Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 1
68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. MAl 1955 NÚMER 20 í heimsókn til íslands og Danmerkur Frú Lalah Johannson Síðastliðinn þriðjudag lögðu af stað í bíl áleiðis til New York, G. L. Johannson ræðisr maður Islands og Danmerkur °g frú Lalah Johannson; munu þau fljúga frá New York hinn 1. -júní næstkom- andi, en iiinn 11. júní situr Grettir ræðismaður aðalfund Eimskipafélags Islands fyrir Lýkur prófi í lyfjafræði ALLAN A. BECK, Bachelor of Science in Pharmacy Yið nýafstaðin vorpróf við Manitobaháskólann útskrifað- ist Allan A. Beck í lyfjafræði með fyrstu einkunn; er hann Um alt hinn efnilegasti maður; hann er sonur þeirra J. Th. Eeck forstjóra og frú Svan- hvítar Beck, er komið hafa °llum börnum sínum fjórum til æðri menta. G. L. Johannson ræðismaður hönd vestur-íslenzkra hlut- hafa; frá Reykjavík er ferð- inni heitið til Kaupmanna- hafnar. Utann'kisráðuneytið danska hefir boðið heiðurs- ræðismanni sínum, G. L. Jo- hannsyni, ásamt öðrum heið- ursræðismönnum sínum, 550 að tölu, í heimsókn til höfuð- borgar danska ríkisins, ásamt frúm þeirra, dagana frá 15. til 18. júní; ræðismannafundur- inn verður haldinn í Krist- jánsborgarhöll; ræður ílytja forsætisráðherra Dana, utan- ríkisráðherrann, Rector Magni ficus Kaupmannahafnarhá- skóla og prófessor Nyboe Anderson, doktor í hagfræði. Sýndar verða kvikmyndir, heimsóttar danskar iðnaðar- og landbúnaðarstofnanir og rætt um umbætur á vettvangi utanríkisþjónustunnar. Hans hátign, konugurinn, býður heiðursræðismönnum og frúm þeirra til kveldmóttöku í Kristjánsborgarhöll, en ríkis- stjórnin efnir til veizlu mikill- ar í Vivax gildaskála, en Chambers of Commerce bæði úr Kaupmannahöfn og öðrum landshlutum, ásamt sambandi danskra iðnaðarfyrirtækja og skipaeigenda, bjóða til kveld- verðar á Royal Exchange, og verður þar stiginn dans á eftir; þá býður og bæjarstjórn Kaupmannahafnar gestum sínum til ráðhúss borgarinnar og Fólksþinghússins, en þeim heimsóknum lýkur með opin- beru veizluhaldi. Að lokinni heimsókninni til Danmerkur, munu ræðis- mannshjónin hafa í hyggju að ferðast nokkuð um meginland Norðurálfunnar. — Lögberg árnar þeim góðs brautar- gengis og heillar heimkomu. í þann vcginn að hcimsækja ísland Jón Björnsson og Matthild- ur kona hans í Minneapolis, leggja af stað frá New York með flugvél Loftleiða til Reykjavíkur núna á föstu- daginn, 20. maí, ásamt sonum sínum Ragnari og Henrik. Býst frú Matthildur við að dvelja á íslandi í rúma tvo mánuði, í heimsókn hjá móð- ur sinni, frú Þórunni Kvaran, en Jón verður kominn aftur til starfa í Minneapolis eftir rúmar tvær vikur, þar sem hann er auglýsingastjóri hjá Northwestern National Bank. Matthildur hefir ekki séð Ragnheiði systur sína, konu Sigurðar Hafstað fulltrúa hjá Utanríkisráðuneytinu í Reykja vík, í rúm tíu ár, en frú Þórunn, móðir þeirra, kom vestur í heimsókn fyrir fáein- um árum. Einar, sonur frú Þórunnar og séra Ragnars heitins, er líka væntanlegur til Islands í júní, þar sem hann hefir lokið starfi sínu á Ceylon-eyju á vegum Sam- einuðu þjóðanna, og eru kona Einars og synir nú í heimsókn hjá skyldfólki í Banda- ríkjunum. Lýkur prófi með hórri einkunn Miss Lilja Eylands, B.A. Við nýafstaðin próf við Manitobaháskólann; útskrif- aðist Miss Lilja Eylands sem Bachelor of Arts með hárri fyrstu einkunn; hún stundaði nám við íslenzku deildina síðastliðin tvö ár. Miss Eylands er dóttir þeirra Dr. Valdimars J. Ey- lands og frú Lilju Eylands. Vinnur mikinn nómsframa Donald Hugh Shields Þessi framúrskarandi náms- maður útskrifaðist í Civil Engineering frá Saskatchewan háskólanum með miklum heiðri, 13. maí. Hann hlaut Athlone Fellowship náms- verðlaunin, sem Bretlands- stjórn veitir. Innifela þau tveggja ára framhaldsnám á Bretlandi í þessari námsgrein. Hann byrjar nám við Imperial College í London í haust og leggur aðallega fyrir sig Soil Mechanics. Ennfremur hlaut hann Can- adian Construction Associa- tion Prize. Síðastliðið ár hlaut hann Land Surveyor’s prize og the California Standard Oil Co. Scholarship. Donald Hugh Shields er fæddur 2. sept. 1934 í St. Boniface, Man. Foreldrar hans, Mr. og Mrs. C. A. Shields búa í Rainy River, Ont. Agnes móðir hans er dóttir Daníels Péturssonar og Þóru konu hans, sem nú er nýlátin, og getið er um á öðrum stað í blaðinu. Þingrof og nýjar kosningar Fylkisþingið í Alberta var óvænt rofið hinn 12. þ. m., og líklegt er talið, að nýjar kosn- ingar verði haldnar innan hálfs annars mánaðar eða svo; nokkuð mun það hafa flýtt fyrir þingrofinu, að leiðtogi Liberala, Mr. Prowse, bar þær ákærur fram í þinginu, að ýmsir stjórnarþingmenn sæti ólöglega á þingi vegna einka- viðskipta við stofnanir, sem stjórnin sjálf starfrækir; stjórnin hefir harðneitað slík- um ákærum og kveðst óhrædd leita álits kjósenda um málið. Friðar- og fullveldis- samningar Síðastliðinn sunnudag voru undirskrifaðir í Vínarborg friðar- og fullveldissamningar við Austurríki, en þá voru liðin seytján ár frá þeim tíma, er Adolf Hitler réðst inn í landið og innlimaði þjóðina inn í hið skammlífa, þýzka herveldi sitt; auk hins austur- ríska utanríkisráðherra, stað- festu áminsta samninga með undirskrift sinni utanríkisráð- herrar Breta, Frakka, Banda- ríkjanna og Rússa. Hið er- lenda setulið, sem í landinu hefir dvalið undanfarin tíu ár, verður nú kvatt hið bráðasta heim. Djúp fagnaðaralda gagntók gervalla austurrísku þjóðina vegna þess að hafa endur- heimt frelsi sitt, borgir allar fánum skrýddar og kirkju- klukkum hringt um landið þvert og endilangt. Master of Education Terry Arnason Terry Angantyr Arnason, M.A., B.Ed., a prominent member of the teaching pro- fession, and a teacher on the Staff of Winnipeg Schools for the past twenty six years, has been awarded the degree of Master of Education, which will be conferred at the an- nual Convocation of the Uni- versity of Manitoba on May 18, 1955. Mr. Arnason received his education in Winnipeg, with post graduate work at the University af Chicago. He has been on leave of absence since last September for the pur- pose of improving his aca- demic standing. Recently re- turned to his teaching duties, he is, at present on the staff of the Silver Heights Junior High School.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.