Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955
Kominn í fremstu röð
samtíðar-ljóðskólda vorra
Eftir prófessor RICHARD BECK
Senn höldum vér Islendingar
aftur hið árlega þjóðræknisþing
vort hér á vesturvegum, en þau
eru um annað fram háð til þess
að draga hugi vora að þeirri
miklu og vaxandi bókmennta-
og menningarauðlegð, er vér
höfum að erfðum hlotið frá ætt-
landi voru og mæðrum og
feðrum. Með það í minni, sýnist
mér vel til fallið að vekja eftir-
tekt íslenzkra lesenda í landi hér
á nýjustu bókum þess mannsins
í hópi íslenzkra skálda, sem, að
áliti hinna dómbærustu manna
í þeim efnum, hefir vaxið svo í
skáldmenntinni, um vængja-
þrótt, djúpsæi og snilld, hin síð-
ari ár, að honum er nú með full-
um rétti skipað til rúms á
fremsta bekk íslenzkra samtíð-
arskálda. Þessi maður er séra
Sigurður Einarsson, sóknar-
prestur að Holti undir Eyja-
fjöllum.
I.
Haustið 1952 sendi Sigurður
frá sér ljóðabókina Yndi unaðs-
stunda, og ritaði ég á sínum
tíma grein um hana hér í blað-
inu. Hlaut bók þessi framúr-
skarandi viðtökur af hálfu gagn-
rýnenda og ljóðavina, og átti það
fyllilega skilið, því að þar voru
fjölbreytt yrkisefni ósjaldan tek-
in föstum listamannstökum og
mörg kvæðin samtímis svip-
merkt þeirri persónulegu túlkun
viðfangsefnanna og skynjan á
lífið umhverfis sig, sem eru aðall
hins sanna ljóðskálds.
Vel hefði nú mátt ætla, að
skáldið léti nokkurn tíma líða
eftir þessa sigurvinningu á sviði
skáldskaparins, þangað til hann
haslaði sér aftur völl á þeim
vettvangi með nýrri kvæðabók.
Svo varð þó eigi, því að þegar á
næsta hausti kom út eftir Sigurð
ljóðabókin Undir stjörnum og
sól (Reykjavík, Rangæingaút-
gáfan, 1953). Sumum aðdáend-
um skáldsins mun hafa þótt nóg
um afköstin og borið nokkurn
kvíðboga fyrir árangrinum, en
sá kvíði hverfur óðar og fljótar
eins og hrím fyrir sól, þegar bók-
in er lesin, því að hún ber því
fagurt vitni, að skáldið hefir enn
um margt stórum sótt í sig veðr-
ið, um andríki, listræna efnis-
meðferð og dýpt í hugsun, enda
hefir þessi bók tryggt Sigurði
rúm í fremstu röð íslenzkra ljóð-
skálda vorrar tíðar. Um það
munu ritdómarar vorir almennt
á einu máli.
Kvæðin í þessari nýjustu
ljóðabók Sigurðar eru, eins og
hann greinir frá í stuttum eftir-
mála, að heita má öll ort á árun-
um 1950 til 1953, flest síðustu tvö
árin. Annars eru þessi miklu af-
köst Sigurðar í ljóðagerð hin síð-
ustu ár næsta merkilegt atriði,
og leitaði Guðmundur Daníels-
son rithöfundur orsakanna til
þess í merkilegu samtali við
skáldið fyrir nokkru síðan
(Vísir, 5. nóv. 1953), en Sigurður
svaraði meðal annars á þessa
leið:
„Þær (orsakirnar) eru margar.
Foreldrar mínir fluttu úr Fljóts-
hlíðinni 1911. Þá var ég ungur
drengur. Ég flutti í Holt 1946,
og fann, að þá var ég kominn
heim eftir 35 ára útivist hér á
landi og erlendis. Þarna austur
frá er ég heima á slóðum feðra
minna, get rakið spor þeirra frá
býli til býlis í margar kynslóðir,
lifað sögu minnar eigin þjóðar.
Þetta hefir orðið mér æði frjó-
samt, og reyndar knúið mig til
þess að leggja til atlögu við
stærsta viðfangsefnið, sem ég
hef átt við um daga. (Hér á höf.
við leikrit hans, er síðar verður
getið). Auk þess hefi ég varið
drjúgum hluta ævinnar til þess
að læra að semja það, sem mig
langaði til að koma orðum að,
svo að tafirnar verða smám sam-
an færri af því, að mann reki í
sjálfheldu um það að finna sér
form. Og loks: Nú skynja ég
þetta og lifi með mælikvarða
útivistaráranna í höndum — það
er ótrúlega gott að yrkja á ís-
landi. Veiztu það, að það er
kannske hvergi betra að yrkja í
allri veröldinni."
Eitt er víst, að Sigurður er í
þessum nýju kvæðum sínum
fasttengdari umhverfi sínu,
landi, þjóð og sögu, heldur en
nokkru sinni áður; sér það allt
með enn skyggnari skáldsaugum
og túlkar það með sambærilegri
tilfinningadýpt og málsnilld.
Þetta viðhorf skáldsins lýsir
sér eftirminnilega í hinum
snjöllu sögulegu kvæðum hans
„Stjörnu-Oddi“ og „Þórdís
Todda“. Hið síðarnefnda er stór-
brotin og margslungin kviða,
ágætlega samræmd frá upphafi
Congratulations . . .
to the lcelandic People on
the occasion of the thirty-
sixth annual gathering of
the lcelandic National
League in Winnipeg, 1955.
©
Grant’s Brewery Limited
-*!
til enda, en hið fyrrnefnda prýð-
isvel ort kvæði og spakmált, eins
og þetta erindi ber vitni:
Hún gildir lítið draumsins dáð
á dægurkvarðans naumu vog.
— En þú fannst heimi stað og
stund
við stjörnudýrð og hnattalog.
Og þó að hagar hendur h-yggi
sér hallir skrauts með glæstum
línum,
það stendur oftast öldum lengur,
sem yrkja' mennt í draumum
sínum.
Hin nánu tengsl skáldsins við
land sitt og fólk og glöggur skiln-
ingur hans á íslenzkum menn-
ingarverðmætum lýsir sér á jafn
minnistæðan hátt í kvæðum
eins og „Múladís“, ,,Kom innar
og heim“, „Litur vors lands“,
„Hey“ og „Vangaföl og vind-
svöl“, sér um svip, en öll hin
snjöllustu og athyglisverðustu.
Eigi mun það þó ofmælt, að
kvæðið „Kom innar og heim“,
sé einna ágætast af kvæðum
þessum og þá um leið eitthvert
allra fegursta kvæði bókarinnar,
en annað erindið er á þessa leið:
Kom innar og heim!
— 1 áranna þys
ber oss ólgandi röst af hjartans
vegi.
Þau slokkna í höndum vor
heilögu blys,
vort hásumar verðu skuggi af
degi.
Á vorgróður hugans leggst
hversdagsins fönn
í heillandi glaumi, í lamandi önn.
En innst í hjarta býr einmana
tregi,
sem ómar klökkum hreim:
— Kom innar og heim!
Sama máli gegnir um loka-
kvæðið í bókinni og samnefnt
henni, „Undir stjörnum og sól“;
það er hlaðið frjórri hugsun og
táknrænni, og listrænt að formi,
eins og upphafs og næst síðasta
erindið sýna, þó að þau njóti sín
enn betur lesin í samhengi
kvæðisdeildar innar:
Ó, sól minnar bernsku
hve björt og fögur þú skín
á bláhvelfi horfinna daga
yfir minninga löndum!
Um hjarta mitt streymir þinn
ylur sem ódáins vín.
t Ijósi þínu leit ég fyrst
spyrjandi augum
það land og fólk, sem örlög mín
skyldu bundin.
— Þau eiga mér síðan innsta
neistan í taugum.
----0----
En þó að vér eigum þar
villu- og vandræðaspor
á vegum, sem mannlegt hjarta
má einatt feta,
þú kallaðir, íslands,
ávallt aftur til vor.
Vér fundum á auðn þinni
áttálínur vors hjarta
einir með himinsins stjörnum, er
dagur var þrotinn
og heilagt skin þeirra bar yfir
jöklana bjarta.
Vitanlega eru ekki öll kvæðin
í þessari bók jafnþung á metum
listarinnar, en ég held, að ýkju-
laust megi segja, að þar fyrir-
finnist ekkert lélegt kvæði, hvað
þá ónýtt.
Fagurt er upphafskvæðið „Til
Hönnu“, ort til eiginkonu skálds-
ins, og verður það eigi síður sagt
um ástarkvæðið „Ilma Laita-
kari“. Kvæðið „Æskuvinir“, til-
einkað stúdentunum frá 1922, er
prýðisgott, og yfirleitt má hið
sama segja um önnur tækifæris-
kvæði í bókinni. Margt er t. d.
spaklega sagt í kvæðinu „Bjóð
þú fram allt þitt — og bið þú
góðs!“, sem er kveðja til nem-
enda í Skógaskóla við skólaslit,
en þessi eru niðurlagsorðin:
Bjóð þú fram allt þitt, og bið þú
góðs,
hvað sem bjóða þeir drottnar,
sem veröldin lýtur.
Þitt líf er sem rísandi upphaf óðs,
sem þú yrkir í dáðum, unz
veginn þrýtur.
Og meitlaðu svo hverja
hendingu hans,
sem hæfir minningu göfugs
manns
og drengs, sem var hvarvetna
djarfur og nýtur.
í tækifæriskvæðunum ber þó
hæst minningakvæðið um Guð-
nýju G. Hagalín, sem er meitluð
og markviss mannlýsing.
Skáldleg og heillandi er sú
mynd, sem brugðið er upp af
perlukafaranum í kvæðinu
„Spor í sandi“, og fagurt og heil-
steypt kvæðið „1 áfanga um
kvöld“ og gott dæmi þess, hvern-
ig Sigurði takast náttúrulýsing-
ar, en þannig er kvæðið í heild
sinni:
Ég stekk úr hnakknum, hvíli mig
um stund,
og hugur flögrar langt til
vesturáttar,
er rauðir geislar signa hæð
og sund
og sólin rjóð við fjöllin blá sig
náttar.
Og reykir bœja rísa í loftin hljóð,
á rökkurblæjum allar hœðir
standa.
En þýtt í fjarska niðar lækur Ijóð
og Ijúfir vindar milt af heiðum
anda.
Og hugur kyrrist, hjartað teygar
frið,
og hversu Ijúft og gott er hér að
dreyma!
Hér krokir burkni bjargarskoru
við,
á bláum vogi ungamæður
sveima,
og melasóley blessar blásna
mörk,
og brekkulækir silfur-merla
hjalla.
í dalahvömmum ilma ösp og
björk,
Við bjóðum íslendinga velkomna ó þrí-
tugasta og sjötta ársþing Þjóðræknis-
félagsins 1955, og þökkum góða viðkynn-
ingu og vinsamleg viðskipti þeirra, sem
við höfum notið í liðinni tíð, og vonum að
njóta í framtíðinni.
Canadian Fish Producers
Limited
J. H. PAGE, forstjóri
N.W. Cor. Chambers and Henry
WINNNIPEG SÍMI 74-7451
og undraskin um tinda blárra
fjalla.
Afburða fagurt og djúpri
hugsun þrungið er kvæðið „Lífs-
tregans gáta“; fyrsta erindi þess
kom út í ljóðasafni höfundar,
Yndi unaðsstunda, en nú hefir
hann bætt við það þrem erindum
og er þetta hið síðasta:
Og heimþrá dýpri en hjartans
taugar sig teygja
tekur huga vorn fanginn með
nagandi klökkva.
Þá grátum vér lönd, sem auga
fékk áldrei að eygja,
vort ódáins heimkynni falið í
tímanna rökkva.
En fyrr verður sólin sandkorn í
auðum geimi
og síðasta brosið dáið á
stjarnanna hvörmum,
en andi vor dýrðardögum síns
upphafs gleymi,
ná dauðinn hrífi eitt líf ár
skaparans örmum.
í lokalínum þessa snilldar-
kvæðis er einmitt slegið á þann
strenginn, sem er sterkur grunn-
tónn í þessari ljóðabók Sigurðar,
en það er trúin á lífið og djúp-
stæð lotning fyrir fegurð þess og
tign, trú, sem auðsjáanlega hefir
keypt verið dýru verði beiskrar
reynslu og vökullar íhugunar á
rökum mannlegs lífs.
II.
En Sigurður Einarsson hefir
eigi látið staðar numið í rit-
mennskunni við hinar snjöllu
ljóðabækur sínar frá síðustu
árum. Eins og hann vék að í
fyrrnefndu samtali sínu við
Framhald á bls. 9
HI-SUGAR
New Hybrid
Tómata
Svo auSug aS sykurefni, a8 bragðiS
minnir á vínþrúgur. StærS á við golf-
bolta, dökkrauSar, hraustar og bráS-
þroska; alveg óviðjafnanleg
fyrir niBursoSna
ávexti, ávaxta-
mauk, eftirmat
og fleira þess
háttar. Þetta eru
stórar plöntur alt
a8 sex fetum um-
máls. Einstakar
plöntur gefa oft
af sér bushel af
þrosku8um ávöxt
um. Ný tegund,
sem prý8ir hvaSa
gar8 sem er. —
Pakki af 35 fræ-
um á 35c póst-
frítt.
Ókeypis stór 1955
fræ- og blóma-
r-æktunarbók.
CONGRATULATIONS . . .
to the Icelandic People on the occasion
of the Thirty-Sixth Annual Gathering
of the Icelandic National League, in
Winnipeg, 1955.
ToastMaster
MIGH1Y FINE BREAD!
HERE NOW
At All Leading Grocers . . .
CANADA BREAD CO. LTD.
J. S. FORREST J. WALTON
Manager Sales Manager
Phone 3-7144
A Full Line of Qualily Baking Produds
Hamingjuóskir til íslendinga
\ tilefni af 36. órsþingi Þjóð-
ræknisfélagsins 1955
frá
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
FASTEIGNA SALAR
Leigja og annast íbúðir og verzlunarhús
Alls konar vátryggingar
Lána peninga gegn lágum vöxtum
Fasteigna umsjónarmenn
TIL VIÐTALS OG RÁÐA
J. J. SWANSON & CO. LIMITED
308 Avenue Bldg. WINNIPEG. Manitoba
Sími 92-7538