Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955 NÚMER 7 Lögberg býður erindreka og gesti velkomna á ársþing Þjóðræknisfélagsins Herbert Júlíus Brandson Fæddur 29. desember 1920 — Dáinn 5. febrúar 1954 Elis Magnús Brandson Fæddur 15. nóvember 1879 — Dáinn 18. maí 1953 Þau horfðu ánægð á hópinn sinn, og hann var þeim báðum góðum. — En barnalánið er lykillinn að láni föður og móður. Þó öll séu börnin elskuð jafnt, það aldrei sér dyljast lætur, að viðkvæmast móður verður samt, ef veiklaða barnið grætur. Nú tveir eru feðgarnir horfnir heim, en harmþrungin kona og móðir í andvöku starir eftir þeim og undrast hvað þeir voru góðir. Um drenginn ykkar, sem horfinn heim nú hvílir með föður sínum, þú hugsar, móðir, og heldur þeim að hjarta í muna þínum. Og móðirin talar við sjálfa sig og segir: „Já, dómur þungur: að fá ekki að vernda veikan þig, sem varst svo glaður og ungur. Af tilveru byrðinni hlutdeild þá hlaut, að hún yrði tæplega borin. En lífið á eitthvað, sem líknar í þraut og léttir oss erfiðu sporin“. Nú horfir hún þakklát á hópinn sinn, sem henni var altaf svo góður. Á undan þér sofnaði sonur þinn. — Hvað sælla gafst elskandi móður? Sig. Júl. Jóhannesson Forseti Þjóð- ræknisfélagsins Dr. Valdimar J. Eylands er setur hið þrítugasta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi kl. 10 árdegis á mánudaginn kemur. Stjórnarskipti í Noregi Þau tíðindi hafa gerzt á vett- vangi norskra stjórnmála, að Oscar Torp hefir látið af stjórn- arforustu, en við af honum hefir tekið Einar Gerhardsen fyrrum forsætisráðherra; þeir teljast báðir til sama flokks og meiri- hluti ráðherranna verður sá sami og áður. Gullbrúðkaup Á miðvikudaginn, hinn 16. þ. m., áttu gullbrúðkaup þau Halldór Árnason frá Höfnum á Skagaströnd og frú Rósa Pálína Sigurðardóttir Árnason, Ste B, Patricia Court hér í borginni. Gullbrúðurin er ættuð úr Vatns- dal. Halldór er nú kominn fast að níræðu, en kona hans eitthvað tveimur eða þremur árum yngri. Halldór er greindur vel og að eðlisfari mikill gleðimaður, og frú hans hið mesta valkvendi; þau hafa lengi dvalið hér um slóðir og eignast álitlegan hóp trúnaðarvina; gullbrúðhjónin búa bæði við hnignandi heilsu og halda sig þar af leiðandi með öllu heima fyrir; í tilefni af gull- brúðkaupinu heimsóttu þau hjónin þá um daginn ýmsir nán- ustu vinir þeirra og samferða- menn, er þökkuðu þeim góða samfylgd og fluttu þeim árnað- aróskir. Sonur gullbrúðgumans af fyrra hjónabandi er Sigfús Hall- dórs frá Höfnum, fyrrum rit- stjóri Heimskringlu. Um 20 bátar gerðir út frá Sandgerði í vetur Áttján bátar verða gerðir út á l,nuveiðar frá Sandgerði í vetur víðsvegar að af landinu. Tveir heimabátar róa þar að auki þar til loðnuveiðar byrja síðast í febr úar eða byrjun marz. Tevir bátar reru héðan í dag, Elín og Andvari, og öfluðu vel, 6-10 skipund. Þeir lögðu hér rétt fyrir utan og voru með stutta línu. Vonast menn til að bátarnir geti sem fyrst hafið róðra þar sem blíða er nú og aflaútlit gott. Bretadrottning heimsækir Noreg Nú hefir það formlega verið gert heyrinkunnugt í London, að Elizabeth Bretadrottning heim- sæki Noreg, ásamt manni sínum hertoganum af Edinburgh, dag- ana 24.-26. júní næstkomandi. Hákon Noregskonungur hlutað- ist til um heimsóknina, en þá hefir hann setið hálfa öld að völdum. Drottningin og maður hennar sigla á skipinu Britania til Oslóar. Hækkuð útgjöld til hervarna Norska þingið hefir nýlega af- greitt fjárlög sín fyrir árið 1955 og nema útgjöldin samkvæmt þeim til hervarna á fjárhagsárinu 900 miljónum króna; er þetta all- miklu stærri upphæð en sú í fyrra; þingflokkarnir voru á einu máli um það, að eins og nú- verandi viðhorfi á vettvangi al- þjóðamálanna væri háttað, mætti fjárveitingin eigi lægri vera. Flytur ræðu ó lokasamkomu Dr. Richard Beck er flytur aðalræðuna á lokasam- komu þjóðræknisþingsins í Sam- bandskirkjunni. Flytur aðalræðu Frú Marja Bjornson er flytur aðalræðuna á Fróns- mótinu næsta mánudagskvöld; er frúin vel máli farin og hefir mikið komið við sögu Vestur- íslendinga. Akureyrarpollur lagður — menn renna fyrir þorsk niður um ís Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Lagísinn á Pollinum færist nú utar og utar með degi hverjum, og er nú kominn út undir Odd- eyri. Er kominn ís fram undir Torfunesbryggju, en skip geta. þó hæglega brotið hann enn, ér þau fara eða koma að bryggju. Menn á dorg Töluverða mannaferð má nú sjá á ísnum. Bæði er þar fólk á skautum, og líka má sjá menn á dorg, þótt það sé allkaldsamt í þessu veðurfari. Það er annars gott og gamalt „sport“ Akur- eyringa, þegar fjörðinn leggur út á móts við Oddeyri eða lengra, að fara á dorg og renni fyrir þorskinn, og er sagt, að stundum fiskist svolítið með þeim hætti upp um ísinn. Mun það fátítt annars staðar, að þessi veiðiaðferð sé reynd. í gær mátti sjá nokkra menn sitja við dorg á ísnum, en ekki er vitað um aflabrögð. —TÍMINN, 16. jan. Or borg og bygð Gullna hliðið Eins og þegar hefir kvisast meðal íslendinga hér í borg og víðar, þá hafa nokkrir ungir Is- lendingar, nýlega komnir frá íslandi, verið að æfa þætti úr hinu merka og vinsæla leikriti Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, Gullna hliðinu. Höfundur þessa snildar leik- rits á marga aðdáendur hér, ekki síður en heima á ættjörðinni, en þar er hann nú mest dáða og vinsælasta skáldið. Islendingar hér munu því vafalaust bíða þess með óþreyju að sjá þetta leikrit, en það hefir alls staðar, þar sem það hefir verið sýnt, vakið fá- dæma hrifningu áhorfenda. 1 sambandi við vætanlega leiksýningu hafa fjórar ungar stúlkur, að heiman, æft söng með „gítar“undirleik, og munu þær koma fram og skemmta á sýningarkvöldum. Ákveðið hefir verið, að frum- sýning Gullna hliðsins verði í byrjun næsta mánaðar, en það verður nánar auglýst síðar. Hinn 4. þ. m„ lézt að heimili sínu á Point Robert, Wash., frú Ásta Norman, kona Jóhanns Normans þar í bænum, mikilhæf dugnaðarkona, tíðum nefnd Ásta málari, og var hún víst fyrsta, íslenzkan konan, sem tók sveinsbréf í málningariðn og gaf sig lengi við húsamálningum; auk manns síns lætur frú Ásta eftir sig þrjú börn; systkini henn- ar, sem Lögbergi er kunnugt um að séu á lífi, eru hinir þjóðkunnu bræður Ársæll og Magnús Árna- synir í Reykjavík og frú Ingi- björg kona dr. Stefáns Einars- sonar í Baltimore. ☆ Séra Guttormur Guttormsson frá Minneota, Minn., var staddur í borginni í fyrri viku; var það mikið ánægjuefni, að eiga viðtal við þenna fróða og gáfaða mann. ☆ Mr. Franklin Johnson skáld úr Geysisbygð kom til borgarinnar á þriðjudaginn í vikunni, sem leið í heimsókn til móður sinnar frú Maríu Johnson, sem átt hefir undanfarið við heilsuleysi að stríða. To Address Concert Judge Ásmundur Benson Judge Asmundur Benson, of Rugby, North Dakota, will be guest speaker at the Icelandic Canadian Club Annual Concert, in the First Lutheran Church, February 22nd. Judge Benson was born at Akra, N.D., in 1885, but at an early age he moved with his parents to the Mouse River dis- trict, in that state. He was one of the first of the sons of the pioneers of that district to pro- ceed to a university education. Graduating in law, in 1915, he opened an office in Bottineau, where he pratised till April, 1954, when Governor N. Bruns- dale appointed him judge of the Second Judicial District, to com- plete an unexpired term. He was returned without opposition at the elections held in Novem- ber, 1954. Judge Benson has given out- standing community service as member of the Bottineau Town Council for ten years and as member of the Board of Dir- ectors of the Icelandic Old Folks Home, at Mountain, N.D., since its foundation. He was state’s attorney for four years. Hinn 2. þ. m„ lézt í Port Arthur, Ont„ Oscar G. Jóhanns- son, er þar hafði verið búsettur síðustu sex árin; hann var fædd- ur í Selkirk 2. desember 1896, en foreldrar hans voru þau Mr. og Mrs. Gestur Jóhannsson, lengi búsett að Poplar Park. Hinn látni lætur eftir sig konu sína, Kristínu, ásamt tveimur sonum, Oscari að Marathon og Paul í Port Arthur, svo og tvær dætur, Mrs. Roy Welsh, Port Arthur, og Mrs. Toni Ostopowich í Winni- peg; tvö systkini hans eru á lífi, Mrs. C. Midford að Birds Hill hér í fylkinu og prófessor J. G. Jóhannsson, Winnipeg. Oscar var mikill skýrleiks- maður svo sem hann átti kyn til. Útförin var gerð frá Our Saviour’s lútersku kirkjunni í Port Arthur. Rev. L. B. Likness jarðsöng hinn 5. þ. m. ☆ Mr. Jón Pálsson óðalsbóndi að Geysi í Geysisbygð var staddur í borginni um miðja fyrri viku. ☆ Hinn 10. þ. m. lézt að heimili sínu, Ste 2, River Hights Apts„ Mrs. Laura S. Pridham, 56 ára að aldri; hún lætur eftir sig mann sinn, Mr. Clifford Pridham; hin látna var dóttir Mr. og Mrs. Snorri Johnson, er um eitt skeið bjuggu í Swan River bygðinni. Útförin var gerð frá Thomson’s Chapel þann 12. þ. m. Gullbrúðkaup að Lundar Mr. og Mrs. John Sigurðsson Hinn 2. þ. m. áttu þau Mr. og Mrs. John Sigurðsson að Lundar hálfrar aldar hjónabandsafmæli og var atburðarins minst þá um daginn á virðulegan hátt í samkomuhúsi bæjarins; var þar fjölmenni saman komið, eigi aðeins úr heimabygð þessara vinsælu hjóna, heldur og frá Winnipeg og víðar að. Þau John og kona hans, Ingibjörg, fædd Hallson, voru gefin saman í hjónaband af Dr. Rögnvaldi Péturssyni í Winnipeg 2. febrúar 1905. Þau komu ung hingað til lands og eru bæði ættuð úr Norður-Múlasýslu. Á undan hinum opinbera mannfagnaði komu börn gull- brúðhjónanna sex að tölu og 15 af 18 barnabörnum þeirra saman í veizlusalnum þeim til virðingar. Börnin eru John, Thorsteinn og Halldór, búsettir að Lundar, Mrs. R. Hallson og Mrs. R. Coldwell, Lundar, og Mrs. G. W. Edwards, St. Vital. Halldór og Pólína Árnason (Anderson) áttu 50 ára giftingarafmæli í gœr, hinn 16. þ. m. Sér fastna konu flestir menn en fáir ná því láni að njóta sælla ásta enn þótt ellihárin gráni. En hérna eftir hálfa öld mér horfur á því sýnast, að ástin verði ekki köld, er aðrir sjóðir týnast. Ég veit að mörgum áttum af er ylur hingað sendur frá bróðurhug um bylgjað haf og breiðar meginlendur. Og hér í ykkar heimabygð er hópur góðra vina, sem alhug þakkar ykkar trygð og alla vinsemdina. P. G.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.