Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1955
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Geílð dt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENtTE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáakrift rítstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” ia printed and published by The Ctvlumbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada
Authortzed aa Second Class Mail, Poet Office Department, Ottawa
Gáð til veðurs
Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?
Sá siður gekst lengi við, að glöggir menn gáðu að
morgni til veðurs með það fyrir augum, að skygnast að
svo miklu leyti sem auðið yrði inn í veðurfar dagsins, því
að kvöldi skyldi dag lofa; slíkar veðurathuganir grund-
völluðust jafnaðarlega á reynslu hins liðna, enda fer það
nálega undantekningarlaust svo, að þekking á fortíðinni
léttir mannkyninu göngu inn í völundarhús framtíðarinnar;
sá, sem brýtur allar brýr að baki sér á örðugt með að átta
sig á hvert stefni.
★ ★ ★
Nú eru um það bil liðin áttatíu ár síðan að íslenzka
landnámið skaut varanlegum rótum í Manitobafylki, og
sýnist þá ekki úr vegi að við staðnæmumst stundarkorn og
spyrjum okkur sjálf í fullri alvöru um það, hvort við höfum
á þessum langa, og tíðum stranga áfanga, gengið til góðs
götuna fram eftir veg, eða anað áfram í blindni án nokkurs
ákveðins markmiðs.
Allir einstaklingar og öll mannfélagssamtök, þurfa að
eiga sér skírmótuð markmið, er stefna beri að, og það engu
síður fyrir því, þó greint sé á um leiðir; því fegurra, sem
markmiðið er, þess meira er á sig leggjandi til að ná því.
Eldraunir íslenzkra landnema í þessu landi eru nú
orðnar sögulegs eðlis; yfir þeim hvílir ævintýraljómi, sem
samferðamenn okkar af öðrum ættstofni finna engu síður
til metnaðar yfir en við sjálf, og ætti slíkt að verða okkur
til hjartastyrkingar; hinn lúni landnemi með sigg í lófum,
hefir nú safnast til feðra sinna, en í stað villiskóganna, er
hann með handexi feldi til jarðar, blasa nú við auga „bleikir
akrar og slegin tún“. —
★ ★ ★
Ekki höfðu íslenzkir landnemar dvalist lengi hér um
slóðir, er þeir hófust handa um menta- og menningarsamtök
sín á milli, þeir stofnuðu kirkjusöfnuði, réðu til þeirra
presta, og stofuðu í öndverðu landnámi blaðið Framfara
við Islendingafljót í Nýja-íslandi; þeim var það ljóst, að
maðurinn lifir ekki á einu saman brauði.
Landnám landans vestan hafs hefir blessast og borið
ríkulega ávexti; landneminn tók þegar ástfóstri við hið
nýja kjörland sitt án þess að slíta rætur við uppruna sinn
og ætt; hann unni menningu stofnþjóðar sinnar og íslenzkan
var honum heilagur sáttmáli við lífið; þessa ræktarsemi
hafa niðjar hans tekið í arf og þess vegna erum við enn í
dag, að liðnum svo að segja áttatíu árum, að vinna af alefli
að verndun tungunnar og þeirra annara verðmæta íslenzkr-
ar menningar, er okkur þykir mest um vert; og á þessari
viðleitni kemur okkur ekki til hugar að biðja afsökunar,
þó stundum syrti í álinn og eigi sé ávalt siglt við
Hrafnistubyr.
★ ★ ★
fslendingar vestan hafs, þó fámennir séu, hafa lyft
Grettistökum, sem ekki var á allra meðfæri að lyfta; á
safnaðastarfsemi þeirra hefir þegar verið minst; þeir starf-
ræktu um langt skeið sína eigin mentastofnun og vörðu til
þess ærnu fé; þeir hafa stofnað og starfrækja enn þann
dag í dag við glæsilegum árangri fjögur elliheimili, sem
til fyrirmyndar eru alment talin, og þeir stofnuðu með
yfir tvö hundruð þúsund dollara fjárframlögum kenslu-
stólsembættið í íslenzkri tungu og íslenzkri bókvísi við
Manitobaháskólann, og þeir stofnuðu Þjóðræknisfélagið,
sem enn er við líði og unnið hefir ómetanlegt gagn meðal
okkar dreifðu bygðarlaga, og verið sterk tengitaug milli
fslendinga austan hafs og vestan; það væri synd að segja,
að Vestur-íslendingar hafi setið auðum höndum síðan land-
nám þeirra hér um slóðir hófst; enn er mikilla átaka þörf
af þeirra hálfu, því að enn bíður þeirra gnægð verkefna,
sem leysa veður á viturlegan hátt.
★ ★ ★
Mundu Vesiur-íslendingar sælia sig við það, að
Lögberg, sem nú er komið háti á sjöunda iuginn hyrfi af
sjónarsviðinu vegna fjárskoris? Þessari spurningu geta
engir aðrir svarað en þeir sjálfir og á því svari veltur
framtíð blaðsins, eigi það á annað borð nokkra framtíð
fyrir höndum; engin stofnun, sem býr við árlegan og vax-
andi rekstrarhalla svo sem Lögberg, og vafalaust fleiri blöð
hafa árum saman átt við að glíma, getur til lengdar þrifist á
tapi; á næsta leiti bíður óhjákvæmilega gjaldþrot, sé eigi í
tíma sett undir lekann og bjargráða leitað, er að minsta
kosti leiði til þess að tekjur og útgjöld standist á; kostnaður
við útgáfu Lögbergs hefir margfaldast á fáum ártim; aðeins
fáir dugnaðar- og áhugamenn hafa staðið straum af út-
gáfukostnaðinum og á herðum þeirra hefir rekstrarhallinn
einnig hvílt; að ætlast til langvarandi framhalds á slíku, er
hvorki sanngjarnt né æskilegt; þetta er málefni allra þeirra
Vestur-lslendinga, er íslenzkum menningarerfðum unna og
þar af leiðandi ber þeim að skerast í leikinn áður en það
er um seinan; þetta geta þeir gert með því að greiða and-
virði blaðsins skilvíslega, vinna af fremsta megni að auk-
inni útbreiðslu þess, og með því að gerast styrktarfélagar
með árlegu tillagi, en slíkt tíðkast nú mjög um stofnanir,
sem fjárhagslega eiga við raman reip að draga, en mega
ekki missa sig frá menningarlegu sjónarmiði séð; í þessu
felst aðalbjargráðavonin varðandi framtíð Lögbergs, og sú
von má ekki undir neinum kringumstæðum láta sér til
skammar verða. —
Fréttapistlar fró Kyrrahafsströndinni
Eftirfarandi fréttapistlar eru
í þetta sinn bara yfirlit yfir sumt
af því, sem gerðist á meðal ís-
lendinga hér í Seattle og ná-
grenninu á árinu 1954 of það,
sem komið er af þessu ári.
Félagslíf
Sambandsdeildin „VESTRI“
starfaði með elju og dugnaði
eins og að undanförnu, hélt hún
uppi reglulegum mánaðarfund-
um og hafði allmargar stærri
samkomur, og bauð velkomna
ýmsa góða gesti, bæði frá Is-
landi og Canada.
Á fyrsta fundi sínum í janúar
1954, sem var bæði vel sóttur og
skemtilegur barst „Vestra“ dýr-
indis gjöf, sem var silfurstáss í
íslenzkan upphlut ásamt skott-
húfu með • silfurhólk; gefandinn
var hefðarfrúin Steinunn Eyj-
ólfsson, ekkja eftir séra Böðvar
Eyjólfsson, sem var prestur í
Strandasýslu á Islandi, og dó
fyrir allmörgum árum síðan.
Frú Steinunn býr hér í Seattle
með dóttur sinni Elínu, mestu
myndarstúlku og ágætlega
mentaðri, og eru þær mæðgur
mjög prúðar í allri framkomu
og vel látnar af þeim, sem þær
þekkja.
Nú hafa konur „Vestra“ saum-
að hinn skrautlega upphlut, út-
flúraðan með silfurstássinu frá
frú Steinunni, og var sá ljóm-
andi búningur fyrst notaður
þann 17. júní s.l. ásamt skaut-
búningi og peysufötum. Hátíða-
höldin 17. júní voru hin ánægju-
legustu í alla staði: fjöldi fólks,
góð skemtiskrá, söngur og
ræður, ásamt rausnarlegum
veitingum og miklum gleðskap.
Ný hugsjón
Það var minst á það í síðustu
fréttapistum, að deildirnar á
ströndinni, í Vancouver, Blaine
og Seattle, hefðu á síðastliðnu
ári kosið sér þriggja manna
nefnd úr hverri deild (9 alls)
með það fyrir augum að stofnuð
væri samvinnunefnd, sem hefði
það markmið að starfa í sam-
einingu að helztu þjóðræknis-
málum meðal íslendinga hér á
ströndinni; þessir 9 menn og
konur skyldu því koma saman
sem allra fyrst og ræða um
slíka samvinnu.
Sunnudaginn 7. febrúar 1954
var stigið fyrsta sporið í þá sam-
vinnuátt. á var kallaður fundur
í Kvenfélagshúsinu í Blaine,
Washington. Fundinn setti Dr.
H. Sigmar kl. 4.30 e. h. Bað hann
alla fundarmenn að sýngja sálm-
inn Nr. 14 í sálmabókinni, „Vér
horfum allir upp til þín“. Að
því búnu flutti séra Eiríkur S.
Brynjólfsson bæn. Því næst
skýrði Dr. Sigmar frá tilgangi
fundarins og talaði nokkur orð
um nauðsyn samvinnunnar og
gat þess að séra Eiríkur væri
eiginlega upphafsmaður að þess-
ari hreyfingu, enda hefði hann
mikinn áhuga fyrir þjóðræknis-
starfi á meðal íslendinga á
ströndinni; einnig lét Dr. Sigmar
þá skoðun sína í ljósi, að nauð-
synlegt mundi það vera, að
fundurinn kysi að minsta kosti
tvo embættismenn, forseta og
skrifara, en ekki kannske nauð-
synlegt að féhirðir yrði kosinn
strax. Að þessu búnu var stung-
ið upp á foi'seta; tveir voru í
vali fyrir forseta og einn fyrir
skrifara. Kosningu hlaut séra
Albert Kristjánsson sem forseti
og séra Guðm. P. Johnson sem
skrifari; voru þeir kosnir til eins
árs.
Þessir fulltrúar voru mættir
á fundinum: Frá Vancouver,
B.C, Bjarni Kolbeins, Sigurður
Johnson og séra Eiríkur Bryn-
jólfsson. Frá Blaine: Dr. H.
Sigmar, séra Albert Kristjáns-
son og Sigurður Helgason. Frá
Seattle: Frú Guðrún Magnússon,
varamaður í Vestra-nefndinni, í
stað Jóns Magnússonar, sem
ekki gat komið, Mrs. Rud Sig-
urdson, fyrir hönd séra O. S.
Thorlaksson, sem var fjarver-
andi, og séra Guðm. P. Johnson.
Þá tók við fundarstjórn hinn
nýkjörni forseti, séra Albert,
sem þakkaði fyrir heiðurinn að
vera kosinn í þetta embætti. Að
því búnu kallaði forseti á séra
Eirík Brynjólfsson, sem í raun-
inni var aðalræðumaður fund-
arins.
Séra Eiríkur skýrði mjög ýtar-
lega frá þeirri miklu nauðsyn,
að deildirnar störfuðu saman
eins mikið og mögulegt væri, og
æskilegt væri það ef fleiri smá-
félög á meðal Islendinga á
ströndinni vildu taka höndum
saman og starfa meira að ís-
lenzkum félagsmálum; enn-
fremur lagði hann mikla áherzlu
á það, að við Islendingar stæð-
um sem bezt saman í því að
hlynna að okkar þjóðræknis-
starfi í Vesturheimi. Fundar-
menn klöppuðu óspart fyrir
ræðumanni.
Þá tók aftur til máls Dr. H.
Sigmar; og meðal fleiri orða, þá
lagði hann þá spurningu fyrir
fundinn, hvort ekki mundi það
mögulegt að allar deildirnar
sendu einn erindreka á þjóð-
ræknisþingið í Winnipeg, og ef
svo væri, þá vildi hann gera
það að tillögu. Þá gaf forseti,
séra Albert, þá skýringu að sam-
kvæmt 21. grein Þjóðræknis-
félagslaganna, væri ekki hægt
að senda fulltrúa til þings, nema
hann væri gildur meðlimur
heimadeildar og hefði skriflegt
umboð frá deildinni.
Séra Eiríkur skýrði þá frá
því, að hann hefði ekki verið
sendur frá lögmætri þjóðræknis
deild síðastliðið ár, 1953, en samt
hefði sér verið fagnað á þinginu
og hefði hann fengið þar full
réttindi. Um þetta mál urðu
fjörugar umræður og tóku allir
fundarmenn til máls; virtist það
einlægur vilji allra fundar-
manna, að séra Eiríkur væri
sendur sem fulltrúi, eða að
minnsta kosti sem talsmaður
allra deildanna, en samt sem
áður stóð gamla lagagreinin í
veginum fyrir fullnaðar úr-
slitum.
Herra Bjarni Kolbeins tók þá
til máls og sagðist ekki geta séð,
að svo mikið skuli lagt upp úr
æfagamalli lagagrein, og sjálf-
sagt mætti þar finna miðlunar-
veg eftir ástæðum heima fyrir;
auðvitað, sagði hann, að Strönd-
in væri nú fullgildur meðlimur
í Þjóðræknisfélaginu og væri
hún búin að kjósa séra Eirík sem
fulltrúa sinn á þingið í Winni-
peg-
Um þetta mál talaði líka
herra Sigurður Johnson og sagð-
ist geta séð miklar hömlur á því,
að deildirnar sendu séra Eirík
sem fulltrúa sinn eða talsmann
á þingið, og hugsaði hann miklu
fremur, að þeir, þar austur frá,
mundu fagna því að slíkur mað-
ur sem séra Eiríkur talaði máli
allra deildanna á Ströndinni.
Eftir allar þessar umræður
kom fram tillaga frá séra Eiríki
Brynjólfssyni, studd af Dr. H.
Sigmar, þess efnis að fundurinn
fari þess á leit við þjóðræknis-
þingið, að þessari 21. lagagrein
verði breytt þannig, að smá-
deildir fái leyfi til að senda einn
fulltrúa, sem tali máli þeirra
allra á þjóðræknisþingum, jafn-
vel þótt hann sé ekki meðlimur
nema í einni deildinni; samþykt
með öllum greiddum atkvæðum.
(Hér er ekki átt við, að hver
deild megi ekki senda sinn full-
trúa, ef ástæður leyfa það).
Síðan, eftir nokkrar stuttar
athugasemdir, á víð og dreif, var
fundi slitið kl. 6.30 e. h. með því
að allir sungu „Eldgamla ísa-
fold“ og „My Country“. Þá voru
fram bornar hinar ljúffengustu
veitingar af konum nefndar-
manna í Blaine, frú Sigmar, frú
Kristjánsson og frú Helgason.
Kvenfélagið EINING
hafði stórmerkilega sumar-
málasamkomu á sumardaginn
fyrsta hér í Seattle; fjöldi fólks
sótti samkomuna, enda var vel
til skemtiskrár vandað. Sam-
koman var hin ánægjulegasta í
alla staði.
Hópferð til Blaine
Milli 40 og 50 manns frá Kven-
félaginu „Einingu“ og „Vestra“
heimsóttu Elliheimilið „Staf-
holt“ í Blaine, sunnudaginn 2.
maí. Sá hópur skemti Stafholts-
búum með söng og ræðuhöldum;
einnig voru veitingar handa öll-
um viðstöddum. Voru það konur
Vestra og Einingar, sem stóðu
fyrir þeim beina, og alt var það
há-íslenzkur matur, sem fram
var borinn. Þessi heimsókn
færði blessuðu aldraða fólkinu
indæla ánægjustund; líka var
þar allmargt aðkomandi fólk úr
nálægum bygðum. Allri Elli-
heimilisnefndinni var boðið að
sitja til borð með vistfólki og
gestum.
Okkar góði vinur, og lengi for-
seti Vestra, Hallur Magnússon,
skrifaði um Islendingadags há-
tíðahaldið, 1. ágúst, við Silver
Lake, bæði vel og skilmerkilega
í Heimskringlu síðastliðið haust,
svo ekki þarf að minnast meira
á það vellukkaða hátíðahald í
þetta sinn.
Merkir og góðir gestir
Fyrst voru þáð séra Eiríkur
Brynjólfsson frá Vancouver,
B.C., og í fylgd með honum voru
þeir Gillies og Isfjörð. — Séra
Eiríkur flutti fróðlegt erindi um
þjóðræknisþingið í Winnipeg
1954, og voru allir Vestra-menn
honum sérstaklega þakklátir
fyrir komuna.
Nokkrir ágætir gestir frá ís-
landi heimsóttu okkur hér í
Seattle síðastliðið ár. Þeirra á
meðal voru hin merku hjón,
Þorvaldur Árnason, skattstjóri,
frá Hafnarfirði á íslandi og frú.
Herra Þorvaldur talaði hér á
fundi hjá íslendingum og notaði
hann bæði málin, sem hann virt-
ist vera jafnvígur á, enda var
líka margt af yngra fólkinu á
þeirri samkomu; var heimsókn
þessara merku hjóna okkur öll-
um til mikillar ánægju, sem vor-
um svo heppin að kynnast þeim.
Aðrir ágætir gestir voru þau
góðu hjón, hr. Þór Guðjónsson
og frú Elsa. Þór er fiskifræðing-
ur, og er hann vel þekktur hér í
Seattle á meðal íslendinga;
hann stundaði hér skólanám
fyrir nokkrum árum síðan og á
hér marga vini. Þau hjónin
komu hér fram á Vestra-fundi,
þar sem Þór sýndi ljómandi
fallegar kvikmyndir frá íslandi;
einnig talaði frú Elsa bæði vel
og fallega. Svo var drukkið kaffi
með þessum góðu hjónum og
var kvöldið hið ánægjulegasta í
alla staði.
Þá komu hingað hin vellátnu
prestshjón, séra Bragi Friðriks-
son og frú Katrín frá Lundar,
Manitoba; má kalla þau líka með
gestum frá Islandi, þar sem þau
eru svo að segja nýkomin að
heiman. Séra Bragi var okkar
aðalræðumaður á íslendinga-
deginum við Silver Lake. Einnig
flutti hann íslenzka messu í
1 næstu viku kemur Lögberg í hendur lesendum sínum
í smærra broti en áður var, en verður þó átta blaðsíður að
stærð, vandað venju samkvæmt að frágangi og auðvelt til
lesturs; með þessu hyggja forráðamenn blaðsins á, að draga
að nokkru úr útgáfukostnaðinum, þótt slíkt sé vitaskuld
hvergi nærri fullnægjandi og sýnt sé, að aðstoð verði’ að
koma annars staðar frá, eða í raun og veru frá íslenzkum
almenningi vestur hér, svo sem þegar hefir verið vikið að.
Mega menningarsamtök Vestur-fslendinga við því, að
Lögberg hverfi sviplega úr sögunni? Það er hin mikla
spurning, er krefst ákveðins svars.
„Hallgrímskirkju“ hér í Seattle.
Var ræða hans hugljúf og hress-
andi; séra Bragi tónaði enn-
fremur fyrir altari, og þótti slíkt
mikil tilbreyting. Margt fólk
sótti messu. Síðan var þeim
haldið samsæti í neðri sal kirkj-
unnar, og voru það allmargir,
sem kynntust þeim góðu hjón-
um persónulega, og allir voru
þeim hjartanlega þakklátir fyrir
komuna til Seattle.
Þá má heldur ekki gleyma að
minnast á hinn góða og merka
mann, séra Pétur Magnússon frá
Vallanesi á íslandi. Hann dvaldi
hér í Seattle um vikutíma eða
svo. Allmargir landar kynntust
honum hér í Seattle, og þótti
öllum það hin mesta ánægja að
kynnast séra Pétri, sem er sér-
staklega fróður maður og vel
máli farinn. Hann prédikaði á
ensku hér í íslenzku kirkjunni,
einnig flutti séra Pétur messu-
gjörð á íslenzku. Að lokinni
messu var séra Pétri haldið sam-
sæti í neðri sal kirkjunnar; tal-
aði hann þá um íslendinga í
Vesturheimi, og lét hann mörg
falleg og vel valin orð falla í
þeirra garð. Séra Pétur náði
hylli og vinskap fjölda íslend-
inga hér í Seattle, enda hefir
hann skrifað fjölda af þeim og
látið í ljósi ánægju sína yfir
komunni til Seattle.
Að síðustu heimsóttu okkur
merkishjónin Árni G. Eylands
stjórnarráðsfulltrúi og frú. —
Þjóðræknisdeildin „Vestri“ hélt
þeim samsæti með fjölbreyttri
skemtiskrá, þar sem söngmaður-
inn Tani Björnsson söng bæði á
íslenzku og norsku, en eins og
menn vita, þá er frú Eylands
af norskum ættum. Herra Ey-
lands sýndi ljómandi fallegar og
fróðlegar kvikmyndir frá ís-
landi, sem aðallega fjölluðu um
landbúnað og ýmsar framfarir í
þeirri grein á íslandi.
Stórmerkilegí silfurbrúðkaup
Það var þriðjudagskvöldið 19.
október 1954, að þeim merkis-
og vellátnu hjónum, Mr. Theo-
dór B. Björnsson og konu hans
Ragnheiði Kristjánsdóttur, syst-
urdóttur Magnúsar á Grund í
Eyjafirði, sem kallaður var
Magnús ríki, var haldin silfur-
brúðkaupsveizla; hann byggði
Grundarkirkju fyrir eigin pen-
inga. Ragnheiður er mesta
myndarkona og mjög vel starf-
andi í íslenzkum félagsskap hér
í Seattle. Theódór maður hennar
er sonur Sveins Björnssonar,
sem var hinn duglegasti félags-
maður í mörg ár, en er nú dáinn
fyrir nokkrum árum síðan;
Sveinn sál. var sonur Björns
Péturssonar, sem lengi var starf-
andi prestur í Winnipeg, Man.
Kona Sveins var systir Jóns
Ólafssonar ritstjóra, sem allir
íslendingar hafa heyrt getið.
Silfurbrúðkaupið var haldið í
íslenzku kirkjunni í Ballard, en
þar voru þau Mr. og Mrs.
Björnsson gift fyrir 26 árum
síðan; séra Kolbeinn Sæmunds-
son gifti. Brúðkaupið var ekki
hægt að halda árið áður vegna
þess að þá voru þessi hjón að
skemmta sér suður í Hawaii;
voru þau þar í heimsókn til son-
ar síns Teódórs, sem þá átti þar
heima og tilheyrði Bandaríkja-
hernum.
Skemtiskráin, fyrir þennan
mikla mannfögnuð, var vönduð
og tilkomumikil. Fyrst var sung-
inn brúðkaupssálmur, bæði á ís-
lenzku og ensku. Þá spilaði
fíólínsnillingurinn frú Kristín
Johnson Smedvig nokkur lög á
fiðluna sína. Tani Björnsson
söng nokkra úrvalseinsöngva.
Frú Svava Sigmar og maður
hennar, séra Eric, sungu tví-
söngva. Herra Jón Magnússon
skáld flutti frumort kvæði. Frú
Guðrún Magnússon talaði til
silfurbrúðhjónanna fyrir hönd
kvenfélagsins, en þar er frú
Ragnheiður ein af dugnaðar-
meðlimum. Þá talaði frú Jakob-
ína Johnson skáldkona fyrir
hönd fólksins og afhenti brúð-
hjónunum kostulega silfurskál,
og laglega peningagjöf. Þá talaði
Framhald á bls. 5