Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.01.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR 1955 7 Blaðamennskan var byrjunarskref Hemingways út á ritvöllinn Nokkur áður en tilkynnt hafði verið, að bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefðu fallið í skaut rithöfundinum heimsfræga. Er- nest Hemingway, kom út í Bandaríkjunum ný bók, skrifuð af Charles A. Fenton, er nefnist „The Apprenticeship of Ernest Hemingway.“ Fjallar hún um þann kafla í lífi og verkum Hem- ingwáys, sem kalla mætti byrj- unarskeið hans sem rithöfund- ar, er hann sem ungur maður fékkst við blaðamennsku og vakti þá þegar, sem hver annar fréttamaður, athygli á sér fyrir rithæfni og sérstaka stílgáfu. Nú þegar hafa verið ritaðar fjölda margar bækur um Hem- ingway og verk hans, sem ekki er mjög títt um höfunda, sem enn eru í lífendatölu og í fullu fjöri á ritvellinum. — Það þarf því nokkurt áræði til að hætta á að skrifa enn til viðbótar við það sem fyrir er, enda þótt efnið sé vissulega umfangsmikið. Danskur maður, magister N. K. Johansen, hefir skrifað grein um umrædda bók Fentons, sem varpar nokkru ljósi yfir innihald hennar og bókmenntalegt gildi. — Charles A. Fenton, skrifar Johansen, hefir gilda ástæðu til að kveða sér hljóðs með þessari bók sinni, „The Apprenticeship of Ernest Hemingway,“ því að hann hefir hyggilega snúið sér að þeim þætti í lífi rithöfundar- ins, bernsku hans og æsku, sem hingað til hefir hvílt í skuggan- um. Höfundurinn hefir þó ekki sennilega sumum til vonbrigða, þrætt leiðir Freuds og Kinsey’s í náinni athugan á einkalífi og persónulegri reynslu Heming- ways — það sem hann fyrst og fremst hefir áhuga á er að rekja hin fyrstu spor hans út á rit- völlinn. En það hefir kostað mikið erf- iði að afla sannra upplýsinga um þetta efni. Fyrstu skólastílar Hemingways eru gleymdir og týndir en tvær kennslukonur, Miss Biggs og Miss Dixon, sem kenndu honum ensku í skóla, róma mjög rithæni þessa nem- anda síns, og til allrar hamingju fyrir Charles Fenton hafa varð- veitzt gulnuð eintök af skðlablöð unum tveimur, „Trapeze“ og „Tabula,“ þar sem hin verðandi rithöfundur h 1 a u t sína bók- menntalegu eldskírn. 19 ára — með hugann allan á vígvellinum Ernest Hemingway ólst upp í Oak Park í Illinois-ríki, lítilli sveitaborg þar sem velmegandi mótmælendatrúar millistétt réði lögum og lofum. Skólinn og kirkjan var öxullinn, sem líf bæjarbúa snerist um, en Hem- ingway virðist ekki hafa fundið sig heima í hinu stranga um- hverfi og andrúmslofti í kring- um hann. Vafalaust hefir honum verið það mikils virði, að Miss Biggs stofnaði „Sögu-klúbb,“ þar sem hinir elztu nemendur skól- ans komu saman til að lesa upp sögur, sem þeir höfðu sjálfir samið. Þarna gafst Hemingway fyrsta tækifærið til að reyna verulega á sköpunargáfu sína. Þegar Hemingway sagði skilið við skólann sumarið 1917, 19 ára gamall, gekk hann ekki um nið- ursokkinn í skáldskaparóra og metnaðardrauma. H a n n var þvert á móti með hugann allan í hinum blóðugu ævintýrum heimsstyrjaldarinnar og á 11 i enga ósk heitari en þá að kom- ast á vígvöllinn. En það átti ekki fyrir honum að liggja þá í bráð- ina. — Fjölskylda hans kom hon- um að sem blaðamanni við blað- ið „Kansas City Star“ og hinir sjö mánuðir, sem hann var þar starfandi blaðamaður, réðu ^iklu um bókmenntalegan þroska hans í framtíðinni. Ritstjóri blaðsins heilsaði hin- um nýráðna blaðamanni með þessum orðum: „Ungi maður, Þegar nýr maður gerist starfs- maður hér á ritstjórninni, ger- um við okkur far um að mennta hann. — Við kærum okkur ekki um menn frá hinum stóru blöð- um né heldur um flækinga, sem æða frá einu blaðinu til annars. Við þjálfum starfsmenn okkar — þjálfum þá vel.“ Og Hemingway komst fljótt að raun um, að ritstjórnin við „Kansas City Star“ krafðist hins áreiðanlega, nákvæma og skýra stíls af samstarfsmönnunum. Það var algerlega harðbannað að nota nokkuð útflúr í setning- um, útslitin lýsingarorð eða ó- vandað götumál. Hinn 19 ára gamli Hemingway sökkti sér niður í blaðamennskuna af lífi og sál. Hann fann allt, sem er heillandi og spennandi við starf- ið og samstarfsmenn hans hafa vitnað í þá sprengiorku, sem ein- kenndi vinnubrögð hans við rit- vélina. — Fréttaritun hans fól þá þegar í sér eiginleika stórrit- höfundarins, sem hann er í dag — hinn þróttmikla og mergjaða stíl ásamt frábærri hæfni til að lýsa og segja frá. Hinn 30. apríl 1918, fékk Hem- ingway síðustu útborgun sína hjá „Kansas City Star.“ Ekki þó vegna þess, að um nokkra mis klíð væri að ræða frá hendi hvor ugs aðilans, en Hemingway hafði loksins heppnazt að fást skráður í hjúkrunarflokk sjálfboðaliða, sem starfa í hernum í Frakk- landi og ítalíu. Margt hefir ver- ið skrifað um hina stuttu dvöl Hemingways á ítölsku vígvöll- unum en hæpin virðist sú stað- hæfing, að þátttaka blaðamanns- ins frá „Kansas City Star“ í heimsstyrjöldinni hafi átt hug- sjónalegar ástæður að baki. Hitt mun sönnu nær, að Hemingway hafi fundið sig knúinn í stríðið fyrst og fremst af hinni með- fæddu ævintýraþrá Eftirvænt- ing sú og uppnám, sem hann komst í er hann sá hilla undir markið — vígvöllinn — virðist eiga harla lítið skylt við hugsj- ónalega hrifningu. Finnum við ekki sælukenndan taugatitring Hemingways í eftirfarandi smá- kafla úr bréfi, sem hann skrifaði heim til Kansas City: „I go to the Front tomorrow. Oh, boy! . . . I’m glad I’m in it!“ Charles A. Fenton virðist einn ig leggja meiri áherzlu en á- stæða er til á hið mikla reiðar- slag sem Hemingway hafi orðið fyrir, sálarlega, er hann hinn 8. júlí særðist alvarlega. Heming- way sjálfur virðist jafnvel hafa gert óþarflega mikið úr áhrifum þeim, sem þetta atvik hafði á hann. Eftir hið blóðidrifna ævintýri á Italíu fann Hemingway hjá sér löngun til að snúa sér að blaðamennsku á ný og í janú- ar 1920 réði hann sig að tveimur kanadiskum blöðum: „Toronto Star“ og „Star Weekly.“ Nú voru kröfurnar, sem til hans voru gerðar töluvert ólíkar því, sem þær höfðu verið í Kansas City. Aginn var hvergi nærri eins járnharður og Hemingway hafði í Toronto miklu frjálsari hendur og hafði nú með höndum léttari og skemmtilegri verkefni heldur en er hann fékkst vitð þurra fréttaritun einvörðungu. Aðalritstjórinn, Cranston, kom brátt auga á hæfileika Heming- ways og það, að hann hafði dá- litla kímnigáfu — það var vatn á hans myllu. Alls konar óvenju- legir atburðir, afbrot og ofbeldi virtist hafa sérstaklega mikið að dráttarafl fyrir hinn unga blaða mann. I „Star Weekly“ kemur hann hins vegar fram sem upplagður grínfugl, sívakandi fyrir öllu sem hefir eitthvað hlægilegt eða afkáralegt við sig eða felur í sér háð og ádeilu. í greinum sínum sýnir hann nú einnig nýja tækni í samtalsformi og það, að hann hefir sett sér að fastri reglu að skrifa aldrei um annað en það, sem hann veit eitthvað um, eyk- ur á álit hans við ritstjórnina. 50 dolararnir voru freistandi Það var mjög þýðingarmikið fyrir síðari feril Hemingways, að hann þegar tvítugur að aldri hafði gert ritstörf að atvinnu sinni, og skrifaði fyrir lesendur, sem fyrst og fremst vildu lesa sér til skemmtunar. En það hafði lengi angrað hinn unga Hemingway, að hin sleitu- lausa vinna hans við blaða- mennskuna, veitti honum svo lítil tækifæri til að vinna að sín- um eigin ritstörfum. Þegar hann öllum að óvörum, tók sig upp til Chicago haustið 1920 og gerðist aðstoðarritstjóri við „Co-oper- ative Commonwealth"— hrein- ræktað viðskiptablað, var ástæð- an í raun og veru sú, að hann lét freistast af 50 dollara vikulaun- unum, sem honum stóðu til boða Með allar þær bókmenntalegu bollaleggingar og fyrirætlanir, sem hann hafði í höfðinu um þessar mundir fannst honum hann ekki geta staðizt við að slá hendinni á móti þessum pening- um, sem ef til vill gætu orðið grundvöllurinn að fjárhagslegu Vllhjálmur Þ. Gíslason tók sumun - Á öllum öldum hefur orðsins list verið mikils metin meðal Is- lendinga. Ræðan hefur verið það tjáningarform, sem þjóðinni var nærtækast til þess að túlka hugs- anir sínar og afstöðu, hvort held- ur var á héraðssamkomum, á þingum, eða í guðshúsum. Góðir hæfileikar til ræðuflutnings urðu þess vegna vísasta leiðin til þess að leggja grundvöll að bókmennta-afrekum, völdum og mannaforráðum. Nú hefur Bókaútgáfa menn- ingarsjóðs ráðist í það þarfa verk, að gefa út úrval af íslenzk- um ræðum í þúsund ár. Til þess að taka það rit saman hefur verið fenginn Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, marg- fróður maður og vís. Vera má, að það kunni að flögra að einhverjum, að slíkt ræðusafn muni vera þungt lestrarefni og torkennt. En því fer víðsfjarri að svo sé. Þessi bók er ekki aðeins stór- fróðleg heldur bráðskemmtileg aflestrar. Hún gefur glöggt yfir- lit um merkilegan þátt íslenzkr- ar menningarsögu og varpar Ijósi yfir þær hræringar, sem gerzt hafa í þúsund ár á fjöl- mörgum sviðum íslenzks þjóð- lífs. I bókinni eru ræður eftir 114 menn, margar eftir suma þeirra. Að vísu virðist manni vanta þar ræður eftir ýmsa ágæta andans menn frá fyrri og síðari tímum. En þess er þó að gæta, að í riti, sem er aðeins rúmar fjögur hundruð blaðsíður verður varla komið fyrir fleiri ræðusýnis- hornum. Ræðurnar, sem birtar eru í bókinni eru fluttar við ótal tæki- færi og á fjölmörgum stöðum. Þær hafa hljómað frá Lögbergi hinu helga, í sölum hins endur- reista Alþingis, í kirkjum og veizlusölum, á dómþingum og héraðshátíðum, við útfarir og minningarathafnir og víðar. Efni þeirra er að sama skapi fjölbreytt. Undiralda þeirra eru hugðarefni þjóðarinnar á öllum sviðum. Þar er rætt um stjórn- mál, bókmenntir og listir, trú- mál, kvenréttindi og síðast en ekki sízt sjálfstæðismál íslands. Fyrsta ræðan er flutt af Agli Skallagrímssyni á Gulaþingi í Noregi. Þá koma ræður hinna gömlu goða og lögsögumanna, stuttar og kjarnyrtar. Er það at- hyglisvert, hve gagnorðir for- feður okkar voru á þingum. Mun mörgum finnast að nokkur sjálfstæði hans sem rithöfundar. Charles A. Fenton staðhæfir, að starf Hemingways við þetta viðskiptablað í Chicago hafi orð- ið til að vekja óbeit hans og and- u ðá hinu ameríska viðskiptalífi og kaupmennsku. Þarna fann hinn ungi rithöfundur í fyrsta skipti hjá sér hvöt til að kasta sér yfir ádeiluefni af öllum sín- um ofurkrafti. 1 síðari verkum sínum hefir hann oftlega sýnt meistaralega snilli í þess konar ritmennsku. „Mun það seljast vel?“ Þetta var spurningin, sem honum fannst alls ráðandi alls staðar. — Hinn grái veruleiki Chicago- borgar varð honum ennþá ömur- legri, er hann bar hann saman við hinar glæstu lýsingar, sem vinur hans, skáldið Sherwood Anderson gaf honum af hinu örvandi andríki, sem lægi í loft- inu í Paris og öðrum borgum í Evrópu. Hemingway átti eftir að kynn- ast París og Evrópu af eigin raun. Leið hans lá innan skamms til Parísar, þar sem hann fékkst jöfnum höndum við blaða- mennsku og sjálfstæð ritstörf. — BókaútKÚfa Meuiiingarsjóðs gaf út breyting hafi þar á orðið er tímar liðu. Biskupar eiga þarna margar ræður og merkar. Má af þeim nefna reiðilestur meistara Jóns biskups Vídalíns og ræðu Brynj- ólfs biskups Sveinssonar um drykkjuskapinn. Báðar eru þær ræður frábær listaverk, þrungn- ar andagift og speki. Mega allar kynslóðir í þessu landi vissulega ausa af þeim brunni vísdóms og mannþekkingar, sem í þeim felst. Þegar líður á taka ræðurnar að bera svip endurreisnarand- ans. Eggert Ólafsson kveður sér hljóðs, Baldvin Einarsson hefur upp fagnaðarboðskap frelsisins og Jónas Hallgrímsson slær hörpuna, ekki aðeins hina undur fögru ljóðahörpu sína, heldur stígur hann í ræðustól og mælir fyrir minni fuglanna. Eftir Jón Sigurðsson forseta eru einnig birtar nokkrar ræður. Þá koma ræður eftir Arnljót Ólafsson, Benedikt Sveinsson sýslumann, Björn Jónsson, Hannes Hafstein, Stefán skóla- meistara, Bríeti Bjarnhéðins- dóttur, Harald Níelsson og Magnús Stephensen, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Saga sjálfstæðis- og viðreisnar tímabilsins lifir í þessum ræðum. Ef litið er langt um öxl ber Snorra Sturluson hátt við him- inn bókmenntanna. Telur Vil- hjálmur Þ. Gíslason í frábærum formála fyrir bókinni, að ræður Snorra í Heimskringlu séu skýr- asta dæmið um þroska ræðulist- arinnar. Mannfundir eru í senn merki- legt og samanþjappað heimildar- gagn um andlegar og efnalegar hræringar í lífi Islendinga á liðnum tíma, og skemmtilegt lestrarefni fyrir hvern þann, er ann sögu þjóðar sinnar í gegn um rót aldanna. I raun og veru eru þessar gömlu ræður ágætur skóli í ræðulist, íslenzkri sögu, stjórnmálum og fjölmörgum öðrum efnum, sem þær fjalla um. Væri óskandi að Menningar- sjóður héldi slíkri útgáfu áfram og gæfi út aðra bók, þar sem sjálfum nútímanum væri gerð frekari skil. En í Mannfundum eru engar ræður eftir núlifandi menn. Síðustu ræðurnar þar eru eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup og Svein Björnsson, fyrsta forseta hins íslenzka lýð- veldis. S. Bj. —Mbl., 13. des. MANNFUNDIR: íslenzkar ræður í þúsund ár Þessi tími hafði mikil áhrif á rithöfundinn. Hér kynnist hann nýju lífi og lífsviðhorfum — ekkert fór fram hjá hinu skarpa gagnrýnandi auga hins unga rit- höfundar. Af bítandi köldu háði fordæmir hann slæpingjana sem fylla kaffihúsin á gangstéttum Parísar. Meiri hlutinn af grein- um þeim, sem hann sendir heim til „Toronto Star,“ eru sambland af kímni og ádeilu. — Mjög mikla þýðingu hafði það fyrir síðari feril Hemingways, er sama blað árið 1922 sendi hann til Konstantinópel til að senda því sjónarvotts lýsingar úr grísk- tyrknesku styrjöldinni. Fenton telur, að reynsla Hemingways þarna í nágrenni vígvallana, hafi að nokkru leyti orðið honum efniviður í skáldsöguna „Vopnin kvödd.“ Af hörmungum Grikk- lands kynntist hann betur en af nokkru öðru hinu rétta eðli styrj aldar fyrr og síðar og það er þeg- ar skáldið Hemingway en ekki stríðsfréttaritarinn, sem skrifar þessar línur um grísku hermenn ina: Fréílaritarinn hefir vikið fyrir rithöfundinum „Allan daglnn hefi ég horft á þá ganga fram hjá, óhreina, þreytta, órakaða og veðurbitna, þrammandi eftir ójöfnum brún- gráum stígum hinnar gullitu Þrakíu. Engin hljómsveit, engin umönnun, enginn staður til að verja á frístundum sínum — ekkert nema lús, skítugar og rifnar ábreiður og moskítóur á nóttunni. Þeir eru leyfarnar af hinu glæsta Grikklandi — þetta eru lok annarrar herferðar þeirra til Troju.“ Hemingway gerði á þessum árum persónulýsingu af einræð- isherranum Mussolini, sem er frábrugðin flestum þeim öðrum, sem gerðar hafa verið. — Hinn 23 ára gamli blaðamaður gengur beint til verks og er ekkert að klípa utan af hlutunum: „Musso- lini er mesti sjónhverfingamað- urinn, sem til er í Evrópu. Fáið yður góða mynd af Signor Mus- solini og athugið hana. Takið eftir veiklyndisdráttunum um munninn og hinu fræga ská- skjótandi augnatilliti, sem hver 19 ára gamall fasisti á ítalíu streitist við að stæla. Lítið á fortíð hans, takið eftir hvílíkur snillingur hann er í að fara stór- um orðum um smámuni ..." Charles A. Fenton dvelur all- lengi við greinarnar, sem Hem- ingway skrifaði um hernám Frakka á Rúhr-héruðunum. — Hæfileiki hans til að lifa sig all- an inn í framandi umhverfi og aðstæður endurspeglast greini- lega í hinum snilldarlegu svip- myndum, sem hafa margar hverj ar ótvirætt fagurfræðilegt bók- menntagildi. Lærlingsár blaða- mennskunnar eru á enda og inn- an skamms átti hin nýja geisl- andi stjarna á „Toronto Star“ skyndilega að slokkna, og sá sem slökkti hana var hinn hrotta- fengni Harry Hindmarsch, mað- urinn, sem eftir lok síðari heims styrjaldarinnar, lét svo um mælt að tími væri til kominn, að tíma bil fagurkera blaðamennskunn- ar tæki enda. Það var hinn sami Hindmarsch sem lét í ljósi litla hrifningu, er Hemingway, haustið 1923, sneri heim og tók til starfa á ný á rit- stjórn ,Toronto Star.“ Hindmarsch gerði sig æði heimakominn og húsbóndalegan við hinn nýkomna og fékk hon- um hin auðvirðilegustu verkefni í hendur. Óveðursblikurnar urðu skuggalegri með hverjum deg- inum sem leið og loks kom að því, sem hlaut að koma fyrir — að ósköpin dundu yfir, eitt sinn, er Hindmarsch reif í sundur fyr- ir augunum á Hemingway nokk- ur opinber skjöl, sem hinn síðar- nefndi hafði fengið að láni í við- tali í ungverska utanríkisráðu- neytinu. Þetta atvik var til þess að út af flóði úr bikarnum. Ernest Hemingway tók samstundis sína ákvörðun, kvaddi kóng og prest og fór leiðar sinnar. „Toronto Star“ hefir stolið 8 árum af lífi mínu,“ sagði hann bitur í bragði, en eftir að hafa lesið bók Charles Fentons, virðist lesandanum, að beiskja Hemingways sé ástæðu- laus. — I þessari bók er svo greinilega sýnt fram á, að ár þau sem hann starfaði við blaða- mennsku hafi verið honum lær- dóms- og reynslunár, sem verða átti hinn raunverulegi grund- völlur að síðari skáldverkum hans. Hitt mun satt og rétt, að víst var tími til kominn, að Heming- way segði skilið við blaða- mennskuna. — Kröfur hennar höfðu meitlað og mótað ritstíl hans, skerpt athyglisgáfu hans og eflt með honum þroska til að skapa eitthvað annað — og meira. sib (þýtt og endursamið). — MBL. 28. nóv. THIS SPACI CONTRIBUTID B Y WINNIPEG BREWERY L l m i t l D HO-351 í því er fólgin heilsuvernd mín Já. Ég viseulega mæli meC Wainpole’s Extract of Cod Liver Oil. ViC notkun þees öClast ég þrött, einkum aö vetrarlagi. Sennilega aí bæUefni ”D”, júxni og öCrum styrkjandi efnum. E HvaO um þaO, þetta er minn heilsugjafi og ljúft aCgöngu! osu’l?* EXTRACT 0F C0D LIVER HKW-2

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.