Lögberg - 22.09.1955, Side 7

Lögberg - 22.09.1955, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1955 7 Frá Blaine, Washington Háttvirti hr. ritstj. Löghergs, P. Jónsson 30. ágúst 1955 Kæri vinur: — Það virðist mikið vel við- I eigandi ^ð óska þér og þinni , góðu frú lukku og blessunar flieð afmæli þitt, sem dr. Reck minntist svo fallega á í Lög- bergi. Vissulega varst þú kempulegur á hinni ágætu ftiynd. En nú kom áratalan í Ijós! Ég hélt, að ég hlyti að vera eldri en þú! Get varla skilið, hvernig ég réði við þig, þegar þú varst organisti hjá toér í Wynyard forðum, ef ég var yngri. Það mátti nú fyrr vera, að þessa einu viku, sem ég hafði frí á árinu, skyldi ég vera svo önnum kafinn, að ég gat ekki komið á skrifstofuna til að taka í hönd þína! Það frí byrjaði að loknu þriggja mán- aða tímabili, sem ég þjónaði fyrra prestakalli mínu að Mountain og Gardar og þar í grend með heimilisfang í , gamla prestshúsinu á Moun- fain, sem nú hefir verið end- Urnýjað. Það var altaf prýði- iegt heimili og nú er það »kastali‘k. Það kom sér vel að okkur bjónunum hafði aldrei verið innrætt hræðsla við „vofur“ eða þess háttar. Annars hefði kannske svo farið að þegar við »hringluðum“ í „kastalanum“, þá hefðum við orðið skelkuð. En við sluppum við það. Hins vegar má þess nú gjarnan geta, að við hringl- nðum ekki þar altaf innan Veggja. Það hefir víst aldrei verið megin einkenni þess Prestakalls að hafa ekkert að gjöra! Meðan við hjónin dvöldum þar syðra þrjá mánuði, í góð- fúsu leyfi safnaðar okkar í ^laine, þá flutti ég 37 guðs- þjónustur í hinum ýmsu kirkjum í prestakallinu, og ank þess nokkrar guðsþjón- ustustundir á rúmhelgum áögum í hinu vinsæla og vel- ^aetna elliheimili — Borg. Tuttugu börn skírði ég, og fermdi 25 ungmenni. Átti enn fremur nokkurn þátt í upp- Hæðslu þeirra, þó að áhuga- samar konur störfuðu mest að því, og með prýði. Starfaði ég einnig nokkrar vikur að upp- .Hæðslu 17 ungmenna, sem er ákvarðað að ferma síðar á þessu ári. Htfarir þriggja velmetinna kunningja frá fyrri árum, hafði ég með höndum: Guð- mundar Guðmundssonar frá Garðar, Jóns Johnsonar, er ^bngum bjó í grend við Akra, °g Ásgeirs Sturlaugssonar frá Svoldar-bygð. Tveir hinir Slðarnefndu voru teknir mikið ai® reskjast. Við útfarirnar, Sern haldnar voru í kirkjum, er þeir höfðu tilheyrt, var mikið fjölmenni. Þegar við vorum að hverfa aftur frá Mountain, andaðist einn af °kkar vildarvinum, Þorsteinn Híslason frá Morden, Man. Var ég beðinn að taka þátt í útför hans. En vegna lasleika, gat ég það ekki. Kveðjuskeyti auðnaðist mér að senda að út- förinni, með konu minni. Las séra Sigurður Ólafsson það fyrir mig, og er ég honum þakklátur. Aðeins eina hjónavígslu framkvæmdi ég, meðan við dvöldum þar syðra. Fór hún fram í Víkur-kirkju á Moun- tain, að viðstöddu miklu fjölmenni. Brúðhjónin voru, Lára dóttir Sigurbjörns og Kristbjargar Kristjánssonar á Mountain, og Bernard Stanton kennari við Ithaca háskólann i N. Y. Eru þetta mjög álitleg og myndarleg hjón. Bar brúð- kaupsdag þeirra upp á sama dag og brúðkaupsdagur okk- ar, endur fyrir löngu! Fulltrúar hinna ýmsu safn- aða þar syðra voru yfirleitt ungir menn, hafði ég á sín- um tíma fermt þá nærri alla. Hélt ég nokkra fundi með full- trúum og nefndum úr söfnuð- unum, sem höfðu einhver s’ér- stök mál með höndum. Tókum við hjónin þátt í æðimörgum skemtisamkom- um, sem allar voru fjöl^óttar og vandaðar. Má nefna þar samkomu á minningardaginn 30. maí, undir stjórn endur- kominna hermanna. Þar var og mikið fjölmenni. Vildi svo óheppilega til, að 'ræðumaður, aðkominn, sem hafði verið búizt við að kæmi, forfallað- ist. Og varð þá presturinn að fylla í skarðið. Önnur merkileg og vönduð samkoma, sem við tókum þátt í, en sem því miður, fyrir ó- hagstætt veður, var ekki nærri svo vel sótt, sem æski- legt mátti telja, var afmælis- hátíð hins íslenzka lýðveldis, sem haldin var eftir hádegi 17. júní. Var hún undirbúin af hr. G. J. Jónassyni forseta Þjóðræknisdeildarinnar Báru og samherjum hans. Bar Mr. Jónasson vitanlega að stýra þeirra samkomu,, en lét mér það eftir af velvildarhug. En með þeirri ráðstöfun féll mér það í hlut að „stjórna“ tveim- ur aðalræðumönnum, auk annars á skemtiskrá. Var það ekki vandalaust, þar sem aðal ræðumenn voru Dr. Richard Beck frá Grand Forks og Victor Sturlaugsson frá Lang- don, N.D., sem hvor um sig fluttu þessar þrumandi, ágætu ræður! ---0---- Vil ég nú þakka fyrir hönd okkar hjónanna mjög innilega öllum, sem auðsýndu okkur vinsemd og margvíslega og mikla hjálpsemi við starfið. Við þökkum þeim, sem lánuðu okkur húsmuni, gáfu okkur „í soðið“, óku okkur í allar áttir við starfið og tóku okkur heim á sín vingjarnlegu heimili, og fleira og fleira. Aðsókn við guðsþjónusturn- ar var með afbrigðum góð yfirleitt, einkum í sumum héruðum prestakallsins. Ekki var mér unt að gæta þess ná- kvæmlega hverjir voru við- staddir við hverja guðþjón- ustu í söfnuðum sínum. En vissulega sums staðar virtist mér þeir nokkuð margir. Þess varð ég t. d. var, að hr. Gamaliel Thorleifsson, sem nú er rúmlega níræður, náði því marki að vera viðstaddur all- ar sjö guðþjónusturnar, sem mér auðnaðist að hafa á Garðar! ----0---- Mikið ánægjuefni er það okkur hjónunum nú við þessi „vertíðarlok“, að prestakallið efndi til prestskosningar fljót- lega eftir að við hurfum það- an, og framvísaði svo einróma köllun til séra Ólafs Skúla- sonar og frúar hans, sem ný- lega höfðu hingað komið frá fslandi. Eru þau mjög mynd- arleg og álitleg hjón, og má mikils góðs af þeim vænta. Munu þau þegar tekin til starfs. Óskum við einlæglega bæði prestshjónunum og söfn- uðunum Drottins blessunar með þá ráðstöfun, og biðjum að starfið megi verða heillá- ríkt. Kæri Einar! Þetta átti ekki að verða svona afar-langur pistill! Aðallega hófst þetta með þeirri ákvörðun að óska ykkur hjónunum til lukku og blessunar. Og sennilega má það líka, án saka, bæta þar við blessunaróskum til Lögbergs og liðsins þar. Og fyrst svona er nú komið, væri ég því fylgjandi, ef það samrýmdist þínum vilja, að birta línurnar í Lögbergi. Með endurteknum óskum alls góðs, og ;með kærum kveðjum frá okkur hjónunum. Þinn einlægur, H. Sigmar Norrænt fræðasetur yið amerískan háskóla Við háskólann í Wiscftnsin, sem talinn er til helztu menntastofnanna Bandaríkj- anna, hefir myndazt deild í Norðurlandamálum, sem kalla má aðalsetur' þessara fræða í Mið-ríkjunum, en þar gætir áhrifa norrænna manna einna mest 1 Bandaríkjunum. Norrænu læra stúdentar hjá prófessor Einar Haugen, sem er forseti skandinavisku deildarinnar og meðal helztu fræðimanna í sinni grein þar vestrar. Hann kennir málið og lætur lesa íslendingasögur og Eddukvæði. , íslenzlcir stúdeniar við nám Byrjað var að kenna ís- lenzku árið 1941 við Wis- consin-skólanp og þá var til aðstoðar við kennsluna ís- lenzkur stúdent, sem var þar við nám. Síðan hafa alltaf verið þar einhverjir íslenzkir stúdentar við nám, allt upp í 6—8 í einu. Oftast eru þeir að lesa einhverjar hagnýtar vís- indagreinar. „Frá íslandi hafa komið til okkar margir ágætir stúdent- ar — og hið efnilegasta fólk“, segir Haugen. „Við vonumst til að njóta áfram þessara kynna, sem stúdentarnir færa okkur af landinu“. Prófessor Haugen hefir lagt nokkurn skerf til íslenzkra fræða með útgáfum sínum. 1941 gaf hann út bókina „Vín- landsferðirnar. Hin fyrsta ameríska saga“. Þetta var ný þýðing með skýringum á sög- um þeim, sem geta um Vín- landsfundinn. 1950 gaf hann út annað íslenzkt rit: „First Frammatic Treatise“. Það var fyrsta enska þýðingin á þessu verjpi og fylgdu fræðilegar skýringar. Tveir merkir hvaiamenn Kennsla í íslenzku og öðr- um norrænum fræðum á sér lengri forsögu í Wisconsin- skólanum heldur en við nokkrar aðrar menntastofn anir vestra, þar sem þessi fræði hafa verið kennd samfellu. Árið 1853, réttum fjórum árum eftir að skólinn var stofnaður, báru Norðurlanda búar í Wisconsin fram tillögu um, að stofnaður yrði kenn- arastóll í skandinaviskum fræðum, en ekki komst sú til- laga í framkvæmd fyrr en Rasmus B. Anderson, maður af norskum ættum, var skip- aður prófessor við skólann. Anderson lagði grundvöll inn að kennslu í Norðurlanda- málum við Wisconsinskólann, en eftirmaður hans Julius E. Olson prófessor, sem var ein hver vinsælasti maður í sögu þessa'skóla, hélt síðan í horf inu langan aldur. Báðir þessir menn eru nú komnir undir græna torfu, en í þeirra stað er búið að koma upp Norðurlandadeild, fá- mennri að vísu, en vef skipu lagðri. Er Einar Haugen for- seti hennar, en þar halda fyrirlestra, auk hinna föstu kennara, prófessorar úr ýms- um öðrum deildum, svo sem hagfræði, sögu, stjórnvísind- um og félagsfræði. Hverskonar fræðla um Norðurlöndin Mikill styrkur var það deildinni, þegar háskólinn tók upp samstarf við Minnesota- skólann um aukna og víðtæk- ari kennslu í skandinaviskum efnum. Nutu skólarnir til þess nokkurs styrks frá Carnegiestofnuninni í New York. Deildin gefur nú kost á hvers konar fræðslu um Norðurlöndin. Allmargir stú- dentar gera norræn fræði að aðalnámsgrein, og stúdentar úr öðrum deildum sækja vissa íyrirlestra. Höfuðáherzla er lögð á málin, bæði málfræði og lestur. Stúdentum er einn- ig gefinn kostur á að stunda sjálfstæðar rannsóknir í mál- sögu og mállýzkum. En einna vinsælustu fyrirlestrarnir eru þeir, sem fjalla um úrvals- bókmenntir Norðurlanda og Einar Haugen flytur. Leggur hann þar einkum áherzlu á fornsögurnar, en talar einnig nokkuð um íslenzka höfunda frá seinni öldum, svo sem Halldór Kiljan Laxness. Mest áherzla á íslenzk fræði Leggur deildin hlutfallslega mesta áherzlu á íslenzk fræði og er þó fátt um fólk af ís- lenzkum ættum í Wisconsin. Eiginlega er ekki nema ein íslendingabyggð í Wisconsin, á Washington-eyju í Michigan vatninu, úti fyrir „þumlinum11 á þessu fylki, sem er einna líkast belgvettling í laginu. En maður af íslenzkum ættum hefir þó fengið nafn sitt ritað óafmáanlega í sögu háskólans. Það er Chester A. Thordarson, íslenzkur innflytjandi, sem kom á fót miklu iðnfyrirtæki í Chicago og gerðist síðar hinn mesti hókasafnari. Bókasafn hans var frægt, en einkum í tveim greinum, sögu vísind- anna og Islandssögu. Var það metið á eina milljón dollara, Þetta safn keypti háskólinn £ Wisconsin eftir dauða Thord- arsons, og þar mun það geym- ast sem minnisvarði hins á- gæta íslendings, er safnaði því. —Mbl., 30. júní BLOOD BANK SPACE contribuVed DnMRys MANITOBA D I V I S I 0 N WESTERN CANADA BREWERIES l i m i t e D MD-366

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.