Lögberg - 28.04.1955, Side 2

Lögberg - 28.04.1955, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1955 VIGDÍS KRISTJANSDÓTTIR: Fróðleg för um Litlu-Asíu Sérkennileg borg, sem holuð er í hæðir og hóla. — Sofið undir berum himni. — Tyrkneski bónorð. — Óvenjuleg klæðaburðarskoðun. Frú Vigdís Kristjánsdóttir hefir dvalið á annað ár í „Norsk Kunst og Industri- skole“ í Osló, og lagt stund á myndvefnað, en frúin er brautryðjandi hérlendis í þeirri listgrein. Síðastliðið vor fékk hún ágætiseink- unnir í myndvefnaði, teikn- un og spuna. Vigdís hefir löngum lagt mikla áherzlu á að leita alls þess fegursta, sem finnanlegt er í íslenzkri ull og íslenzkum litum og í fyrra óf hún fiðrildi úr ís- lenzku sauðalitabandi og sagði Kare Mikkelsen, einn af kunnustu listagagnrýn- endum Norðmanna, að sú þjóð væri ekki illa á vegi stödd, sem ætti þá listakonu, er slíkt afreksverk gæti unn- ið, en fiðrildið væri hlut- gengt á hvaða listaþingi, sem vera skyldi. Um sömu mund- ir gerði Vigdís nálaflos- ábreiðu úr íslenzku togi og er það fyrsta tilraunin, sem gerð hefir verið til þess að útbúa nýtízku ábreiðu með myndvefnaði úr nálaflosi. Vigdís telur mjög áríðandi að varðveita gamla, íslenzka fjárstofninn sökum ullarinn- ar og eins að vanda meðferð íslenzku ullarinnar. Frúin kveður ullina yfirleitt vera þvegna úr of heitu vatni og of mikið af sápu og sóda sett í blönduna. I leyfi sínu í sumar tók Vigdís þátt í mjög óvenjulegu ferðalagi, en það var ferð, sem farin var á vegum Konunglega listaháskól- ans í Kaupmannahöfn í tilefni af 200 ára afmæli hans. Farið var frá Kaupmannahöfn um Þýzkaland og Alpafjöll til Róm- ar, þaðan til Grikklands og síðan Litlu-Asíu. Þar eð Vigdís er gamall nemandi á Listaháskól- anum var henni boðið að taka þátt í förinni, en önnur íslenzk kona, Elín Bjarnason frá Akur- eyri, fór með til Grikklands en sneri þar við. Fer hér á eftir frásögn Vig- dísar af förinni: „Sólfagran júnímorgun rétt fyrir klukkan 9 hittust ferða- langar þeir, sem ætluðu að taka þátt í Grikklands- og Tyrk- landsför á aðaljárnbrautarstöð- inni í Kaupmannahöfn. Flestir voru klyfjaðir bakpokum, sem þöktu mestallan aftari hluta lík- amans og voru pokar þessir út- troðnir með mat og öðrum út- búnaði því löng var leið fyrir höndum en auraráð flestra af skornum skammti. Ég hafði m. a. frónskan harðfisk í nesti, en sá matur er flestum öðrum réttum betri á ferðalagi. Þegar vinir og vandamenn höfðu verið kvaddir á stöðinni og ferðalangarnir fengið sér sæti í járnbrautar- klefum brunaði lestin af stað. Brátt þutum við gegnum akur- lendi Sjálands, þar sem hver blettur er ræktaður. Þegar við ókum gegnum Sórey flaug mér í hug, að ekki væri að undra þótt listaskáldið góða hefði oft hrifizt af hugblæ þeim sem brosandi blíð náttúra skapar, en hann dvaldi um hríð á þessum unaðsfagra stað, þar sem skógar, vötn og akurlendi skiptast á. Á leiðinni yfir Stóra-Belti not- uðum við tækifærið til þess að njóta hressandi kaffisopa og hinna frægu vínarbrauða, sem Göring sálaði dáði svo mjög að hann fékk þau send frá Dan- mörku til Berlínar a. m. k. þang- að til heimsstyrjöldin hófst. Landnám í tómum klefa Við Elín höfðum ekki verið harðar af okkur í kapphlaupinu um fráteknu klefana þegar inn í lestina kom, en þegar öll sæti virtust vera skipuð í þeim klef- um, sem okkur voru ætlaðir, sáum við að einn klefi í sömu lest var tómur og námum við þar land og sátum meira að segja við glugga alla leið til Hamborgar. Mér fannst lands- lagið á þessari leið sérstaklega fallegt, ekki sízt á Luneborgar- heiði, þar sem Magnús góði barðist af mikilli hreysti forðum daga. Þegar ferðast er daglangt með járnbrautarlestum getur tíminn orðið nokkuð langur ef útsýni er ekki því fegurra og eru máltíðir því jafnan vel þegin tilbreyting. Flestir höfðu eitt- hvað lostæti með, ég fyrir mitt leyti taldi harðfiskinn mesta sælgætið en ekki voru dönsku ferðafélagarnir allir á sama máli og var ekki trútt um að sumir tækju um nefið og fussuðu þegar harðfiskilmurinn barst að vit- um þeirra. Mér fannst þetta hálfgerð móðgun við fiskinn okkar og varð því næsta fegin, þegar tveggja metra hár danskur listmálari kom til mín og spurði hvort ég ætti harðfisk, en það kvað hann vera sinn uppáhalds- mat. Ég gaf vitanlega manninum þykkildi. Daginn eftir að við fórum frá Kaupmannahöfn kom- um við til Rómar, borgarinnar eilífu. Mikið hafði ég heyrt og lesið um þessa borg og ef til vill hefir eftirvænting mín verið of mikil, a. m. k. varð ég ekki eins ástfangin af henni við fyrstu sýn eins og París, þegar ég kom þangað í fyrsta sinn. Kaffisopinn var ekki inndæll Eins og flestir landar hefir mér löngum þótt kaffisopinn góður og hafði ég hlakkað mjög til þess að fá mér reglulega gott Rómarkaffi. Við Elín létum það því verða okkar fyrsta verk að fara á veitingastað og panta okkur kaffi. Kaffið kom en það var sýnd veiði en ekki gefin, því þetta reyndist vera smásopi neðan í litlum bolla og svo þykkur, seyddur og sviðinn, að lyktin ein var meiri en nóg til þess, að ég lagði ekki í að neyta þess. Til allrar hamingju var vatnsglas borið með þessum sora og drakk ég úr því með að á Italíu ættu menn ekki að nota vatn nema til þvotta, en drekka í þess stað vín. Ekki var gert ráð fyrir að dvelja nema tvær nætur og einn dag í Róm en sá dagur var sunnu dagur. Við Elín fórum snemma á fætur og skoðuðum fyrst Colosseum. Þegar því var lokið var ég meira en lítið þyrst, en ekki vildi ég eiga neitt undir kaffi hinnar frægu borgar frek- ar og fór því að svipast eftir vatnsbóli og fann það brátt, var það múraður vatnsbrunnur og rann vatnið út úr munni engils eins. Þetta voru fyrstu persónu- leg kynni mín af gagnlegum englum og drakk ég margan hressandi vatnssopa úr honum þenna dag, því blessaður engill- inn var ekki nema þriggja mín- útna gang frá gistihúsinu, sem við bjuggum í. Við skoðuðum háskólahverfið og nokkra fallega garða en mestum tíma eyddum við að sjálfsögðu í Péturskirkj- unni, sem minnir í raun og veru ekki síður á heljarmikið lista- safn en kirkju. Stappaði nærri að mér þætti kirkjan of hlaðin dýrlegum listaverkum og væri eiginlega kristilegra að dreifa þeim meira og láta fleiri njóta góðs af stórkostlegri fegurð þeirra. En þótt tíminn væri naumur í kirkju Péturs postula -var mér ljóst að veran var eitt af hinum mestu augnablikum ævinnar. Kórea — Kórea! Á mánudagsmorgun lögðum við af stað frá Róm til Brindisi. Var leiðin fögur ekki sízt úti við fagurblátt Miðjarðarhafið, þar eru húsin hvít og rauð og taka sig vel út með djúpbláan himinn bak við. Þegar hér var komið var liðið orðið léttklætt. Drengirnir okkar komnir í stuttbuxurnar sínar og veika kynið berfætt og með bera handleggi en allir höfðu barðastóra hatta, sem áttu að verja okkur norrænar kulda- hetjur ofhita og ofbirtu suðlæg- ari landa. Drengirnir voru marg- ir með alskegg en það er oft samfara nútíma list. Þegar þessi sérkennilega hersing ruddist gegnum pálmaprýdda borgina seint um kvöld varð mörgum friðsömum borgara á að brosa góðri lyst þótt ég hefði heyrt?'0? á einum ,stað heyrðum við LÍTIÐ Á HIN ÓDYRU LUXURY T.V. NÝ STÆRRI 21" ÁFERÐ gefur stærsta mynd sinnar tegundar 1 Canada. NÝR FÍNGERÐARI KABINETT STÍLL með sýningarsviði svo fullkomnu að vel sést hvar sem verið er í húsinu. NÝ BJARTARI ALUM-LÝSANDI MYND Tvöfaldar skýrleik myndarinnar og gerir hana raunverulegri. WESTINGHOUSE hefir framleitt virkari T.V. Chassis. Það er áreiðanlegra, vinnur betur, en er samt ódýrara að búa til. Þér verðið aðnjótandi þessa sparnaðar og getið fyrir hann eignast fullkomið T.V. áhald. Sjáið þetta nýja T.V. áhald nú hjá W estinghouse-verzlunum. MODEL 2VIT, með full- komnum samhljómanda, með upphækkuðum C o n c e r t Speaker að framan. Þér getið valið úr þremur náttúr- legum gerðum eða þremur fögrum litum. Westinghouse 21” TV. fólk kalla: Kórea, Kórea! Á leiðinni yfir Adríahafið bar ekki neitt sérstakt til tíðinda, nema hvað ein konan skrapp í land í Korfu, sem talin er ein hver fegursti staður Evrópu, og keypti sér asnaeyrnahatt, en slíkir hattar munu óþekktir á Norðurlöndum. Nafn sitt hafa þeir hlotið af því göt eru fyrir eyrun. í sjálfu sér er þetta skyn- samlegt en við sem hugsuðum meira um óvenjulega stór eyru konunnar en notagildi hattsins, minnumst alltaf Korfu í sam- bandi við barðastóran asna- eyrnahatt. (Asnarnir eru raun- verulega látnir hafa hatt í mestu hitum). Á þessum stað var hinn blái litbrigðaauður hafsins mikið undrunarefni, jafnvel okkur Is- lendingunum, sem þó komum úr landi litanna. Við fjörur og grynningar var hafið tyrknesk blátt, nokkru utar ljósblátt, milliblátt og á djúpunum ein- kennilegur litur, sem nálgaðist þann fjólubláa. Oft hefir mér flogið í hug hvort ekki muni vera mikið af marmaramöl og sandi á hafsbotni á þessum slóð- um, sem geri hafið svona djúp- blátt. Þarna eru kvöldin og næturnar tærastar og hreinastar. Þá tindra milljónir stjarna og um sólarlag sjást línur fjalla og stranda, eyja og annesja bezt, en á daginn er oftast móða svo landið sést í hyllingum. Komið lil Grikklands Næsta morgun siglum við gegnum Korintuskurðinn, var þá uppi fótur og fit á skipinu því allir vildu sjá þessa merkilegu sjón. Sökum þrengsla í skurðin- um mynduðust þarna undarleg- ustu öldur, sem ég hef séð en þverhníptir hamrar skurðarins spegluðust í bláum og bugðótt- um öldum. Straumurinn og þrýstinguriim mynduðu í félagi úr öldunum þarna mynztur, sem minntu á austurlenzk teppi og jafnvel japönsk listaverk. Sums staðar voru klettavegg- irnir með gullnum litbrigðum og spegluðust þá líparítklettarnir eins og ævintýraborgir í hafinu. Þann 16. júní komum við til Pireus. Vorum við 80 saman en 120 voru farin á undan okkur og mættum við þeim hópi í Pireus, Þar var m. a. fararstjórinn, Olav Brunstein listmálari, og hús- freyja hans. Var hann búinn að fara með þá 120 til Grikklands og Tyrklands og skilaði þeim nú af sér en tók við okkur. Við höfðum meðferðis skjal eitt glæsilegt frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og undirritað af rektof skólans. Skjal þetta opnaði okkur allar dyr þar sem list var inni fyrir. Auk þess höfðu Danirnir sérstök kort með myndum af sér. Voru kort þessi gefin út í Damörku en í samráði við grískt ráðuneyti. Þeir sem höfðu kortin fengu 25—50 pró- sent afslátt í gistihúsum. Við Elín höfðum ekki þessa kjörgripi því þeir verða að vera gefnir út í heimalandi ferðamannsins. Vil ég ráðleggja þeim, sem til Grikk lands kunna að fara að fá slík kort í utanríkisráðuneytinu ís- lenzka áður en haldið er af stað. Hællulega mikil valnsneyzla í Pireus yfirgáfum við skipið góða, sem hafði flutt okkur frá ítalíu og gengum um borð í annað skip mun lélegra. Var nú siglt áleiðis til eyjarinnar Samos, en á þeirri leið gerðust þau válegu tíðindi, að sem svar- aði 20,000 krónum dönskum var stolið af fararstjóranum. Fyrstu óþægindin, sem við urðum fyrir í sambandi við peningastuldinn voru, að við vorum öll skoðuð mjög nákvæmlega næsta morg- un þegar komið var til Samos. Fyrst var venjulegum farþeg- um hleypt á land að undangeng- inni skoðun, síðan komu geitur og hæns og loks við. Ekki vorum við samt alveg á flæðiskeri stödd, því landsstjórinn tók sjálfur á móti okkur og útveg- aði okkur verustað í skóla og þeir sem vildu gátu fengið her- bergi í gistihúsi og tókum við Elín þann kost að dveljast þar. Drykkjarvatn í gistihúsi þessu var geymt í vatnskassa og í kass- ann látnir ísmolar sem smá- bráðnuðu, var því vatnið vel kalt. Ég var þyrst eins og fyrri daginn og drakk svo mikið að Elínu fór ekki að standa á sama, hélt að við yrðum eftir vill rekn- ar úr gistihúsinu fyrir af mikla vatnsneyzlu. Eyjarskeggjar voru afarelsku- legt fólk, sem vildi allt fyrir okkur gera. Gaf borgarstjórinn gott fordæmi með því að bjóða okkur til veizlu, fór hún líkt fram og gerist í veizlum borgar- stjóra norðar 1 álfunni. Viku- tíma dvöldum við á Samos, en vissum ekki fyrr en að þeim tíma liðnum að við höfðum verið eins konar fangar meðan verið var að rannsaka peninga- stuldinn, en sú rannsókn bar al- drei neinn árangur. Nokkrir léntu í smáævintýrum og var eitt þeirra örlagaríkt. Örlagarík trúlofun Piltur einn, sem var meistari í því að komast í vandræði, trú- lofaðist grískri stúlku, en' trú- lofun á þessari eyju er allt ann- að en hlaupatrúlofanir á Norð- urlondum, sem oftast má slíta fyrirvaralítið. Á Samos var ekki þessu til að dreifa, því slíti mað- ur trúlofun er hann réttdræpur af föður og bræðrum stúlkunn- ar. Þetta leiðindamál endaði því með því, að við urðum að taka heitmeyna með alla leið til Hafnar og veit ég ekki hvað henni líður síðan en ólíklegt er að hjónabandið hafi orðið ham- ingjusamt, því grískar stúlkur hljóta sjaldan fullnægingu í hjúskaparfari norrænna manna. Þegar við komum til smábæjar Tyrklandi sjálfu varð þessi sami maður svaramaður í Zigaunabrúðkaupi og báðum við hann þá blessaðan að vera ekki brúðgumi næst í svipuðu orúðkaupi. Kusadasi var fyrsti bærinn, sem við komum til á Tyrklandi, þar sáum við fyrstu „moskurn- ar“, en þær eru helgisiðahús Tyrkja, sem játa Múhameðs- trú. Yfirleitt eru moskur enn skrautlegri en kirkjur hjá okk- ur einkum ef miðað er við kirkj- ur hjá okkur, einkum ef miðað er við kirkjur Lútherstrúar- manna, sem eins og kunnugt er, skortir skraut og hlýleika í sam- anburði við kirkjur kaþólskra. Aðeins fjóra kílómetra frá Kusa- dasi er gröf Maríu meyjar, að því er sagt er, og fara þangað margir pílagrímar á hverju ári. Sumir fá allra meina bót meðan þeir biðjast fyrir við gröfina og er þá ferðalagið orðið heppi- leg lækning á ímyndunarveiki. Þarna er líka hellir munkanna, sem ofsóttir voru á sínum tíma og sváfu svefni réttlátra í 700 ár. Þegar þeir vöknuðu til lífsins aftur voru þeir orðnir nokkuð fornir, bæði í klæðnaði og hugs- unarhætti, og ekki kunni sam- tíðin að meta peningana þeirra þegar þeir komu út úr hellinum. Fagurt umhverfi í Istambul Frá Kusadasi fórum við ak- andi til Ismir en síðan með skipi til Istambul. Eins og flestum mun kunnugt er Istambul reist á sjö hæðum eins og Reykjavík og er umhverfið fagurt. Það sem ég rak fyrst augun í þegar lagst var að bryggju voru fornlegir en fallegir búningar kvennanna. Einkum var mér starsýnt á dökkklædda konu, sem stóð með reifastrangann sinn skammt frá skipshlið. Svipur hennar var hreinn og beinn og fannst mér sem ég sæi inn í söguheima biblíunnar þar sem hún var, en það fannst mér reyndar oft á ferðalaginu um Liltu-Asíu. Moskurnar í Istambul eru skín- andi fallegar, fylltar arabísku skrauti. Fegurtar þeirra eru Bláa moskan og Sankti Soffia. Hin síðarnefnda er frá tímum kristninnar í Istambul og er skreytt mosaik. Þar eð slík lista- verk mega ekki sjást í mosku hefir verið málað yfir þau. Síð- an moskan var gerð að safni hefur verið reynt að hreinsa mosaikina, sem er vafalaust með því fremsta, sem hefir verið gert í þessari listgrein. Eitt kvöldið vorum við boðin til forstjóra S.A.S. í Istambul, en hús hans stendur á mjög fögrum stað og er útsýni yfir skrautgarða mikla og fagra og Hellusund. í gestabók þessa manns sá ég fjögur íslenzk nöfn, voru það nöfn Gunnars Thoroddsens borgarstjóra og frúar hans og Jóns Sigurðssonar skrifstofu- stjóra Alþingis og frúar hans. Fannst mér þegar ég sá þessi nöfn, sem kveðja að heiman væri geymd í gestabókinni. Haldið lil Litlu-Asíu Þegar hér var komið sögu skildu leiðir. Flestir sneru við * til Grikklands og þaðan heim- leiðis en við vorum 18, sem héld- um áfram inn í Litlu-Asíu og fórum við með skipi eftir Svarta hafinu til borgarinnar Samsun. Ekki fannst mér Svartahafið bera nafn sitt með fullri rentu því fremur fannst mér það grátt en svart. Á þessu hafi kom ský- fall, meðan við sátum á þilfari og það svo snögglega að nærri lá að við næðum ekki farangri okkar þurrum undir þiljur. Mjög var þessi demba ólík regn- móðu á íslenzku vori og ekki veit ég hversu vel okkur íslend- ingum myndi ganga að fella okkur við eins snöggar veður- breytingar eins og þarna geta verið. Frá Samsun ókum við í bílum til Sívas, þar vorum við boðin til borgarstjórans, sem bauð upp á svalandi hressingu og frönsku mælandi stúdent, sem fræddi okkur um ýmsa hluti. Stúdent- inn hafði svipuðu hlutverki að gegna og fulltrúar ríkis og bæj- ar á íslandi, sem fara með gesti að Þingvöllum og Geysi. Stú- dentinn sýndi okkur m. a. fang- elsi en það munum við sjaldan sýna ferðamönnum. í fangelsi

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.