Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 10

Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955 Úr borg og bygð Ajmœlissamkoma „Betel“ verður haldin á þriðjudags- kvöldið 1. marz í Fyrstu lútersku kirkjunni undir umsjón kven- félagsins. Vandað prógram er í undirbúningi og verður nánar auglýst síðar. ☆ Mrs. Guðmundína Ingjaldson lézt í Fort William, Ont., síðast- liðinn föstudag 83 ára að aldri, ekkja eftir Chris Ingjaldson úr- smið og áttu þau hjón lengi heima hér í borginni; hún lætur eftir sig dóttur, Mrs. Fred Gouer og son, Capt. Arnor í canadiska flughernum. Útförin var gerð frá Bardals á mánudaginn undir for- ustu Dr. Valdimars J. Eylands. LOKASAMKOMA 36. þings Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður haldin miðvikudagskvöldið, 23. febrúar, 1955, kl. 8 í kirkju Fyrsta sambandssafnaðar á Banning St., Winnipeg SKEMMTISKRÁ: O CANADA SAMKOMAN SETT Fundargjörningur síðasta þingfundar Ungdómurinn skemmtir með söng, hljóðfæraslætti og framsögn. Þar á meðal verður hópur barna frá Árborg. Valdina Martin, Jón Martin, Una Pálsson og Jóna Pálsson koma fram tvisvar með söng. Ljóðalestur verður fluttur af: öldu Sigvaldason, Valdínu Martin, Unu Pálsson, Jónu Páls- son og Erlu Sæmundsson. önnur börn, sem skemmta, verða nafngreind seinna. RÆÐU flytur Dr. Richard Beck frá Grand Forks, N.D. Séra Eiríkur Brynjólfsson kemur fram með segulbandssöng, nokkur lög sungin af Söngflokki Suðurnesjamanna á íslandi Að skemmtiskránni lokinni verða tekin fyrir ólokin þingstörf ÞINGSLIT ELDGAMLA ÍSAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Agöngumiðar verða seldir við innganginn eins og venja gerist OILHITjffGHITE Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. All Oil Treated. HAGBORG FUE PHOME 74-3431 PHONE 3-7340 John Olafson, Representative. Lesið Lögberg Á miðvikudaginn hinn 9. þ. m., lézt í Flin Flon, Man., Mrs. Ella Ögmundsson 73 ára að aldri; hún var í mörg ár búsett í Win- nipegosis; mann sinn, Ó. ög- mundsson misti hún 1951 og ári síðar dóttur, Mrs. O. Eyford. Á lífi eru fimm dætur, Mrs. J. W. Middadh, Flin Flon, Mrs. O. K. Lyle, Sullivan Station, B.C., Mrs. T. W. Stevenson og Mrs. V. Needham í Winnipeg og Mrs. Petch í Dauphin; einnig þrír synir, Karl í Flin Flon, Barney í Winnipeg og Herman í Port Alberni, B.C. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church, Victor St., will hold a Home Cooking Sale on February 23rd from 2 to 5 p.m. in the lower auditorium of the church. Converon’s are: Home Cooking: Mrs. F. Thordarson Mrs. J. Snidal. Cooked Meats: Mrs. P. Goodman Mrs. H. Benson. Tea Table: Mrs. J. Thordarson Mrs. W. Crowe. ☆ Aldurhnigin, íslenzk kona vill fá herbergi á kyrlátu íslenzku heimili, helzt út í sveit; heilsu hennar vegna þolir hún ekki háreysti. Upplýsingar á skrif- stofu Lögbergs. ☆ Eftirleit heitir ný ljóðabók, sem komin er hingað vestur, eftir vin okkar, Pál S, Pálsson. í þessari bók er allt sem höfundurinn átti eftir óprentað af ljóðum sínum. Þar eru mörg ylrík og fögur kvæði, að ógleymdum ýmis konar á- deilukvæðum. Bókin er í laglegu bandi, 92 blaðsíður, og kostar $3.50 og fæst hjá höfundi og í BJÖRNSSON’S BOOK STORE, 702 Sargent Ave., Winnipeg 3, Man. Á laugardaginn hinn 5. þ. m., lézt að heimili sínu, Tarzan, California, Mrs. Guðný Árnason, ekkja Sigurðar Árnasonar, er lengi átti heima í Chicago, 68 ára að aldri, en hann var ættaður úr Borgarfirði hinum eystra. Frú Guðný var fædd í Riverton og voru foreldrar hennar þau Sig- fús Jónsson og Guðrún Hildi- brandsdóttir; hún lætur eftir sig fjögur börn, Árna og Oscar í Chicago, en Victor og Huldu í heimahúsum; einnig lifa hana tvær systur, Mrs. Thom Fletcher og Mrs. Charles Worby. Útför frú Guðnýjar var gerð í Chicago síðastliðinn laugardag. ☆ Við undirritaðar óskum eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 17—19 ára, á þýzku, dönsku, íslenzku eða ensku: Miss Kristjóna Thordarson, Hólmgarði 18 Reykjavík, Iceland. . Miss Arndís Ellerby Hólmgarði 4 Reykjavík, Iceland. ☆ Gestur V. Sigurdson lézt á sjúkrahúsi í Eriksdale hinn 10. þ. m., 70 ára að aldri; hann átti um hríð heima í Newton póst- héraði og hafði þar póstaf- greiðslu með höndum; hann lætur eftir sig konu sína, Ellen, sem búsett er að Newton. Út- förin var gerð að Lundar hinn 14. þ. m. ☆ Á mánudaginn í fyrri viku lézt í Árborg Guðmundur Vig- fússon frá Árnesi í Hornafirði 85 ára að aldri, skýrleiksmaður hinn mesti, bókfróður og skáld- mæltur vel þó dult færi hann með slíkt. Guðmundur settist að í Nýja-íslandi árið 1903. Hann lætur eftir sig konu sína, Jó- hönnu Einarsdóttur frá Árnanesi í Nesjum, systur Stefáns Einars- sonar ritstjóra, ásamt þremur sonum, Jóhanni, Bergi og Einari. Útförin var gerð í Árborg. Séra Robert Jack jarðsöng. Gefið til Sunrise Lutheran Camp Junior Ladies Aid, Arborg, $10.00; Mrs. Stefanía B. Magnús- son, Riverton, $15.00 í minningu um Martein Jónasson; Lanruth Ladies Aid, $17.18; Ladies Aid, ísafold, Víðir, $25.00; Mr. og Mrs. K. A. Einarson, Winnipeg, $15.00; A. P. Johannsons Estate, $20.00; Mr. Harold Ólafson, $60.00; J. J. Swanson Co., $10.00; Mr. og Mrs. B. Heidman, $10.00 í minningu um séra Egil Fáfnis; Mrs. Bertha Jones, Los Angeles, $100.00; Mrs. Bertha Curry $150.00; Mr. G. F. Jónasson $25.00; Icelandic Good Templars, Winnipeg, $200.00. The following re sale of gifts certificates Gimli Ladies Aid, $118.00; Mrs. O. Johnson, Lundar, $25.00; Dorcas, Winnipeg, $25.00; Mrs. Th. Hallgrimson, Cypress River, $50.00; Mrs. A. Kukucka, $13.00; Mrs. S. Isfeld, $14.00; Ladies Aid, Sigurvon, Husavik, $14.00; Mrs. S. Olafson, $5.00; Mr. Breckmanr Lundar, $5.00; Mrs. Anna Byron, Lundar, $25.00; Mrs. A. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ú Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 20. febrúar: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. Kl. 7 síðd. Ensk messa undir umsjón yngra fólksins í Luther League. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-tslandi Sunnud. 20. febrúar: Víðir, kl. 2 e. h. Árborg, kl. 8 e. h. Báðar messurnar á ensku. Robert Jack H. Gray, $14.00; Mrs. C. Ólafsson, $7.00. Meðtekið með innilegu þakklæti Anna Magnússon, Selkirk, Man. ANNUAL CONCERT Icelandic Canadian Club FIRST LUTHERAN CHURCH Tuesday, February 22nd, 1955 PROGRAM O Canada Chairman’s Remarks Greetings from the Leif Eiriksson Club Art Swainson Piano Solo Edward Lincoln Vocal Solo Robert Publow Address Judge Asmundur Benson Piano Solo Edward Lincoln God Save the Queen Admission 75 Cents Commences 8.15 p.m. : t. rlV-r.Yv-.- mwiMWMhbipsíí MtmmM ÍSjríÍ' mmsmm wmm S^EATON WMm °Phntr 'RUllNE «H IW % AN EATON LABEL IS YOUR BEST ASSURANCE OF VALUE To-day'> wise shopper looks for on EATON label. Here's whyi the exdusive EATON lines whlch beor the labels shown below ore now recognized oll ocross Canado os signi of votue . . . os lobels of quolity. Estoblished over the yeors, these specially selected EATON products have eamed thelr reputation. They hove been corefully chosen by our most experienced buyers. They hove oll been thoroughly tested by our own Reseorch Bureou. Thus you ore fully ossured thot whotever you buy, no matter what you poy, you will receive reol, honest-to-goodness volue. look for these EATON labels when you shop—more than likely you'll find one of these names on the article you require—they are your best guide to shopping satisfaction. EATON’S Extends Greefings to the National League \ May you have a most enjoyable and successful Convention. To preserve and encourage the lcelandic national culture, its literature and language, amid the Canadian scene, is an ambition that will enrich our own national heritage. It will broaden our understanding in Canadian and world affairs, by a better understanding of the many peoples whose experience and history are now bound into our Canadian nation. LOOK FOR THESE NAMES —ONLY AT EATON'S OF CANADA —YOUR GUIDES TO SHOPPING SATISFACTION ^T. EATON C°„IT[0 WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.