Lögberg - 24.03.1955, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955
3
Árbók Hóskóla íslands
Eftir prófessor RICHARD BECK
Árbók Háskóla íslands er allt-
af góður fengur þeim, er fylgjast
vilja með þróun þeirrar æðstu
menntastofnunar landsins, og
þá um leið með íslenzkum
nænningar- og fræðslumálum á
víðtækara grundvelli.
Nýkomin er út í Reykjavík
Árbókin fyrir háskólaárið 1953
til 1954, og flytur hún að vanda
margvíslegan fróðleik um starf
háskólans. Skipar þar öndvegi
ræða sú, er þáverandi rektor
háskólans, dr. Alexander Jó-
hannesson prófessor flutti á há-
skólahátíðinni 1. vetrardag, 24.
október 1953. Er ræða rektors,
svo sem vænta mátti, hin at-
hyglisverðasta og tímabærasta.
Hóf hann mál sitt með því að
minnast fagurlega þeirra Árna
Pálssonar prófessors og dr.
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups,
er báðir komu einnig við sögu
vor íslendinga í Vesturheimi og
eiga ítök í hugum margra landa
þeirra hérna megin hafsins.
Um vöxt háskólans og um ís-
lenzkt námsfólk á æðri skólum
innan lands og utan fór rektor
þessum orðum: „Háskólinn er í
örum vexti .... 1 upphafi há-
skólans voru stúdentar 45, en
nú er tala innritaðra stúdenta
759. Ýmsum kennaraembættum
hefir verið bætt við og nýjum
kennslugreinum, og þó herma
skýrslur, að við nám erlendis séu
nú samtals yfir 400 Islendingar.
í þessum hópi eru margir, sem
eru ekki stúdentar og leggja
stund á margs konar fræðigrein-
ar (alls konar listir, málaralist,
myndhöggvaralist, hljómlist o.
fl.), en stúdentar munu þó vera,
hér heima og erlendis, nál.
900—1000. Má af þessu sjá, hve
námfús íslenzk æska er og hví-
líkt ofurkapp ýmsir foreldrar
leggja á að láta börn sín ná stú-
dentsprófi og hefja síðan há-
skólanám. Á síðastliðnu vori
luku 211 stúdentsprófi, við
menntaskólana í Reykjavík og á
Akureyri og við Verzlunarskóla
íslands.“
Samsvarandi aukinni aðsókn
og nýjum kennslugreinum hefir
háskólinn einnig fært út kví-
arnar um nauðsynlegan húsa-
kost, og ætlar nú að hefjast
handa um byggingu náttúru-
gripasafns ríkisins; en um fjár-
mál háskólans og framtíð fjall-
aði rektor ítarlega í þessari ræðu
sinni. 1 lok hennar minnti hann
hina ungu stúdenta síðan kröft-
uglega á ábyrgð þeirra og skyld-
ur gagnvart þjóðfélaginu og
eggjaði þá lögeggjan til dáða.
Taldi hann, að sjálfsagi og hrein-
leiki hugans væri framar öllu
nauðsynlegt til þess að sigrast á
erfiðleikum lífsins, er fram-
undan væru á braut þeirra.
Þá eru í Árbókinni greina-
gerð um störf háskólaráðs á
árinu, skrá yfir kennara háskól-
ans og stúdenta, kennsluskrá og
prófa í hinum ýmsu háskóla-
deildum, skýrsla um háskóla-
safnið, fjárhagsskýrslur og yfir-
lit yfir störf stúdentaráðs á um-
ræddu tímabili, auk anngrs, sem
nánar skal vikið að.
í júníbyrjun sæmdi guðfræði-
deild háskólans biskupinn yfir
íslandi, herra Ásmund Guð-
mundsson, heiðursdoktorsnafn-
bót í guðfræði í viðurkenningar-
skyni fyrir framúrskarandi há-
skólakennslu hans í þeirri fræði-
grein í rúman aldarfjórðung og
fyrir vísindastarf hans á því
sviði og önnur margþætt störf
hans og mikilvæg í þágu kirkju
og kristni þjóðarinnar.
Þrír menn unnu til doktors-
nafnbótar á árinu. Guðni Jóns-
son (frá Eyrarbakka) hlaut
doktorsnafnbót í heimspeki fyrir
hið mikla og gagnmerka rit sitt,
Bólstaðir og búendur í Stokks-
eyrarhreppi, en um það hefi ég
áður ritað hér í blaðinu. Bjarni
Jónsson læknir (frá Isafirði)
hlaut doktorsnafnbót í læknis-
fræði fyrir rit á ensku í þeirri
grein. Halldór Halldórsson
dósent (einnig frá ísafirði, en af
austfirzkum ættum, bróðurson-
ur dr. Björns Bjarnasonar frá
Viðfirði) hlaut doktorsnafnbót
í heimspeki fyrir rit sitt íslenzk
orðtök, hið merkasta brautryðj-
endarit í þeirri fræðigrein, og
hefi ég í huga að rita um það
síðar hér í blaðinu.
Háskóli íslands hélt hátíðlegt
með mjög virðulegum hætti
aldarafmæli öndvegisskálds vors
Stephans G. Stephanssonar, eins
og sagt er frá í Árbókinni, og er
þar einnig birt hið prýðilega
ávarp, sem Alexander rektor
flutti við það tækifæri; einnig
flutti dr. Steingrímur J. Þor-
steinsson prófessor ítarlega og
fræðimannlega ræðu um skáldið,
og er hún prentuð í Skírni 1953
(bls. 18—36). Skuldum vér Is-
lendingar í landi hér háskólan-
um þakkir fyrir að hafa minnst
svo veglega þessa merkisafmæl-
is hins mikla skálds og land-
námsmanns úr vorum hópi Vest-
manna.
í Árbókinni er einnig getið að
nokkuru bókasýningar íslenzkra
fræða 1911—1954, er háskólinn
efndi til í tilefni af 10 ára af-
mæli lýðveldisins og haldin var
í bogasal Þjóðminjasafnsins 16.
til 27. júní. Sýninguna sóttu 900
manns. Náði hún til þeirra rita
einna, sem íslenzkir menn, innan
lands og utan (að Vesturheimi
meðtöldum), unnu að á þessu
tímabili, og sýndi það ótvírætt,
að þeir hafa ekki setið auðum
höndum, enda var sýning þessi
um allt hin lærdómsríkasta.
Sýningarnefndina skipuðu þessir
menn: Dr. Þorkell Jóhannesson
(núverandi háskólarektor), for-
maður; dr. Björn Sigfússon, há-
skólabókavörður; dr. "Einar Ól.
Sveinsson prófessor; Finnur Sig-
mundsson, landsbókavörður; og
Kristján Eldjárn, þjóðminja-
vörður, og má með sanni segja,
að þar var hvert rúm vel skipað.
I gagnorðum formála að bækl-
ingi um sýninguna komst dr.
Alexander Jóhannesson þannig
að orði, og tala þau ummæli til
Islendinga hvarvetna:
„Rannsóknir íslenzkrar tungu,
íslenzkra bókmennta og ís-
lenzkrar sögu eru nátengdar
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar,
og öllum er Ijóst, að meiður Is-
lendinga mun visna og kala í rót,
ef þessar þrjár höfuðgreinar fá
eigi að njóta yls og birtu og að-
hlynningar, svo að hann megi
blómgast og dafna á ókomnum
öldum. Þótt margt hafi verið
unnið á liðnum árum í víngarði
íslenzkra fræða, bíða ótal við-
fangsefni framtíðarinnar. „Að
rækta garð sinn er að rækja
skyldu s;na“, gæti verið eink-
unnarorð hverrar menningar-
þjóðar, og engum ríður meir á
þessu en fátækri og fámennri
þjóð, er hlotið hefir ættgöfgi í
arf og ber ríkan metnað í brjósti
sínu.“
Það hefir verið venja, að Ár-
bókinni hefir löngum orðið sam-
ferða fylgirit eftir einhvern há-
skólakennaranna, og er það orðið
mikið ritsafn og merkilegt að
sama skapi. Að þessu sinni er
fylgiritið Some Remarks on the
Origin of the N-Sound (Nokkrar
athugasemdir um uppruna N-
hljóðsins) eftir dr. Alexander
Jóhannesson. Heldur höfundur
hér áfram rannsóknum sínum
um uppruna tungumála, sem
þegar hafa dregið að sér athygli
fræðimanna víða um lönd. Færir
hann í ritgerð þessari ný rök
fram fyrir skoðunum sínum, er
vafalaust munu vekja verðuga
eftirtekt sérfræðinga í þeim
greinum út um hinn menntaða
heim.
Stalínismi ón Stalíns
Sjötugasti og fimmti afmælis-
dagur Stalíns var hátíðlegur
haldinn um gervöll Sovétríkin,
þann 21. desember. Ræður voru
fluttar um Stalín og lífsstarf
hans um allt landið, einkum þó
í verksmiðjum og á samyrkju-
búum, en langar minningar-
greinar birtust í blöðunum.
Dagskipunin var gefin og línan
dregin þegar þann 19. desember
með langri neðanmálsgrein í
„Pravda“, sem ræðumenn og
minningagreinaritarar fylgdu
síðan trúlega.
Hinir nýju framámenn Sovét-
ríkjanna sáu hins vegar um það,
að ekki yrði um nein stórkostleg
hátíðahöld að ræða í þessu sam-
bandi, enda steinþögðu þeir
sjálfir, að því er bezt verður
vitað. Þeir létu prófessorum og
öðrum minni háttar fulltrúum
hins opinbera það eftir, að
kynna þjóðinni hina nýendur-
skoðuðu Stalínarfsögn.
Þegar þeir Malenkov, Bería og
Molotov fluttu kveðjuræðurnar
við útför Stalíns, var það vís-
bending af þeirra sjálfra hálfu
um það, að þeir væru mennirnir,
sem skyldu ríkið erfa. Um leið
og þeir höfðu skipt með sér
valda-arfinum, tóku þeir þegar
að sýna minningu Stalíns furðu-
legan kulda. Nú hafði sem sé
samábyrg stjórnarforusta aftur
verið upp tekin í Sovétríkjun-
um, en það stjórnarfyrirkomu-
lag samrýmdist ekki foringja-
einræði Stalíns, og svo virðist
sem hinir nýju leiðtogar hafi
helzt kosið að losa sig við ýmis-
legt af þeirri einstrengingslegu
hörku, sem einkenndi stjórn og
stjórnmálastefnu Stalíns.
En hins vegar var þeim ljóst,
að ekki var unnt að strika yfir
nafn Stalíns þegjandi og hljóða-
laust. Það varð ekki numið úr
flokkssögunni, og því áttu þessir
nýju leiðtogar ekki annars kost,
en gera tilkall til valda-arfsins á
þeim grundvelli, að þeir hefðu
verið nemendur Stalíns og bar-
áttu'félagar og notið trausts
hans. En um leið urðu þeir að
finna hinni viðteknu kenningu
frá Stalín-tímabilinu nýtt form,
og nú fór langur tími í rökræður
og bollaleggingar, og sýndist sitt
hvað, eins og oft vill verða,
þegar margra ráð koma saman.
Smám saman hefir svo náðst
samkomulag um eins konar end-
urskoðaða arfsögn, Stalínshelgi-
sögn í nýrri og styttri útgáfu,
þar sem starfi og forustu Stalíns
innan flokksins er lýst óbeint, öll
áherzlan lögð á flokkinn og
minni á persónuna. Það var
ósköp sakleysislegur Stalín, sem
brosti við lesendunum á forsíðu
Pravda, þann 21. desember.
Ræðurnar og minningargrein-
arnar voru að öllu leyti sam-
kvæmt hinni endurskoðuðu arf-
sögn, Stalín lýst sem hinum
snjalla leiðtoga, baráttufélaga og
nemanda Lenins. Hann var mað-
urinn, sem hafði aukið kenn-
ingafræði Lenins í nokkrum
þýðingarmiklum atriðum, og
um fram allt samhæft hana nýj-
um viðhorfum. Starfi hans og
forustu er lýst fyrst og fremst
þannig, að alls staðar komi
greinilega í ljós, að það hafi
verið hugsjónir og kenningar
Lenins, sem honum tókst að
gera að veruleika.
En þessir sömu endurskoðend-
ur eiga enn við eitt mikilvægt
úrlausnarefni að glíma. Hvernig
er unnt að samræma aðdáun á
leiðtoganum, hinum látna ein-
ræðisherra, því forustukerfi,
sem nú hefir verið tekið upp.
Orðin „leiðtogi" og „foringi“,
eru eingöngu notuð um Lenin,
en Stalín nefndur „snillingur“,
þegar bezt lætur. Þegar sagt
er frá þeirri staðreynd, að
Stalín var í raun réttri æðsti
maður Sovétríkjasambandsins í
þrjá áratugi, er það orðað þann-
ig, að hann hafi verið formaður
flokksmiðstjórnarinnar það tíma
bil, og um leið áherzlan lögð á
mikilvægi þess flokksembættis
og þá um leið starfsemi flokks-
\
ins. Þannig haga þessir nýju
skriftlærðu sér einnig, þegar
þeir geta gamalla flokksvið-
horfa, — þá vitna þeir alltaf í
flokkssamþykktir frá þeim tíma,
en ekki í rit Stalíns.
Þess utan er seilst til þess, að
ne’fna Stalín aldrei einan, heldur
er jafnan getið annarra gamalla
baráttufélaga og nemenda Len-
ins um leið og á hann er minnst,
sem hafi eftir að Lenin leið,
haldið áfram baráttunni gegn
Trotskyistum og Bukharinistum.
Hverjir þessir „aðrir“ voru er
hins vegar aldrei skilgreint
nánar, enda er hinum skrift-
lærðu þar ærinn vandi á hönd-
um, þar sem Stalín ástundaði
það yfirleitt fyrst og fremst að
losa sig á einn eða annan hátt
við alla gamla baráttufélaga og
nemendur Lenins. En sá tilgang-
ur er engu síður jafngreinilegur,
að láta það líta þannig út, að
hinir nýju leiðtogar hafi ekki
aðeins verið samverkamenn og
nemendur Stalíns, heldur og
Lenins, Þessu er þó dálítið örð-
ugt að koma heim, þar eð Molo-
tov var sá eini þeirra, sem sat
í Kreml á dögum Lenins, og
gegndi þar meira að segja frem-
ur þýðingarlitlu embætti.
En þegar þeir skriflærðu hafa
goldið Stalín hrós af ýtrustu
starfsemi, er blaðinu snúið við,
og tekið að lýsa öllum þeim
kostum, sem samábyrgri leið-
togastjórrt sé samfara, og gera
þeir þá meira að segja enga til-
raun til að vitna í Stalín þeim
fullyrðingum til stuðnings. Hiris
vegar er þá skýrt fram tekið, að
það hafi einmitt verið ein af
grundvallarkenningum Lenins,
að ekki bæri að breyta um frá
samábyrgri forustu, hafi hann
jafnan fordæmt allar slíkar til-
raunir harðlega, svo og hverja
minnstu tilraun til þess að veita
einstaklingi ákvörðunarrétt eða
óskorað áhrifavald. Einkum er
áherzla á það lögð af þeirra
hálfu, að Lenin hafi alltaf kallað
miðstjórn flokksins hina „sam-
ábyrgu forustu" hans.
Hinir nýju samábyrgu leiðtog-
ar leggja því enga dul á það, að
þeir hafi látið viðteknar kenn-
ingar frá Stalíntímabilinu lönd
og leið. Og um leið verður að
sjá svo um, að persónulegt hlut-
verk Stalíns verði ekki alltof
umfangsmikið í sögu flokksins,
enda þótt nú megi viðurkenna,
að hann hafi verið mikilmenni.
Og hrósið, sem Stalín var goldið
þann 21. desember s.l. sýnir, að
þeim sé það ekki jafn mikið á-
hugamál nú og þeim var áður,
að varpa frá sér allri ábyrgð,
hvað stjórnartímabil hans
snertir.
Það er athyglisvert, hve mjög
Stalín er hrósað fyrir það í þess-
um minningagreinum, að hann
lagði svo mikla áherzlu á eflingu
þungaiðnaðarins. Um leið er það
undirstrikað, að þeirri stefnu
beri að halda áfram einnig nú.
Þetta er í nánu sambandi við
það lof, sem borið er á herveldið,
sem Stalín skóp, og sem hin
nýja forusta leggur áhrezlu á,
að enn verði að-efla og auka.
Einnig er þess krafist, að staðið
sé á verði gagnvart erlendum
áhrifum. I því sambandi er vitn'-
að í síðasta boðskap Stalíns 1952,
og skilgreiningu hans þar á því,
að heiminum hafi nú verið
skipt í tvær andstæðar heildir,
og að vestræna auðskipulagið
neyði valdahafana til að leita
úrlausna vandamálanna í nýjum
styrjöldum.
Á þann hátt er þegnum Sovét-
ríkjanna bent á mikilvægi hers-
ins, og að þeir verði að láta sér
lynda, þótt þarfir hans séu látn-
ar sitja fyrir þörfum almenn-
ings. Og um leið eru andlegir
framamenn í Sóvétríkjunum
varaðir við að láta lokkast af
alþjóðlegum sjónarmiðum vest-
urveldanna og á þá skorað, að
taka ótvíræða afstöðu gegn
þeim. Þetta er þá boðskapur
þeirra, sem erfðu ríki Stalíns.
ðusiness and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Re-Roofing — Asphalt Shingles
Insul-Bric Siding
Vents Installed to Help Eliminat.e
Condensation
832 Simcoe St. Winnipeg, Man.
Gilbarl Funeral Home
Selkirk, Manltoba.
J. Roy Gilbart
Licensed Embalmer
Phone 3271 Selkirk
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræðingur i augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimasiml 40-3794
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
st. Mary’s and Vaughan. Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
J08 AVENUE BLDG. WINNIPEO
Fasteignasalar. Leigja hús. Ct-
vega peningalán og eldsábyrgB,
bifreiðaábyrgB o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
For Quick, Reliable Service
Dunwoody Saul Smith
& Company
Charlered Accountants
Phone 92-2468
100 Princess St. Winnipeg, Man.
And offices at:
FORT WILLIAM - KENORA
FORT FRANCES - ATIKOKAN
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MANITOBA
Phones: Office 26 — Residence 230
Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m.
HofiS
Höfn
í huga
Heimili sólsefursbarnanna.
Icelandic Old Folks’ Home Soc
3498 Osler St., Vancouver, B.C.
Thorvaldson. Eqgertson.
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg
Portage og Garry St.
PHONE 32-8291
ARLINGTON PHARMACY
Prescription Specialist
Cor. Arlington and Sargenl
Phone 3-5550
We collect light, water and
phone bills.
Post Office
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Dlrector
Wholesale Distributors of Frozen Fish Fresh and
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Ltd.
J. CLUBB
FAMILY DRUGGIST
SERVING THE WEST END FOR
27 YEARS
Phone 74-4422 Ellice & Home
Office Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
Thorarinson & Appleby
Barristers and Solicitors
S. A. Thorarinson, B.Sc.. L.L.B.
W. R. Appleby. B.A., L.L.M.
701 Somerset Bldg.
Winnipeg, Man. Ph. 93-8391
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Stofnað 1894 SlMI 74-7474
Phone 92-7025
H. J. H. PALMASON
Chartered Acccnntant
505 Confederation Life Buildlng
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, TALLIN, KRIST-
JANSSON, PARKER AND
MARTIN
BARRISTERS — SOLICITORS
Ben C. Parker, Q.C.
(1910-1951)
B. Stuart Parker, Clive K. Tallin,
Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B.
Parker, W. Steward Martin.
5th fl. Canadian Bank of Commerce
Building, 389 Main Street
Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðor.
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smlth Si. Wlnnlpeg
PHONE 92-4624
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Simi 92-6227
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave. Winnipeg
PHONE 74-3411
EGGERTSON
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandl ARNI EGGERTSON Jr.
SELKIRK HETAL PRODUCTS
Heykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hltaeiningar-
rör, ný upptynding. Sparar eldl-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum.—Skrifið, slmið til
KELLY SVEINSSON
825 W&ll 8t. Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Símar 3-3744 — 3-4431
Van's Etectric Ltd.
636 Sargenl Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
Phone 3-4890
J. Wilfrid Swanson & Co.
Insurance in all its branches
Real Eftate - Mortgages - Rentali
21« POWER BUILDING
Telephone 93-7181 Res. 46-34M
LET US SERVE YOU