Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1955 5 AHUGAMAL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Aldur mæðra og heilbrigði barna Nú tíðkast það mjög, að konur haldi áfram að vinna utan heimilis eftir að þær giftast. Hinum ungu hjónum finst, að þau verði að eignast ýmsa hluti, áður en þau hugsi til þess að eignast börn. Þessa hluti, svo sem bíl, sjónvarp o. s. frv., geti þau ekki veitt sér nema að þau vinni bæði fyrir kaupi. Vegna þessa sjónar- miðs, eru margar mæður komnar hátt undir þrítugt, þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Hér fer á eftir grein um álit lækna á því, hvort þetta viðhorf komi niður á af- kvæmunum: Hver áhrif hefir aldur for- eldra á börnin? Kemur það fram á börnunum í einhverri mynd, ef annað foreldrið eða bæði, eru nokkuð við aldur, þegar börnin eru getin — t. d. ef móðirin er af bezta skeiði? Þessum spurningum hafa menn verið að velta fyrir sér fyrr og síðar og þær hafa verið og eru viðfangsefni vísinda- manna. M. a. er stundum um það spurt, hvort aldur foreldranna hafi nokkur áhrif á hve lang- líf börnin verða, á sálfar þeirra, frjósemi þeirra og við- námsþrótt gegn veikindum. Þessi mál, aðallega að því er varðar aldur móðurinn, Voru rædd á ráðstefnu vís- indamanna í New York fyrir skömmu, en hún var haldin að tilhlutan Vísindafélagsins í New York (New York Aca- demy and Sciences). Menn komust þar að þeirri niður- stöðu, grundvallaðri á tilraun- um, sem gerðar voru á mönn- um, dýrum og jurtum, að margt benti til, að aldur for- eldranna, einkum móðurinnar, hefði víðtæk áhrif á vellíðan barnsins. Miklu meiri líkur eru fyrir því, ef móðirin er ung, að börnin verði andlega og líkamlega hraust, en sé móðirin farin að eldast er það oft talið leði til þess, að börn- in verði andlega og líkamlega vanheil. Douglas P. Murphy, for- stöðumaður læknadeildar Pennsylvaníu-skólans gerði athuganir á 466 fjölskyldum, sem í voru bæði hraust og vanheil börn. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að meðal- aldur móður við fæðingu fyrsta heilbrigðs barns var 23 ár. Fyrsta vanheilt barn var ekki fætt fyrr en meðalaldur- inn var 28,4 ár. Hlutfallslega fleiri vanheil börn fæddust, getin af mæðrum, sem voru yfir þrítugt, en af þeim sem yngri voru. Á aldrinum 45 til 49 ára fæddust hlutfallslega þrefalt fleiri vanheil börn en fyrir þrítugs aldur. Dr. Murphy telur þetta mjög eðli- legt, þar sem líkamshnignun sé samfara því, að árin færast yfir og að þessarar hnignunar- áhrifa gæti þegar að þeim tímamótum er komið, að konur fara úr barneign. Annar læknir, enskur, sem ráðstefnuna sat, dr. L. S. Pen- rose frá University College, London, benti á, að tvö af hverjum fimm fávitabörnum (Mongoloide-children), séu getin af konum, sem náð hafa fertugs aldri, en eftir þrítugs aldur tvöfaldast áhættan að vanheil börn fæðist á hverj- um fimm árum, og eftir 45 ára aldur sé tala vanheilla (defective) barna 2,5 af hundr- aði fæðinga. Rahnsóknir á músum hafa leitt í ljós, að músum, er sein- ast fæðast, er hættara við að fá krabbamein en þeim, sem fyrst fæðast. Rannsóknir á jurtum benda til hins sama. ----☆---- Mjólkurduft Samkvæmt matreiðsluregl- unum er nauðsynlegt að allir, ekki sízt börnin, neyti mjólk- ur dagsdaglega. Vegna þess hve mjólk er nú í háu verði, er hætt við því að þessi út- gjaldaliður verði allhár, eink- anlega á mannmörgum heim- ilum. Þó verður að varast að spara mjólkina við heimilis- fólkið. Heilsunnar vegna verða börnin altaf að fá nægi- lega mjólk. Hægt er að lækka þennan útgjaldalið allverulega með því að kaupa mjólkurduft. Tvenns konar mjólkurduft fæst á markaðinum; annað búið til úr undanrenningu en hitt úr nýmjólk. Hvoru- tveggja er búið til með því að láta vatnið gufa úr mjólkinni þar til aðeins 2—5 prósent af vatni er eftir og síðan er duft- ið gerilsneitt. Hægt er að breyta duftinu aftur í mjólk með því að þeyta því saman við vatn. Mjólk, sem búin er til úr mjólkurdufti hefir sama næringargildi og hin og er helmingi ódýrari. Pakki af mjólkurdufti, sem hægt er að búa til úr 4 potta af mjólk kostar 37 cents. Fljót- legast er að láta vatnið og duftið í ílát með þéttu loki (shaker) og hrista það þangað til duftið hefir samlagast vatn- inu og geyma síðan í kæli- skápnum í nokkrar klukku- stundir. Við bökun eða aðra mat- reiðslu, ef nota skal mjólk, er fljótlegast að blanda mjólkur- duftinu saman við hveitið eða önnur þur efni og hræra síð- an saman við það vatni í stað- inn fyrir mjólkina, sem nota á samkvæmt uppskriftinni. Erfitt er að fá sum börn til að drekka nægilega mjólk. Hægt er að auka mjólkur- neyzlu þeirra með því að bæta aukaskammti af mjólkurdufti í ýmsa rétti, svo sem súpur, eftirmat o. s. frv. í staðinn fyrir bolla af dufti í einn bolla af vatni, að hafa það xk eða % bolla af dufti í hvern bolla af vatni. Mjólkurduft er miklu fyrir- ferðarminna en venjuleg mjólk; geyma þarf -duftið þar sem þurt er og svalt; 1 íláti með þéttu loki, svo að ekki komist raki að því. Graduates With High Honors Miss Ruíh Halldóra Halvorson Ruth Halldóra Halvorson, who recently granduated from the School of Nursing, Regina General Hospital, Regina, Sask., won two of the major awards. She was pre- sented the Dr. David Low Memorial medal for General Proficiency and the Pediatric nursing prize, donated by the Alexandra Club. The first award was given for the highest average in theory and ward efficiency during the three-year training term and was presented by Mayor L. H. Hammond. It was the 51st time this award has been given. Mrs. S. E. Levitt pre- sented the pediatric award. Ruth Halldóra is born and raised in Regina, Sask. She is the daughter of Mrs. H. T. Halvorson and late Mr. Hal- vorson. She attended public and high schools in Regina. When she graduated from the Central Collegate, Regina, she won the Student’s Council Award. Her mother is the former Jóna Jónasson, for- merly of Selkirk, Manitoba, her father was of Norwegian descent, at one time a member of the Legislative Assembly of Saskatchewan. He passed away in 1943. Her grand par- ents were Bjarni Jónasson and his wife Thórunn, pi- oneers of the Hallson, N.D. district, and later at Selkirk, Man. Her aunt (móðursystir) is Fröken Halldóra Bj.arna- dóttir of Akureyri, whom she is named for. Ársfundur Ársfundur Félagsins til efl- ingar norrænum fræðum (Society for the Advancement of Scandinavian Study) var haldinn í College of William and Mary, Williamsburg, Virginia, föstudaginn og laug- ardaginn 6. 7. maí síðastliðinn. Prófessor Jess H. Jackson, forseti enskudeildar skólans, sem kunnur er fyrir áhuga sinn á íslenzkum fræðum, hafði annast undirbúning fundarins, en hann sóttu all- margir háskólakennarar í nor- rænum fræðum úr Mið- Vestur og Austurríkjum Bandaríkjanna. Átta erindi um norræn efni Voru flutt á fundinum. Dr. Richard Beck, fyrrv. forseti félagsins, flutti erindi um Davíð Stefánsson sextug- an, en dr. Stefán Einarsson hélt fyrirlestur, með mynd- um, um Goðaborgir á Austur- landi. Tveir amerískir háskóla kennarar fluttu einnig erindi um íslenzk efni, Prófessor A. M. Sturtevant, University of Kansas, um skýringar nokk- urra fornyrða, og Prófessor Paul Schach, University of Nebraska, um stíl Eyrbyggja sögu. Erindi Prófessors Adolph B. Benson, Yale University, um norræna dýrlinga og helgi- sagnir, fjallaði einnig að nokkru um íslenzk efni, og má því með sanni segja, að íslenzk fræði urðu eigi út undan á ársfundinum. Auk þess sem þeir dr. Richard Beck og dr. Stefán Einarsson eiga sæti í ritstjórn málgagns félagsins „Scandi- navian Studies“, á Prófessor Jóhann S. Hannesson, Cornell University, sæti í stjórnar- nefnd félagsins. Þetta var 45. ársfundur fé- lagsins, sem á sér því að baki langa sögu og merka til efl- ingar norrænum fræðum í Vesturheimi. í þvollahúsi — Því miður eru skyrturn- ar mannsins yðar ekki tilbún- ar enn. — Þá megið þið eiga von á góðu, eða hitt þó heldur. Hann kemur sjálfur hingað og þá fáið þið fyrir ferðina. .— Komi hann og komi hann, við erum ekki hræddar, hann notar skyrtu númer 37. Lesið Lögberg iecjLT.: „Etið CROWN BRAND KORNSfRÓP til aukningar orkugjafa fæðunnar". Crown Brand er 93% hreint glucose efni, 6% hreinsaSur sykur, 1% reyrsykur. Þetta er bragtSbætandi efni, gerir fæðuna, sem þaS er nota8, a8 meiri orkugjafa. HelliS því ð. pönnukökur, soSin hrísgrjón, eSa aöra kornfæöu. Smyrjiö þaö á brauÖ, rist- steikt sem östeikt. Það er I sjálfu sér ljúffengt sem eftirmatur. BÖKUÐ EGGJAMJÓLK (CUSTARD) Mælt með sem mjólkursparnaði fyrir ungbörn. Fæst í 1, 1—2, 2, 5 og 10 punda íláti. FRÍTT Viðbötar forskriftir fáanlegar á frönsku ög ensku — tilgreiniö hvort. Skrifið: — Jane Ashley, Dept. F. Home Service, The Canada Starch Company Limited, P.O. Box 129, Montreal ------------- BÖKUÐ EGGJAMJÓLK -------------------- 1—2 bolla Crown Brand kornsiróp I 2 egg 1—2 teskeiðar vanilla nokkur korn af salti 1 3—4 bolla mjólk. Sláið Crown Brand kornsírópi, eggjum, vanilla og salti vel saman. Hrærið mjólk viðbættri við og viö. Helliö t eggjamjólkurbolla. Setjið f pönnu meö heitu vatni og bakið hægt I ofni, 350 F. h. u. b. 1 kl.st. eða þar til hnífur rekinn í miðju brauðsins kemur hreinn út. Mælt með því í mjókurblöndu ungbörn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.