Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1955 NÚMER 19 Hundrað óra afmælið í Utah Frá Vancouver — 6. MAl — Eins og áður hefir verið skýrt frá í blöðunum halda íslending- ar í Utah, undir umsjón Islend- ingafélagsins þar, hátíðahöld mikil dagana 15., 16. og 17. júní n.k. til þess að minnast komu fyrstu íslenzku innflytjendanna til Spanish Fork fyr;ir hundrað árum síðan. Um þrjátíu manna nefnd hefir starfað með miklum dugnaði að undirbúningi hátíðahaldanna síðan í ágúst s.l. og hefir nú þessi mikla þriggja daga hátíð verið skipulögð að mestu leyti. Það er óhætt að segja, að vandað hefir verið til allrar þátttöku í mann- fagnaði þessum. Utanríkisráðherra íslands hef- ir skipað Hr. Pétur Eggerz frá sendiráði Islands í Bandaríkjun- um sem fulltrúa íslands á há- tíðinni. Einnig hefir Bandaríkja- stjórnin í Washington, D.C., út- nenft fulltrúa á hátíðina og er hann hr. Marselis C. Parsons, yfirmaður Norður-Evrópu deild- ar stjórnarinnar — (Northern European Division of the U. S. Dpt. of State). Skemtiskráin í Spanish Fork verður að mestu leyti sem hér fylgir: 15. júní, kl. 7 e. h. Guðsþjón- usta og kórsöngur. 16. júní, kl. 2 e. h. Útiskemtun; samkeppni í boltaleik (baseball). Kl. 8 e. h. Söguleg sýning (Pageant), sem innifelur m. a. hvernig menningarerfiðir ís- lendinga í Utah, sem þeir fluttu með sér frá móðurjörðinni, hafa orðið og verða afkomendum þeirra til heilla. Sýningin fer fram í stóru og veglegu sam- komuhúsi í Spanish Fork, sem rúmar um þúsund manns, og í sambandi við hana verða sungn- ir íslenzkir söngvar af öflugum kór og hljómsveit annast undir- spil. 17. júní, kl. 10 f. h. Skrúðför; um 27 af skrúðvögnum þeim, sem þegar hafa verið undir- búnir sýna myndir úr lífi Is- lendinga og afkomenda þeirra í Utah. Kl. 12.30 e. h. Veizla til heiðursgesta, sem sækja hátíð- ina, og samkoma þar sem full- trúi Bandaríkjanna, Marselis C. Parsons, verður aðalræðumaður. Kl. 2 e. h. verður útiskemmtun sérstaklega helguð börnum og unglingum. Kl. 4 skemtir hornleikaraflokkur. Þar næst verður farin skemtiför með gesti hátíðarinnar til þess að skoða umhverfi borgarinnar og þá sérstaklega sögustaði og söguleg minnismerki. Kl. 7 e. h. verður samkoma þar sem fulltrúi Is- lands, hr. Pétur Eggerz, verður aðalræðumaður. John Y. Bearnson, kaupmaður í Springville, Utah, er forseti hátíðarnefndarinnar. Hann er sonur Finnboga Björnssonar, er kom frá íslandi til Utah árið 1883. En föðursystir Finnboga, Vigdís Bjarnadóttir (Holt), kom til Utah árið 1857, og er nafn hennar grafið á minnisvarðann, sem helgaður er sextán fyrstu innflytjendunum í Utah. Björnssons fjölskyldan er mikils metin, ekki aðeins meðal íslendinga í Utah, heldur og einnig meðal almennings fyrir margþætt menningarstarf. Syst- ir John Bearnson’s er Mrs. Kate B. Carter, merkur rithöfundur og menningarfrömuður, sem hefir verið margvíslega heiðruð fyrir starf sitt. Á næstunni verður ofurlítið getið um þessa afkomendur ís- lendinga í Utah og minnst á inn- flutning'stímabilið í íslenzku blöðunum. Hólmfríður Danielson Flytur ræðu í Winnipeg Rt. Hon. Vincent Massey Svo sem skýrt var frá hér í blaðinu hinn 10. marz síðastlið- inn, flytur landsstjórinn í Canada, Rt. Hon. Vincent Massey, ræðu í Civic Auditorium hér í borginni á föstudaginn hinn 20. þ. m., en sá dagur er nefndur Canadian Citizenship Day, og þá verður nýjum Canada mönnum fagnað með fjölbreytt- um hátíðahöldum; í mannfagn- aði þessum taka þátt mörg þjóð- arbrot, en um þátttöku íslend- inga annast Icelandic Canadian Club. Frá því hefir áður jafnframt verið skýrt, að Mr. Massey heim- sæki Gimli á laugardaginn hinn 21. þ.m., og þarf ekki að efa að þangað streymi múgur og manns. Fylkiskosningar í aðsigi Fylkisþingið í Ontario hefir verið rofið og nýjar kosningar fyrirskipaðar hinn 9. júní næst- komandi; síðastliðin fjögur ár hefir setið að völdum í fylkinu íhaldsstjórn undir forsæti Mr. Leslie Frosts, sem stuðst hefir síðastliðið kjörtímabil við þann sterkasta þingmeirihluta, sem um getur í sögu fylkisins. Liberalar, en foringi þeirra er Mr. Oliver, hafa lýst yfir því, að þeir muni hafa frambjóðendur í öllum kjördæmum og leiðtogi C.C.F.-flokksins, Mr. McDonald, gerir ráð fyrir að sinn flokkur geri slíkt hið sama; þá má og víst telja, að kommúnistar freisti gæfunnar í nokkrum kjördæmum. Ekki er það talið ólíklegt að Frost-stjórnin vinni kosning- arnar þó vera megi, að glund- roðinn, sem upp kom í fyrra varðandi rekstur bílvega innan vébanda fylkisins geti veikt að- stöðu hennar til muna. Ontariofylki hefir tíðum verið eitt hið allra öruggasta vígi íhaldsflokksins í landinu. Gerist óþolinmóður Mr. Stephen Juba, utanflokka þingmaður í fylkisþinginu í í Manitoba fyrir Winnipeg Centre kjördæmið, hefir skrifað hinum nýja dómsmálaráðherra og kvartað við hann yfir því hve Bracken-nefndin í vínsölurann- sóknarnefndinni sé orðin á eftir með álitsskjöl sín; telur Mr. Juba þetta seinlæti geta leitt til þess, að saklausir borgarar geriát lögbrjótar. Þýzkaland öðlast fullveldi Hinn 5. þ. m., öðlaðist Vestur- Þýzkaland fullveldi og tók þá sæti meðal hinna lýðfrjálsu þjóða og var þá, svo sem vænta mátti, mikið um dýrðir í Bonn, höfuðborg hins þýzka fylkja- sambands; sendiherrar Breta, Frakka og Bandaríkjamanna, heimsóttu ríkiskanzlarann, Kon- rad Adenauer þá um daginn, en seinna ávarpaði kanzlarinn þjóð sína í útvarpsræðu og lýsti holl- ustu hennar við hugsjónir lýð- ræðisins; telja má víst, að innan næstu daga verði Vestur-Þýzka- landi veitt upptaka í Norður- Atlantshafsbandalagið og gerist þá fullgildur aðili Vestur- Evrópu varnarsamtakanna með 500,000 manna herafla. í gleði vorsins Á meðal þess, sem Vancouver borg gerði til að fagna hátíð vorsins, páskunum, var stórkost- leg og fögur, eftir öllum lýsing- um að dæma, samkepni í hljóm- list. Allmikill fjöldi manna og kvenna tóku þátt í því, þar á meðal voru þrír þátttakendur af íslenzku. bergi brotnir: Grettir Björnsson með harmonikuspili; Mrs. Margrét Sigmar Davíðsson í kvenröddunum; og John G. Hinrickson í unglingaröddnuum; öll við ágætan orðstír. Grettir Björnsson, dótturson- ur Karls Sigurgeirssonar á Bjargi, á íslandi, kominn hér fyrir þremur árum, hlaut 94 stig af hundraði. Sá, sem bikar- inn tók, hlaut 98 stig. Grettir hefir barizt hart fyrir tilveru sinni hér með því að stunda at- vinnu gagnstæða listaverkum — fiskverkun. En drengurinn sór sig í ættina með því að gefast ekki upp. Karl á Bjargi, er bróð- ir Arinbjarnar heitins Bárdals, frú Ingunnar Marteinsson og þeirra systkina. Stórblaðið Van- couver Province flutti bæði ítarlega og hlýja grein um Gretti um þetta leyti sem og mynd af honum og konu hans, Ernu. Mrs. Margrét Sigmar Davíðs- son var önnur af þrjátíu og þremur konum, er tóku þátt í söngnum. Það er mjög ánægju- legt, því þetta fólk, sem kepti þarna og skaraði fram úr, eru „Stjörnur morgundagsins“ “The Stars of Tomorrow.” Við höfum heyrt þá, er þannig hafa skarað fram úr á undanförnum árum, manni til mikillar ánægju, yfir útvarpið á sunnudögum, um mörg undanfarin ár. Og er gott til þess að vita, að sem flestir af þeim, sem hafa góða hæfileika, fá svo góðan byr undir vængi til þroska, sem þessar samkepnir gefa. John G. Hinriksson er tólf ára að aldri. Faðir hans er íslenzkur Canadamaður, Gunnþór Hin- riksson frá Selkirk, Manitoba. Kona Gunnþórs er af enskum ættum. John hefir fjarska þýða og fallega rödd, og manni virtist hún vera nokkuð mikil fyrir svo ungan mann. Faðir hans sagði um þátttöku hans í hljómlistar- samkepnninni: „Við, foreldrar hans, erum hæst ánægð með út- komuna fyrir hans hönd. Þetta er í fyrsta sinn, sem John tekur þátt í söngsamkeppni. Það er svo ótal margt, sem unglingur þarf að læra undir þessum kringum- stæðum. John varð sá fjórði af tuttugu og fimmti af tuttugu og fimm eða svo, í öðrum þætti. Hann lærði svo margt við þátt- töku sína í þessu, sem honum kemur að gagni, háttvísi á söng- palli og annað því um líkt“. Mr. Hinriksson var fjarska vel ánægður fyrir sonar síns hönd. Prófdómarinn, The Adjudi- cator, í þessar hljómlistarsam- keppni er Englendingur. Þeir menn þykja með afbrigðum vel að sér í þessari grein og kröfu- harðir við þátttakendur að sama skapi. Gefa ekki einkunnir fyrir smámuni, en framkomugóðir og sanngjarnir eigi að síður við nemendur. Hann fór mjög lof- samlegum orðum um hæfileika þessa fólks, margra þeirra, er þátt tóku í þessari keppni og þar á meðal þeirra, er hér um ræðir sérstaklega. Formaður fyrir Business Men's Club Enn er einn vel þektur maður síns fólks á meðal, Fred Bardal, sonur Halldórs Sigurgeirssonar Að því er ráða mátti af síma- og útvarpsfregnum frá Regina hinn 5. þ. m., er áætlað að tjón af völdum áflæðis á ýmissum stöðum í Saskatchewan fylki hafi numið um þær mundir á milli fimmtíu til sextíu miljón- um dollara og geti auðveldelga farið nokkuð fram úr því. Mörg bygðarlög á flóðsvæð- inu eru svo að segja umflotin Bardals, sem allir Winnipeg- íslendingar þekktu hér fyrr meir, sem getið hefir sér góðan orðstír fyrir þátttöku sína í störfum dagsins. Fred Bardal hefir um mörg undanfarin ár verið meðlimur “Scandinavian Business Men’s Club.” Þeir hafa meðal annars myndasýningar og ferðaminningar frá ýmsum lönd- um. Mér er sagt, af þeim, sem séð hafa, að þeir hafi oft góða aðsókn. Þessi klúbbur gaf skandinavisku eilliheimilunum jólagjafir í vetur. íslenzka elli- heimilinu „Höfn“ gáfu þeir fimmtíu dali, „til glaðnings gamla fólkinu“. Þeir kjósa for- seta klúbbs síns til eins árs í einu. Þetta ár var Fred Bardal kosinn forseti félagsins. Fröken Katrín Brynjólfsdóttir, systir séra Eiríks S. Brynjólfs- sonar, kom nýlega flugleiðis frá Winnipeg vestur á Kyrrahafs- strönd. Hún hygst að dvelja í sumarleyfi sínu hjá bróður sín- um og fjölskyldu hans. Katrín fór af stað frá Winnipeg um miðaftan á miðvikudag. Flug- skipið kom við um stund bæði í Saskatoon og Edmonton, en til Vancouver kom það snemma á fimtudag. Dr. Valdimar J. Eylands sendi frá skrifstofu Lögbergs eintak af Lögbergi — svona bara glóðvolgt af pressunni, til séra Eiríks S. Brynjólfssonar. Blaðið var því komið alla leið vestur á Strönd, að þessu sinni, daginn eftir að það kom út í Winnipeg, og þegar horft er á útkomudaginn aðeins, þá er það sama daginn. — Við lifum á tímum hraðans, sem og fjölda margra annara stórundra. R. K. G. S. Veittar þungar búsifjar Smáþorpinu Delta við Mani- tobavatn voru veittar þungar búsifjar í lok fyrri viku; vegna háflæðis í vatninu og stórrign- inga, lét nærri að þorpið færi í kaf og mörg sumarhús, sem þar eru, fyltust af vatni; víða annars staðar hafa vatnavextir þjakað kosti fylkisbúa, svo sem í Pipe- stone bygðarlaginu, en þar urðu þrjátíu fjölskyldur tilneyddar að flýja óðul sín af völdum áflæðis. Aukakosning til skólaráðs Kjörstjórinn í Winnipeg, Mr. George Gardner, hefir skipað svo fyrir, að aukakosning til skólaráðs verði haldin í 2. kjör- deild 8. júní næstkomandi; kjósa skal einn skólaráðsmann í stað Mr. Malcolms, er lét fyrir nokkru af stöðunni. Þrír frambjóðendur munu verða í kjöri, þeir Mr. Paul Thorkelsson af hálfu borgar- nefndarinnar, Mr. Robertson fyrir hönd C.C.F.-sinna og Mr. Penner undir merkjum komm- únista. vatni og hafa búendur eigi átt annars úrkostar en flýja þaðan; horfur um sáningu og uppskeru eru því einar þær ömurlegustu, sem hugsast getur, einkum að því er hveitiræktina áhrærir. Svo umfangsmikið er tjónið í fylkinu þegar orðið, að óhugsan- legt sýnist að sambandsstjórn bregðist ekki skjótt við og hlaupi undir bagga. ÁRNI G. EYLANDS: Þórólfur smjör Við mér allar hlógu hlíðar, hlakkar ennþá minning hver um hve sveitir valdavíðar virðulega heilsuðu mér. Fannamöttluð fjöll og tindar, Framnesengjar, heiðablár, söngur og kvæði læks og lindar, laxafossa og silungsár. Opnir blöstu breiðir dalir, bakkaflæði, kjarralönd, endalausir undrasalir, ytra nes og Látraströnd, eggver, sker o5_ «krúður eyja, Skuggabjörg og Hleinavík. Höfðar sig um hafnir teyja, hvergi leit ég gæði slík. Bóndans úð mér bauð að skoða bjargráð drjúpa af hverri tó, smjör við strá og lyngið loða, líknargrös um skriðumó. Fangabjart til bús og iðju, blessunarlega frjálst og vítt til að elda í eigin smiðju óðalsrétt um kjörland nýtt. Víða hef ég vegu kannað víða stigið fæti á sand, hvergi bauð mér auðna annað eins og þetta töfraland. Það getur ei úr hug mér horfið, hvergi kysi ég ættarrann fremur, og binda traust við torfið tryggð, er göfgar hraustan mann. Þar ég kysi ungum örfum Unaðsdal og sagnagrund, þroska efldan sterkum störfum, stóra kosti, opin sund. Æ að mega í minnum geyma marga sigra og heljartök, og um nýja dáð að dreyma, drýgri velli, hærri þök. Sé ég vaxinn Vitaðsgjafa, víða kynntan sofn við tröð, óðalsbónda akur grafa, aflagnótt í veiðistöð. Sé ég mætast lá og lendur 'lýð að tryggja heillakjör, kaupang fóstra stórar strendur, stefna á sæinn hlaðinn knör. Gafst mér eigi vandi og vegur víða storð að helga mér, kvaddi ég landið klökkva-tregur, kvöldin löng í huga ber. Faxaós og fjörðinn breiða, fjallahring og jöklasýn, bak við endi allra leiða Islands strendur bíða mín! Hugrökk æska ættjörð byggir öllu snýr á betri leið, sterkur gróður garða tryggir, garpar sækja í hafið skreið. Þó að skyggi ögn í álinn eitthvað tefji sóknarför, sækjum þrótt í sagnamálin, söguna um Þórólf smjör. 11. marz 1955. Gífurlegt tjón af völdum vatnavaxta og sandroks

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.