Lögberg - 16.06.1955, Síða 1

Lögberg - 16.06.1955, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit- - Sargent Silverline Taxi S Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1955 NÚMER 24 ( ( Paul Harold Westdal Heads A.I.C. Paul Harold Wesidal Mr. Paul Harold Westdal, entomologist with the Federal Department of Agriculture, Brandon, Man., was elected president of the Western Manitoba branch of the Agri- cultural Institute of Canada for 1955-56. Mr. W e s t d a 1 graduated ffom the University of Mani- f°ba in 1947 with a Bachelor °f Science degree. In 1948 he ceturned to the University of Manitoba where he took post graduate studies in entomolo- Sy and graduated with the ‘iegree of master of Science in 1950. In addition to the member- ship in the Agricultural In- sfitute of Canada, Mr. Westdal ls a member and former exe- cutive officer of the Ento- niological Society of Mani- f°ba; member of the Ento- mological Society of Canada; Manitoba Institute of Agrolo- gists; and the Professional fnstitute of the Public Service °f Canada. Mr. Westdal has been em- Ployed by the Canada Depart- ment of Agriculture since 1946. His parents Mr. and Mrs. paul J. Westdal, reside at 652 Home Street, Winnipeg. Fróbaer námsmaður Herra Björn Sigurbjörnsson rá Reykjavík, sem stundað efir undanfarin fjögur ár nám við landbúnaðardeild Manitobaháskólans, varð við uýlega afstaðin vorpróf efstur 1 sínum bekk, og honum féll nUðstæð sæmd í skaut við vorprófin í fyrra; næsta vor y Ur hann fullnaðarprófi og mun þá ejgj þurfa ag efasf Um úrslitin heldur. Björn er skarpgáfaður maður og ustundunarsamur að sama skapi. Gestir frá fslandi Hingað til borgar komu árla síðastliðins þriðjudags- morguns eftirgreindir gestir frá Islandi 'til mismunandi langrar dvalar: Frú Margrét Karlsdóttir frá Bjargi í Miðfirði. Hjörtur Kristjánsson og frú hans Ingigerður Sigurðardóttir, Reykjavík. Eva ólafsdóttir, Reykjalundi, 1 grend við Reykjavík. Soffía Finnboga- dóttir, Sólvöllum í Mosfells- sveit, hálfsystir séra Braga Friðrikssonar á Lundar. Guð- mundur Axelsson, Reykjavík. Guðmundur Rósmundsson frá Urriðaá í Miðfirði, búsettur í Reykjavík; ungfrú Bryndís Schram, Ruth Árnadóttir og Brynjólfur Jónsson, öll frá Reykjavík. ! íhaldsmenn vinna mikinn sigur Hinn 9. þ. m., fóru fram kosningar til fylkisþingsins í Ontario, og lauk þeim með miklum sigri fyrir Frost- stjórnina og íhaldsflokkinn, er hlaut 83 þingsæti af 98. Liberalar unnu 11 sæti og C.C.F.-sinnar 3 og einn utan- flokka frambjóðandi náði kosningu; eini kommúnistinn, er átti sæti á síðasta þingi, féll í valinn. Verkfolli lokið Eftir seytján daga er nú járnbrautarverkfallinu á Eng- landi lokið; verkfallsmenn fengu nokkurar kjarabætur, þótt þær væri drjúgum minni en í fyrstu var farið fram á. Verkfallið olli þjóðinni geisi- tjóni. Sækir fund í Aþenuborg Hon J. T. Thorson Fyrir þremur árum sótti Hon. J. T. Thorson President of the Exchequer Court of Canada alþjóðafund lögfræð- inga, sem haldinn var í West Berlin; erindrekar frá 43 þjóð- um sátu fundinn og var þar samþykkt að stofna varanleg- an félagsskap, er nefnast skyldi International Congress of Jurists og var þá Mr. Thorson kjörinn til forseta; nú er hann kominn til Aþenu- borgar til að stýra ársfundi þessara alþjóðasamtaka og hefir verið beðinn að taka að sér forsetaembætti á ný. Mr. Thorson siglir frá Naples hinn 28. þ. m., og kemur til New York 7. júlí. Vorvísa Glaða sólar geislabál glæðir foldar iðju. Litkast hólar, lengist nál, lífs í moldar smiðju. Lárus B. Nordal Lætur af forustu í haust Samkvæmt nýjustu fregn- um frá London, er staðhæft að Clement Attlee, fyrrum forsætisráðherra Breta, láti af forustu hins óháða verka- mannaflokks í októbermánuði næstkomandi, en hann hefir verið formaður hans um tutt- ugu ára skeið; meðlimatala flokksins nemur röskum sex miljónum; gera má ráð fyrir hörðum átökum um foringja- stöðuna, er á flokksþingið kemur því það er síður en svo að flokkurinn gangi heill til skógar frá pólitísku sjón- armiði séð, því í rauninni er þar hvor hendin uppi á móti annari eins og nú hagar til. Hægri menn flokksins munu beita sér fyrir um það, að Herbert Morrison taki við af Attlee, en þeir róttækari fylkja sér alveg vafalaust um Aneurin Bavan. Mr. Attlee hefir lifað lífi hinna kyrlátu í landinu, og þótt hann hafi aldrei verið neinn sérstakur áhlaupamað- ur, hefir honum með hægð- inni jafnan unnist allvel á. Mr. Attlee er 72 ára að aldri en Mr. Bevan 57. Nýjar fréttir herma. að samkvæmt einróma áskorun þingflokksins, muni Mr. Attlee hafa framvegis forustu flokksins á hendi. Haglaust með öllu í Borgarfirði Borgarnesi, 14. maí. í yfirstandandi vorhreti, er nú herjar landið, hefur algjör- lega tekið fyrir gróður á tún- um og úthögum hér í Borgar- firði og er haglaust með öllu. Hafa bændur gripið til þess ráðs, að slá upp útijötum fyrir sauðfé, undir bæði fóðurbætir og hey. Er svo að segja allt fé í húsi, en þar sem lambær verða að ganga fyrir rúmi í peningshúsum, verður að hafa þessa aðferð við geldféð til þess að halda í því lífinu. Ærnar í Heyhlöðum Til mikilla vandræða horfir með sauðburðinn, vegna rúm- leysis í húsum. Allar hlöður hafa verið teknar fyrir lamb- ær, eftir því sem rúm hefur verið til, og er víða mjög þröngt um féð. Hér í Borgar- firði gerði ámóta vorhret 1949 og var fé það vor á gjöf þar til 10. júní. Var ástandið mjög svipað því, sem það er nú. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur sauðburðurinn gengið vel, miðað við allar aðstæður, og lambadauði sáralítill. —Mbl.. 15. maí Mr. og Mrs. Jónas Sigurgeirsson, er gefin voru saman í hjónaband í lútersku kirkjunni á Gimli hinn 5. þ. m. Á myndinni er einnig séra Skúli Sigurgeirsson faðir brúðgumans, sem framkvæmdi hjónavígsluna. Kosinn í skólaráð Mr. Paul Thorkelsson Við aukakosningu, sem fram fór hinn 8. þ.m. í 2. kjör- deild til skólaráðsins í Win- nipeg, gekk Mr. Paul Thor- kelsson sigrandi af hólmi með allmiklu afli atkvæða um- fram keppinauta sína þrjá; hlaut hann 2,982 atkvæði; hann bauð sig fram undir merkjum hinnar svokölluðu borgaralegu kosninganefndar; næstur honum að atkvæða- magni varð fyrrum skólaráðs- maður, Mr. Andy Robertson, C. C. F., er fékk 2,139 atkvæði. Mr. Stephen Sweeney, untan- flokka, hlaut 644 atkvæði, en Mr. Roland Penner, kommún- isti, rak lestina með 340 at- kvæðum. Svo sem áður hefir verið skýrt frá, er Mr. Thorkelsson alment talinn hagsýnn at- hafnamaður, en einmitt slíkra manna er brýn þörf í skóla- ráð. Séra K. K. Ólafsson Beloit, Wisc. verður staddur á kirkjuþing- inu að Gimli, 25.—30. júní; flytur hann eina aðalræðuna á þingi; nefnir hann erindi sitt „Litið um öxl“.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.