Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955
"" - ' ' " ^
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DALALÍF
^— r
Lína barðist enn við hláturinn. En samt ofbauð henni, hvarnig
hann talaði um Ritninguna.
„Hvað heldurðu að Anna segði, ef hún heyrði þig hártoga
biblíusögurnar svona?“ spurði hún.
„Langar þig til þess, að hún væri hérna einhvers staðar svo
nálæg, að hún heyrði og sæi til okkar? Auðvitað þætti henni
skrítið að sjá okkur sitja hér uppi í hvamminum, og næstum
kominn háttatími. Ég held, að hún sleppti alveg Biblíunni, sú góða
kona, en setti heldur upp sams konar svip eins og þarna um daginn
niðri við hrossaréttina. Ertu alveg búin að gleyma því?“
„Nei, ég hef ekki gleymt því“, sagði Lína, „og ég hef heldur
ekki gleymt biblíusögunni, sem ég minntist á áðan. Þú hafðir
hana alla vitlausa. Þau óhlýðnuðust, og þeim hefndist fyrir það.
Eins fer fyrir öllum, sem illa breyta, þeir verða lánleysíngjar og ...“
Hún fann, að ræðuefnið var orðið að vandræðalegri þvælu,
sem hann færi að hlæja að. Helzt hefði hún aldrei átt að byrja á
þessu, því að hún gat ekki komið nógu vel orðum að því.
„Nú, þú hefur lært þessa biblíusögu um skilningstréð og
höggorminn“, sagði hann dálítið alvarlegur. Það eru sömu biblíu-
sögurnar og hún Borghildur lærði. Þær eru gamlar. Ég er hissa á
séra Benedikt, að láta börnin læra þær. Þær eru óttalega öfga-
kenndar. Allir unglingar í dalnum lærðu sömu biblíusögurnar og
ég lærði, að minnsta kosti stúlkurnar. Þar er ekkert minnzt á þetta
epli, og ekki heldur höggorminn. Það var víst einmitt tekið fram
þar, að allir mættu éta epli eins og þeim sýndist. Meira að segja
stela þeim, ef ekki vildi betur til“.
Hann horfði kankvíslega framan í Línu, en hún sat alvarleg
og horfði út í bláinn.
„Hvað gengur að þér, Lína? Reyndu að koma því út úr þér.
Eitthvað hlýtur það að vera? Varð þér svona mikið um að sjá
svipinn á Önnu þarna niðri við réttina? Þú þarft svo sem ekki að
vera óróleg hennar vegna. Hún var farin að skríkja af hlátri áður
en við vorum komin hálfa leið heim. Þórður hjálpaði mér líka vel
til að hafa úr henni fýluna. Og svo iðraðist hún svo mikið eftir það
hvað hún var köld við þig, að hún settist niður við að gera skó
handa þér, strax daginn eftir. Ég býst við, að hún hefði gert skó
úr öllu skæðaskinninu, sem til var á heimilinu, ef Borghildur
hefði ekki sagt henni, að þrennir skór væru víst nægilegt, svona
fyrst um sinn“.
Lína sá nú, að vopnið var sama sem lagt upp í hendurnar á
sér, þegar Þórður var nefndur. En hún gat ekki notað það. Það var
svo lítilsvirðandi, að játa það, að hún væri trúlofuð öðrum manni,
og það þessum góða vini hans, að hún kom því ekki út fyrir
varir sínar.
„Það er skammarlegt, að svíkja svo góða konu. Við skulum
hætta þessari vitleysu, áður en einhver kemur upp um okkur“.
„Þetta er víst það, sem kallað er samvizkubit“, sagði hann.
„Ég hef ágætt meðal við því“. Hann tók vasaglasið upp úr brjóst-
vasanum á jakkanum. „Hérna, bragðaðu á þessu og vittu hvort
það hressir þig ekki. Svo ætla ég að biðja þig að hætta þessu
biblíuþvaðri. Ég er nógsamlega píndur á því heima. Þetta er
kampavín. Það er ekki áfengt, svo að þér er óhætt að súpa á því.
Finnst þér það ekki gott? Ég trúi ekki öðru en það hressi skaps-
munina. Þú varst ekki svona vesaldarleg, þegar þú varst hjá
okkur. Það á illa við dalabörnin, að búa í kaupstaðnum. Þú ert
heppilegri sveitakoca, enda vona ég að þú verðir það; kannske að
þú búir í dalnum“.
Já, það er einmitt það; ég ætla að verða kona í dalnum. Ég
elska dalalífið“, sagði Lína brosandi. Vínið gerði hana ánægða á
svipstundu. „Þetta er það bezta vín, sem ég hef nokkru sinni
smakkað“, sagði hún og rétti honum glasið.
„Þá skaltu gera því betri skil“, sagði hann. „Þetta er ekkert,
sem þú hefur drukkið. Ef þú ert orðin leið á því að finna mig
hérna í hvamminum, leið á því að vera kærastan mín, þá getur
þetta orðið skilnaðarskálin okkar, þó það sé ekki drukkið úr
glösum. Svo skulum við drekka meira. Skál fyrir þinni nýju,
frjálsu ást, Lína, og þökk fyrir allt gott, öll eplin, sem við höfum
étið hér í þessari Paradís okkar — og . . .“
Hann raulaði:
„Ég þakka, hvern koss ég þakka þér
og þakka hverja stund, er sæl þú sazt hjá mér
og sérhvern leynifund . . .“
„Þú hefur þetta allt vitlaust“, greip hún fram í fyrir honum.
„Góði, syngdu það hátt og syngdu það rétt. Það er svo indælt
núna, einmitt þegar við erum að skilja“.
„Það má ekki syngja hátt, því oft er í holti heyrandi nær“,
sagði hann.
Hún fann til gleði yfir því, að hann bauð henni það, sem hún
hafði alltaf verið að berjast við að biðja um, — enda á þessu ásta-
makki, — án þess að hún þyrfti að minnast á Þórð einu orði eða
sína eigin vanvirðu. Hún var allt í einu orðin svo létt í lund, að
hún gat hlegið að því, sem hafði ætlað algerlega að eyðileggja
hana fyrir stundu síðan. Það hlaut að vera þessu góða víni að
þakka. Það hafði víst verið áfengt, þó að hann segði, að svo
væri ekki.
„Þetta er ágætt hjá þér, elskan mín, alveg það ákjósanlegasta,
sem hægt er að hugsa sér, að þurfa ekki að skrifta. Skriftir eru
alltaf voðalegar, kveljandi, voðalega leiðinlegar“, sagði hún og
veltist um af óviðráðanlegum hlátri.
Þetta var það síðasta, sem hún gat munað skýrt daginn eftir.
Allt annað var eins og í þoku. Hún vonaði, að það hefði aðeins
verið draumur. Og hún bað til Guðs, að það hefði verið draumur,
sem rifjaðist upp í huga hennar. Henni fannst harin hafa verið
langt frá sér, og þó sat hann rétt við hliðina á henni, og hún hafði
skriðið til hans á fjórum fótum, því að hún var svo máttlaus, að
hún gat ekki staðið upp, og brölt upp í fangið á honum eins og
krakki. Hann hafði oara hlegið að henni. Hana minnti að hún hefði
verið að staglast á þessu hvað eftir annað: „Ég fer ekki úr Paradís,
nema ég verði rekin þaðan, og þá verður þú samferða“.
Hann hafði hlegið rétt við eyrað á henni. Hún hafði grúft að
barmi hans, svo óumræðilega sæl, og hún hafði ætlað að fara að
syngja ástinni lof og dýrð, en hann hafði gripið fyrir munninn á
henni og sagt eitthvað, sem hún gat ekki munað. Ó, bara að þetta
hefði verið draumur.
Næst, þegar hún vissi af sér, sat hún við hlið hans, og hann
var að hrista hana svolítið til.
„Geturðu ekki vaknað, Lína mín“, talaði hann rétt við andlitið
á henni. „Þú hefur fengið þér helzt til mikið í staupinu. Þið
þolið ekkert“.
Hún horfði í kring um sig. Ennþá voru þau í hvamminum.
„Hamingjan góða! Ég hef víst sofnað!“ sagði hún og reyndi að
hrista af sér mókið og deyfðina.
„Já, þú hefur sofið dálitla stund. Dreyptu hérna á glasinu;
það hressir þig. Það er einhver á leiðinni hérna niður með ánni“,
sagði hann og bar glasið að vörum hennar. En nú var lítið eftir í
því, en samt nógu mikið til þess að koma lífi og yl í blóð hennar.
Hún hlustaði eftir blístrandi lagi, sem hún kannaðist við. Það
hafði verið sungið og blístrað á Nautaflötum.
„Hvað eigum við að gera?“ sagði hún. „Hann nálgast, hver
sem hann er. Nú kemur röðin að okkur, að fela okkur“, bætti hún
hlæjandi við, því að hræðslan og kvíðinn voru horfin.
„Við erum þó víst í öllum fötunum. Það hefur ekki farið eins
hörmulega fyrir okkur eins og þeim þarna í biblíusögunum þínum.
Kannske hafa þau farið í handalögmál og rifið utan af sér garm-
ana, því að þau þrefuðu víst og kenndu hvert öðru um epla-
græðgina“, sagði hann glettinn.
Nú skellihló Lína að biblíuþvaðrinu í sér, og hvað hann gat
komið spaugilegum orðum að því.
„Já, ætli það hafi ekki endað með því, að þau hafi flogizt á í
illu út af öllu saman. Óskandi væri, að okkar Paradísarsæla endaði
ekki á þann hátt“, sagði hún.
„Það er engin hætta á því“, sagði hann. „Mannkynið er bara
ekki eins viðkvæmt eins og það var í fyrstu, eða öllu heldur fötin
þess. Við þurfum ekki að fela okkur, Lína; það er ekki strangur
húsbóndi, sem hér er á ferð. Það er hann Siggi. Þú hlýtur að
þekkja hljóðið í honum. Það gerir víst ekki mikið til, þó að hann
sjái okkur saman. Hann fer varla að klaga okkur“.
Hún tók snöggt viðbragð.
„Hann má ekki sjá okkur“, sagði hún. „Þú verður að fara á
móti honum og snúa honum við. Hann má ekki sjá okkur. Hann
klagar okkur. Það máttu vera viss um. í öllum bænum, farðu
strax!“
„Hvaða della er í þér. Heldurðu að þú komist óstudd heim?“
„Auðvitað! Hugsaðu ekkert um mig. Flýttu þér bara, svo að
strákurinn sjái mig ekki“.
Hún togaði í handlegginn á honum af ákafanum.
Hann staulaðist á fætur og hélt af stað án þess að kveðja
hana. Henni fannst hann aldrei ætla að komast ofan á eyrina, þar
sem gatan lá fram í dalinn og ofan í kaupstaðinn. Loks hvarf
hann, og þá létti henni fyrir brjóstinu. Henni fannst hún hafa
staðið á öndinni allan tímann síðan hann stóð upp. Hún heyrði
málróm Sigga; hann var alltaf svo gjallandi hátalaður.
„Jæja, þarna sé ég þig loksins. Og það er eins og þú sprettir
upp úr jörðinni. Klárinn ætlaði að verða vitlaus, þegar hann var
orðinn einn í réttinni, og ég var alls staðar að leita að þér. Loksins
sagði einhver mér, að þú hefðir farið upp að Hvammkoti. Þér
dugar nú ekki að fara eins með þennan eins og gamla Fálka. En
svipuna fann ég hvergi“. /
„Þakka þér fyrir, Siggi minn. Þú ert ágætur. Svipuna veit
hún Lína um. Ég þarf hennar ekki. Hann er ólatur og heimfús“,
sagði Jón. Síðan kvöddust þeir.
Rétt á eftir skeiðaði Fálki fram eyrarnar. Jón lyfti hattinum í
kveðjuskyni, og svo var hann horfinn.
Lína sat lengi í hvamminum. Það varð að lofa Sigga að
komast heim, án þess að hann sæi til ferða hennar. Ef hann hefði
ekki verið að blístra, þá má Guð vita, hvað komið hefði fyrir. En
hún var lánsmanneskja, eins og Siggi hafði sagt, þegar hann af-
henti henni bréfið. Og þá var ekkert að óttast, ef lánið var með.
Svo þegar allir niðri í kaupstaðnum voru sofnaðir, reikaði hún
heim að húsinu, lafhrædd um, að hún hefði kannske verið lokuð
úti. En svo var ekki. Hún var alveg hissa á því, hvað henni hafði
fundizt langt framan úr hvamminum, og hvað hún hafði oft rekið
fæturna í eitthvað, sem þó var ekki til. Þetta hlaut að vera víninu
að kenna. Hún skyldi gæta sín betur næst. Og svo var það versta
eftir: að komast upp stigann. En dásamlegt yrði að fá að sofna.
Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega
Lægsta flugfargjald til íslands
FljúgiC skemstu hrlngfertSina til Reykjavikur viC
þvi lægsta flugfargjaldi, sem fáanlegt er.
Hinar öviCjafnanlegu fjögra hreyfla Douglas
Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem
notiC hafa U. S. æfingar stjörna, veita hina
fullkomnustu flugferCatækni, þægindi og ávalt
lent á áætlunartima. Þér njötiC ágætis máltiCa,
hallandi sæta og fyrsta flokks afgreiCslu ferCina
á enda.
Bein sambönd við alla Evrópu og Mlð-Austurlönd.
Prekari upplýsingar og verð fargjalda
hjá ferðaskrifstofu yðar
n /—] n
ICELANDICl AIRLINES
ulAauu
. .. 15 West 47th St., N. Y. 36. PL 7-8585
/poczz>o<rzr>oc
YFIR 1000 RED AND WHITE
MATVÖRUVERZLANIR
til afnota fyrir fólk í Sléttufylkjunum
Þér hafið Red and White matvörubúðir
í yðar næsta umhverfi, þar sem á boðstólum
eru fyrsta flokks matvörur við sanngjörnu
verði — og það, sem meira er um vert, að
sérhver kaupmaður á og starfrækir sjálfur
búðina.
%
Prófið Red and White kaffi. — Það er ó-
aðskiljanlegur skerfur góðra hluta, er menn
leggja sér til munns.
Þér þurfið ekki að bíða eftir vikuloka
kjörkaupum. Þér getið verzlan og sparað
hjá hvaða Red and White búð, sem er, nær,
sem vera vill.
RED and WHITE
FOOD STORES
.Eigandi og forstjóri er meðlimur yðar umhverfis"
(X-------->rw-->n<-->o<-->n<------->r><-->nc-^arTT^ocT-=>o<TTrr>oc^^>oc^r>ac^>ac=^>oc
t
Hve bankastörfin fylgja þróuninni . . .
Nýtýzku akrifstofuvélar pera bankaþfónum. kleift, að full-
nægja þörfum slfjölgandi viOskiptavina
Nú í dag eiga Canadabúar 9,200,000 innstæður
í löggiltum bönkum — 3,800,000 hafa
bæzt við á síðustu tíu árum; á sama tímabili
hefir útibúum fjölgað upp í 4,000, en tala
bankaþjóna hefir nálega tvöfaldast upp í 50,000.
Bankaþjónustan hefir jafnt og þétt fært
fært út kvíar til að geta haldist í hendur við
auknar bankaþarfir hinnar canadisku þjóðar.
Htnir löggillu bankar hafa d siöustu árum komiö d fót fjölda
útibúa til aö fullnægja vaxandi þörfum i Ganada
Bankarnir. sem þjóna bygðarlagi yðar
Ny gerö bankabyggi/nga flýtir fyrir afgreiöslu og gerir banka-
þjónustuna auöveldari og þœgilegri