Lögberg - 28.04.1955, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. APRIL 1955
7
RANNVEIG K. G. SIGBJÖRNSSON:
FERÐ í MÓGRAFIR
Fáeinir kaílar úr sögunni Gegnum dalinn
I.
ÞAÐ smádró yfir tíðindin um
slagsmál krakkanna, eins og
dregst yfir flest tíðindi dagsins.
Þau Borghildur og Ingimar í
Ölborg höfðu orðið heldur en
ekki saupsátt. Þau voru á svip-
uðum aldri, um það bil níu ára
gömul. Rimman varð svo hörð,
að þau slógust, og eitthvað gekk
honum leikurinn betur, svo að
hún klóraði hann í handarbökin,
og þegar það dugði ekki, þá beit
hún hann, og það dugði. Dreng-
urinn fór organdi heim til móð-
ur sinnar og sagði sínar farir
ekki sléttar og sýndi merkin,
blóðuga og bláa hönd.
Kristjana 1 Ölborg kom með
hasti miklum til Guðrúnar og
las henni langan lestur um, hvað
fósturbarn hennar hefði gert og
hve illa hún væri uppalin. Guð-
rún tók misklíðinni eins og hún
tók flestu, með stillingu, og
hafði það í bætifláka að bera,
að það hefði „séð á telpunni
líka“. Hún kom sem sé blóðug
og rifin heim úr orustunni.
Þegar Kristjana hafði sagt allt,
sem hún vildi, við þær fóstrur
báðar og Guðrún tekið því með
skynsemi, þá sljákkaði í konunni
og hún fór heim til sín.
Þetta var nú um garð gengið
fyrir nokkrum vikum, og dag-
lega lífið hafði breitt sín litar-
og lífsklæði yfir það með nýjum
og stærri, sem smærri, atvikum.
Bardaginn á milli barnanna
endurtókst ekkí. Og þetta var
eini drengurinn, eina barnið,
sem Borghildur lenti í handa-
lögmáli við.
Nú var annað og mikið
skemmtilegra umhugsunarefni
fyrir dyrum. Það átti að fara í
mógrafir. Fram í Grjótskál. Það
voru stærstu tíðindin hjá þeim
í Grundarbæ, — húsinu á sjávar-
bakkanum á þeirri stóru strönd.
Ráðagerðin um mógrafaferð-
ina hafði staðið yfir um tíma,
ákveðin, eindregin, viss. Jón,
Guðrún og Borghildur ætluðu
að fara. Það var um engan
annan að ræða að sækja eldivið.
Kolin voru dýr. Þau voru flutt
frá öðrum löndum yfir hafið.
Þau Jón og Guðrún áttu lítið
til að borga fyrir slík verðmæti.
Þau urðu að fara vel með það
litla, sem hafðist upp úr fisk-
veiðunum á Hafnarljóma, og
ekki sízt síðan Jón fór að linast
við sjóferðirnar sjálfur og sjón-
in var svo mikið farin að bila.
Þau áttu heldur ekkert jarðnæði
til þess að taka sér mó nema
þarna uppi í Grjótskál, skál
fremst í fjallinu austanvert við
Lifrardal. Ekki að þau ættu
fjallið, en engum þálifandi
manni kom til hugar að taka mó
uppi í Grjótskál, nema Jóni frá
Landalifur. En Jón vissi um mó-
tekjuna þar síðan hann var
drengur í uppvexti á Landalifur.
Og Guðrún vissi það af sögu-
sögn Jóns og kunnugleika sín-
um á þessum slóðum. Hér í þess-
um hreppi hafði hún lifað alla
sína ævi eins og Jón. Og þau
vissu bókstaflega um hvern krók
og kima í fjöllum og strönd
þessara sveita. — Biðja sveitina
að hjálpa sér? Óhugsandi. Jón
virtist ekki vitund hræddur við
það, sem Vídalín, nafni hans,
sagði4um framtíðina handan við
takmörk lífs og dauða, en það
var sem brýndu stáli væri otað
að hjarta hans, þegar um það var
rætt að biðja sveitina að hjálpa
þeim. Og Guðrún var alveg á
sama máli. Og hvað Borghildi
snerti, þá hafði það, sem hann
Jens í hreppsnefndinni hafði
sagt, þetta, að það ætti að binda
öll börn eins og hana á bakið á
mæðrunum og berja þær svo
áfram um sveitina, sezt að í
hjarta hennar eins og eiturör.
Það var enn hræðilegra en hálfa
jólakertið, svo sárt sem það var.
Og þessi eiturör sat þarna kyrr
og gróf um sig, þar til telpan
fékk megna óbeit á þeirri hugs-
un að eiga að þiggja nokkuð úr
höndum manna, sem litu svona
á hana. Það var ekkert að deyja.
Það voru smámunir einir hjá
því að eiga að þiggja svona
„náðarmola“. Já, já, hún vissi,
að hún átti Jesúm Krist að. Guð
sjálfur hafði sent henni hann,
svo sveitarnefndin mátti eiga sig.
Og nú skyldi haldið fram í
Grjótskál eftir eldiviði.
Og nú var það mórinn, mórinn
úr Grjótskál hinni efri, sem um
varð að hugsa.
Skálarnar í fjallið voru tvær
og nefndust Efri Grjótskál og
Neðri Grjótskál. Voru nöfnin
dregin af tveim stórum skálum
í fjallið, allhátt uppi, og svo urð-
unum, er voru í báðum þessum
dældum. En svo einkennilega
vildi til, að það var enginn mór,
eða þá ákaflega lélegur, sögðu
menn, í Neðri Grjótskál, en þar
var þó dálítil beit og grasið
gott. í Efri Grjótskál var mór-
inn. Það vissi Jón. Þau vissu
svo margt, bæði af sögusögn og
reynslu, þessi hjón. Guðrún
kunni vel marga söguna úr þess-
um héruðum, eins og þegar ein
jörðin var seld í hungursneyð
fyrir eitt sauðarkrof. Hann
mundi líka eftir því, hann Jón,
þegar hvalinn rak í hungurs-
neyðinni og öskufallinu mikla,
hvernig hungrið svarf að honum
rétt áður, þegar hann og syst-
kini hans á Landalifur átu
brenndu beinin á aðfangadags-
kvöldið, af því að engin lífsnær-
ing var til á bænum, nema fá-
einar kindur — bústofninn — og
ein kýr, sem stóð þá geld.
— Við verðum að skilja
Brunku eftir í Neðri Grjótskál,
sagði Jón um leið og hann kom
fyrir handbörum, skóflu og dá-
litlu mataríláti á klyfbera
Brunku. Það er ekki hægt að
koma hesti upp í Efri Grjótskál.
Guðrún tók þessu sem sjálf-
sögðum fyrirmælum þessarar
ferðar. Þau myndu bera pjönk-
ur sínar frá neðri „skálinni“ og
upp í fjallið, hærra, þangað sem
mórinn átti að vera.
Guðrún hafði strokkað einar
þrjár merkur af sauðarjóma úr
kindunum þeirra, bakað fáeinar
rúgkökur, eldað þykkan grautar-
spón og látið í litla fötu, tekið
með ofurlítið af hertum steinbít,
svolítið af möluðu kaffi og var
helmingur þess rúgur og svo rót,
kandísmola og mjólkurdropa út
í kaffið. Þetta var allt góður
matur, veizlumatur, svo að
segja. Svo hafði Guðrún bætt
skóna þeirra allra. Skóleðrið var
eitt af vandamálunum þarna.
Skrápskórnir hans Jóns voru
illa af sér gengnir og illt að
bæta skrápinn, en hún gerði það
samt. En hún hafði með sér nýrri
skrápskóna hans Jóns, sem þau
höfðu bæði verndað frá eyði-
leggingu með því að Jón notaði
þá aðeins til spari. Fór í kirkju
á þeim um bænadagana og brá
þeim rétt á sig stöku sinnum,
meðan hinir voru bættir. Skráp-
skór Borghildar voru marg-
bættir, og þótt henni væri ömur-
lega við þá, var hún því hálf-
vegis fegin að þurfa ekki að vera
á roðskóm, því að það var svo
afar sárt að ganga á þeim á
grýttri jörð eða í bratta. En nú
var ekki til neins að hugsa um
neitt nema ferðina og móinn.
Jú, ein mynd flaug fyrir huga
telpunnar nokkur augnablik.
Það var drifhvíta hákarlsstykk-
ið í tunglsljósinu um veturinn.
Tumi hafði komið með stykkið
„utan af Mölum“, þar sem hann
hafði fiskazt, hákarlinn, sem
stykkið var af. Skepnan hafði
veiðzt á mánudag, en stykkið
var komið inn á Grundir á
fimmtudag. Og Borghildur kom
ein út um kvöldið í fremur daufu
tunglskini, er tunglið óð í skýj-
um. I þessu daufa tunglskini, er
samt var nógu bjart með köflum
til að skoða hlutinn, sá hún
stykki af hákarlinum, er lá úti
á hlaðinu. Og stykkið titraði,
eins og það væri lifandi vera.
Það greip telpuna einhver óhug-
ur við þessa sjón, en henni datt
ekki í hug að hlaupa frá því. En
myndin af margra daga gömlu
hákarlsstykkinu sat eftir í huga
hennar og brá fyrir við einstök
tækifæri eins og þetta. Aldrei
vissi hún, hvað varð af þessu
stykki, nema skrápurinn var
fleginn af því fyrir skóleður. A
þessum slóðum var hákarl aldrei
soðinn til matar. Hann var
„kæstur“ og þurrkaður í hjalli,
helzt í nokkur ár.
Og nú var lagt af stað eftir
mónum. Guðrún var á bættum
„fariskinnskóm“, það er skinn
úr slitnum skinnklæðum. Skinn,
sem búið er að nota áður. Veðrið
var hið ákjósanlegasta. Sumar-
blíða, þokumóða í lofti og ekki
heitt, Jón hafði fengið Brunku
lánaða af búinu í dalnum, það
er að.segja, hann átti nokkurt
tilkall til Brunku enn, þótt hún
væri í þjónustu þeirra, er tóku
við búi þeirra Jóns og Guðrúnar.
Ferðin gekk vel fyrst í stað.
Harðir balar og ekki mjög á
brattann í fyrstu, en samt hækk-
andi land. En er lengra kom
meðfram fjallinu fjallinu, varð
gatan eða troðningurinn eftir
skepnurnar og mennina, sem í
aldaraðir höfðu troðið slóðir
þarna, afarvond á köflum. Hún
var mjög grýtt, leirug og pollótt.
Brunka stiklaði yfir þetta með
hægð, en samt mátti segja, að
hún klöngraðist yfir með rykkj-
um og skrykkjum, og Borghild-
ur, sem sat ofan á klyfberanum
aftanverðum, hentist upp í loft-
ið eða lamdist niður á klyfbera-
kinnungana, svo hana sár-
kenndi til, enda var hún orðin
töluvert blá og marin eftir ferð-
ina. Þessir illfæru vegarspottar
voru kallaðir „slark“, „slörkin“
í fleirtölu. Og það var drjúg
fleirtala þarna. „Slörkin" voru
svo fjarska mörg í götutroðning-
unum meðfram fjallinu.
Borghildur bað um að fá að
ganga. Jón hjálpaði henni þá af
baki, en hún átti erfitt með að
fylgja þeim eftir, þótt þau virt-
ust ekki fara hratt yfir. Hún var
svo ósköp, ósköp lúiip
Alla leiðina var Guðrún að
prjóna. Prjóna sokk. Henni
fannst það alveg óhugsandi að
vera „iðjulaus“ alla þessa leið
fram dalinn, þótt slétt væri
undir fæti mest af leiðinni á
brattann að sækja. Prjónaði hún
sokk handa manni sínum.
Þegar Borghildur hafði gengið
góðan spöl sagði Guðrún, að
henni væri bezt að setjast upp á
hestinn afur og ríða fram með
hlíðinni, þar til þau kæmu að
sjálfri brekkunni beint upp í
Neðri Grjótskál. Upp brekkuna
yrði Borghildur að ganga, því
að það væri ekki leggjandi á
skepnuna að bera bæði farangur
og mann upp þann bratta. Þetta
varð að ráði.
í Neðri Grjótskál var svo áð
og Brunka heft þar. Svo var enn
lagt á brattann. Jón bar skófl-
una, Guðrún bar börurnar og
þau skiptu með sér smádótinu.
Borghildur bar ketilinn og
grautarfötuna. Guðrún batt
svuntu sína upp að mitti og lét
prjónana þar í, af því að hún
þurfti að taka nokkurn hluta af
byrði Brunku og þurfti að hafa
báðar hendur lausar.
Og svo var brattinn klifinn.
Borghildi fannst hún var að
tutlast í sundur af lúa, en hún
fann samt eitthvert óvenjulegt
yndi við að ferðast þetta, kanna
þessa ókunnu stigu. Og upp á
brúnina á Efri Grjótskál komst
hún, án þess að neitt yrði að
henni annað en þreyta. Þreyta,
sem hvarf að mestu, er hún var
komin upp á þessa sérstæðu
fjallsbrún.
Skálin sýndist ekki mjög stór,
er upp var komið, en gat samt
ekki talizt lítil. Fjallið upp af
skálinni virtist ekki mjög hátt,
en það var allt eitt klettabelti.
Hér ,var allt svo þögult og tign-
arlegt. Telpunni fannst hún helzt
vera að ganga inn í einhvern
helgidóm, er hún gekk þarna
um Efri Grjótskálina. Allt virt-
ist svo langt frá jörðinni hérna,
svo frjálst, hreint og heilagt. Það
var eins og enginn ætti Efri
grjótskálina nema Guð.
Alla leið meðfram fjallsrót-
inni var Skálin þakin að innan
með grjóti. Urðin náði nokkuð
niður í skálina, en samt var
töluvert autt svæði í skálar-
botninum. Þar var mosi í jörð
og mjúkt undir fæti. Hvergi var
blóm að sjá, og vart mótaði fyrir
grasi. Telpan fagnaði því, að
mjúkt var undir fæti, er gengið
var um skálarbotninn, en samt
heillaði þögnin, helgin, sem virt-
ist eiga þarna heima, huga
hennar mest. ,
II.
JÓN fór strax að litast um eftir
móstæðinu, er þau voru komin
upp í skálina. Guðrún fór að
hagræða farangri þeirra og búa
sér til hlóðir. En í gegnum allt
þetta fann telpan, hve gott var
að aflýjast eftir ferðalagið, langt
og erfitt fyrir stúlku á hennar
aldri, níu ára gamla. Á gömlu
hjónunum virtist ekkert lát.
Hugurinn var allur við það að
ná mónum.
Það leið ekki á löngu, þar til
Jón kom aftur frá snúningum
sínum og hafði áttað sig á því,
hvar bezt væri að byrja á mó-
tekjunni. Það var rétt hinum
megin við mosagrundina, sem
þau höfðu fyrst staldrað við. Þar
var grasgeiri meðfrarri urðinni,
spölkorn frá henni. Einnig voru
þar gamlar uppgrónar mógrafir.
— Faðir minn tók hér upp mó,
og móðir mín sagði, að afi sinn
hefði fyrst leitað hingað í al-
gerðu ráðaleysi, eftir eldivið, er
bændur niðri í sveitinni neituðu
honum um mótekju, sagði Jón.
Og svo var hafizt handa við
mótekjuna. Guðrún tók upp hjá
sér snærisspotta, er vera skyldi
„létti“ á börunum hjá Borghildi.
Hún batt snærinu um böru-
kjálkana, er Borghildur átti að
halda um. Það var búið að leggja
á ráðin um „léttann" heima
fyrir. Með því eina móti gat
Borghildur hjálpað til við mó-
tekjuna, að hún hefði „létta“ á
börunum sín megin. Guðrún brá
léttanum yfir herðarnar á Borg-
hildi, og þær lögðu af stað með
börurnar.
Jón stakk rekunni í grasborð-
ið og tók upp hnaus, annan og
þann þriðja. Guðrún tók hnaus-
ana jafnóðum og bar þá spölkorn
í burtu. Þetta var grasrótin, og
hún var ekki nýtileg til eldi-
viðar.
Jón hélt áfram að stinga upp
jörðina. Bráðlega kom upþ ljós-
brúnn hnaus undan grasrótinni.
— Það er lópysja, sagði Guð-
rún, en það má hirða dálítið af
henni, til þess að fela í eld eða
brenna að sumarlagi, ef manni
liggur mikið á.
Jón samþykkti það.
— Maður má nú vera feginn
að nota það, þótt það sé ekki
kolsvartur mór eða steintorf,
sagði hann og hélt áfram að
stinga. Mórinn dökknaði og
þyngdist í vigtinni. Guðrún lét
tvo hnausa á sinn enda’á börun-
um, en aðeins einn á endann hjá
Borghildi. Samt voru börurnar
nógu þungar hjá telpunni, þótt
„léttinn“ reyndist vel.
Þegar komið var dálítið frá
mógröfinni á balann harða og
mosavaxna, settu þær fóstrur
niður börur sínar og tóku mó-
hnausana af. Borghildur tók sinn
eina hnaus og Guðrún sína tvo.
Guðrún klauf alla móhnausana
sundur í viðeigandi flögur og
grindaði þeim út. Borghildur
lærði þar að grinda mó. Setja
síðustu flöguna við þá næstu á
undan, í öfuga átt við hina, og
láta þær hvíla þannig hvora við
aðra. Mótekjan gekk furðu vel
um stund, og bráðlega kom dá-
lítill flekkur eða grindur á flþt-
ina í fjallsskálinni.
— Það er bezt að fá sér bita,
sagði Jón og leit til sólar. Það er
kominn miðmundi. Borghildur
verður lúin feð bíða eftir mat
þar til á nóni.
— Jú, ég ætlaði að fara að
taka til matinn, sagði Guðrún.
En maður er nú að keppast við
með þetta. Þú getur ýtt hnaus-
unum dálítið frá á meðan, Borg-
hildur.
— Ég hætti líka og hvíli mig á
meðan þú hitar sopann, Guðrún,
sagði Jón. Gröfin, sem hann stóð
í, var um það bil mittisdjúp og
víddin fjórar hnausastungur á
annan veginn en ein eða tvær á
hinn. Trjárætur urðu fyrir
skóflunni, sem hún sneið ekki
nema að nokkru leyti í sundur.
Svo héldu þau öll frá mógröf-
inni og áleiðis þangað, sem Guð-
rún hafði búið hlóðin til. Borg-
hildur mændi til urðarinnar
við fjallsræturnar. Hana langaði
til að skoða sig þar betur um,
en bæði var hún lúin og svo var
bezt að halda sér að því sem
næst var. Hún fann, að þau
þurftu öll að nota tímann vel og
það var óviðeigandi, að hún færi
að „spásséra“ eða dunda ein sér
uppi undir fjallsrótinni.
HI.
ÞAÐ var sérlega unaðsríkt að
borða þarna uppi, jafnvel þótt
skálin umhverfis væri grýtt og
fjallið, sem myndaði Efri Grjót-
skálina, gnæfði við himinn þar
fyrir ofan. Steinbíturinn harði
var sætur í munni með smérinu
úr Litlu-Svarthyrnu og Golsu.
Hvort tveggja voru úrvalsær.
Grauturinn með mjólkurdropa
út á var líka Sérlega bragðgóður.
Fjórði partur úr köku með
sméri líka. Síðast kom hinn
mikli smekkbætir, þrír munn-
sopar af kaffi, sérstaklega sætir,
úr undirskálinni hjá fóstru
hennar, eins og vant var. Jón
lét sjaldan eða aldrei upp í sig
kandísmolann, sem fylgdi kaff-
inu hans, heldur lét hann á
undirskálina, til þess að gera
kaffið sætt þar, því að hann
hellti alltaf kaffinu á undirskál-
ina og drakk það af henni. Og
hann var búinn að gefa Borg-
hildi að smakka á þessu sæta
kaffi, sem honum þótti þó bezt
allra drykkja og ekki var mikið,
því aðeins var um einn bolla af
kaffi að ræða, og sykurmolinn
var að vanda fremur smár. En
það sætnaði dálítið í kringum
hann við síðustu dropana í skál-
inni. Og það var það, sem hann
gaf telpunni með sér.
Borghildur var vel ánægð með
lífið, þegar hún stóð upp aftur,
þótt hún væri að verða stirð við
móburðinn. Svo var snúið að
mótekjunni aftur. Sólin hélt sína
leið um loftið. Þau höfðu komið
upp í Grjótskál um hádegið, og
upp úr miðmunda borðuðu þau.
Um nónbilið, klukkan þrjú, sem
var hinn rétti nónmatartími á
þessum slóðum, voru þau komin
að mótekjunni aftur. Og nú var
haldið áfram að ná upp þessu
dýrmæti, eldivið fyrir veturinn.
Þangið varð að duga að miklu
leyti yfir sumarið, nema örlítið
af mó fengist með. Þangið úr
fjörunni logaði vel, þegar það
var orðið þurrt, en það þurfti
mikinn þurrk. En hér var mór-
inn, þessi afar dýrmæti eldi-
viður. Hann gekk næst matnum
sjálfum, þegar fram á veturinn
kom. Og nú var haldið áfram,
allt til kvelds.
Það var sem húm drægi yfir,
er þau bjuggu sig heim frá Efri
Grjótskál. Rökkur var að falla á,
og orðið þykkt í lofti aftur.
Fjöllin voru líka há þarna, og
sólin hvarf í fyrra lagi á bak
við þau, þótt að vorlagi væri.
Það var húm og ekkert sólskin,
er þau voru að búa sig heim-
leiðis.
Borghildur stóð á fjallsbrún-
inni og horfði niður í dalinn.
Það yrðu mörg og lýjandi skref,
sem þau þyrftu að taka heim-
leiðis, jafnvel þótt hún sæti á
Brunku annað slagið. Og fyrir
huga Borghildar svifu, auk
kveldskugganna, grasbreiður
með grjót í rótinni, grýttar gjót-
ur og svo „slörkin“. Það var ó-
skemmtilegt að hugsa um leið-
ina heim, svona erfiða, og eins
lúin og hún var. En allt í einu
hvarf þetta úr huga hennar fyrir
öðru. Henni varð litið niður dal-
inn, alla leið yfir dalinn, ána,
melbunguna meðfram ánni, litið
á það eins og hún væri að svífa
þar yfir, þarna af fjallsbrúninni,
og yfir huga hennar og meðvit-
und alla færðist einhver sælu-
tilfinning. Það var líkast því, að
hún gæti flogið burtu af fjalls-
brúninni, flogið sem fugl út í
Framhald á bls. 8
MmmSœm ^S^SISIIIB^^ISISBSISSI^^I^Ifll^llBIISII