Lögberg


Lögberg - 24.03.1955, Qupperneq 8

Lögberg - 24.03.1955, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. MARZ 1955 Sigldi á fleka yfir Atlanzhaf og lifði góðu lífi ó „landsins gæðum" Úr borg og bygð Veilið athygli! Af ófyrirsjáanlegum ástæðum verður FRÓNS-fundinum, sem halda átti 1. apríl, frestað til 11. apríl. — Skemmtiskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. —Nefndin ☆ Á fimtudaginn hinn 17. þ. m., lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni GunnlaugUr Há- varðsson eftir alllanga vanheilsu 59 ára að aldri, er starfað hafði í þjónustu sambandsstjórnar í 39 ár við tollgæzludeildina; hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni við góðan orðstír. Gunn- laugur var fæddur í Hnefilsdal á Jökuldal, sonur þeirra Guð- mundar Hávarðssonar og Maríu konu hans, sem bæði eru nú látin í Lundarbæ hér í fylkinu. Gunnlaugur var góður drengur og vinfastur svo sem hann átti kyn til; hann lætur eftir sig konu sína Jean að nafni og tvo bræður, Aðalvarð á Lundar og Sigurð í Winnipeg. Útförin var gerð frá Bardals á mánudaginn. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Þann 27. des. s.l. lézt að heimili sínu í Blaine, Wash., U. S. A., Jón Stefánsson, 74 ára að aldri. Hann var ættaður úr Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Stefán Jónsson og Kristín Jónsdóttir, búsett að Skinnalóni, Melrakka- sléttu, við Raufarhöfn. Jón lætur eftir sig ekkju sína, Guðfinnu Backman Stefánsson og eina dóttur, Louise Welty í Alamo, California, og einn son Alfred og sex barnabörn. — Hann var jarðsunginn af séra Eric Sigmar 29. jan. að fjölda fólks við- stöddum. Jón heitinn varð bráðkvaddur af hjartaslagi. ☆ Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til spilasamkomu (Bridge) í fundarsal kirkjunnar á þriðju- dagskvöldið hinn 29. þ. m.; eru slíkar samkomur vinsælar og jafnan fiölsóttar. Alls konar góð- gæti, kaffi og sætabrauð á tak- teinum. ' ALBERTA DISTILLERS Sales Manager H. W. SCAMMELL Appointment of Henry W. “Hank" Scammell as Manitoba Sales Manager of Alberta Distillers, Limited, is announced by R. I. P. Crotty, Western Sales Manager. Mr. Scammell takes over his duties immediately with headquarters at 100 Mclntyre Building, Winni- peg. A former Winnipeg man, he brings to his new post wide experience in the sales field in British Golumbia where he has resided in recent years. Á þriðjudaginn í fyrri viku lézt á sjúkrahúsi í Rugby í North Dakota, Margrét Gísladóttir Jónsson (Johnson), ekkja Sig- urðar Jónssonar frá Syðstu- Mörk, er var kunnur fróðleiks- maður og ritfær vel og lengi bjó að Bantry, N.D. Frú Margrét var rúmlega áttræð að aldri og hafði upp á síðkastið dvalið á elliheimilinu Höfn að Mountain og þar í bænum var útgerð hennar gerð á laugardaginn; dóttir hennar, Mrs. S. Wopnford frá Árborg fór suður til að vera við kveðjuathöfnina. ☆ Icelandic Canadian Club The Icelandic Canadian Club Meeting held in the First Feder- ated Church, March 19, was most interesting and enjoyable. The film “Man With a Thou- sand Hands” deserves special mention. It portrays graphically the marvels of that engineering feat, the building of the power site, at Kitimat, British Colum- bia. Man, with his machine changes the face of nature and harnesses p o w e r f u 1 natural forces to his will. This is one incident i n t h e marvellous growth that is taking place in Canada from coast to coast to- day. Following the film, there were eleven tables of bridge, then re- freshments, then dancing. —W.K. ☆ Séra Bragi Friðriksson og frú frá Lundar og séra Robert Jack frá Árborg voru í borginni í fyrri viku. ☆ Mr. Hannes J. Lindal fésýslu- maður frá Toronto, hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga í heimsókn til ættingja og annara vina. ☆ Síðastliðinn laugardag lézt á Johnson Memorial sjúkrahúsinu á Gimli, Halldór Eastman fyrr- um póstmeistari í Riverton 81 árs að aldri, mikilsvirtur maður, er jafnan tók virkan þátt í mannfélagsmálum bygðarlags síns; hann kom ungur af Islandi til þessa lands. Mr. Eastman lætur eftir sig fimm sonu: Hálfdán, Halldór, John, Herbert og Gunnstein, ásamt fimm dætr- um: Mrs. Emil Renaud, Mrs. H. Baldwinson, Mrs. Alli Sigvalda- son, Mrs. Hanna Björnsson og Mrs. Charles Carphin, 50 barna- börn og 25 barnabarnabörn; einnig lifa hann tveir bræður, Eric og Alex, og sex systur, Mrs. A. Grímsson, Mrs. H. Ásgríms- son, Mrs. L. Rice, Mrs. John Erickson, Mrs. E. White og Mrs. C. Eyjólfsson. Útförin var gerð frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton á miðvikudaginn og fluttu þar kveðjumál sóknarpresturinn sr. Robert Jack í Árborg og sr. Sigurður Ólafsson í Selkirk. ☆ The next meeting of the Jón Sigurdson Chapter I. O. D. E. will be held at the home af Mrs. Erle Helgason, 560 Waverley St., River Heights on Friday Eve., April lst at 8 o’clock. Það var síðla árið 1952, að brezkt flutningaskip stöðv- aðist á leið yfir Atlanzhaf, og skipverjar höfðu sam- band við mann, sem var einn á ferð á gúmmífleka um óravíddir hafsins. Þetta var ungur maður og hann hafði verið fimmtíu og einn dag í hafi. Þegar hann steig um borð í skipið var hann með þykkt, svart alskegg og slitin föt hans voru þakin salti og fiskblóði. Maðurinn var Frakki og hét Alain Louis Bombard, tuttugu og átta ára að aldri. Hann hafði hafið siglingu sína á flekanum frá Las Palmas á Kanaríeyjum um miðjan október. Þennan fimmtíu og einn dag, sem hann hafði verið á siglingu, hafði hann eingöngu lifað á fæðu og vökvum, sem hann náði í úr sjónum: Fiski, sjófuglum og sævargróðri, sem flaut á yfir- borðinu, sjó, regni og dögg. Vild sanna, að hægt væri að lifa á sjó Bombard hafði lagt upp í þessa sögulegu ferð til að sanna umheiminum, að skipreika menn gætu lifað á „landsins gæðum“, ef þeir hefðu nauðsynlega þekk- ingu á þeim vandamálum, sem að þeim steðjuðu í slíku tilfelli og yrðu ekki óttaslegnir eða gæfust upp. Undanfari þessarar siglingar Bombards hófst árið 1951, þegar hann og vinur hans einn hrepptu storm á Ermar- sundi, en þeir ætluðu sér yfir það á litlum gúmmíbáti. Þá hrakti í fimm daga og þann tíma höfðu þeir félagar ekkert annað að láta sér til munns en hálft kíló af smjöri, sem þeir höfðu upphaflega ætlað að færa vini þeirra í Englandi. Þessi reynsla hefði án efa satt alla for- vitni venjulegra manna um líf á sjó, en um Bombard gegndi öðru máli. Þessi reynsla kveikti í honum löngun til að athuga nánar hugsanlegar aðferðir við að komast lífs af undir slíkum kringumstæðum, er næðu yfir lengra tímabil. „Fleira malur en feiii kjöi" Bombard gat talið hollenzkan framleiðanda gúmmíbáta og björgunarfleka inn á það að standa straum af kostnaðarhlið tilraunarinnar. Eftir að hafa numið og gert tilraunir við Haf- fræðistofnunina í Monte Carlo í sex mánuði, sannfærðist Bom- bard um það, að maður gat séð fyrir vatnsþörf líkamans með því að drekka visst magn af sjó á dag (ekki meira en einn fjórða úr lítra) að viðbættum vökva pressuðum úr hráum fiski. Hann komst einnig að raun um, að fiskur inniheldur allt það magn af fjörefnum, sem líkaminn þarfnast, að undanskildu C-fjör- efni, sem ná má úr sjávargróðri. Hann sá því enga ástæðu til þess, að maður gæti ekki haldið lífi á sjó án nestis, nokkrar vikur í einu, ef hann var vel búinn fiskönglum og smáriðnu neti til að safna í sjávargróðri og svifi. Ákveðinn í að sanna þessa kenn- ingu sína, lagði hann upp frá Tangier í ágúst 1952 á fimmtán feta löngum björgunarfleka úr gúmmí, sem hann skírði L’Héré- tique. f orlof frá Las Palmas Eftir átta daga á sjó, kom Bobard til Casablanca tvö hundr uð mílum sunnan við Tangier. Frá Casablanca sigldi hann til Kanaríeyja. Skildi hann flekann eftir í Las Palmas og flaug í orlof til Parísar að finna konu sína og nýfædda dóttur. Að lok um lagði hann upp í október frá Las Palmas í hina löngu ferð yfir Atlanzhafið. Á næstum sjö vikum lærðist honum, að erfiðasta vandamálið var ekki fæða og drykkur heldur það að halda siðferðisþrekinu. Fyrstu vikurnar voru að vísu ekki mjög slæmar, þar sem hon- um gaf byr í litla þríhyrnings- seglið, sem flutti hann í vestur dag eftir dag.. En svo kom logn og það var honum erfiðast. 1 tuttugu og sjö daga hrakti hann fyrir straumi. Bombard var glað sinna í eðli sínu, en það fór brátt að sækja að honum óviðráðanleg depurð, þegar hvorki gekk né rak og sjóndeildarhringurinn var alltaf tómur. Það hjálpaði honum nokkuð, að hann varð að vinna viss verk á hverjum degi, fiska, halda leiðarbók, mæla í sér blóðþrýstinginn og fleira. Það var nóg af fiskinum, sér- staklega var mikið um flugfiska, sem skullu á seglinu á nóttunni og féllu niður á flekann. Bom- bard reyndi að eyða frítímanum með því að hlusta á útvarp, sem hann hafði meðferðis, horfa á myndir af konunni og börnun- um, rannsaka svif undir smá- sjá, rita niður athugasemdir um siávarlíf og semja tónsmíðar (afrakstur: tveir konsertar og hálf sinfónía). Er rafgeymir út- varpsins tæmdist á miðju At- lanzhafi varð hann fyrst veru- lega einmana. Landtaka á Barbados Um þær mundir að Bombard mætti brezka flutningaskipinu, hafði hann mátt stríða lengi við lognið. Hann var því við það að gefast upp, þegar hann sá skipið, en er hann var kominn upp á þilfar þess glaðnaði fljótt yfir honum. Hann baðaði sig í fersku vatni og braut út af matarvenj- unni með því að fá sér egg og bolla af kaffi. Og eftir eina og hálfa klukkustund fór hann aft- ur út á flekann og hafði nokkur epli meðferðis, auk þess fékk hann nýjan geymi við útvarpið. Skipverjar horfðu á hann og veifuðu honum, unz hann hvarf við sjóndeildarhringinn. Skömmu eftir að Bombard skildi við skipið, rann á byr og má segja að sá byr hafi haldizt það sem eftir var ferðarinnar. Þesi ungi maður sigldi einn í tvær vikur enn. Þá mætti hann hollenzku skipi og dvaldi hálfa klukkustund um borð í því. Svo var það snemma morguns, eftir sextíu og þrjá daga í hafi, að hann sá ljósi bregða fyrir fram undan. Dagsljósið birti honum brúna sjávarströnd milli grárra og veðurbarinna kletta. Bom- M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ■ír Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 27. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson bord var kominn að landi í Stroudsflóa í br-ezku Vestur- Indíueynni Barbados. Skömmu síðar var hann setztur að borði gestrisins íbúa og fyrir framan hann voru ávextir, flesk og egg, brauð, sulta og kaffi. Bombard fannst réttilega, að hann hefði sannað mál sitt, en lét þess getið við fréttamenn, að hann mundi aldrei geta borðað fisk framar. —TIMINN, 12. febr. PIPARSVEINN ÞESSAR eru ástæðurnar til þess að maður verður piparsveinn: 1. Hann hefur fengið reynslu af ástinni. 2. Hann vissi hvenær hann átti að stinga við fótum. 3. Hann er viss um, að eipn kemst jafn vel af og tveir. 4. Hann veit meira um kven- fólk en nokkur giftur mað- ur — ef svo væri ekki, þá væri hann giftur. ☆ Konan var að ráða krossgátu. „Æ, hvað er nú nafnið á kven- kynskind?“ sagði hún. „Rolla“, hreytti maðurinn hennar út úr sér, og það varð upphaf að stórkostlegu rifrildi. Vegna "uppvaxtar áranna" þaxf æskan á bæti efní að halda og keraur þá oft að góðu gagni að hafa til taks aukaskerf af “D” bætiefni, sem inniheldur hina styrkjandl Walpole's Extract af þorskalýsi; I þessu er engin olla og Ijúffengt á bragðið; vinur fjölskyld- unnar yfir 70 ár. W-3-R > EXTBflCT C00 LIVER $ © sSSMf. ■ 0MU'I» EXTRACT 0F C0D LIVER First Smoke My grandfather’s pipe was too high for his spouse, So it lay on a ledge in the shed. When his peaceful repose was disturbed in the house It was there that for solace he fled. He would smoke and he’d brood in a meditative mood, And the wonder is he didn’t choke. But his soul’s ills billowed away to naught In a cloud of smoke. Ninety years without cleanin’ it. Could drink nicotine in it. He dreamed dreams and watched them go drifting by In a cloud of smoke. I entered that shed, feeling big and mature, When I was a kid about ten. I lit up the pipe and was perfectly sure It would make me a man among men. First the pipe and the boy were an ecstasy of joy, But I suddenly shivered and paled. And the pipe dropped out of my palsied grasp When I first inhaled. Ninety puffs without quivering. Rapture delivering. I stopped short, never to puff again, When I first inhaled. Þér þekkið starf Rauða krossins Ef til vill hefir syni yðar, bróður eða ein- hverjum í fjöskyldu yðar, eða nánum vini verið einhvern tíma hjálpað af Rauða krossinum, því hann fyrir marga unnið hefir mikið mannúðarstarf morgum löndum um mörg ár. En Rauði krossinn þarf hjálpar með, yðar hjálpar til þess að halda áfram sínu undursamlega starfi. Hann þarfnast mikils fjár við til að leysa af hendi sitt bráðnauðsynlega verk. Styðjið Rauða krossinn yðar. Gefið. Veljið í öryggi hjá Tip Top Tailors Gamlir og nýir viBskiptavinir njóta hinna sömu kjörkaupa, hlnnar sömu persónulegu afgreiöslu hjá elztu og frægustu fatagerÖarverzlun 1 Canada eftir máll, jafnt fyrir konur sem karla. BútSir og umboösmenn I hverri borg frá strönd til strandar. r Tip Top tailors ART REYKDAL

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.