Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. MAI 1955
Úr borg og bygð
— VEITIÐ ATHYGLI! —
Á miðvikudaginn, 25. maí
næstkomandi, gefst tækifæri
að kaupa heita lifrapylsu og
blóðmör hjá kvenfélagskon-
um Fyrsta lúterska safnaðar, í
fundarsal kirkjunnar.
Salan byrjar kl. 12 á hádegi
— og verður til kl. 8 um
kvöldið.
Notið þetta tækifæri tll að
kaupa lifrapylsu! — Næsta
sala verður ekki fyr en að
hausti.
☆
í fyrri viku voru staddir hér
í borginni Mr. Einar Hrapp-
sted ásamt sonum sínum
tveimur og Mr. Guðmundur
Sigbjörnsson, allir frá Leslie,
Sask.
☆
Dr. Haraldur Sigmar og frú
frá Mountain, N. Dak., voru
stödd í borginni í lok vikunn-
ar, sem leið; komu þau hingað
úr stuttri heimsókn til sonar
síns og fjölskyldu hans, séra
H. S. Sigmar á Gimli.
☆
Á mánudaginn voru staddir
í borginni Mr. B. Egilsson
bæjarstjóri á Gimli og séra
H. S. Sigmar.
☆
Mr. Daníel Pétursson á
Gimli dvaldi í borginni nokkra
undanfarna daga.
☆
Á miðvikudagsmorguninn
hinn 11. þ. m., lézt á Elliheim-
ilinu Betel á Gimli, Mrs.
Thora Pétursson, kona Daní-
els Péturssonar vistmanns á
Betel; hún var fædd að Kleif-
arkoti í ísafjarðarsýslu 28.
ágúst árið 1866, mikilhæf
ágætiskona. Foreldrar hennar
voru Bergur Sakaríasson og
Kristín Pétursdóttir; þau
Daníel og frú komu til Mani-
toba 1902 og dvöldu um hríð í
Brownbygðinni svonefndu í
grend við Morden; þaðan
fluttu þau til Framnesbygðar
í Nýja íslandi, hófu þar bú-
skap og bjuggu þar fram' til
ársins 1930, er þau fluttust til
Gimli, en þar áttu þau heima
jafnan síðan. Daníel er ættað-
ur frá Reykjum í Hrútafirði.
Auk eiginmanns síns lætur
hin látna eftir sig fimm mann-
vænleg börn, Eymund, sem
búsettur er að Árborg, Jó-
hönnu Bergthoru í Winnipeg,
Tómas Leslie, Estevan, Sask.,
Agnesi Sigurbjörgu að Rainy
River, Ont., og Thorvald í
Winnipeg.
Útförin fór fram frá Betel
og kirkju Gimli-safnaðar síð-
astliðinn mánudag. Séra H. S.
Sigmar flutti hin hinztu
kveðjumál.
☆
Miss Mattie Haldorson lagði
af stað á laugardaginn í fimm
vikna skemmtiferð til Evrópu.
☆
Mr. og Mrs. Helgi J. Helga-
son frá Darcy, Sask., komu til
borgarinnar á þriðjudaginn til
að vera viðstödd afhendingu
prófskírteina háskólans. Son-
ur þeirra, Norman Murray,
útskrifaðist í læknisfræði.
Þau dvelja í borginni hjá
systur Mr. Helgason, Mr. G.
Jóhannesson, Elsinore Apts.
— ÞAKKARORÐ —
Ég undirrituð vil hér með
láta í ljósi mitt innilegasta
þakklæti til allra þeirra, sem
sýnt hafa mér velvild og vin-
semd með gjöfum, blómum,
bréfspjöldum og bréfum í
veikindastríði mínu. Sérstak-
lega þakka ég Mrs. Helgu
Johnson frá Glenboro, Mrs. B.
ísberg og dóttur hennar Mrs.
H. Christopherson frá Baldur,
Mr. og Mrs. Lloyd Gunn-
laugson, 521 Simcoe St., Wpg.,
ásamt Kvenfélagi Frelsissafn-
aðar í Argyle-bygð og Kven-
félagi Immanuel safnaðar á
Baldur.
Kæra þökk til ykkar allra.
Lina Bardarson
☆
Wedding Invilalions
or Announcements
We have now on hand
samples of various kinds of
Invitations in raised emboss-
ing at very reasonable rates.
Delivery in 2 weeks from
receiving of order. Come in
and see us.
The Columbia Press Ltd.,
695 Sargent Ave., Wpg.
☆
Dr. Robert Helgason og frú
frá Glenboro komu til borgar-
innar til að vera viðstödd há-
skóla athöfnina. Dr. Robert er
bróðir hins nýja læknis, Nor-
man Murray Helgason.
☆
Bandalag lúterskra kvanna
heldur 31. ársþing sitt í
Argyle prestakalli dagana
3., 4. of 5. júní. Moores Bus
fer frá Fyrstu lútersku kirkju
í Winnipeg kl. 9 að morgni,
föstudaginn 3. júní.
Þær konur, sem vilja ferð-
ast með Bus, tilkynni þátt-
töku sína í tæka tíð Mrs. C.
Scrymgeour, 593 Goulding St.,
sími 72-4780, eða Mrs. Benson,
sími 74-3411. — Þella er áríð-
andi!
☆
HJÓNAVÍGSLUR —
framkvæmdar af séra Valdi-
mar J. Eylands, D.D., í Fyrstu
lútersku kirkju:
30. apríl — Ludwig Geisler,
Rosewood, og Bertha
Margaret ísfeld, 556
Taylor St., Winnipeg.
14. maí — Kenneth Thomas
Tittlemier, 556 Langside
St., og Norma Katherine
Patterson, 476 Agnes St.,
Winnipeg.
14. maí — Stefán Haraldur
Hallson, frá Vqgar, Man.,
og Elsie Caroline Richter,
frá Camper, Man.
☆
Mrs. Guðbjörg Sveinsson,
88 ára að aldri, lézt að Camp
Morton síðastliðinn fimtudag;
hún lætur eftir sig einn son,
Valdimar að Camp Morton, og
fjórar dætur, Mrs. Margréti
Sveinsson, Mrs. J. B. Rasmus-
sen, Mrs. Arthur Bristow og
Mrs. B. Albertson. Séra H. S.
Sigmar flutti kveðjumál á
heimili Valdimars sonar hinn-
ar látnu, en jarðsetning fór
fram í grafreit Gimlibæjar á
þriðjudaginn.
Mr. Sigurbjörn Pálsson
byggingameistari lagði af stað
héðan úr borg í fyrri viku
áleiðis til íslands; hann er
ættaður úr Borgarfirði eystra
og mun brátt eftir komu sína
til landsins heimsækja æsku-
stöðvarnar; jafnframt mun
hann ferðast víðsvegar um
landið. Mr. Pálsson fluttist
ungur til Canada.
☆
Mrs. H. A. Steel frá Van-
couver, B.C., er stödd hér í
borginni um þessar mundir.
Kom hún hingað í heimsókn
til dóttur sinnar og tengda-
sonar, þeirra Próf. og Mrs.
Gordon Donaldson, 973 Win-
dermere Ave., Fort Garry.
Mrs. Steel býst við að dvelja
hér um mánaðartíma.
☆
Síðastliðinn laugardag áttu
hin velmetnu hjón, Mr. og
Mrs. J. Christie, Brock Street
hér í borg gullbrúðkaups-
afmæli, er börn þeirra mint-
ust fagurlega þá um daginn.
Nánari frásögn síðar.
☆
THE ICELANDIC
CENTENARY IN UTAH
Any person interested in
the excursion sponsored by
the Icelandic Canadian Club
to the Icelandic Centenary at
Spanish Fork, Utah, is re-
quested to contact Mrs. J. R.
Cross, 645 Queenston St.,
Winnipeg . This should be
done immediately by as many
as possible, in order to ensure
reservation of a bus.
This notice is directed to
people at Selkirk, Gimli,
Riverton, Arborg, Lundar, and
in other Icelandic Settle-
ments, as well as in Winnipeg.
If the bus is filled, with 37
passengers, the cost of the
fare is $55.00, as previously
announced. This includes
hotel accommodation en route,
but does NOT include meals.
The bus will leave Winni-
peg June 12th and return
June 20th. W. K.
Mannsævinni lýst
með tölum
Amerískir stærðfræðingar
hafa nýlega samið einkenni-
lega lýsingu á mannsævinni,
eða öllu heldur hvernig menn
verja lífsskeiði sínu að meðal-
tali, og er sú lýsing þannig:
Maður rakar sig 18,250 sinn-
um, reykir 180,000 sígarettur,
borðar 5 smálestir af brauði,
5 smálestir af kartöflum og
IV2 smálest af kjöti, slítur 31
fötum, 15 frökkum og 37
stígvélum, baðar sig 6,000
sinnum, hnýtir bindið sitt
57,011 sinnum, ferðast 520,000
kílómetra, sefur 176,424 stund-
ir, vinnur 126,550 stundir, fer
6,224 sinnum í leikhús og bíó,
les 9,275 bækur, skrifar nafnið
sitt 43,567 sinnum, þvær sér
um hendur 73,423 sinnum,
drekkur sig fullan 21 sinni,
fær skammir 23,460 sinnum og
kyssir 56,907 sinnum.
Og eftir allt þetta umstang
deyr hann aðeins einu sinni.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska krkja
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h,
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Gimli Lutheran Parish
May 22, 1955
H. S. Sigmar, Pastor
9.00 a.m. Betel.
11.00 a.m. Confirmation at
Gimli.
3.30 p.m. Confirmation at
Hecla.
8.00 p.m. Communion at
Hecla.
7.00 p.m. Educational Movie
in Lower auditorium, Gimli
Lutheran Church.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 22. maí:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Hópferðin til íslands
Hinn 13. maí s.l. barst svo- •
hljóðandi skeyti frá ferða-
skrifstofunni Orlof í Reykja-
vík:
Tilboð Loftleiða beina ferð
svarist 23/5. Nauðsynlegt
kanna fjölda vestan. Fargjald
beint 375 Canada dollarar.
Lágmark 40 hvorumegin.
Minni hópur um New York
460 U.S. dollarar. Þá flogið
New York Winnipeg return.
Kveðjur,
ORLOF
Af þessu má ljóst verða, að
kraftaverk verður að gerast,
ef ferðin á að takast beint
milli Reykjavíkur og Winni-
peg. Mun ég nú bíða til
kvöldsins 22. maí, og sjá þá til,
hver þátttakan hefur orðið.
Það er fljótt að koma í töluna,
ef menn aðeins eru nógu
snarir að ákveða sig!
Þegar úrslitin verða kunn,
mun ég skrifa hverjum ein-
stökum eða hafa samband við
hann á anhan hátt og veita þá
allar nauðsynlegar upplýsing-
ar um tilhögun ferðarinnar.
Vinsamlegast,
THOR VIKING,
515 Simcoe St.
Þrautseigja
Það var í járnbrautarlest-
inni milli Bonn og Hamborg-
ar. Tveir menn sátu í sama
vagni og var annar fjör-
gamall. Þeir tóku tal með sér
og það kom upp úr kafinu að
sá gamli var uppgjafaher-
maður úr stríðinu 1871 og var
nú að fara á þing uppgjafa-
hermanna frá þeim árum.
— Nú trúi ég varla, sagði
förunautur hans. Ef þér hafið
verið í stríðinu 1870—’71
þá hljótið þér að vera orðinn
rúmlega hundrað ára gamall,
og tæplega eruð þið félagar
margir á lífi.
.— Nei, það er satt, sagði sá
gamli, seinustu árin hefi ég
verið aleinn á þingunum.
NATIONAL BARLEY CONTEST
WESTERN CANADA SECTION
ENTRY FORM
Post Office Province
Date
TO THE
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE:
I/we hereby apply for permission to enter the
National Barley Contest. If accepted, I/we will en-
deavor to produce one carload (at least 1667 bushels).
I/we also agree to abide by all other rules and regula-
tions of the Contest.
I/we plan to sow
Montcalm, O.A.C.21, Olli
variety of
Registered, Certified, Commercial
seed on
Breaking, Fallow, Stubble
land totalling acres.
Number
(Enlrant will please complele with correct information).
Note: Eligible varieties—
Montcalm, O.A.C. 21, Olli.
Print Full Names in
Block Letters
Signatures
Mail this entry form lo:
NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE
MANITOBA
Provincial Chairman
c/o Extension Service Dept. of Agriculture,
WINNIPEG, Manitoba
ENTRIES CLOSE JULY 15. 1955
Note: If for any cause it is not practicable to ship the carlot
of barley the contestant is under no obligation whatsoever
to so do.
This space contributed. by
BREWERY LIMITED
WINNIPEG
MD-359