Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. MAl 1955 5 wwwwwwwwwwww x ú iu a *úi IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SÉRFRÆÐINGARNIR SKIPTA UM SKOÐUN Fyrir tuttugu og fimm árum heimsótti ég vinkonu mína, unga konu, sem eignast hafði sitt fyrsta barn nokkrum vikum áður. Hún var önnum kafin við að útbúa mjólkurblöndu í marga pela, gerilsneiða pelana og tott- urnar, og kreista safa úr appel- sínu fyrir hvítvoðunginn. Stór hrúga var þar af þvotti barnsins. Ég bað hana að halda áfram við verk sín; ég myndi aðeins tefja stutta stund meðan hún væri að þvo. Barnið svaf í öðru herbergi, en nokkru síðar byrjaði það að gráta. Móðirin varð mædd á svipinn og áhyggjufull, en fór samt ekki til barnsins. Hún sagði að matmálstími þess væri ekki fyr en eftir hálfa klukku- stund. Og alltaf grét barnið. Loks þoldi ég ekki mátið lengur og sagði henni, að mig langaði til að sjá litlu stúlkuna og spurði hana hvort ég mætti ekki taka hana og halda á henni meðan hún væri að ljúka við þvottinn. Nei, það má ekki; það er þvert á móti reglunum, sagði hún mér. Það stendur í bókinni, að það eigi að höndla hvítvoðunga sem minnst. Ég á svo bágt með hana mömmu; hún sækir alltaf á að gera gælur við Pat, og myndi taka hana upp og kyssa hana og kjassa, ef ég leyfði henni það. Hvítvoðungar eiga að vera einir sér sem mest; það er hættulegt, að fólk komi of nálægt þeim; ungbörn eru svo móttækileg fyrir smitun. Ég leit í kring um mig og sá opna bók liggja þar á hillu. Hún var eftir einn af „sérfræðingun- um“ í meðferð hvítvoðunga og uppeldi barna. Þetta var bókin, sem hin unga móðir trúði á. En nú var tíminn kominn; hún sótti litlu stúlkuna og gaf henni að drekka úr einum pelanum, síðan tók hún af henni rýjuna og hélt henni á litlum pott. Það er sagt í bókinni að það eigi að venja hvítvoðunga sem fyrst á að hægja sér og kasta vatni á viss- um tímum, sagði hin unga móðir. En Pat orgaði bara eins hátt og hún gat, og þessi til- raun bar engan árangur. Loks fór móðirin með hana aftur inn í herbergið og lagði hana í vögg- una og kom strax til baka. Ég heyrði Pat kjökra nokkra stund og síðan hefir hún víst sofnað. Móðirin varp mæðulega öndinni og tók á ný til að þvo. Aumingja Pat! hugsaði ég á leiðinni heim, og aumingja unga móðirin, hún virðist svo önnum kafin og rígbundin alls konar reglum að móðurgleðin virðist köfnuð. Fyrst að eitt barn veld- ur henni svona miklum áhyggj- um og umstangi, hvernig fer fyrir henni, ef hún eignast fjög- ur eða fleiri? Og vesalings amma, sem ekki má láta ást sína í ljósi við þetta fyrsta barna- barn sitt, vegna þess að það er á móti reglunum. Hún hefir þó sjálf átt sex börn, og komið þeim öllum upp og vel til manns, þótt hún hvorki þekkti né fylgdi reglugjörðum sérfræðinganna. Nú hafa sérfræðingarnir snúið alveg við blaðinu. Nú skrifa þeir bækur og langar ritgerðir um það að ungbörn þarfnist þess, að þeim sé auðsýnd ástúð. Nú eru þeir komnir á þá skoðun, að sé ströngustu reglum fylgt viðvíkjandi því hve oft eigi að mata ungbörn, og hve mikið það eigi að fá í hvert skipti, finnist því, að það njóti ekki ástúðar. Flestir ungbarna-sérfræðingar mæla nú með því, að mata skuli barnið þegar það er svangt; og að reyna að venja barnið á að hægja sér á ákveðnum tímum, meðan það er kornungt, geti haft illar afleiðingar fyrir sálar- líf barnsins. ■— Dorothy Thompson, hin heims fræga blaðakona, sem ritar að staðaldri í Ladies’ Home Journal, skrifaði fyrir nokkrum mán- uðum um þetta mál. Hún segir frá því þegar hún kom með son þeirra hjóna, hvítvoðung, til bú- garðs þeirra í Vermont. Maður hennar var rithöfundurinn frægi Sinclair Lewis. Þau höfðu margt þjónustufólk og hjúkrunarkonu, sem leit algerlega eftir barninu. Hún kom með barnið á fjögra tíma millibili til að láta það sjúga, en þess á milli var barnið að mestu einangrað með hjúkr- unarkonunni. Móðirin, sem kom- in var nokkuð til ára sinna, bjóst við að þetta myndi verða sitt eina barn, var umhugað um að gæta allar varúðar í meðferð þess og lét stranglega fylgja reglum barna-sérfræð- inga þeirra ára. Það mátti ekki íiöndla börn né kjassa; ekki láta þau vera þar sem hávaðasamt var; ekki láta fólk koma nálægt þeim, því það gæti borið með sér sýkla; aldrei að rugga þeim; alltaf að baða þau og mata þau á tilsettum tíma o. s. frv. Þrátt fyrir þessa aðgæzlu virtist barnið þegar það eltist órólegra og taugaóstyrkara en börn almennt; drengurinn hræddist ókunnuga og hávaða. Og þótt allur vari væri tekinn gegn sýklum, þá fékk drengur- inn alla barnasjúkdóma, sem nokkurs staðar komu í Ijós í ná- grenninu, þótt í 25 mílna fjar- lægð væri. Síðastliðið sumar kom annað barn 2ja vikna með móður sinni út á búgarðinn; það var sonar- Sonur Dorothy Thompson. Nú var þar ekki margt þjónustu- fólk; aðeins tvær mæðgur, er önnuðust húsverkin; hin unga móðir og amman ásamt vélritara hennar. Það var heldur kalt það sum- ar, svo heimilisfólkið vandi komur sínar í hið stóra, hlýja og notalega eldhús. Þar var vagga barnsins á daginn, og allar kon- urnar tóku þátt í að líta eftir þeim litla. Ef hann grét, greip einhver hann upp og huggaði hann; honum var ruggað, og hann var borinn á höndunum. Hann fékk að borða þegar hann vildi, og ef hann svaf vært datt engum í hug að vekja hann til þess að mata hann. Hann svaf mest af tímanum og svaf vært þrátt fyrir skraf, hávaða, ljós og eldhússtörf. Hann horfði rólegur á heimilisfólkið og gesti, sem komu að vöggu hans til að gæla við hann. Ef móðirin fór í heim- boð ásamt ömmunni, tóku þær litla kút með sér, og hann svaf aldrei betur’ en í bílnum. Barn- inu, svona ungu, virtist aldrei líða betur heldur en þegar hann var með fólki og eitthvað var að gerast í kringum hann. Börn þrífast bezt, þegar hin hlýja ástúð umvefur þau. Og þau veita þá jafnframt þeim, er umgang- ast þau og annast, óumræðilega gleði. — Það var tómlegt í hús- inu, þegar faðirinn sótti móður- ina og barnið eftir fimm vikna dvöl þeirra á búgarðinum. Allar skepnur annast og ala upp afkvæmi sín samkvæmt eðlisávísun; og það hafa menn- irnir gert líka frá upphafi vega. Það er foreldrum eðlilegt að láta í ljósi ástúð við barn sitt; það er því furðulegt að nokkrum svokölluðum uppeldisfræðingum skyldi takast að telja fjölda mæðra trú um, að slíkt væri barninu skaðvænt. Þegar nú þessir menn, sem þóttust óskeik- Fréttapistlar . . Framhald af bls. 4 séra Eric Sigmar fyrir hönd safnaðarins, en þar hafa þau Mr. og Mrs. Björnsson ávalt verið trúir og dyggir meðlimir. Líka stjórnaði séra Eric þessari merku samkomu með mikilli röggsemi. Mr. og Mrs. Björnsson eiga tvö börn, pilt og stúlku, bæði mestu myndarbörn; þau heita Teodór og Geraldine, nú Mrs. Ed. Grubbe, og eiga þau tvö falleg börn, Valerie og Kristinn. Allt var þetta myndarlega sifja- lið viðstatt, ásamt tengdasynin- um, fallegum og vel mentuðum ungum manni, sem líka talaði nokkur orð og lét í ljósi sitt innilegasta þakklæti til fólksins í kirkjunni, sem svo dásamlega heiðruðu sína góðu tengdafor- eldra. Þá þökkuðu þau heiðurs- hjónin fyrir þetta ógleymanlega samsæti, sem væri svo langt fram yfir það, sem þau ættu skilið, en yrði þeim til ánægju og blessunar, svo lengi sem þau lifðu, og báðu þau Guð að launa og blessa öllu þessu góða fólki. Þá voru frambornar hinar ágætustu veitingar af ótal góm- sætum tegundum. Skemmti- skráin fór fram uppi í aðalkirkj- unni, en borðhaldið í neðri sal kirkjunnar. Þar sátu silfurbrúð- hjónin við háborð, ásamt börn- um sínum, tengdasyni og barna- börnum. Háborðið var skreytt fögrum blómum, og mikil gleði var ríkjandi í samsætinu, sem sýndi hvað öllum var innilega vel við þetta heiðursfólk. Hátt á annað hundrað manns voru þarna viðstaddir, og allt fór mjög ánægjulega fram til heið- urs og sóma öllum, sem þar höfðu lagt hönd að verki. Sigurjón Björnsson heiðraður Á vel sóttum fundi Vestra, sem haldinn var 3. nóvember 1954 var staddur herra Sigurjón Björnsson frá Blaine. Flutti hann þar fallegt ávarp og sagði lítið eitt frá þjóðræknisstarfinu í Blaine. En í fundarlok var Sigurjón Björnsson gerður að heiðursmeðlim Vestra fyrir frá- bært starf í þágu þjóðræknis- mála á meðal íslendinga, bæði í Blaine og víðar. Hinn ungi öld- ungur, sem nú mun vera nokkuð yfir áttrætt, skemmti sér vel á fundinum, og öllum þótti á- nægjulegt að sjá hann, því að marga á hann vinina í Seattle. Áramótasamkoman Eins og undanfarin ár, þá hafði Vestri áramótasamkomu 29. desember, sem var bæði vel sótt og ánægjuleg í alla staði. Söngflokkur Calvary lútersku kirkjunnar söng nokkur úrvals íslenzk lög, undir stjórn Tana Björnssonar; einnig söng hann nokkra einsöngva með lífi og fjöri, eins og honum er svo vel tamt. Margt fleira var til skemmtunar, og allir voru á- nægðir, og þannig endaði þá árið 1954 hjá íslendingum í Seattle. Þjóðræknisvinirnir í Blaine, Washington, starfa vel og trú- verðuglega, þó nú sé þeim nokk- uð að fækka, af eðlilegum ástæð- um; eru það bæði Lestrarfélagið , Jón Trausti“ og „Aldan“, sem vel má kalla einu nafni þjóð- ræknisvini, því að bæði þau fé- lög starfa að viðhaldi íslenzkra þjóðræknismála. Síðastliðið sumar, sunnudag- inn 22. ágúst, hélt Jón Trausti hátíðlegan 35. afmælisdag fé- lagsins. Var sú samkoma bæði fjölsótt og ánægjuleg í alla staði. Mikill söngur og margar fjörug- ar ræður. Rausnarlegar veiting- ar, og mikill gleðskapur. Forseti Jóns Trausta er frú Herdís ulir, skipti þannig um skoðun á fáeinum árum, ætti það að vera foreldrunum viðvörun um að íhuga vandlega kenningar þeirra í framtíðinni áður en þeir fylgja þeim í blindni. Stefánsson, dugnaðarkona og á- kveðin í að halda starfinu vak- andi. Sagt er að allir fundir Jóns Trausta séu fullir af lífi og fjöri, enda er hvergi meira af söng- elsku fólki í jafn litlum félags- skap. Aldan Þjóðræknisdeildin „Aldan“, hefir líka starfað vel á hinu liðna ári; hún hefir haldið uppi sínum reglulegu fundum, staðið fyrir 17. júní hátíðarhaldi, sem lukkaðist ágætlega; tekið á móti allmörgum gestum, og hlynnt að íslenzkum þjóðræknismálum af fremsta megni. Og ekki má gleyma þeirri ánægjulegu sam- komu, sem Aldan hafði laugar- dagskvöldið 13. nóvember, alveg ljómandi samkoma. Bæði ungir og gamlir tóku drjúgan þátt í að skemmta fólkinu, og var á- nægjulegt þar að vera. Að lok- inni skemmtiskrá fór fram bögglasala, þar sem allt mögu- legt var selt, þar á meðal ís- lenzkur blóðmör og lifrarpylsa og margt og margt fleira. Arður- inn af þessari samkomu var eitt- hvað á annað hundrað dollarar, sem að mestu leyti voru gefnir Elliheimilinu „Stafholt“, barni Öldunnar. Séra Albert Kristjánsson hef- ir verið og er forseti Öldunnar, og stjórnar hann öllum fundum og öðrum samkomum hennar af lífi og fjöri, enda er hann ennþá ungur í anda og gleðimaður mikill. — ÁRIÐ 1955 — Árið 1955 byrjaði hér í Seattle með hinni mestu veðurblíðu, sem hélzt dag frá degi þar til um 15. febrúar, að byrjaði að kólna, • og snjóaði jafnvel svolítið, en sá snjór hvarf fljótlega; samt var talsvert frost á nóttunni, en sólskin á daginn. Svona hefir tíðin haldist að mestu leyti fram að þessum tíma, 30. apríl, þegar línur þessar eru skrifaðar, og ennþá minnast veðurfréttirnar á meiri kulda, svo margir spyrja: Hvenær kemur sumarið? Félagslífinu haldið í horfi Miðvikudaginn 5. janúar var fyrsti fundur Vestra á árinu; var hann vel sóttur og skemmti- legur. Hinir nýkjörnu embættis- menn tóku þá til starfa, en þeir eru sem hér segir: Guðmundur P. Johnson, forseti Karl F. Frederick, varaforseti Jón Magnússon, skrifari Séra Eric Sigmar, varaskrifari Jónas J. Middal, gjaldkeri Kr. Thorsteinsson, varagjaldkeri Jón Magnússon, ritstjóri „Geysis“ J. J. Middal, vararitstjóri. Bókavörur og varabókavörður eru þau hjónin Mr. og Mrs. J. Magnússon. Síðan hafa allir fundir Vestra, sem haldnir eru fyrsta miðviku- dag hvers mánaðar, verið vel sóttir, enda ávalt vel til skemti- skrár vandað á hverjum fundi. Samvinnunef ndin hélt annan fund sinn laugar- daginn 5. febrúar á heimili séra Alberts Kristjánssonar og konu hans í Blaine. Voru þar allir fundarmenn mættir, að undanteknum Sigurði Helga- syni, sem var í ferðalagi. Nefndarmenn frá Ströndinni í Vancauver, B.C., og Öldunni í Blaine eru þeir sömu og í fyrra, en frá Vestra í Seattle eru tveir nýir nefndarmenn, þeir Karl Frederick og Steve Johnson, auk forseta Vestra. Fundurinn hófst með sálma- söng og var sunginn sálmurinn „Þín miskunn, á Guð, er sem himininn há“. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson var við hljóðfærið. Þá flutti séra Albert hugljúfa bæn og setti því næst fundinn. Skýrði hann frá tilgangi fundar- ins og lagði séjstaka áherzlu á samvinnu deildanna hér á ströndinni, og óskaði eftir að við störfuðum allir eins vel og mögulegt væri að okkar sam- eiginlegu þjóðræknismálum, og með fleiri orðum lét haran álit sitt í ljósi viðvíkjandi því sta.rfi, er samvinnunefndinni bæri a'.ð framkvæma. Síðan gaf hann orðið laust og skoraði á alla fundarmenn að láta ótrauðir álit sitt í ljósi um framtíðarsam- vinnu á meðal deildanna og fleiri smáhópa af íslenzkum félögum. Þá tók til máls séra Eiríkur Brynjólfsson; sagði hann, að það hefði verið stefna þessarar sam- vinnunefndar frá byrjun og væri enn að reyna að hrinda í framkvæmd sem fjölbreyttustu samstarfi í þjóðræknislega átt, og hefði hann góðar vonir um, að svo gæti orðið, og nú lægju fyrir þessum fundi allmörg mál, sem stefndu 1 samvinnu- áttina; til dæmis væri það vel reynandi að stofna til almennrar söngsamkomu, sem allir þessir ágætu söngkraftar hér á strönd- inni tækju þátt í; mundi það leiða hugi fólksins meira saman og sjálfsagt bera góðan ávöxt, því að gott væri að fólkið kynnt- ist hvort öðru, því að meiri kynning á meðal fólks af ís- lenzkum stofni hér á ströndinni væri nauðsynleg; til dæmis að komast í skriflegt samband við sem flesta Islendinga á allri ströndinni frá Vancouver, B.C., til Californíu, og lagði hann til að nefndin vindi sem bráðastan bug að þessu. Og ýms fleiri mál minntist séra Eiríkur á, sem samvinnunefndin ætti að beita sér fyrir. Um þessi mál urðu svo miklar umræður og tóku allir fundar- menn til máls, hver á eftir öðrum. Allar umræður fóru mjög skipulega fram og mikill samvinnuhugur og eining ríkti á fundinum. Líka var rætt um sameiginlegan Islendingadag á ströndinni, og sameiginlegt 17. júní hátíðahald. Allt þetta ligg- ur fyrir nefndinni til athugunar í framtíðinni, þó ekki séu þetta tímabær mál nú sem stendur. Jafnvel var minnst á sameigin- legt Strandarþing, þar sem allir Islendingar kæmu saman þannig að deildirnar gætu sameinað krafta sína sem allra mest og bezt að auðið væri. Þá var það líka eitt nauð- synjamál, sem lá fyrir fundin- um, en það var að stofnaðar yrðu þjóðræknisdeildir á meðal yngra fólksins hér á ströndinni, bæði í Canada og Bandaríkjun- um. Þetta mál var mikið rætt, og jafnvel talað um að fá hingað mann eða konu, sem vel væri fær um að skýra slíkt mál fyrir unga fólkinu; var séra Eiríki Brynjólfssyni falið að grennslast eftir slíku. En deildirnar áttu að ræða þetta mál á fundum sínum, og hvað Vestra snertir, þá var það gert strax á marz- fundinum, og fékk það hinar beztu undirtektir. Þessu næst var rætt um það, að deildirnar sendu sameigin- 1 legan erindreka á þjóðræknis- þingið í Winnipeg. Þetta mál fékk ekki eins góðar undirtektir eins og í fyrravetur, þar sem engin vissa var fengið fyrir því, hvort 21. lagagreininni í lögum Þjóðræknisfélagsins yrði breytt. Sumir héldu, að það væri kann- ske nauðsynlegra að senda er- indreka núna en nokkru sinni áður. Útkoman á þessu máli varð sú, að bæði „Aldan“ í Blaine og „Vestri“ í Seattle tóku þátt í því að létta svolítið undir ferðakostnað erindrekans, sem varð séra Eiríkur Brynjólfsson frá Vancouver, B.C. Að þessu loknu voru kosnir embættis- menn í samvinnunefndina fyrir yfirstandandi ár, og hlutu kosn- ingu þeir sömu og í fyrra, for- seti og skrifari. Þá var fundi slitið kl. fi.45 e. h. með því að allir sungu „Eldgamla ísafold“ og „My Country“. Rausnarlegar veitingar voru fram bornar aJ hinum góðu hjónum séra A. E. Kristjánsson og frú hans Önnu. Allir voru glaðir og skemmtu sér vel; síðan kvöddust menn með virktum og fóru heim. Góður starísmaður heiðraður Á skemmtlegum starfsfundi Vestra, sem haldinn var mið- ví.kudaginn 2. marz, var sam- þykkí með öllum greiddum at- kvæðum að gera herra Hall Magnússon, fyrrum forseta Vestra, að heiðursmeðlim félags- ins; og var embætúismönnum Vestra falið að tilkynna Halli það skriflega, þar sem hann gat ekki verið á fundi vegna las- leika. Á laugardaginn, 5. marz, heimsóttu embættismenn Vestra Hall Magnússon og tilkynntu honum heiðurinn með eftir- fylgjandi bréfi: Háttvirti herra, Hallur Magnússon, Kæri vinur: — Okkur undirrituðum var falið að tilkynna þér, að á síðasta fundi „Vestra“, sem haldinn var miðvikudaginn, 2. marz 1955, var samþykkt, með öllum greiddum atkvæðum, að gera þig að heiðursmeðlim félagsins fyrir gott og vel unnið starf í þágu íslenzkra þjóðræknis- og menningarmála. Þess ber að geta, sem gert er. Þú hefir staðið vel í stöðu þinni sem forseti „Vestra“ í mörg ár, og hlynnt trúverðuglega að ís- lenzkum félagsmálum á meðal og talaði fallega og skipulega, þar sem hún sagði frá aðalatrið- um í starfi kvenfélagsins og ýmsum framkvæmdum þess 1 íslendinga, bæði í Seattle og víðar. — Allir þjóðræknisvinir trúa því, að slíkt starf sé ódauð- legt. — Svo, með ofanritaðri fundarsamþykkt, sýnir „Vestri“ þér verðskuldaða virðingu fyrir vel unnið starf. Dagsett 5. marz 1955, Seattle, Washington, Með vinsemd og virðingu, Guðm. P. Johnson, forseti Jón Magnússon, ritari Jónas J. Middal, féhirðir Á þessum sama fundi Vestra voru eftirfarandi menn kosnir í : slendingadagsnefnd, auk for- seta: Jón Magnússon, Kr. Thor- steinsson, J. J. Middal Halldór Vivatson, Ted Samúelsson, Sibbe Kristjánsson, Ray Olason, Bill Kristjánsson og S. S. Thordarson. Það er ákveðið að íslendingdagurinn verði haldinn sunnudaginn 7. ágúst að Silver Lake, nálægt Seattle. Verður þar falleg Fjallkona og vel vönd- uð skemmtiskrá, þar sem ræðu- skörungar og söngsnillingar Framhald á bls. 7 CrissXCross (Patented 1945) French Shorts Fara alveg sérstaklega vel, me8 teyscjubandi um mittiS — einka- leyfö — knept meSsjalfvirku “Criss x Cross” a8 framan, er hi8 bezta lítur út, búi8 til úr efnisgðöri k e m b d r i bómull. AuÖþvegin . . . engin strauing . . . sézt UtiÖ á vi8 brúkun . . . Jersey er vi8 á. W-18-54

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.