Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.05.1955, Blaðsíða 7
§ LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. MAl 1955 7 INJUNA . . . Framhald af bls 3 eða einhver flökkuapi hefði litið inn í þorpið á leið sinni. Síðan hef ég oft lent í górilla- ævintýrum. Ég hef veitt górilla- unga og athugað lifnaðarhætti fullorðinna apa dögum og vik- um saman, og skógargórilla, sem ég veiddi eitt sinn, býr enn hjá einum vini mínum á plantekru í Suður-Kamerun. Bardagi Eela Eins og ég hef þegar néfnt, líta Babúnóarnir á górilla-apana sem bræður sína. Ég átti alltaf erfitt með að fá burðarkarla, og það var algerlega útilokað, að ég gæti tekið með mér lifandi górilla-apa. Ég tók því saman föggur mínar einn góðan veður- dag, útbýtti gjöfum og lagði af stað með nokkra burðarkarla til lands Pangwe-negranna í Rio Campo. Þar átti ég gamlan veiði- félaga, Pangwe-negra, sem hafði verið á veiðum með mér í Rio Campo fyrir nokkrum árum. Þar er einnig mikið um górilla-apa, og Pangwe-negrar hafa allt aðr- ar skoðanir en Babúnóarnir. Hjá þeim er górillakjöt talið mikið lostæti. Pangwe-negrarnir eru ekki dvergvaxnir, heldur stórir og sterkir menn. Ég varð, hvað sem það kostaði, að ná í górillaunga fyrir dýragarð einn í Evrópu. Rio Campo er þrem kílómetrum sunnar en lögreglu- stöðin í Ambam, og þar er skóg- ur einn mikill, þar sem meira er af górillaöpum en mönnum, og þar stundaði hinn gamli félagi minn, Eela, veiðar. Frá honum ætla ég nú að segja. Þessi risavaxni Panwe-negri háði bardaga við stóran skógar- górilla-apa, og munu fáir menn hafa lifað af þvílíka viðureign. Enginn, sem ekki hefir staðið augliti til auglitis við gamlan górilla-apa úti í frumskógi, get- ur gert sér grein fyrir, hvílíkt hraustmenni það hlýtur að vera, sem berst vopnlaus við slíkt dýr og ber sigur af hólmi. Eela var allfrábrugðinn kynbræðrum sín- um. Það bjó tryggð í brosmild- um augum hans, en þó átti tryggðin sín takmörk, ef um eigin hagsmuni var að ræða. Hann hafði sínar eigin skoðanir á félagsskap og hagnýtti sér hann eftir getu. Hann hafði ekk- ert á móti því, að aðrir ynnu erfiðustu verkin fyrir hann. Fyrir peninga var hann reiðu- búinn að svíkja bezta vin sinn, fyrir peninga stofnaði hann lífi sínu í hættu og fyrir peninga lá við að hann týndi því eitt sinn. Það atvikaðist þannig: Ég var staddur úti í skóginum með nokkra Pangwe-negra. Eela var óumdeilanlega foringi þeirra. Fyrst lét hann segja mér til vegar í skóginum og vísa mér á leynigötur hans Síðar fórum við oft hver sína leið, en komum allir saman að kvöldi. Eitt kvöldið vantaði* Eela. Við höfð- um verið á hnotskóg eftir górilla öpum, og nú hafði hann áreiðan- lega fundið þá. Ég lét kveikja elda mikla og berja bumbur í sífellu, til að létta honum leitina að okkur. En Eela kom ekki. Nóttin leið, og daginn eftir kom hann heldur ekki. Ég lét leita hans allan daginn, en það bar engan árangur. Næsti dagur leið, og enn voru trumburnar barðar. Allt í einu heyrðum við eins og háróma gelt, sem virtist ber- ast langt að. Ég lét berja trumb- urnar á sérstakan hátt. Geltið heyrðist aftur, og nú hafði það færzc nær. Og nú heyrði ég, að þetta var ekki hljóð í dýri, held- ur aðframkomnum manni. — Eela! Eela! hrópuðum við. Við heyrðum einhvern svara, hásum, dimmum rómi. Ég hróp- aði til manna minna: — Komið! Við verðum að sækja hann. En þá heyrðum við skrjáf. Einhver dróst í áttina til okkar. Það var Eela. En útlitið á hon- um! Þá tók ég eftir bandi, sem hann hafði hnýtt um mitti sér og hann teymdi eitthvað á. Hann reikaði enn nokkur skref áfram. Síðan valt hann um koll og lá hreyfingarlaus. Þetta, sem hann teymdi, ýlfraði og spriklaði. Við bárum Eela að eldinum. Líkami hans var allur marinn og rifinn, augun voru þrútin og blóðug, holdflyksurnar löfðu niður úr annari hendinni, en í hinni hélt hann á byssu _sinni. Skeftið var brotið af henni. Hann stundi og hjartað sló ört. Ég hreinsaði sár hans og batt um þau. Auðséð var, að hann hafði barizt upp á líf og dauða. Eelá var hraustbyggður að eðlis- fari, og því var ég viss um, að hann lifði þetta af. Hann lá endi- langur hjá bálinu. Ég dreypti á hann viskísopa, til þess að hressa hann, og það bar "þann árangur, að hann fór brátt að hreyfa handleggina. Hann var að lifna við. Nokkrar mínútur liðu. Ég spurði einskis, heldur beið. — Ert þú þarna, herra? spurði hann loksins. Síðan benti hann á bandið, sem enn var fast um mitti hans. Þá fyrst hafði ég rænu á að skoða, hvað það væri, sem hann hafði komið með. Það var górillaungi, í mesta lagi nokkurra mánaða gamall, sem lá þarna spriklandi í ró og næði og fitlaði við bandið. — Eela vill fá alla pesatanna einn, sagði Eela. Þrátt fyrir það, hvernig komið var fyrir „vini“ mínum, gat ég ekki varizt hlátri. Hann gleymdi öllum þjáningum við tilhugsunina um launin. — Þú skalt fá þá. Ég sagði ekki fleira. Það lék ánægjubros um varir Eela, svo að munnurinn virtist ná lang- leiðina eyrnanna á milli. Hann var sýnilega að hressast. Ég stakk sígarettu upp í hann, og hann fór brátt að segja frá. Orð- in komu slitrótt og samhengis- lítil. — Þú veizt, herra, að Eela er sterkur og óhræddur og þykir gaman að fá peseta. Eela veit, hvar N’guarnir (Pangwe-negr- arnir kalla górilla-apann N’gua) hafast við. — En þeir voru farnir burtu. Þeir höfðu ráðizt inn í smáþorp og eyðilagt akra negr- anna. Negrakonurnar höfðu kveinað hástöfum, því að þær höfðu engin ráð haft til að reka þessa skemmdarvarga af hönd- um sér. Eela, veiðimaðurinn mikli, sem hafði þegar svæft marga N’gua svefninum eilífa, hafði ekki verið nærstaddur. En nú var byssa Eela þögnuð. Hún fékkst ekki lengur til að „tala“. Hún var ónýt. Ég skoðaði það, sem eftir var af henni. Hún hafði auðsýnilega bilað og skotið ekki hlaupið úr henni. Eela hafði veitt górillunum eftirför og fundið vatnsból þeirra. En hann varð að fara varlega, því að dýr- in voru svo mörg saman. Karl- aparnir ganga á undan og verja hópinn fyrir árásum, en á eftir koma kvenaparnir og börnin. Eela hefir falið sig uppi í tré, þaðan sem hann sér greinilega til vatnsbólsins. Hann hafði gætt þess vel, að segja engum félaga sinna frá, hvað hann ætl- aðist fyrir, því að annars hefðu þeir getað hrifsað til sín launin fyrir augunum á honum. Það hlýtur að hafa verið skemmtileg sjón að sjá kvenapana reka börnin sín niður að vatninu til að baða þau, því að apabörnin eru eins og önnur börn, þegar á að þvo þeim, þau bera sig á móti og hrína. Eela beið, þangað til þvottinum var lokið og aparnir héldu af stað aftur. Þá klifraði hann niður úr felustað sínum og laumaðist af stað. En þótt hann væri snillingur í að fela sig, varð óvinur, sem hann átti ekki von á, til þess að ljósta upp um hann. Piparfuglinn, sem alltaf fylgir górillunum, hafði gefið þeim aðvörunarmerki. — Það kemst ókyrrð á apana, og nú er kominn tími til þess fyrir Eela að hypja sig í burtu, því að hann á langa leið heim. En það er um seinan. Það hefir komizt upp um hann. ÞegarEela ætlar að flýja, stendur frammi fyrir honum risavaxinn api, öskuvondur yfir þessari blygðunarlausu truflun. Eela skýzt í skjól bak við tré og lætur byssuna „tala“. Þar með átti apinn að vera úr sögunni. En Eela hitti ekki. Þegar hann ætlar að skjóta aftur, vill byssan hans ekki tala lengur. Hún þegir. Og nú iðrast Eela þess sárlega, að hann skyldi halda fyrirætlun sinni leyndri. Bara að hann hefði nú félaga með sér. En nú dugir ekki að væla, hann verður að berjast, og það með þeim vopnum, sem náttúran gaf hon- um. Sem sé með höndum og fót- um, en ófreskjan, sem hann verður að fást við, er honum langt um sterkari. óvinurinn ræðst á hann, rífur byssuna úr hendi hans og lemur henni í tré. Nú hefst ægilegur bardagi. Villi- dýr gegn manni. Og Eela fellur. Öflugum höggum rignir yfir hann. En Eela vill ekki deyja. Hann vill búa með konunum sínum, reykja tóbak og borða mikið. Hann vill fá peninga hjá húsbónda sínum, marga peseta. Pesetarnir ráða úrslitum. Eela slítur sig lausan með snöggu átaki og lemur óvin sinn á nas- irnar, svo að hann fær blóð- nasir og rekur upp öskur. Hann verður að sleppa Eela. Eela stekkur bak við tré. Górillan eltir hann, nær honum aftur og dregur hann út í mýrina. En Eela heldur dauðahaldi um kverkar górilla-apans. Froða vellur út úr kjafti hans. Hann reynir að draga andann, en Eela sleppir ekki takinu og notar tækifæri, sem honum gefst, til að reka þumalfingur af öllu afli í auga ófreskjunnar. Óvinurinn verður óður af sársauka, og grimmdin vex um allan helm- ing. Hann bítur í hendina á Eela. Eela nær ekki hendinni út úr honum og reynir því að reka hana niður í kverkar apans. En Kraftar Eela eru að þrotum komnir. Hann fær móðu fyrir augun. En þá blossar móðurinn enn upp í honum, og hann keyr- ir þumalfingurinn á lausu hend- inni upp í hitt auga górilla- apans. Þá gaf górilla-apinn eftir með kjaftinum og Eela reif höndina út úr honum. Apinn sleppti Eela, öskrandi af sársauka, og tók að rótast í jörðinni. Síðan hljóp hann inn í skóginn og öskrin grumdu lengi við. En Eela gat ekki meira. Hann gat ekki dreg- izt af stað. Hann sofnaði þar sem hann var kominn, þrátt fyrir öll sárin, sem hann bar eftir viðureignina. Þannig svaf hann marga klukkutíma. Þegar hann raknaði við, voru peset- arnir það fyrsta, sem honum varð hugsað til. Hann mátti ekki koma heim tómhentur. Hann hafði heyrt í trumbunum, en hann hafði ekki lokið ætlun- arverki sínu. Hann batt um særðu höndina eftir því, sem hann gat. Þá varð tilviljunin honum hliðholl. Górillaungi hafði álpazt burtu frá móður sinni og kom rétt til hans. Hann greip ungann með heilbrigðu hendinni, batt í skyndi utan um hann bandi og hnýtti hinum enda þess um mitti sér. Síðan hélt hann heimleiðis, eftir hljóð- inu í trumbunum. Frásögn Eela hafði tekið lang- an tíma. Hann náði sér furðu fljótt. Hvort það voru pesetarn- ir, sem hann fékk, er þar urðu afdrifaríkastir eða vonin um ungu konuna, sem hann gat keypt sér fyrir þá, veit ég ekki. En eftir nokkra daga var hann orðinn eins og hann var fyrir ævintýrið — aðeins einni konu ríkari og allmörgum pesetum fátækari. Ég nefndi ungann „litla Eela“, veiðimanninum til heiðurs. — Hann þreifst ágætlega og varð spakur sem lamb. Brátt var hann orðinn eftirlæti okkar allra. Ég tilkynnti dýragarðinum veiði mína, og hélt svo til fund- ar við ný ævintýri. Lauslega þýtt úr þýzku —HEIMILISBLAÐIÐ MINNINGARORÐ: Swain Jóseph Swainson Þann 22. október í haust, sem leið, andaðist á sumarheimili sínu í Southold, L.I., í Banda- ríkjunum Swain Jóseph Swain- son, eftir tveggja ára veikindi, sem að lokum drógu hann til dauða. Hann hafði búið þar austur frá, í Darien og West- field í mörg undanfarin ár, þar sem kona hans, Cary Mulford Davis, var fædd og uppalin. Hann var jarðsettur í ættar- grafreit konunnar, og athöfnin fór fram frá First Presbytarian kirkjunni þar. Joseph var fæddur í Moun- tain, N.D., 21. maí 1901, og var þess vegna 53 ára þegar hann lézt. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum, Oddi Sveinssyni og Guðnýju Schram. Foreldrar Odds voru Sveinn Þorsteins- son og Sigurbjörg Björnsdóttir frá Egilsstöðum á Völlum á Is- landi. Foreldrar Guðnýjar voru þau góðkunnu hjón Jósep Schram og Kristín Jónasdóttir Schram. Þau fluttust frá Dakota til Nýja-íslands 1901 og áttu heima í Geysis-bygð og Árborg síðan til dauðadags. Eftirfarandi ágrip af lífi og starfsemi Josephs er þýtt upp úr tveimur blöðum frá Westfield og Stanford, Conn., þar sem hann starfaði lengst, og skrifuð af tveimur vinum og starfs- bræðrum hans: „Joseph var fyrir langan tíma forseti “American Co.’s Mineral Dressing Laboratories” í Stanford, Connecticut. Hann hafði fengist við málmiðnað og málmfræðis-rannsóknir alla sína starfsævi, og gerðist meðlimur áminsts félags 1926, síðan nefnd- armaður og forseti og átti stór- an þátt í að skipuleggja og út- breiða félagið, þangað til að það er nú orðið eitt af þeim stærstu og víðtækustu félögum þeirrar tegundar í veröldinni. Hans aðalverk var að rannsaka ýmsar málmtegundir og vinna úr þeim mismunandi efni, svo sem uranium, sem notað er við fram leiðslu kjarnorku o. s. frv. Hann fann upp margar nýjar aðferðir og hagkvæmari á þessu sviði, sem nú eru notaðar við þess konar efnafræðisstofnanir víða um heim. Sömuleiðis ritaði hann iðulega greinar um þessa sér- fræði í mörg af helztu vísinda- ritum Bandaríkjanna, og um margra ára skeið stjórnaði hann rannsóknum í “Atomic Energy Commission Laboratories" í Winchester, Mass. Joseph var alla ævi eindreg- Swain Jóseph Swainson inn og starfandi meðlimur í námu- og málmfræðisfyrirtækj- um. Hann var lengi meðlimur í “American Inst. of Mining and Metallurgical Engineering — og vanalega í stjórnarnefnd. Hann var einn af stofnendum “Mineral Benificiation” deildar- innar, og nýlega var hann for- maður í “Robert H. Richards Awards Committee”. Önnur fé- lög, sem hann tilheyrði og starf- aði í voru: “Canada Institute of Mining and Metallurgical Engineers; “Chemical and *Me- tallurgical” félag í Suður- Afríku; “Mining Club of New York”; og “Mining and Metal- lurgical Co. of America”. Hann tilheyrði “Sigma Alpha Epsilon” og “Sigma X” eru þjóðheildar-samtök heiðurs- meðlima í vísindum. Starf hans í þessum félögum var víðtækt og margbrotið, og í erindagerðum fyrir áminst fé- lög fór hann margar ferðir til Evrópu, og til gullstrandarinnar (Gold Coast) í Afríku fór hann 1938 og starfaði þar eitt ár sem formaður og kenslustjóri við námurnar þar“. Af þessari greinargerð má sjá, hversu miklum vinsældum og trúnaðartrausti hann átti að fagna og hversu hæfur hann hefir verið sem starfsmaður og leiðtogi. Joseph fékk barnaskólament- un sína í íslenzku bygðinni við Mountain, N.D., og útskrifaðist frá háskóla Norður-Dakota 1924, og síðan fékk hann meistara- gráðupróf í vísindum við há- skólann í Utah 1925, þá aðeins 24 ára. Nú lifa hann, ásamt ekkjunni, hinn aldurhnigni faðir, og systir- in eina Bertha Swainson. Guð blessi minningu hans. G. O. Einarsson LJÓÐKVEÐJA (Swain Jóseph Swainson) Rísa í huga myndir minninganna í mjúkum dráttum yfir liðna tíð. Sú tilfinning, sem hrífur hjörtu manna í hugann streymir Ijúf og angurblíð. Þær minningar, sem æsku böndin binda, og bros og tár, sem falla þá um kinn. I huga sínum margar vonir mynda mamma og pabbi um litla drenginn sinn. Og strax á ungdómsárum frjáls og glaður af öðrum bar og fyrstu verðlaun hlaut. Og síðan varð hann mesti lærdóms maður og margar gátur réð á þeirri braut. Verkið tók hann út um fleiri álfur og orðstír gat sér þar og félagsbönd. Öllum var hann heill, en ekki hálfur, við heimastörf og vítt um önnur lönd. Vinskap hlaut og virðing merkra manna, en mestur vinur sínum heimarann. Hans eðli þráði allt það hreina og sanna, og enginn betri sonur var en hann. Stefnir enn að fegri lífsins lindum, og ljóma fleiri bros, en tár á kinn. Nú birtist það í mörgum nýjum myndum, og mamma faðmar aftur drenginn sinn. G. O. Einarsson Fréttapistlar . . . Framhald af bls. 5 koma fram, ásamt alls konar hljóðfæraslætti. Vel lálinn félagsmaður fer frá Seattle Séra Eric Sigmar sagði upp stöðu sinni sem prestur Calvary Lutheran kirkjunnar til þess að taka upp prestsstarf austur í Winnipeg, Man. Það er mikið tap fyrir okkar íslenzka félags- líf hér í Seattle að missa séra Eric, því að hann hefir verið einn af okkar ötulustu starfs- mönnum, varaskrifari Vestra, og ávalt með þeim fremstu í því að gera okkar félagsfundi skemmti- lega með sínum ágæta söng, ásamt frú sinni, Svövu, sem svo oft hefir skemmt á Vestra- fundum. Það er því mikill skaði að missa þessi dugnaðarhjón. Samt óskum við þeim til lukku og allrar blessunar á sínu nýja starfssviði þar austur frá. Slys Það slys vildi til þann 18. marz, þar sem tveir menn voru við húsabyggingu og stóðu á planka 25 fet frá jörðu, að plank- inn bilaði og þeir féllu til jarðar. Annar maðurinn var íslending- ur, og vel þekktur á meðal okk- ar landanna í Seattle, Jón Magnússon, skrifari Vestra, og mikill atorkumaður í íslenzku félagsstarfi. Jón meiddist all- mikið í baki og hlaut fleiri meiðsli. Hefir hann verið á sjúkrahúsi alltaf síðan, þar til núna alveg nýlega, að hann var fluttur heim til sín, en hann sem iiggur þó enn að mestu leyti í rúminu. Eftir því sem læknar segja er Jón þó á góðum bata- vegi, og er það mikið gleðiefni fyrir alla íslendinga, því að Jón og Guðrún Magnússon eiga hér fjölda af vinum, sem óska hon- um góðs bata. Sumardagurinn fyrsti 1955 Fimmtudaginn 21. apríl safn- aðist fjöldi fólks saman í fund- arsal íslenzku kirkjunnar í Ballard, Seattle, því Kvenfé- lagið „Eining“ hélt hátíðarsam- komu þennan dag, eins og að undanförnu. Samkoman hófst með því að allir sungu „Nú er sumar“ og „Ó, fögur er vor fóturjörð um fríða sumardaga“. Séra Guð- mundur leiddi sönginn. Þá flutti ræðu frú B. O. Jóhannsson, vara- forseti Einingar, í fjarveru for- seta, Margaretar Johnson. Frú Jóhannsson bauð alla velkomna hjálpar- og mannúðarstarfi þess. Þá tók við stjórn frú Guðrún Magnússon, sem stýrði skmmti- skránni, er var bæði fjölbreytt og skemmtileg; þar voru tveir ís- lenzkir söngmenn, sem skemmtu með einsöngvum; Sibbe Krist- jánsson söng þrjá íslenzka söngva. Sibbe er ungur efnis- maður, nýbyrjaður að syngja opinberlega, en hrífur hugi til- heyrenda sinna. Hann stundar nú framhaldssöngnám hér í Seattle; vér óskum honum til lukku og blessunar í framtíð- inni. — Svo var það okkar vel- þekkti söngmaður, Tani Björns- son, sem söng bæði á íslenzku og ensku, öllum til ánægju. — Fjórir ungir menn léku smá- gamanleik, sem allir hlógu dátt að. Síðan sungu og léku þrjár ungar stúlkur; var í því mikil skemmtun. Þessar þrjár stúlkur eru dætur þeirra Mr. og Mrs. Beggi Sigurdson, Er Mrs. Sig- urdson forseti Lúterska kven- félagsins í íslenzku kirkjunni hér. Þá má ekki gleyma korn- ungri stúlku, ítalskri að ættum, sem spilaði svo listavel á ný- móðins harmoniku, að hún var margklöppuð upp til þess að spila meira, og gerði hún það fúslega með blíðu brosi. — Þá flutti séra Guðm. P. Johnson stutta ræðu á íslenzku, sem fjallaði aðallega um starf hinna íslenzku félaga í Seattle og framtíð þeirra; kvaðst ræðu- maður hafa hina fyllstu trú á Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.