Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.02.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið tt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0l) um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada Authortzed as Second Class Mail, Poet Office Department, Ottawa Nú líður óðum að þingi Á mánudaginn hinn 21. yfirstandandi mánaðar, kemur saman til fundar hér í borg ársþing Þjóðræknisfélagsins hið þrítugasta og sjötta í röð og er vonandi að það verði fjölsótt sem þá, er frekast má verða og þjóðræknismálum okkar til gagns og sæmdar. Við Vestur-íslendingar stofnuðum félag þetta sjálfir, við eigum það sjálfir og við starfrækjum það sjálfir, og 'það er undir okkur sjálfum komið hve langlíft það verður og hve trútt það reynist því markmiði, er í fyrstu var stefnt að. Tilgangurinn með stofnun félagsins var drengilegur og fagur, en hann var einkum fólginn í því, að hvetja afkvisti íslands í Vesturvegi til fullkomins trúnaðar við þá menningarlegu sérkosti, er íslenzkt þjóðareðli býr yfir og til að standa vörð um tunguna, er dr. Alexander Jó- hannesson komst ekki alls fyrir löngu svo að orði um, að væri í rauninni aleiga okkar Islendinga; og víst er um það frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er, þá vakti fyrir stofn- endum félagsins það eitt, að vinna að því að fremsta megni að Islendingar mætti ávalt verða samkeppnisfærir og menn með mönnum í hérlendu þjóðlífi og nota að aflgjafa íslenzk- ar hetjusagnir og það drengskaparorð, er varanlegt mann- gildi grundvallast á. Alkunna er það, hver ábyrgð því fylgir að vera kominn af góðum stofni og hverjum vanda það er bundið, að láta eigi ofmentnað villa sér sýn, því öllu þarf að stilla í hóf ef vel á að takast til; en tilslökun við réttmætt baráttueðli getur snúist upp í smánarlega vansæmd ef menn, og þá ekki sízt, ef menn telja það til sáluhjálparatriða, að biðja afsökunar á tilveru sinni. Einstrengisleg og einhæf þjóðrækni getur orðið verri en engin þjóðrækni. 1 meðferð þjóðræknismálanna verða breytt viðhorf að takast til greina; á þessu ári verða liðin áttatíu ár frá þeim tíma, er landnám Vestur-lslendinga festi rætur á Gimli; frumherja kynslóðin er nálega með öllu gengin grafarveg og hár annarar kynslóðarinnar fyrir löngu tekið að grána; margir af þriðju kynslóðinni mæla enn allveg á íslenzku og styrkja íslenzk mannfélagsmál og telja má jafnframt víst, að hliðstæðrar góðvildar megi vænta af þeirri fjórðu og 'þar fram eftir götunum sé jarðvegurinn með nærgætni og fyrirhyggju plægður; eigi Þjóðræknisfélagið þá framtíð fyrir höndum, sem velunnarar þess vona að það eigi, verður það að rýmka svo til, að í húsi þess rúmist allir, allir, er rætur sínar rekja til gamla landsins „góðra erfða“ og vita vilja einhver skil á uppruna sínum. Hvað ætti að verða því til fyrirstöðu, að Icelandic National League verði við líði í aldir fram? Sons and Daughters of Norway, samtök amerískra þegna af norskum ættum í Bandaríkjunum, sem eru miklu eldri en Þjóð- ræknisfélagið, bera ekki á sér nein dauðamörk og hugsa bjart til framtíðarinnar. En þótt við stöndum á krossgötum í þjóðræknismálum okkar frá tungumálalegu sjónarmiði séð, réttlætir það ekki að neinu leyti uppgjöf í baráttunni fyrir verndun íslenzkrar tungu í þessari álfu nema síður sé; slíkt er eðli norrænna manna að færast því meir í auka sem róðurinn þyngist í stað þess að leggja árar í bát; eftir áttatíu ár á íslenzkan hér víða sterk ítök, og sanni menn við hana í verki trúnað sinn, skín sól hennar enn lengi á lofti; fyrir það, sem maður ann verður aldrei of mikið á sig lagt. Við þurfum vandlega að gæta þeirra Stoða, er undir Þjóðræknisfélagið renna, svo sem blaðanna, er við getum ekki verið án, eigi alt ekki að fara í kalda kol. A undanförnum þingum hefir það í fullri alvöru verið brýnt fyrir erindrekum úr hinum ýmsu bygðum, er þjóð- ræknisþingið sækja, að vinna heima fyrir að útbreiðslu blaðanna svo sem föng standa til; slík brýning virðist hafa borið misjafnan árangur hverju, sem um er að kenna; það er ekki holt, að varpa öllum sínum áhyggjum upp á fram- kvæmdanefnd félagsins; starfsmenn hennar eru allir undan- tekningarlaust önnum kafnir við dagleg skyldustörf, og þótt nefndin sé vitaskuld ekki almáttug og ef til vill nokkuð sein á sér, er til stórræða kemur, hefir félagið þó gilda ástæðu til að vera henni þakklátt fyrir hvers konar nytja- störf í þágu þess; hún vinnur öll sín störf endurgjaldslaust, en slíkt fellur vafalaust í frjóva jörð, að minsta kosti hjá þeim, sem helzt kjósa að fá alt fyrir ekki neitt. Þjóðræknisfélagið er nákvæmlega háð sömu lögum og önnur félög; það þróast því aðeins, að allir meðlimir þess finni til ábyrgðar þeirrar, sem á þeim hvílir og ræki skyldur sínar. Glatið ekki göfgi málsins góðar konur, vaskir menn! Þó að liggi leið á brattann langt er fram til nætur enn Ný bók um Arabíu-Lawrence þar sem hann er talinn falsari og skrumari 1 París er nýkomin á mark- að bók um brezku hetjuna, Arabíu-Lawrence. í þessari bók skýtur nokkuð skökku við um það álit, sem Lawr- ence hafði á sér. Þjóðsög- urnar um hann hljóðuðu upp á þúsund eyðimerkur leiðangra. Hann var prins af Mekka og hélt því sjálfur fram, að hann hefði bjeytt gangi sögunnar og næstum af eigin rammleik sett kon- unga í hásæti. í þessari nýju bók segir að Arabíu-Lawr- ence hafi ekki verið annað en gáfaður falsari, einn sá mesti, sem sögur fara af á þessari öld. Brenzku blöðin flytja feitletraðar forsíðu- fregnir af bókinni og því, hvernig hinni brezku hetju hafi verið hnykkt niður. Höfundur þessarar djörfu bókar er Richard Adlington, kunnur sagnfræðingur og rit- höfundur. Adlington er brezkur, en bókin kom út í París í fyrri viku og er á frönsku. Bókin hef- ir þegar vakið geysiathygli og því er spáð, að hún eigi eftir að ná heimsfrægð, ekki síður en Arabíu-Lawrence. Bókin mun koma út í Englandi síðast í þess- um mánuði og nefnast „Arabíu- Lawrence — ævisöguleg athug- un“. Franska útgáfan ber eftir- farandi áletrun á kápu: Hið ein- stæða falslíf manns, sem var hinn mikli óvinur Frakklands í austri. (Það verður varla séð, hvernig þessi orð fá staðist, ef maðurinn hefir verið áhrifalaus falsari). Kunnur höfundur Adlington er kunnur höfund- ur, sextíu og þriggja ára gamall og tvígiftur. Hann skrifaði bók- ina „Hetjudauði“, sem er sögð af mörgum vera bezt heppnaða stríðssagan. Adlington er lang- dvölum erlendis og hefir ferðazt mikið með Aröbum um eyði- merkurnar, á þeim slóðum, sem Arabíu-Lawrence gat sér mestr- Raunalegar óstæður Að því er ráða má af nýjum fregnum frá Johannesburg, er síður en svo að kynþáttastríðið í Suður-Afríku sé í rénun, því hið gagnstæða sýnist efst á baugi; hvítu yfirvöldin höfðu svo fyrirmælt, að útjaðrahverfi nokkurt í Sophiatown skyldi framvegis verða bústaður hvítra manna, en Negrar flæmdir þaðan á brott; út af þessu kom til nokkurra rysk- inga, er eigi lauk fyr en 250 manna vopnuð lögregla kom til sögunnar og sýndi Negrunum í tvo heimana; hinn nýi stjórnarformaður, sá, er við tók af Dr. Malan, virðist ekki ætla að verða pólitískur föðurbetrungur í viðskiptum sínum við Negrana, sem miskunnarlaust verða að gjalda litar- háttar síns. t—■ 1 HAMINGJUÓSKIR . . . til íslendinga í tilefni af 36. ársþingi þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21 .-23. feb. 1955. ALDO'S BAKERY “Once You Buy to Try— You Will Always Try to Buy” 613 Sargenl Ave.. Winnipeg Phone 74-4843 ÞRITUGASTA OG SJÖTTA MIÐSVETRARMÓT Þjóðræknisdeildarinnar FRÓN verður haldið í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU mánudaginn 21. febrúar 1955 OH, CANADA Ó, GUÐ VORS LANDS SKEMMTISKRÁ: ÁVARP FORSETA Jón Johnson EINSÖNGUR Joy Gíslason 1. Svanasöngúr á heiði ..-...S. KALDALÓNS 2. SáuÖ þið hana systur mína .PÁLL ÍSÓLFSSON Undirspil ELMA GÍSLASON RÆÐA — Nokkur orð um ísland Marja Björnsson EINSÖNGUR Lilja Eylands 1. Vögguljóð ............JÓN FRIÐFINNSSON 2. 1 snörunni fuglinn fastur sat, PÁLL ISÓLFSSON raddsetti Undirspil SIGRID BARDAL EINLEIKUR A ORGEL Björg Isfeld UPPLESTUR — Bragarbót — Matthías Jochumsson —Ragnar Stefánsson EINSÖNGUR Ingibjörg Bjarnason 1. Sjá dagar koma .. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 2. Serenada til Reykjavíkur .S. KALDALÓNS Undirspil SIGRID BARDAL ERINDI — Á flæðiskeri Dr. Valdimar J. Eylands ELDGAMLA ISAFOLD — GOD SAVE THE QUEEN Við hljóðfœrið SIGRID BARDAL Aðgönguiniðar fást í bókabúð Davíðs Björnssonar og við dyraar. — Veltingar verða til söíui í fumlarsal kirkjunnar. INNGANGCR * 1.00 - BYRJ \R STUNDVlSLEGA KL. 8 E. H. ar frægðar. Tvímælalaust mun bókin vekja miklar deilur og verða mótmælt af vinum Lawr- ence og þeim, sem hafa ritað um ævi hans. Hégómagirnd Adlington heldur því fram, að um tuttugu ára bil, hafi Arabíu- Lawrence komið heiminum til að trúa uppspunnum sögum um karlmennsku sína, þegar hann var á sama tíma ekki annað en lítill kall haldinn brjálæðislegri hégómagirnd og þyrstur í opin- bera viðurkenningu. í bókinni er Arabíu-Lawrence lýst sem Framhald á bls. 7 HÁMINGJUÓSKIR . . . til Islendinga í tilefni af 36. ársþingi þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21 .-23. feb. 1955. WILLIAM A. McKNIGHT DRUGGIST Sherbrook and Weslminsler 871 Wesíminsler Phone 3-0151 Phone 3-5311 I Hamingjuóskir . . . til Islendinga í tilefni af 36. ársþingi Þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21.—23. feb.1955. A. S. BARDAL L I M I T E D 843 SHERBROOK ST„ WINNIPEG Phone 74-7474 Established 1894 K COMMERCIAL FISHING AND MARINE SUPPLIES Nylon Cotton and Linen Gill Netting The Fisherman’s Choice RUBBER, NEOPRENE and PLASTIC APRONS, GLOVES, COATS and PANTS MARINE HULL AND DECK BLUESTAR PAINTS It’s Cheaper to use the Best . Use BLUESTAR MARINE HARDWARE OF ALL KINDS HAND PUMPS - - GEAR PUMPS PARK-HANNESSON LTD. II v»wiisHís || exterior paint WHITE 55 Arlhur St. WINNIPEG, MAN. 10228-98th St. EDMONTON. Alta. Hittumst heil á þingi!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.