Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1955 NICOLAS BENTLEY: Athuguli búðarþjónninn Ég heiti William Morris (enda þótt ég sé ekki skyldur hinum fræga William Morris; ég er ættaður frá Salford). Ég verð fimmtíu og þriggja ára á þessu ári, er kvæntur, á eina dóttur (einnig gifta) og á heima í Waldingham í Surrey. Ég er það sem menn kalla ró- lyndur að eðlisfari. Mörgum mundi sjálfsagt finnast ævi mín harla lítið spennandi, en mér fellur vel að lifa lífinu þannig. Mér þykir líka gaman að lesa dálítið (ég finn mér nóga spenningu í bókum) og sýsla við eitt og annan innanhúss. Það býr því kannske eitthvað brot af hinum Morrisnum í mér; hann hafði líka gaman af að fást við hitt og þetta. Enda þótt ég lesi allmikið, hafið mér aldrei dottið í hug að skrifa neitt fyrr en þessi mikli atburður ævi minnar gerðist og mér varð Ijóst, að ég ætti að skrifa hann hjá mér. Þess vegna verð ég að biðja yður að sýna þolinmæði og fyrirgefa, ef hæfileika- skortur minn á rithöfundar- sviðinu skyldi verða allt of augljós. Ég hef lesið leynilögreglu- sögur í meira en þrjátíu ár. En ég les ekkert rugl, og Guð veit, að af slíku tagi er meira en nóg til. Reyfarasmekk minn hef ég frá Poe, Collins, Gaborian og auðvitað Holmes, og þar áður Trent og Thorn- dyke. Slíkar bækur kalla ég leyni- lögreglusögur, það eru þær bækur, sem fjalla um raun- veruleg sakamál, en ekki þær, sem lýsa leynilögreglumann- inum sem einhvers konar ofurmannlegri veru, heldur þær, er lýsa honum sem venjulegum manni, er hefir ekki annað að reiða sig á en skarpskygni og heilbrigða skynsemi. Vegna þessa held ég, að ég hafi tamið mér að veita sam- borgurum mínum nánari at- hygli en fólk gerir almennt. En það stafar ekki af forvitni, heldur af þeirri fræðslu, sem það veitir um mannlegt eðli. Og þetta er líka, þegar allt kemur til alls, sama aðferðin og fuglafræðingar nota, og mér virðist það ætti að vera mögulegt að segja jafn margt um veitingamenn og tré- maðka, ef menn virða þá nógu lengi fyrir sér. (Ekki svo að skilja, að ég stundi veitinga- hús, því að kona mín er bind- indismanneskja). Ég fer sjald- an nokkurn spöl í strætis- vagni eða járnbrautarlest, svo að ég taki ekki eftir miklu og mörgu í fari fólksins í kring- um mig, sem auðveldlega hefði farið fram hjá mér, ef ég hefði rétt aðeins litið á það. Mér finnst gaman að því að rannsaka (auðvitað í laumi), hvernig fötin þeirra líta út og önnur smáatriði, hendurnar á þeim, hárið og tennurnar, skartgripi, (ef þeir hafa nokkra skartgripi), hvað þeir lesa, hvernig þeir tala og ganga. Hvert atriði út af fyrir sig veitir auðvitað ekki miklar upplýsingar, en af tvö og tvö eru lögð saman, koma fyrir svo órækar sannanir, að nægi- legt væri til að kveða upp dauðadóm. Sjálfsagt eru ályktanir mín- ar oftast algerlega rangar. Ég fæ sjaldan tækifæri til að ganga úr skugga um réttmæti þeirra. En þær eru að minnsta kosti gagnlegri fyrir ímynd- unarafl mitt en krossgátur, og ég er viss um, að ég hef miklu meira upp úr þeim en ég mundi hafa upp úr þátttöku minni í getraununum. Ég fer með lestinni á hverj- um degi og horfi á fólk — ég vinn hjá Regniers, skartgripa- fornsalanum við Knights- bridge. En ég hef aldrei þurft að sannreyna athyglisgetu getu mína fyrr en í þetta skipti í búðinni. Það var liðinn um það bil hálftími síðan við opnuðum um morguninn, þegar það skeði. Búðin var frekar lítil. Vinstra megin við dyrnar er búðarborð og annað minna hornrétt út frá því. Regnier hefir skrifstofu í litlu bak- herbergi. Við höfðum úrvals birgðir af gömlum skartgripum, en höfðum auðvitað ekki mikið af þeim til sýnis, nema í glugganum, sem er vandlega varinn. Við höfum líka til sölu mikið af sjaldséðum hlutum; postulínsvörur og glerungs- vörur, litla, útskorna hluti, kristal, jade o. s. frv., og þær vörur höfum við til sýnis. Ekki eru fleiri við af- greiðslu en ég og ungfrú Susskind. (Viðgerðarmaður- inn vinnur annars staðar). Regnier afgreiðir ekki annað sjálfur en gamla viðskiptavini og þá, sem kaupa fyrir háar upphæðir. Það fyrsta, sem ég geri á morgnana, er að stilla út í gluggann (við tæmum hann alltaf á kvöldin), og þennan morgun vildi svo til, að ég tók eftir stúlku, sem var að virða fyrir sér gluggann hjá lík- kistusmiðnum beint á móti okkur, og þegar frá eru taldar nokkrar öskukrúsir og ljós- mynd af líkkistu, var ekki margt í þeim glugga, sem dregið gæti að sér athygli ungrar stúlku, og ég minnist þess, að ég fór að velta þessu fyrir mér. Ástæðan til þess, að ég tók eftir henni (ég er ekki vanur að „taka eftir“ stúlkum, mér er nú orðið sama um þær all- ar, nema hvað snertir óper- sónulegar athuganir) var kápa hennar. Hún var síð, gul að lit með stórum, brúnum köfl- um. Hár hennar var líka sítt og gult. Hún var tvímælalaust af því tagi kvenna, sem kallaðar eru „listamannslegar“ í útliti — hattlaus, með lága skó- hæla og sennilega litlu hærri siðgæðisþroska, eftir útliti hennar yfirleitt að dæma. Ég virti hana fyrir mér stundarkorn, en varð að hætta því, þar eð maður kom inn 1 búðina. Það var einn af þessum tyggigúmmí-jórtrandi Ameríkönum, en var þó stilli- legur vel að sjá, þegar frá er talið hálsbindið, sem líktist frekar slifsi en vefnaðar- mynstri. Ég hefði gizkað á, að hann væri milli þrjátíu og fimm og fjörutíu ára gamall. Andlit hans var sérstaklega slétt og strokið, og hann var mjög stendega byggður. Hann gekk beint inn og bað um, að sér yrðu sýndir hring- ir. Ég tók fram nokkur spjöld, til þess eins að geta gengið úr skugga um, hvað það væri hér um bil, sem hann vildi. En ég sá fljótlega, að hann hafði ekki snefil af þekkingu á gömlum skartgripum, frekar en á neinu öðru, því sem gam- alt var, svo framarlega sem það var ekki geymt í flöskum. Hann spurði um verð á nokkrum hringum og valdi úr tvo eða þrjá — það var þá, sem ég tók eftir því, að hann var örvhentur — og skoðaði þá betur. En það var ekki vandi að sjá, að hann bar ekk- ert skynbragð á steina eða greypingu. Hið eina, sem hann virtist fara eftir, var verðið. Við áttum hring, smíðgðan á átjándu öld — demanta og rúbína, greypta í blómaum- gerð — og hann var, að mér beilum og lifandi, snilldar- verk. Regnier hafði svo mikið dálæti á honum, að hann gat varla til þess hugsað að láta hann frá sér, og því hafði hann sett ótrúlega hátt verð á hann. Það var að minnsta kosti of ótrúlega hátt fyrir Ameríkanann þann arna. Að lokum stóðu þrjú spjöld á borðinu fyrir framan hann, og enn gat hann ekki tekið neina ákvörðun. En þá kom hann auga á fjórða spjaldið, sem stóð í opnum skápnum, en ég hafði ekki einu sinni lagt það á borðið, þegar ég tók eftir því, að hringurinn með demantana og rúbínablóminu var horfinn. Ég varð undrandi — og utan við mig. Aldrei, aldrei fyrri hafði það komið fyrir, að nokkuð hefði horfið af því, sem ég hafði í umsjón í búð- inni. Ég setti frá mér spjaldið og gaf ungfrú Susskind merki með augnabrúnunum. Hún gekk til mín, og þegar hún var komin það nærri, að hún gæti borið vitni um, hvað skeði, sagði ég við manninn — og það var erfitt að koma í veg fyrir, að röddin titraði: — Þér hafið þá ákveðið, herra minn, að taka blóma- hringinn. Ef þér viljið vera svo góður að fá mér hann, skal ég ná í öskur undir hann . . . Ég rétti fram höndina. Ame- ríkaninn svaraði (ég man það orði til orðs): — Ég hef ekki ákveðið neitt. Ég ætlaði bara að taka frá tvo eða þrjá, sem konan mín gæti svo valið um. Hún kemur hingað á eftir. Ég man nú ekki lengur ná- kvæmlega, hvað ég sagði, nema hvað það var eitthvað til þess að tefja tímann, svo að ég gæti áttað mig betur. Ég er sjaldan í fullu jafnvægi, þegar ég verð undrandi. Ungfrú Susskind (hún fædd ist nú ekki í fyrradag) laum- aðist strax út og sótti Regnier. Ég gekk fram fyrir búðar- borðið og fór að leita fram og aftur, og sama gerði við- skiptamaðurinn og sömuleiðis Regnier og ungfrú Susskind, þegar þau komu inn. Regnier var auðvitað allur í uppnámi. Hann er frekar fljótur til reiði, en hefir alltaf stjórn á sér, þar eð hann legg- ur mikið upp úr því að vera virðulegur í fasi. Ameríkan- inn var alls ekki hrifinn, þegar Regnier fór að bölsótast (hann ásakaði auðvitað engan, það hefði ekki getað farið vel) og rétt í svip var mér farið að virðast svo, sem horfurnar væru að verða slæmar . Þá stakk ungfrú Susskind upp á því (hvers vegna ein- mitt henni skyldi detta það í hug, fæ ég ekki skilið) að hann skyldi leita í brotinu á buxunum. En í staðinn fyrir að gera það leit hann illsku- lega á hana. Hann var orðinn eldrauður í framan, svo virt- ist mér að minnsta kosti, hann var hættur að jórtra, og munnurinn var samanbitinn, svo að hann leit út eins og strik. Eftir svipnum að dæma hefði hann helzt viljað bíta ungfrú Susskind. En hann laut niður og þreif- aði eftir buxnabrotinu, en ár- angurlaust. Svo rak hann upp hlátur. Ég veit vel, að kímnigáfa er ekki mín sterka hlið, en jafn- vel tók ég eftir því, að þessa stundina var erfitt að verjast hlátri, ef litið var á ungfrú Susskind á hnjánum á gólf- inu. Síðan sagði Ameríkaninn: — Hver fjandinn er þetta, þið haldið þó ekki, að ég hafi gómað hann eða eitthvað þess háttar? Þegar slíku var slegið fram, varð herra Regnier auðvitað að bera á móti því. Hann stóð upp af gólfmottunni og bað viðskiptamanninn mjög kur- teislega að ganga inn í skrif- stofuna. Þar (svo sagði hann síðar frá) sagði hann manninum hreinskilnislega, að þótt hon- um dytti ekki eitt augnablik í hug að gruna hann um þjófn- að, yrði hann til öryggis að ganga úr skugga um, að hring- urinn hefði ekki festst neins staðar í hrukku eða fellingu á fötum hans. Viðskiptamaðurinn k v a ð hafa tekið þessu vinsamlega og með skilningi, eða að minnsta kosti virtist svo vera, og hann háttaði án frekari málalenginga frammi fyrir Regnier og klæddi sig meira að segja úr sokkum og skóm. En hvergi fannst hringurinn. Meðan enn stóð á leitinni hjá okkur, kom annar við- skiptamaður inn í búðina. Og hver skyldi það liafa verið nema stúlkan, sem ég hafði séð fyrir tæpum tíu mínútum skoða gluggann hjá líkkistu- smiðnum. Ég hafði auðvitað enga ástæðu til að undrast þetta, en samt fannst mér þetta vera kynleg tilviljun. Nú, þegar hún var stödd svo nærri mér, tók ég eftir ýmsu smávegis, sem veitti sínar upplýsingar; það var hárið og hanzkarnir og handtaskan, allt var þetta velkt að sjá, þótt það væri ekki áberandi ó- hreint. Þetta var þokkaleg kona. Það er sjaldgæft að nokkur komi inn í búðina, sem yfirleitt er snjáður að sjá, ef þér skiljið, hvað ég á við, en ef það kemur fyrir, þori ég að veðja tíu á móti einum um það, að slíkt fólk vill selja en ekki kaupa. Stúlkan dró af sér hanzk- ann, tók lítinn hlut, vafinn innan í silkipappír, upp úr tösku sinni og lagði hann á borðið. (Ég tók strax eftir fingrum hennar; þeir voru ó- Framhald á bls. 7 Fullkomnasta . . . Úrvals aðbúð farþega Lægsta flugfargjald til íslands FljúgiB skemstu hringferöina til Reykjavikur viS þvl lægsta ílugfargjaldi, sem fáanlegt er. Hinar úviSjafnanlegu fjögra hreyfla Douglas Skymaster vélar, er skandinaviskir flugmenn, sem notiS hafa U. S. æfingar stjórna, veita hina fullkomnustu flugferöatækni, þægindi og ávalt lent á áætlunartlma. Þér njótiC ágætis máltíCa, hallandi sæta og fyrsta flokks afgreiSslu ferSina á enda. Bein sambönd við alla Evrópu og Mið-Austurlönd. Frekari upplýsingar og verð fargjalda hjá ferðaskrifstofu yðar ICELAfiDICpAIRLINES ulAauzi 15 W««t 47th St., N. Y. 36. PL 7-8585

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.