og ýmsa skraut- muni í húsinu. Þegar ég spurði, hvað þau hefðu tekið til bragðs, sögðust þau hafa ávítað hann alvarlega, en hvorki ávítanir né bænir og tár móður hans hefði nokkur áhrif. Ég sagði þeim að ég vildi sjá Bobby, en ekki á skrifstofunni; ég skyldi heimsækja þau sem vinur þeirra, án þess að hann vissi að ég væri læknir. Þetta gerði ég og talaði við Bobby um alla heima og geyma, um skóla hans, kennarana, uppáhalds- bækur hans og sjónvarps- skemmtiskrár. Næsta dag komu foreldrarnir til mín og vildu vita hvað ég héldi að væri að honum og hvort ég vildi taka að fnér að' reyna að lækna hann. Ég sagðist ekki halda að neitt alvarlegt gengi að Bobby og skyldi ég taka að mér lækninguna svo framarlega sem þau væru fús á að aðstoða mig á allan hátt, og lofuðu þau því samstundis. „Ég er ekki viss um, að þið gerið það“, sagði ég. „Hefir Bobby nokkurn tíma verið refsað?“ Þau endurtóku á ný, að hann hefði oft verið stranglega ávítt' ur. — „Herra læknir, ég hef átt í mikilli baráttu við þennan dreng“, sagði faðirinn, og honum lá við að gráta. „Og það hefir fengið miklu meir á þig og móður hans heldur en á Bobby“, sagði ég. „Jæja þá, Mr. X., farðu heim og segðu Bobby að nú sé nóg komið, að þú munir ekki þola framferði hans lengur. Segðu honum, að ef hann skeri eða eyðileggi á annan hátt nokkurn hlut í hús- inu munir þú fletta af honum buxunum og hýða hann ræki- lega. Feldu ekki skærin. Og þeg- ar hann byrjar aftur sama leik, skaltu gera þetta — flengja hann duglega“. Foreldrarnir urðu klumsa; Hann veit, að þið eruð stærri og sterkari en hann, og að þið njót- ið hárrar virðingar meðal alls fullorðna fólksins. Samt sem áður getur hann — Bobby litli, eyðilagt eigur ykkar, þjarmað svo að ykkur, að þið vitið ekki ykkar rjúkandi ráð“. „Ef að ég hýði hann, eins og þú hefir lagt til, heldur þú að það stöðvi hann?“ spurði faðirinn. „Ekki í fyrsta skiptið. Aðvör- un þína mun hann láta sem vind um eyrun þjóta. Hann trúir þér ekki. Svo þegar þú flengir hann, verður hann óður af reiði — hann mun hata þig um stund og mun sennilega eyðileggja eitt- hvað aftur bæði til að ná sér niðri og til að vita hvort þér sé full alvara með þetta. Þá skaltu refsa honum aftur. Ég hygg, að þú verðir að hirta hann þrisvar sinnum á þennan hátt — þá mun hann hætta. „Og hata svo föður sinn“, sagði móðirin með beiskju. „Ekki nema að þú sért á móti föður hans í þessu; grátir yfir Bobby, gerir gælur við hann og huggir hann. Ef þú stendur stöðug við hlið manns þíns, mun sonur þinn öðlast heilbrigða virðingu fyrir honum. Hann óskar þess að bera virðingu fyrir honum. Öll börn þarfnast þess, að virða foreldra sína“. Faðirinn fór að ráðum mínum og móðirin bældi niður tilfinn- ingar sínar og fylgdi honum að málum, og Bobby læknaðist af „taugaveiklun“ sinni. Það gerð- ist ekki skyndilega né hávaða- laust af Bobbys hálfu, því aldrei áður hafði verið sagt nei við hann með ákveðnum ásetningi um að þeirri skipun yrði hlýtt. Ef a’ð honum hefði verið jafnan sýnd ástúðleg festa frá því að hann var hvítvoðungur, hefði ef til vill aldrei þurft að flengja hann. Það er orðið fremur seint að aga barnið eftir að það er níu ára að aldri, en betra er seint en aldrei. Ef að Bobby hefði haldið áfram sínu fyrra framferði, hefði mannfélagið um síðir agað hann og það á harð- leiknasta hatt. Við munum ætíð muno hreinlyndi,yndisþokka, goðvild og fegurð hennar Nú er rúmt ár síðan Kathleen Ferrier, söngkonan vinsæla, lok- aði augunum fyrir fullt og allt á sjúkrahúsi í Lundúnum. Hún var þá aðeins 41 árs, og ferill hennar sem söngkonu hafði ekki staðið nema 10 ár. Kathleen kom fyrst fram á sjónarsviðið á árun- um eftir stríðið, og tíu árum seinna hafði hún náð heims- frægð og stóðu henni þá öll söng leikahús opin, en ekki hlotnaðist henni að njóta frægðarinnar nenia um fimm ára skeið, en að þeim loknum lézt hún af völdum krabbasjúkdóms, er hafði þjáð hana mjög er hún undir margar og erfiðar læknisaðgerðir. Kathleen Ferrier var mjög venjuleg stúlka frá Higher Walt- on í Lancashire, þar sem faðir hennar var skólakennari, er hún fæddist. Síðar fluttist fjölskyld- an til Blackburn, þar sem mögu- leikar voru meiri til að veita dætrunum tveim, Winifred og Kathleen, góða menntun. Söngur var í hávegum hafður á heimil- inu og Kathleen hélt sig mjög við slaghörpuna. 1 skólanum voru oft háðar samkeppnir í söng og hljóðfæraslætti, eins og löngum hefir verið venja Eng- lendinga. Tók þá Kathleen þátt í þeim, og bar ekki ósjaldan sigur af hólmi. Lærði undirleik þeim fannst sér stórlega mis- boðið. „Heldur þú, að þetta lækni Bobby?“ sagði móðirin með fyrirlitningu. „Enginn hefir nokkurn tíma lagt hendur á þetta barn; við trúum á ástúð“. „Ég trúi líka á ástúð“, svaraði ég, „en ástúðin verður að vera gagnkvæm, og hjá börnum verð- ur hún að innifela virðingu. Bobby er heilbrigður drengur að öllu leyti. Hann er skarpur, hraustur og fullur af fjöri. En hann ber enga virðingu fyrir hvorugu ykkar, og vegna þess að hann ber enga virðingu fyrir sínum eigin foreldrum, ber hann enga virðingu fyrir kennurum sínum né öðrum yfirboðurum“. „En því“, kveinaði móðirin, gerir hann þetta; það hlýtur að vera orsök til þess?“ „Hann gerir þetta til að sýna ykkur vald sitt — hvað hann getur gert. Hann gerir þetta til að bjóða ykkur byrginn. Það felst engin andleg veiklun þessu; öll börn reyna að bjóða yfirboðurum sínum byrginn. Það eina, sem er óvanalegt þessu sambandi er það, að hann kemst upp með þetta framferði. Er það kom í ljós, hve Kath- leen var næm fyrir tónlist, var hún sett til að nema undirleik á slaghörpu, og að því námi loknu ferðaðist hún víða um landið sem undirleikari söngv- ara, bæði frægra og lítt kunnra. Allir, sem höfðu kynni af henni, hafa borið að hún hafi verið ósk- öp venjuleg, ung stúlka með ljóst hár, dálítið klunnaleg í hreyfingum. Þegar hún ekki fékkst við undirleik, sat hún við símann á pósthúsinu í Black- burn. Það var óhugsuð setning, sögð í kæruleysi, sem kom henni inn á braut sönglistarinnar. Að lok- inni samkeppni í Carlisle, þar sem Kathleen var kosin bezti undirleikarinn á slaghörpu, voru sungin nokkur barnalög og lét Kathleen þá þau orð falla, að hún gæti áreiðanlega gert betur. Vinkona hennar, sem var nær- stödd, tók hana á orðinu og hvatti hana til að taka þátt sem söngkona í samkeppninni næsta ár, hvað hún gerði og hlaut fyrstu verðlaun. „Þeir kölluðu mig K.K." sagði Kathleen eftir keppnina, „og það átti að þýða Kathleen klóka.‘ Annars var ættarnafn hennar ekki Ferrier í þá daga, heldur Wilson. Ferriernafnið fékk hún er hún giftist, en hélt því eftir, þótt hjónabandið yrði ekki langvinnt. Þegar stríðið brauzt út og eftir spurn eftir skemmtikröftum jókst um allan helming, hélt Kathleen af stað til Lundúna til frekara söngnáms og steig fyrstu skrefin upp á frægðartindinn. 1 námi sínu naut hún stuðnings Roy Hendersons og samvinna þeirra stóð til dauðadags henn- ar. 1 fyrstu þjálfaði hinn þrosk- aði söngvari hina óþjálfuðu rödd en gaf seinna listrænar leiðbein- ingar varðandi „fraseringu“ og túlkun. Kathleen vann eins og forkur að þjálfun raddar sinnar, og sló aldrei slöku við. í minn- ingabók, sem Roy Henderson hef ir ritað um Kathleen Ferrier og listabraut hennar, segir, að hún hafi haft óvenjulegt næmi fyrir söng og einstakt þolgæði við námið. Klukkustundum saman lá hún á gólfi með þungan hlut ofan á sér og söng án afláts til að styrkja röddina. Háls hennar var svo opinn, að hægt hefði ver- ið að stinga meðal stóru epli alla leið ofan í háls hennar, án þess að það næmi við. Þetta gerði það að verkum, hve röddin var djúp og fögur. Rödd hennar fékk enga mótstöðu, heldur kom beint út. kváðust menn ekki hafa heyrt hennar líka. Og menn rómuðu glæsileik hennar hástöfum. Eftir því sem hún kynntist við fangsefnum sínum betur, gripu þau hana sterkari tökum, og fyrst þegar nótunum sleppti, gat hún gert þeim skil af lífi og sál. Eitt sinn er hún var að syngja „Das lied von der Erde“ 1 Edin- borg tókst henni ekki fyllilega með tvær síðustu endurtekning- ar orðsins „Ewig“ í enda lagsins. og fékk það svo á hana, að hún brast í grát og sagði á eftir við einn gagnrýnandann: „Ógurleg- ur fábjáni get ég verið. Hvað haldið þflér, að doktor Walter haldi?“ En það var Bruno Walter sem stjórnaði hljómsveitinni. Breyttist með röddinni Jafnframt því að rödd hennar varð svo að segja betri með hverjar klukkutímanum sem leið, breyttist hún sjálf úr venju- legri stúlku í yndislega konu með sjálfstæðan persónuleika. 1 bókinni um hana er hvað eftir annað rætt um, hve dáð og elsk- uð hún var af vinum sínum og kunningjum, ekki aðeins fyrir sönginn, h e 1 d u r fyrir hina mörgu ágætu eiginleika hennar, sem komu fram jafnt í stóru sem smáu. Og smátt og smátt náði hún á toppinn og heimurinn féll að fotum hennar. Hún ferðaðist víða, fyrst um England og síðan til meginlandsins og Ameríku. Alls staðar, þar sem hún kom, Óhrædd við að segja meiningu sína Þegar hún stóð á hátindi frægðar sinnar, hópuðust um hana vinir og kunningjar, og hún hefði getað verið í sam- kvæmum alla daga. En hún vissi, að hún varð að fara var- lega í þær sakir, og alltaf var hún ósmeyk við að hafna tilboð- um um slíkt, er hún vildi það við hafa. Eftir að hún varð rúmföst, söng hún eða rifjaði upp texta á sóttarsænginni, en jafnvel sú gleði var tekin af henni eftir síð- asta uppskurðinn, sem gerður var á henni. Eftir það var hin fagra rödd hennar að fullu iljóðnuð, og frá þeirri stundu eið ekki langur tími þar til hún yfirgaf þennan heim. En um lana var meðal annars skrifað að henni látinni: Við munum aldrei gleyma fegurð hennar og yndisþokka, góðvild hennar og hreinljmdi. — TÍMINN, 23. des. 0ILNIW16NITE írovt Try ELKHORN and OILNITE Stoker Coal Mix 50/50 $16.40 per Ton Our Most Popular Stoker Coal Oil Treated HAGBORG FUEL PHOME 74-3431 PHONE 3-7340 John Olafson, Representative. Gætið mikilvægra skjala Fæðingarvottorð, vegabréf, borgarabréf og önnur verðmæt skjöl, ættu að vera geymd annars staðar en í heimahúsum, því þar er hætta af eldsvoða og þjófnaði of mikil. Geymið slík skjöl í yðar eigin öryggishólfi hjá The Royal Bank of Canada, en það kostar innan við 2 cent á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. Viðskipii yðar eru kærkomin! THE ROYAL BANK OF CANADA Sérhvert útibú nýlur trygginga allra eigna bankans. sem nema yíir $2,675.000.000

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.