Lögberg - 19.05.1955, Síða 4

Lögberg - 19.05.1955, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1955 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAEGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjörans: EDITOFt LÖGBEKG, 695 Sargent Avenue, WinnipeB, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 605 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Jórtas Jónsson sjötugur Hinn 1. þ. m., átti þjóðskörungurinn Jónas Jónsson frá Hriflu sjötugsafmæli, og var atburðarins minst þá um daginn í Reykjavík með virðulegu samsæti í heiðursskyni við af- mælisbarnið, en tala þátttakenda nam að sögn þremur hundruðum. Jónas Jónsson er einn hinn mesti ritsnillingur sem nú er uppi með íslenzku þjóðinni og afkastamaður að sama skapi; hann hefir samið fjölda bóka og má þar meðal annars til telja bókaflokkana „Merkir samtíðarmenn“, kenslubækur hans í sögu íslands, er skara fram úr öðrum bókum slíkrar tegundar, er íslenzka þjóðin fram að þessu hefir eignast; blaðagreinar hans, margar hverjar, eru hvorki meira né minna en meitluð listaverk; um það hljóta þeir menn að ganga úr skugga er lesið hafa Landvörn, og þá ekki síður Ófeig, þar sem skarpskygni hans og bitur kaldhæðni haldast i hendur, enda mun margan hafa óþægilega sviðið undan Ófeigi. í ritgerðum sínum hefir Jónasi Jónssyni orðið tíðrætt um aldamótamennina, er hann svo kallar, — vökumennina, er við upphaf yfirstandandi aidar hófu upp raust sína og eggjuðu þjóðina til margháttaðra, menningarlegra átaka, eigi aðeins varðandi pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar og verk- legar framkvæmdir, heldur og engu síður það, að hún yrði fullmyndug frá efnahagslegu sjóparmiði séð og ekki upp á aðra komin. í fararbroddi áminstra aldamótamanna varð Jónas Jónsson sjálfur, einn hinn eldheitasti umbótamaður síðari alda, er ljós dagsins hefir litið á Islandi. Jónas Jónsson átti áratugum saman sæti á Alþingi við mikinn orðstír og góðan; og þegar hann hvarf af þingi voru pólitísku flokkarnir á einu máli um það, að með honum hefði horfið úr þingsölunum einn sá allra fjölhæfasti og litbrigðaríkasti stjórnmálamaður, er þá hefði svipmerkt í háa herrans tíð. Jónas Jónsson stofnaði Framsóknarflokkinn og gerðist dómsmálaráðherra í fyrstu valdatíð hans; þótti hann í því embætti óvenju röggsamt yfirvald og hratt af stokkum ýmissum nýjungum að því er embættisveitingum viðkemur. hann skipaði unga menn í embætti, svo sem Pálma Hannes- son í rektorsembættið við Menntaskólann í Reykjavík; var hann þá tíðum sakaður um hlutdrægni, en lét slíkt eins og vind um eyru þjóta; enda kom það brátt á daginn, að þeir menn, er hann valdi ,væri réttir menn á réttum stað. Vestur-íslendingar eiga góðan hauk í horni þar, sem Jónas Jónsson er; hann hefir lagt sig í líma um að ger- kynnast þjóðernisbaráttu þeirra og öðrum hugðarmálum, og er hann kom heim úr heimsókninni hingað, lét hann það verða sitt fyrsta verk, að koma því á framfæri með lögum a Alþingi, að íslenzka bókasafnið við Manitobaháskólann fengi ókeypis eintak af hverri þeirri bók, sem gefin yrði út á íslandi frá þeim tíma, er áminst lög öðluðust gildi, og hann átti einnig framsögu á þingi að frumvarpinu um árlegan, fjárhagslean stuðning við vestur-íslenzku vikublöðin; fyrir þetta, og margt fleira, eiga Vestur-Islendingar honum mikla þakkarskuld að galda; þeir árna honum sjötugum heilla og biðja þess, að þjóðin megi enn um langt skeið verma sig við hugsjónaeld hans og njóta hans sjaldgæfu forustuhæfileika. Fyrirbrigðið í Alberta Hún kom vissulega flatt upp á marga fréttin um þing- rofið í Alberta, því enn var ekki kjörtímabil Social Credit- stjórnarinnar útrunnið; en aldrei þessu vant fauk svo í for- sætisráðherrann, Mr. Manning, að hann, án nokkurs minsta fyrirvara, fékk leyfi hjá fylkisstjóra til að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Þingleiðtogi Liberala, Mr. Prowse, hafði látið þá skoðun í ljós, að hann efaðist um að allir þingmenn stjórnarflokksins ætti löglegt sæti á þingi með því að orð léki á, að nókkrir þeirra ættu viðskipti við stofnanir, er stjórnin sjálf starf- ræti; fram að þessu er það ósannað mál að svo sé; en út af ummælum Liberalleiðtogans rann Mr. Manning svo í skap, að hann krafðist úrskurðs kjósenda í málinu við almennar kosningar. Námsfólk af íslenzkum ættum Við nýafstaðin próf Við Manitobaháskóla brautskráð- ust þessir nemendur: Master of Educalion Terry Angantýr Árnason, B.A., MA, B.Ed. Bachelor of Education Margaret Sigríður Ander- son, Selkirk; systir Próf. O. T. Anderson. Mrs. Jóhanna Guðrún Wil- son, B. Sc. (H. Ec.), dóttir Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg. Bachelor of Pedagogy Andrea Kathleen Sigurjóns- son, B.A. Fremst í sínum bekk; hlaut Fletcher gullpen- ing háskólans. Foreldrar: Mr. og Mrs. J. Edvald Sigurjóns- son, Welwood, Man. Andrea Kathleen Sigurjónsson Bachelor of Pedagogy (General) Fletcher Gold Medal Dorothy Merle Kristjáns- son, B.A.; dóttir Mr. og Mrs. W. Kristjanson, 449 Camden Place, Winnipeg. Guðmundur Kristján Breck- man, sonur Guðmundar Breckman, Oak Point, Man. Ólafur Allen Olson, B.A. Doctor of Medicine Norman Murray Helgason, sonur Mr. og Mrs. Helgi J. Helgason, Darcy, Saskat- chewan. sonarsonur Jónasar og Sigríðar Helgason, land- námshjóna í Argyle. John Ivan Blair Antonius. Foreldrar: Mr. og Mrs. Stígur Antonius, Baldur, Man. William Christie Meredith, sonur Mr. og Mrs. Meredith, Glenboro. Móðir hans, Thora, er dóttir Stefáns heitins Christie landnámsmanns í Argyle. Bachelor of Commerce (Honors Course) Kenneth Thor Clark. Hlaut heiðurspening háskólans úr gulli fyrir framúrskarandi námshæfileika. Islenzkur í móðurætt; foreldrar: Mr. og Mrs. Harry Clark, 816 Spruce Str., Winnipeg. Dóttursonur Sigurðar heitins Thorðarson- ar, Gimli. Kenneth Thor Clark Commerce Honors University Gold Medal Bachelor of Arts (General Cource) Wallace Martin Bergman. Foreldrar: Mr. og Mrs. Gunnl. Fred. Bergman, 1253 Strath- cona Str., Winnipeg. Lilia Marie Eylands. For- eldrar: Dr. og Mrs. Valdimar J. Eylands. Alvin Kristján Sigurdson. Foreldrar: Mr. og Mrs. Krist- ján B. Sigurdson, 527 Agnes Str., Winnipeg. Jón Frederick Page Sigurd- son. Foreldrar: Dr. og Mrs. Lárus A. Sigurdson. Sveinn Albert Thorvaldson. Foreldrar: Mr. og Mrs. T. R. Thorvaldson, Boyd Ave., Win- nipeg. Marion Eileen Martin. Bachelor of Science in Pharmacy Allan August Beck. For- eldrar: Mr. og Mrs. J. T. Beck, 975 Ingersoll Str., Winnipeg. John David Thompson; lauk prófi við Manitobaháskóla fyrir 2 árum og B.Sc. in Pharmacy við háskólann í Saskatchewan í ár. Foreldrar: Dr. og Mrs. S. Thompson, Riverton. Bachelor of Science Árni Thordur Laxdal. For- eldrar: Mr. og Mrs. Thordur Laxdal, Arcola, Sask. Leonard Guðni Sigurdson. Foreldrar: Mr. og Mrs. Guðni H. Sigurdson, 767 Jubilee Ave., Winnipeg. Robert Kenneth Thompson. Foreldrar: Dr. og Mrs. S. Thompson, Riverton, Man. Bachelor of Science in Engineering Richard David Vopni. (Civil Eng.). Foreldrar: Mr. og Mrs. Edward Vopni, 125 Chataway, sonarsonur Jóns J. Vopni. Irvin Hjálmar Ólafsson (Mech. Eng.). Bachelor of Science in Home Economics Dorothy Joan Johnson. For- eldrar: Mr. og Mrs. S. E. Sig- urdson, 568 Maryland St., Winnipeg. Bacheior of Social Work Joyce Ásta Johnson, B.A. Foreldrar: Mr. og Mrs. Jón G. Johnson, Regina, Sask. Diploma in Agriculíure Jóhann Sigurjón Johnson. Diploma in Dairying Sigurdur Vidal. Law. Third Year Pétur Thor Guttormsson. John Calvin Bjornson. Þetta er ófullkomin skrá vegna þess að ekki er ávalt hægt að merkja af nöfnun- um, sem birt eru í dagblöð- unum, hvort nemandinn er af íslenzkum ættum, einkanlega, ef hann er af íslenzkum stofni í móðurætt. Vel væri það þegið af blaðinu að fá nöfn þeirra nemenda, er hér kunna að hafa fallið úr, ásamt for- eldranöfnum og heimilisfangi. Skaðsemdarmaður strýkur úr gæzlu Á fimtudaginn í vikunni, sem leið, strauk úr geðveikra- hælinu í Selkirk, máður að nafni Alexander Zakopiac, er sakaður hafði verið um margs konar glæpi, þar á meðal um morðtilraun; en er til yfir- heyrslu kom og geðveikra- læknar yfirveguðu sálar- ástand hans, töldu þeir hann óhæfan til réttarhalds og var honum þá komið fyrir á áminstri stofnun í Selkirk. Vegna þess hve maður þessi var alment skoðaður hættu- legur, sló óhug miklum á al- menning er það vitnaðist, að hann léki lausum hala; ná- lega fimm hundruð manna lögregla leitaði vitfirringsins, en á laugardaginn náði Ungur Winnipeglögreglumaður hon- um á vald sitt við Redwood- brúna hér í borginni; forráða- menn Selkirkhælisins vilja ekkert hafa framar með Zakopiac að gera, og það vill Stony Mountain í rauninni ekki heldur þó víst sé, að ein- hversstaðar verði vondur að vera. Hann (gramur): — Ekki veit ég hvers vegna guð hefir skapað ykkur fallegar og heimskar. Hún (blíð): — Jú, það skal ég segja þér. Hann gerði okk- ur fallegar svo að ykkur karl- mönnunum skyldi lítast á okkur og heimskar til að við tækjum ykkur. ☆ Þjóðnýiing Meðan verkamannastjórnin var við völd í Bretlandi, voru ýmis konar fyrirtæki þjóð- nýtt, en þá kom upp úr kaf- inu að þau gátu ekki borið sig. Blaðið „Daily Express“ stakk þá upp á því að allir glæpir skyldi þjóðnýttir, svo að almenningur gæti séð að þeir borga sig ekki.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.