Lögberg - 15.09.1955, Side 4

Lögberg - 15.09.1955, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1955 Lögberg GeflS út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Utanríkisráðherra heimsækir Moskvu Svo hefir skipast til, að utanríkisráðherra sambands- stjórnar, Lester B. Pearson, heimsæki Moskvu í lok þessa mánaðar; fer hann þangað í boði rússneskra stjórnarvalda og verður hinn fyrsti utanríkisráðherra vestrænna þjóða, er þangað kemur eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Mr. Pearson leggur upp í þenna leiðangur með nálega óskipta góðvild canadisku þjóðarinnar að baki; og víst er um það, að þingið, án hliðsjónar af flokkaskiptingu, árnaði Mr. Pear- son fararheilla, er hann kunngerði að för sín væri ráðin, og voru þar„í fremstu röð foringjar stjórnar^ndstöðunnar, Mr. Drew, Mr. Coldwell og Mr. Low. Mr. Pearson er annað og meira en aígengur utanríkis- ráðherra; hann er djúpskygn hugsjónamaður og kunnur um allan hinn siðmannaða heim sakir starfa sinna og marg- háttaðrar forustu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Blaðið Star Weekly lét nýverið þannig ummælt um Mr. Pearson: „Hinn canadiski utanríkisráðherra er að því leyti frá- brugðinn vestrænum stéttarbræðrum sínum, að hann hefir manna bezt tök á því að aðskilja kjarnann frá hýðinu; og þó hann berjist karlmannlega með oddi og egg fyrir þeim verð- mætum, er canadiska þjóðin heitast ann, er hann við því búinn að leggja sannmat á sérhverjar þær samstarfsleiðir, sem kunna að opnast og líklegar mega teljast til viðeigandi lausnar. Mr. Pearson grandskoðar öll viðfangsefni sín hleypi- dómalaust og án ótta við strauma og stefnur stjórnmálanna heima fyrir. Þó Mr. Pearson hafi af heilum huga veitt Bandaríkjun- um að málum, er til þess kom að stemma stigu fyrir áróðri og útþenslu kommúnismans, hefir hann þó hiklaust tekið af skarið, er honum þótti afstaða hinnar voldugu nágranna- þjóðar að einhverju leyti varhugaverð; hann hefir jafnan talið endurvopnun Vestur-Þýzkalands óumflýjanlega nauð- syn, ef trygt ætti að verða um Norðurálfufrið í framtíðinni; hann hefir heldur ekki séð auga til auga við amerísk stjórnar- völd; hann hefir krafist þess, að hlutleysi Formósu yrði lýst yfir og eynni skipað undir alþjóðaeftirlit. Mr. Pearson fer ekki í neinar grafgötur um, að Canada beri að leggja fram alla sína krafta mannfrelsi Norðurálfu- þjóða til öryggis, en hann telur það hina mestu fjarstæðu, að Canada blandi sér á einn eða annan hátt inn í deilurnar um eylendurnar undan ströndum Kína, hvort sem Ameríku- mönnum falli það betur eða ver. Mr. Pearson er af fylztu alvöru sterktrúaður á alþjóða frið og þeirri hugsjón hefir hann helgað starfskrafta sína í mörg undanfarin ár; en hann er engu að síður raunsæis- maður, sem hikar ekki við að horfast í augu við staðreyndir hvers eðlis, sem þær kunna að vera; hann hefir hvað ofan í annað lýst afdráttarlaust yfir því, að ef til þess kæmi, að Bandaríkin lentu í stríði við kommúnista, kæmi Canada þegar í stað til liðs við þau; í fljótu bragði mætti vel ætla, að hér væri um alvarlega mótsögn að ræða, vegna þess að sami maðurinn gæti naumast í sömu andránni verið með stríði og á móti því; þó verður þetta engan veginn torskilið, því þó Mr. Pearson hatist við stríð og sé í látlausri leit að friði, kýs hann ekki annan frið en þann, er samboðinn sé virðulegri mannhelgi eða meðfæddri réttlætiskröfu hins frjálsborna manns. Mr. Pearson hefir ekki verið myrkur í máli varðandi starfsaðferðir Rússa og fyrir það hefir hann hlotið óskipta virðingu margra forustumanna þeirra, þó sumum þætti hann taka óþarflega djúpt í árinni.“ í júnímánuði síðastliðnum, svo að segja í sömu andránni og Mr. Pearson barst í hendur tilboðið um að heimsækja Moskvu, ásakaði hann Rússa þunglega um tvöfeldni í alþjóða samskiptum og þar af leiðandi væri það ekkert barnaglingur að ganga til samningsborðs við þá; á hinn bóginn væri ekki um aðrar leiðir að ræða en leita viðræðna um helztu aðkall- andi vandamál, því venjulega ynnist þá eitthvað það á, er með tíð og tíma leiddi til lausnar; um sömu mundir lagði hann sérstaka áherzlu á það, að ef ógnir atómhernaðar ætti að verða útilokaðar, yrði öll stríð í sjálfu sér að verða útilokuð, enda væri engin heil brú í þeirri heimspeki, að traustum og Ingyar Goodman Fæddur 29. apríl 1867 — Dáinn 28. apríl 1954 Á árunum 1930—1938 þjón- aði ég söfnuðinum á Point Roberts, Wash., ásamt söfn- uðum í Blaine og Bellingham. Fór ég þá einu sinni í mánuði út á „tanga,“ eins og þessi sveit var nefnd í daglegu tali, og flutti þar guðsþjónustur. Ýmsir safnaðarmanna, sem þá voru þar, eru mér harla minnisstæðir, og minning þeirra er mér kær. Yfirleitt voru þeir sem fyrir málum stóðu þá meðlimir eldri kyn- slóðarinnar, sem flutzt höfðu vestur um og eftir aldamótin. Sumir þeirra höfðu dvalizt í austlægari byggðum í nokkur ár, eftir að þeir komu frá Is- landi, en aðrir höfðu farið beina leið þangað, sem landið var líkast íslandi, fjöllin í baksýn og fjaran fyrir fótum. Þar var þá víða risavaxinn skógur, en frjómold góð og ótæmandi auðlyndir hafsins annars vegar. Frumherjarnir ruddu skóginn, ræstu landið, reistu sér myndarleg hús, og stofnuðu blómleg bú. Enn er þessi sveit afskekkt vegna legu sinnar, en mjög er hún fögur frá hendi náttúrunnar, og vel hefir hún farið með börnin sín frá fyrstu tíð, frumherjana, sem höfðu þrek og þor til að leysa frjómagn hennar úr læðingi, og þá niðja þeirra, sem enn dveljast á þessum slóðum. Á meðal þeirra manna, sem mér eru minnisstæðir frá þessum árum, er Ingvar Goodman. Hann var ekki hár vexti, en augsýnilega afl- rammur. Hann var ávalt glað- legur í viðmóti; fjörugur var hann og fyndinn í samræðum og í augum hans, sem voru stór og skarpleg, var oft ein- kennilegur glettnisglampi. — Ekki var það vandfundið, að hann var víða heima í bókleg- um fræðum, og að hann fór sínar eigin leiðir í skoðunum um almenn dægurmál. Hann var vel greindur maður, enda kominn af gáfumönnum í báðar ættir. Faðir hans var sonur Vigfúsar bónda í Selja- tungu í Árnessýslu, fyrir- myndarbónda og athafna- manns þar í sveit á sinni tíð, og konu hans, Elísabetar Jóns- dóttur frá Minna-Núpi, systur Brynjólfs fræðimanns og skálds, sem jafnan er kenndur við þann bæ. Invar var giftur Önnu Sveinsdóttur, Sigvalda- sonar frá Stóradal í Húna- þingi,. myndarkonu af góðum ættum. Þau fluttust til Amer- íku árið 1899 og dvöldu fyrstu sjö árin í Manitoba, en þaðan fóru þau til Point Roberts, árið 1907. Leið ekki á löngu þar til Ingvar komst yfir 112 Ingvar Goodman ekrur af landi, og byggði þar vandað tvílyft timburhús. Þar bjuggu þau allan sinn búskap, unz þau fluttust að Stafholti, hinu ágæta og fagra elli- heimili í Blaine. Við helgar tíðir, sem þaú hjónin sóttu ævinlega, sat Ingvar alltaf í sama sætinu í litlu kirkjunni í skógarrjóðr- inu, og söng kröftuglega, enda var hann gæddur mikilli og fagujrri söngrödd eins og fleiri samtíðarmanna hans þar á staðnum. Heimili þeirra stóð hátt og var þaðan víðsýni mikið og fagurt. Heimilis- bragurinn var frjálslegur og glaðvær, og þau hjón bæði einkar vingjarnleg og gest- risin. Ingvar naut lengst af góðrar heilsu, en fluttist á elliheimilið eftir vel unnið dagsverk, þreyttur og slitinn að kröftum. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Bellingham 28. apríl 1954, og skorti þannig aðeins einn dag á 87 ár er hann lézt. Auk ekkjunnar Önnu, sem enn er á lífi, og á heima að Stafholti, lætur hann eftir sig tvo efnilega sonu, Thor í Seattle, og Kjartan í Long Horn, Wash. Tvo sonu höfðu þau misst, annan þeirra fullorðinn efnis- mann. Barnabörnin eru þrjú. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofunni í Blaine 31. * apríl, en jarðsetning á heima- landi Ingvars þar sem graf- reitur sveitarinnar er settur. Séra Haraldur Sigmar, D.D., flutti kveðjumál á báðum stöðum. Þar hvíla þeir nú hlið við hlíð, út við „yzta haf,“ ýmsir landnemanna íslenzku, sem ferðuðust yfir hálfan heim- inn til að leita gæfunnar og tryggja framtíð barna sinna. Yfirleitt voru þeir hraustir menn, eljusamir, drenglyndir og dáðríkir. Ingvar Goodman mun jafnan talinn framar- lega í hópi þeirra. V. J. E. varanlegum friði yrði komið á með gagnkvæmum hótunum um tortímingu í stríði. Ekki þarf að efa, að Mr. Pearson verði vel fagnað, er til Moskvu kemur, því hann er manna kunnastur rússneskum valdamönnum, svo sem Molotov utanríkisráðherra, og áhrifa- meiri fulltrúa gat canadiska þjóðin ekki undir neinum kring- umstæðum þangað sent en einmitt hann. Dánarfregnir í Mountainbyggðum eru nýlega látnir tveir góðir og garnlir íslendingar. Eru þa^ þeir Sören T. Hjaltalín og Ólafur Einarsson. Sören Hjaltalín var fæddur 21. maí árið 1880 í Nýja' íslandi, Manitoba Canada, og var því rétt liðlega 75 ára gamall, er hann lézt 20. ágúst s.l. Sama árið og hann fæddist, fluttust foreldrar hans hann suður til Norður-Dakota, en þeir voru Tryggvi Hjalta- lín og Kristín Jónatansdóttir, afkomandi séra Jóns Þorláks- sonar á Bægisá. Bæði voru þau ættuð úr Eyjafirði. Þau reistu bú tvær mílur fyrir vestan Mountain og við þvl búi tók svo Sören sonur þeirra, er þau brugðu búskap- Bjó hann þar svo alla ævi með systur sinni, Nönnu Marin. Síðustu 4 ár ævi sinn- ar var Sören veikur, en 1953 var hann fluttur á Elliheim- ilið Borg, þar sem hann naut fádæma góðrar aðhlynningar, og þar lézt hann. Sören var afburða laghent- ur maður og þótti ætíð gott til hans að leita, er eitthvað bilaði eða smíða þurfti nýtt. Og aldrei lét hann neinn bón- leiðan frá sér fara, heldur reyndi að bæta allra böl. Sören var ímynd hins forna orðtækis: „að vera drengur góður.“ Séra Ólafur Skúlason, Mountain, jarðsöng hann frá Mountain-kirkju 23. ágúst, en þar hafði Sören verið fermdur. ---0---- Ólafur Einarsson var fædd- ur 18. desember 1893 í Fjalla- byggðum, þar sem hann síðan bjó allan sinn aldur. Faðir hans, sem einnig hét Ólafur Einarsson, var fæddur 1 Norður-Múlasýslu, en móðir hans, Guðrún Einarsdóttir, var fædd í Eyjafjarðarsýslu. Þau komu til Nýja-íslands árið 1876 í þeim stóra hópi- En þremur árum síðar flutt- ust þau til Norður-Dakota, og reistu bú á hinum svonefndu Fjöllum. Voru þau á meðal hinna fyrstu, sem þar byggðu. Þau voru innilega trúhneigð bæði og unnu kristindómi heilum huga, enda gáfu þau land undir kirkju þá, sem enn stendur í Fjallabyggðum. — Ólafur sonur þeirra tók í arf ást foreldra sinna á kirkjunni, starfaði mikið fyrir hana og lét sig sjaldan vanta við guðs- þjónustur. Árið 1915 kvæntist Ólafur heitinn eftirlifandi konu sinni, Ethel Bjarnason, sem í 40 ára hjúskap stóð dyggilega við hlið manns síns og ól hon' um 12 börn, en af þeim eru 10 á lífi. Barnavinur var Ólafur mikill og hjálpsamur. Útför Ólafs Einarssonar var gerð frá Fjallakirkju 9. sept. að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Ólafur Skúlason jarð- söng.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.