Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.05.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1955 7 Athuguli búðarþjónninn Framhald af bls. 2 venju stuttir og sterklegir af konu að vera; hún bar ekki giftingarhring, neglurnar voru hirðuleysislega lakkaðar og saumspretta var á vísifingri hægri hanzkans). Ég opnaði pakkann og sá, að í honum var ódýr, óekta brjóstnál. Hún sagði. — Getið þér gert við þessa nál fyrir mig? Nælan er biluð. Ég sagði: — Því miður tök- um við ekki að okkur við- gerðir. (Það gerum við ekki heldur, ekki á svona drasli). Hún hikaði eitt andartak, eins og hún vissi ekki, hvað hún ætti nú að gera. Síðan yppti hún bara öxlum og sagði: — Þökk. Og síðan — hún gerði það með einstakri handlagni — rak hún óvart, að því er virtist, töskuna í silki- pappírinn, svo að hann datt á gólfið mín megin við borðið. Rétt í því, að ég beygði mig niður, til að taka hann upp, kom yfir mig það, sem ekki er hægt að kalla öðru nafni en opinberun. Mér varð allt í einu allt ljóst, eins og heil hrúga af niðurklipptri mynd hefði allt í einu raðað sér sam- an og leyst þrautina fyrir mig. Ég sagði, að mér hefði virzt allt liggja ljóst fyrir, en var það þá rétt? Að minnsta kosti lá það sannarlega ekki ljóst fyrir mér, hvernig ég ætti að snúa mér í málinu. Ég vissi, að Regnier vildi umfram allt forðast rifrildi í búðinni, hvað sem það kostaði. Hjartað sat bókstaflega fast í kverkum mér, er ég reis hægt upp innan við borðið, og það hefir áreiðanlega sézt á mér. Ég vafði brjóstnálinni innan í silkipappírinn og fékk stúlkunni hana. Stúlkan stakk henni niður í töskuna, en þegar hún sneri til dyranna, sagði ég: — Bíðið þér augnablik! En hún lét sem hún heyrði það ekki. Þá bætti ég við í skynd- ingu, en auðvitað kurteislega: — Fyrirgefið þér, en ef þér nemið ekki staðar, neyðist ég til að þrýsta á hnapp hérna, og þá læsist hurðin sjálfkrafa. Ég var svo óstyrkur, að ég neyddist til að kingja í miðri setningu. Þá nam hún staðar, en hún sneri sér ekki við. Ungfrú Susskind stóð fyrir innan hitt borðið eins og kona Lots með. gleraugu. Ég gekk til stúlkunnar og sagði: — Við viljum sjálfsagt hvorugt, að til átaka komi. Þess vegna munum við ekki hreyfa þessu máli frekar, ef þér aðeins fáið mér hringinn, sem þér eruð með í vinstri kápuvasa yðar. Ef þér gerið það ekki, þrýstir ungfrú Suss- kind á þjófabjölluna. Ungfrú Susskind kinkaði kolli, er ég sagði þetta. Ég sá, að hana iangaði mest til að þrýsta á hana strax, hvernig sem málið færi. Stúlkan var orðin náföl. Þá í svipinn kenndi ég nærri því í brjósti um hana, en mér var ljóst, að ég varð að vera á- kveðinn. Hún leit skelkuð á mig, en síðan fékk hún mér hringinn og hljóp út úr búð- inni. Rétt í því kom Regnier aftur út úr skrifstofunni með Ameríkananum, sem nú var alklæddur. Viðskiptamaðurinn var ekk- ert nema brosið, eins og allur þessi málarekstur væri hon- um að meira eða minna leyti til gamans. En hann var sann- arlega ekki til gamans fyrir Regnier. Hann var allur ein afsökunarbeiðni, en ekki bros. Þá rétti ég fram höndina og sýndi hringinn, og þið hefðuð átt að sjá Regnier, þegar hann í fyrsta lagi sá aftur hringinn sinn og í öðru lagi sá Amerík- anann hverfa út úr búðinni, eins og honum hefði verið ‘ skotið úr- valslöngu. Já, Regnier langaði auðvit- að til að vita, hvernig í ósköp- unum ég hefði farið að þessu, og ég útskýrði það fyrir honum. I fyrsta lagi koma sjaldan til okkar menn af slíku tagi og þessi Ameríkani. Smekkur hans hefði átt að hneygjast að skrautlegri og nýtízkulegri vörum en skartgripunum okk- ar. Hann vantaði allan smekk, og eins hafði hann ekki hug- mynd um, hvað hann í raun og veru vildi — enda fer það tvennt oft saman. Flestir koma til okkar vegna þess, að þeir vita, að hjá Regnier er hægt að ná í ýmislegt, sem ekki er alls staðar á boðstólum. Fyrsta spurningin, sem vaknaði hjá mér, var því (þótt ég hefði þá ekki verið farinn að gruna hann um neitt), hvers vegna í ósköpunum hann hefði komið til okkar. I öðru lagi var það stúlkan. Hvað gat komið nokkurri manneskju til að skoða í sýn- ingarglugga hjá líkkistusmið? (Þegar þar var komið sögu, hafði ég þó auðvitað alls ekki sett stúlkuna í samband við ameríska viðskiptamanninn). Annað hvort þarf maður að tala við líkkistusmið eða mað- ur þarf þess ekki. Það er ekk- ert vandamál, sem komið geti venjulegri manneskju til að vera á báðum áttum. Hvað var því stúlkan að gera, sem var að slóra fyrir utan gluggann hjá líkkistu- smiðnum? Svarið lá í augum uppi: Hún var að eyða tíman- um. En hvers vegna? Ef hún var að hugsa um að líta inn til okkar, hvers vegna beið hún þá fyrir utan gluggann hjá líkkistusmiðnum? Og þar við bættist ódýri hluturinn, sem hún vildi fá gert við. Það leit út fyrir, að hún þekkti til verðlags á ýms- um hlutum, og hún var eflaust af hinu fínna tagi kvenna. Hún hlaut að hafa vitað, að verzlunin okkar var ekki af slíku tagi, sem taka að sér ómerkilegar viðgerðir. Allt þetta þaut í gegnum huga minn, er ég sá brjóstnálina hennar. Þriðja atriðið var þetta: Hún var alls ekki örvhent', ég hafði veitt því athygli. Samt hafði hún dregið af sér vinstri hanzkann, er hún kom inn, enda þótt hún tæki pakkann með hægri hendinni. Þetta gerðist við litla afgreiðslu- borðið, og það borð er ekki stærra en það, að ekki er hægt að afgreiða meira en einn mann við það í einu. Það síðasta, sem ég mundi eftir, þegar ég laut niður, til þess að taka upp silkipappír- inn, var það, að ég sá stúlk- una halda hendinni á hér um bil sama stað og Ameríkaninn hafði haldið sinni hendi — hann var auðvitað örvhentur í raun og veru — þegar ég hafði tekið spjaldið út úr ■ skápnum. Og svo var að lokum eitt, sem mér hafði festst í minni, og það beið lengst inni í með- vitund minni, þangað til loka- stundin rann upp. Þegar við vorum öll að leita á fjórum fótum á gólfteppinu, og þegar Ameríkaninn leit svo reiðilega á ungfrú Susskind, minntist ég þess, að ég hafði tekið eftir því, að hann var hættur að jórtra tyggigúmmí- ið. En tyggigúmmíi hrækir maður ekki á gólfteppið, jafn- vel ekki menn af hans tagi. Og hann hafði ekki fært sig eitt einasta skref frá staðnum, sem hann hafði staðið á. Þar af leiðandi hlaut hann að hafa komið tyggigúmmíinu ein- hvers staðar fyrir, þar sem hann náði til þaðan, því að þar var engin pappírskarfa og enginn staður, þar sem hann gat hafa komið því af sér, án þess að eitthvert okkar hefði orðið þess vart — nema undir brúninni á afgreiðsluborðinu. Og þar var það, sem ég þreifaði eftir tyggigúmmíi, og þar fann ég það, rétt í því að stúlkan var að fara út úr búð- inni. Og á því sást merki, greinilega, eins og eftir stimpil, þar sem hringnum hafði verið þrýst í það. Það er skrítið, hvað ýmis- legt hefir mismunandi áhrif á fólk. Regnier var í svo miklu uppnámi og svo reiður, þótt hann væri mér þakklátur — ég varð í raun og veru mjög hrærður af því — að hann gat varla komið upp nokkru orði, er ég var að segja honum frá, hvernig þetta hefði atvikazt. Ungfrú Susskind segir al- drei margt, nema þá helzt að skella í góm, og það gerði hún að minnsta kosti hundrað sinnum á dag. Og það var ein- mitt það, sem hún gerði nú. Ég ætti auðvitað að skamm- ast mín fyrir að viðurkenna það, maður á mínum aldri, en þegar ég hafði sagt Regnier alla málavöxtu, var ég ekki aðeins rennvotur um hend- Bindindisfræðsla á 19. öld Prentað eftir spurninga- kveri heilbrigðinnar, sem rit- að er í fyrstu á þýzku af doctor B. C. Faust, síðan snúið á dönsku af doctor J. Cl. Tode, en á íslenzku af Sveini Páls- syni fjórðungslækni og prent- að í Kaupmannahöfn 1803 að tilhlutun Stefáns amtm. Þór- arinssonar. Bls. 42, 195. grein. Er brennivín hollur drykkur? Nei, brennivín er vondur drykkur. Fyrir nokkrum hundruð árum þekktum vér ei brennivín. Forfeður vorir drukku forðum ekkert brenni- vín, þó voru þeir fremri oss í mörgu, miklu heilsubetri og sterkari voru þeir. Brennivín, hvort það er drukkið ein- samalt eður með mat, verður aldrei að blóði né merg, því enginn kraftur né hollusta er í því, ekki heldur styrkir það matarins meltingu. Það gjörir mann heilsu- veilann, fávísann, dofinn og dáðlausan. Reynslan sýnir, að jafnvel beztu menn ginnast auðveldlega á að drekka held- ur meira en minna, þegar þeir eru komnir upp á það, því er urnar, heldur skalf ég og nötr- aði allur frá hvirfli til ilja góða stund á eftir. Og hvers vegna? —HEIMILISBLAÐIÐ bezt að smakka það aldrei. Brennivín rænir þann, sem í það er orðinn sólginn, skyn- semi, heilsu, dyggð og guðs- ótta; það sviptir mann öllu; drepur konu og börn. Hvar cfdrykkja drottnar, þar drottnar líka eymd og eyði- legging um tíma og eilífð! 196. Mega þá börnin ekkf venja sig á brennivíns- drykkju? Nei, þau mega ekki smakka einn dropa þar af; það sviptir þau heilsu og viti, allri til- hneiging og kröptum til góðs. Þar fyrir börnin góð! Þegar foreldrar ykkar eða aðrir, sem ekki vita eður trúa, að brennivín skemmir líf og sál barnanna, bjóða yður brenni- vín (áfenga drykki), þá munið mig um, smakkið það ekki. 197. Hvernig fer fyrir þeim börnum, sem drekka brennivín? Þau missa heilsuna, dragast upp, verða heimsk, löt og lastafull, og versna bæði á sál og líkama. 199. Hvernig á að venja sig frá brennivíni eða öðrum áfengum drykkjum? Ekki má gjöra það allt í einu, heldur svo, að hvert sinn sé drukkið nokkru minna en næst áður. (Norðanfari 10 ár. 46—47. tbl.). (Stafsetning Norðanfara) BALBRIGGAN LÉTTU NÆRFÖT Halda yður þægilega köld- um með verndar-hlífum fyrir handarkrika og læri. Penmans léttu bómullar- nærföt, eyða svitanum — fara vel, engin bönd þörf, auðveld í þvotti. í hvaða sniði sem er fyrir menn og drengi. FRÆG SÍÐAN 1868 B-FO-5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.