Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. MAI 1955
Úr borg og bygð
Eitt svefnrúm fæst nú þegar í
litlu hjúkrunarheimili að 494
Wardlow Avenue. Sími 40-2368.
Æskilegt að umsækjandi væri
Islendingur.
☆
Mr. Bergur Johnson vistmað-
ur á Betel var staddur í borg-
inni í lok fyrri viku.
☆
— ÞAKKARORÐ —
Við undirrituð viljum hér með
tjá börnum okkar, öðrum ætt-
mennum og vinum okkar hjart-
ans þakklæti fyrir undirbúning
og framkvæmdir varðandi hið
virðulega samsæti, sem okkur
hjónum var haldið í samkomu-
húsi Geysisbygðar hinn 19. apríl
síðastliðinn í tilefni af gullbrúð-
kaupi okkar; við þökkum þeim
öllum, er skemmtu okkur svo
yndislega áminst kvöld, jafn-
framt því, sem við þökkum hin-
ar fögru og verðmætu gjafir; en
öllu öðru framar metum við þó
þann góðhug og þá vináttu, sem
til grundvallar lá.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún og Guðmundur
Gíslason, Gimli Man.
☆
The Dorcas Society of Gimli
Lutheran Church will hold its
fourth annual Tulip Tea in the
Beaver Hall, Hudson’s Bay
Company, on Thursday, May 19,
1955, from 1.30 to 4.30 p.m.
There will be a sale of home
baking, handicrafts, surprise
parcels, and white elephant. The
cookbook published last year by
the Dorcas Society will also be
for sale.
Conveners of the tea will be
Mrs. J. T. Arnason and Mrs.
Ellert Stevens. Tea table con-
veners are Mrs. George Johnson
and Mrs. S. Josephson; Sewing,
Mrs. A. Jacobson and Mrs. J.
Smale; home cooking, Mrs. B.
V. Arnason and Mrs. H. Jo-
hannesson; Surprise packages,
Mrs. H. Johnson and Mrs. D. R.
Oakley. Receiving will be Mrs.
J. T. Arnason, Mrs. R. Mossman
and Mrs. H. S. Sigmar.
☆
Þjóðhátíðardagur Norðmanna,
er svo sem vitað er, haldinn
venjulegast hinn 17. maí, sem
ber upp á hinn svonenda grund-
vallarlagadag norsku þjóðarinn-
ar; út af þessu verður nú brugð-
ið og fer nú þjóðminningin fram
á Marlborough hótelinu laugar-
daginn hinn 14. þ. m., kl. 6.30
e. h. Aðgöngumiðar kosta $3.00
á manninn. Framreidd verður
fyrirtaksmáltíð og að lokinni
reglubundinni skemtiskrá verð-
ur stiginn dans.
☆
— 17. JÚNÍ —
Ákveðið hefir verið, að Þjóð-
ræknisdeildin „FRÓN“ efni til
hátíðahalds í tilefni af 17. júni,
fæðingardegi Jóns Sigurðssonar
forseta, í Fyrstu Sambands-
kirkju þann dag. Undirbúningur
að skemmtiskrá er þegar hafinn,
og verður að sjálfsögðu til
hennar vandað eftir föngum. —
Nánar auglýst síðar.
F. h. „Fróns“,
THOR VIKING, ritari
Gefin voru saman í hjónaband
af séra Sigurði Ólafssyni í Sel-
kirk þann 7. maí þau Douglas
George Roberts, Kamsack, Sask.,
og Hellen Margaret Oliver, Sel-
kirk, Man. Vitni að giftingunni
voru Mrs. Audrey Ida Thomsen
og Mr. Larry Henry Gilbertson.
☆
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Ólafssyni í Selkirk
þann 30. apríl í kirkju safnaðar-
ins: Haraldur Goodmanson, Sel-
kirk, Man., og Pearl Marie
Sorlie, sama stað. Ungu hjónin
voru aðstoðuð af Miss Eesther
Violet Gunderson og Mr. Marino
Swanson. Ungu hjónin setjast að
í Selkirk.
☆
Bandalag lúterskra kvenna
heldur 31. ársþing sitt í Argyle
prestakalli dagana 3., 4. og 5.
júní. Moore’s Bus fer frá Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg kl. 9
að morgni föstudaginn 3. júní.
Þær konur, sem vilja ferðast
með Bus, tilkynni þátttöku sína
í tæka tíð Mrs. C. Scrymgeour,
593 Goulding St., sími 72-4780,
eða Mrs. B. S. Benson, sími
74-3411. — Þetta er áríðandi!
☆
Mrs. James Innes frá Moun-
tain, North Dakota, hefir dvalið
í borginni nokkra undanfarna
daga ásamt Jennifer dóttur
sinni.
☆
Mr. Bjarni Loftsson frá Lund-
ar var staddur í borginni á mánu
daginn ásamt dóttur sinni Mrs.
Thoru Thompson frá Vancouver,
B.C.
☆
Lundar, 10. mai 1955
Gefið í Blómveigasjóð Kven-
félagsins „Björk“ $5.00 í minn-
ingu um kæra vinkonu, Þóru
Loftson, frá Mr. og Mrs. Ingi-
mundur Sigurdson, Lundar,
Man.
Mrs. O. Johnson,
Sec. of Ladies Aid „Björk“
Lundar, Man.
☆
Á laugardaginn 7. maí, kl.
3 e. h. fór fram afar fjölmenn
og virðuleg hjónavígsluathöfn.
Voru gefin saman þau Joan
Audrey Bergman, einkadóttir
þeirra Oddnýjar og Jóns Berg-
man, Ste. 31 Redwood Apts. hér
í borginni, og Bradley Barton
Colbert frá Long Acres, Ont.
Dr. Valdimar J. Eylands fram-
kvæmdi vígsluna, en Mrs. Pearl
Johnson söng einsöngva með
aðstoð Mrs. Eric Isfeld við hljóð-
færið. Brúðkaupsveizla var setin
að heimili Dr. og Mrs. A. C.
Sinclair, 210 Kingston Row, og
mælti læknirinn fagurlega fyrir
minni brúðarinnar. Brúðgum-
inn er útskrifaður í viðskipta-
fræðum frá háskólanum í Lon-
don, Ontario. Heimili ungu hjón-
anna verður þar eystra.
☆
Gleymið ekki hinni sameigin-
legu guðsþjónustu í Fyrstu
lútersku kirkju á sunnudags-
kvöldið kemur 15. maí 1955,
kl. 7. Veitingar verða framborn-
ar að afstaðinni guðsþjónust-
unni í samkomusal kirkjunnar.
Dorcas Society of the First
Lutheran Church will hold their
Annual Spring Tea on Wednes-
day May 18th from 2.30 to 5 and
7 to 9 in the lower Auditorium
of The First Lutheran Church,
Victor St.
Receiving will be:
Miss R. Bardal, President
Mrs. C. Scrymgeour,
Vice President
Mrs. L. S. Gibson
Mrs. N. O. Bardal,
General Convenor
Mrs. W. Kristjanson,
Table Convenor
Mrs. R. B. Vopni,
Handicraft Convenor
Mrs. K. Bardal, Home Cooking
Convenor
Mrs. H. Rowland
Novelty Table Convenor
Miss Ruth Bardal,
Mrs. R. Pollock,
Cook Book Table Convenor
Miss Ruth Benson,
Candy Table Convenor
Mrs. W. Brown, Stationery
Table Convenor
Mrs. H. Comack,
Mrs. I. Burgess,
Plant Table Convenor.
■ú
Mr. og Mrs. T. Vatnsdal frá
Hensel, North Dakota, voru
stödd í borginni í byrjun vik-
unnar.
Fréttapistlar .
-ILJA
SOKKAR
Krefjisf þessara
nýju
sokkaþæginda
fyrir fæfur yðar
SNIÐ
LITUR
GERÐ
\ FARAVEL.
ÞÆGINDI
15-S-5
Framhald aí bls. 7
starfi þeirra um mörg ókomin
ár. Þá jók það ekki lítið á
ánægjuna á samkomunni, að
tveir ungir efnismenn heiman af
íslandi voru þar staddir; þeir
töluðu báðir bæði á íslenzku og
ensku. Þeir heita Þorgrímur
Halldórsson og Þórður Einars-
son. Þorgrímur er frá Hafnar-
firði; gekk hann í skóla í Okla-
homa City og stundaði nám í
Electronic Engineering, en lagði
sérstaka stund á RADAR. Hann
hefir undanfarið starfað á veg-
um Civil Aeronautic Admini-
stration við Radarstöðvar í
Kansas City, Los Angeles og nú
við Seattle-Tacoma Airport.
Þorgrímur dvelur í Seattle um
3—4 vikna tíma og starfar hann
með starfsmönnum C.A.A. og
U. S. Air Force. — Bráðum fer
Þorgrímur heim, en mun stanza
um tíma í Washington, D.C.
Eftir heimkomuna mun hann að
líkindum starfa á vegum ís-
lenzka ríkisins. Vér hér í Seattle
óskum honum til lukku og mik-
illar blessunar 1 sínu framtíðar-
starfi.
Þórður Einarsson er fulltrúi
hjá Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna (U. S. Information
Service) í Reykjavík, sem starf-
ar í sambandi við sendiráð
Bandaríkjanna þar að skiptum
stúdenta og námsmanna milli
landanna, og að því að styrkja
menningarlegt samband ís-
lands og Bandaríkjanna. Þórður
Einarsson dvelur í Bandaríkj-
unum um þriggja mánaðatíma,
en hann er í kynnisför um
Bandaríkin á vegum utanríkis-
málaráðuneytisins í Washington,
D.C. Þórður flutti snjalla ræðu
um sambandið milli Islands og
Bandaríkjanna, og var gerður
góður rómur að máli hans. Megi
lukka og blessun fylgja honum
í hans göfuga og mikilfenglega
starfi..
Síðast á skemmtiskránni kom
fram söngflokkur Calvary
Lutheran kirkjunnar, undir
stjórn Tana Björnssonár; var
það hrífandi og blessunarrík
stund. Þá va rsungið „Eldgamla
lsafold“ og „My Country“. Að
skemmtiskrá lokinni voru fram
bornar indælar veitingar og var
samtal og gleðskapur fram til
miðnættis.
Hér læt ég staðar numið í
þetta sinn, en byrja næstu
fréttapistla frá Sumardeginum
fyrsta.
Gleðilegt sumar!
G. P. J.
Heimsókn í súkkulaðiverk-
smiðjuna Lindu á Akureyri
Kakoóbaunirnar eru ekki góm-
sæíar írá nátiúrunnar hendi
Rætt við forstjórann
EYÞÓR TÓMASSON
Þeir, sem leið hafa átt um
efri hluta „Eyrarinnar“ á
Akureyri nokkur undan-
farin ár, hafa vafalaust oft
staðnæmst á göngu sinni til
þess að njóta ilms, sem fyllt
hefir loftið og komið hefir
vatninu fram í munn veg-
farenda. Ókunnugir spyrja
hvaðan þessi mikla súkku-
laðilykt komi en heima-
menn vita, að hún berst frá
hvítmáluðu húsi, sem stend-
ur við Hólabraut, þar sem
framleitt er hið ljúffenga
Lindu-konfekt og súkkulaði,
sem þekkt er orðið um land
allt fyrir gæði.
Tíðindamaður blaðsíns hitti
forstjóra verksmiðjunnar og eig-
anda, Eyþór H. Tómasson, að
máli og tekur hann vel þeirri
málaleitan að sýna verksmiðj-
una, og leysir greiðlega úr öllum
spurningum.
Verksmiðjan er stofnuð árið
1947 en telja má, að hún hafi
ekki tekið fullkomlega til starfa
fyrr en í ágúst 1948.
Húsakynni verksmiðjunnar,
sem þegar hafa verið aukin eftir
að verksmiðjan tók til starfa,
eru ágæt svo langt sem þau ná,
en líklega rekur þó brátt að því,
að þau verði of lítil, sakir sí-
aukins vélakosts.
Verksmiðjan er eingöngu búin
nýjum þýzkum vélum, sem eru
þær fullkomnustu í sinni röð
hérlendis og þótt víðar væri
leitað.
Yfirleitt höfum við haft á að
skipa ágætu starfsliði og er það
að meðal tali 20 manns“, segir
Eyþór forstjóri. „Margt af því
hefir verið hér alveg frá byrjun
og tel ég það mjög mikils virði.
Það hefir því getað fylgzt með
öllum nýjungum frá upphafi og
þroskast þannig betur í starfinu.
Ég krefst mikillar vandvirkni
af starfsfólki mínu, enda er
vandvirkni og nákvæmni frum-
skilyrði fyrir fyrsta flokks fram-
leiðslu.
Hjá okkur hefir starfað þýzk-
ur sérfræðingur í súkkulaðigerð
frá upphafi, og tel ég okkur svo
lánsöm að mega gera okkur von-
ir um að fá að njóta starfs-
krafta hans áfram, þar sem hann
kann vel við sig hér á landi.“
I einum af þrem sölum verk-
smiðjunnar eru nokkur stór ker,
íull af ljósleitum baunum og er
tíðindamanni þegar boðið að
bragða á þeim. En hvernig sem
reynt er ,er ekki hægt að renna
þeim niður því að þær reynast
rammar á bragðið og algjörlega
óætar. Ég spyr hvaða óæti þetta
sé og fæ þær upplýsingar, að
þetta séu kakóbaunir, eins og
þær komi fyrir.
Verksmiðjan brennir og mal-
ar þessar baunir og er því eina
verksmiðjan hérlendis, sem
vinnur súkkulaðiduftið úr hrá-
um baunum.
Vélar þær, sem notaðar eru
við brennsluna og mölunina eru
í gangi dag og nótt og taka V2
tonn af baunum í einu.
súkkulaðinu hér
Við göngum svo inn í annan
sal, áfastan þeim fyrri, en þar
er svo mikill hávaði, að ekki
heyrist mannsins mál.
Afar stór vélasamstæða nær
um endilangan salinn. Mér til
mikillar undrunar sjáum við á
eftir hráefninu inn í annan enda
hennar, en út úr hinum kemur
innpakkað súkkulaði.
Við nánari athugun kemur í
ljós, að þegar hráefnið er til-
búið til vinnslu er það allt sett
í stóran pott og þar er súkku-
laðið lagað. Sjálfvirk dæla dælir
því svo inn í vélasamstæðu, sem
skilar svo löguninni í mótum út
á hristandi færibönd. Á þeim
renna þau sjálfkrafa inn í kæli-
rúm. Úr kælirúminu koma svo
súkkulaðiplöturnar, harðar og
lausar úr mótunum og renna á
færiböndum inn í pökkunar-
vélina, en mótin fara á öðrum
færiböndum til baka, gegnum
hitastilli og sækja nýja áfyll-
ingu.
Þessi sjálfvirka súkkulaðivél
kemur í stað fjögurra sérstæðra
véla, sem útheimta mikið starfs-
fólk og eru langtum seinvirkari.
Vélasamstæða þessi skilar
3600 súkkulaðipökkum á klukku
stund og geta þeir verið af öll-
um gerðum og stærðum.
Frá því að byrjað er að mala
kakóbaunirnar og þar til súkku-
laðið er fullbúið líða 26 tímar.
Á þeim tíma hefir súkkulaði-
lögunin verið tvisvar hituð og
tvisvar kæld.
Eins og áður hefir verið getið
þarf að nota hina ýtrustu ná-
kvæmni við lögun súkkulaðsins,
svo að vel fari. Ef hin mismun-
andi hitastig eru ekki nákvæm-
lega rétt gránar súkkulaðið.
Einnig verður að varast að loft-
bólur myndist í því. Aðeins
fyrsta flokks súkkulaði er sent
á markaðinn.
Annar vélakostur
verksmiðjunnar
I þriðja salnum er svo húð-
unarvélin, sem húðar allt kon-
fekt og sælgæti, sem framleitt er
í verksmiðjunni. Talið er að vél
þessi vinni á við 8 stúlkur.
Ótaldar eru svo ýmsar smærri
vélar, svo sem hrærivélar, suðu-
pottar, konfektmót o. fl. Verk-
smiðja þessi var sú eina sinnar
tegundar hér á landi, sem sendi
vörur sínar á alþjóðaiðnsýning-
una í Brussel í fyrra, en þangað
voru aðeins sendar framleiðslu-
vörur, sem taldar eru standa
jafnfætis beztu framleiðslu-
vörum hinna stærri þjóða.
Ritstjóri þýzks viðskiptatíma-
rits, dr. F. E. Altman að nafni,
sem ferðaðist hér um landið til
þess að kynna sér íslenzkan iðn-
að, lét þess getið í blaðaviðtali,
að hann teldi Lindu-súkkulaði
samkeppnisfært við súkkulaði
frá Sviss, Hollandi og Englandi,
en þessi lönd þykja skara fram
úr í súkkulaðigerð.
Forstjórinn skýrði frá því, að
hann teldi útflutningsmöguleika
á Lindu-súkkulaði mjög góða.
Fyrir jólin var hann t. d.
búinn að ganga frá sölu á nokkr-
um lestum af súkkulaði til Eng-
lands, en á seinustu stundu neit-
aði enska stjórnin honum um
innflutningsleyfi fyrir því.
Um þessar mundir standa yfir
samningar á sölu til Þýzkalands
og er allt útlit fyrir því, að þeir
muni takast innan skamms.
Að lokum gat hann þess, að
takmarkið væri að tryggja kaup-
endum sem fullkomnust vöru-
gæði, og í því sambandi má geta
þess, að í framtíðinni verða
engar vörur sendar frá verk-
smiðjunni nema sérstaklega
pakkaðar og á þannig að koma í
veg fyrir að varan geti rýrnað í
höndum hinna ýmsu milliliða.
—VÍSIR, 11. marz
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands. Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 15. maí:
Ensk messa kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7 síðdegis
undir umsjón yngra
fólksins.
Sunnudagaskóli kl. 12.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Hópferðin til
íslands
Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum hafa ekki enn borizt
endanlegar upplýsingar um far-
gjöld o. fl. frá íslandi, þó að allt
virðist í fullum gangi um undir-
búning fararinnar þeim megin
frá. Verðum við því að treysta,
að það allt standi, sem sagt hef-
ur verið hérna megin í sambandi
við hópferðina, því að þar hefur
ekkert verið framar sagt en bréf
frá ferðaskrifstofunni Orlofi
gáfu tilefni til.
Um 15 manns hafa nú þegar
haft samband við mig, og mun
ég senda þeim bréflega — eða
láta þau vita á annan hátt —
hinar langþráðu upplýsingar,
jafnskjótt og þær berast.
Grettir Jóhannsson ræðismað-
ur, sem nú er á förum til út-
landa, hefur afhent mér um-
sóknareyðublöð vegna vega-
bréfsáritunar til Islands, og geta
menn skrifað eftir þeim til mín,
en síðan nauðsynlegt að senda
þau til íslenzka sendiráðsins í
Washington, Legation of Ice-
land, 1906 23rd Street N.W.,
Washington 8, D.C.
Vinsamlegast,
THOR VIKING,
515 Simcoe Street,
Winnipeg 10, Man.
Friðarsamningar
við Austurríki
Nú er svo komið, að telja má
nokkurn veginn víst, að friðar-
samningar við Austurríki verði
þá og þegar undirskrifaðir og
öðlast þjóðin þá að sjálfsögðu
með því fullveldi sitt; að samn-
ingunum hafa staðið, auk austur-
rísku stjórnarinnar, erindrekar
Breta, Frakka, Bandaríkjanna og
Rússlands; að loknum samning-
um verður setulið þessara fjögra,
hlutaðeigandi þjóða kvatt heim.
Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega
Lægsta flugfargjald til íslands
Fljöglð skemstu hrtngferSina til Reykjavíkur vitS
þvl lægsta ílugfargjaldi, sem fáanlegt er.
Hinar óviSjafnanlegu fjögra hreyfla Douglas
Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem
notiS hafa U. S. æfingar stjórna, veita hina
fullkomnustu flugferSatækni, þægindi og ávalt
lent á áætlunartima. Þér njótiS ágætis máltíSa,
hallandi sæta og fyrsta flokks afgreiSslu ferSina
á enda.
Bein sambönd við alla Kvrópu og Mið-Austurlönd.
Frekarl upplýsingar og verð fargjalda
hjá ferðaskrlfstofu yðar
n n\ n
ICELANDICl AIRLINES
uzAauu
W V IX Pl 7.P«;fiS